Lögberg - 14.06.1934, Page 6
6
Maðurinn frá Indiana
Eftir BOOTH TARKJNGTON
Bréfið, sem Fisbee fékk frá Rouen, var
á þessa leið :
“Við Henry höfum alt af vitað að þú,
James Fisbee ert eins sérgóður, og þú ert ó-
mögulegur til að sjá fyrir sjálfum þér. Hún
hefir sagt okkur að þú hafir verið þess hvetj-
andi að hún færi aftur til okkar, og hafir
gert þitt til að koma vitinu fyrir sig, en segir
um leið að samvizkan heimti að hún yfirgefi
]>ig ekki, hvað sem okkur líði. Hvað hefir
þú nokkurn tíma gert fvrir liana, og hvað
getur þú boðið ihenni nú ? Hún er dóttir okk-
ar og auðvitað höldum við áfram að sjá um
hana, því ekki getur þú það. Svo vona eg að
hún sansist l)ráðlega og verði þá fegin að
koma til okkar aftur. Eg þarf varla að taka
það fram að við Henry höfum orðið að hætta
við skemtiferðina til Þýskalands, bara henn-
ar vegna. Við getum aðeins vonað og beðið
að Helen átti sig á þessari vitleysu bráðlega,
enda blýtur hún að finna sig ófæra til að
leysa þetta verk af hendi, sem hún hefir nú í
hyggju. Auðvitað talar hún mikið um þann
hlýhug sem hún beri til okkar, og eins um
þakklæti, sem við kærum okkur ekkert um. Við
viljum aðeins hafa hana hjá okkur. í öllum
bænum reyndu að koma vitinu fyrir hana.
Ef þú ert sannur maður, þá sendu hana til
okkar aftur. Þegar hún kom ekki strax og
við sendum henni skeytið um að við værum
að fara til E'vrópu (það ætluðum við að gera
til að ná henni burt frá þínum áhrifum, sem
við óttumst) þá bar hún því við að þinn besti
vinur og velgerðamaður hefði verið hálfdrep-
inn í einhverjum slagsmálum í þessu óþokka-
bæli þarna bjá ykkur. Nú vill hún, eins og
þú færð bráðum að heyra frá henni sjálfri,
fara aftur til Platt\nlle til að hjálpa vkkur
með þennan blaðsnepil. Hún hefir víst orðið
hrifin af þessum manni, en það óttast eg lítið;
hún hefir orðið ástfangin áður.
Stúlkan veit auðvitað ekkert um blaða-
mensku, en segist oft hafa talað við þennan
Macauley, sem vinnur við Rouen Journal.
Hún var einu sinni mjög skotin í honum, og
þannigfékk hún þessa blaðamensku hugmynd.
Nú er hún búin að kaupa sér ritvél og heil-
mikið af blýöntum og pappír. Ekki verður
nú skömmin að þegar hún byrjar. Hún kem-
ur mjög bráðlega. Farðu nú ekki að senda
henni skeyti um að koma ekki. Það gerir
bara ilt verra. Eina vonin er sú að gera
henni alt sem erfiðast undir eins og hún kem-
ur; þá missir hún kjarkinn og verður fegin að
koma heim aftur. Ef að þú ert nokkur mað-
ur, þá reynir þú að stuðla að því að svo verði.
Hún hefir lofað að halda til hjá þessari sveita-
stelpu, sem henni þykir svo ótrúlega vænt um.
Ó, James, reyndu nú að vera eins og mað-
ur og senda hana til okkar sem fyrst. Mundu
eftir englinum sem þú deyddir. Mundu eftir
öllu, sem við höfum igert fyrir þig, og því,
hvernig þú hefir reynst okkur í staðinn.
Reyndu að vera maður.
Þín óhamingjusama tengdasystir,
Martha Sherwood.
