Lögberg - 22.02.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.02.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBEKRG, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR, 1934. POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR H. PORTER ---—------------—----------------* XXXI. KAPÍTULI. Eftir öll þessi ár. Það lá svo vel á Pollyönnu þetta kvöld, eftir að hún liafði skrifað Jimmy, að henni fanst hún mega til með að seg'ja einhverjum frá hamingju sinni. Hún var vön því áður en hún fór að sofa, að líta inn til frænku sinnar, ef hún skyldi þurfa einhvers með. Þetta kvöld, eftir að hafa spurt um líðan hennar, ætlaði liún að slökkvra ljósið og fara, en fanst þó að hún mætti til með að segja Polly frænku fréttirnar, svo hún kraup niður við rúmstokk gömlu konunnar. “Polly frænka, eg er svo hamingjusöm. Bg má til með að segja þér frá því. Eg vil heldur segja þér það en nokkrum öðrum. Má eg það? Segja mér—segja mér hvað, barnið gott ? Auðvitað máttu það. Eru ]>að góðar fréttir fyrir mig, eða hvað ? “Já, frænka, eg vona að svo sé,” sagði Pollyanna og roðnaði. “Eg vona að þér þyki vænt um að heyra það, mín vegna, á eg við. Auðvitað segir Jimmy þér það þegar að því kemur, en eg vildi segja þér frá því fyrst.” “Jimmy!” Mrs. Chilton kiptist við. “Já, þegar—þegar hann biður þig um mig,” stamaði Pollyanna og skifti litum. “Ó, eg er svo óstjórnlega glöð. Eg mátti til með að segja þér þetta. ” “Biðja um þig, Pollyanna!” Mrs. Chil- ton reis upp í sænginni. “Þú ert þó ekki að gefa í skyn að það sé nokkuð alvarlegt ykkar á milli. ” Pollyanna hrökk við. “Hvað er þetta, frænka! Þykir þér ekki vænt um Jimmy?” “Víst þykir mér vænt um Jimmy, en eg kæri mig ekki um liann sem eiginmann frænku minnar.” ‘ ‘ Polly frænka! ’ ’ ‘ ‘ Láttu nú ekki svon barn. Láttu þér ekki verða svona mikið um þetta. Þetta er aðeins barnaskapur, og mér þykir vænt um að geta lagfært þetta áður en það fór lengra.” “En það er alt útkljáð, Pollv frænka. Eg veit nú að eg elska hann. ” “Þú verður þá að læra að skifta um skoðun í þessu máli, Pollyanna mín, því eg gef aldrei mitt samþykki til þess að þú giftist Jimmy Bean—ekki nú alveg. “ En hversvegna ? ’ ’ “Fyrst og fremst af því við vitum ekkert um manninn. ” “EJn Polly frænka, við höfum þekt liann síðan eg var barn. ” “Já, og hvað var hann þá? -Föður- og móðurlaus aumingi frá einliverju munaðar- leysingjahæli. Hvað vitum við um foreldra hans og ætterni.” “Hvað gerir það til ? Mér stendur á sama um ætterni hans og foreldra.” Polly frænka stundi þungt og fleygði sér aftur niður á koddann. “ Tálaðu ekki svmna barnalega, Polly- anna. Mér verður ilt af að hlusta á þetta. Eg er búin að fá ákafan hjartslátt. Eg sef víst ekki mikið í nótt. Getur þetta ekki beðið til morguns ? ’ ’ Pollyanna reis á fætur og sagði vingjarn- lega. “ Jú, frænka, við skulum ekki tala meira um þetta í kvöld. Þér líður betur á morgun, og' þá lítur þú öðrum iiugum á þetta alt sam- an.” Pollyanna slökti ljósið og fór út úr herberginu. En Polly frænku leið ekkert betur næsta morgun. Hún var jafnvel enn ákveðnari með það, að óhug'sanlegt væri að Pollyanna ætti Jimmv. Pollyanna reyndi að sýna henni fram á að hamingja sín væri í veði, og að sér va>ri ómögulegt fið hugsa til þess að fá ekki að giftast