Lögberg - 21.12.1933, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER, 1933
7
Bjarni Pétursson og Kristín Þorleifsdóttir
(Æfiminning Kristínar)
F. 19. júní, 1855—D. 15. júlí, 1933
Þegar þessar línur eru ritaðar, ríkir úti í veldi náttúrunnar
frost og kuldi skuggalegs skammdegis. Hvarflar því hugur minn
ósjálfrátt að umliðnum dýrÖardogum næstliðins sumars, einu ffeg-
ursta, er eg hefi lifað; en sér i lagi minnist eg þcirrar fegurÖar, er
ríkti hvarvetna um það leyti er mér barst til eyrna lát Kristínar
heitinnar á Grenivöllum. Finst mér er eg horfi um öxl, að allar
minningar, sem við hana eru tengdar séu fagrar og bjartar.
Kristín var fædd 19. júní 1855, aS Glæsibæ í SkagafirSi; voru
foreldrar hennar Þorleifur Jónsson, síðar bóndi á Siglunesi, og
kona hans SigríSur Þorbergsdóttir frá Dúki i SæmundarhlíS; var
SigríSur systir ÞuríSar konu Þorvaldar Þorvaldssonar í VíSidals-
tungu, föður Sveins Þorvaldssonar kaupmanns í Riverton og
þeirra systkina. Kristín giftist ung Bjarna Péturssyni frá Reykj-
um á Reykjaströnd í SkagafirSi, 14. júni, 1875. BjuSSu Þau fyrst
á Reykjum í Tungusveit, en þar höfSu foreldrar Bjarna búið síSast.
Iijarni og Kristín hjuggu þar í 4 ár. Um nokkur fleiri ár bjuggu
þau á þessum stöSvum, en fluttu til Vesturheims 1888, frá Fagra-
nesi. Þau dvöldu á annaS ár í Winnipeg, en fluttust i8<X) til
ÁrnesbygSar, og voru um hríS til heimilis hjá Þorvaldi og ÞuríSi
í VíSidalstungu. SíSar námu þau land og nefndu Grenivelli. Þar
' bjuggu þau í full 36 ár; samfylgd þeirra varSi alls um 50 ár.
Bjarni andaSist eftir langvarandi þjáningar, 27. júlí, 1926.
Börn þeirra hjóna eru: SigríSur, gift J. O’Hare, Árnes,
Man.; GuSrún, kona Hjörleifs Hjörleifssonar, Wynyard, Sask.;
Björg, gift SigurSi Bjarnasyni, Churchbridge, Sask.; Þorleifur
kvæntur Snjólaugu Martin, Hnausa, Man.; ÞuríSur, ekkja Alex-
anders Frímanns Jónassonar; Jóhanna, gift Helga Helgasyni, vél-
fræSing, Gimli. Man.; Pétur, kvæntur Vigdísi Magnússon kenslu-
konu, býr á Grenivöllum.—
Systir Kristínar heitinnar eru hér talin: Mrs. GuSrún Ander-
son, McNuNtt, Sask., nú látin; Mrs. Helga Þorbergsson, nú látin;
Mrs. SigríÖur FriSriksson, ekkja, Winnipeg; Jóhann gulsmiÖur,
Yorkton, Sask.; Pétur Karl, Kimberly, B.B.; Jón, La Pas, Man.
Móðurbræður Kristínar heitinnar eru: Björn Þorbergsson,
Churchbridge, Sask. og Einar Þorbergsson, Rivcrton, Man.
Ágæt og affarasæl kona; meS sanni mátti þaS segja um
Kristínu heitina. Róserni og gleði áttu grundvöll í sálarsamfélagi
hennar viS GuS. GóSleiki hennar var svo sannur, hún vildi öllum
vel. — Langan starfsdag átti hún sér aS baki. Baráttan meS
barnahópinn stóra varð þeim hjónum æriS dagsverk. Bjarni
heitinn var harSfylginn dugnaSarmaður, og hún stóð einkar vel í
stööu sinni, sem húsmóðir, eiginkona og móðir. Um eitt skeiS var
hún allmjög þrotin aS heilsu, en bót fékk hún meina sinna, og aÖ
baki erfiSleika og annríkisdaganna beiS aftaninn bjartur og fagur.