Fisbee las bréfið með aukinn ánægju,
sem skyldura>knin fékk ekki dregið úr. Ekki
tók það mikið á hann þó Martha Sherwood
gæfi í skyn að aldrei hefði hann sannur mað-
ur verið. Mart'ha hafði sínar skoðanir á
manngildi,
Það hafði nú viljað svona til að Fisbee,
sem alist hafði upp í einni af hinum nýrri
borgum, þar sem mest var hugsað um pen-
inga og önnur veraldleg gæði, hafði fæðst
draumóramaður. Þegar hann þroskaðist lifði
hann því sem næst eingöngu í fortíðinni og
gaf lítinn gaum því, sem fram fór í kringum
hann. Þegar hann var orðinn miðaldra, átti
hann enga kunningja eða vini, en nóga pen-
inga, sem hann hafði erft. Þeir voru geymd-
ir í bönkunum, sem bezt kunna að fara með
þá hluti. Eitt sinn þegar hann kom heim til
fæðingarborgar sinnar, eftir ýmsa leiðangra
til Sýrlands og annara f jarlægra landa, kynt-
ist hann ungri stúlku, og giftist henni. Þessi
stúlka gerði sér miklar vonir um framtíð
hans og ]>óttist hafa veitt vel. Nokkru eftir
fæðingu dóttur þeirra, var Fisbee skipaður
kennari í fornminjafræði við háskóla, sem þá
var nýstofnaður. Skóli þessi átti lengi vel
erfitt uppdráttar og lengi var þrætt um það
hvort hann ætti að leggja meiri stund á, bók-
mentir og fagrar listir, eða vélfræði og bú-
fra-ði. Þannig orsakaðist það að Fisbee misti
alt sitt, konuna, sem dó, dótturina, sem tekin
var frá honum og honum féll þyngst. Fisbee
hafði í hugsunarleysi ánafnað skólanum alla
peninga sína sem bankarnir höfðu geymt, til
þess að þeim yrði varið til fornminjafunda
í Asíu. Rétt á eftir kom nýr rektor að háskól-
anum. Hann afréð að leggja meiri rækt við
vélfræðina og búfræðina, og þá misti Fisbee
einnig stöðuna og peningarnir hans fóru til
þess að byggja yfir vélfræðadeildina. Um
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN
þetta leyti dó konan, en hafði þó áður trygt
framtíð dóttur. sinnar svo, að hún gat fengið
gott uppeldi.
Fisbee sagði Parker söguna, þegar þeir
sátu framan við Herald-bygginguna á sunnu-
dagskveldið.
“Það er nú svona, Parker," sagði Fis-
bee, “ tengdasystir mín hefir aldrei verið vel
ánægð með mig og mitt líferni. Hún hefir
kannske rétt fyrir sér, — kannske, segi eg
Konan mín átti talsverðar eignir þegar við
giftumst, og ieg fékk þær allar. Ekki að eg
æskti 'þess. Þegar eg gaf mína peninga til
liáskólans, sem eg hafði þann beiður að starfa
við, þá tók eg þetta fé hennar líka. Eg vildi
gera leiðangurinn sem bezt úr garði, og hefi
enn þá trú að hann hefði get&ð leitt margt í
ljós sem nú er á huldu; t. d. komist að upp-
runa hins l>abýloniska byggingarstíls—en eg
' fer ekki lengra út í það nú.—Eg býst við að
mér hafi aldrei skilist hvernig bezt er að fara
rpeð peninga. Skólinn gat ekki skilað aftur
því-sem honum hafði verið gefið, og ekki hefði
farið vel á því að vélaskóli sendi leiðangur til
Asíu í svona erindagerðum. ”
“Auðvitað ekki,” svaraði Parker glað-
lega. Hann hlustaði með áfergju og var far-
inn að hlakka til að geta nú sagt þeim í Platt-
ville æfisögu Fisbee því þetta átti ekki að
vera neitt leyndarmál. Fisbee hafði bara
atdrei dottið í hug að minnast nokkuð á sína
fyrri daga, af því að hann áleit að enginn
kærði sig um að heyra þá sögu.
