Lögberg


Lögberg - 14.06.1934, Qupperneq 5

Lögberg - 14.06.1934, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚNl, 1934. 5 trygga málefnum sínum, þá væri al- varan meiri en hún er. Já, Arinbjörn Bardal hefir verið ötull starfsmaÖur í félaginu. Væru komin saman io cent fyrir hvern klukkutíma, sem hann hefir starfað í þarfir bindindismálsins, og alt það fé, sem hann hefir lagt því til í bein- um peningum úr eigin vara, þá væri þaÖ álitleg upphæð. Arinbjörn Bardal er mesti alvöru- maður, sem eg þekki og hann er líka mesti æringi, sem eg hefi kynst, þeg- ar svo býður viS aÖ horfa. Ham- ingjan gefi bindindisbaráttunni sem flesta menn líka Arinbirni Bardal. Sig. Júl, Jóhannesson. * Okrýndur konungur eða hetjan frá Auleátad Auknefni þessi eignaÖist skáldjöf- urinn Björnstjerne Björnson hjá þjóÖ sinni á efri árum æfinnar, og lýsa þau harla vel aðdáun fólksins á þessum stórbrotna og víðsýna af- reksmanni og bændahöfðingja Aust- urdala, sem með eldmóði og leiftr- andi mælsku flutti áhugamál sín inn- an lands og utan. Veturinn i88i-’82 átti eg skóla- vist á lýÖskólanum Vonarheimi vi8 Aulestad og kyntist þá Björnson og f jölskyldu hans. Var eg oft sam- vistum viÖ yngri börn Björnsons, er þá voru í föðurgaröi, Einar, Berg- ljótu, Erling og Dagnýu. Þau ræktu með æskunnar alúð vináttu viÖ “ís- lenzka frænda,” og var mér í þeim fýlagsskap gatan greið aÖ heimilinu glæsilega á Aulestad, en þar réÖi ríkjum húsmóðirin, Karólina Björn- son, og fagnaÖi gestum með rausn og hugulsemi, sem minti mig á Unni djúpúÖgu. Fullur aldarhelmingur er nú lið- inn frá því, aÖ eg skildi við þessa æskuvini, og hefir fundum aldrei saman borið á þeim tíma, þótt leiÖ mín hafi nokkurum sinnum til Nor- egs legiÖ. HugÖist eg því haustiÖ 1932 að verða viÖ tilmælum forsæt- isráðherra Ásgeirs Ásgeirssonar og mæta á aldarafmæli Björnsons i Osló. En -sakir sjúkleika og annara forfalla varð eg að hafna þeirri för, og læt mér nú lynda fáein minn- ingarorÖ um hetjuna. Aldarafmæli Björnsons var, svo sem kunnugt er, hátiðlegt haldið 8. desember 1932 á ættjörðu skáldsins og víðar meÖ mikilli og almennri hluttekninguÖ en nokkurum vikum áður var afhjúpaÖur veglegur minn- isvarÖi Björnsons heima á Aulestad. Veit eg ekki að nokkur hinna krýndu eöa viöurkendu konunga Noregs hafi tilkomumeiri bautastein hlotið, nema Haraldur hárfagri við Hauga- sund, þar sem sagnir segja, að Snorri greypti járnkross í klettinn við Haraldshaug, og nú eru stein- súlur reistar umhverfis, ein fyrir fylki hvert, er Haraldur tengdi i ríkisheild. Einnig hér á landi var aldaraf- mælisins hátíðlega minst á nokkrum stööum. Blöð og tímarit fluttu lofsamleg ummæli um skáldjöfur- inn og æfistarf hans. En af öllu, sem hér var þá um skáldið skráÖ, kveður mest að Aldarminningu Björnsons eftir Ágúst próf. Bjarna- son, sem af næmum skilningi á rit- verkum Björnsons hefir lýst æfi- starfi hans og eigindum einkar vel, þótt eigi styddist hann við persónu- leg kynni. Björnson var aÖ ytra áliti, vexti og vallarsýn, hið