Lögberg - 29.03.1934, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 29. MAEZ 1934
3
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
^/OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^
JARÐSKJÁLFTINN MIKLI 1 INDLANDl
Um nýárið var því spáð í indversku blaði
að ægilegnr jarðskjálfti mundi verða þar liinn
15. janúar. Þessi spádómur rættist nákvæm-
lega.
Enn eru ekki komnar nema lauslegar
fregnir um hið gífurlega tjón, sem þessar
náttúruhamfarir liafa valdið. Fréttunum ber
ekki saman, sem eðlilegt er. En með hverju
nýju skeyti, sem kemur, liækkar tala þeirra,
sem liafa farist. Fyrst var talan upp um
2000 manns, svo komst talan upp í 10 þúsund-
ir. Eiftir það kom fregn 'um það, að borgin
Monghys í Bengal, þar sem voru 36,000 íbú-
ar, hefði jafnast algerlega við jörðu.
Mestar skemdir voru taldar í borgunum
Muzaffarpur, Patna, Jamaipur, Benares og
Alláhalbad.
Þegar jarðskjálftinn kom, voru hundruð
þúsunda af Indverjum að baða sig í hinum
lielgu ám Ganges og Jumna. Bæði fljótin
belgdust upp og soguðu í sig hið baðandi fólk,
og veit enginn hve margir hafa farist þar, en
fjölda mörgum líkum skoluðu árnar upp á
bakkana.
Mest tjón er talið að orðið hafi í Patna-
héraðinu. Flugmenn, sem liafa farið yfir
svæðið, segja að lík liggi í lirönnum í Muz-
affarpur, en þeir gátu hvergi lent, því að hér-
aðið var alt yfirflotið og sumsstaðar var vatn
tveggja metra djúpt á ökrunum.
Fimtíu brýr hrundu í landinu, og járn-
brautin til Austur-Indlands byltist um víða
livar. Vegir ónýttust og flestar samgöngur
teptust algerlega. Var búist við því, að ekki
mundi nást samband við hinn afskektustu
héruð fyr en eftir margar vikur.
1 Patna hrundu 13,000 hús. Sir John Sif-
ton, landsstjórinn í Behar, varð að flýja höll
sína, og um leið og hann kom út hrundi höllin
í rústir. Maharjainn af Benares komst nauðu-
lega út úr höll sinni í Allahabad, og þá lirundi
höllin.
Margar merkar byggingar hrundu eða
skemdust. Mysterið í Luchnow hrundi til
grunna, í Dehli hrundi ýmiss söguleg minnis-
merki og Taj Mahalmusterið í Agra skemdist
mjög mikið. ,
Flugmennirnir, sem flugu yfir jarð-
skjálftasvæðið, sögðu að ótal mörg þorp væri
gjörsamlega horfin. Víða hafði jöfðin
sprungið og stóðu vatnsgos upp úr sprung-
unum, en óvíða sást nokkur lifandi sála á ferli.
1 borginni Muzaffarpur hafa menn nú
komi^t að því, að jörðin hefir bókstaflega
gleypt mikinn hluta húsanna. Þegar vatnið,
sem gaus upp um jarðsprungur, og flæddi
yfir borgina, hafði sjatnað, kom það í ljós,
að heilar götur og borgarhverfi eru komin á
kaf í aur og aurinn nokkurra metra djúpur
ofan á rústunum.
Hin helga á Ganges er alt af full af lík-
um, sem í hana hefir verið fleygt. Fyrstu
dagana var kastað þúsundum líka í hana og
enn fleygja Hindúa-munkar daglega hundruð-
um líka í hana. —Lesb. Mbl.
HAPPDRÆTTI OG IIJATRÚ
Það er kunnara en frá þurfi að segja að
í sambandi við happdrætti ríkir meðal al-
mennings allskonar hjátrú og hindurvitni.
Hefir þýskur vísindamaður, sem víða liefir
ferðast, safnað saman ýmsu um þetta efni,
og meðal annars er þetta:
Ef menn vilja vita hvaða númer verður
á þeim happdrættismiða, sem fær stærsta
vinninginn, á að marka hring úti á víÖavangi,
taka hnefafylli sína af smásteinum og kasta
þeim upp í loftið. Svo telur maður þá steina,
sem lenda innan hringsins og bætir við þá
tölu mánaðardeginum þegar dregið er, og þar
með er happanúmerið fundið.
Sumsstaðar í Þýskalandi skrifa menn á
smámiða tölurnar frá 1 til 10 og dreifa mið-
unum í eitthvert myrkraskot, þar sem líklegt
er að köngulær vefi vef sinn. Þær tölur, sem
vefurinn svo snertir, eru tölumar á happa-
miðanum, en svo er vandinn sá, að setja þær
rétt saman.