Jimmy. En Polly frænka lét það ekki á sig fá. Hún hélt langar ræður um það hve hættulegt væri að vita ekki með vissu af hvaða fólki hann væri kominn. Hún sagði að ómögulegt væri að segja hvað af því kynni að hljótast að giftast svoleiðis manni. Síðast benti hún Pollyönnu á það hve mikið hiín hefði gert fyrir hana með ]>ví að ala hana upp á sínu góða heimili, og bað liana með grát- staf í kverkum að valda sér ekki sorgar með því að fara frá sér til að giftast Jimmv. Það hafði þó sýnt sig með hana móður hennar, hve mikið va'ri á því að gra.'ða að gifta sig. Þegar Jimmy kom um kl. 10 um morg- unn, allur uppljómaður af kæti, þá var Polly- anna hágrátandi og með mesta eymdarsvip. Jimmy fölnaði þ'egar liann sá útlit hennar og tók hana í fang sér. “Elsku Pollyanna, hvað hefir nú komið fyrir?” “Ó, Jimmy, þú hefðir ekki átt að koma. Eg ætlaði að skrifa þér strax og láta þig vita að þú ættir ekki að koma,” stundi Pollyanna. E|n þú skrifaðir góða. Eg fékk það seinni partinn í gær, rétt nógu snemma til að ná lestinni.” “Nei, nei. Eg á ekki við það. En eg hefði átt að skrifa aftur. Eg vissi ekki þá, að þú mættir ekki koma.” “Mætti ekki koma!” hrópaði Jimmy. “Það er þó ekki einhver annar, sem þykist eiga tilkall til þín.” “Alls ekki, Jimmy. Horfðu ekki svona á mig. Eg þoli það ekki. ” “Hvað er það þá ? Hvað máttu nú ekki gera. ’ ’ “Eg get ekki—má ekki giftast þér.” “Elskar þú mig, Pollyanna?” “Já— eg elska þig. ” “Þá máttu til að giftast mér,” og Jimmy faðmaði hana að sér með ákefð. “Nei, Jimmy. Þú skilur þetta ekki. Það er Polly frænka.” “Polly frænka!” “Já, hún leyfir það aldrei. ” Jimmy liló glaðlega. “Við sjáum nú til. Hún er bara Iirædd um að tapa frænku sinni, en við skulum bara segja henni að hún sé ein- mitt að græða en ekki tapa. Hún eignast nýjan frænda. ” EJn Pollyanna hló ekki. Hún horfði vandræðalega á Jimmy. “Það er ekki þess- vegna, Jimmy. Eg get ekki komið orðum, að því, en hún vill ekki að eg giftist þér. ” Jimmy varð alvarlegri á svipinn. “Eg get reyndar tæpast láð henni það. Eg er auðvitað ekki neitt mikil manneskja. En samt—eg myndi reyna að gera þig ham- ingjusama, ef mér væri það unt.” “ Já, eg'veit eg yrði hamingjusöm,”sagði Pollyanna. ‘ ‘ Því þá ekki að treysta því, að svo muni fara; kannske við gætum sannfært hana að þetta sé okkur fyrir beztu, eftir að við erum gift.” “Nei, en það megum við ckki. Eg get ó- mögnlega gert það,” stundi Pollyanna, “ekki án hennar leyfis. Hún hefir reynst mér svo vel öll þessi ár, og nú getur hún ekki án mín verið. Hún er svo fjarska iieilsutæp núna, og svo bað hún mig svo innilega að bregðast sér ekki í þessu, eins og móðir mín hefði gert. Eg get það ekki.” Þau þögðu bæði um stund. Ijoks sagði Pollyanna, sótrauð í andliti: “Jimmy, að- eins ef ]>ú gíetir sagt Polly fra'iiku eittlivað um föður þinn og ætterni og—” Jimmy lét hendurnar falla niður með síð- unum og hörfaði frá henni, hann var náfölur í andliti. “Svo þetta er það sem að er.” “ Já.” Pollyanna gekk til hans og lagði liendina á öxl hans. “Þú mátt ekki halda að mér standi ekki á sama. Eg veit að faðir þinn hefir verið göfugur og góður maður, og móðir þín líka, af því að þú ert svo göfugur. I öllum bænum horfðu ekki svona á mig, Jimmy. ” En Jimmy hafði snúið sér við og nokkr- um mínútum