Lögberg - 22.02.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.02.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 22. FEBRUAR, 1934. Högberg QeflS tit hvern fimtudag af TBE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG. 69 5 SARGENT AVE. WINNIPBG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fi/rirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHOPíE 80 327 Um bækur og tímarit i. Eimreiðin XXXIX. ár, 4. hefti. Síðasta hefti Eimreiðariimar er nú ný- komið hingað vestur. Er það fjölbreytt að innihaldi og læsilegt eins og það merka rit hefir jafnan verið. Fyrsta greinin í þessu hefti er jólaerindi “Hann er að koma,” eftir ritstjórann, Svein Sigurðsson. Erindið er prýðilega samið og meðferð efnisins hin bezta. Höf. lýsir í nokkr- um dráttum því ástandi, sem var í heiminum er Kristur fæddist, og eftirvænting allra þjóða eftir þeim, er frelsa ætti mannkynið. Þá segir höf. að í vissum skilningi sé Kristur ætíð að koma; að koma til þeirra, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu. Sá sem hlustar, heyrir fótatak hans í fjarska enn í dag, og bíður komu hans með eftirvænting. Þá er alllöng ritgerð eftir Dr. Stefán Einarsson, háskólakennara í Baltimore, sem hann nefnir “Alexander Kielland og Gestur Pálsson.” Höfundur leitast við að sýna hversu mikil áhrif Kielland hafi haft á skáldskap Gests, og færir mörg góð rök fyrir sínu máli. Bendir hann á að Gestur hafi tekið stærri verk Kiellands sér til fyrirmyndar, en þó ekki viljandi; heldur öllu fremur að hugsanir þeirra og skoðanir hafi verið svo líkar að Gestur hafi ósjálfrátt orðið fyrir sterkum áhrifum úr þessari átt. Greinin er hin fróðlegasta, og vel skrifuð. Næst koma nokkur smákvæði eftir Sigur- jón skáld Friðjónsson, sem hann nefnir “Úr söngvum til Svanfríðar.” Öll eru kvæði þessi vel gerð, og hljóma vel í eyrum, sérstaklega vísurnar “Er lauf taka að gróa”' og “Sól- stöðunótt. ” Einnig munu yísurnar “Laxá niðar á hrjúfu hrauni,” snerta viðkvæma strengi, í hjörtum gamalla Þingeyinga, að minsta kosti. Síðari vísan er þannig: “Laxá niðar í hrjúfu hrauni, hrynur í djúpan sjó.— Á Syðrafjallsengi er sólskin, sólskin um Jarlsstaðamó. Alftirnar kvaka á Fögrufit. í Fellsmúla er þögul ró. Þar vorar um Vatnshlíðarskóg.” “Islenzk kirkja” heitir mjög skarplega ritað erindi eftir Pál Þorleifsson. Fer hann þungum orðum um þá, sem sífelt herja á kirkjunnar menn og starf þeirra, og færir góða vörn fyrir máli sínu. Br hann trúaður á framtíð kirkjunnar á Islandi, ef hún ekki bregst köllun sinni. Einnig er í þessu hefti þýðing á hinu fagra rússneska betjukvæði “Stenka Rosin” eða “Volga—Volga. ”. Jochum M. Eggerts- son þýðir og tekst vel. “Hrímskógur,” smásaga eftir Helga Valtýsson er vel sögð og skáldleg, en ekki laust við að stíllinn sé tilgerðarlegur. Sveinn ritstjóri skrifar “Frá Hnitbjörg- um, ” grein um nokkur verk Einars Jónsson- ar. Fylgja sjö myndir af listaverkum Einars, hver annari ágætari. “Esperanto og enska,” er vel rökstudd og skynsamleg grein eftir Þorstein Þorsteins- son. Þó mun það varla á annara færi en Þóúbergs Þórðarsonar, að skrifa þannig um esperanto að skemtilegt sé til aflestrar, Þá ritar Ólafur Lárusson “Sambands- lögin fimtán ára.” Er það fróðleg grein og samin af þekkingu og vandvirkni. “Eftirköst” er smásaga eftir Bjartmar Guðmundsson, son Guðmundar skálds Frið- jónssonar á Sandi. Mun saga þessi vera eitt af því fyrsta, sem séðst hefir eftir hann á prenti; er hún þó alt annað en viðvaningsleg, og getur vel svo farið að hann jafnist á við föður sinn, með tíð og tíma,.