Lögberg


Lögberg - 14.06.1934, Qupperneq 2

Lögberg - 14.06.1934, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚNl, 1934. Verndið börnin Fyrir einstaklinginn—fööurinn og móðurina, er barnið dýrmætasta, helgasta eign heimilisins. ÞjóÖfé- lagiÖ hefir samþykt þessa hugmynd, —þessa tilfinningaríku hugsjón. Stjórnir landanna hafa samþykt hana meÖ þeim skilningi aÖ á nú- tiÖarbarni byggist framtiÖ ríkisins —þjóÖfélagsins. FélagslífiÖ lætur sér ant um börnin. Kirkjan hefir tekiÖ aÖ sér aÖ leiÖbeina ungdómin- um í siÖfræÖilegri mentun. RíkiÖ stonfar barnaskóla og hærri skóta til uppfræÖslu barna í almennum fræÖ- um, til undirbúnings undir fullorÖ- inslífiÖ. Barnaverndunarfélög eru til í sambandi—eða utan viÖ kirkj- una. Allir virðast bera ást til barn- anna. Allir vilja vara börnin við hættum lífsins og vernda þau gagn- vart þeim. Svo það sýnist nærri ó- hugsandi að nokkuð verulega mis- jafnt geti komið fyrir börnin. Þegar þau skortir fæði eðá klæði, þá er óðar komin hjálp úr öllum áttum. Þegar þau verða veik, er læknirinn jafnan við höndina, reiðubúinn aÖ veita hjálp. Spítalinn stendur op- inn fyrir þeim og hjúkrunarkonan | heilbrigðisfræðingar, er þar reiðubúin að líkna. Og ná- grannarnir vitja þeirra til að geta glatt þau á meðan á veikindunum stendur. Þetta er einn sá gleðileg- asti vottur um vaxandi siðmenningu vorra tíma. En hvað gjörir þá vínbruggarinn hljóta að vHrða ofan á, að þeir séu máli í því aÖ koma áfenginu á mark- aðinn, aÖ lögleiða það, að mæla með þvi og lögvernda það, séu allir svo fáfróðir einfeldningar að þeir hafi aldrei heyrt getið um eða orðið var- ir við afleiðingar vindrykkjunnar, hvorki á sjálfum sér eða öörum, svo að það hafi getað að neinu leyti ýft við samvisku þeirra? Er hugsánlegt að alt það, sem hefir verið rætt og ritað um bind- indi, hafi alveg farið framhjá öllum þeim, er á einhvern hátt hafa stutt og verndað vinsölu? Mannúðar vegna hefði eg feginn kosið að geta sagt “já.” En vit mitt og þekking á mönnum og málefnum hlýtur að segja “nei”, frversu hrylli- legt sem það er að verða að viður- kenna slika mannvonsku meðal sið- aðra manna. Því annaðhvort er til- gangurinn góður eða vondur. Sé tilgangurinn góður, þá lýsir hann makalausum sauðarhætti. Þá ber hann þess vott aÖ þessir mörgu menn og konur skilja ekki eða sjá hvað fram fer í þjóðfélaginu um- hverfis, og likist helst óvita börnum. Og af því að í þessum flokki eru embættismenn og fulltrúar þjóða, efnafræðingar, meðalafræðingar, siðfræðingar, mentamálafræðfngar, iðnfræðingar og starfsmenn að ógleymdum réttar- farsfræðingum, þá sýnist hreint ó- hugsandi að þessar mannfélagsstétt- ir og einstaklingar séu allir slíkir hálfvitar. Virðist því hin hliðin og vínsalinn fyrir börnin? Brugg- arinn býr til áfenga drykki af öllum tegundum,—og vínsalinn sér um að finna markaðinn kröfum fólksins. feðurna, svo þeir geti komið enn þá í frekara lagi kærulitlir um almenna velferð. Og að eigin hagsmunir og sjálfselska sitji í fyrirrúmi fyrir til að fullnægja | mannúðinni, þrátt fyrir hjartnæmar Hann vill gleðja og þráfeldar kærleiks yfirlýsingar. Væu barnavinirnir sjálfum sér stoð í þvi efni. Þér getið einmg skrifað mér, eg kem því á framfæri S. B. Benedictsson. Áritun stór-ritara er: Miss S. Eydal, G. Sec. 745 Alverstone St., Winnipeg. Áritun mín er: S. B. Btenedictsson, G.S.J.W., 551 Maryland St., Winnipeg. glaðari og elskuríkari heim til konu samkvæmir, myndu þeir ekki vilja og barna, eftir vel unnið