Lögberg - 17.05.1934, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAI, 1934
5
Guðmundur Friðjóns-
son heiðraður
ÞaÖ væri hreinn og beinn óþarfi
að fara að gera nokkra grein fyrir
því hver Guðmundur Friðjónsson
er. Allir, sem íslenzku lesa, og hafa
lesið síðustu fjörutíu árin, þekkja
skáldið á Sandi. Það munu nú
vera um f jörutíu ár síðan hann fyrst
fór að láta frá sér fara ljóð og sög-
ur og ritgerðir um ýms efni. Hann
varð þá strax þjóðkunnur maður
og hefir verið það alt af síðan.
Flestir íslendingar, austan hafs og
vestan, lásu það sem hann skrifaði,
og þeir sem áttu þess kost, lögðu
eyrun við það sem hann sagði. Þeir
hafa alt af gert það og gera það
enn.
Eldra fólkið mun minnast þess,
að það sem G. F. ritaði fékk fyrst í
stað æði misjafna dóma, en þó miklu
meira af lasti en lofi. En það var
ekki nema eins og við mátti búast.
Hann sagði margt, sem var nýstár-
legt fyrir flesta, og hann sagði alt
eitthvað töluvert öðruvísi heldur en
aðrir. Hann fór sínar eigin leiðir,
sem hann bjó sér til sjálfur, og ber-
sögli hans þótti þá meiri en góðu
hófi gegndi.
En það leið ekki á mjög löngu
þangað til álit manna á ritum G. F.
fór að breytast og þar með J>að, sem
sagt var og skrifað um þau. Hann
fór fljótlega að fá miklu meira af
lofi og aðdáun, heldur en hinu. Fyr-
ir þessu eru tvær auðskildar ástæð-
ur. Fyrst sú, að G. F. þroskaðist,
lét sér stöðugt fara fram, og hin sú
að fólkið lærði smátt og smátt að
skilja hann og meta. Nú dettur ekki
nokkrum manni í hug að neita þvi,
að G. F. sé einn méð helstu skáldum
þjóðarinnar og flestir munu hafa
nægilega mikið af sanngirni til að
meta og þakka það, sem bóndinn á
Sandi hefir lagt til íslenzkra bók-
menta, og þá ekki síst hve prýðilega
hann hefir farið og fer jafnan tneð
móðurmálið.
Það er ekki ætlun min að skrifa
ritgerð um Guðmund Friðjónsson,
eða það, sem hann hefir lagt til is-
lenzkra bókmenta. En mér dettur
i hug að segja Yestur-íslendingum
frá heiðurssamsæti, sem honum var
haldið hinn 12. apríl í vor, eða öllu
heldur að segja frá því, að þann dag
var honum haldið heiðurssamsæti,
því það er aðalatriðið. G. F. verður
hálfsjötugur á þessu ári, þó ekki að
vísu fyr en síðar á árinu. En hann
var nú staddur í höfuðstaðnum, og
'vildu vinir hans hér taka tækifærið
og sýna honum vott vináttu sinnar
og virðingar, þvi ólíklegt þótti að
hann nntndi verða hér á sjálfan af-
mælisdaginn.
Samsæti það, sem hér er um að
ræða, var haldið í einum af hinum
prýðilegu samkvæmissölum Reykja-
víkur, i Oddfellow húsinu. Var það
allfjölment og munu veizlugestirnir
hafa verið 80—100, eg veit ekki ná-
kvæmlega tölu þeirra. Samkvæmið
var hið ánægjulegasta, máltiðin góð
og drykkjarföngin líklega líka fyrir
þá, sem kunnu með þau að fara.
Hljóðfærasveitin skemti með hljóm-
list sinni og fólkið var glaðlegt og
frjálsmannlegt og vinsamlegt. Dr.
Guðm. Finnbogason var veizlustjóri,
sagði tilefni samsætisins og bauð
gestina velkomna. Næst flutti Dr.
