Lögberg - 05.07.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.07.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JULI, 1934 _ —.— —.—-------— ---------—+ Ur bœnum og grendinni - _ ~ - — ~ -——-—-----—~+ G. T. spil og dans, verður hald- itS á föstudaginn i þessari viku og þriÖjudaginn í næstu viku í I.O.G.T. húsinu á Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. 1. verðlaun $15.00 og átta verð- laun veitt, þar aÖ auki. Ágætir hljóöfæraflokkar leika fyrir dans- inum.—Lofthreinsunartæki af allra nýjustu gerð eru i byggingunni. — Inngangur 25C.—Allir velkomnir. Heklufundur í kvöld (fimtudag). Mannalát Á þriðjudaginn lézt aÖ 118 Emily St., Winnipeg, konan Margrét Gísla- dóttir, 88 ára aÖ aldri. Hún var fædd í EyjafjarÖarsýslu 2. nóv. 1845. Hin látna lætur eftir sig eina dóttur, Mrs. H. P. Tergeson, Gimli, Man., og sex barnabörn: Mrs. Mc- Kenty, Mrs. Anna Jónasson, Alma Tergeson, Peter, Joe og Robert Tergeson. Til þeirra, sem hlut eiga aö máli Tilboð fyrir verk á fjósi, sem stjórnarnefnd Betel bað um fyrir tveim vikum síðan, fór sem hér seg- ir, og eftirfylgjandi tilboð samþykt að taka: Mr. P. Magnússon, Gimli, concrete-verk. Tréverk og gröftur fyrir undirstöður, Mr. Thor Thor- steinsson, Gimli. 7. Jóhannesson. Kveðjuathöfn fer fram frá heim- ilinu í dag (fimtudag) kl. 1.30 e. h. Líkið verður jarðsett í Brookside grafreit. Á sunnudaginn 1. júlí lézt, við Churchill, Man., af slysförum, Ingi Sigurdson frá Gimli, Man. Kona hins látna er Laura Thordarson Sigurdson. Mr. og Mrs. Helgi Hornford, Elfros, Sask., komu til borgarinnar um siðustu helgi. Þau fara aftur heimleiðis seinni part þessarar viku. Mrs. Hornford er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jónas Jóhannesson, Mc- Dermot Ave., hér i borg. VICTOR JOHNSON FUND Collected by Mrs. A. Jonatanson, and paid to Mrs. S. Johnson: K. Brown...................$1.00 Mr. and Mrs. G. Johannson. . 2.00 Union Loan and Investment (Peturson Bros.) ...... 5.00 Mrs. A. Jonatanson......... 2.00 $10.00 1 1 Áður auglýst................$55-25 Mr. og Mrs. J. Frain, 18 Havel St., St. Vital.... 1.00 Krissie Johnson, Tremont Apts.............. 1.00 $57-25 Útförin verður frá heimili Mr. og Mrs. Bergthor Thordarsonj Gimli og frá lútersku kirkjunni þar, á laugardaginn 7. júlí kl. 1.30 e. h. Bardals sjá um útforina. Hjónavígslur Gefin saman í hjónaband í Ár- borg, Man., þann 1. júlí, af sóknar- presti: Gestur Eyþór Jakobsson og Lilja Jónasína Jóhannesson. Brúð- guminn er sonur Guðmundar bonda Jakobssonar i Framnesbygð og Unu konu hans Gestsdóttur Oddleifsson- ar i Haga. Brúðurin er fósturdóttir Guðrún- ar heitinnar Ingólfsdóttur Johnstone er lengi bjó í Árborg, ásamt dætr- um sínum,—en er dóttir Sigurbjarn- ar heitins Jóhannessonar og Stein- unnar konu hans, eru þau bæði löngu látin. Giftingin fór fram á heimili brúð- 'arinnar og fóstursystur hennar. Framtiðarheimilíð verður í Árborg. Kári H. Bjerring lagði af stað í skemtiferð vestur á Kyrrahafsströnd á mánudaginn var. Hann býst við að dvelja þar vestra nokkrar vikur. Kári útskrifaðist af Manitoba há- skólanum í vor, í rafmagnsfræði. Dr. Tweed, tannlæknir verður staddur að Árborg á fimtudaginn 12. júlí. Sigurður Melsted, stórbóndi frá Mountain, N. D., kom hingað til borgarinnar með fjölskyldu sína, á fimtudaginn var. Hann gerði ráð fyrir að dvelja hér nokkra daga. Sveinn Jóhansson, Wynvard, Sask., kom til borgarinnar á þriðju- daginn. Hann hefir dvalið í North Dakota undanfarandi vikur. Jón Tryggvi Bergman frá Medi- cint Hat, Alta., er nýkominn til borgarinnar, með dætrum sínum. Hann býst við að dvelja hér í borg- inni einar sex vikur. Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafsyni á prestsheimilinu í \rborg, þann 26 júní: Þorvaldur Bergsveinn Johnson og Steinunn Jó- hanna Jóhannesson. Brúðguminn er sonur Sigurjóns heitins Johnson, bónda á Odda í Árnesbygð og eftir- lifandi ekkju hans Guðrúnar Þor- valdsdóttur Þorvaldssonar, er býr í Odda ásamt börnum sínum.—Brúð- urin er dóttir hjónanna Sigurjóns Jóhannssonar og Önnu Steinsdóttur, er búa á Sóleyjarlandi í Mínerva- bygð vestanvert við Gimli. Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verður á Gimli. Mr. John S. Gillis frá Brown, P.O., Man., fór heimleiðis á laug- ardaginn, eftir að hafa setið kirkju- þingið í Selkirk. Þessir aðrir frá Brown, fóru einnig til baka á laug- ardaginn: Mr. Oscar Gillis, Miss Oddný Gíslason, Mrs. V. Olafson og Mrs. J. Johnson. Ferðist til Islands með Canadian Pacific Eimskipunum Hin hraða sjóferð frá Canada eftir hinni fögru St. Lawrence siglingaXeið priðja flokk8 farrými frá Montreal eöa Quebec til Reykja/víkur— Aðra leið $111.50 — Báðar leiðir $197.00 , Fargjöld örlltið hærri með "Duchess" og “Empress” skipunum. öll þjónusta ábyrgst hin ánægjulegasta Vegabréf ónauðsynleg Sendið heim eftir konu yðar og börnum eða heitmey, og látið þær ferðast með CANADIAN PACIFIC til þess að tryggja þeim greiða og þægilega ferð. Vér ráðstöfum öllu aðlútandi hinu nauðsynlega land- gönguleyfi. Eftir frekari upplýsingum spyrjist fyrir hjá-næsta umboðsmanni eða skrifið til W. C. CASEY, Steamship Qeneral Passenper Agent, 372 Main Street, Winnipeg, Man. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur næsta sunnudag, 8. júlí, verða með venjulegum hætti; ensk messa kl. 11 f. h. og íslenzk messa kl. 7 að kveldi. Að kveld-guðsþjónustunni lokinni segja erindrekar safnaðarins kirkju- þings tíðindi. Messuboð í Lundar og Lúters söfn. Ferming og altarisganga í Lundar söfn., sunnud. 8. júlí kl. 2 e. h. Jóhanh Fredriksson. Áœtlaðar messur í júlímánuði: 8. júlí, Árborg, kl. 11 árd.; 8. júlí, Framnes, kl. 2 síðd.; 8. júlí, Geysir, kl. 8.45 síðd.; 15. júlí, Riverton, kl. 11 árd.; 15. júlí, Víðir, kl. 8.45 síðd.; 22. júli, Árborg, kl. 11. árd.; 22 júlí, Riverton, kl. 2 síðd.; 22. júlí, Geysir, kl. 8.45 síðd.; 20. júli, Hnausa, kl. 11 árd.; 29. júlí Geysir, kl. 2 síðd.; 29. júlí, Árborg, kl. 7 síðd. N. Ó. Messur í prestakalli séra Guðm. P. Johnson verða sem hér segir:— Sunnudaginn 8. júlí í West- side skóla; sunnudaginn 15. júli í Hallgrímssöfnuði, Hólar; sunnu- daginn 22. júlí í Kristness skóla. Sunnudaginn 8. júlí messar séra Steingrímur Thorláksson i Moun- tain kl. 11 f. h. og í Garðar kl. 3 e. h. —Sama sunnudag (8. júlí) messar séra H. Sigmar í Brown, Man. kl. 2 e. h. Messur í Gimli prestakalli, næsta sunnudag, þ. 8. júlí, eru fyrirhug- aðar þannig, að morgunmessa verð- ur í Betel á venjulegum tíma; síð- degismessa kl. 2 í kirkju Víðines- safnaðar og kvöldmessa kl. 7 í kirkju Cimlisafnaðar. Þess er vænst að fólk veiti þessu athygli og fjöl- menni við kirkju. Séra Jóhann Bjarnason býst við að hafa messu, með ferming og alt- arisgöngu, í kirkju Mikleyjarsafn- aðar sunnudaginn þ. 22 júli næst- komandi. Fólk á Mikley er beðið að láta fregn þessa berast um eyna :ins rækilega og hægt er. Guðsþjónustur í Vatnabygðum Sunnudaginn 8. júlí i Wynyard kl. 11 f. h.; i Kandahar kl. 2 