dagsverk. vita börnin gjörð að fórnardýrum Hann vill lífga upp félagslifið, auka vinvaldsins. Þeir gætu ekki hugsað gleði og velsæmi samsætanna, gjöra danssamkomur unga fólksins enn f jörugri og yndisríkari. Hann, með víninu, vill skerpa vitsmuni stjórn- málamannanna, lögmannanna, lækn- anna, prestanna og dómaranna. Hann vill jafnvel hressa upp sál og samvizku hengjarans, áður en hann gengur til ins mikla verks, að full- nægja réttlætinu. Já, hann vill gleðja alla og vera þjóðfélaginu til góðs og uppbyggingar. Vel og gott. Og bjórstofan — svínastían — er stofnsett á hentugum stað í bygð og bæ, svo að sem flestir, helzt allir, geti notið þeirrar blessunar, sem hún ávalt ber í skauti sínu. Þannig hljóta allir vinbruggarar og vínsölumenn að hugsa. Og þannig hljóta allir þeir að hugsa, sem greiða atkvæði með vínverzlun. Og þann- ig hljóta allar stjórnir að hugsa, sem vilja taka að sér umboðssölu og útbýtingu á áfengum drykkjum Annað væri óhugsandi i nokkru sið- mentuðu þjóðfélagi, þar sem öllum er svo hjartanlega ant um börnin. Og um þetta væri svo ekki meira að segja, ef að það sem eg hefi tekið fram væri satt og rétt og öllum feðr- um og mæðrum gæti sýnst það þann- ig. Ef orsök og afleiðing gætu ver- ið svona gagnstæðar. Á öllum öldum hafa verið ti/ menn og konur— feður og mæður —sem sáu einungis illar afleiðing- ar af ofdrykkju. Var af því sú. á lyktun dregin að orsökin hlyti að vera slæm—áfengið sjálft. Og nýrri tima vísindi hafa sannað að alcohol er dauðlegt eitur fyrir menn og skepnur. Svo, þó að það sé krydd- að með ýmsum efnum og þynt út með vatni, þá samt sé það eitur, og verki þannig á líf og heilsu manna —ilt eitt—í samræmi við, eðli þess rétt eins og hvert annað eitur, og sé aðeins læknisins meðfæri að með- höndla það eins og hvert annað eit- urlyf. Að áfengið sé óhæft til dag- legrar drykkju og ætti þvi ekki að komast í hendur almennings og sizt af öllu barna og unglinga. Þessa skoðun hefir reynslan og heilbrigð skynsemi sannað, reynsla margra alda, reynsla, sár og bitur. Og á þeirri reynslu byggja bind- indismenn skoðanir og kenningar sínar. Er sú skoðun orðin mjög al- menn. Er það nú með nokkru móti hugs- anlegt að allir þeir, sem hlut eiga að til þess að til væru nokkur drykkju- manna heimili. Þeir gætu ekki þol- að að unglingarnir sæjust ölvaðir. Þeir myndu gráta fögrum tárum yf- ir þeirri hugsun að æskan yrði út- ötuð í slori ofdrykkjunnar. Þeir myndu hugsa: “Hvílik óhæfa að drukkin æska nútímans eigi að taka við stjórn ins komanda! Hvílíkur þjóðararfur!” Þér foreldrar munuð kanske svara mér: “Hvað á að gjöra? Hvað er hægt að gjöra?” Mitt svar við því yrði aðeins þetta: Fyrst af öllu er að reyna að sjá inar virkilegu hliðar þessa máls. Þar næst að vera sjálf- um sér trúr. Það er mjög létt verk að vera bindindismaður. Aðeins það, að byrja aldrei að drekka. Hitt er miklu erfiðara að hætta að drekka. Það er hverju orði sannara, að hver einn getur litlu orkað út af fyr ir sig, í baráttunni fyrir heill og vernd barnanna, hvað áfengisnautn snertir. En svo er það orðið í öll- um málum. Félagsbundin athöfn er nauðsynleg í öllum málum hvort heldur er til ills eða góðs. Vinverzl- unin er bundin sterkum félagsbönd- um. Og það gjörir hana enn ægi- legri. Hún er vaíd—öflugt auðvald innan þjóðvalda heimsins. Það er því nauðsynlegt fyrir bindindismenn að bindast félagslega á sama hátt. Sú er nú þeirra eina von. Og þess vegna, kæru feður og mæður, bindist öflugum félagsbönd- um til verndar