“Konunni minni féll þetta mjög illa,”
hélt gamli maðurinn áfram, “og eg verð að
segja, að hún fór ekki dult með það.” Hér
fór hann ifljótt yfir sögu og Parker átti auð-
velt með að geta í eyðurnar. “Eftir þetta
sýndist hún aldrei geta sætt sig við að búa
með mér; fanst eg vera of niðursokkinn í
alslags hugmyndaflug. Eg held jafnvel að
henni hafi ekki þótt lengur vænt um mig. Hún
scmdi eftir systur sinni og bað hana að taka
við stúlkunni, af því eg gœti ekki veitt henni
sæmilegt uppeldi. Þessi systir hennar var
barnlaus, og bauðst til að gera þetta, ef eg
áfsalaði mér öllum rétti til barnsins, og lofaði
því, að koma aðeins einu sinni á ári til að
sjá hana.
Bg hefði átt að neita þessu, en eg, eða
konan mín öllu heldur, lagði fast að mér með
að gera þetta. Þeim fanst eg ætti að afplána
misgerðir mínar með þessu. Allir lögðu að
mér, nema stúlkan,—henni þótt alt af mjög
vænt um mig. Eg átti ekkert, hafði enga
stöðu. Eg lofaði þessu, og konan mín dó á-
nægðari. Þá er nú mín saga næstum því
sögð. Mér var útveguð kennarastaða hér,
sem eg misti einnig. Á hverjum nýársdegi,
fékk eg að heimsækja Sherwood, til að sjá
dóttur mína. Þetta ár vildi hún fá að heim-
sækja mig, en vinir hennar, sem þektu kring-
umstæðurnar, buðu henni að halda til hjá sér,
þar sem eg gat séð hana næstum því eins oft
og hún hefði verið í herbergjum mínum hjá
Tibbs. Hún hafði oft mælst til þess að fá að
dvelja hjá mér, en eg mátti til með að neita
henni um það, hvað mikið sem mig langaði til
að hafa hana. Hún er fjarska góð stúlka,
Parker. ”
Parker samsinti því. “Þessu trúi eg vel.
Mér leist mjög vel á hana. Hún var elcki að
þy'kjast of góð til að umgangast fólkið
hérna.”
“Hún er góð stúlka,” sagði Fisbee aftur,
“en mér var ómögulegt að leyfa henni að
hafna öllum heimsins gæðum til að geta verið
með mér, svo fanst mér að ifósturforeldrar
hennar ættu meira í henni en eg, sem aldrei
hafði neitt fyrir liana gert.”
“ Jæja,” sagði Parker. “EJg veit að fólki
hér þykir gaman að vita þetta alt saman.
Allir voru að tala um þetta, á dögunum, að
þú skyldir alt af vera í boði hjá dómaranum.
Svo þykir mér vænt um að hún er að koma
okkur til hjálpar,—samt verður nú margt að
breytast. Eg blóta nú ekki mikið, og Ross
verður að venja sig af því. Ef hún getur ekki
lífgað blaðið við, þá deyr það áreiðanlega. ”
Það var eins og gamli maðurinn heyrði
ekki ]>að sem Parker sagði. “Eg bannaði
henni að leggja nokkuð í sölurnar, mím
vegna,” sagði hann lúgt,” en nu leyfi eg það,
sökum vinar okkar Harkless.”
“Og sökum Garlow Herald,” bætti
Parker við.
Morguninn eftir stóðu þeir báðir á stöðv-
ar pallinum og biðu eftir lestinni frá Rouen.
Það var grár og votur dagur. Af og til féllu
regndropar, sem runnu af regnhlíf Fisbees
og niður bakið á Parker. Allir sem komnir
voru á stöðina, leituðu sér skjóls inni, nema
])essir tveir. Þeir höfðu komið hálftíma of
snemma, gengTi fram og aftur um pallinn og
ra>ddust við í hálfum hljóðum. Þeir, sem biðu
inni, ræddu sín á milli um þennan atburð.
