Lögberg - 16.11.1933, Side 5

Lögberg - 16.11.1933, Side 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1933. Bls. 5 MINNING Aðalborg Jónsdóttir var fædd á HámundarstöSum í VopnafirSi í september 1845, elst af mörgum börnum Jóns Jónssonar og Bjargar Guðlaugsdóttur frá Grænavatni við Mý- vatn, er bjuggu lengi á ÁsbrandsstöSum í Vopnafirði. Gift i júní 1876, Eiríki Björnssyni ættuðum úr Fáskrúðsfirði. Frá þeim tíma upp að 1904 bjuggu þau hjón i Vopnafirði. Þau eignuðust sex börn, 3 dætur og 3 syni. Fimm af þeim komust til fullorðinsára og hafa þau öll ásamt foreldrum sínum flust til Vesturheims. Eftir lifa eiginmaður, Eiríkur Björnsson, nú á níræðisaldri, Þórunn og ASalbjörg dætur hennar i Winnipeg, Kristín á Akra, N. D., og Sveinn—eini sonurinn á lífi. Hinir tveir synir hennar, Björn og Stefán, eru dánir fyrir nokkrum árum, báðir ágætir hæfileikamenn og drengir góðir. Varð hún að sjá á bak þeim báðum, á meðan þeir voru menn á bezta aldri, en ellin var þá tekin að lama alla lífskrafta hennar. En upplag hennar var þannig að hún bar alt stríð og alla erfiðleika, sem voru margir gegnum árin, með þolinmæði og staðfestu, sem var einstök. Ofan á þetta bættist svo að myrkrið skall á, Og fékk hún ekki litiö ljós dagsins u.n tíu ára bil. En öllum sör.sum fekk hún haldið nærri til siðustu stundar. Merkiskona er orð, sem lýsir henni vel. Hún hafði þann metnað til að bera, sem er norræns eðlis, og sem gerir mennina sanna. Innst í hugskotinu var helgidómur þar sem hún geymdi hverja sorg, hvern söknuð, sem að höndum bar til þess að geta í einrúmi yfirvegað það alt, sem var henni kærast. Hún var dul í eðli sínu og því þektu hana fáir. Er það svo með ýmislegt af því bezta, sem líf mannanna á til í eigu sinni. Flysjungs- háttur og yfirlæti var henni viðurstygö, því lífskjarnann hafði hún fyrir löngu komið auga á í trúmenskunni við starf sitt og köllun i lífinu sem ágæt eiginkona og móðir. Slíkar konur sem hún hafa gegnum aldirnar átt veigamestan þátt í því að skapa og ala við brjóst sér atgervi islenzkra manna og allra manna og þjóða. Enginn getur gert sér grein fyrir því afli, inn á æðri lífssvið, sem sálarlíf slíkrar móður hefir yfir að ráða. En styrk- ur þess felst í trúmensku hugarfarsins, í móðurástinni, í hennar sönnustu og göfugustu mynd. Það brúar torfærur og sendir ljós inn í myrkrið; það styrkir í striði, hvetur til framkvæmda, örfar og eflir alt sem gildi hefir í barnssálinni. Það er með öðrum orðum kjarni og undirstaða alls mannlegs atgervis, fyrst og fremst; allrar okkar velgengni í lífinu í öðru lagi; og síðast en ekki sizt, það ryður veginn og brúar djúpin inn á æðri lifs- svið. Slkt var hennar starf á liðnum árum og orð yfir slíkar mæður hverfa eins pg reykur fyrir göfgi sliks persónuleika. Aðalborg andaðist að heimili sonar sins, Dr. Sveins Björns- sonar og frú Maríu Björnsson i Árborg, að aftni sunnudagsins 10. sepember. sumum hinna merkustu og elztu leið- toganna hefir verið gleymt af ásettu ráði, en öðrum, sem tæplega voru til i raun og veru lyft upp á hátinda lofs og glamuryrða. En hvað um það, saga landnemans er senn á