Lögberg - 19.10.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.10.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. CCT. 1933 NÚMER 42 Mynd þessi er af Rt. Hon. R. B. Bennett, forsætisráðgjafa CanT ada, þar sem hann er a'Ö kveSja Mr. William Benidickson, forseta stúdentasambands Manitoba háskólans, að aflokinni ræðu þeirri, er hann flutti fyrir stúdentum. Mr. Benidickson, er íslenzkur i aSra ætt, sonur Mr. Kristjáns Benediktssonar aS 311 Baltimore Road hér í borginni. Ur bænum Viðsjár í Norðurálfunni Vopnatakmörkunarstefnan í Geneva, hefir sig’lt skipi sínu í strand, að minsta kosti í bráðina. Krafa Þjóðverja um jafnrétti í vígbúnaði fékk ekki byr. Hafa þeir nú kvat't heim þaðan fulltrúa sína og hótað að segja sig úr Þjóðabandalaginu. Hitler ríkiskanzlari hefir efnt til nýrra kosninga, er fram fara þann 12. nóvember næstkomandi. Utanríkis- ráðgjafi Þjóðverja skellir skuldinni á Breta og Frakka út af því í hvert óefni sé komið, en lýkur lofsorði á miðl- unartilraunir ítalíu og Bandaríkjanna. Uppvíst hefir orðið um Nazista samsau'i í Austur- ríki, er í þá átt gekk, að lirinda núverandi stjórn af stóli. ATHYGL,I skal hér meÖ dregin aÖ auglýsingunni, sem nú birtist hér í blaðinu, um fyrirlestur þann Um íslenzkt þjóðlíf, er Dr. Björn B. Jónsson -flytur í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudagskvöldið þann 24. þessa mánaðar. Umtalsefnið er oss Vestur-íslendingum kærkomið, og um meðferð þarf heldur ekki að ef- ast, þar sem jafn snjall og glögg- skygn maður á í hlut, sem Dr. Björn er. Verður þarna þvi um óvenjulegt tækifæri að ræða, til þess að afla sér þekkingar á nútímalífi hinnar íslenzku þjóðar. Auk fyrirlestursins, skemta með söng og hljóofæraslætti þeir Paul bæjarfulltrúi Bardal og Frank Thorolfson, pianokennari. Að samkomuhaldi þessu stendur karlaklúbbur Fyrstu lútersku kirkju. Samkoma sú, er júnior Ladies’ Aid Fyrstu lútersku kirkju efndi til í samkomusal kirkjunnar, þann 11. þ. m., í tilefni af þakkarhátíðinni, var afarfjölsótt og fór hið bezta fram. Samkomunni stýrði prestur safnaðarins, Dr. Björn B. Jónsson. Máltíð sú, er félag þetta reiddi fram var hin ágætasta, og skemti- skrá góð. Með einsöng skemti Mrs. D. G. Edmond, en með fiðluspili Miss Pearl Pálmason og tókst henni snildarlega meðferð hlutverka sinna. Mrs. B. H. Olson og Miss Snjólaug Sigurðsson, léku meðspilin. Rev. Kerr, prestur Augustine kirkjunnar flutti langt og fróðlegt erindi um Cape Breton, og sýndi fjölda mynda af staðháttum og atvinnuvegum á þessari einkennilegu ey. Messur í Gimli prestakalli sunnu- daginn þ. 29. október eru fyrirhug- aðar sem hér segir: Morgunmessa í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h. í kirkju Árnessafnaðar síðdegis messa, kl. 2 e. h., og kvöld- messa í kirkju Gimli safnaðar, kl. 7 e. h.— Séra Jóhann Bjarnason prédikar. Til þess er mælst, að fólk f jölmenni.— Meðlimir Fyrsta lúterska safn- aSar eru beðnir að hafa það hugfast að fjárhagsár safnaðarins endar 31. október, og eru menn vinsamlega beðnir um að koma tillögum sínum til fulltrúanna við fyrsta tækifæri. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega í kirkju Mikleyjarsafrr- aðar næsta sunnudag, þ. 22. okt., kl. 2 e. h.—Fólk þar er rnint á aö láta sem flesta á Mikley vita um þetta og að fjölmenna við messuna. Undirbúningnum að kveðjuhljóm- leikum Brynjólfs Þorlákssonar skil- ar vel áfram. Verður ekkert það látið ógert, er auka má á blæbrigði þeirra. Skýrt verður nánar frá allri tilhögun í næsta blaði. Mr. Gunnlaugur Thorvardson, Mr. J. Leo Samson og Miss Sam- son frá Akra, N. Dak., voru stödd í borginni um síðustu helgi. The Falcon Athletic Club Gym- nasium is now open every Monday night at 8.00 p.m. at the I.O.G.T. Hall, Sargent Ave. All prospective juvenile, junior and senior hockey players are invited to attend. Hátíð á Mountain Þriðjudaginn 10. okt., að kveldi, var merkileg hátíð haldin í sam- komuhúsinu á Mountain. Var það fimtíu ára afmæli kvenfélagsins á Mountain, sem og var að því er eg bezt veit afmæli fyrsta félagsins er stofnað var af íslenzkum konum í Ameriku. Enn eru á lífi 