Lögberg - 29.03.1934, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MAEZ 1934
5
Um skólamálið
Af því eg hefi nú séÖ tvær greinar
eftir herra J. J. Bíldfell, um ástand
Jóns Bjarnasonar skóla og framtíÖ-
arhorfur hans, þá ætla eg, sem þess-
ar linur skrifa, aÖ leiÖa ykkur, kæru
landar mínir, fyrir sjónir, hver þörf
er nú á hjálp, sem við með engu
móti megum undir koddann leggja,
ef við viljum koma fram sem sannir
fslendingar, og láta nú sjá að við
erum það, og láta nú ekki þá góðu
og þörfu stofnun, sem okkur er til
heiðurs, líða undir lok, bara fyrir
íhugunarleysi eða hugleysi.
“Margar hendur vinna létt verk,”
segir gamall málsháttur, sem auð-
vitað þýðir að því fleiri sem hend-
urnar eru við verkið, því léttara
verður það og í þessu tilfelli eru
hendurnar margar, sem að hjálpinni
geta unnið, og ætti nú að sýna sig
manndómur vor og virðingar til-
finning. Nú skulum við láta sann-
ast að við séum og viljum vera góð-
ir og nýtir íslendingar, með þvi að
styrkja þetta göfuga fyrirtæki, sem
nú hefir starfað í 20 ár, og þaðan
útskrifast mörg hundruð nemendur
af okkar eigin kynstofni, og mesti
f jöldi þeirra komist í ágætar stöður,
og eg verð að bæta því við, af eigin
reynd, að alt það fólk, sem þaðan
hefir komið, hefir áunnið sér hylli
og velþóknun með framkomu sinni.
Eg vil vona, að út af þessum skóla
eigi enn þá eftir að útskrifast mörg
hundruð af okkar þjóðstofni, með
því að við rækjum nú trúlega þetta
starf, sem hér liggur fyrir, sem er
að styrkja nú skólann. Það er oftast
nær ætlast til að húsbóndinn eða
húsráðandinn leggi fram alt það fé,
sem nauðsynjar krefja, en hér finst
mér að unga og ógifta fólkið ætti
að taka þátt í máli, ekki síður en
gifta fólkið, eða jafnvel fremur.
Eg gæti bezt trúað því, að hér yrðu
konurnar drýgstar, með sínar kær-
leiksríku tillögur, því þeirra vilji er
lögmál. Við, sem búum í borgum
og bæjum gætum einatt látið af
hendi rakna einn dollar, sem annars
færi fyrir lítið, eins og oft á sér
stað.
Eg veit vel að litið er um peninga
úti um land, en þar eru til vörur,
sem hægt er að koma í peninga. Til
dæmis ef bændur úti um land sendu
smjör, ull, rjóma, hveiti og fleira,
sem hægt er að koma í peninga. Eg
sé oft í blöðunum frá íslandi að
enn þá er heitið á Strandakirkju, og
finst mér að við hér ættum að heita
á Jóns Bjarnasonar skóla við ýms
tækifæri, t. d. góða uppskeru, góð-
an sauðburð og gott árferði o. fl.
Hvað sem nú þessu síðasta atriði
viðvíkur, þá getur það verið eins
og hverjum sýnist.
En nú skulum við sýna, eins og
oft áður, að við séum okkur sjálf-
um trúir, og reynum af fremsta
megni að halda við þeim stofnun-
um, sem einu sinni hafa komist á
fót, og verið oss til sæmdar. Eins
og hr. Bildfell tók fram, þá er ekki
farið fram á meira en einn dollar
frá hverjum, og það ætti að vera
hægt með góðum vilja—og viljann
efa eg ekki, kæru landar mínir.
G. J. P.
Þess skal getið, að upplýsingar í
þessu máli er að finna í tveimur rit-
gjörðum eftir J. J. Bíldfell, sem
birtust hér í íslenzku blöðunum 8.
og 15. þessa mánaðar.