mesta glæsimenni, þó bar enn meir frá andleg atgerfi hans. Björnson virtist skilja köllun sína eins og siðbótarstarf, ekki aðeins meÖ þjóÖ sinni, heldur einnig með öllum skyldum þjóSurn. Þess vegna kom hann svo víSa viÖ og lét sjaldan dægurmálin hlutlaus hjá grannþjóð- unum eða heima. Hann ferðaðist sumar og vetur, innanlands og utan, boðaði fundi og flutti hvarvetna á- hugamálin meÖ skörulegri mælsku og skáldlegum líkingum. Vöktu er- mdin jafnan ánægju eða andúð, eft- 'r innræti og viðhorfi tilheyranda. Máttur orðsins í munni Björn- sons var með eindæmum, svo að vart trúðu aðrir en þeir, sem heyrðu hann tala í vígamóÖi áhugans, enda Mrs. Sigríður Guðmundsson Hún andaðist þann 27. maí, í Selkirk, Man. Hún var fædd i febr. 1871, í Holtasveit í Rangárvallasýslu, voru foreldrar hennar Þorsteinn Þorsteinsson og Jórunn Jónsdóttir. En upp- alin var hún af móður sinni og stjúpa, Sveinbirni Jónssyni; bjuggu þau í Prestshúsum í GarÖi. Systkini mun hún eiga á lífi, eru þau á Suðurlandi.—Sigríður giftist Pétri Guðmunds- syni; bjuggu þau í MiÖhúsuin í Garði. Fluttu vestur um haf áriÖ igoojsettust aÖ á Gimli og bjuggu í Baldurshaga.-;—Börn þeirra: Guðmundur, útgerÖarmaÖur á Gimli, kvæntur GuÖ- nýju Sólmundsson; Sigurður, einnig útgerðarmaður, kvæntur GuÖlaugu Brandson; Ólafía Ingibjörg, gift J. Hákonson skip- stjóra í Selkirk; Mekkin, símamær á Gimli; Victoria, til heim- ilis hjá systur sinni í Selkirk og Halldór Þorleifur, fiskimaÖur, starfandi með bræÖrum sínum. Dánir ungir tveir synir þeirra hjóna, Arinbjörn og Pétur. Óli druknaÖi 18. október 1931, 16 ára að aldri.— Mann sinn misti Sigríður 21. júlí 1918, þá 52 ára aÖ aldri. Þegar hann dó voru sum börn hennar á unglingsaldri, en önnur í bernsku. MeÖ ágætri samvinnu eldri barnanna, sótti hún fram til sigurs og var með þeim ágæt sambúÖ og gott samfélag, svo óvíÖa munu dæmi til fegurri samvinnu. Fóru kjör og hagur batnandi. SigríÖur var gáfuÖ kona, hjálpsöm viÖ bágstadda, glaÖ- lynd og var gott til vina, en gaf sig lítiÖ viÖ félagsskap. Hin siðari ár stóÖ heilsa hennar völtum fæti; mun hún vart hafa náS sér eftir fráfall drengsins, er hún misti á sviplegan hátt. Jarðarför hennar, sem var mjög fjölmenn fór fram frá heim- ilinu og frá lútersku kirkjunni á Gimli, 30. maí. Sóknarprest- urinn þar, sérá Jóhann Bjarnason, og sá er linur þessar ritar, tóku þátt í kveðjuathöfninni. S. Ó. var aðsókn að málfundum hans um bygðir Noregs svo geyst, aÖ undrum sætti, hvört svo sem umtalsefnið var; alt varÖ þaÖ að andlegum leiftr- um. Vér nágrannar Björnsons og nem- endur lýðskólans settum oss aldrei úr færi, ef kostur var aÖ hlýÖa á erindin, þótt sækja þyrfti langar leiÖir. En þá hafÖi ágreiningur um trúmál og önnur efni skiliÖ leiÖir skólastjóra, Christofers Bruun og Björnsons, svo, aÖ hann var meS öllu hættur að flytja erindi í skólan- um, þar sem hann áÖur hafði veriÖ sjálfboÖinn fyrirlesari og hrókur alls fagnaÖar. Oft var gestkvæmt á Aulestad þegar Björnson var heima, og skorti þá hvorki föng né