þótt enn eigi hann alllangt í land. Stjörnuspá Jóns Árnasonar, “Hvað segja stjörnurnar um árið 1934” er að finna á öðrum stað í blaðinu og getur hver lagt á hana þann dóm, er honum lýst. Annars á hún ekki að koma í stað Islandsfrétta, en gam- an er að sjá þetta sýnishorn stjörnuspádóm- anna, sem nú birtist í fyrsta sinn í íslenzku tímariti, það vér bezt vitum. Kvæði Böðvars frá Hníf.sdal “Að Nausti” er frumlega ort og kröftuglega. Það verður einnig birt hér í blaðinu. II. Arsrit Jóns Bjarnusonar skóla Þetta mun vera annað sinn, sem skólinn hefir ráðist í að gefa út árbók, eða ársrit. Hið fyrsta kom út í fyrra vetur og fékk hvarvetna góðar viðtökur. Ýmsir merkir menn fóru þá lofsamlegum orðum um ritið og það að verð- ugu. Þessa árs rit er með svipaðri gerð og það í fyrra og hefir verið vandað til efnis, útlits og innihalds eftir því sem föng voru til. Nokkrar ágætar myndir prýða ritið. Er þar fremst mynd af Jáni heitnum Bjarnasyni, þá eru myndir af öllum þeim, sem útskrifuð- ust af skólanum í fyrravor, dréngjum og stúlkum. Einnig er þar mynd af Mr. H. J. I Stephenson, B.A., forseta hins nýstofnaða fé- lags “The Alumni Association of Jón Bjarna- son Academy. ” Séra Rúnólfur Marteinsson skrifar inn- gansorð og gefur um leið stutt yfirlit yfir starf skólans síðastliðið ár. Næst er löng grein eftir Col. H. M. Hann- esson, ‘ ‘ Some Observations Based on the Con- stitution and Laws of the Old Icelandic Re- public.” (Nokkrar athuganir bygðar á stjórn- arskrá og löggjöf hins forn-íslenzka lýðveld- is). Höf. virðist haffa mikla þekkingu á hinni fornu löggjöf Islendinga, og margt er þar skýrt athugað og ýmsar ályktanir hans ef- laust réttar. Má vel lesa ritgerð þessa sér til fróðleiks og ánægju. H. J. Stephenson skrifar stutta grein um hið nýja. nemenda-samband (Alumni Associ- ation). Fer hann hlýjum orðum um skólann og’ starf hans. Dr. W. A. Mclntyre ritar einnig vandaða grein um “The Meaning of Education” (Til- gangur mentunarinnar og Rev. E. J. B. Salter skrifar um Martein Lúter; gerir hann efni sínu góð skil í stuttu máli. Þá eru þar kveðju-ræður tveggja nem- enda úr tólfta bekk, þeirra Valborg Nielsen og Louisa Bailey. Ræður þessar voru fluttar á skólaslita-samkomu vorið sem leið. Báðar eru ræðurnar fremur snotrar og vel frá þeim gengið. Að ytra útliti er ritið hið þokkalegasta, og skólanum til mikils sóma. Til kaupenda “Lögbergs” Um leið og' blaðið þakkar öllum þeim, sem svo vel hafa brugðist við áskorun þess um að greiða áskriftargjöld sín, neyðist það til að endurtaka enn einu sinni þá beiðni, að þeir, sem enn eru í skuld við blaðið, láti ekki undir höfuð leggjast að greiða hana svo fljótt sem auðið er. Annars er það gleðiefni hve margir vilja nú reyna að standa í skilum, þrátt fyrir erfið- ar kringumstæður og sýnir þetta betur en nokkuð annað hve íslendingum hér vestra er ant um að blöðin geti haldist við. Margir hafa nú þegar borgað blaðið fyrirfram, og vilja þeir, sem annast um fjárhag þess koma á þeirri reglu að allir borgi þannig, eins og> viðgengst um önnur blöð. Með því móti er mun hægara að koma blaðaútgáfunni aftur á traustan fjárhagslegan grundvöll. Rétt þykir að taka fram að blaðið treyst ist ekki að verða við þeim tilmælum sumra kaupenda að þeim sé gefinn stór afsláttur á skuldum sínum. Slíkt væri óréttlátt gagnvart þeim, sem ætíð hafa staðið