Lögberg - 05.07.1934, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚLÍ, 1934
Hogberg
OeflS ót hvem fimtudag af
TB B COLUMBIA P R E B S L 1 M I T E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO JS.00 um áriO—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Colum-
bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Eláta verzlunarfélagið
í Canada
Stevens-nefndin, sem sambandsstjórnin
skipaði til að rannsaka verzlunarmál þessa
lands, hefir nii starfað í meira en þr.já mán-
uði. Margt heíir komið í ljós við þessa rann-
sókn, og er sumt af því þannig, að ótrúlegt
má heita. Nú er sannað að vms af stærstu
og ríkustu verzlunarfélögum hér í landi Iborga
starfsfóiki sínu svo lágt kaup að skömm er að.
Samt er eitt jteirra, sem vel hefir þolað þessa
rannsókn, og er það Hudson’s Bay félagið,
elzta verzlunarfvrirtæki í Canada, og eitt af
þeim voldugustu.
Félag þetta var stofnað í London árið
1G68, og var löggilt af Karli konungi II.,
tveimur árum seinna. Konungur gaf félag-
inu einkaréttindi til þess að verzla á því svæði
sem lægi að Hudsonsflóanum og jafn langt
inn í landið og upptök þeira fljóta, er út í
flóann rynnu.
Frá því fyrsta hepnaðist þetta fyrirtæki
afbragðs vel, og eftir 14 ár greiddi það 50%.
í arð af stofnfé. Næsta ár borgaði það 25%.
Þá var hverjum hlut skift í þrent og það ár
greiddi það 25% af hverjum hinna skiftu
hluta. Starfsmenn félagsins könnuðu landið
alt sunnan og vestan við flóann og slóu eign
sinni á alt svæðið. Árið 1869 keypti Canada-
stjórn mest af þessu landflæmi af félaginu
fvrir 300,000 sterlingspund, en félagið hélt
þó eftir 7 miljón ekrum í Sléttufvlkjunum
þremur og allstórum spildum í kringum bæki-
stöðvar sínar víðsvfegar um landið.
Þar til skömmu fyrir stríðið mikla lagði
félagið sig næstum því eingöngu eftir grá-
vöruverzlun, en þá byrjaði það að reisa
deildabúðir í stærri borgum Yesturlandsins.
Forstöðumenn félagsins skýrðu Stevens-
nefndinni frá því að á tímabilinu frá 1910 til
1930 hefði félagið greitt frá 20% til 50% í
arð til hluthafa árlega. Árin 1930-32 skað-
aðist ifélagið eitthvað dálítið, en í fyrra var
reksturshagnaður um $403,000, en eignir þess
eru metnar á $27,337,000 í Canada. Af verzl-
unum félagsins er búðin í Winnipeg lang-
stærst. Árið sem leið, seldi hún vörur fyrir
$7,600,000, en búðin í Vancouver fyrir $6,000,-
000. Grávöruverzlun er enn talsverð og nam
árið 1930-31, $10,000,000. Félagið hefir 224
útibú í Norð-vesturlandinu. Eínn á félagið
2,000,000 ekrur af landi óseldar, og 86 skip
hefir það í siglingum með varning sinn.
Seinni árin hefir það náð undir sig stórum
eignum á Nýfundnalandi, aðallega laxveiða-
skipum og niðursuðutækjum. Árlega selur
það 1,250,000 pund af laxi til Englands.
Hudson’s Bay félaginu er stjómað af
forstjóra, vara-forstjóra og fimm manna
stjórnarnefnd. Aðsetur þeirra er í London.
Fvrir þremur árum var einnig kosin nefnd
til að annast um stjórn félagsins í Canada.
Forstjóri þeirrar nefndar er George William
Allan í Winnipeg, en Patrick Ashley Cooper,
enskur fjármálamaður, hefir vfirstjórn alls
félagsins. Hlutaféð er að upphæð £4,492,224
og er það næstum alt í höndum Englendinga
og Skota, að undanskildum nokkrum hlutum,
sem canadiska nefndin hefir með höndum.
Saga Hudson’s Bay félagsins og þessa
lands verður ekki aðskilin. Er það því gott
að heyra að félagið stendur föstum fótum,
þrátt fyrir kreppuna.
