Lögberg - 16.11.1933, Side 6

Lögberg - 16.11.1933, Side 6
Bls fi LOGBERG, FIM'I UDAGINN 16. NÓVEMBER, 1933. 150 ára minning (jiu dtvigs Hinn 8. sept. síÖastliðinn mintust Danir eins hins mesta andans vík- ings þjóðarinnar á síðustu öld, skáldsins og trúhetjunnar Gundtvig. Þann dag voru liðin 130 ár, frá fæðingu hans. Svo margt hefir ver. ið sameiginlegt í kirkjumálum fs- lendinga og Dana á undanförnum öldum, að áhrifa þessa mikilmennis hefir eigi lítið gætt í íslenzku þjóð- lífi og er því ástæða til, að Grundt- vigs sé minst í islenzku blaði i til- efni af því afmæli. Um hann hefir ýmislegt verið skrifað á íslenzku og má þar nefna grein eftir próf. Jón Aðils sagnfræðing, sem birtist í Eimreiðinni 1902. Með því að hún mun nú vera í fárra manna hönd- um þykir hlýðá að taka hér upp inngangsorðin á grein próf. Aðils: “Gamli Gundtvig—svo var hann venjulega kallaður—er einn af þeim fáu mönnum, sem hefir auðnast að njóta sín til fulls í lífinu, að láta alla þá margföldu hæfileika, sem í hon- um hafa búiö, ná fullum þroska. Hann var hátt á níræðisaldri þegar hann andaðist, hægt og rólega, “eins og þegar sól hnígur til víðar á hausti.” Engar þjáningar, engin banalega var á undan gengið. Herða- breiður og þrekvaxinn, “þéttur á velli og þéttur.í lund,” fjörlegur og garpslegur var hann jafnt í elli sem æsku. Hann var stæltur og stinnur til líkamsburða og hafði verið lítt kvellisjúkur um dagana. í eðli sínu sameinaði hann tvo gagnstæða eig- inleika, sem sjaldan fara saman: risaorku til allra starfa og þvínær óskiljanlega Iitlar lifskröfur. Þetta óvenjulega mikla líkamsþrek og langa aldursskeið studdu hinsvegar að því, að allar hans eðlisgáfur, öll frækorn hans andlegú hæfileika, fengu náð fullum þroska. Hann var einn af þeim örfáu mönnum, sem aldrei nema staðar á þroskabraut- inni, aldrei þverr r.ppsprettumagnið inni fyrir, heldur eru stöðugt við- búnir að grípa við nýjum hugsjón- um, sökkva sér niður í þær og berj- ast fyrir þeim fram í andlátið með æskunnar ofsa og eldfjöri. En það er ólikur blær, sem hvílir yfir æsku- árum hans og miðaldursskeiði og svo elliárunum. Á hinum fyrri árum sínum, baráttu- og hernaðarárun- um, stendur hann uppi einn síns liðs eins og veðurbarinn eikarstofn, einn á móti þéttskipuðum og harðsnún- um fjandaflokki, með ýms af stór- inennum þjóðarinnar í broddi fylk- ingar. Hann gnæfir þar upp þung- búinn og alvarlegur eins og klettur úr hafinu, eins og tröllaukinn ber- serkur, viðbúinn að tvihenda sverð- ið á móti ofureflinu, á móti öllum heiminum ef vera skyldi. Á efri ár- um sínum aftur á móti situr hann hvítur fyrir hærum í öndvegi eins og kjörinn þjóðhöfðingi, með spá- mannsins þrumandi sannleiksorð á vörunum, átrúnaðargoð þúsunda og tíþúsunda, heillar kynslóðar. Þegar hann á miðaldursskeiði sínu stóS einn uppi fjötraður og vopnlaus, sakfeldur af dómstólunum, bann- færður af kirkjunni, bláfátækur og litilsvirtur, mælti hann þessi karl- mannlegu djörfungarorð: “Maður er orðinn úr mér, vesæll að vísu og lítilmótl.egur í heimsins augum, en þó maður, sem ekki vill skifta kjör- um við konunga.” Þegar hann and- aðist sat að fótum hans heil þjóð, sém hann hafði vakið af dvala, kveikt líf í með orðum sínum og haft dýpri og sterkari áhrif á en nokkur annar