fagnað. BúiÖ var stórt og mannmargt, en búrekstur hvíldi að mestu á herðum ráÖsmanns og var eigi vandalaus, því aÖ hús- bóndinn var glöggskygn á misfellur allar, en vildi í hvivetna hafa rausn og skörungsskap hinna fornu höfö- ingja aÖ fyrirmynd, og þá ekki síst er gestum skyldi fagna. Var um- ræÖuefni jafnan fjölbreytt og eigi laust við að í brýnur slægi, ef gestir voru andvígir skoðunum Björnsons og kappgjarnir. Margir sóttu Björnson aS ráÖum, þeir er vandamál höföu meÖ hönd- um eða í raunir rötuðu. Var þar Njáls aÖ vitja, og reyndist hann mörgum hjálpfús og hollráður. Er- indin bárust unnvörpum með pósti, og mun sjaldan hafa lengi á svörum staðið, þótt margt væri ítaki haft og snúast þyrfti viÖ ádeilu andstæðinga og -blaÖanna, sem tíÖum þurftu aÖ gagnrýna ketiningar Björnsons. Virt- ist hann ekki taka sér nærri skilm- ingar þær eða glettingar skopblaða, enda var honum sýnt um svörin, og snerist þá oft sókn andstæÖinga i fullkeypta vörn. Ekkert var jafnríkt Lhuga Björn- sons sem alhliða framför og menn- ing norsku þjóÖarinnar. Hún hafði um langt skeið lotiÖ útlendum vald- höfum og miður notið eigin orku og framtaks en áður á blómaöld sagn- konunganna fornu. Endurheimt fullveldis þjóÖarinnar og lausnin úr álagaham útlends valds féll einmitt saman viÖ þroska-aldur Björnsons, og var hann sjálfkjörinn talsmaður siðabótar þeirrar. Hann sá í hill- ingum nýja blómaöld ffamundan og vantreysti ekki norsku þjóðinni til brautruðnings að því marki; þegar hún fengi óháS að neyta krafta sinna En stærra og fimara takmark var fyrir honum, frjáls samvinna allra Norðurlanda og forusta þeirra í menningarmálum germanskra þjóða. Kyngikraftur orÖa hans í ræðu og riti hreif yngri kynslóðina einkum og örfaði til dáðríkis og fram- kvæmda, en með skáldritunum dró hann upp þær þjóðlífsmyndir, sem henni urðu minnisstæðar og hrifu ýmist til eftirbreytni eða varnaðar. SjálfstæÖisbaráttu íslendinga lét Björnson einnig til sín taka og studdi einarðlega málstað Jóns Sig- urðssonar gagnvart dönsku rikis- valdi á íslandi; en þar lá á bak viÖ hugmyndin um samband íslands og Noregs, sem hann hugði báÖum þjóðunum heillavænlegt. Hann dáði “feðurna frægu” og bókmentastörf Islendinga aÖ fornu, sem hann áleit aÖ hefði átt rætur í sambandinu við Noreg, en efaði hæfileika íslend- inga í nútíÖ til sjálfstjórnar og af- reka slíkra, sem fyr höfðu þeir unn- ið. Hann kom aldrei til tslands, svo víöförull sem hann var, og þess vegna voru kynni hans af högum íslendinga lituð af dönsku og norsku almenningsáliti, en ef til vill þó mest af kenningum fornvinar hans og næsta granna, Christofers Janson, sem eftir yfirborðskynnum af Is- lendingum mat menningu þeirra kot- ungslega og dró dár aÖ henni. — Björnson sá réttilega, að útlent vald hafði lamaÖ íslenzku þjóÖina menn- ingarlega og efnalega, en hugði við- reisn hennar vísasta í skjóli móÖur- þjóÖarinnar norsku. I þessu efni greindi hann á viÖ Jón SigurSsson og flesta íslendinga samtíðar hans og síðan. Þótt Björnson væri gleðimaður