Naut hún fagurs æfikvölds eftir vel unniS dagsverk. MóSurfaðm
sinn breiddi hún móti sínum fjölmenna hópi ástvina og afkomenda;
en einnig móti öllum er hún náði til aS gleðja og hlynna að,—á
hvern helzt hátt er í hennar valdi stóS. Hún eignaÖist trygga
vini og djúp ítök í sálum samferSafólks síns. ÁstúS barna hénn-
ar var fágæt. GrenivallaheimiliÖ var i þióSbraut, gestir og gang-
andi lögðu þangað leið sína, og var þar indæll griSastaður í vetrar-
kuldum og hriSum. Gestrisni var þar eSlileg og óþvinguð. Sak-
laus gleSi var þar og oft á ferSum. Oft átti þaS sér stað, á þeirn
árum er eg var þjónandi prestur ÁrnessafnaSar aS meiri hluti
kirkjufólksins lagSi leið sína aS Grenivöllum, til aS njóta þar góS-
gerða að ntessu aflokinni. Yngri dætur og synir er enn dvöidu
heima á kynningarlíma þeim, er hér segir frá, voru eitt nteS öldr-
uSum foreldrum sinum í því aS greiSa fyrir og gleðja alla, er aS
garði har. Kristín varð aldrei hrum, en gekk bein og höfðingleg
þótt fætur væru teknir að þyngjast af skyldugöngu langrar æfi.
Það var sem aftanskin sólar skreytti sólstöfum ásjónu hennar.
HiS fagra silfurhvíta hár er náði henni í beltisstaö sveipaði hana
fágætri tign. Það var því bjart yfir henni og umhverfis hana, ekki
sökunt ytra útlits eingöngu, heldur Vnátti með sanni heitnfæra um
hana það sem skáldið kvað, aS:
“Fögur sál er ávalt ung, undir silfurhærum.”—
í sálu hennar rikti voröld vonar og trúnaðartrausts. Hjarta
hennar var þrungið af þakklæti til GuSs og manna, fyrir alt er hún
hafSi notiS. Ástvinum sínum, sonum og dætrum, tengdafólki og
afkomendum er hún meS öllu ógleymanleg. Hún átti ljúfan og
yfirlætislausan þátt í framsóknarsögu bygðar sinnar. Áhrif góðra
kvenna eru djúptæk. Kyrlátu góðverkin eru máttug, þau eru sig-
ursælli til útbreiðslu guðsrikis en umsláttur og hávaði. Sveitungar
hennar vottuðu þakklæti og hlutdeild sina við fráfall hennar, þvi
fjólmenni var viðstatt kveðjustundirnar. — Dauða Kristinar bar
að á Gimli, en þar hafði hún dvaliÖ utn hríð hjá Jóhönnu dóttur
sinni. SíSasta daginn. sem hún lifSi heimsótti hún í vinahópi, og
var eins og hún átti aS sér. Árla næsta morguns kendi hún sjúk-
leika, og dó nokkrum klukkustundum síðar. Kveöjuathöfn fór
fram á heitnili Helgasons hjónanna á Gimli þann 19. júní. JarSar-
förin fór fram tveim dögum síðar; húskveðja frá heimilinu á
Grenivöllum og svo kveSjuathöfn frá lútersku kirkjunni í Árnesi
að viðstöddu miklu fjölmenni. \’ar hún lögS til hinstu hvíldar í
grafreit ÁrnesbygSar, viS hlið eiginmanns síns. Grafreiturinn er á
fögrum staS í grend við vatniS, en þó í skjóli skógar: og leit fag-
urlega út og bar merki þess að mannshöndin hafði að verki verið
aS prýða staÖinn, eins og santboðiS er minningu landnámsfólksins
og annara er þar hvíla. Einhvernveginn fanst mér veSrið og blær
þess þann dag fegurri en endranær, hásumardýrð, hiti og birta, en
þó ljúfur svali og laufþytur í skógi. Hygg eg tilfinningar mínar
hafi verið líkar tilfinningum niargra annara þar staddra aS bygðin
stæði í þakklætissskuld við hana, sem veriÖ var að kveðja.