Guðbrandur Jónsson aðalræðuna,
fyrir minni heiðursgestsins, prýði-
lega vandað og vel samið erindi og
vel flutt. Dr. Guðm. Finnbogason
mælti fyrir minni konu skáldsins og
barna þeirra hjóna. Las einnig all-
mörg samfagnaðarskeyti, sem G. F.
bárust þetta kveld, sum í ljóðum og
önnur í óbundnu máli. Eirmig las
hann skeyti, sem samsætisgestirnir
sendu fjölskyldunni á Sandi.
Kjartan Ólafsson skemti með því
að kveða nokrar vísur eftir G. F. og
þótti fólki það góð og þjóðleg
skemtun. Nokkrir fleiri en þeir,
sem þegar eru taldir, tóku til máls,
og kann eg þar að nefna sr. Knút
Arngrímsson, sem flutti skáldinu
all-langt og vel samið erindi. Þarna
voru tveir af skólabræðrum G. F.
frá Möðruvöllum, laust eftir 1890,
þeir Garðar Gíslason í Reykjavík og
Finnur Johnson frá Winnipeg.
Fluttu þeir báðir stuttar tölur í þessu
samsæti og gaf hinn fyrnefndi G. F.
gullhring, mikinn forlátagrip, nokk-
urs konar bragarlaun frá hans hendi,
og rétti honum hann yfir borðið,
eins og Aðalsteinn konungur skáld-
inu á Borg í veizlunni eftir orustuna
á Vínheiði. En ekki rétti hann hon-
um samt hringinn á spjótsoddi, eins
og Aðalsteinn, enda eru nú siðirnir
breyttir frá því sem þá var. Þeir
breytast á skemri tíma en tíu öldum.
Skáldskapurinn breytist líka og
Guðmundur yrkir öðruvísi en Egill,
en ljóð Eigils eru enn lesin og dáð,
eftir þúsund ár, og svo mun einnig
fara um ljóð Guðmundar Friðjóns-
sonar.
í samsæti þessu má með sanni
segja um Guðmund Friðjónsson, að
hann var “glaður og reifur’’ og hinn
skemtilegasti. Hjá honum stendur
ekki á greiðum svörum. Tók hanii
nokkrum sinnum til máls og skorti
þar ekki mælsku og orðgnótt. Mað-
ur verður þess ekki var, að hjá hon-
um sé um nokkra afturför að ræða,
hvað andans atgerfi snertir, en heilsa
hans mun ekki hafa verið vel sterk
síðustu árin, og ber hann þess nokk-
ur merki, að hann er farinn að eld-
ast og slitna, þó hann sé að vísu
ekki enn gamall maður. Það er ekki
nema rétt sennilegt að G. F. verði
hér eftir eitthvað ónýtari við hey-
skapinn á Sandi og f járhirðinguna
og túnræktina og önnur verk, sem
gera þarf á bóndabæ, heldur en áð-
ur, en á andans sviði má enn mikils
góðs af honum vænta. “Og ennþá
vér hins bezta frá þér vonum,” get-
ur maður vel sagt við Guðmund,
eins og Hannes sagði við Matthías.
Mér er vel kunnugt, að fjölda
margir Vestur-íslendingar hafa
lengi kunnað, og kunna enn, vel að
meta G. F. Hafa þeir meðal annars
sýnt það með því að bjóða honum,
tvisvar að minsta kosti, að heim-
sækja sig, þó hann hafi því miður
ekki getað þegið það. Víkur hann
að því í einu af kvæðum sínum, að
sér sé kunnugt, að vestan hafs eigi
hann töluvert mikil andleg ítök.
Hygg eg því að mörgum lesendum
Eögbergs sé ánægjuefni að lesa um
samsæti það, sem hér hefir stutt-
lega verið sagt frá, því það var
haldið rithöfundinum og skáldinu
Guðmundi Friðjónssyni á Sandi til
verðugs heiðurs og það yar í alla
staði hið ánægjulegasta.
F. J.
Systkinamyndir
iii.
EGILL FAFNIS.
Skýríng:—Þessi mynd var teikn-
uð þegar séra Fáfnis var að byrja á
guðfræðisnámi; þess vegna finnast
nokkur orðatiltæki, sem öðruvísi
væru ef myndin hefði ekki verið
teiknuð fyr en nú.