og mannblendinn, þá batt hann aldrei til lengdár skóþvengi sína í fjöl- menni bæjanna. Þar var of þröngt um hans víðfeSmu hugmyndir og frjálsræÖiÖ of takmarkað. ÓÖaliÖ varð hann að eiga í sveit og ráða því sjálfur. I sveitinni sá hann fjöregg þjóðarinnar, og tíðast sótti hann fyrirmyndirnar fegurstu þang- aÖ í skáldritum sínum. ÓðaliÖ prýðilega meÖ mannvirkjum öllum, byggingum, ökrum, skógum og skrauti, var eins og smámynd af konungsríki, þaðan sem fariÖ var í víking með einstakri sigursæld um nágrenni og f jarlæg lönd, og barist í ræðu og riti fyrir réttlæti og mann- úðarmálum, en eigi til f jár og landa. Sóknin djarflega og markvissa í þeim efnum færÖi Björnson hetju- nafnið. Hitt var eigi síÖur aÖ á- gætum haft, hve sigursæll hann var í sambandsdeilu NorÖmanna viÖ Svía, þar sem hann ætíÖ var brautryöj- andi, og hve giftusamlega henni lauk og friðsamlega 1905. í því máli sameinaði hann sundraÖa krafta inn- anlands, þótt óvænlega horfÖi lengi, og þaÖan kom honum auknefnið: “ókrýndur konungur.” Engin furÖa var það, þótt óðals- bændurnir efnuÖu og ríklunduðu í Austurdölum litu upp til Björnsons eins og sjálfkjörins leiðtoga og veittu honum örugt brautargengi. Hann varp frægðarljóma yfir bygð- irnar breiðu, bar höfuð og herðar yfir grannana alla og naut þar við- ast óskoraðra vinsælda. ÞaÖ var þó ekki aðeins skáldfrægðin, hetjuhug- urinn og sigursældin, sem aflaði honum vinsældanna. Engu síÖur kom þar til greina göfuglyndi hans, hjálpfýsi og réttlætiskend. Öllum þeim, sem ekki misskildu frjáls- hyggju hans í trúarefnum, var þaÖ ljóst af dagfari hans, að kærleiks- boðorÖiÖ mikla og mannástin var uppistaðan í öllu hans starfi. Þeir, sem órétti eÖa harÖræði voru beittir, ofurliÖi bornir, máttarvana eða mót- lættir, áttu hjá honum athvarf. Honum var eiginlegt aÖ hjálpa og hughreysta, og það hygg eg aÖ hafi veriÖ hans mesta gleSi aÖ finna hjá sér máttinn til þess. Engin furða þessvegna að hann, sem oft var ó- maklega sakaður um vantrú og virð- ingarskort fyrir kirkjunnar kenning- um, varpaði fram og skýrSi meÖ ljósum dæmum setninguna: “GuÖs vegir eru þar, sem góÖir menn fara.” Réttilega má svo aÖ orði kveÖa, aÖ Björnson væri óskabarn ham- ingjunnar. Hann þá í vöggugjöf þær náðargáfur, sem skæra birtu báru á lífsleið hans alla og geyma munu um aldir minningu hans i heiðri. Hann naut á uppvaxtarár- um ástríkis góðra og göfugra for- eldra, margháttaðrar reynslu og þess undirbúnings undir æfistarfið, sem best hentaði innræti hans og hæfi- leikum. Og eigi lækkaði hamingju- sól hans, þegar kom aÖ sjálfstæðu lífsstarfi. Hann eignaðist heimili, sem var honum örugt vígi i öllum mannraunum og fyrirmynd þeim, sem þektu. Kona hans var val- kvendi, vitur og mikilhæf, en börn þeirra búin andlegri og líkamlegri atgerfi. Má fullyrÖa, aÖ heimilis- hamingja Björnsons hafi átt mikinn þátt í því, aÖ æfistarf hans varÖ svo víðtækt og frjótt sem raun ber vitni um. Margvíslega viðurkenningu hefir Björnson hlotið, lífs og liÖinn, fyrir stórfelt og göfugmannlegt