Hvernig gat staðið á þessu, að stúlkan var að
koma. Stúlka hlaut það að vera, apnars hefði
Fisbee ekki klætt sig svona vandlega, og 'þá
ekki Parker. Hann, sem aldrei klæddi sig í
slopp alt sumarið, og aldrei bustaði skóna
14. JÚNÍ, 1934.
sína. Nú var hann ekki' einungis í slopp held-
ur vesti líka. Skórnir voru gljáandi og krag-
inn snjóhvítur og hálsbindið ljósblátt. Eitt-
livað stóð nú til.
Á meðan þeir Fisbee og Parker biðu á
stöðinni var Ross Schofield í óða önn að
laga til á skrifstofu blaðsins. Hann hafði
keypt heilmikið af bláum satín-borðum, og
var að hnýta slaufur á hvern stól í skrifstof-
unni. Því miður kunni hann ekki að lmýta
þessar fínu 'slaufur, hann varð að láta góðan
rembihnút duga.
Alt þetta var gert til heiðurs nýja rit-
stjóranum sem nú var von á. Enginn vissi
enn þá nema starfsmenn blaðsins og Briscoe
feðginin, að Helen væri að koma. Því hafði
verið ráÖstafan þannig að Briscoe skyldi ekki
taka ámóti henni á stöðinni, því að alt var í
ólagi á skrifstofunni og þangað varð liún
strax að fara af lestinni. Um kveldið ætluðu
þeir að koma benni til dómarans, en hann
átti að sjá um að hún kæmist í vinnuna strax
á morgnana. Það var einnig ákveðið að
Harkless fengi ekkert að vita hver hefði tekið
við blaðinu. Dómarinn ætlaði að sjá um það,
að enginn frá Plattville færði Harkless fregn-
ina.
Nú heyrðist skröltið í lestinni og allir
þustu út úr stöðinni og fram á pallinn.
Parker og Fisbee voru í mikilli geðshrær-
ingu. Fisbee var farinn að skjálfa eins og
lirísla, ]>egar lestin staðnæmdist. Þeir gengu
að dyrum fólksflutningsvagnsins, en enginn
kom. Einhver rak upp hlátur að baki þeim.
Parker leit við og þar stóð Helen hlæjandi.
Ilún sneri sér að Fisbee og kysti hann. “Bg
er hætt að ferðast í fínu vögnunum.”
Helen var eini farþeginn til Plattville,
þennan dag. Tvær stórar kistur komu af
lestinni, og Judd Bennett tók við þeim og
keyrði af stað til Briscoes. Helen, Fisbee og
Parker settust upp í ieina kerruna. Parker
sat hjá ökumanninum með ferðatösku Helen-
ar á hnjám sér. Svo óku þau af stað.
14. KAPÍTULI.
Björgim.
Það hélt áfram að rigna á meðan þau
óku í flýti upp til bæjarins. ,
' Þau komu að Herald-ibyggingunni, og
Ross Schofieldhafði naumast tíma til að kom-
ast í sloj)pinn. Svo stóð hann feimnislega við
dyrnar þegar þau komu upp tröppurnar.
Fisbee varð litið á alla borðana, sem Ross
hafði bundið á stólana og hengt á veggina,
og gamli maðurinn stundi mæðulega. Helen
brosti þegar hún sá alt skrautið. “Er það
ekki fallegt,” hrópaði hún. “Þetta hefir þú
gert.” Hún sneri sér að Ross, sem roðnaði
út að eyrum og stamaði: “Ó, það er nú ekki
mikið.”
Helen gekk að skrifborðinu og lagði regn-
kápuna og hanskana sína á stól við borðið.
“ Er þetta stóll Harkless ? ’ ’ spurði hún Fisbee.
Hann svaraði að svo væri. Hún strauk hend-
inni yfir stólbakið, tók svo kápuna og lagði
liana á annan stól og sagði glaðlega : ‘ ‘ Eg held
við ættum að byrja á því að sópa og laga til
hérna. ’ ’
“Hvað sagði eg þér,” Ihvíslaði I’isbee.