síðar var hann kominn út úr | húsinu, án þess að segja orð. * # # Jimmy hélt rakleitt frá Harringfon bú- staðnum til bústaðar John Pendletons. Mr. Pendleton sat í lestrarstofunni þegar Jimmy kom. “Hvað varð af bréfapakkanum, sem fað- ir minn skildi eftir hjá þér?” spurði Jimmy í ákveðnum róm. “Hvað er nú að, drengur minn.” John Pendleton starði undrandi á Jimmy. “Það verður að opna bréfin strax, herra Pendleton.” “Jó—en ákvæðin sem hann setti?” “Við því verður ekki gert; eg verð að sjá bréfin. Vilt þú opna þau ?” “Já, ef þú heimtar að svo verði gert, drengnr minn. Annars er mér illa við að þurfa að gera það. ” , “Ef til vill er þér kunnugt um það, frændi, að eg elska Pollyönnu. Eg liefi beðið hana a£> giftast mér, og hún hefir tekið mér%” Pendleton varð allur eitt bros, en Jimmy hélt áfram jafn alvarlegur og áður: “Nú segir hún að sér sé ómögulegt að standa við orð sín. Mrs. Chilton hefir bannað henni að giftast mér. Hún vill ekki að Polly giftist mér, hún er óánægð með mig. ” “Hvað hefir hún út á þig að setja?” spurði Pendleton reiðilega. “Pollyanna segir að hún þurfi fyrst að vita af hvaða fólki eg sé kominn.” “Heimska! Eg hélt að Polly Cliilton væri skynsamari en svo! Annars er þetta ekki ólíkt henni. Harrington-ættin hefir alt af verið upp með sér af ættgöfgi sinni. En hvað gast þú sagt henni?” “Hvað gat eg sagt? Eg var kominn á fremsta hlunn með að segja Pollyönnu að faðir minn hefði verið með göfugustu mönn- um, en þá mundi eg eftir bréfunum og skil- yrðunum, sem þeim fylgdu. Þá varð eg hólf smevkur og þorði ekkert að segja, fyr en eg liefði séð bréfin. Það hefir eitthvað verið sem faðir minn vildi ekki að eg vissi fyr en eg væri orðinn þrítugur—orðinn fullorðinn mað- ur og gæti mætt öllu sem fyrir kæmi. Það hlýtur að vera eitthvert leyndarmál í sam- bandi við þetta, og eg verð að komast. að því, hvað það hefir verið.” “Jó, en Jimmy, 'það þarf ekki að vera neitt ljótt í sambandi við það leyndarmál. Kannske það sé eitthvað sem þú getur glaðst yfir. ” Ef til vill er það. En ef svo væri, myndi liann liafa viljað leyna mig því öll þessi ár? Nei, frændi, það hefir hlotið að vera eitthvað, sem liann vildi að eg frétti ekki fyr en eg væri orðinn fullorðinn. En hvað sem það er, þá verð eg að sjá það nú. Vilt þú ná bréfunum. Þau eru í öryggisskápnum þínum. Er ekki svo?” Jolin Pendleton stóð á fætur. “Eg skal ná þeim. ” Nokkrum mínútum seinna rétti hann Jimmy skjölin, en Jimmy fékk honum þau aftur. ‘ ‘ Ef þér er sama, þá vildi eg heldur að ]>ú opnaðir ]>au og segðir mér svo hvað þau hafa að geyma.” “Jæja þá. Eg skal opna bréfið.” John Pendleton tók upp pappírshnífinn og opnaði umslagiið. I því voru allmörg blöð samfin- bundin og eitt laust blað brotið saman. Þetta blað tók Pendleton fyrst og byrjaði að lesa. Jimmy horfði á hann með eftirvæntingu og sá strax að fagnaðarbros lék um varir hans meðan hann las. “Hvað segir bréfið, frændi. Hvað er í því?” spurði Jimmy með ákefð. “Lestu það sjálfur,” og Pendleton fékk lionum bréfið. Þetta stóð skrifað ó blaðið: “Blöð þau, sem þessu fylgja eru sönn- unargögn þess, að drengurinn Jimmy er í sannleika James Kent, sonur John Kent og konu hans Doris Wetherby, dóttur William Wetherby frá Boston. Hér fylgir einnig blað, sem skýrir frá því livers