æfistarf á 77 ára lífsleið. Má þar sem dæmi nefna Nobelsverðlaunin, sem honum voru veitt á sjötugsafmæli hans 1902 og hátíðlegt aldarafmælishald árið 1932. En líklega má telja þá viður- kenninguna mesta, að hann, horfinn sýnilegum návistum, hefir framar öðrum samtíöarmönnum orðið í visum skilningi átrúnaiðargoÖ þjóðar sinnar—og lengra verður eigi kom- ist. Sveinn Ólafsson, —EimreiÖin. Um Gretti Ásmundsson Drengur einn á Bjargi bjó með býsna harÖa lund; hann hafði af fööur fáleik kent, en fögur auðar grund sýndi honum ætíÖ sannan yl, því söm er móðurást, sem aldrei deyr og aldrei dvin og aldrei neinum brást. Hann Grettir reyndist garpur brátt og gerfilegur sveinn; hann hafði fremur freka lund, og fór á stundum einn. Hann eyddi tíðum fjanda fjöld, og frækinn sýndi þrótt, en ólániÖ hann elti samt og aum varÖ síÖsta nótt. En kergjulund hann kynti sér og klækja brellin ráS, og einrænn mjög, á fróÖleik fús, en fekk þess eigi gáð að stopult er að standa einn. ef stoðar ekki neitt; en ofstopinn er engum nóg, því aldrei verður breytt. En ólán Gretti elti hratt, þvi enginn leyna má, og vitnar um það sagan sjálf, en samt má að því gá, aS einmitt þá hann vildi vel og viÖfrægt sýndi þor, þá var eins og heiftugt hel hans í gengi spor.. A eldsókn Grettis sannast sést •hve sárleg örlög þjá hann meinti’ að frelsa f jölda manns, það flestir ættu að sjá. Hann sýndi engum ilsku-hót þá inn hann leit í sal, en Þóris strákar strax á mót í stríÖi mættu hal. G. Th, Oddson. STÉTTARfGUR. Hausavíxl vill hjúiS gera Á húsbóndanum nú. En húsbóndinn vill heldur vera Húsbóndi en hjú. F. R. Johnson. Ferðist til Islands með Canadian Pacific Eimskipunum Hin kraða sjóferð frá Canada eftir hinni fögru St. Lawrence siglingaleið priöja flokks farrými frá Montreal eöa Qucbec til Rcykjavíkur— Aðra leið $111.50 — Báðar leiðir $197.00 Fargjöld örlítið hærri með “Duchess” og “Empress" skipunum. öll þjónusta ábyrgst hin ánœgjulegasta Vegabréf ónauðsynleg Sendið heim eftir konu yðar og börnum eða heitmey, og látið þær ferðast með CANADIAN PACIFIC til þess að tryggja þeim greiða og þægilega ferð. Vér ráðstöfum öllu aðlútandi hinu nauðsynlega land- gönguleyfi. Eftir frekari upplýsingum spyrjist fyrir hjá næsta omboðsmanni eða skrifið til W. C. CA8EY, Steamship Qeneral Passenger Agent, 372 Main Street, Winnipeg, Man. Mussolini vondaufur Mussolini hélt fyrir skemstu ræðu í italska þinginu, þar sem hann lét svo um mælt að þó að allar líkur væru til þess, aÖ ekki versnaði úr þessu, þá væri samt löng og erfiÖ barátta framundan. Hann sagði einnig aÖ vel gæti svo fariÖ að mannkyniÖ yrÖi fyrst um sinn aÖ búa viS verri kjör en veriÖ hefði fyrir byrjun kreppunnar. Roosevelt forseti Bandaríkj- anna er samt á annari skoðun. Hann spáir því, aÖ bráðlega verði alt kom- ið i samt lag aftur og aÖ mennirnir muni halda áfram aÖ sækja upp á viÖ, þrátt fyrir allar tálmanir. Sagan verÖur aS skera úr þvi hvor þessara stjórnmálamanna hef- ir á réttu að standa. Til þess að spara kaupendum ó- mak