þann frið og þá sælu, sem fórnfýsi og vel unnið dagsverk veitir að laun- um. Hún hefir grætt þakklæti mannvænlegra barna. Hún hefir grætt viðurkenningu lands og þjóð- ar hér og heima—ef ekki eins full- En jafnvel þótt vesturfararnir kveddu ættjörð sína með þungum hugsunum en léttum vösum, þá fóru þeir samt ekki nestislausir i öllum skilningi. Þeir áttu von, sem var lifandi og sterk; þeir vonuðu aö geta skapað sér og niðjum sínum sælli daga en þá var mögulegt að vænta heima. Og þeir áttu traust; þeir treystu því fullkomlega að vonir þeirra mundu rætast. Traustið skapaði voninni, vængi og flugf jaðrir. Þeir treystu framtíðinni; þeir treystu gæfunni: þeir treystu möguleikun- um; þeir treystu sjálfum sér; þeir treystu guði—þeir treystu öllum og öllu. En til er tvenns konar von og tvenns konar traust. Von, sem við engin skynsamleg rök hefir að styðj- ast, er einungis blekking; traust, sem á engu er bygt nema sandi, er lítils virði. En íslenzku vesturfar- arnir vonuöu ekki út í bláinn; þeir létu ekki byrðing vona sinna ■ reka á reiðanum. Þeir treystu ekki hugs- unarlaust, þeir gerðu sér grein fyr- jr því að traustið yrði að byggjast á einhverju. Þeir settu sér því ákveð- ið takmark. Með háfleygum von- um og bjargföstu trausti stefndu þeir að því takmarki. Og hvert var þetta takmark ? Það var hvorki meira né minna en það að skara fram úr, vinna sigur í bar- átttunni og samkepninni hverjum og hverju, sem væri að mæta; hvaða störf eöa stöður sem fyrir þeim lægju. Vonir mannanna geta veslast upp og soltið í hel eins og þeir sjálfir; en á meðan stefnt er að ákveðnu marki hiklaust og með heilum huga, er voninni ekki mikil hætta búin. Um traustið má segja það sama. Þessir menn treystu ekki út í blá- inn; þeir vissu að þeir voru af góðu bergi brotnir; þeir vissu að í þeim var gott efni; þeir vissu að þeir áttu yfir miklum andlegum og líkamleg- um kröftum að ráða—ef þeir að- eins fengju tækjfæri til þess að geta neytt þeirra. Og úti í hinum stóra og rúmgóða Vesturheimi væntu þeir þess aö geta hafst eitthvað að—þar var þó að minsta kosti svigrúm til umbrota, tækifæri til þess að berj- ast. — Já, þeir settu sér það mark að skara fram úr öðrum, sýna um- heiminum að ísland sendi ekki lak- asta Iiðið á stríðsvöllinn, þar sem allar heimsins þjóðir reyndu vit sitt og krafta sína. Svo stigu þeir á stokk og strengdu þess heit að ná þessu setta takmarki, hvað sem það kostaði; hversu erfitt sein það yrði. Upp skyldu þeir aldrei gefast; nei, markinu skyldu þeir ná; fyrirheitna landið skyldu þeir vinna til handa niðjum sínum, þótt þeir yrðu að hrekjast tvenn fjörutíu ár á eyðimörkinni áður en það eygðist. Með öruggri von, fullu strausti strengdu þeir þess heit að ná settu marki, eða falla með drengskap að öðrum kosti. Og íslenzku landnemarnir hafa efnt heit sín^ þeir hafa haldið eiða sína; þeir hafa barist góðri baráttu og sigursælli; þeir hafa rutt börnum sínum brautir og lagt þeim leiöir að opnum dyrum heimsmenningarinn- ar. Saga landnemans—vesturfarans er þegar á enda. Hún er hvergi skráð enn sem komið er. Nokkur brot úr henni hafa birst hér og þar, flest