Lögberg - 21.12.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER, 1933
Gleðileg Jól
vinur !
Gagnkvœmur góðvilji
fylgir handartaki vin-
anna um jólin !
Skilningur sá, sem
reynsla áranna í sam-
bandi við jólin, hefir
leitt í ljós, sannfærir
alla um það, hve þá
býðst sjaldgœft tækifæri
á árinu, til þess að
hrista af sér áhyggjur,
gleyma hinum jarð-
bundnu hlutum, en gefa sig í þess stað gleðinni
og vináttunni á vald.
Og jólin eru sá mikli viðburður, er Eaton’s
notar til þess að óska sínum hundruðum þús-
unda af vinum í Vestur-Canada, margfaldrar
hamingju.
Gleðileg Jól og
farsœlt nýtt ár!
'T. EATON C<í-™
WtNNIPEQ CANADA
E ATO N 'S
Herman Julian Johnson
MAKERS O F NEWSPAPER ILLUSTRATIONS
Sorgir
Á föstudaginn þann 15. þ. m.
skeði sá hörmulegi atburður, að tvö
börn þeirra Mr. og Mrs. Clarence
Haney, í grend við Langruth þorp
brunnu inni til dauðs. Var annað
barnið tveggja ára, en hitt rúmra
fjögra mánaÖa. Mr. Haney var að
heiman, er sorgar atburðurinn vildi
til, en móðirin við mjaltir. Yfir-
völdin töldu rannsókn í málinu ó-
þarfa.
Þessi syrgjandi móðir, er hér um
ræðir, er íslenzk í báðar ættir, og
heitir Guðláug Vjilhelmina, feystir
B. Bjarnasonar kaupmanns í Lang-
ruth. Lögberg vottar hinum syrgj
andi aðstandendum blessaðra, litlu,
látnu barnanna, sína innilegustu
samúð.
FÆ.REYJAR EYDAST
Sænski rannsóknarmaðurinn J. V.
Sandberg, sem hingað kom í sumar
á rannsóknarför sinni norður i höf,
segir frá því i sænskum blöðum eft-
ir heimkomu sína, að Færeyjar muni
með tímanum eyðast og hverfa i
hafið. Um miljónir ára hafa At-
lantshafsstormarnir og brimrót mal-
að björgin að vestan, svo að fyrir
löngu er meir en helmingur af eyj-
unum horfinn í sæ, segir hann. En
það sem eftir er muni ef til vill
standast í 100 þúsund ár, en það er
aðeins örstuttur timi á jarðfræðis-
mælikvarða.
EINKENNILEG UR BEINA-
EUNDUR
Nýlega var verið að grafa fyrir
vatnsveitu í Bleik skamt frá An-
denes í Nöregi og fundu menn þar
mörg hvalbein af mismunandi lengd,
hið lengsta 80 cm. — Á mörgum
beinunum er gat, þvert í gegnum
sum, en eftir öðrum endilöngum.
Virðist svo ,setn ól hafi verið brugð-
ið í götin, því að það vottar fyrir
sliti í brúnunum. Eitt beinið er 35
cm. langt og á það fægður sléttur
flötur, en á flötinn er grafin mynd
af hálfu víkingaskipi.
Betra
en
ig&'K. ? ðím
■m
annað, er
senda má í
3folafet)ebjum
er málblœr yðar
Kallið upp foreldra og vini. Að
hlusta á rödd yðar í tvær mínútur,
veldur meiri ánægju en alt annað.
Yfir
Long Distance Sambandið
UM HEIMA SÍMA YÐAR
getið þér talað eins skýrt við hvern
sem hefir síma, eíns og væri hann
viðstaddur. Samtal að kveldi kost-
ar tiltölulega mjög litið.
Gleðileg Jól öllum
til handa !
Manltoba Telephone System
Stundum hafa heyrst raddir meðal
okkar um þaS, að íslenzkir náms-
rnenn slái nú meira slöku við lær-
dóminn, og vinni sjaldnar sigur í
samkeppninni við annara þjóða
menn heldur en áður var. Ekki veit
eg hvað satt kann að vera í þessu.