barnanna yðar. Þeirra líkamlega og andlega velferð er í veði. Stór hætta liggur fyrir dyrum á þessum viðsjálverðu tím- um. Myndið bindindisdeildir í hverri bygð og kennið börnum yðar að starfa i félagsmálum. Hefjið starf- ið með einbeittum huga og munið þér þá finna fáa mótstöðumenn, því langflestir menn eru bindindisvinir í hjarta sínu. Og allir foreldrar elska börnin sin nógu mikið til að vilja þeim vel. Börnin er dýrmætasta eign hvers þjóðfélags. Um fram alt verndið börnin yðar. Með því eruð þér að vernda þjóðfélagið og siðmenning- una. Það er bæði skylda yðar og sómi. Viðvíkjandi deildamyndun getið þér skrifað ritara stórstúku Mani- toba, ef þér æskið eftir einhverri að- Ein lítil athugasemd við “Mola úr Fingrafrœði” S. B Benedictssonar, með ofurlitlnm leið réttingum og fáeinum viðauknm. f “Lögbergi”, sem mér barst hendur fyrir fáum dögum, rak eg augun í fyrirsögn á grein, svohljóð andi: “Molar úr Fingratræði. Flaug mér strax í hug, að hér væri ný fræðigrein á ferðinni, sem eg hefði ekki fyr heyrt getið. “Fingra fræði!” Ef til vill eitthvað skylc höfuðkúpufræði, andlitsfræði, o. frv. Og nú geta menn lært að þekkja lyndiseinkunnir og skapgerð manna af fingrunum einum, hugs aði eg, og látið höfuð og andlit eiga sig. En svo þegar eg nú för að lesa greinina, sem fylgdi þessari fyrirsögn, þá sá eg brátt, að hug mynd sú, er eg hafði skapað mér um innihaldið var röng. Gladdi það mig stórlega, því að eg er lítið gef inn fyrir þau “vísindi,” sem kenna “karakter” 'lestur. Eg hafði sérstaklega gaman af þessari grein Sigfúsar, vegna þess að hún fjallar um islenzkt tímatal Eg fór yfir allar tölurnar, sem höf- undurinn gefur um sumar-páska á 19. og 20. öld, og mega lesendur blaðsins reiða sig á, að það er alt hárrétt, sem þar stendur. En hann hefir í ógáti gleymt árinu 1832; þá koma páskar 22. apríl, en sumar 19, april. Sömuleiðis vantar á listann árið 1984; þá koma páskar enn 22. apríl, en sumar þann 19. Því miður hafa nokkrar villur slæðst inn hjá höf. í greinarnar um árin 930 og 1930. Vona að hann misvirði ekki þótt eg taki mér Bessa-leyfi, i mesta bróðerni, að lagfæra sumt af þeim villum. Hver sá, sem ætlar sér þá dul, að fastákveða sumarkomu og setning Alþingis árið 930, hættir sér út á hálan ís. Og eitt er víst, og það er, að hvorki kom sumar 20. apríl, né Alþingi hófst 22. júní á því ári, eins og S. B. B. segir, af þeirri ein- földu ástæðu, að 20. april féll á þriðjudag og 22. júní símuleiðis. Sumarkoma var á einlægu reiki á því tímabili, vegna þess, að ár var þá talið 52 vikur réttar, og því tæpum 1-1/4 degi of stutt. “Sumar munaþi aptr til várs,” segir Ari fróði. Þorkell veðurstofustjóri í Reykja- vík, Þorkelsson, mun einna fróðast- ur þeirra manna íslenzkra, sem nú eru á lífi, um íslenzkt tímatal að fornu; hefir hann gert ítarlegar rannsóknir í því efni og birt um það á prenti margar, afar fróðlegar rit- gerðir í Skírni og víðar. Þorkell telur líklegt, að 930 hafi sumarmái verið á fimtudaginn 22. apríl. Þá má og telja sennilegt, að samkoma sú, er setti fyrsta Alþingi hafi haf- izt á fimtudaginn 24. júní, og að þeirri skoðun hallast Einar Arnórs- son (Sjá Skírni CIV., bls. 32). Alþingi hófst á fimtudaginn í 10. viku sumars fram að árinu 1000, en eftir það viku síðar (fimtudaginn i 11. viku sumars). Þessu ákvæði var :ylgt til 1271. Þá bauð Járnsíða og síðan Jónsbók að menn skyldi komn- ir til þings, eigi síðar en Péturs- messu aptan (29. júní), og hélzt það til 1700. Með innleiðingu nýja stíls árið 1700 var setning Alþingis hleypt fram til Seljumannamessu (8. júlí), og loks var með konungs- bréfi 1754 boðið, að Alþingi skyldi framvegis byrja 3. júlí. Um sumarkomu er það að segja, að árið 1000, eða stuttu síðar, þá er kristni hafði verið lögtekin á ís- landi, mun hafa verið skipað svo fyrir, að sumar skyldi koma þann fimtudag, er fellur inn 9.