Fransk-ítölsk nefnd situr á rök-
stólum til að rannsaka möguleikana
fyrir því að grafa jarðgöng fyrir
bílveg gegnum Montblanc. Það eru
Frakkar, sem leggja fram féð til
þessarar vegagerðar, ef úr verður.
< < [ t ' INNKOLLUNAR-MENN LÖGBERGS -
Amaranth, Man
Akra, N. Dakota
Árborg, Man
Árnes/Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota
Bellingham, Wash
Belmont, Man
Blaine, Wash
Bredenbury, Sask
Bfown, Man '..... J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakata....
Churchbridge, Sask
Cypress River, Man
Dafoe, Sask
Darwin, P.O., Man. .
Edinburg, N. Dakota...
Elfros, Sask . .. Goodmundson, Mrs. J. H.
Garðar, N. Dakota
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota....
Hayland, P.O., Man. ..
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota
Hnausa, Man
Húsavík, Man G. Sölvason
, Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask. ..... J. G. Stephanson '
Langruth, Man
Leslie, Sask...•
Lundar, Man
Markerville, Alta O. Sigurdson
Minneota, Minn
Mountain, N. Dakota..
Mozart, Shsk Jens Eliason
Oak Point, Man A. J. Skagfeld
Oakview, Man Bui Thorlacius
Otto, Man Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash.. ..
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash J. T. Middal i
Selkirk, Man W. Nordal
Siglunes, P.O., Man. .
Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
Swan River, Man
Tantallon, Sask........
Upham, N. Dakota
Vancouver, B.C
Víðir, Man
Vogar, Man
Westbourne, Man
Winnipeg Beach, Man..
Winnipegosis, Man
Wynyard, Sask.."
. + A ^ é . I I
Landplága
Greinarkorn með þessari yfir-
skrift er að finna i síðasta blaði
Heimskringlu, og er upptíningur úr
blaði að heiman, sem Dagur nefnist.
Öll er grein þessi árás á dýr eitt lítið
héðan að vestan, sem höfundur
nefnir loðrottu, á ensku “muskrat,"
en öllum íslendingum hér kunnt af
nafninu vatnsrotta. Lýsir höfund-
ur þar hinni margvíslegu bölvun,
sem hlotnast hafi af innflutningi
þessa dýrs til Mið-Evrópu landanna
og tekur að sér að standa á verði
og sporna við að slíkur ófögnuður
nái landtöku heima á íslandi. Hann
fagnar að vísu mikillega yfir því,
að hjálparlaust muni dýr þetta aldrei
til íslands komast, en er þó svo að
sjá sem hann óttist að það muni fá
einhvern styrk til þeirrar ferðar og
með því einu móti heim komist.
Þetta stingur nokkuð i stúf við
það, sem ýmsir hér vestra hafa um
þetta mál ritað. Eftir að hafa kynst
nokkuð lifnaðarháttum og lífsskil-
yrðum þessa dýr hér í landi, hafa
þeir ályktað að það mundi þrífast vel
á íslandi og verða til mikilla nota
fyrir iðnað þess lands. Álíta þeir að
heima séu öll skilyrði fyrir hendi,
sem tryggja myndi góða afkomu
þess. Af náttúrunnar hendi virðist
alt þar vel undirbúið fyrir komu
þess: tjarnir, kilar, rót og fergin
meðfram ám og vötnum og víðar.
Snjórinn og kuldinn nægilegur til
að mynda þykka loðnu á belgnum
með blæfögrum gljáhárum.