Efnafræðingum er smám saman að takast
að framleiða, á vinnustdfum sínum, margt
það, sem jurtir og dýr framleiða á lífrænan
hátt. Fyrir þremur árum tókst efnafræðing-
um á tilraunastofu du Pont félagsins að fram-
leiða togleður, sem reyndist jafngott og það,
sem fæst úr legi gúmmí-trésins. Fyrst í stað
kostaði þetta svo mikið að togleðrið seldist á
einn dollar pundið. Meðan svo var, kostaði
það miklu minna a kaupa vanalegt togleður í
bíla-hringa, o. s. frv. Nú er svo komið, að
verksmiðjurnar geta framleitt nýja togleðrið
fyrir 35c pundið. Bf að til stríðs dregur,
verða því Bandaríkin ekki upp á aðra komin
með þessa nauðsynjavöru, sem nú fæst aðal-
lega frá nýlendum Breta og Hollendinga.
Oxford hreyfingin—
Heimurinn
Frá því stóra striðinii laug, hefir andi Anti-
kristsins skotiÖ upp beljandi hausi miklu freklegar
en nokkru sinni fyr. Sá andi er í sérhverri lífs-
stöSu og Krists óvinir beita öllum ráðum af öllu afli
til aS brjóta kristnina á bak aftur.
Sá háski fylgir þessara tíma antikristum, aS þeir
leika á trúgirni heimsins, sem þreyttur er og veikur,
hefir óvirt sig sjálfan algerlega og vill kenna GuSi
um syndir sínar. Antikrists andi mjög eitraSur;
líkt og hitasótt læsir hann sig um líkamann, þegar
hann er illa á sig kominn, þannig vill nefndur andi
taka áþekkum tökum á hignandi menningu. Hann
færist í aukana eftir því sem andlegt f jör heimsins
dvínar. Hann-þroskast meS degi hverjum.
Heimurinn engist sundur og saman af hræSslu,
sú tauga-trekking er banvæn og engin furSa, aS á-
minstur andi færist út um víSa veröld. Allur heim-
urinn er svo á sig kominn, aS honum finst hver f jör-
kippur, hver athöfn, hvort rétt er eSa röng, betri
heldur en dauft og dapurt aSgerSarleysi, þykir “betra
ilt aS gera en ekkert:” Mjög margar miljónir lifa
viS sult eSa hafa hrokkiS upp af sætum draum um
framtiS sína, er sérgóSir stjórnmálamenn, kristnir
aS nafninu til, hafa haldiS aS þeim, en er þeir draum-
ar urSu aS táli, finst þeim þaS æfintýri skárra, aS
bvlta meS afli þeirri tilhögun, sem veriS hefir, heldur
en endalaust aSgerSarleysi. Frá þeim aS sjá er betra
að gera menn dýrSlega, heldur en GuS, sem hefir
yfirgefiS þá, ef hann þá er til.
Stjórnendur geta ekki leitt oss úr þessum vanda.
Er þá svo aS skilja, að þessi siSmenning, sem vér bú-
um viS, fari sömu leiS og aSrar, sem vér höfum
sögur af, en eru nú liðnar undir lok fyrir löngu?
’ Eitt er alveg víst, aS þessi siðmenning getur ekki
haldist, ef rætur hennar fúna af hræðslu, hatri og
heiSindómi. Á það sama fyrir henni aS liggja og
öðrum, aS hverfa i gleymskunnar djúp, þegar há-
marki spillingarinnar er náS? Lítum á hvað er að
gerast: HiS holdlega og efnislega er dýrkaS og dáS.
Karlmenn og kvenfólk hættir lífi sinu til afreka,
sem kitla þjóSernishroka, en hafa enga aSra andlega
þýSingu.—ÞjóSir stjórnast af æstri aðdáun fyrir
afreksmönnum ; það óbrotna hlýtur aS víkja alstaSar
fyrir því tröllslega, margsetta; alt á aS vera öllu öðru
meira, sá metnaður er alstaSar nálægur; “öðru meira,
öllu öSru meira,” er kappiS sem lagt er viS verzlun,
húsagerS, mannsöfnuS, borgir. StríS eru tröllsleg
manndráp; friður ferlegt gabb.