í skilum, og myndi þeim finnast, og það réttilega, að þeim væri hlunnindi veitt, sem sízt hefðu til þess unnið. Að vísu eru þeir ekki margir, sem þessa af- stöðu hafa tekið, og í þeim tilfellum eflaust fremur af því að þeir treysta sér naumast að greiða skuld sína að fullu, en að þeir vilji nokkurn svíkja. Samt sem áður gerir þetta innheimtumönnum óhægt um vik og veldur ó- ánægju og leiðindum. Smávegis Einn af merkustu stjórnmálamönnum, sem nú eru uppi er Mustapha Kemal Pasha, stjómarformaður og einveldisherra Tyrk- lands. Þjóð hans þykir hafa tekið svo miklum framförum síðastliðin 10 ár, að Tyrkland megi nú teljast ein mesta framfara Jtjóð heimsins. Tyrkir voru fyr á árum mjög gamaldags og sérvitrir í háttum sínum. Þessu vildi Kemal breyta og byrjaði með því að láta skera hár og skegg allra karlmanna að vest- rænum sið. Þá hefir hann bætt hag kvenna á ýmsan hátt og gefið þeim fullkomið frelsi. Nú }>urfa þær ekki lengur að hylja andlit sín þegar })ær sjást á almannafæri, né fara að öllu leyti eftir fyrirskipunum karlmanna. Síðustu fréttir herma að nú hafi hann látið það boð út ganga að hér eftir verði allir góðir Tvrkir að vera komnir í rúmið ekki seinna en klukkan hálf tólf. Klukkan ellefu hætta allir bílar og strætisvagnar að ganga, og finnist nokkrir á götum úti eftir þann tíma, verður þeim hegnt. Islandica 1933 Eftir prófessor Richard Beck. Halldór prófessor Hermannsson heldur dyggilega áfram þarfri og þakkarverðri starfsemi sinni í þá átt, að auka þekkingu og áhuga á ís- lenzkum fræðum meðal enskumæl- andi lærdómsmanna og annara fróð- leikshneigðra lesenda. Islandica hans fyrir árið 1933 kom út á liðnu surnri, og er það tuttugasta og þriðja bindi þessa eftirtektarverða og nytsama ritsafns; ber sú upptalning ein óræk- an vott um elju Halldórs í fræði- störfum og hefir hann þó margt ann- að merkilegt unnið. I’etta nýjasta bindi Islandica er bókfræðileg lýsing á islenzkum forn- bókmentum og nefnist Old Icelandic Literature. (A Biographical Essay). Er vísindalega með efnið farið eins og viðurkendum fræðimanni hæfir, en frásögnin er jafnframt öll svo lipur og ljós, að sæmilega skilnings- góður lesandi hlýtur bæði að njóta hennar til fullnustu og hafa ánægju af henni; enda er rit þetta sérstak- lega samið með það fyrir augum, að ná til sem flestra, lærðra og ólærðra. í bók þessari er í stuttu máli lýst öllum hinum helztu útgáfum og þýð- ingum af íslenzkum fornritum víðs- vegar um lönd, og rakin í höfuð- dráttum saga markverðustu félaga og stofnana, sem unnið hafa að út- breiðslu þeirra. Verður slík frá- sögn einnig, óbeinlínis,, lýsing á viðtækum áhrifum fornrita vorra og á því hvernig straumar frá þeim hafa runnið í meginkvíslir bókmentalegra hreyfinga á liðnum öldum. Útgáf- urnar og þýðingarnar, en um þær fjallar aðal kafli ritsins, eru flokk- aðar eftir hlutaðeigandi löndum, og er það heppileg og skipuleg niður- röðun. Auk íslands sjálfs koma hér þessi lönd við sögu: “Danmörk, Ncfregur, Svíþjóð, Þýzkaland, Hol- land, England, Amerika, Erakkland, Spánn, ítalía, Rússland, Pólland, Tékkóslóvakia, Ungverjaland og Finnland. Eins og við mátti búast, sýpir lýsing þessi, að islenzk forn- rit hafa náð mestri útbreiöslu, utan íslands, hjá frændþjóðum vorum á Norðurlöndum, í Þýzkalandi og á Englandi. Annar kafli ritsins segir frá út- gáfufjölda og þýðinga einstakra rita. Til fróðleiks má geta þess, að til eru eitthvað tutugu og fimm heildar-útgáfur af Sæmundar