maður á þessari öld.” Grundtvig var af gömlum presta- ættum og var settur til guðfræði- náms við Hafnarháskóla árið 1800, án þess að hann hefði löngun til Lauk hann þó embættisprófi þrem- ur árum síðar, en var algjörlega trúlaus. Tveimur árum síðar varð hann heimiliskennari á Langalandi og þar i næðinu fór Tiann að lesa fornar bókmentir, einkum Eddurn- ar og varð hrifinn af. Ræktarsemi hans við þjóðleg fræði og fortíð þjóðarinnar efldist mjög við lestur þenna og honum varð ljóst, að öll þjóðleg fræði höfðu verið vanrækt stórlega af mentastofnununum. Hann ræðst á þær og yfirleitt á mentamannastéttina og vöktu þessar árásir mikla eftirtekt, því að mjög var litið upp til hinna svokölluðu lærðu stétta í þá daga. Um prestana segir hann á þessum árum: “Mig uggir að það megi finna megnið af prestunum úti við búsannir eða úti i f jósunum og hesthúsunum, en ekki við bækurnar,—við spilaborðið en ekki við skrifborðið. Það væri gaman að bera bókasöfnin þeirra saman við mykjuhaugana, eða bók- salareikninginn saman við vínreikn- inginn. Og ekki standa læknarnir og lögfræðingarnir prestunum að baki í þessu efni.” Vorið 1808 flyst Grundtvig til Kaupmannahafnar til þess að geta notið bókasafnanna við vísindaiðk- anir sínar og fékk bústað á Walken- dorffs Gollegíi, en lifði á kenslu. Sökti hann sér niður í veraldarsögu, einkum Norðurlandasögu og gaf út yfirlit yfir norræna goðafræði þetta ár. Hafði hinn forni átrúnaður orðið honum einskonar ímynd feg- urðar og geymdi í sér fegurstu hug- sjónir, sem hann hefði heyrt um. En einmitt Ásatrúin verður -til þess að styrkja hann í kristindóminum. Hann verður trúaðri en áður og sterknorrænn í hugsun. Grundtvig hafði ekki ætlað sér að verða prestur, en fyrir bænarstað aldurhnigins f öður síns gerðist hann aðstoðarprestur hjá honum. Áður en hann fékk vígslu varð hann að halda ræðu fyrir prófdómendum sín- um og gerði þar að umtalsefni spurninguna: “Hvers vegna er orð drottins horfið úr húsi hans?” Var ræðan brennheit áminningarræða til prestanna og kærðu þeir hana er hún kom á prent og Grundtvig fékk áminningu háskólaráðsins fyrir. Þessi aðstoðarprestsár urðu Grundtvig vandásöm ár og kvelj- andi. Hjá honum vaknaði sem sé spurning um, hvort hann væri sjálf- ur kristinn, hvort hann hefði leyfi til að vanda um við aðra, og sam- viskukvöl hans varð svo mikil, að honum lá um skeið við vitfirring. Næstu árin urðu honum baráttu- skeið við sjálfan sig, en að þeirri baráttu lokinni stóð hann albrynj- aður til þess að hef ja hið merka lífs- starf sitt. Grundtvig settist nú aftur að í Kaupmannahöfn og starfaði kapp- samlega að vísindaiðkunum.—Hann hafði skömmu áður gefið út ‘rStutt yfirlit yfir veraldarsöguna,” sérstætt og einkennilegt rit, sem bygðist á alt öðrum skilningi í sagnaritun. Hann vill sameina sögu mannkyns- ins guðstrúnni og leitar að orsaka- sambandi milli þessa hvorstveggja. Á þessum Kaupmannahafnarárum reit hann hann margt fleira, gaf út prédikanir, sem skýrðu nánar skoð- anir hans á guðfræðinni og sam- bandi hennar við veraldarsögu og fornan átrúnað, hann skrifaði mik- ið um bókmentir, orkti f jöldann all- an af kvæðum og sálmum og þýddi Danmerkursögu Saxo Grammatic- usar af latínu á dönsku, og einnig Heimskringlu og Bjólfskviðu. Prestarnir