tínd saman af hlutdrægum mönnum og flokksblindum, þar sem enda; von hans hefir að mörgu og | komlega og hún átti skilið, þá samt að allmiklu leyti. Unga kynslóðin hefir grætt tæki- færi til útþenslu og möguleika; tækifæri til þess að ganga brautir manndóms og menningar, sem henni hafa verið lagðar af öðrum, tæki- færi til þess að nema land í heimi andans og atorkunnar; tækifæri til þess að vaxta pund sitt þúsundfalt í ölluni skilningi; hún hefir alla ver- öldina að leikvelli og allar þjóöir jarðarinnar til þess að keppa við, og hún hefir meiri hæfileikum yfir að ráða en æska nokkurrar annarar þjóðar, ef hún aðeins gætir þeirra —skiftir þeim ekki fyrir aðra lak- ari-^-villist ekki út í nein hrossa- kaup eða óséð hnífaskifti. En hvað hefir tapast? ísland, eða íslenzka þjóðin heima hefir tapað þúsundum dugandi manna og kvenna; þar á meðal áreiðanlega sumurn sinna beztu efniviða. Hing- að vestur fluttu yfirleitt þeir einir, sem eitthvað var í spunnið. Hvernig öðrum sem litið er heima á þá, sem vestur fluttu, þá er það víst að þeir stóðu ekki öllum þeim að baki, sem heima sátu. Með vesturflutningum tapaði íslenzka þjóðin merg úr beinum sín- um, krafti úr kögglum sínum, til- finnanlegum hluta af hjartablóði sinu—parti af heila sínutrf og hjarta. Hefði allir, sem ningað kornu þreyjað þorrann og góuna—þorra fátæktarinnar og góu skókreppunn- ar og biðið þangað til batnaði í ári þá er það áreiðanlegt að allmargir þeirra hefðu notið sín betur og orð- ið heimaþjóðinni nytsöm börn og styrkar stoðir. Og hefði allir hinir yngri, sem hér eru bornir, verið íæddir og upp- aldir á Islandi, þá væri það meiri kraftaauki æskulýönum heima en mögulegt sé að meta eða ákveða. Alt þetta hefir tapast heima þjóð- inni í heild sinni. En hverju hafa þeir einstakling- ar tapað, sem hingað fluttu? Þeir hafa tapað því að geta átt heima- lifað lif. Þeir hafa eytt kröftum sínum erlendis og aldrei getað notið sín. Þeir hafa aldrei—andlega tal- að — séð heiðan himinn né sann- bjarta sól. Ský útlegðarinnar hafa skygt á hvorttveggja— jafnvel hjá þeim, sem bezt hefir liðiö, án þess ð þeir gerði sér fulla grein fyrir því. Vér töldum oss trú um það all- lengi að vér gætum skapað og skipað nokkurs konar nýtt Island hér álfu, og lifað þar heilu, islenzku lífi. Þær vonir brugðust eðlilega. Vér væntum þess líka að hinn íslenzki æskulýður tæki að sér viðhalds- störfin—héldi við íslenzkri tungu og íslenzku þjóðerni, þegar vér kvedd- um. Hversu gersamlega sú von hefir brugöist, sést glögt og greini- lega hér í kvöld. Þetta er fyrsti fundur íslenzku þjóðrknisdeildarinnar í Winnipeg, eftir langa sumarhvíld, og hér eru aðeins milli 60 o g7o manns. Það er flest gamalt fólk, margt gráhært og gishært. Hér er enginn ungur maður—ekki einn einasti, en aðeins tvær ungar stúlkur. Meira að segja sjálfir foringjar þjóðrkænishreifing- arinnar sjást hér ekki. Hvað þýðir þetta? Hvað kennir það okkur ? Hvað sannar það ? Það þýðir, kennir og sannar að allir yngri íslendingar í Winnipeg ann- aöhvort eru algerlega skeytingar- lausir um öll þjóðræknisstörf, eða þeir jafnvel fyrirlíta þau