Eddu, auk átta af nokkrum hluta hennar, en þýdd hefir hún verið öll, eða að nokkru leyti, á eftirfylgjandi tung- ur: dönsku, hollenzku, ensku, frönsku, þýzku, ungversku, ítölsku, latínu, norsku, pólsku, rússnesku, spænsku og sænsku; á sum málin hefir hún verið þýdd margsinnis; þannig er hún til í átta heildar-þýð- ingum á dönsku, niu á þýzku og sex á sænsku. Af íslendingasögum hef- ir Gunnlaugs saga ormstungu orðið lang víðförlust; hún er til í tuttugu og einni útgáfu og samtals í þrjátíu og sjö þýðingum á tíu tungumálum. Af Njálu og mörgum öðrum íslend- ingasögum er einnig fjöldinn allur af útgáfum og þýðingum; sama máli gegnir um Konungasögurnar, sér í lagi Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar og um Fornaldarsögu Norð- urlanda, en af þeim hafa Friðþjófs- saga og Völsungasaga orðið ástsæl- astar erjendis. Þriðji partur bókarinnar er gagn- orð lýsing á prentun og öðrum frá- gangi á umræddum útgáfum og þýð- ingum af íslenzkum fornritum; all- ur þorri þeirra hefir að vísu verið prentaður í hversdagslegum útgáf- um; en samt eru til hreint ekki fáar skrautútgáfur af þeim, stundum prýddar myndum eftir kunna lista- menn. Má þar til dæmis nefna hina glæsilegu útgáfu Storms af Heimskringlu (1899), sem sex snillingar Norðmanna lögðu saman að prýða ágætum myndum, og Her- rriannsson réttilega telur afbragð í sinni röð. Kormákssögu-þýðing þeirra dr. Jóns Stefánsonar og W. G. Collingwoods (1902) er einnig hin prýðilegasta, og valda þar ekki minstu um hinar snildarlegu lit- myndir hins síðarr.efnda af íslenzku landslagi. Enn aðrar vandaðar og skrautlegar útgáfur íslenzkra forn- í melr en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdðmum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. rita mætti einnig telja, en hér skal staðar numið. Loks er niðurlagskafli ritsins (Epilogue), sem mörgum mun þykja hvað mesttir matur í, þó alt sé það hið fróðlegasta og greinar- bezta. Kemur Hermannsson þar fram með afar tím-abærar og merki- legar tillögur um betra skipulag á útgáfu íslenzkra fornrita og aukið samstarf með þeim stofnunum á Norðurlöndum (og annarsstaðar), sem vinna að slíkum útgáfum. Eðli- lega hafa þessar tillögur sætt mót- spyrnu sumra, sem Hermannsson telur verið hafa óforsjála og einræna í útgáfustarfseminni; en þær hafa þegar vakið miikla athygli í Dan- tnörku, og í íslenzkum blöðum er þess nýlega getið, að dr. Sigurður Nordal telji líklegt, að þær nái fram að ganga. Væru það hin æskileg- ustu málalok, því að þær miða ein- dregið að því marki, að koma út- gáfum og þýðingum af íslenzkum fornritum sem greiðast og sem víð- ast í hendur fræðimanna og alþýðu út um heim. Fyrir þetta rit sitt, eins og hin fyrri í Islandica-safninu, sem öll eru íslandi og Islendingum á einhvern hátt til þarfa, verðskuldar Her- mannsson þökk landa sinna og hlý- hug. Slíkrar útbreiðslustarfsemi og hann hefir með höndum verður enn um langt skeið brýn þörf út um lönd; mikill hluti almennings þar situr enn í svarta myrkri hvað snert- ir þekkingu á íslandi og íslending- um. En er til þess kemur, að veita einhverri þekkingarglætu inn í það myrkur, verður sú fræðsla, þó færö sé í alþýðlegan búning, sem byggist á hógværri og traustri fræðimensku, affarasælli þegar til lengdar lætur, heldur en innantómt orðaglamur. Að Nausti Nú eru Naust í eyði. Nú er horfin veiði af miðunum fyrir framan. Forðum þótti gaman flata fiska’ að draga fram af Þönglaskaga. Blóndi bjó að Nausti, bæði