Fólk gerir meira en láta túlann ganga um stríS,
þaS stefnir störfum sínum aS stríði. Allur heimur-
inn keppist viS aS smíSa vopn! Ótti og andleysi
keyrir.þá verksmiðju til að rembast viS að smíSa æ
meiri hergögn, er til megi taka hvenær sem vjll. Um
i,ooo dölum er eytt á hverri mínútu til hergagna,
og það á friSartímum, sem kallaSir eru! ÞjóSir hafa
mikiS viS herliS sitt og verja mörgum miljónum til
sjóvarna, er miklu væri betur variS til aS bæta kjör
allra.—Hroki er altaf kostbær, en vopnadramb þjóða
eyðir meiru og er heimskulegra en alt annaS. MeSan
sá hroki helst, verða fundir og samkomur þjóðfull-
trúa aðeins til háSungar. Öll stórveldi þykjast þurfa
aS halda hergögnum við ófriSar hæfi og kalla það
framferSi varnarráSstafanir. ÓfriSur þjóSa á milli,
milli þinnar þjóSar og minnar, helst alla tíS; þó aS
skotskurðirnir sjáist ekki, þá er stríðsandinn til staS-
ar. Hvar sem litið er sést friðarblika, einkum á
fjármála- og viSskiftasviSum. Eitt ríki leitast viS
aS ná fjármunalegu kúgunarvaldi yfir öðru. Ög þó
er heilagur andi vor á meðal og bíður þess aS múr-
veggir hrynji, sem skilja menn aS, og skilja þjóSir
aS, svo aS vér getum öll séð sjálf meS augum Drott-
ins, aS vér erum hans börn.
Vér vitum fyrir víst, aS þjóSasambandiS helst
jarðfast, þangað til Drottinn er látinn ráða niður-
stöðum á friðgerSarfundum. En þaS er gagnslaust
aS vita þetta nema vér látum fulltrúa vora vita þaS
lika og heimtum aS þeir hagi sér þar eftir, sem allra
fyrst. Ella mun ruglið skella á meðan vér lifum
voru sérgæsku lifi, og þá vöknum vér viS sköllin og
óganginn er næsta striS byrjar.
Þjóðernisleg einangrun og sérþótti gera aS engu
andlegar framfarir og efnalegar. Engin þjóS getur,
engin þjóS hefir nokkru sinni getaS verið sjálfri sér
nóg. Stjórn GuSs getur veriS skörulegri til fram-
kvæmda heldur en nokkur mannleg ráS, til úrlausnar
þeim vanda, sem þjóðir eSa veröldin er stödd í. Vér
verSurn að hafa GuS í verki með oss, eins og hann
gefur oss hlutdeild í sínum ráðum. Vor vandræSi
verSa ekki leyst meS öðru móti.
Þjóðir eru hræddar um að einlægni sé veikleiki,
þó í réttum skilningi sá ráðvendni upphaf og kjarni
mikilla valda.—Minnist þess aS vér getum ekki von-
ast eftir einlægni og ráðvendni af nágranna vorum,
ef hann veit að vér erum ekki einlægir við hann.
Þetta nær bæði til einstakra manna og þjóða. Hverri
manneskju er i brjóst laginn sá kostur aS smíða hér
meS veröld aS nýju.
Fjármuna vandi heims og friÖar vandi heims
verSur ekki leystur nema meS kristninnar atverka.
AnnaS úrræSi er ekki til. *ÖI1 önnur ráð hafa brugS-
ist og munu æ bregðast.
Á þeim þingum, sem haldin verða um afvopnun,
friS eða fjármuni, mun nokkur fulltrúi stórveld-
anna á þeim þingum hafa hug í brjósti til að lýsa
því í heyranda hljóÖi, aS hann ætli
sér ekki lengur aS verSa aðgerðar-
laus kristinn maSur, heldur lifa og
starfa sem Kristur; aÖ starf hans
skuli grundvallast á einlægni, skír-
lífi, ósérplægni og elsku? Er til
nokkur landsstjórnarmaSur, sem
hefir nógu skýlausa trú á Kristi, til
aS gera þetta;
“Og hann skal dæma þjóSa í mill-
um og skal vita margar þjóÖir, og
þær skulu slá plógjárn úr sverðum
sínum og hlújárn úr spjótum
sínum. Engin þjóS skal aS annari
sverS reiSa né skal nokkur framar
hernað læra,” stendur skrifaS hjá
Esajasi spámanni.