Svrgjandi ástvinir og vinir minnast Kristínar með virðingu og
þakklæti. Börnum hennar verða komandi jól tómleg, þvi stórt
skarS er höggvið í ástvinahópinn—en þau minnast þess aS móS-
irin góða er gengin inn í eilífa jólagleÖi. Sigurður Ólafsson.
/
Snjóköggullinn
(Framh. frá bls. 2)
lega ef það var gert meÖ ást og að-
dáun, þá klöknaði alt í sál minni.
Mér varð tregt um mál. “Já, eg
hefi átt eina þá beztu móður, sem
nokkur maður hefir átt, sagÖi eg.”
Gamli maSurinn sá, hve hrærður
eg var og lagÖi höndina blíðlega á
öxlina á mér. “Hún baS oft, hún
móSir yÖar,” sagSi hann, “trúiS þér
ekki á mátt bænarinnar?”
Eg svaraði: “Jú aS vísu, en eg
bið ekki sjálfur.”
Þá tekur hann aftur upp litla bók
og segir brosandi: “I þetta sinn býð
eg yður engan bækling, en eg hefi
samt eina bón til ySar. Eg hefi
hérna vasabók, þar sem eg skrifa
nöfn allra þeirra viðskiftavina
minna, sem hafa leyft mér að biðja
fyrir sér. Má eg bæta yÖar nafni
við með sömu skilmálum?”
“Já, gerið þér svo vel, skrifiS þér
bara nafniS mitt,” sagði eg hálf
forviÖa, án þess að hafa áttað ruig
vel.
“Já, en viljið þér ekki skrifa það
sjálfur,” sagSi hann hiðjandi, “eg
vil helzt hafa nafnið yðar með eigin
hendi.”
Hönd min titraSi er eg skrifaði
nafn mitt og eg tók eftir nokkrum
nöfnum, sem eg þekti, en tvö eða
þrjú þeirra hafði verið strikað yfir.
GleSiblær jólanna eða sú angur-
blíÖa, sem hugsunin um móður mina
vakti, var nú vikin burtu, og eg var
aS ná aftur valdi yfir tilfinningum
mínum.
“HvaS ætlið þér nú að biðja um,”
spurði eg dálítiÖ ögrandi. v
“Um þaS, að þér megiÖ verSa
guðrækinn kristinn maður,” svaraSi
hann glaður í bragði.
“Þvi getið þér gjarnan slept,
sagSi eg, því eg er ákveÖinn í því að
verða það ekki, — og eg hefi séS
nóg af því tæi.”
Hann vissi hvað viS átti, og fór
þvi ekki aS stæla viS mig, en sagði
í þess stað: “Eg er nú samt mjög á-
nægð'ur yfir því að hafa fengiS
nafn yðar..” Hann tók litlu bókina,
þakkaði mér fyrir og sagði: “Eg er
nit viss um að bæn mín verður
veitt.” Og svo kvaddi hann mig með
handabandi, óskaði mér gleðilegra
jóla og fór.
-----Næsta skifti sem hann kom,
var þaS eg sem bað hann að koma
með mér inn á skrifstofuna mína.
En þá var hann búinn aS heyra hvaS
það var, sem eg hlakkSi til að segja
honum. Frá því viS höfðum talast
síÖast viS hafði eg helgað Jesú
Kristi hjarta mitt. ViS krupum á
kné og þökkuðum GuSi sameigin-
lega. Hann opnaði litlu vasabók-
ina sína og hann strikaði yfir nafn
mitt í nafnalistanum, og mælti með
tárvotum augum: “Enn hefir bæn
ntín verið veitt.”
Alt þetta sagði Sayforth mér einn
hlýjan sumardag. “ÞekkiS þér
manninn þarna með hvíta hattinn?”
spurSi hann nú. Hann benti á
rnann nokkurn þrekinn, með hvítan
hatt á höfSi og í hvítum buxum, sem
var aS leika “golf.”
“Já, þaS er Ober,” svaraði eg,
“ritstjóri ‘Association men.’ ” —
En “Association men” er aðalmál-
gagn K.F.U.M. í Ameríku.
