Lögberg - 05.04.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.04.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 5. APRIL 1934 7 ŒFIMINNING Sveinn (Swan) Johnson Látinn Sveinn var sonur Jóns Sveinssonar Benediktssonar prests að KálfafellsstaÖ í Skaftafellssýslu. Var Jón albróÖir Bene- dikts sýslumanns á HéSinshöfSa. Móðir Sveins, en fyrri kona fööur hans, var Helga Grínjsdóttir pósts frá Fjalli í Sæmundar- hlíð. Er sú ætt upprunnin í Húnavatns- og Skagaf jarðarsýsl- um. Helga þessi var systir Margrétar konu Magnúsar Jóns- sonar frá Fjalli. Sveinn fæddist að Hafsteinsstöðum í SkagafirSi þann 14. marz, árið 1861. Á æskuskeiSi fluttist hann í fóstur til Friðriks Jónssonar er þá bjó að Kimbastöðum í Borgarsveit. Var Frið- rik sá bróðir Einars á Sauðá, er allir eldri Skagfirðingar munu kannast við. Þegar pilturinn var 11 eða 12 ára flutti hann með fósturforeldrunum að Brúnastöðum i Fljótum og dvaldi þar unz hann hvarf til föður sins, er þá átti heimili í Mjóafirði. Góðrar aðhlynningar mun hann hafa notið í uppeldinu, enda mintist hann fóstra síns og fóstru æfinlega með ást og virðingu Gerði hann sér ferð heim til ættlandsins árið 1914, til að heim- sækja þau, og oft mun hann hafa sent þeim glaðning nokkura er þau gerðust öldruð og f járvana. Sveinn mun hafa vérið yfir tvítugt er hann fór austur til föður síns og gerðist sjómaður á útvegi hans í Mjóafirðinum. Fáum árum seinna slóst hann í ferð með norskum sjómönnum og hvarf til Noregs. Stundaði hann þá sjó við Noreg um nokk- ur ár, en fluttist seinna vestur um haf. Lenti hann þá á stórbúi því er “Grandy Farm” nefndist og vann þar sveitarvinnu í tvö ár. Til íslenzku nýlendunnar í Norður Dakota kom hann skömmu fyrir aldamótin og réðist til bús með ekkju þeirri, er Ragnhildur heitir Johnson. Voru ]?á börn hennar sum í æsku, og aðstoðaði Sveinn hana við uppeldi þeirra. Þau eignuðust eina dóttur saman er Olavia hét. Hún andaðist i spönsku veik- inni árið '1918. Harmaði Sveinn hana mjög, þótt lítið bæri á, því hún var efnileg stúlka. Skömmu seinna seldi hann lönd sín og bústofn. Var hann þá upi stund á lausum kili ýmist í Canada eða Norður Dakota. Árið 1923 flutti hann hingað vestur á Ströndina og giftist ári síðar Mrs. Þorbjörgu Berg úr Mjóafirði í Suður-Múlasýslu. Reistu þau bú nálægt Everson í Washingtonríki, en er heilsa hans var að þrotum komin fluttu þau aftur til Blaine. Stundaði konan hann með hinni mestu alúð í meir en tvö ár, en er veikin tók að magnast, varð að flytja hann á sjúkrahús nálægt Belling- ham borg og þar andaðist hann á jóladaginn síðsta. Hann var jarðsunginn frá íslenzku lútersku kirkjunni í Blaine þann 30. des. af Séra V. J. Eylands. Enginn hávaðamaður var Sveinn og lét sér félagsmál manna lengst af litlu skifta, samt var hann hinn þarfasti þegn. Hann var hygginn og ötull búmaður meðan heilsunnar naut við. Vakti það talsverða undrun hjá ýmsum hversu miklu jafn smávaxinn maður fékk áorkað. Meðal nágranna sinna var hann einkar vinsæll, enda greið- vikinn og velviljaður. Atti hann vini marga, en óvini enga, og var þó þessi frændi minn talsvert íastur á sinni skoðun og lét ekki auðveldlega hlut sinn fyrir öðrum. Yfirleitt virtist hann máske nokkuð hrjúfur svona á yfirborðinu, en átti sér þó sam- líðunarsamt og viðkvæmt hjarta, er lýsti sér hvað helst í góðri meðferð á málleysingjum og hjálpfýsi til þeirra er minni máttar eru. Það er eitt aí öfughneigðum aldarfarsins að saka einstakl- inginn fremur en heildina um allskyns misgáning. Eðlið er þó arfgengt og lífsskólinn slikur sem kringumstæðurnar skapa. Hversu sá skóli muni hafa reynsf unglingnum, sem á þroska- skeiöi yfirgefur heimiHÖ og ræðst til sjávar með útlendum sjómönnum, geta greindir menn getið sér. En það þarf þrek og staðfestu til að breyta rótgrónum lífsvenjum, en það gerði Sveinn, er allan síðari