vegna eg hefi ekki látið foreldra móður hans vita neitt um drenginn, allan þennan tíma. Ef hann opnar þetta umslag þegar hann er þrítugrur, og les þetta bréf, þá vona eg að hann fyrirgefi föður sínum, sem af hræðslu við að missa hann frá sér, tók þetta ráð til að leyna lionum. Skyldi hann deyja fyrir ]>rítugs aldur og ókunnugir opna skjöl- in, þá bið eg þá að tilkynna móður-fólki hans í Boston, sem fyrst og gefa þeim í hendur öll þessi skjöl. John Kent. Jimmy var orðinn fölur og óstyrkur, þeg- ar liann hafði lokið við bréfið. Hann horfði framan í Pendleton og mælti: “Svo eg er þá Jamie. Eg er týndi drengurinn. Nú get eg sagt Pollyönnu eitthvað um ætt mína.” “Bréfið segir að sannanirnar séu þarna í umslaginu, ” ’sag'ði Pendleton. Wetherby- ættin frá Boston er ein göfugasta ætt lands- ins. Afkomendur þeirra geta rakið ætt sína til krossfaranna, og' ef til vill lengra. Það ætti að nægja Polly gömlu. Faðir þinn var einnig af bezta fólki kominn, segir Mrs. Carew mér, þótt liann væri talinn dálítið sér- kennilegur og gerði j'mislegt, sem hans fólki ekki féll sem bezt.” Já, aumingja faðir minn. Það má hafa verið aum æfi, sem hann átti með mér síðustu árin. Alt af hræddur um að liann fyndist. Nú skil eg margt, sem eg ekki skildi áður. Einu sinni kallaði kona nokkur mig Jamie. Faðir minn varð þá afar reiður og sama kvöld fluttum við úr þeim l>æ, án ]>ess að gefa okkur tíma til að borða kvöldverð. Stuttu þar ó eftir veiktist hann. Hann tapaði öllum kröft- um í höndum og fótum og að síðustu misti hann málið. Eg man þegar hann var að deyja, þá var hann að reyna að seg.ja mér eitt- hvað um ]>essi skjöl. Eg held nú að hann hafi verið að segja mér að opna þau og fara til skyldfólks míns, en þá hélt eg að liann væri að biðja mig að varðveita ]>au. Þegar eg lof- aði því, þá sýndist mér að það gerði hann enn órólegri, en eg skyldi ekkert sem hann sagði. Veslings faðir minn!” “Væri ekki betra að þú læsir skjölin?” sagði Pendleton. “Svo er þarna bréf til þín frá föður þínum; þú munt vilja lesa það.” “Já, auðvitað, og svo —” Jímmy hló vandræðahlátur og horfði á klukkuna. Eg var að hugsa hvenær eg gæti farið til að sjá Pollyönnu.” John Pendleton gretti sig ofurlítið, og liorfði með alvörusvip á Jimmy, áður en hann talaði. “Eg þykist vita að þér sé orðið mál að sjá Pollynönu, og ekki lái eg þér það, en mér finst, eins og nú stendur ó, að bezt væri að tala við Mrs. Carew fyrst, og sýna henn þessi skilríki. ” Jimmy hniklaði brúnirnar og sagði: “Jæja þá, það skal eg gera.” “Og ef þér er sama, þá vildi eg gjarnan verða þér samferða,” sagði Pendleton. Eg á dálítið emdi við gömlu konuna líka. Hvernig vræri að fara þangað svo sem klukkan þrjú.” “Agætt. Við skulum fara. Svo eg er þá Jamie,” bætti hann við. “Eg trúi því varla enn ]>á. En heldurðu að Ruth frænku þyki. það verra—að eg er í a>tt við hana,— á eg við. John Pendleton hristi höfuðið. Hann var aftur orðinn dálítið þungbúinn. “ Varla held eg það, drengur minn, en eg var meira að hugsa um sjálfan mig. Ef hún tekur þig að sér, hvað verður þá um mig?” “Um þig! Hvernig ætti það að breyta nokkru,” og Jimmv leit ertnislega til frænda síns. “Þú þarft engu að kvTíða. Hún hefir líka Jamie, eins og þú veizt.” Hann þagnaði snögglega, eins og honum hefði dottið eitt- hvað