-15. apríl, að þeim dögum báðum meðtöldum. Þetta ákvæði er að finna í Rímbeglu og öðrum gömlum rímritgerðum og hljóðar svo: “Sumar scal eigi koma nærr Mariomesso of fösto heldr en xv. nóttom epter. oc eigi firr enn einni nótt oc xx°. oc scal enn fimte í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við hakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Dtd., Toronto, ef borgun fylgir. dagr fyrstr í sumre.” Maríumessa á föstu (Boðunardagur Maríu) er 25. marz, svo hérmeð er sumarkoma íastákveðin 9.-15. apríl. Þetta ákvæði um sumarkomu hélzt óbrevtt hartnær 700 ár, eða þangað til nýi stíll var tekinn upp árið 1700. Páskar og aðrar hátiðir kristinna manna hafa að Hkindum ekki verið haldnar á íslandi, er Alþingi var stofnað 930. Landið var þá víst aft- ur orðið alheiðið, að minsta kost ber hin fyrsta löggjöf engar menjai kristinnar trúar. En það er vanda lítið, að setja páskum og öðrum merkisdögum kirkjunnar réttan mánaðardag. Talsverður ruglingur er lika á þeirri dagsetningu hjá S. B. B. Svo að lesendur blaðsins geti bet ur glöggvað sig á því, sem hér hefir verið stuttlega minzt á,„þá set eg hér lista Sigfúsar yfir 930, eins og hann var í “Lögbergi” 24. maí, þ. á. og læt svo fylgja þær leiðréttingar, sem eg hefi drepið á hér að ofan. S. B. B. “Fyrsta Alþingi Islands var þald- ið 22. júní, á fimtudag, 930. Þá kom tunglið 8. júní og var fult þann 22. Fardagar byrjuðu 1. júní. Sumar kom 20. april. Vetur kom 21. október. Páskar komu 2. apríl. Níuvikna fasta kom 29. janúar. Hvítasunna kom 21. maí. Þorri kom 20. janúar. Jóladaginn bar upp á mánudag. Gullna tala 19—Sdb. A.” Leiðréttingar: 22. jún, 930 bar upp á þriðjudag. Alþingi gæti hafa komið saman næsta fimtudag, 24. júní. Sumar hefir að likindum komið 22. april. Fardagar hefðu þá byrjað 3. júní. Þorri 22. janúar og vetur 23. október. Páskar komu 28. marz árið 930. Níuvikna fasta 25. janúar, og Hvítasunna 16. maí. Jóladaginn bar upp á laugardag. Gyllinital var 19. Sunnudagsbókstafur C. Af ofanrituðu sést,' að gyllinital- ið er þð rétt hjá Sigfúsi. Og eins er með tunglið: það er eins rétt og unt er að ákveða það með rímregl- um. íslenzka tímatalið fyrir Alþing- ishátíðarárið 1930 er rétt hjá S. B. B., en páskar komu þá 20. apríl, ekki 13. apríl, eins og hann segir. Þarafleiðandi lætur Sigfús níuvikna föstu og hvítasunnu koma viku fyr en rétt er. Tunglið er líka í stak- asta ólagi, því að það kom þá 26. júní, en ekki þann 15. Samkvæmt boði Friðriks Dan- merkurkonungs fjórða, var nýi stíll innleiddur á Islandi árið 1700. 16. nóvember á því ári var á laugardag og skyldi sunnudagurinn, sem þá var að morgni, teljast 28. nóvember. Með öðrum orðum: hér var slept úr 11. dögum. 