Ekki veit eg nokkur dæmi þess að
dýr þetta hafi gert skemdir á eignum
nokkurs manns hér í álfu. Svo, þeg-
ar höfundur áminstrar greinar segir
að loðrottur héðan að vestan hafi
reynst hinir voðalegustu meinvættir
í fiskivötnum i Evrópu, þá efast eg
ekki um að hann á hér við alt ann-
að loðdýr, sem sé oturinn, sem allir
vita að lifir á fiskiveiðum, en ekki
loðrottuna, sem aldrei á æfi sinni
hefir lagt fisk sér til ntunns, lifir á
jurtafæðu eingöngu. Eins mun
vera þegar hann talar um skemdir
á stíflum og flóðgörðum. Hann á
þar auðvitað við bifurinn eða bjór-
inn, sem kunnugt er að oft gerir
stórskemdir með því að stífla ár og
læki og hlaða flóðgarða og mynda
þannig stór vötn, þar sem áður var
engi og skógur. Þar sem höfundur
getur um skemdir á engjum og ökr-
um á hann líklega við kanínuna, sem
slíkar skemdir hefir mestar gert í
Ástraliu, en um loðrottuna er þar
ekki að tala. Hún gengur aldrei á
engi né akur nokkurs manns; lifir
eingöngu í vatni og í smá-búum,
sem hún byggir þar, og tekur alla
sína fæðu undir yfirborði vatns.
Nöfn og einkenni þessara dýra
hafa auðsjáanlega öll ruglast saman
í kollinum á greinarhöfundi, eða
hann hefir hent þetta á lofti eftir
einhvern óvandaðan frettasnata og
svo hlaupið með það út til almenn-
ings, án þess að grenslast nokkuð
eftir hvort sú frásögn sé sönn eða
ekki.
Geta má þess að greinarhöfundur
talar af miklu viti og þekkingu um
verðmæti skinnanna af þessum dýr-
um; því meiri sem kuldinn er, því
betri eru þau. Þetta mun að vísu
flestum kunnugt nema ef vera skyldi
stórbóndanum frá Bæheimi, sem
byrjaði þetta mikla rottubú þar fyr-
ir 3 árum siðan, með 4 loðrottu-
hjónum frá Kanada. Nú eru af-
komendur þessara hjóna, eftir 3 ár,
komnir út um alla Mið-Evrópu, svo
miljónum skiftir, segir höfundur.
Þær hafa þá haldið eðli sinu hvað
tímgunina snertir, þótt suðurförin
virðist hafa breytt þeim nokkuð að
öðru leyti: gert þær að fiskætum,
meðal annars.
Það er slæmt að blaðamenn skuli
ekki vera vandaðri að heimildum, en
þessi greinarhöfundur, eða ritstjóri
Dags, sem líklega er einn og hinn
sami Hér er um töluvert þýðing-
ar mikið mál að ræða, sem snertir
nýjan iðnað i landinu. Finst mér
það nokkuð ósanngjarnt að virða
einskis það, sem um þetta hefir ver-
ið skrifað af mönnum hér vestur
frá, sem hafa haft töluverða reynslu
ög þekkingu á málinu, en gleypa við
þessum þvætting sunnan úr Blæheimi
og bera svo slíkt fram sem hið eina
sanna og rétta í málinu.
Ef ritstjóri Dags eða nokkur ann-
ar maður á íslandi vill hafa fyrir
>vi að leita sannleikans í þessu efni,
?á er mjög auðvelt að veita sér það.
Skrifi sá sami til ráðgjafa akur-
yrkjumála þessa ríkis, eða hins sama
embættismanns í einhverju af fylkj-
unum (Minister of Agriculture), þá
mun hann geta fengið áreiðanlegar
og ábyggilegar skýrslur þessu við-
víkjandi.
Wpg., 24. marz, 1934.
Gamall veiðimaður.
Kaflar úr sögu
Eftir Birkirein
1 gegnum dalinn
Framh.
“Þau voru ekki lengi að hugsa
sig um,” sagði Elín.
“Hún kom í kaupavinnuna þang-
að í fyr'ra og þau voru trúlofuð um
haustið. Máske það fari nú eins
fyrir þér.”
“Mér! Hverjum ætti eg að trú-
lofast?” spurði Borghildur forviða.