“Nú skal eg segja yður meira,”
sagSi Sayforth. “Eg kyntist þess-
um manni á einni af trúboðsferSum
minunt til Williams háskóla.
ViS fengum traust hvor á öSrurn,
og eg fékk hann til aS sækja urn
inntöku í kristilega stúdentafélagið.
Nú er hann einn af forystumönnum
okkar og hefir meS blaSi sínu geysi-
leg áhrif á æskulýðshreyfinguna í
N.-Ameríku.”
Eg fór aS hugsa um hversu ein-
kennilega þessir atburðir hefðu
gerst:
Álveg eins og þegar steini er kast-
að í vatn, og einn gárinn myndast í
kringum hann, þá annar gári og
annar og erin annar, — þannig var
vitnisburÖur gamla Mr. Graves að
ná til fleiri og fleiri manna gegnum
blað Obers vinar Sayforth.
“Já, og nú skal eg segja yður
meira,” sagði Sayforth.
“Dag einn gengu tveir ungir ntenn
ofan járnbrautarpallinn við Cornell
háskóla. Annar þefrra talaÖi í á-
kafa, hinn hlýddi á með eftirtekt og
skrifaSi þess á milli eitthvað í vasa-
bókina sína. AS lokum lofaði hann
einhverju, og svo fór lestin af stað.
Annar þeirra var Ober, sem eg
var þá búinn að fá inn i starfið.
Hinn var ungur, efnilegur lögfræð-
ingur, sem hét John Mott. Ober
var að fá Mótt til þess að vikja af
leiÖ, sem lá honum opin til frægSar
og frama, en helga sig í þess stað
kristilegu starfi meðal stúdenta.
Hann taldi í fyrstu mörg tormerki á
þvi, en hann tók allar ástæður vand-
lega til greina og lofaði að fela GuSi
í bænum sínum úrskurð málsins. j
En sá varð endirinn, að Mott gaf 1
sig fram hjá stúdentanefndinni. Og
hvaða áhrif hefir hann haft meðal
stúdenta, ekki eingöngu í N.-Ame-
ríku heldur einnig í Englandi, Ind-
landi, i Kína og Japan?—ÞaS er ó-
útreiknanlegt.”
Var þaS ekki eins og snjóköggull,
sent veltur ofan brekku ?
Gamli farandsalinn vinnur Say-
forth; Sayforth vinnur Ober, Ober
fær Mott til þess að helga sig starf-
inu. Mott vinnur hundruÖ og aftur
hundruð,—sem aftur vinna önnur
luindruS.—
AmeríkumaÖur einn hjó til dæmi
það, sem hér fer á eftir:
Setjum svo að einn maður fengi
aðeins einn mann á ári til þess að
lielga sig kristnum málstaÖ. Þeir
tveir fengju næsta ár aftur sinn
manninn hver og það héldi þannig
áfrant koll af kolli,—þá myndi hver
einasti rnaður á jörðinni vera orð-
inn kristinn eftir 33 ár.
—PrestafélagsritiS.
Nýtur ávalt trauáts
Hin langa og mikilsverða æfing, sem United Grain Growers,
Limited hefir haft viS sölu korntegunda, hefir ekki einungis
vakiS óbifandi traust hluthafa, heldur og allra bænda, er ein-
hver viSskifti hafa átt viS félagiÖ.
AfgreiSsla öll og tæki eru slík, að betra getur hvergi.
SENDID KORN YÐAR TIL
UNITED GR&IN GROWERS1?
Sakarías Björnsson
Fæddur 16. janúar 1860; Dáinn 13. júlí 1933
“Þannig fcllur ein og ein
cik í mannlífsskógi.”
Sig. BreiÖfjörÖ.
Vestur-íslendingar áttu góSum og merkum manni á bak
aS sjá þegar Sakarías Björnsson lagðist til hinstu hvíldar; hafSi
hann lifaS og liSiS með þeim súrt og sætt hátt á fimta tug ára
og jafnan notið virSingar og vinsælda aS maklegleikum.