höfðú horn í síðu Grundtvigs og kölluðu hann villu- trúarmann eða að minsta kosti sér- trúarmann, en þó fékk hann á næstu árum aðstoðarprestsembættið við frelsarakirkjuna i Kaupmannahöfn. Um þessar mundir varð guðfræð- ingurinn H. N. Clausen prófessor helsti maður skynsemistrúarmanna og gaf út bók árið 1825 um saman- burð á siðum og stjórn kaþólsku og lútersku kirkjunnar. Grundtvig svaraði samstundis með harðvítugri árás á skynsemistrúna og hennar menn og fór hörðum orðum um Clausen og sagði að hann “hafi snú- ist, í lið með f jandmönnum kristi- legrar kirkju og afneitendum guðs orðs.” ’ Grundtvig féklc sekt fyrir ummælin og var honum bannað að láta prenta nokkuð eftir sig, nema það hefði verið ritskoðað áður. Var hann þannig sviftur frelsi til að láta í ljós skoðanir sínar og hélst þetta bann í fjögur ár. Hann þóttist ekki geta gegnt prestsembætti við svo bú- ið og sagði af sér. Næstu ár Grundtvigs voru neyð- arár. Llann var svo til atvinnulaus, en átti fyrir konu og börnum að sjá. Styrk nokkurn fékk hann á þessum árum til þess að dvelja í Englandi við fornritarannsókn og var í Englandi þrjú sumur. Varð Englandsdvölin honum til mikillar gagnsemdar, því að hann kyntist þar nýjum þjóðarhögum og rýmra borg- aralegu frelsi en þá var í Danmörku. Hinar nýju skoðanir Grundvigs á þjóðfélagsmálum birtust almenningi af fyrirlestrum þeim sem hann hélt árið 1838 í Kaupmannahöfn. Fyrir- lestraflokkur þessi var um helstu viðburði í Evrópu síðustu hálfa öld- ina. Vöktu fyrirlestrar þessir afar mikla athygli og komu af stað vakn- ingu meðal áheyrendanna. Grundt- vig fann þetta sjálfur og nú þrosk- aðist hjá honum það- áform, sem síðar komst í framkvæmd og hefir haft svo ósegjanlega mikla þýðingu fyrir menningu Dana: að koma upp lýðháskólum. Skólar þessir skyldu verða með nýju móti. Orðið er máttugra en bókin, sagði Grundtvig, og þess- vegna skyldi einkum kent með fyr- irlestrum á þessum nýju skólum, en bókagrúskið og bókstafslærdómur- inn bannfærður. Á lýðháskólunum skyldi fyrst og fremst lögð áhersla á móðurmáls- kenslu og þjóðleg fræði yfileitt. Sú fræðsla átti að ganga fyrir öllu og verða undirstaða allrar annarar mentunar. Grundtvig vildi láta reisa fyrsta lýðháskólann í Sórey, þar sem Absalon biskup lægi grafinn og þar hafði Ludvig Holberg ánafnað rík- inu jarðeign, sem honum þótti til- kjörið skólasetur. En eins og vita mátti gekk svona nýjung ekki orða- laust fram. Ýmsir mestu áhrifa- menn þjóðarinnar börðust gegn henni. En Grundtvig var óbilandi í baráttunni fyrir lýðskólunum og tókst að fá Kristján konung áttunda til þess að gefa út tilskipun um svona skóla 1847, en konungur dó áður en nokkuð yrði af framkvæmd- um. Einn lýðháskóli var að vísu stofnaður 1945 í Rödding í Suður- Jótlandi, sá er siðar fluttist til Askov, og á næstu á'rum stofnaði Kristen Kold skóla sinn í Ryslinge, sem síðan fluttist til Dalby og þá til Dalum. En verulegur ávöxtur kom ekki í hreyfinguna fyr en eftir 1864, með þeim Ludvig Scröder, Ernst Trier, Kristoffer Baagö og Jens Nörregaard.