“Nógir eru til,” sagði Elín og
hnepti reiðtreyjuna í snatri.
Borghildur gaf því ekki frekari
gaum, en týjaði sig til ferðar sem
hinir.
Þegar málaðar eru myndir helgra
manna, eru geislar settir um höfuð
óeim, er tákna skal göfgi þeirra og
ljóma þess.
Sé vel athugað, má segja að hver
einstaklingur leiði frá sér ljós eða
skugga. Hlutföllin fara eftir göfgi
eða göllum.
Árni Bjarnason var drykkfeldur
og laus í ástum, en hann var vel viti
borinn og hjartagóður, svo að eigi
mátti hann aumt sjá, án þess að leit-
ast við að likna því.
Hann hafði aldrei eignast heimili,
né annað verðmætara en góðan
reiðhest; samt vildu ráðsettir menn
elja hann í hópi góðkunningja sinna,
jafnvel vina.
Þeir höfðu skemtun af tali hans
og góð not af störfum hans, og létu
þvi eigi á sig fá, þó ljóður væri á
ráði hans.
En á bak við hann talaði heimur-
inn um drykkjuhneigð hans og ást-
ir, taldi upp stúlkur hans, með réttu
og röngu og reyndi með ýmsu móti
að koma reikningsfærslu á syndir
hans.
En alt kom fyrir ekki. Vinstúlk-
ur hans voru á nálum út af honum,
og það nú þó hann væri kominn
yfir fertugt.
Hann hafði aldrei kvænst, en oft-
ast verið talinn trúlofaður, síðan
hann var um tvítugt.
Nú voru honum eignaðar tvær
stúlkur í-----sveit.
Elín í Nesi var önnur þeirra.
Elín var yngri systir hreppstjórans
á Hamri og húsfreyjunnar í Nesi.
Hún var tuttugu og sjö ára göm-
ul, geðþekk í sjón og dagfari. Ekki
eins mikill höfðingi í sjón né að at-
gerfi og eldri systkinin, en með
nægilegt af göfgi í svip og fasi, til
þess að ætla mætti að kynslóðirnar
á undan henni, hefðu birt meira af
ljósi en skuggum.
Elín unni Árna. Það voru taug-
arnar, sem teygðu hana til Breiða-
dals þenna áminsta sunnudag.
Árni var alt af lausamaður að
minsta kosti, nú um mörg ár.
Hann hafði talið sig til heimilis í
Nesi um síðustu tvö árin og lagt sig
eftir því að ná ástum Elínar.
Nú var kominn upp sá kvittur, að
hann myndi vera í samskonar vin-
áttu við aðra stúlku norður í sveit.
Hann hafði flutt sig búferlum á
bæinn, sem hún var á um vorið.
Það var ekki langt frá Breiðavaði.
Húsfreyjan á Breiðavaði var náið
skyldmenni Elínar. Elín þurfti ekki
að vera fast bundin við erfiðisstörf.
Hún var ekki hraust, og í seinni tið
hafði vanheilsa hennar aukist.
Það var hressatidi að koma í út-
reiðartúr og heimsókn. Svo gat skeð
að frænka hennar a Breiðavaði hefði
eitthvað heyrt um Árna og þessa
nýjustu vinkonu hans. Hún máske
segði henni að þetta væri alt vit-
leysa með Árna og þessa stúlku.
Guðrún, húsfreyja í Nesi, hafði
sagt systur sinni, að hún skyldi
reyna að “slá þessu frá sér.” Það
Beai Ln llluid
CLEANLINES5 OF PLANT AND PRODUCT
Drewry’S
Standard [ager
ESTABLISHED IÖ77 PHONE 57 2QI
I
væri ekki mikill slagur í honum.
Elin virtist ekki eiga eins hægt
með að “slá þessu frá sér,” og æski-
legt hefði verið.