viÖ aÖ ganga deild úr deild til þess að skoÖa vörurnar, hefir ein stór verslun í Los Angeles fundiÖ upp á því aÖ búa út hreyfanlegan búðardisk, sem rennur fram hjá kaupendunum fullur af vörum. Þetta fyrirkomulag þykir svo gott, aÖ fleiri stórverslanir í New York ætla nú aÖ gera hiÖ sama. Frú ein í Aþenuborg keypti sér um daginn nýja hanska. Er hún hafði notaÖ þá nokkra daga, fékk hún illkynjuð útbrot á höndunum, og gátu læknar ekki gefið henni nokkurt ráð viÖ því. VarÖ loks aÖ taka af henni alla fingur á annari hendi. ViÖ rannsókn kom í ljós, aÖ fóðrið í hönskunum hafði verið litað með eitruðu efni. Fyrir 85 árum var seld lóðarspilda á uppboÖi og fékst fyrir hana 12 shillings. Um daginn var erfingjum kaupandans boðnar 400 þús. sterl- ingspunda fyrir sömu lóðina. ÞaÖ má heita góðir vextir af 12 shilling- um. UMHVERFIS JÖRÐINA Á árunum 1519—1522 sigldi PortúgalsmaÖúrinn Ferd. Magellan umhverfis jörðina og var á því ferðalagi i 1,082 daga. Næstur var Hollendingurinn, G. Spiegelberg. Hann sigldi umhverfis hnöttinn 1614—1616 á 665 dögum. Síðan kemur röðin: AmerikumaÖurinn Pulitzer 1889—1890 á 72 dögum ; Frakkinn G. Stieger 1901 á 63 dög- um; Frakkinn Jager-Schmidt 1911 á 39 dögum og loks Japaninn Araki 1028 á 33 dögum og 17 klst. Til fyrsta hnattflugsins var stofn- að af Bandarikjunum 1924. Af fjórum flugvélum, sem lögöu á staÖ komust tvær alla leið. Þeir voru 176 daga í ferðinni, þar af á flugi i 63 daga, og alls var flugtíminn 351 klst. og 25 min. Ameríkumennirnir Wells og Evans fóru umhverfis hnöttinn 1926 á 28^4 flugdegi. “Graf Zeppelin” 1929 á 20 dögum og 4 klst., en var ekki nema 299 klst. á flugi. í júní 1931 fóru þeir Ameríku- mennirnir Post og Gatty umhverfis jörðina á 8 dögum 15 klst. og 45 mín., en flugtími þeirra var aÖeins 4 dagar 10 klst. og 8 min. Og í sum- ar sem leiÖ flaug Post einn síns liðs umhverfis hnöttinn á 7 dögum. —Lesb. Mbl. Breska þingið hefir -samþykt ný fuglafriSunarlög. Samkvæmt þeim Cru margar farfuglategundir alfrið- aÖar á Bretlandseyjum. What are you going to do when school is over? Have you thought of taking a Commercial Course? The Columbia Press, Limited, can place you with any of the following Commercial Schools of the city. DOMINION BUSINESS COLLEGE ANGUS SCHOOL OF COMMERCE HOOD BUSINESS COLLEGE SUCCESS BUSINESS COLLEGF, Come in and talk this over with us for it will be to your advantage to consult us. We are offering you a discount of 25% of the regular tuition fee. The Columbia Press Limited 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man. rpoc U o EATON’S Cream of Almonds and Witch Hazel Vökvinn úr hvítum almonds er notaÖur í þennan áburð,—þess- vegna gerir hann hörundið lit- fallegt. ÁburÖur þessi hjálpar til aÖ halda höndunum mjúkum og hvítum. Einnig er ágætt aÖ nota þaÖ meÖ andlitsfarða. Eaton’s Glycerin and Rose Water er ágætt til að mýkja sárt og viðkvæmt hörund. Drug Section, Main Floor, Donald <*T. EATON C9, LIMITED u

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.