9 af stofn- endum félagsins. Var þeim öllum boðiö að vera heiðursgestir á sam- komunni. Auk þess bauð kvenfé- lagið elzta núlifandi syni eða dóttur hvers stofnenda, sem látinn er, að vera heiðursgestur félagsins þar. Nokkrum fleirum, sem sérstaklega komu við sögu félagsins og bygðar- innar fyrri árin, var einnig sérstak- lega boðið, þar á meðal séra H. B. Thorgrimsen og frú hans, því hann var prestur í bygðinni þá er félagið var stofnað. Af þeim er boðið var að vera þar heiðursgestir, gátu þó engir utan- bygðar sótt mótið nema séra H. B. Thorgrimsen. En. flestir hér úr bygðinni íslenzku í Pembinasveit komu, nema þeir, sem ekki voru til þess nógu heilsusterkir. Ekki nema tvær úr hópi stofnenda, gátu sótt mótið, þær Svanfríður Kristjáns- son og Kristín Kráksson. Samkoman byrjaði með þvi að öllum var veittur kveldverður, og hófst máltíðin um kl. 6.30. Munu nærfelt 400 manns hafa sótt mótið, svo það tók talsvert lengi að veita öllum sem aö garði komu, og pró- gram byrjaði því ekki fyr en kl. nærri 10 e. h., utan þess að hin unga hljóðfærasveit hér á Mountain spil- aði lengi með aðstoð Miss Corneliu Olafson, meðan á máltíðinni stóð. Séra H. Sigmar var forsetí sam- komunnar og setti hana með sálma- söng og bæn. Flutti hann siðan inn- gangserindi þar sem hann mintist hins ágæta starfs frumherjanna og hvatti kynslóðina, sem nú er uppi, að starfa af sama dugnaði, sama kærleik og sömu trú sem hinar merku konur er stofnuöu félag þetta í fyrndinni. Las hann nöfn stofn- endanna, og fyrstu fundargerð fé- lagsins. Bað hann svo alla að rísa úr sætum hægt og hljóðlega til þess að heiðra minning stofnendanna Ræður voru fluttar af séra H. B. Thorgrimsen, Kristbjörgu Krist- jánsson, Sesselíu Eyolfson og J. J. Myres. Einsöngva sungu þau séra H. B. Thorgrimsen og Mrs. 'B. Miss Anna Gríinsson, A.T.C.M. Þessi unga súlka er dóttir þeira Mr. og Mrs. Guðmundur Grímsson að Mozurt, Sask. Lauk hún i vor sem leið kennaraprófi í píanóspili með lofsamlegum vitnisburði við Toronto Conservatory of Music. Nám sitt stundaði Miss Grímsson hjá frú Björgu Tsfeld. Johnson, svo voru og sungnir nokkr- | ir söngvar af öllum. K. N. Júlíus | flutti kvæði, einnig las forseti kvæði eftir séra N. S. Thorláksson, er hann hafði sent félaginu; hafði hon- um, ásamt frú hans, verið boðið að vera heiðursgestur á samkomunni, en sökum fjarlægðar gátu þau ekki komið. Mörg kveðjuskeyti frá þeim er hafði verið boðið að koma, v«ru einnig lesin. Er prógramið var að enda var of- inn inn í það nokkur aukaþáttur, sem var þess efnis að óska séra H. B. Thorgrimsen lukku og blessunar í sambandi við áttræðisafmæli hans. Talaði þá forseti samkomunnar nokkur orð til hans og einnig þeir Tryggvi Anderson og Thos. Hall- dórsson. Líka talaði þá dómari G. Grímson nokkur orð. Hafði hann borið að garði er samkoman var byrjuð*. Voru séra Hans afhentar minningargjafir af forsetanum, frá ýmsum vinum innan safnaðá bygð- arinnar. Þakkaði hann með stuttri ræðu. Var svo sungið af öllum: “Allir heilir unz vér sjáumst næst.” Síðan var samkomunni slitið með þjóösöngvunum Eldgamla ísafold og My Country ’Tis of Thee. Fanst öllum viðstöddum þetta hafa verið merkisviðburður mjög ánægjulegur og hrífandi og var starfs hinna dyggu.og duglegu land- námskvenna að verðugu loflega minst, og Þórdísar sál. Björnson, sem gekst fyrir stofnun kvenfélags- ins, og allra stofnenda þess sérstak- lega minst. Þóttu ræðurnar og kvæðin og söngvarnir takast ágæt- lega, og vopu þó ekki síst lofaðar ræður þeirra tveggja kvenna er töl- uðu að þessu sinni. Þótti það líka vel eiga við að þær tóku til máls á þessari samkomu. Mun viðburður þessi lengi geym- ast í minningu fólksins. H. S. Hærri vinnulaun William Green, forseti verka- manna sambandsins ameríska, tjáist þess fullviss, að laun verkamanna i Bandaríkjunum, verði hækkuð til muna áður en langt um líður. Ber hann fyrir sig ummæli verkamála- ráðgjafa Roosevelt-stjórnarinnar, Miss Perkins, á nýafstöðnu ársþingi sambandsins, er í þá átt hnigu, að stjórnin teldi ákvæðin um lágtnark vinnulauna í hinum nýju viðreisnar- lögum, hvergi nærri fullnægjandi, þó