“Ilvað heitir hann, þessi nýi guð-
fræðisnemi?” spurði gamall tslend-
ingur mig nýlega.
“Hann heitir Egill Fáfnis,’’ svar-
aði eg.
“Það er þó ómögulegt!” sagði
gamli landinn: “Fáfnis; var það
ekki orm-f jandinn, sem lá á gullinu
og öll bölvunin stafaði af ? Eg er
nú reyndar farinn að eldast og orð-
inn ryðgaður í gömlu guðfræðinni
—Eddunum; en ef mig mirtnir rétt,
þá var það nafnið á orminum. Mér
finst maðurinn hefði getað valið sér
eitthve/rt viðkunnanlegra nafn.”
“Hann heitir ekki “Fáfnir” heldur
“Fáfnis, eitthvað, sem heyrir til
Fáfni.” svaraði eg. “Þú hefir t. d.
heyrt talað um Fáfniseld, Fáfnis-
loga, Fáfnisglóð, o. s. frv.”
Og svo fórum við í bróðerni að
ryfja upp gömlu ritningarnar og
mundum þá eftir þvi að Fáínir var
vera, sem gætti ekki einungis gulls-
ins, heldur og hins gullna ljóma,
sem geislar sólarinnar skreyta með
skýin og skúradrögin. Fáfnis þýð-
ir því eitthvað, sem heyrir til Fáfnis;
en það verður annaðhvort gull eða
dýrð sólroðans.
Nafnið er þvi einkar fagurt að
þýðingunni til. Hitt er satt, að
manni finst það einkennilegt að
hugsa sér kristinn prest með eddu-
nafni. Eg man hversu skritið mér
þótti það, þegar eg heyrði að börnin
hans séra Adams Þorgrímssonar
hétu: Heimir, Hrund, Freyr, Sif,
Þór og Bragi. En einstaklega kann
eg vel við það, síðan eg vandist því.
Þar villist áreiðanlega enginn á
þjóðerni.
Egill Fáfnis þýðir, eins og eg
sagði áður, sama .sem Egill gull;—
að hann sé kvennagull þarf eg ekki
að taka fram; hér um bil allir efni-
legir og ungir námsmenn eru það á
öllum tímum, í öllum löndum, og
það jafnvel þótt ekki sé eins ræki-
lega og vel frá þeim gengið úr verk-
smiðju skaparans eins og hér á sér
stað.
Þegar hann kemur útskrifaður og
nýbakaður frá prestaskólanum í
Chicago, þá er eg sannfærður um
að hann getur sagt eins og stúdent-
inn í kvæðinu hans Hannesar Haf-
steins:
“Frá Höfn nú karlinn kominn er
og krækti sér í “láð”,
hörgull verður enginn á,
ef eg vil mér brúði fá.
Ef hendi mína aðeins ögn
eg út vil rétta í náð,
óðar lafir stelpa á hverjum fingri þá.
Ef í kvennafans eg kem í dans,
sem eg kann hálfilla þó,
má heyra hljóðskraf nóg:
“Hvað hann er sætur, ó!”
Og mæður brosa blítt
og benda títt,
ef á bekknum losnar sæti nýtt,
því þær kunna að meta kandídat
með “láði.”
Þetta var nú annars ekki það sem
eg ætlaði að skrifa, heldur var það
lýsing á Agli Fáfnis. En það er
vandaverk. Þegar einhverjum er
lýst, sem einkennilega kemur fyrir,
sem hefir einhverja kæki eða ein-
hvern geðbrest, þá má vef ja lýsing-
una í ýrnis konar umbúðir. En hér
er um ekkert slíkt að ræða. Egill
Fáfnis hefir engin þess konar ein-
kenni—eða ef hann hefir þau, þá
hefir honum tekist að leyna þeim
svo vel að þau hafa algerlega dulist
mér. í hitt hefi eg rekið augun, að
hann er einn hir.na gervilegustu og
stórvöxnustu manna vor á meðal—
reglulegur risi. Hann er bæði há-
vaxinn og þrekvaxinn; hann er glað-
legur og góðmannlegur í viðmóti og
þægilega skrafhreifinn.