Hugsum okkur aS andi Krists
stjórni League of Nations eSa Al-
þjóSasambandinu—-um Krists friS
umfram allan skilning, yfir öllum
löndum, svo aS mæður mættu reiÖa
sig á aS óvætturin HernaSur næði
aldrei börnum þeirra. Hugsum um
heimili, aS þau mættu örugg byggj-
ast á klöpp trúarinnar í trausti
GuSs—um þær stóru sálir er mættu
beita gáfum sínum mönnunum til
gagns og betrunar, en ekki til af-
töku og eyÖingar,—um bóndann, aS
hann sé óhultur á sínum smáskika
GuSs grundar, ekki síSur en sá, sem
býr í óvinnandi kastala. Frá okkur
aS sjá, í þessu andlega sambandi,
sem er kent við Oxford, hyllir þess-
ar fögru sýnir framundan, en vér
vitum með vissu að allar miklar
framfarir voru séðar fyrst í hyll-
ingum og í draumsýnum.
“HvaS kemur til aS þér kúgiS mitt
fólk og meiSiÖ og merjiÖ andlit fá-
tækra?” segir Drotinn, hersveitanna
herra.
HernaSur á ekki upptök sín hjá
alþýöumönnum á refilstigum, heldur
hjá þeim, sem sitja i bríkastólum
innan veggja, sem skot vinna ekki á.
Vort markmið er aS rjúfa þá veggi
meS skynsamlegum skilaboÖum frá
Jesú Kristi; aS breyta líferni hvers
og eins þar til veröldin er aS Kristi
snúin; aS fá hvern og einn til að taka
ærlega á móti sínum eigin vandræS-
um og veraldarinnar líka, án ótta og
án hlutdrægni og aS leysa úr þeim
vandræðum meS því að breyta þeim
sem valdir eru að þeim. Stór ásetn-
ingur? Já, en hvílíkur metnaðar-
auki fyrir þig, ef þú vildir setja þér
þaS lika!
Úr: “What is the Oxford Group?”
Oxford, 1933.
B. J. J.
Islendingadagurinn
Hin árlega þjóShátíS Vestur-ís-
lendinga verður haldin aS Gimli i
Manitoba, eins og siðastliSið ár. Til
hátíðarinnar verÖur vandaS af
fremsta megni, eins og verið hefir.
Nefndin er samhuga um , aS gera
daginn eins hátiSlegan og í alla staði
fullkominn, eins og íslendingum og
íslenzkri þjóðhátið Sæmir.
Þar eð smá styttist til hátíÖarinn-
ar vill nefndin leyfa sér að vekja at-
hygli allra þeirra, sem búnir eru aS
vera 50 ára hér í álfu—þaS er þeirra
sem komiS hafa til þessa lands 1884
eða fyr—á því, aS þeir verða gull-
afmœlisbörn íslendingadagsins í ár,
og æskir nefndin eftir að öll gull-
afmæljsbörn þessa árs sendi skrif-
ara nefndarinnar, eins fljótt og hægt
er,- svör við eftirfarandi spurning-
um, svo nefndin geti sæmt þau gull-
afmælis-merkinu.
Eins það fólk, sem gaf sig fram
i fyrra, en gat ekki sótt hátíðina, en
sem getur orðið viðstatt í sumar, á
og sæti meS þessa árs gullafmælis-
börnum á hátíSinni, og meÖtekur
gullafmælis-merkin, og geta átt
það sem þjóðlegan menjagrip.
Eftirfarandi spurningum er óskaS
eftir að sé svaraS eins-greinilega og
hægt er:
Nafn? Heimili? Aldur? Hve-
nær kom frá íslandi? Frá hvaSa
plássi á íslandi? Hvar fyrst settist
aS hér í landi? Fluttist síðan tií?
Atvinna? og aðrar upplýsingar, er
hverjum einum þykir nauSsynlegt
að gefa.
Svar viS þessum spurningum
sendist til skrifara íslendingadags-
nefndarinnar, Mr. G. P. Magnús-
sonar, 596 Sargent Ave., Winnipeg.
Fimtugaála ársþing
Hins evangeliska lúterska kirkjufélags
Islendinga í Veáturheimi
Haldið í Selkirk, Manitoba, 22. til 26. júní 1934
FYRSTI FUNDUR.