Öruggara er það ráð talið að hafa sein-
asta dráttarlista nndir kodda sínum þá nótt,
sem tungl er í fylling. Þá á mann aÖ dreyma
einhverja tölu, og það verður númerið á
happamiðanum. Eitt ráðið er það að láta
nokkra menn nefna einhverja tölu frá 0—10
og bæta þar við aldri hinna aðspurðu. Á
þann hátt finst liið rétta númer.
En það var líka hægt að fá stærsta vinn-
inginn, þótt maður vissi ekki númerið á hon-
um fyrir fram. Bkki þurfti annað en láta
bam yngra en 7 ára, sérstakiega barn, sem
fætt var á sunnudegi, kaupa miÖa fyrir sig.
Föstudagar eru venjulega taldir óhappa-
dagar, en ef maður kaupir happdrættismiða
á föstudegi, þarf maður ekki að óttast það að
tapa.
Mjög víða er það trú manna, að ef börn
eru látin kaupa happdrættismiða og draga—
og þá sérstaklega niðursetningar og mun-
aðarleysingjar—þá muni þeir vinna sem bezt
sé að því komnir. Þess vegna er það alsiÖa,
að börn eru látin draga í happdrætti.
Víða er það trú manna, að þau númer,
sem enda á 7 sé happanúmer. Tölurnar 4 og 9
eru líka happatölur, en margir hafa ótrú á
5, 6 og 8. Þó er það sumsstaðar að 5 er talin
happatala.
Þegar menn liafa fengið happdrættis-
miða verÖur að fylgja ýmsum reglum til þess
að vera viss um að vinna. Seðillinn verÖur
að láta í umslag og smáblað með. Og utan á
umslagið á að skrifa 3 krossa. Svo má maður
alls ekki hugsa um happdrættið fyr en dregið
er. Víða er það álitið heillamerki að leggja
gamla skeifu ofan á happdrættismiða.
Daginn, þegar dráttur fer fram, er að
sjálfsögðu mjög þýðingarmikill og margar
eru þær reglur, sem hjátrúin hefir boðið
mönnum að fara þá eftir. Um morguninn
eiga menn að fara fyrst með hægra fótinn
fram úr rúminu. Við morgunverð eiga menn
að forðast það að glamra mjög með hníf eða
gaffli, því að annars er öll von um vinning úti.
Og helst eiga menn að forðast það að tala
um happdrættið.
Eins og að líkum lætur hafa margir notað
sér hjátrúna til þess að*auðga sjálfa sig. 1
stórborgum Evrópu og Ameríku er fjöldi
fólks, sem lifir á því að fremja galdur vfir.
happdrættismiðum. Og þrátt fyrir það að
þetta er bannað, og hjátrú rénar óðum með
aukinni mentun, hefir þetta fólk nóg að gera.
Og undarlegt er það, að sömu mennirnir
koma aftur og aftur til þess að láta galdra
happdrættismiða sína, þótt þeir verði fyrir
vonbrigðum við hvern einasta drátt. Fólkið
er nú einu sinni þannig gert, að það vill láta
fleka sig.—Lesb. Mbl.
FRÆGIR MENN OG MATARÆÐI
ÞEIRRA
Leonardo da Vinci lét sér nægja appel-
sínur og brauÖsneið til miðdegisverðar, enda
þótt þá væri siÖur að eta sem m-est og sem
flesta rétti í einu.
Rafael var einnig nægjusamur um mat.
Hann liélt því fram, að kjöt væri óholt fyrir
málara og þess vegna borðaði hann helst
þurkaða ávexti, svo sem fíkjur og rúsínur.
Tintoretto var ánægður ef hann fekk
pipraðan ost, steiktan í olíu.
Francis Bacon, stjórnmálamaður og
heimspekingur, sem Friedell segir um að—
“hann hafi ekki getað lifað án titla, konungs-
liylli, silfurborðbúnaðar og þjóna,” var mjög
hófsamur í mat. Og þegar hann hélt hinum
tignu vinum s'murn dýrindis veizlur, lét liann
sér nægja að bragða aðeins á smáréttum.
Þegar Van Dyck var í Englandi lærði
hann að meta enska þjóðarréttinn roast beef,
og tók hann síðan fram yfir allan annan mat.
Ilertoginn af Marlborough kunni líka að
meta gæði bautans. “Ef hermennimir eiga
að geta barist hraustlega, þá þurfa þeir að
fá bauta og öl,” sagði hann.
Hertoginn af Wellington sagði líka rúm-
um hundrað árum seinna að “án matar og öls
væri hetjan ekkert. ” Og hann liugsaði stöð-
ugt um það, að hermenn sínir gæti fengið
góðan og kröftugan mat.
Rembrandt gat dögum saman látið sér
nægja saltsíld, eina sneið af þurru brauði, og
krús af súru öli. Bn það kom líka fyrir, að
hann gleymdi því dögum saman að borða.