Það er fleira en nafnið eitt, sem
minnir mann á goðafræði Norður-
landa í sambandi við þennan mann.
Allur bakverkur
horfinn
Konu í Saskatchewan batnaði
Dodd’s Kidney Pills.
af
Mrs. Woods hafði gengið
nýrnasjúkdóm í fleiri ár.
með
Vanguard, Sask., 17. maí (Einka-
skeyti.).
“Eg hafði lengi þjáðst af nýrna-
veiki,” skrifar Mr. Fred C. Woods,
héðan úr bænum. “Eg fékk engan
bata fyr en einn vinur minn ráðlagði
mér að reyna Dood’s Kidney Pills.
Það gerði eg og bakverkurinn hvarf
og nýrun eru nú orðin heilbrigð aft-
ur. Eg hefi einnig notað Dodd’s
Ointment og verð eg að segja að
betri áburð er ekki hægt að fá.”
Bakverkur gefur fyrst til kynna
ef nýrun eru að bila. Með honum
er verið að aðvara yður um að nýr-
un eru ekki orðin fær að hreinsa
blóðstrauminn.
Því að kveljast af bakverk þegar
auðvelt er að styrkja nýrun svo þau
geti unnið sitt starf? Ef þér hafið
ekki notað Dodd’s Kidney Pills fyr,
þá spyrjið vini yðar eftir gæðum
þeirra.
NÝ—-þægileg bók
í vasa
SJÁLFVIRK
— EITT BLAÐ í EINU —
pægilepiri og betri bók í vasann.
Hundrað blöð fyrir fimm cent.'
Zig-Zag1 cigarettu-blöð eru búin
til úr bezta efni. Neitið öllum
eftirlíkingum.
ZIGZAG
með, verður haldið að heimili Mrs.
O. Fredrickson, 698 Banning St., á
föstudaginn 18. maí eftir miðdag og
að kveldinu. Allar tegundir af
heimatilbúnum mat verða seldar.
“Silver Tea” þetta hafði áður verið
auglýst hjá Mrs. B. J. Brandson,
en þvi hefir verið breytt. -
Karlakór Islendinga í Wmnipeg
hélt söngsamkomu sína á þriðju-
dagskveldið í kirkju Fyrsta lúterska
safnaðar. Flokknum er nú stjórn-
að af Mr. Paul Bardal, sem tók við
þegar Brynjóllur Thorláksson flutt-
ist heim til Islands í fyrrahaust.
Samkoma þessi tókst mjög vel og
var sæmilega sótt. Ef til vili verð-
ur einhver söngfróður maður til að
skrifa nánar um ]>cssa ágætu sam-
komu.
Kvenfélag Herðubreiðar safnaðar
að Langruth, Man., vottar hér með
sitt innilegasta þakklæti leikfólk-
inu (of the J. B. A. Alumni), sem
kom á laugardagskveldið 12. maí og
lék ljómandi vel, fallegan leik, “The
Road to the City” algerlega í þarfir
kvenfélagsins, utan ferðakostnaðar.
Þetta leikrit er vel þess virði að það
sé leikið oftar. Leikendur sýndu
Til þeirra, sein útskrifast í vor.
Þegar lítið er um atvinnu, eins og
nú á sér stað, geta fæst af ykkur
fengið nokkuð að gera, nema þið
séuð að einhverju leyti betur undir-
búin en fólk er flest. Nám við mið-
skóla eða háskóla, gagnlegt sem það
er, hjálpar lítið þeim, sem þurfa að
leita sér vinnu. Sérnám í einhverri
vissri grein er því nauðsvnlegt.