“Eg vissi að liún yrði ekki lengi að byrja á
starfinu. ”
“Sú er nú dugleg,” sagði Parker og
hljóp af stað til að leita að vendi til að sópa
með rykið. I prentsmiðjunni hitti hann Bud
Tipworthy. Honum hafði ekki verið sagt frá
nýja ritstjóranum. ‘ ‘ Flýttu þér nú og náðu í
sóp eða vönd. ’ ’ Þeir fóru að leita og Parker
sagði Bud alla söguna. “Blaðinu er borgið,
]>að er komin liingað stúlka—hreinasti engill,
í brúnni kápu og með grá augu. ”
“Er það ekki fyrirtak,” sagði Bud.
Ross Schofield var nú kominn líka.
“Ileyrðu, Parker, sástu augun í henni?”
“Já, hún er gráeygð.”
‘ ‘ Bg hélt það fyrst þegar eg sá hana dag-
inn sem Kedge Halloway flutti ræðuna, og
eins á sýningardaginn; en þau breyta litum.
Mér sýndust þau blá áðan; alveg eins og
borðarnir mínir.”
“Það er gaman, ” sagði Bud Tipwortliy.
Þegar búið var að hreinsa til í skrifstof-
unni, ])á settist ritstjórinn niður við borðið.
Hún leit í flýti yfir blöð þeirra Fisbeé og
Parkers. Sá síðarnefndi sagði henni ýmis-
legt viðvíkjandi starfinu og gaf henni ein-
hverja hugmynd um hvað mikið þyrfti að
skrifa til að fá nóg í blaðið.
Þegar Parker var búinn að þessu sátu
þeir þrír steinþegjandi og horfðu með aðdá-
un á Helen. Hún hugsaði sig um ofurlitla
stund.
“Eg held við ættum að hafa verðlags-
skýrslur. Eg er viss um að Mr. Harkless
Vferi ]>ví samþykkur. Haldið þið það ekki?”
Hún sneri sér að Parker.
“Jú,” sagði Fisbee. “Aldrei hefir mér
dottið það í hug. Bn að nokkur stúlka skyldi
liafa hugsað um þetta.”
Helen roðnaði. “Engum nema kven-
manni hefði dottið þetta í liug ellegar verzl-
unarmanni. Þið eruð hvorugf; þess vegna
kom ykkur það aldrei til liugar. Mr. Parker,
ef þú vilt halda áfram að vera fréttaritari, til
morguns að minsta kosti, og ef ekki er of
blautt úti, þá vil eg biðja þig að leggja nú af
stað og leita uppi all verzlunarmenn og kom-
ast að því hvað helstu vörutegundir kosta.
Eins væri gott ef þú færir á sláturhúsið og
hveitimylnuna og spvrðir þar líka um verð.”
Parker ætlaði strax að þjóta af stað, en
Helen kallaði til lians. “Þú hefir enga regn-
hlíf. Hérna er mín. Taktu liana.” Hún
fékk honum regnhlífina. Parker þakkaði fyr-
ir hálf meifnislega og fór út úr herberginu.
Hann hljóp niður stigann, án þess að opna
regnhlífina og á leiðinni til Martins gamla
stakk hann regnhlífinni undir yfirhöfn sína
og linepti hana vandlega að sér. Þannig
gekk hann með hana allan daginn.
Þegar Parker var farinn, sagði Helen
við föður sinn: “Vildir þú fara yfir á gest-
gjafahúsið, góði minn, og komast eftir hverj-
ir hafa komið og farið þessa viku. Eg tók
eftir því að Harkless hafði eina tvo dálka um
þau efni, og ef að engir höfðu komið eða farið
þá skrifaði hann jafnlangt mál um það livað
lítið bæri nú til tíðinda. Þú sérð að eg hefi
lesið blaðið. Eg var áskrifandi.” Hún klapp-
aði á kinn föður síns og hló.
“Þetta fer nú alt að ganga betur hér
eftir. Eg hefi ýmislegt í hyggju, og bráðum
förum við að prenta reglulegar fréttir. Bráð-
um komust við í fréttasamband við stórblöðin.