Hann var fæddttr 16. janúar 1860 aS Klúka viÖ Steingríms-
fjörS í Strandasýslu á Islandi. Foreldrar hans voru þau séra
Björn Björnsson, er lengi var prestur í Tröllatungu við Stein-
grímsfjörS og kona hans Helga Sakaríasdóttir.
Þegar Sakarías var tveggja ára fluttist hann aS Smáhömr-
um í SteingrímsfirÖi til þeirra hjóna Guðmundar Sigmundsson-
ar og Guðbjargar Bjarnadóttur, er þar bjuggu. Ólst hann upp
hjá þeim til fullorSinsára. StundaSi hann sjóróðra um nokk-
urra ára skeiÖ, lengst viS ísaf jarSardjúp.
Árið 1881 kvæntist hann og gekk aS eiga Kristínu Brynj-
ólfsdóttur, sem lifir mann sinn og á heirna hjá börnum sínum
hér í Winnipeg.
Eftir fimrn ára hjónaband heirna á íslandi fluttu þau til
Vesturheims (1886), settust að í Winnipeg og dvöldu þar svo
að segja altaf.
Sakarías sál. var listasmiður og stundaöi lengstum trésmíð-
ar, þangað til haun réÖist í þjónustu sambandsstjórnarinnar og
vann hjá henni í 24 ár samfleytt. Fyrir rúmu ári varÖ hann
að láta af vinnu sinni sakir aldurs. Um það leyti fór heilsa
hans að bila og ágerðist þaS þangaS til hann lézt 13. júlí 1933.
Þau hjón áttu sex börn á lífi, öll gift og eru þau þessi:
GuSbjörg, ekkja í Mikley; GuSmundur, búsettur i Bredenbury,
Sask.: Helga á íslandi, Björn, Ingólfur og Ragnar allir í Winni-
Peg-
JarSarför Sakaríasar sál. fór fram 17. júlí 1933 frá út-
fararstofu A. S. Rardal, séra Runólfur Marteinsson jarðsöng,
og var þar viÖstatt fjölmenni mikið.
Sakarias var mikill maður vexti og höfSinglegur; vel gef-
inn andlega og líkamlega og allra rnann^ vinsælastur. Hann
var bókelskur og víðlesinn og fróður um marga hluti. MeS
honum er kvaddur úr hópi fslendinga virSingarverður og dug-
andi drengur. B. L.
A Modern School of Business
in a
Modern Office Building
The Angus School of Commerce
Sixth Floor—Telephone Buildinj?—Portage Ave.
Winnipeg
\
l>ho::<' 9-Í678 — Ask for Prospeetus
Angus School of Commerce
and
ANGUS SCHOOL OF ACCOUNTANCY
AND BUSINESS ADMINISTRATION
NEW TERM COMMENCES
TUESDAY, JANUARY 2nd
Unexcelled Faculty
W. C. Angus, C.A.; A. J. (iray, F.C.I.; D. S. Ijofthouse, C. A.; I. Brydon, B. Hyiulman,
Marguerite DeDecker, Jean Law, P.C.T.; Kay Hopps.
Special Lecture Staff of Eight Chartered AccountanLs
Si PERIOK PHEMISES
The College is loeated on the sixth
floor of the new TELEPHONE BUILD-
ING—Winnipeg’s finest modern office
building. The rooms are Iofty and
flooded with natural light; the decora-
tive scheme is pleasing and restful; the
floors are covered with rubber tiling;
the air is filtered, humjdified, cooled
and circulated continuously. Separate
rest and cloakrooms are provided for
students. The appointments and ser-
vices in the building and in the school
are conducive to Health — Comfort —
Quietness — Study.
TVITIOX
MODERX EQX IP3IEXT
No expense has been spared in pro-
viding up-to-date furishings and equip-
ment. Modern office furniture has re-
placed the old style of one-size school
desks and attaehed seats in the class-
rooms. Soundproof partitions, absence
of distracting noises from the street,
noseless typewriters, all make for quiet-
ness within the school, and for quicker
and better results. The installation of
oth»r latest office appliances make the
A.S.C. unexcelled in furnishings and
equipment.
Day School $15.00 a month. XTight School, $5.00 a month.
Half Days—Mornlng or Aftcrnoon, $10.00 n month.