Námskeið við einn af betri verzl-
unarskólum Winnipegborgar veitir
ykkur tækifæri að fá góða stöðu,
þótt allir aðrir séu vinnulausir. Ef
þið ætlið ykkur að komast að skrif-
stofuvinnu, þá byrjið með því að
afla ykkur verzlunaskólanáms. Nám
skeið við alla beztu verzlunarskóla
borgarinnar fást hjá Columbia Press
félaginu, Sargent og Toronto, með
miklum afslætti. Leitið uplýsinga
hjá Columbia Press áður en þið ráð-
stafið nokkru um þessi efni.
THE COLUMBJA PRESS,
Sargent og Toronto.
ÓHEPPINN SMYGLARI
Ameríkumaður kom með skipi til
Bremen. Hann hafði dýrmætan
demant meðferðis, er hann vildi
smygla í land, án þess að greiða af
honum toll. Hann faldi þvi demant-
inn í vindli. Þegar tollmaður kom
að skoða farangur hans, kveikti
Ameríkumaðurinn í vindlinum.
Tollmaðurinn fann hringinn, sem
steinninn hafði verið í. Tók hann
að yfirheyra Ameríkumanninn. Setti
hann nú vindilinn frá sér á ösku-
bakka, meðan hann útskýrði það
fyrir tollmanni, að steinninn hefði
týnst úr hringnum á leiðinni.
En meðan á þessu stóð kom ann-
ar farþegi að, sem líka var með
vindil. Hann setti vindilinn frá sér
á sama öskubikarinn. En er toll-
maðurinn hætti yfirheyrslunni, tók
Ameríkumaðurinn skakkan vindil af
öskubikarnum. — Lesb. Mbl.
llann hefii* sjálfur sótt sér nafnið mjög s\o \önduð
þangað; en skaparinn hefir brotist
inn í helgidóma Edduríkisins þegar
hann hafði Egil Fáfnis í smíðum.
Hann hefir gefið honum krafta
Þórs, stærð hans og vöxt, en orða- 1 p.Qman haijju
hagleik og ljóðlægni Braga.
Og svo ætlar hann að verða prestur.
Mrs. G. Thorleifsson.
eg er viss um að Fáfnis verður eng-
inn pokaprestur. Hefði allir ís-
ienzkir prestar tekið höndum saman
gegn áfengisbölinu á íslandi frá því
fvrsta, í stað þess að ganga í lið
með brennivinsdjöflinum og árum
hans, eins og þeir gerðu margir, þá
væri ýmislegt öðruvisi en nú á sér
stað. Og sama er sagan hér i álfu J
Það er því heillaspor, sem Fáfnis '
hefir stigið í byrjun, að gerast post- '
uli og boðberi bindindismálsins.
Enginn getur dregið rétta mvnd
eða trúa, gefið nákvæma eða fulla '
lýsingu af því, scm er í smíðum. '
Egill Fáfnis er i smíðum. í hann
er auðsjáanlega valið gott efni;
sjálfur er hann smiðurinn að miklu
leyti og eg efast ekki um að hann
leysi verkið vel af hendi.
Það er mesta vandaverk, sem
nokkur gerir, að smiða sjálfan sig;
það verðum við þó öll að baslast
við að gera að einhverju leyti, en
tekst misjafnlega.
Megi Fáfnis auðnast að leysa það
verk vel af hendi. Þegar hann er!
fullsmíðaður birtist ef til vill af!
honum gleggri og fullkomnari mynd
i^stúkublaðinu. Svo er að sjá sem !
auðnan hafi rétt honum höndina í
ýmsum skilningi og við væntum
þess öll að hann sleppi henni ekki.
Agli víða auðnustig
aukast griðarlega;
hann er að smíða sjálfan sig
svona prýðilega.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Engar kosningar í ár
Fréttir frá Ottawa segja að kosn-
ingar til sambandsþingsins muni
bíða til næsta árs. Ef til vill verða
þær haldnar að hausti 1935.