En sé það á einhverjum rökum bygt,
ættum við því fremur að sýna þeim
sóma, sem enn halda uppi merkinu
og gera garðinn frægan.
Nú fyrir skömmu fluttu ensku
blöðin hér í bænum mynd og fregnir
af einum slikum námsmanni. Hann
heitir Hermann Julian Johnson.
Hefir hann hlotið það sem nefnt er
“War Memorial Overseas Scholar-
ship” fyrir 1934. Það er, eins og
nafnið bendir til, árs styrkur til á-
framhaldandi náms utanlaiifls.
Upphæðin er $1600. Hermann lauk
B. Sc. prófi við Manitoba háskóla
síðastliðið vor með ágætis einkunn.
Hann leggur fvrir sig eðlisfræði og
er nú að búa sig undir að taka
meistarapróf (M. Sc.) í þeirri grein.
Hann vinnur að eðlisfræðirann
sóknum við Cancer Relief and Re-
search Institute fylkisins. Næsta
haust ætlar hann til Englands og
halda áfram námi við Lundúna-há
skóla. Auk sinnar sérfræðigrein
ar hefir Hermann-skarað fram úr í
stærðfræ'ði, hefir ]iar staðið jafn
fætis þeim beztu, sem gert hafa
stærðfræðina að sinni sérfræðigrein.
Hann hefir þrisvar áður fengið
verðlaun fyrir nám sitt (Isbister
Scholarship árin r928-’29-’30.
Enda munu fáir námsmenn njóta
eins einróma álits háskólakennar-
anna og hann ekki aðeins vegna á-
gætis námshæfileika, heldUr engu
síður fyrir góða skapgerð, háttprýði
og iðjusemi. Hann hefir verið að-
stoðarkennari jafnframt náminu
síðastliðin 2 ár.
Foreldrar Hermanns eru Árni
Johnson ættaður úr Þingeyjarsýslu
og Sesselja Björnsdóttir frá Selstöð-
um í SeyðisfirSi. Hann er fæddut
20. nóv. 1909 að 627 Agnes St. í
Winnipeg, og á þar enn heima hjá
foreldrum sínum.
Hjálmar Gíslason.
L
TOLLSTRlÐ FRAKKA OG
BRETA
England og Frakkland eiga nú í
tollstríði hvort við annað. Nú i vik-
unni ákvað franska stjórnin að tak-
marka mjög innflutning enskra kola,
og er það gert vegna óánægju
þeirrar, sem ríkir meðal námumanna
I Frakklandi, út af atvinnuleysi. Þá
eru ráðgerðar tollhækkanir á ýmsum
vörum. í breska þinginu í gær var
rætt um að leggja aukatoll á fransk-
ar vörur í mótmælaskyni.
FRAKKAR OG ÞJÓÐVERJAR
SEMJA SIN A MILLI
Utanríkismálaráðherrann hefir
tilkynt í neðri málstofunni, að
brezka stjórnin hefði stungið upp
á því við frakknesku stjórnina, að
æskilegt væri að Frakkar og Þjóð-
verjar tæki afvopnunarmálin til at-
hugunar sin á milli. Kvað ráðherr-
ann ekki koma til mála, að afvopn-
unar§áttmáli yrði gerður án þátt
töku Þjóðverja.
skoðuð. Segir hann að stjórnar-
skráin sé orðin úrelt, og veiti mönn-
um of mikið frelsi, án tilsvarandi
aga.
FORNMINJ AFUNDUR
I kirkjunni Hazia Sofia i Istam-
bul hafa fundist hvelfingar, sem áð-
ur voru ókunnar. Fundust þar
margskonar fjársjóðir frá Byzant-
iskum tímum, þar á meðal krossar
úr gulli, settir demöntum, og mjög
verðmæt kóróna, alsett rúbínum,
smarögðum og demöntum. Kirkjan
er nú notuð sem forngripasafn.