gersam- lega. Það sýnir það líka að leið- togarnir þykjast yfirleitt annaðhvort upp yfir það hafnir að leggja hönd á plóginn, nema einu sinni á ári, eða þeir eru of önnum kafnir við eitt- hvað annað til þess að geta sint þ j óðræknisf undum. Þegar eg lít yfir þennan fámenna hóp, þá klökknar mér hugur. Eg horfi hér líkamlega og í anda á okkur gamla fólkið, sem eytt höfum lífdögum okkar hér erlendis; eg sé hvar viö stöndum með annan fótinn á grafarbakkanum; gráu kollarnir eru eins og raðir hrímgaðra steina á köldu vetrarkveldi, sem af hend- ingu eða í samræmi við einhverjar miklu leyti ræzt; traust hans hefir komið honum að góðu haldi; hann misti ekki sjónar á settu taknxarki; hann hefir staðið við heit sín, efnt orö sín og eiða. Saga ungu kynslóðarinnar er að byrja; hún er “eins og óráðin gáta, fyrirheit” eins og Hannes Hafstein kemst að orði. Framundan henni liggur braut, sem einungis er hálf- gerð; þá braut hefir eldri kynslóð- in lagt að mestu leyti; sjálf verður unga kynslóðin að fullgera þessa braut. En hvernig er líklegt að henni takist það? Um það má spá og spyrja óendanlega; en getgátur hafa litla þýðingu; framtíðin lyftir því tjaldi, sem enn þá hylur hiö ólifaða líf sona vorra og dætra. Unga kynslóðin hefir þegar tekið sjálf við starfinu; hún hefir nú þegar á hendi umsjón þess að miklu leyti að fullgera brautina, sem byrj- uð var—laga þá steinana, sem skakt voru lagðir; fleygja þeim í burt, sem óhæfir reynast; bæta nýjum við, o. s. frv. Já, á þessu starfi hefir unga kynslóðin þegar byrjað—og hún hefir byrjað bæði vel og illa. Landnemarnir unnu vel og sam- vizkusamlega—og eg held að mér sé óhætt að bæta því við að þeir hafi í flestum efnum unnið hyggi- lega. I einu atriði er það samt tal- ið að þeim hafi yfirsézt alvarlega: Þeir eyddu ógrynni af kröftum í rifrildi—alls konar deilur, stundum um alvarleg málefni, stundum um smámuni eða jafnvel um ekkert. Þeir rifust stundum til þess að verja eitthvert áhugamál, stundum til þess að berjast ámóti einhverju, sem þeir töldu skaðlegt, en stundum rifust þeir aðeins til þess að rífast—eða þannig leit það út. Um það hefir oft verið talaö hversu miklu Vestur-íslendingar hefðu getað afkastað ef þeir hefði varið öllum þeim feikna kröftum, sem til rifrildis fóru, til einhverra menningarsamtaka, þar sem allar hendur hefði getað notið sín, í stað þess að vera hver upp á móti annari. En er það víst að þetta sé ekki mis- skilningur? Getur það ekki skeð aö rifrildið hafi verið einhver bezta guðsgjöfin — einhver bezti vinur- inn, sem vér áttum í dularklæðum? Er það ekki mögulegt að einmitt rifrildið hafi haldið oss saman — verið nokkurs konar tengitaug miklu fremur en sundrungaraf 1 ? Er það víst að þeir kraftar. sem'til rifrild- isins fóru, hefði verið notaðir til nokkurs annars ? Er þaö ekki mögu- legt að einmitt rifrildið hafi verið nokkurs konar aflgjafi, nokkurs konar driffjöður, nokkurs konar magnlyf (stimulant and tonic) sem aukið hafi oss krafta til annara framkvæmda og þannig haldið oss hæfum til sókna og varna í þeim hríðum og hryðjum, sem lífsbarátt- an krafðist ? Eitt er að minsta