í hug, sem hann hefði átt að athuga. En frændi, eg var alveg búinn að gleyma Jamie. Þetta verður lionum þungbært.” “Já, mér hafði dottið það í hug. Samt sem áður er hann löglegum fóstursonur henn- ar. ” “Já, hann er fóstursonur liennar. En það, að hann fær að vita, að hann er ekki hinn rétti Jamie, það hryggir hann áreiðanlega— hann aumingjann, svona fatlaðan og lieilsu- lítinn. Það myndi gera út af við hann, ef hann vissi það. Eg hefi heyrt liann tala um þetta, og eg veit hvernig hann lítur á það mál. Hann er alveg fullviss um það að hann sé virkilega týndi drengmrinn, og er innilega glaður yfir því. Mér er ómögulegt að svifta hann þeirri gleði. En hvað ger eg gert?” “Eg veit ekki, drengur minn. Eg fæ ekki séð að neitt sé hægt að gcra nema að gera opinoert það, sem við nú vituni í þessu rnáli. ” Nú varð löng þögn og Jimmy gekk fram og aftur um gólfið. Loks sneri hann sér að frænda sínum og’ sagði með ákafa. “Það er eitt, sem eg get gert. Eg veit að Mrs. Carew samiþykkir ]>að. Við skulum ekki segja neinum frá þessu. Engum, nema Mrs. Carew, Pollyönnu og frænku hennar Eg verð að segja þeim frá því,” bætti hann við. “Það verðurðu áreiðanlega að gera, en livað aðra snertir—” “Þeim kemur það ekkert við.” “Svo aútirðu að muna að þú ert að leggja mikið í sölurnar, og ættir að athuga málið vandlega.” “Eg er búinn að taka ákvörðun í þessu máli og breyti henni ekki; þegar Jamie á í hlut, met eg' ekki eigin hagsmuni svo mikils, að eg láti þá aftra mér frá að gera það sem eg álít rétt.” “Eg lái þér ekkert, þótt ]>ú lítir svo á, og ]>ú breytir eflaust rétt,” sagði Pendleton vin- gjarnlega. Svo er eg viss um að Mrs. Carew er þér sam]>ykk í þessu, sérstaklega þegar hún veit hvernig í öllu liggur. “Veist þú að hún sagði alt af að hún hefði séð mig áður,” sagði Jimmy hlæjandi. Bn hvernær fer lestin? Eg er tilbúinn.” “Það er eg ekki, því fer nú betur, að lestin fer ekki í nokkrar klukkustundir enn. ” John Pendleton stóð á fætur og gekk brosandi út úr lestrarstofunni. (Niðurlag í næsta blaði) —Heyrið þér María, sagði frúin við nýju vinnukonuna,—frammi í eldhúsi er skjald- baka og eg ætla að biðja yður að fara mjög vel með hana. Þekkið þér annars skjaldböku? Nei, frú, hvernig er hún? Þegar frúin hafði lýst kvikindinu fór stúlkan fram og kom með hana. —Er hún ]>etta, frú? —Já. —Mikið var það skrítið. Það er þetta sem eg mölvaði kolin með í morgun. Sagan gerist í kaupstað úti á landi. Það er verið að lialda liljómleika og alt í einu kemur lögregluþjónn vaðandi inn í salinn og beina leið inn á söngpallinn og smellir hand- járnum á söngvarann: —Eg tek yður hér með fastan, morðingi! —Eruð þér brjálaður, m;iður, eða livað gengur að yður? —Lögin vérða að hafa sinn g'ang, það er að segja ekki sönglögin. Það var liringt til mín héðan og sagt að þér væruð að drepa mann sem héti Sehubert. —Fálkinn. Rœði vildu það sarha. Hjón voru að rífast. Loksins komst mað- urinn að og' notaði ]>á tækifærið til þess að ryðja úr sér því, sem hann hafði leggi langað til að seg.ja. Þegar hann ]>aggiaði, sagði kon- an: “Elg' get ekki hugsað mér nokkur hjón betur sammála en við erum. Þú vilt einn öllu ráða á heimilinu og það er einmitt ná- kvæmlega það sama sem eg vil.”—Dvöl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.