Svo hefi eg hlustað á senator Burns, og eg
held eg geti skrifað stjórnmálagreinar. Þeg-
ar þú kemur til baka, verð eg búin að skiáfa
helming af því sem til þarf fyrir morgundag-
inn. Taktu regnhlífina þína með þér, og
ferðu nú. Spurðu þá á stöðinni hvort ritvélin
mín sé komin.”
Helen sótti regnhlífina, sem stóð í einu
hominu, og fekk gamla manninum hana.
Hann gekk út að dyrunum, en hún kallaði til
hans.: “Bíddu svolítið.” Svo beygði hún
sig niður og bretti upp buxnaskálmunum hans
svo þær óhreinkuðust ekki. Fisbee fór að
hafa á móti þessu, en Helen sagði að í gamla
daga hefðu hefðarmeyjar alt af sett sporana
á riddarana, áður en þeir legðu í bardaga.
Ross Schofield starði undrandi á þetta alt
saman. Aldrei hafði honum sýnst Fisbee eins
fyrirmannlegur og nú.
‘ ‘ Hvað er þetta, ’ ’ sagði Helen. ‘ ‘ Þú hef-
ir engar skóhlífar; það dugar ekki.” Fisbee
og Ross urðu báðir að lofa því hátíðlega að
kaupa sér skóhlífar, áður en hún leyfði föð-
ur sínum að leggja af stað. Fisbee lagði nú
af stað til gestgjafahússins, léttur í spori.
Solomon Tibbs þræstti um það við systur sína,
hver þessi maður gæti verið. Hann var í
stórri regnkápu og með regnhlíf svo lítið sást
af honum nema fæturnir. Þau komust að
þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera Eng-
leiidingur.
Helen sneri sér nú að Ross Schofield,
sem nú var einn eiftir af þeim þremur. “Mr.
Schofield eg heyrði þess getið í Rouen, að hér
væri félag sem stofnað hefði verið til að rann-
saka hvort ekki væri olíunámur hér í sveit-
inni. Veist þú nokkuð um þetta?”
Ross var orðinn dauðhræddur, því nú
var iliann orðinn einn með fallegu stúlkunni.
Ilann gat varla komið upp orði.
“Ó, ]>að er þessi vitleysa í Eph Watts.”
“Veistu hvort þeir eru farir að grafa
eftir olíunni enn þá.”
“Hvað, ungfrú?”
“Eru þeir farnir að grafa?”
“Nei, ungfrú. Eg held ekki. Þeir hafa
eitthvað verkfæri einar þrjár mílur héðan.
Þeir eru víst ekki byrjaðir. Þeir eru að koma
sér fyrir. Bg heyrði Eph segja að þeir myndu
fara að bora—eg ætlaði að segja grafa—”
Ross fór að stama og kom seinast engu orði
uþp úr sér.
Helen brosti'góðlátlega. Hún fann að
hann hafði notað rétta orðið, en vildi ekki
gefa í skyn að hann vissi betur en hún.
“Þú mátt ekki verða undrandi þó eg viti
lítið um þessi málefni,—samt aúla eg mér að
flytja sem mestar fréttir af þessari olíunámu.
Ilún gotur orðið ])essari sveit til mikils gróða.
Við segjum ekki mikið um hana á morgun, en
ef að þú gætir náð tali af Mr. Watts fyrir
mig og spurt hann frétta og eins beðið liann
að líta hérna inn á skrifstofuna á morgun, þá
væri eg þér mjög þakklát.”
“Hann lætur varla standa á sér,” svar-
aði Ross. “Bg get fengið kerruna hans
Tibbs og ekið þangað niður eftir strax.”
Hann ætlaði að flýta sér út, en Helen kallaði
til hans. Ilún vildi sjá um að mönnum sínum
liði sem bezt. Ross sagði henni að kerran
væri þannig útbúin að sér gæti ekki kólnað
á leiðinni. Samt varð hann að fara í regn-
kápuna, sem hún klæddi hann í. Þá fékk
hann að fara. Þegar hann kom niður stig-
ann tók hann kápuna, vafði hana gætilega í
brúnan pappír og skildi böggulinn eftir í
prentsmiðjunni.