kosti víst, og það er þetta: rifrildið heyr- ir til hinu vakandi, lifaða lífi, en þögnin og afskiftaleysið heyrir til svefninum, dauðanum og gröfinni. LTnga kynslóðin rifst ekki; hún hefir andstygö á rifrildi hinna eldri; hún hugsar sér óefað að detta ekki um sömu steinana, sem oss hafa orðið að fótakef li; hún þykist þar hafa séð vítin og ætlar sér að var- ast þau. En fer hún þá ekki of langt í hina áttina? Verður henni ekki hætt við að kaupa friðinn og samkomulagið of dýru verði? Er það ekki mögu- legt að hennar dýrðlegasti fugl veröi leðurblakan? Getur það ekki skeð að í stað rifrildis gömlu kynslóðar- innar vilist hin yngri út á þau sölu- torg, þar sem verzlað er með sam- vizku og sannfæringu og andleg hrossakaup fara fram? I því liggur hættan.— Jæja, hvað hefir græðst á vestur- flutningunum ? Eldri kynslóðin— vesturfararnir sjálfir græddu þekk- ingu, sjálfstæði, úrræði og svigrúm til þess að neyta krafta sinna—svig- rúm, sem ekki var um að ræða heima á öldinni, sem leið. Hún hefir grætt óráðnar gátur tilverunnar hafa bor- ist hingað saman og orðið hálf jarð- fastir á bakka stórrar elfu; áin brýt- ur bakkann smátt og smátt og stein- arnir hrynja einn af öðrum niður i djúpið. Framundan okkur gamla fólkinu blasir við opin gröf; við steypumst niður í hana hvert af öðru; moldar- rekunni er kastaö á einn í dag, ann- an á morgun og þann þriðja næsta dag, þangað til við erum öll horfin. Hugsum oss stóra og veigamikla hríslu, sem rifin sé upp með rótum og hálfplöntuð niður aftur í annar- legum jarðvegi undir annarlegum skilyrðum. Hugsum oss að hver ein- asti rótarangi væri því lifi gæddur, að hann hefði næma og sára tilfinn- ingu. Þrautir hríslunnar með öllum þessum særðu og sáru' rótaröngum gætum vér auðveldlega hugsað oss, og yfirleitt líðan hennar þar sem hún tórði, en lifði alls ekki, sínu eðlilega lifi. Þannig hefir þvi verið varið með Islendinga hér í álfu— bæði einstaklinginn og heildina. Eg sagði að landneminn hefði séð vonir sínar rætast, traust þeirra hefði ekki brugðist þeitn; takmarki sínu hefði þeir náð, freit sín hefði þeir efnt. Þetta er alt satt að mestu leyti; en fundurinn hér í kvöld, eins og flestir íslenzkir fundir hér í bæ, sýpir það og sannar að ekki hafa allar vonirnar ræzt. Það er ein brú sem eldri kynslóðinni hefir ekki tek- ist að byggja; það er tengibrúin milli sín og yngra fólksins. Öllu lífinu fórnuðu þeir eldri fyrir börn sin; þeir gerðu sér gott áf eyði- merkurvistinni með vón um glæsi- lega íslenzka framtíð fyrir næstu kynslóð; en nú er þeim það sýnilegt og áþreifanlegt—nú fyrst eru þeir farnir aö skilja það, að kringum- stæðurnar hafa grafið það djúp þjóðræknislega á milli hinna yngri og eldri, sem aldrei verður brúað. I þessu tilliti eru nú ýmsir hinna eldri að vakna upp við óvæntan draum. Ef við gætuni hugsað okkur að hingað inn í salinn kæmi einhver ó- sýnileg vera með stóra or sterka töng, laumaðist aftan að einhverjum í hópnum og klipi með tönginni einn hryggjarliöinn burt úr bakinu á honum, án þess þó að slíta mæn- una, þá gætum við öll getið því nærri hvernig líðan þess manns yrði. En svona er