—Og það eru eigi að- eins lýðskólarnir í Danmörku, sem eiga rót sina að rekja til áhrifa Grundtvig, heldur breiddist hreyf- ingin líka til Noregs og Sviþjóðar. —Þó að Grundtvig gæti varla kallast að vera starfandi prestur, voru áhrif hans á kirkju og kristin- dóm í Danmörku harla víðtæk allan seinni, hluta æfi hans. Hann var prestur lítils safnaðar í Vartovkirkju og var þetta eins konar fríkirkju- söfnuður innan þióðkirkjunnar. Á þeim árum kenmr hann fram sem sálmaskáld. Fyrstu sálmarnir voru orktir fyrir hátíðisdaga kirkjunnar og gefnir út í smáheftum, t. d. “í Betlehem er barn oss fætt,” sem fyrst var sungið í Vartovkirkju á jóladaginn 1845. Árið 1850 kom út hefti með 30 sálmum og fram að dauða Grundtvigs urðu þessi hefti tíu, með samtals 311 sálmum. Grundtvig naut lítils stuðnings kirkjunnar manna í starfi sínu. Jafnvel Martensen biskup, sem hafði starfað með honum í sálmaútgáf- unni sneri við honum bakinu, eftir að hann var orðinn biskup .og voru mismunandi stjórnmálaskoðanir aðalástæðan til þessa. En álit Grundtvigs, sem kenni- manns fór vaxandi. Árið 1857 setti hann fyrsta norræna kirkjumótið í Kaupmannahöfn og árið 1871 var hann aðsópsmesti maðurinn á 4. samskonar þingi sem þá var haldið. Á 50 ára prestskaparafmæli sínu, 1861, fékk hann sömu metorð og Sjálandsbiskup og Caroþne Mat- hilde ekkjudrotning, sem lengi hafði verið hlynt Grundtvig afhenti hon- um sjöskifta kertastiku úr gulli og minnispeningur úr gulli var sleginn og afhentur honum að gjöf. Þannig fékk þessi andans höfðingi fulla uppreisn fyrir það, að hann hafði forðum verið sviftur ritfrelsi og verið í ónáð mikils meirihluta hinna ráðandi manna þjóðkirkjunnar. Og enn í dag gætir áhrifa hans í dönsku þjóðkirkjunni jafnvel sterk- ar en nokkurs manns annars, sem verið hefir í hennar þjónustu. Þegar Grundtvig dó, 2. september 1872 var það lieil þjóð, sem harmaði fráfall hans. Hann hafði í sann- leika sagt vakið þjóð sína. Vakið hana til viðurkenningar og umhugs- unar um fortíð sína og forn norræn- ar bókmentir. Vakið hana til dáða í verklegum efnum, mentað hana og mannað. Vakið hana til umhugs- unar um lifandi trú. Hrint burt doðanum og dáðleysinu. Danir eru taldir einna best mentaða þjóðin á Norðurlöndum, eigi sízt hvað félags- líf og samtök snertir. Þeir eiga lit- ið land en hafa þrautræktað það, dönsk bændastétt hefir í mörgu til- liti verið brauðtryðjandi annara norðurlandaþjóða, svo sem i sam- vinnufélagsskapnum. Og það má eflaust þakka það hinni öflugu vakningu Grundtvigs, að þjóðin stendur á þvi þroskastigi nú, sem raun ber vitni. —Fálkinn. Sjálfsvernd Þýskalands Ríkisstjórnin hefir birt ný lög sem sett hafa verið til verndar þjóð- ernisjafnaðarmönnum, einkanlega dómurum, lögregluþjónum o. fl. í þeim lögum eru ákvæði um lífláts- hegningar fyrir sérhvern þann sem bruggar embættis- og starfsmönnum ríkisins banaráð og alt að 15 ára fangelsi fyrir sérhvern þann, sem flytur inn í landið og breiðir út blöð og tímarit, sem flytja óhróður um Þýskaland, POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR II. PORTER ------*----- tJr augnaráði Jimmy’s tindruðu neistar bæði forundrunar og fylztu hreinskilni. “Eg held ekki. Ég er í rauninni alveg hárviss um að fundum okkar hefir aldrei fyr borið saman,” sagði hann með viðkvæmnis- legu brosi, um leið og hann leit til Mrs. Carew. “Eg man eftir öllum, sem eg á annað borð hefi hitt.” Hann lagði slíka áherzlu á orðin, að þeir, sem viðctaddir voru, gátu ekki varist