hluta æfinnar var stakasti reglumaður. Mjög ábyggilegur reyndist hann jafnan í öllum viðskiftum og töldu margir orð hans betri en skrifaðar skuldbindingar frá ýmsum öðrum. Hann hvarf að jólum til jólavistar í betri veröld. Margir munu minnast hans eirts og læknirinn, er stundaði hann í bana- legunni: “He was a fine man.” Auk eiginkonu og stjúpdóttur, Miss Alice Berg, eftirskilur hann f jögur hálfsystkini: Kristján og Brynjólf Sveinssyni að Árborg, Man., Mrs. Sigurlaugu Vincente, Sask. og Mrs. Sig- urðsson að Baldur, Man. Ekkjan kveður ástvin sinn með þessu stefi: F'ar þú í friði, friður guðs þig blessi; hafðu þökk fyrir alt og alt; gekst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551. Bylting á Parísargötum Eftir Knut Hamsun. hU H. E. Johnson. Það leið að kveldi. Nú hrópuðu stúdentarnir: —Hrækjum á Lozé! Lozé var lögreglustjórinn. Og nú skipuðu menn sér í gríðar mikla fylkingu, sem fara átti í heimsókn til lögreglustjórans, og “hrækja” á Lozé. Fylkingin hélt af stað. En þær þúsundir manna, sem eftir urðú, héldu spellvirkjunum áfram. En svo, þegar út leit fyrir, að ekki yrði öllu meira á að glápa þenn- an dag, hélt eg aftur til matsölu- hússins og borðaði og komst svo loks aftur heim til mín, eftir að hafa tekið á mig langan, langan krók. . . En dagarnir liðu og upphlaupin héldu áfram. Strax og maður koni út úr herberginu sínu og niður á götuna, sá maður og heyrði óvænta hluti. Eitt kvöldið ætlaði eg, sem oftar, að fara til matsöluhússins míns og fá mér að borða. Það rigndi dálítið, svo að eg tók regn- hlíf með mér. Miðja vega var eg stöðvaður af flokki manna, sem var að bisa við að brjóta niður grindur, sem settar höfðu verið til bniða- byrgða við götuna, til þess að fólk, sem um gengi, dytti ekki niður í gryfju, sem var þarna. Grindurn- ar voru gerðar af borðum og bjálk- um. Eg var nú fastlega kvaddur til þess að hjálpa til að brjóta grindurn- ar, eg leit út fyrir að vera rammur að afli og geta orðið hér að liði. Eg vissi, að ekki stoðaði að skorast undan, og sagði, að það væri mér hin mesta ánægja að geta hjálpað þeim. Svo fórum við að rykkja í grindurnar. Ekkert gekk. Við vor- um víst um fimtiu saman, en urðum ekki samtaka og unnum ekki á grind- unum. Þá fór eg að kyrja norskan grjótnámusöng. Það dugði. Brátt tók að braka í bjálkunum og eklci leið á löngu þangað til grindurnar fóru um koll. Þá grenjuðum við húrra! Nú ætlaði eg að halda áfram til matsöluhússins. Þá kemur tötra- legur maður aðvífandi og tekur orðalaust regnhlífina mína, sem eg hafði lagt frá mér, og labbar burtu með hana, sagði, að það væri sín regnhlíf. Eg tók félaga mína við grindurnar til vitnis um það, að eg hefði haft þessa regnhlíf með mér, þegar eg kom til þeirra. —Rétt er það, sagði maðurinn. En hvernig er það, er eklci bylting? Þá slumaði í vitnunum og þau létu, eins og maðurinn hefði á réttu að standa. En það vildi eg samt ekki láta mér lynda, eg tók regnhlífina af manninum með valdi, og þegar það gekk ekki með meiri lempni en svo, að við veltumst báðir flatir á göt- unni, þá kallaði maðurinn á hjálp. Félagarnir komu nú aftur til sög- unnar, og þegar maðurinn fór að kvarta yfir því, að eg hefði ráðist á sig, svaraði eg: —Rétt er nú það, en er ekki líka bylting ? Og svo tók eg regnhlífina og fór mína leið . . . Þegar eg hafði lokið dagsverki, gekk eg oft á kvöldin, til þess að athuga uppþotin, svona í hæfilegri fjarlægð. Það var æði dimt á göt- unum, því nær allar götuluktirnar j voru brotnar, og lítil götulýsing, önnur en birtan, sem lagði úr búð- argluggunum, en gluggaljó^in þorðu kaupmennirnir ekki að slökkva af ótta við, að búðirnar yrðu rændar. Lögreglumenn komu ríðandi eftir eangstéttunum, stóru hestarnir þeirra litu út eins og forynjur í ó- edöggri birtunni, hófar glömruðu við asfaltið og hrynur óaldarflpkkanna kváðu við í hliðargötunum. Nú