OF MIKIÐ FRELSI OF IJTILL
AGI
Tardieu, fyrverandi forsætisráð-
herra Frakklands, ritar grein í
franskt tímarit, og krefst þess að
franska stjórnarskráin verði endur-
HUDONFLÓA FÉLAGID
KAUPIR HLUTA AF
JAN MAYEN
Aftenposten skýrir frá því, að
Hudson Bay Company hafi keypt
réttindi Jacobsens á Jan Mayen
Birger Jacobsen er heimildarmaður
blaðsins. Kaupverðið er 50 þús.
stpd. Hinsvegar hefir Board Nord
i Oslo, sem er fulltrúi Hudson Bay
tilkynt, að kaupin hafi ekki farið
fram.
(Áður en Norðmenn lögðu Jan
Mayen undir sig, hafði norskur
maður, Birger Jacobsen numið þar
land og búið þar. Líkaði honum
ekki er norska stjórnin ætlaði að
sölsa undir sig land hans og fór í
mál við hana. Það mál stóð lengi
yfir, en svo fór, að Jacobsen vann
það og hélt réttindum sínum á
eynni).
HRÉINDÝR TRYLLAST
Fælni hljóp að stórri hreindýra-
hjörð í Trollheimen og hröpuðu 50
hreindýr til bana þar i fjöllunum.
Talið er, að um 600 hreindýr hafi
verið í hjörðinni.
CARPENTIER FER AD
BERJAST AFTUR
Hnefaleikamaðurinn Carpentier
hefir nú ákveðið að fara aftur að
keppa í hnefaleikum og hafa verið
gerðar ráðstafanir til þess, að hann
keppi við Andrés Langlais. Nú eru
rúmlega 7 ár síðan Carpentier kepti
seinast.
Siðastliðið föstudagskvöld, lézt
að heimili dóttur sinnar, Mrs. H. T.
Halvorson í borginni Regina, Mrs.
Þórunn E. Jónasson, góð kona og
gáfuð, nokkuð við aldur.
JARDSKJALFTAR A
GRÆNLANDI
I Upernivik á Grænlandi varð
mikilla jarðskjálfta vart 20. f. m.
og eitthvað næstu daga. Jarðskjálft-
anna varð ekki vart í Thule, nyrstu
nýlendunni, og ekki heldur syðst
í landinu.
JARNBRAUTARRAN
Ræningjar réðust fyrir skemstu á
austur-síberísku j árnbrautarlestina,
er hún var á leið í gegn um Man-
sjúríu, og var það með þeim hætti,
að þeir rifu upp járnbrautarteinana,
en lestin, sem var á 80 kilómetra
ferð, valt út af. Margir menn fór-
iTst en ræningjarnir létu greipar
sópa meðal þeirra, sem eftir lifðu.
SJÓRÆNINGJAR
Kínverskir sjóræningjar hafa ver-
ið talsvert uppvöðslusamir við
strendur Kína og Japan undanfarið.
Þeir hafa nýlega ráðist á franskt
skip, Commander Henri Ridier, og
rænt fjórum Kínverjum, sem voru
meðal skipshafnar þess, og haft auk
þess á brott með sér meira en 1000
sterlingspund í peningum. Nú
krefjast þeir lausnargjalds fyrir
fangana.
Commerce —
Citizenship —
Industry —
We offer the best courses available in all com-
mercial subjects, and have been preparing young
men and women for over twenty years to meet
the most exacting problems of business.
*
Cur graduates are ready for any opportunity. We
are not content with skill in the specialized sub-
jects on our curricula, but make sure that our
students understand the requirements of prac-
tical life.
The result of this care is that our graduates are
everywhere found in positions of responsibility
and significance in the world of industry.
Do These Quahfications Appeal to YOU?
oominion
On The Mall, and at
Elmwood, St. James, St. John’s
Telephone 37 181