hlátri. John Pendleton beinlínis stóð á önd- inni. “Þá kláraðir þig sannarlega vel af þessu, ekki eldri en þú ert; mér hefði ekki tekist það hálfa vel til. ’ ’ Mrs. Carew stokkroðnaði í augnablikinu, en hún náði sér fljótt aftur, og hló nú eins og hitt fólkið. “En þrátt fyrir alt þetta,” sagði hún, “koma andlitsdrættir þínir og svipbrigði ó- venjulega kunnuglega fyrir. Mér finst endi- lega eg hafa komist í kynni við þig einhvern- tíma áður, þó eg geri mér þess ekki beinlínis ljósa grein. ” “Mér þykir það engan veginn óhugsan- legt að fundum ykkar kunni að hafa borið saman,” greip Pollyanna fram í. Fyrirætlan- ir hans um framtíðina, þegar hann dvaldi í Boston, voru hreint engin smásmíði; hann ætlaði að smíða brýr, gera voldugar flóðlokur, það er að segja þegar hann yrði stór. Henni varð litið á Jimmy, þenna sex -feta háa ungl- ing, er enn stóð beint fyrir framan Mrs. Carew. Allir hlógu enn. Nei, ekki allir! Jamie hló ekki. Líklegast höfðu ekki aðrir veitt því eins nána efti'rtekt og Sadie Dean, hve alvar- legur Jamie var á svipinn, og hve nærri sér hann virtist taka það, sem fram fór. Sadie var líka eina viðstadda manneskjan, er gert gat sér grein fyrir ástæðunni. Það var líka Sadie, er varð þess valdandi, að umtalsefnið breyttist; henni var það ljóst að það var ekki til nokkúrs skapaðs hlutar að tala um brýr og flóðlokur, er pilturinn myndi aldrei nokkru sinni geta bygt; enda var það lionum marg- falt kærkomnara, að talið snerist .um blóm, bækur og fugla, eða hvað það annað, er fegr- að gæti hið andlega viðhorf. Þegar að þeir Pendleton félagar voru farnir gat Mrs. Carew ekki varist þess að endurtaka sín fyrri ummæli um það, hve kunn- uglega hinn ungi maður hefði komið sér fyrir sjónir. “Eg hefi ef til vill hitt hann í Bos- ton, en . . . .; hún lauk ekki við setninguna. “Hann er yndislegur, ungur maður, hvort sem eg hefi áður kynst honum, eða ekki.” “Mér þykir undur vænt um að heyra að þér fellur Jimmy í geð,” sagði Pollyanna. “Eg hefi ávalt haft miklar mætur á honum, og er sannfærð um að hann í hvívetna er hinn bezti drengur.” “Þú hefir víst þekt hann æði lengi, eða er ekki svo?” greip Jamie fram í.” “Já, eg hefi þekt hann í mörg herrans ár; já, síðan eg var örlítill telpuhnokki. Hann hét Jimmy Bean.” “Jimmy Bean! Er hann ekki sonur Pendletons?” spurði Mrs. Carew undrunar- full. “Nei! Aðeins kjörsonur.” “TCjörsonur,” hrópaði Jamie upp yfir sig. “Það er þá að líkindum svipað ástatt með okkur báða. ” Það var titringur í rödd- inni. Mr. Pendleton átti engin böm; hann kvongaðist aldrei. Hann hafði einu sinni í hyggju að gifta sig, en það fórst fyrir. Polly- anna stokkroðnaði í framan; í huga hennar kallaðist fram minningin um það, að það var móðir hennar, já, hennar eigin móðir, er synj- að hafði John Pendleton; það var hún, sem var orsökin í hans einmanalega lífi. Jafnvel þó þeim Mrs. Carew og Jamie væri þetta með öllu ókunnugt áður, þá var þó auðsætt af undrun þeirra, að þeim í raun og veru datt nákvæmlega þetta sama í hug. XXI. Aður en Carews fólkið kom, hafði Polly- anna þráfaldlega látið þá ósk í ljós við Jimmy, að hann gerði alt, sem í hans valdi stæði, til þess að hjálpa sér til að gera þeim dvölina sem allra ánægjulegasta. Engin ákveðin svör hafði Jimmy samt