að vori og hausti hrjóstrugt var þar heldur, hraun og sandur veldur. Hentast þótti' að hafa einn hest—og tvær á klafa. Létt og lítil slægja, langt til næstu bæja, en sauðfjárbeit því betri, ei brást á hörðum vetri, auð var alt af f jara og alveg full af þara. Bóndi bjó að Nausti, bæði að vori og hausti bylgju braut á skeri, björg ei þraut í veri. Bátinn bar frá landi. Börnin léku í sandi. Hundur hrafna elti, hljóp og stökk og gelti. Bóndi báti lenti, brátt upp veiði henti, hóf svo skip á hlunnum, hvalbeinsflögum þunnum. Kona kom frá bænum* með krakka nið’r að sænum, sótti sér þar fiskinn að sjóða og færa á diskinn. Bóndi bjó að Nausti, bæði að vori og hausti svignuðu rár hjá sænum suður og nið’r af bænum undir fiskiföngum. Fullur hjallijr löngum. Börnin uxu óðum, og á þessum slóðum alt of afskekt þótti. Og er fram í sótti, bræður burtu fóru, burt á skipi stóru, þau, sem vélaveldi, viti, stáli og eldi etja Ægi móti i öllu veðraróti. Systur seinna fcru, sóttu í þorpin stóru. Þar eru húsin hærri, himinn blárri og stærri, meiri möguleikar, meyjar hvergi smeikar, og karlmenn þeir, sem kunna konum heitt að unna, með gull og græna skóga, gleði og skemtun nóga. Bóndi bjó að Nausti, bar á einu hausti bein sín—inni í bænum. Bárust hljóð frá sænum. Gall í fuglageri, gnægð í hverju skeri, bylgju braut á sandi, bátur stóð á landi. Og að öðru hausti enginn bjó að Nausti, en aftur alla daga út af Þönglaskaga sáust suður um voga svartir knerrir toga, einir af þeim stóru, er á þeir bræður fóru. Hallaði síðla hausti, heim eg kom að Nausti, horfði á rústir hljóður og hélaðan jarðargróður. Hallar síðla hausti, held eg burt frá Nausti, hangir þoka í hlíðum, hrafnar fljúga tíðum eitthvað út með landi. Ýfist brim á sandi. Yfir sílum sjávar svífa hvítir máfar. % Viða er horfin veiði, viða’ eru býli í eyði—. Böðvar frá Hnífsdal. RAUDHÆRD A EINNI NÓTTU Það kemur fyrir að menn verði gráhærðir á einni nóttu af einhverju hryllilegu, sem fyrir þá kemur. En að menn verði rauðhærðir á einni nóttu er sjaldgæfara; nema það þá verði með hjálp duglegrar hár- greiðslukonu. Þetta kom þó fyrir unga stúlku í ítalíu, sem heitir Eve- lina Signorelli. Kvöld eitt kom hún heim frá vinnu og kveikti á litlum “brassero”, smáofni, sem hægt er að bera með sér, og hitaður er með tré- kolum. Áður en hún lagðist til svefns, slökti hún á ofninum. En liklega hefir logað áfram í kolun- um, og af því myndast einskonar gasreykur, sem breiðst hefir út um herbergið. Víst er það, að um morg- uninn fanst stúlkan meðvitundar- laus í rúmi sínu. En brátt tókst að vekja hana til meðvitundar. Tóku foreldrar hennar þá eftir því, að hár hennar var orðið ljósrautt.—Þann- ig hafði gasið breytt háralit hennar um nóttina. —Mbl. ÞÝSKIR FLÓTTAMENN MEGA HVERFA HEIM AFTUR Hinn 17. janúar gaf Göhring út yfirlýsingu um það, að ekkert væri á móti því, að Þjóðverjar, sem hafa flust úr landi, hverfi heim aftur. Þó er það tekið fram, að glæpa- menn og menn, sem ekki hafa Þýsk- an ríkisborgararétt sé ekki taldir þar með. En ef þeir samt sem áður hverfi aftur til Þýskalands, verði glæpamennirnir afhentir réttvísinni og hinir settir í fangabúðir, þangað til ákvörðun verður tekin um það hvað við þá skuli gera. Menn, sem hafi rekið fjandsamlega undirróð- ursstarfsemi gegn Þýskalandi er- lendis, geti ekki búist við öðru en fá makleg málagjöld, ef þeir komi til Þýskalands, segir Göhring. —Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.