Rubens mátti ekki án salats vera. Hann
þóttist hafa uppgötvað það að maður yrði
súddur af því, gáfaður og taugasterkur.
Milton var mjög hófsamur í hvívetna.
Morgunverður hans var venjulega ein sneið
af brauði með osti og eitt glas af mjólk.
Burke sjtórnmólamaður vildi hafa bauta,
eins og landar hans, en hann vildi fá írskan
bjór með lionum, og sagði að á því sviði ætti
altaf að geta verið gott samkomulag milli
Englands og Irlands.
Oliver Goldsmith taldi kálfakjöts kássu
bezta rétt í heimi, og hann var sannfærður
um það, að ef allir gæti haft þann mat og
whisky á borðum, þá væri byltingar óhugs-
ándi.—Lesb. Mbl.
< <
PROFESSIONAL AND BUS NESS CARDS
• •
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON DR. J. STEFANSSON Dr. P. H. T. Thorlakson
216-220 Medical Arts Bldg. 216-220 Medical Arts Bldg. 205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts. Talsími 26 688 Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone 21 834—Office tímar 2-3 Stundar augna, eyrna, nef og
Heimili 214 WAVERLEY ST. kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Phonea 21 213—21 144
Phone 4 03 288 Res. 114 GRENFELL BLVD.
Winnipeg, Manitoba Heimili: 6 38 McMILLAX AVE Phone 62 200
Talsími 42 691
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Dr. S. J. Johannesson DR. L. A. SIGURDSON 729 SHERBROOKE ST. Phone 24 206
Viðtalstími 3—5 e. h.
Phone 21 834--Office tímar 4.30-6 Office tímar: 3-6 og 7.8 e. h.
Heimili: 6 ST. JAMES PLACE 532 SHERBURN St.-Sími 30 877 Heimili: 102 Home St.
Winnipeg, Manitoba Phone 72 409
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. fslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON fslcnzkir lögfrceöingar 325 MAIN ST. (4 öSru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsts þriðjudag í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag
William W. Kennedy, K.C., LL.B.
G. S. THORVALDSON E. G. Baldwinson, LL.B. Fred C. Kennedy, B.A., LL.B.
B.A., LL.B. Kenneth R. Kennedy, LL.B.
íslenzkur lögfrœðingur tslenzkur lögfrœöingur Kennedy, Kennedy &
Skrifst. 702 CONFEDERATION Kennedy
LIFE BUILDING Barristers, Solicitors, Etc.
Main St., gegnt City Hall 729 SHERBROOKE ST. Offices: 505 Union Trust Bldg.
Phone 97 024 Phone 93 126
WINNIPEG, CANADA
DltUGGISTS DENTISTS
WINNIPEG DRUG COMPANY, LTD. H. D. CAMPBELL Prescription Specialists Cor. PORTAOE AVE. and KENNEDY ST. Winnipeg, Man. Telephone 21 621 DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG
Take Your Prescription to BRATHWAITES LTD. PORTAGE & VAUGHAN Opp. “The Bay” Telephone 23 351 We Deliver Dr. A. B* Ingimundson Tar.nlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg
OPTOMETRISTS MASSEUR
Harry S. NOWLAN Optometrist 804 TORONTO GENERAL TRUSTS BLDG. Portage and Smith Phone 22133 Tel. 28 833 Res. 35 719 ( *yt* yVoiAS«*ð IfXAMINtoT 4 FITTIO 1 305 KENNEDY BLDG. (Opp. Eaton’s) G. W. MAGNUSSON , Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Símið og semjið unj samtalstima
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 662 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialíze in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS RLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé félks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 *o<>«ES 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving J. SMITH Guaranteed Shoe Repairing. First Class Leather and workmanship. Our prices always reasonable. Cor. TORONTO and SARGENT Phone 34 137
IIÓTEL 1 WINNIPEG
THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG “ Winnipeg’s Dovm Toien Hotel’’ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlons, Jinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðhiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágœtar máltiðir 40c—60c Free Parking for Ouests HOTEL CORONA 26 Rooms with Bath, Suites with Bath Hot and cotd water in every room Monthly and Weekly Rates Upon Request Cor. Main St. and Notre Dame Ave. East. J. F. Barrieau, Manager
THE WINDSOR HOTEL HOTEL ST. CHARLES
M c L A R E N HOTEL J. B. GRAY, Mgr. & Prop. In the Heart of Everything
Enjoy the Comforts of a First European Plan WINNIPEO
Class Hotel, at Reduced Rates. Rooms $1.00 and up Rooms from $1.00 Up
$1.00 per Day, Up Hot and cold running water Special Rates by Week or Month
Dining Room in Connection Parlor in connection. Excellent Meals from 30c up
197 GARRY ST. Phone 91 037
It Pays to Advertise in the “Lögberg”