Margir höfðu getið sér til að Ben-
nett hefði í hyggju að ganga til
j það, að hæfileikar voru miklir og * kosninga í sumar og virtist margt
benda til þess, sérstaklega ýms lög-
gjöf, sem líkleg þótti til að auka
vinsældir stjórnarinnar. Stevens-
nefndin hefir gengið röggsamlega að
velki, þótt enn hafi ekkert verið
gert til að hegna þeim, sem uppvísir
hafa orðið að lagabrotum, enda mun
hinum ýmsu fylkjum ætlað að lög-
sækja þá, sem sekir eru. Frumvarp
stjórnarinnar um að stofna söluráð
til að ráðstafa framleiðslu landbún-
aðarafurða, var einnig ætluð til þess
að friða bændur í sléttufylkjunum.
Þrátt fyrir alt þetta mun forsæt-
'sráðherrann ekki kæra sig um kosn-
ingar fyr en á næsta ári. Hann seg-
ir að verzlunar- og iðjuhöldar lands-
ins séu því mótíallnir að gengið sé
til kosninga, einmitt þegar farið sé
að batna í ári.
Á miðvikudaginn i næstu viku, 23.
\ maí, fer fram árslokahátíð Jóns
j Bjarnasönar skóla. Verður sam-
Fyrstu lútersku
kirkju á Victor St. og hefst kl. 8.15
„ . , að kvöldinu, Aðal ræðumaður er
Eg er enginn serstakur trumaður: ^ r> t r> 1 «r> - •
V &. . Dr. B. I. Brandson. Fvsir marga
eða prestadyrkari, en eitt veit eg, og r * , „ Av ” • n
J j , froðan að heyra. Að venju flytja
það er það, að reglulega goður prest- . - , , ,v ,T»r
1 b , ý. 1 tveir nemendur skolans ræður. Nofn
ur getur miklu til vegar komið—og , • , . * , , • , •
^ ,,,T ■ v________ þeirra, sem skrað eru a Arinbjarn-
ar-bikarinn verða einnig birt. Skóla-
fólkið skemtir með söng. Tekið
verður á móti gjöfum til skólans, en
allir eru velkomnir.
“Silver Tea”, sem tvær deildir
kvenfélagsins lúterska hafa umsjón
FRAMBOD
Alþýðublaðið skýrir frá því, að
þessir frambjóðendur hafi verið á-
kveðnir af hálfu Alþýðuflokksins:
Sigfús Sigurhjartarson, stórtemplar,
í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Vil-
mundur Jónsson landlæknir, í Norð-
ur-ísaf jarðarsýslu, sr. Eiríkur
Helgason, í Austur-Skaftafellssýslu,
Haraldur Guðmundsson bankast jóri,
á Seyðisfirði og i Árnessýslu sr.
Ingimar Jónsson og Jón Guðlaugs-
son, bifreiðarstjóri.—N. Dagbl. 22.
april.
Móðirin læddist fram á tánum en
heyrði á eftir sér barnsrödd úr rúm-
inu:
— Heyrðu mamrna, fer eg til
lúrnna þegar eg dey?
—Já, Anna mín.
En fer hann Snati til himna
þegar hann deyr?
—Já, það held eg.
Svo komu samskotiar spurningar
viðvíkjandi kettinum, kanarífugl-
inum, en þegar Anna litla hélt á-
fram og spurði um kúna, þreyttist
móðirin og svaraði:—Nei!
Þá rétti Anna sig upp i rúminu
og spurði:—Hver á þá að sækja
mjólkina;
ZAM-BUK
hreinsar húðina af
Blettum og bólum
“Fleet Foot” hvítir
Striga Skór
TVÆR TEIGUNDIR—BÁÐAR MEÐ
“Kumfort” Arch
Háu skórnir, sem sýndir eru á mynd-
inni eru reimaðir fram á tána, og halda
vel að fætinum. Sérstaklega hentugir ________________
til leikja,—margir nota þá einnig á baðstöðunum við vatnið. Sama má
segja um Oxford skóna, sem fara sérstaklega vel á fapti. “Komfort.
Aróh,” sem er í báðum tegundunum, gera þessa skó mjög vinsæla meðal
íþróttamanna.
HAU SKÓRNIR $2,25 OXFORD SKÓRNIR $2.00
—Karlmanna skódeildin, Hargrave,
Karlmannabúðirnar á neðsta gólfi.
<*T. EATON CS
LIMITEO