gefið í þá átt. En eftir að gestirnir komu, fann hann til ósegjanlegrar ánægju í því að skemta þeim og gera þeim líf- ið sem allra ljúfast. Enda kom hann eins oft og nokkur tök voru til, og bauð Carews sín fullkomnustu og beztu ferðatæki, hesta eða bíl, til afnota. Og áður en langt um leið liafði tekist með þeim Mrs. Carew hin innilegasta vinátta. Þau gengu oft langar leiðir hlið við hlið, töluðu um fegurð og yndisleika náttúr- unnar, og bollalögðu hitt 0g þetta í sambandi við skóla fyrir umkomulausar stúlkur, þegar Jimmy kæmi aftur til Boston. Synd væri að segja að gengið væri fram hjá Sadie Dean, því svo að segja í hvert einasta skifti sem þau Mrs. Carew og Jimmy sátu á ráðstefnu, var álits liennar ávalt leitað líka. Pollyanna hafði sjaldan verið í jafngóðu, hvað þá heldur betra skapi; henni féll æ betur og betur við Carews fólkið, og hún fann til margfaldrar ánægju yfir því, live vel fór á með því og Pendletons. Mrs. Carew átaldi Pollyönnu, þó í góðu væri, fyrir það hve ó- þarflega liart hún legði að sér við heimilis- störfin; henni fanst hún ætti að minsta kosti endrum og eins, að skemta sér úti með hinu fólkinu. “Þú verður að koma með okkur í dag,” sagði Jamie, morgun einn í eldhúsinu. “Það get eg ekki undir nokkrum kringumstæðum, ” svaraði Pollyanna. “Þú þarft ekki að hafa mikið fyrir matreiðslu í dag; við ætlum að bregða okkur kippkorn út í sveitina, og þurf- um ekki að hafa með okkur nema svolítinn bita.” “ Jamie, blessaður góði Jamie, segðu ekki þetta.- Maturinn er að mestu tilbúinn, og hvað verður um ískökuna, ef eg lileyp í burtu frá hennif Nei, það nær ekki nokkurri átt.” “Við viljum ekkert með ísköku hafa að gera í þessu veðri; okkur nægir dálítið af mjólk og tvíliökum, eða einhverju því um líku. Okkur þykir meira um vert, að þú komir með okkur í ferðalagið, en hitt, hvers sælgætis við neyt- um. Flýttu þér nú; láttu á þig hattinn, og komdu með okkur út í guðs græna náttúruna. Eg hitti Betty í borðstofunni, og hún sagðist skvldi ganga frá nestinu. Flýttu þér nú. ’ ’ ‘ ‘ Jamie! Þú lætur eins og flón; heimilis- skyldumar verða ávalt að sitja í fyrirrúmi. Eg get ekki undir nokkrum kringumstæðum farið þessa ferð.” Hún fór samt. 0g hvernig í ósköpunum gat hjá því farið, við slíkt ofurefli sem hún átti að etja, þar sem Jamie, Jimmy, Mr. Pendleton, Mrs. Carew, Sadie Dean, og jafn- vel sjálf frænka hennar, Polly, vom öll á einu máli. ---------------- IIAUST Nákaldur nálgast vetur, nístandi fögur blóm, syngur nú sumar gýðjan sorgblöndnum kveðjuróm. Blikandi blöð til foldar berast frá skógargrein, söngfugla himnesk hljóðin heyrast ei lengur nein. Nátúran höfuð lineigir, himininn fellir tár; vötnin af vindum gárað, völlurinn hélugrár. Ilimneskri hönd er Jeikið. hinsta við sumardag, hjartans á hulda strengi hrífandi sorgarlag. Alt það, sem gott og göfugt guð á í þinni sál, vek þú nú til að vinna; vinna fyrir drottins mál. Viðir þótt verði’ að hlýða vetrarins hörðum dóm, lát þér í hjarta lifa líknar- 0g kærleiksblóm. Guð minn, ef skærir skuggar skyggja um lönd 0g ál, gjör mig að litlu ljósi, lýsandi hverri sál. Guð minn ef einliver grætur —grátur ber vott um sár— gjör mig að mjúkri hendi, megnandi’ að þerra tár. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.