höfðu stúdentar—þegar þeir sáu, hvernig ólætin mögnuðust — gefið út yfirlýsingu um það, að þeir vísuðu frá sér allri ábyrgð á eyði- ’.egging þeirri og hryðjuverkum, sem orðið höfðu. Nú voru það ekki lengur stúdentarnir, sem mótmæltu háttalagi lögreglunnar á dansleikn- um í Rauðu myllnunni, heldur skrill Parísarborgar, og stúdentar skoruðu á hvern og einn að hætta. Ávarp þetta var gefið út í mörgum eintök- um og fest upp á trén á boulevard- anum. En skynsamleg orð ávarpsins höfðu vitanlega ekki minstu áhrif f ramar. Múgurinn vildi ná sér niðri á lögreglúnni. Menn héldu áfram að fara í stórum fylkingum til lög^ reglustjórans og “hrækja” á hann; menn grýttu lögregluna og skutu á hana, hvar sem færi gafst, og kvöld eitt, þegar lögregluþjónn nokkur ætlaði yfir eina Seinubrúna i erind- uin sínum, réðist flokkur manna á hann og kastaði honum í ána. Hann rak upp daginn eftir, langt fyrir neðan Frúarkirkju, og var fluttur inn í líkhúsið. r>y Kvöld eitt varð atburður á St. Michel-boulevardanum, sem vakti enn meiri athygli. Lögregluþjónn hafði vilst einn síns liðs inn í mann- þröngina á gangstéttinni. Þá dreg- ur maður nokkur upp hjá sér langa einvígis-skammbyssu og skýtur lög- regluþjóninn formálalaust. Lög- regluliðið kom strax á vettvang, er það heyrði skotið, og hér var spurt og svarað i skyndingu og nokkrir menn handteknir. En sökudólgur- inn fanst hvergi. Þegar morðinginn var búinn að hleypa skotinu úr skammbyssunni, hopaði hann sem hraðast nokkur skref aftur á bak og mannhringurinn laukst saman yfir slóð hans og hann hvarf ger- samlega. En þetta var riddari af heiðursfylkingunni, það sáu þeir, sem næstir stóðu. Og það leit út fyrir, að þeir vissu líka, hver þetta var, þótt þeir vildi ekki framselja hann — nafnkunnur maður i allri Parísarborg, öllu Frakklandi, og auk heldur víða um lönd—maðufinn hefir því á þessu kvöldi viljað fremja manndráp'. Morðhvöt og byltingahugur Frakklands vaknaði í honum og braust út í ljósum loga . . . Kvöld eitt var eg settur í það, að mölva upp asfalt. Eg kom labbandi í hægðum minum eftir götu og sá, að hópur manna var þarna eitthvað að sýsla. Þegar eg var kominn nógu nærri, var kallað á mig, mér var fenginn haki og skipað til starfa. Flokkur af þjóðvarnarliðinu stóð á verði skamt frá, og átti að banna umferð um götuna, og að þvi er mér skildist, var það ætlunin að nota asfaltmolana til þess að grýta liðs- flokkinn niður og brjótast inn í þessa lokuðu götu. Þetta var sví- virðilegasti þrældómur, sem eg lenti þarna í, og eg sársá eftir því að hafa ekki heldur farið aðra leið. En nú var ekkert undanfæri með það, eg varð að mölva upp asfalt. Og eg var svo sem ekki einn, hér voru margir hakar á lofti og tók hver maður við af öðrum. Þarna stóð % skríllinn og var hinn gleiðasti og spjallaði um það, hvernig nú myndi tara fyrir þjóðvarnarliðinu: Æ, liað myndi fara illa fyrir liðinu, það myndi ekki standa margir uppi af liðinu! Þá heyrum við alt í einu að skip- að er: —-Áfram með byssustingina! Og þarna kom sveitin beint á móti okkur. Þá fleygðum við hökunum bleyði- mannlega frá okkur og tókum til fótanna. Hamingjan góða, hvað við hlupum! Við létum óvinunum eftir öll okkar skeyti, alt okkar á- gæta asfalt, og flýðum. Nú kom mér það heldur en ekki að liði, að eg var háfættur og kunni að neyta fótanna eins vel og nokkur héri, og ef eg á að segja sjálfur frá, þá hefi eg ekki enn séð þann mann, sem kunni jafn ágætlega að flýja og eg. Eg minnist þess enn, að eg hljóp á dálítinn Fransmann, svo hann þveittist á vegg með þeim afleiðing- um að hann veltist um og það korr- aði í honum. Auðvitað var eg einna fremstur á flóttanum, og loks þeg- ar þeir fremstu námu staðar, þá notaði eg mér þann glundroða, sem orðinn var á liðinu, og laumaðist burtu frá þessari asfaltþrælkun. Og þangað kom eg aldrei aftur. Eftir hálfan mánuð fóru ólætin á götunum að réna, og eftir þrjár vikur voru Parísarbúar orðnir jafn löghlýðnir og áður. En skemdirnar á götunum báru lengi síðan vott um eyðileggingarnar í síðustu frönsku st j ór narbyltingunni.