17. til 27. nóvember 1700 hafa aldrei verið til á Islandi, og engir því fæðst eða dáið þá daga. Laugardaginn 16. nóvember 1700 var sunnudagsbókstafur F; morg- uninn eftir, á sunnudaginn var nú sunnudagsbókstafur orðinn C. Margt fleira kemur í huga manns þegar minst er á tímatalið á íslandi, en hér verður nú að nema staðar að sinni. Svo vona eg að S. B. B. reiðist mér ekki fyrir þessar athugasemdir og leiðréttingar. Tilgangur minn var alls ekki að áfella, heldur aðeins löngun til að lagfæra það, sem virt- ist vera miður rétt. Bremerton, Wash., 4. júlí, 1934. Sveinn Arnason. Vér norðmenn (Tileinkað Einar Hilsen) NorSmenn fyrr námu lönd, norræna bygðu strönd. Sægarpar sigldu þrátt sól með í vesturátt. Hinn norræni andi er útþrá—þar lifum vér. Loga þau ljósin há lífssviði voru á. Yér námum Noreg fyrr. Norðlægar opnast dyr frelsi og framaþrá, fornaldarslóðum á. Islancl fann Ingólfur, Arnar er kennist bur. Norrænn í húð og hár lióf íslands þúsund ár. Eiríkur rauði rann, ránarsvið, Grænland fann. Landfundur Leifs er æ ljóisblik í tímans sæ. Helmingur hnattar vors hámark var norræns þors! Vel glæðir Vínlandssál víkinga’ að snarki bál. Hilsen, sem heimleið fer, honum nú fela ber: Birti vorn bræðravott, bræðsluþel furðu gott. Norrænir allir enn, íslenzkir, norskir menn, burtför við Hilsens hér heillum það norrænt er. 0. T. Johnson. Norðmaður (Peer Storeygard) / Slokkni allir eldar ættjörð fjær, dugþjóð norræn dregin dauða nær— vakin Vesturálfu víga-öld! Samt nú saman eigum sann-norskt kvöld. Norskur þú og norrænn nærir önd, hug þar heilög glæðir heimaströnd. Yzt í úthafs-landi átt þú bál; anda þínum ómar íslenzkt mál. Egils táp þig örvar. Ingólfs far nær til Njáls og Snorra. Njáll vor þar: Vörður landsins laga, lýðræns þors, Islands árdagsroði eilífs vors. Norskur þú og norrænn, njóttu lífs! Verji þig frá valdi voða. ogkífs. Að þinn anda glæðir íslenzkt mál. Heill sé horskum niðja! Heill 0g—skál! 0. T. Johnson. 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Ungmennablað Þjóðræknisfélagsins “Heiður og þökk á ÞjóSræknisfé- lagið skilið fyrir að koma þessu á stað. Mun blað þetta koma sérstak- lega vel að notum úti á landsbygð- inni, þar sem mæður verða sjálfar í hjáverkum sínum að uppfræða börn sín i móðurmálinu.” Þetta er tekið úr bréfi, er eg fékk með áskriftargjaldi fyrir hinu nýja Ungmennablaði Þjóðræknisfélags- ins. Mörg bréf af þessu tagi langar mig til að fá áður en blaðið fer að koma út. Það hefir ávalt verið skoðun min, og er enn, að barna- blað ætti nauðsynlegt erindi inn á hvert vestur-íslenzkt heimili. Ef vel er efnt til efnis í slíkt blað, þá vek- ur það sjálfstæði í hugsun og starfi unglingsins strax í æsku og hvetur hann til að taka þátt í heildarstarfi með öðrum unglingum víðsvegar; fyrir utan það ómetanlega menning- argildi, sem útgáfa slíks blaðs hlýtur að hafa i för með sér. Mig langar til að sjá að eitt þúsund vestur-ís- lenzk ungmenni verði búin að skrifa sig fyrir blaðinu áður en það fer að koma út í haust. Eg er sannfærður um að meir en 1000 ungmenni lang- ar til að vera skrifuð fyrir slíku blaði, og eiga það sjálf, og hjálpa til að gera það að málgagni og menningarafli vestur-íslenzkrar æsku. Þetta er ekkert gróða fyrir- tæki, því 50C ársgjald borgar ekki kostnað, nema mest af verkinu sé gefið, heldur er þetta tilraun til að bæta úr þörf, sem um of langt skeið hefir verið vanrækt. Þau áskriftargjöld, sem eg hefí fengið hingað til eru öll utan af landi, og þætti mér nú vænt um að bæjar-börnin sýndu að þau væru ekki eftirbátar bygðar-barna að skrifa sig fyrir blaðinu. Enginn unglingur þarf að vera feiminn eða hræddur að skrifa mér bréf, mér mun æfinlega þykja gaman og vænt um að fá bréf frá íslenzkri æsku. Sendið áskriftargjöld ykkar til und- irritaðs að 1016 Dominion St., Win- nipeg. Bergthor Emil Johnson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.