Það reis líka alt í einu upp í marg-
faldri mynd í huga hennar, að Þórð-
urvbóndi í Nesi hafði ekki þótt neinn
stórfiskur, þegar þau Guðrún byrj-
uðu samleiðina. En hún átti hann
samt.
En Elín var engin uppreistar-
manneskja. Hún átti gott skjól hjá
Þórði og Guðrúnu og var vel til
þeirra, svo hún deildi ekki um Árna
við hana, né neitt annað.
Guðrún sló sannleikanum fram
við systur sína, af þvi hún gat á
engan annan veg hjálpað henni, og
hún óttaðist að söknuðurinn væri
að gera aðsúg að óstyrkri heilsu
hennar.
Elín hafði aldrei verið hraust, og
elnaði lasleikinn mikið, éftir að Árni
flutti frá Nesi, og við hverja frá-
sögu, sem hún heyrði um hina stúlk-
una og Árna.
Það voíu því Guðrúnar ráð, að
hún færi að hitta frænku þeirra á
Breiðavaði. Elínu gæti orðið hug-
arléttir að því, að lyfta sér upp.
Elín bar harm sinn í hljóði. Það
var til einskis að kvarta.
En þetta voru drættirnir er drógu
þær Borghildi norður með firði, eft-
ir messuna, þegar hitt samferða-
fólkið fór aðrar leiðir—heim.
Framh.
A “BROAR” FUNDI t SELKIRK
Þeir litu varla virðuglegri sjón,
I Vestur-Selkirk bæ, á liðnum árum,
En séra Rögnvald, Ásmund, Árna,
Jón,
Og okkur Palla, báða gengna’ úr
hárum.
Það vantar aðeins Arinbjörn í
flokkinn,
Þá yrði, svei mér, hægt að skaka
strokkinn.
Lúðvík Kristjánsson.
Guðmundur Arnason
Á sunnudagsmorgunn þú vaknaðir
vel,
verkirnir allir burt horfnir.
Ó, heilagi dagur, með himinbjart
hvel,
svo harmarnir út voru bornir.
og fjörið þitt komið og framgjarna
lundin,
hve fögur og dýrðleg er árdegis-
stundin.
Við heyrum og sjáum, en skiljum þó
skakt,
því skýin á milli okkar standa,
ög hugurinn stendur í heiminum vakt
og horfir til isþaktra landa,
en þýðasta ströndin með blómin á
barmi
og blíðasta lognið, því veldur oss
harmi.
Þó augað sé hverfult, má sálin þó sjá
og siðastur verður hinn fyrsti
þvt leiðina ratar og sigrar alt sá,
er sjónaukann finnur í Kristi,
og birtuna aldrei að eilífu skyggir,
þá andinn á meistarans grundvelli
byggir.
Hann sagði. það. Lára mín, segðu
mér frá,
hvort syrgir nú hugur þinn mæddur ?
Vor algóði faðir ef ekkjunum hjá,
og ekki er eg kvíðandi og hræddur.
Sannfærður var hann um sólfíkar
strendur,
sannfærður líka um kærleikans
hendur.
Fr. G.
Hann: Mikill ágætis matur er
þetta. Hvað kemur til. Áttu von á
nokkrum til að borða?
Hún: Nei, en eg hugsa að elda-
konan eigi það.
The
A N G U
SCHOOL of COMMERCE
4TH FLOOR, NEW TELEPHONE BLDG|
Cor. Portage Ave. and Main St.
WINNIPEG, MANITOBA
Phone 9-5678
EASTER TERM COMMENCES
MONDAY, APRIL 2nd
A Better Environment Attracts
Better Studcnts . . .
A modern College of Commerce in a modern office
building, equipped and staffed to effectively train well-
educated young men and young women of the right
business type for business careers.
ENROLMENT DEFINITELY LIMITED
TO 100 STUDENTS
Enroll at Any Time
Day School, 815 Half Days, $10 Night School, $5