—Dvöl. Enskur brugghúseigandi, Sir Wil- liam Dupree hefir stofnað sjóð með 10,000 sterlingspundum, sem verja á til þess að halda opinber skákmót fyrir ungt fólk og efla áhuga þess fyrir skák. Sir William var bláfá- tækur í uppvextinum, en er nú milj- ónamæringur og segist eiga allan viðgang sinn j lífinu skákinni að þakka. ------- Kennarinn: “Því mennirnir verða að vinna og konurnar að gráta.” Hver er meiningin i þessum orðum, Tommi ? —Það er meiningin, að mennirn- ir verða að vinna til að eignast pen- inga og kvenfólkið að gráta til þess að fá þá hjá þeim. GEFINS Blóma og matjurta fræ UTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœið er nákvæmlega rannsalcað og ábyrgst að öllu leyti. TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver garaall kaupandi, sem borgar blaBið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar, 1935, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2, og 3. (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur nr. 1. 2. og 3 og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1. 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Aliir pakkar sendir móttakanda að’ koslnaðarlausu. NO. 1—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets PARSNIP, Early Short Round (Large Packet). RADISH, l'rench Breakfast (Large Packet). TURNIP, Purple Top Strap Leaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. CURNIP, Swede Canadian Gem (Large Packet). ONION, White Pickling (Large Packet). BEETS, Half Long Blood (Large Packet) CABBAGE, Emkhuizen (Large Packet) C A R R O T, Chantenay Half Long (Large Packet). ONION, Yellow Globe Danvers, (Large Packet). LETTUCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 25 feet of row. NO. 2.—ANNUAL FLOWER COLLECTION Large Size Packets ASTERS, Queen of the Market. BACHELOR S BUTTON, Fine Mixed. COSMOS, New Early Crowned. CLIMBERS, Fine Mixed. EVERLASTINGS, Fine Mixed. CALIFORNIA POPPY, Fine Mixed. MIGNONETTE, Fine Mixed. MATHIOLA, Evening Scented. Stock. POPPY, Shirley Mixed. PETUNIIA, Choice Hybrids. SURPRISE FLOWER GARDEN. SNAPDRAGONS, New Giant Flowered. SPENCER SWEET PEAS — Mixed. NO. 3—SPENCER SWEET PEA COLLECTION 6 — Big Packets — 6 Here are six splcndid Spencer Sweet Peas that will hold their own either in the garden or on the show bench. Conceded by experts to be six of the best in their respective color class. DEEP PINK, Pinkie — SALMON, Barbzara — CRIMSON Crim- son King — LAVENDER, Austen Frederick Improved—BLUE, Heavenly Blue — MAROON, Warrior. NO. 4 — WINTER VEGETABLE COLLECTION BEETS, Detroit Dark Red (Ounce). The best round red Beet. Ounce will sow 100 fet of drill. CABBAGE, Danish Ball Head (Large Packet). This packet will grow 1,000 lbs. of as good cabbage as you ever tasted. CABBAGE, Red Rock Pickiing (Large Packet). This packet will easily produce over 300 heads. CARROT, Chantenay Half Long (Ounce). Ounce will sow 250 feet of drill. PUMPKIN, Sweet or Sugar (Large Packet). Packet will sow 10 to 15 hills. ONION, Yellow Globe Danvers (Large Packet). Will sow 25 to 30 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey (Ounce). Ounce enough for 250 feet of drill. SQUASH, Imported True Hubbard (Large Packet). Sufficient seed for 12 to 20 hills. VEGETABLE MARROW, Long White Vining (Large Packet). Packet will sow 20 to 25 hills. TURNIP, Purple Top Swede (Ounce). Will sow 300 feet of row. Sendið áskriftargjöld yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $.......sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos. : Nafn Heimilisfang Fylki .......

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.