HiS fimmtugasta ársþing Hins evangeliska lúterska kirkju-
félags íslendinga í Vesturheimi, kom saman í kirkju Selkirksafn-
aðar, í Selkirk, Manitoba, þ. 22. júní 1934. ÞingiS hófst meS
guðsþjónustu og altarisgöngu, kl. 8 e. h. Prédikun flutti séra
Guttormur Guttormsson og hafSi fyrir ræÖutexta Matt. 25 :^4, 25.
Setti síÖan forseti, séra Kristinn K. Ólafson, þingiS á venjulegan
hátt:
Skrifari las upp þessa Skýrslu um embættismenn, presta og
söfnuði kirkjufélagsins:
I. Embættismenn:—Sérti Kristinn K. Ólafson, forseti; séra
Jóhann Bjarnason, skrifari; herra S. O. Bjerring, féhirðir; séra
Haraldur Sigmar, vara-forseti; séra E. H. Fáfnis, vara-skrifari;
herra A. C. Johnson, vara-féhirSir.
II. Prestar:—N. S. Thorláksson, Björn B. Jónsson, Rún-.
ólfur Marteinsson, Pétur Hjálmsson, Kristinn K. Ólafson, Jóhann
Bjarnason, Guttormur Guttormsson, Sigurður S. Christopherson,
Haraldur Sigmar, SigurSur Ólafson, Steingrímur Octavíus Thor-
láksson, Valdimar J. Eylands, Carl J. Qlson, E. H. Fáfnis, Jóhann
FriSriksson.
III. SöfnuSir:—í Minnesota: St. P,álss., Lincolns., Vestur-
heimss.—í N. Dakota: Pembínas., Vídalínss., Hallsons., Péturs.,
Víkurs., Fjallas., Melanktonss. — í Manitoba: Fyrsti lút. s.,
.Selkirks., VíSiness., Gimilis., Árness., Breiðuvíikurs., Geysiss.,
Árdalss., BræSras., VíSirs., Mikleyjars,, Furudalss., Fríkirkjus.,
Frelsiss., Immanúelss., (Baldur), Glenboros., Brandons., Lundars.,
Lúterss., Jóns Bjarnasonar s., Betanius., Betelss., Hólas.. Skál-
holtss., HerSubfeiSars., Strandars., Winnipegosiss., Swan Rivers.,
GuSbrandss. — í Saskatchewan: Konkordías., Lögbergss., Þing-
vallanýl.s., ísafoldars., Hallgrímss. (Leslie), Elfross., Immanuelss.
(Wynyard), Ágústínusars., Foam Lakes.—í Washington: Þrenn-
ingars., Blaines., Hallgrimss. (Seattle). — í British Columbia:
Vancouversöf nuður.
Á kirkjuþingi í Selkirk, Manitoba þ. 22. júni, 1934-
Jóhann Bjarnason,
(Skrifari Kirkjufél.)
í kjörbréfanefnd skipaði forseti þá séra Jóhann Bjarnason,
S. S. Einarsson og Tryggva Ingjaldsson.
Forseti ávarpaði þingið nokkrum uppörfunarorðum. Lét í
ljós ánægju sína yfir því mikla fjölmenni, er var viS þingsetning-
una, og þeim áhuga er sú mikla aSsókn að sjálfsögðu lýsti.
Var síÖan fundi slitiS kl. 10.15 e. h.
Næsti fundur ákveðinn kl. 9 f. h. næsta dag.
ANNAR FUNDUR.
Þ. 23. júní, kl. 9 f. h.—Fundurinn hófst meS bænargjörð er
séra E. H. Fáfnis stýrði.
Fyrir hönd kjörbréfanefndar lagSi þingskrifari fram þessa
skýrslu:
Skýrsla kjörbréfanefndar.
Samkvæmt framlögSum skýrteinum og kjörbréfum eiga sæti á
þessu kirkjuþingi, auk presta og embættismanna kirkjufélagsins,
þessir erindrekar:—
Frá St. PálssöfnuÖi: K. Valdimar Björnson og Árni Chris-
tianson. Frá VesturheimssöfnuSi: William Gunnlaugson. Frá
VídalínssöfnuSi: Wm. SigurSson og Bl. T. Björnson; frá Hall-
grímssöfnuði..........................; frá PéturssöfnuSi: B.