með þeim væri að visu stigið stórt spor í rétta átt. \ Hon. J. D. Stewart ládnn Á þriðjudaginn þann 10. þ. m., lézt að heimili sínu i Charlottetown, Hon. James David Stewart, forsæt- isráðgjafi á Prince Edward Island, fimtiu og niu ára að aldri. Hafði hann átt við strangan sjúkdóm að stríða um alllangt skeið. Mr. Stewart, setn leiðtogi ihalds- flokksins, gegndi tvisvar sinnum for- sætisráðgjafaembætti á Prince Ed- ward Island. Tók hann fyrst við völdum í septembermánuði öndverð- um, árið 1923, en í kosningum 1927 beið flokkur hans átakanlegan ósig- ur. En um sumariö 1931 urðu í- haldsmenn ofan á í kosningum, og var Mr. Stewart þá kjörinn til for- sætisráðgjafa tignar. Mr. Stewart þótti í hvívetna góður maður og gegn, bæði sem stjórnmálamaður, og þá ekki síður sem lögfræðingur. Flugsamgöngur Unnið er að þvi, að innan tveggja ára verði búið að koma á reglu- bundnum farþegaflugferðum milli London og Siam, Hong-Kong, Shanghai og Tokio. Undirbúningi undir reglubundnar farþegaflug- ferðir milli Bretlands og Ástralíu er langt komið. Þær eiga að hefjast í mars 1934. Indlands-endastöð á flugleiðinni milli Bretlands og Ind- lands er Kalkútta, en í lok þessa mánaðar verður flugleiðin lengd til Rangoon. I árslok verður búið að koma á reglubundnum farþega flug- ferðum frá London til Singapore. Því næst tekur ástralska stjórnin að sér flugferðirnar frá Singapore til Port Darwin og Sidney. Flugvélar þær, sem notaðar verða, geta flutt 20 farþega og flogið með 135 km. hraða á klst. með alls 23 þús. punda þunga. íslenzkt drenglyndi Mér voru sagðar fréttir nýlega, sem eg tel þess verðar að þeirra sé getið opinberlega. Eins og kunnugt er, fara fram aukakosningar í Mac- kenzie kjördæminu í Saskatchewan næsta mánudag. Þar sækja fjórir menn um kosningu, og er einn þeirra Stubbs fyrverandi dómari, sem mörgum Islendingum er að góðu kunnur. I þessu kjördæmi er f jöldi íslenzkra kjósenda. Stubbs var nýlega sviftur embætti af afturhaldsstjórninni í Ottawa. W. L. McKenzie King, leiðtogi frjálslynda flokksins lýsti því yfir fyrir skömmu að hann væri alger- lega andstæður þeirri aðferð, sem til þess hefði verið beitt. Öllum fréttum ber saman urn það að nálega allir íslenzkir kjósendur í kjördæminu séu með Stubbs. Fréttirnar, sem eg átti við eru þær að landi vor Jósef lögmaður Thorson, K.C., hafi verið beðinn að fara vestur i þeim erindum að reyna að telja landanum hughvarf og snúa honum frá Stubbs. En Thorson neitaði. Sýndi hann með þessu svo mikið drenglyndi og sjálfstæði að íslendingar mega vera stoltir af. Baráttan hefir verið svo grimmi- leg og svo óhrein á móti Stubbs í þessum kosningum að tæpast munu dæmi til annars eins. Það er öllum kunnugt hversu hæfur og dugandi þingmaður Stubbs er líklegur til að verða og það ofurkapp, sem lagt er á að fella hann, sýnir bezt hversu illa auðvaldi og afturhaldi er við það að fá hann á þing. Þökk og heiður sé Thorson fyrir drenglyndið. Vonandi að enginn Islendingur finnist né fáist inn í eltingaleikinn á móti Stubbs. Sig. Júl. Jóhanncsson. Voice of the Night , Solveig Paulson. Out in the woods at night time, With the stars hanging bright and high, I stirred in my sleep and listened To the voice of the night’s low cry. Mournful and mild and tender, It came on a stirring breeze And whispered among the bushes And lifted through the trees. “Hush, little creatures, and rest, Husli, little hirds and fawn, Rest in the dusky shadows, You are safe till the break of dawn. “You are safe from dogs and hunters, IYom the cruel greed of men, Rest now in the quiet darkness, For morning brings fear again.” I gazed at the twinkling heavens And pondered the Maker’s plan, I11 giving the fate of His creatures Into the hands of man. I pondered until I knew With a knowledge sure and meek That strength was only meant to be Protection for the weak. Úr tímaritinu “Our Dumb Animals,” Boston, í október, 1933 MR. PAUL BARDAL leitar endurkosningar í 2. kjördeild í bæjarstjórnina í Winnipeg. íslendingar! styðjið hann til kosninga þegar þar að kemur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.