það með okkur ís- lendingana hér vestra. Hin sterka hönd óhjákvæmilegra lífsviðburða hefir klipið burt einn liðinn úr hinu þróttmikla og breiða baki íslenzku þjóðarinnar í Besturheiini. Þessi liður er samvinnan eða sambandið milli hinna yngri og eldri, að því er islenzk þjóðræknissamtök snertir. Þetta er ofureðlilegt, getur ekki öðruvísi verið, en það er sannleikur, sem ekki þýðir að loka augunum fyrir. Að nokkru leyti býst eg við að þetta sé sjálfum oss að kenna. Eg býst við að við höfum ekki gert alt sem í okkar valdi stóð til þess að börnin okkar yrðu eins íslenzk og mögulegt hefði verið Eg efast um að nokkur faðir eða móðir geti í hinsta skifti kvatt son sinn eða dótt- ur, tekið í hönd þeirra og sagt með góðri samvizku: “Barnið mitt; eg hefi sagt þér og kent alt, sem eg vissi um ísland og íslenzkt þjóðerni; eg hefi kent þér og kynt íslenzka sögu, íslenzka náttúrudýrð, íslenzk- an skáldskap og bókmentir; auk þess hefi eg kent þér íslenzka tungu svo vel að þú getur notið þess alls sem þú heyrir og sér að heiman.” Já, eg efast um að nokkurt okk- ar geti lagst til hinátu hvíldar með þessi orð á vörunum. Þar i liggur okkar yfirsjón. En hins vegar eru það aðallega eðlilegir og óviðráðan- legir straumar í þjóðlífi þessa lands, sem bera börn vor burt—burt—og .lengra burt út á hafið, þar sem þau verða smátt og smátt að ósýnilegum dropum. Sá, sem les með athygli íslenzku blöðin í Winnipeg, hlýtur að hugsa margt þegar hann athugar giftinga- fréttirnar. Miklu meira en helming- ur allra slíkra frétta sýnir að ann- aðhvort brúöhjónanna er ekki is- lenskt. Þetta sannar betur en nokk- uð annað við við erum að hverfa; við erum að blandast öllum mögu- legum þjóðflokkum; við erum að þynnast út og sú útþynning heldur áfrain þangað til við hverfum með öllu sem sérstakt þjóðbrot. Við erum ai) deyja úr ólœknandi blóð- þynnu, Hver verður svo útkoman af vesturflutningunum þegar reikning- arnir eru jafnaðír? Eg hefi þegar lýst því hvað tapast hefir; hverju þjóðin heima hefir tapað og hverju vesturfararnir hafa tapað. Eihu möguleikarnir til þess að reikningarnir verði þolanlegir eru þeir, að hinir yngri íslendingar, sem dreifast um alla þessa álfu, verði sannarlegt salt jarðar; að þeir haldi svo hátt á lofti merki manndóms og menningar, dugnaðar og drengskap- ar að þeim verði veitt eftirtekt, að að þeim verði veitt eftirtekt, að ljóma leggi yfir ættjörö vora og þjóð af því ljósi sem frá þeim skíni. Sú von að mynda hér nokkurs konar nýtt ísland, er dauð og grafin, en þessi von hefir komið i staðinn. Nú sjáum vér i anda tvær stjörn- ur á framtíðarhimni hins mikla Vesturheims ; önnur er hin tápmikla og ósérplægna barátta brautryðj- endanna — vesturfaranna — land- nemanna; hin eru frægðarverk hinnar yngri kynslóðar. Megi þau verða sem flest. Sig. Júl. Jóhannesson. Bankaávísanir eru hagkvæmasti miðillinn til þess að sendast með pósti, því þær orsaka engan drátt sendanda né viðtakanda. Þær fást á öllurn útibúum The Royal Bank of Canada, og eru borganlegar í dollurum eða pundum. THE ROYAL BANK O F CANADA

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.