Thorvarðson; frá VíkursöfnuSi: J. J. Myres og H. T. Hjaltalín;
frá GarðarsöfnuSi: G. Thorleifsson, Joseph Hall og O. K. Olaf-
son; frá FjallasöfnuSi: H. Bjarnason; frá MelanktonssöfnuSi:
Björg Benson, Bergþóra Einarsson og S. S. Einarsson; frá Fyrsta
lút. söfnuði: Mrs. Flóra Benson, J. J. Vopni, J. G. Jóhannsson og
J. J. Swanson; frá SelkirksöfnuSi: Mrs. B. Kelly, Miss Lottie
Olafson, Jón Ingjaldson og Klemens Jónasson; frá ViSinessöfn-
uÖi: Mrs. Elín ThiSriksson; frá GimlisöfnuÖi: F. O. Lyngdal og
Egill Egilsson; frá ÁrnessöfnuSi: Mrs. H. Sigurdson; frá BreiSu-
víkursöfnuSi: Finnur Markússon; frá GeysissöfnuSi: Friðrik P.
SigurSson og Mrs. F. P. SigurSson; frá Árdalssöfnuði; Stefán
GuSmundsson, Tryggvi Ingjaldsson og Magnús SigurSson; frá
BræSrasöfnuSi: Skúli Hjörleifson, Mrs. S. Hjörleifson og Mrs.
Th. Hallgrímson; frá VíSirsöfnuSi: Steingrímur SigurSsson; frá
MikleyjarsöfnuSi: Helgi Ásbjörnsson og Kristin Tómasson; frá
FurudalssöfnuSi: Jón Arnórsson; frá Fríkirkjusöfnuði: Óli Stef-
ánsson og William GuSnason; frá FrelsissöfnuSi: J. K. SigurÖson
og Ingi Swainson; frá ImmanúelssöfnuSi (B.) : Th. Swainson,
og Oli Anderson; frá GlenborosöfnuSi: G. J. Oleson og A. E.
Johnson; frá GuSbrandssöfnuði: J. S. Gillis; frá LundarsöfnuÖi:
Mrs. H. J. Leó og Jón Halldórsson; frá LúterssöfnuSi: Mrs. R.
Eiríkson; frá BfetaníusöfnuSi: \ ; frá
BetelssöfnuSi................................; frá HerðubreiSar-
söfnuSi: Jón Thórdarson; frá Kankordíusöfnuði: G. C. Helgason
og E. Gunnarsson; frá LögbergssöfnuSi: Mrs. S. Frederickson.
Afsökun hefir komið frá LincolnsöfnuSi.
Á þinginu eru staddir þrír óvígðir gufræðingar, þeir G. P.
Johnson, B. Theodore SigurSsson og B. A. Bjarnason, er allir
verða væntanlega bráðlega vígðir; leggjum vér til aS þeim sé veitt
nú þegar full þingréttindi.
Á kirkjuþingi í Selkirk, Man., þ. 23. júní, 1934.
Jóhann Bjarnason, S. S. Einarson, v
Tryggvi Ingjaldsson.
Var skýrslan samþykt i e. hlj., og skrifuSu því næst kirkju-
þingsmenn undir hina venjulegu játningu þingsins.—
Fyrir hönd SelkirksafnaSar bar cand. theol. B. Theodore Sig-
urðsson fram árnaðarorð til kirkjuþingsins, og bauð þingið vel-
komiS. \’ar fyrir það þakkað, í þingsins nafni, af forseta.
Þá lágu fyrir skýrslur embættismann og standandi nefnda.
LagSi forseti þá fram ársskýrslu sína:—
ÁRSSKÝRSLA FORSETA 1934.
Eftir því sem lengur líður án þess að verulega létti því ár-
ferði, sem nú hefir þjakaS flestöll lönd heimsins—-bráðum um
fimm ára skeið—því meir og þetur gefst mönnum kostur á því aS
sjá aS orsakirnar til þessa ástands eiga djúpar rætur í sögu, hugs-
unarhætti og mannfélags fyririrkomulagi. Framan af bar mjög á
þeirri hugsun viSa að um skammvinnan mótbyr væri aS ræða, og
að áður en varði mundi lífsframfærslan aftur verða auðveldari og
almenn velgengni í tímanlegum efnum ná sér niðri. En þegar
þaS dregst að það rofi til, nema þá meS smáblettum og slitrótt,
verða eSlilega skiftar skoSanir um þaS mjög, hvers sé að vænta.