e. h.; í Mozart kl. 4 e. h.; og í Elfros kl. 7.30 e. h. Guðsþjónusturnar verða á íslenzku í Wynyard og Mozart, á ensku i Kandahar og Elfros. K. K. Ólafson. Dr. B. J. Brandson og kona hans fóru af stað í skemtiferð vestur á Kyrrahafsströnd á mánudaginn var. Einnig fóru vestur Miss Inga John- son, Migs Jenny Johnson, Mrs. Frank Frederickson, Mrs. Péturs- son móðir hennar og Mrs. Lára Burns. Kaupendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á því að blaðið er nú aðeins 4 blaðsíður að stærð. Þetta stafar af orsökum, Sem ekki varð við ráðið. Annars heldur blaðið á- fram að vera 8 blaðsíður, eins og verið hefir. Munið eftir samkomunni, sem haldin verður að Gimli á föstudag- inn, til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Samkoma þessi var auglýst i síðasta blaði. Utanáskrift séra K. K. ólafson, forseta kirkjufélagsins fyrst um sinn: Box 152 Wynyard, Sask. “HUMBUG” Þetta orð hefir verið tekið upp í flest Norðurálfumál, en fæstir vita hvaðan það er runnið. Það er af írskum uppruna og sagan um það og merkingu þess er þessi: f fjárhagsvandræðum sínum lét Jakob II. konungur yfir Englandi og írlandi slá mynt úr verðlitlum málmi, blending af kopar, blýi og zinki, og lét þessa peninga gilda langt fram yfir það, sem efni þeirra kostaði. Afleiðingin varð sú, að ZAM-BUK HERBAL OINTMENT & MEDICINAL SOAP Áreiðanlegt meðal við Bad Legs, kýlum, Eczema, eitruðum sárum, skurfum í höfði, o. s. frv. Ointment 50c Medicinal Soap 25c Commercial Courses What are you going to do when school is over? Have you thought of taking a Commercial Course? The Columbia Press, Limited, can place you with any of the following Commercial Schools of the city. SUCCESS BUSINESS COLLEGE DOMINION BUSINESS COLLEGE ANGUS SCHOOL OF COMMERCE HOOD BUSINESS COLLEGE Come in and talk this over with us for it will be to your advantage to consult us. We are offering you a discount of 25% of the regular tuition fee. The Columbia Press Limited 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man. áður en langt um leið hrapaði verð þessara peninga niður úr öllu valdi, svo að króna að nafnverði komst niður í 3 aura. En blendimálmurinn, sem þessir peningar voru slegnir úr, heitir á írsku “uim bog” (framborið: um bug), og svo fékk myntin nafnið “liugbug,” og það merkir siðan í öllum málum hvað eina, sem ekkert gildi hefir. — Lesb. Mbl. —Hvar er Landsspítalinn ? spurði ókunnugur maður. —Farðu hérna út á miðja göt- una og stattu þar kyr stundarkorn, þá kemstu áreiðanlega í Landsspí- talinn—Lesb. Mbl. Til skýringar Lögberg 21. júní þ. á. getur þess, að maður er nefndur dr. Ludwig Schultz, er kann 200 tungumál og er Þjóðverji.—“Líklega kann hann þó ekki islenzku,”—bætir blaðið við. Til nánari skýringar skal þess get- ið, að maður þessi er af íslenzkum ættutn, því móðir föður hans var ís- lenzk: Kristjana Jbhanna, dóttir Gunnlaugs Briem kammerráðs á Grund í Eyjafirði. — Hefir þessa hins þýzk-íslenzka lærdómsmanns áður verið getið, fyrir nokkrum ár- um,—mig minnir í Heimskringlu, og þar getið tungumálakunnáttu hans. Á sama hátt er hans getið i Land- námssögu Vestur-íslendinga í sam- bandi við ætt hans. (Sjá Almanak Ó. S. Th. 1931, bls. 42). Hann er nú vel hálfsextugur, fæddur 1878. (Sjá ættskrá sr. Bjarna Þorsteinssonar, bls. 15). Fult nafn hans er Ludwig Harald Schultz. Um svo mikinn málfræðing af is- lenzku bergi brotinn, er ekki ólik- legt að hann kunni íslenzku. M. S. Islendingadagurinn 5 Ágúst, 1934 SILVER LAKE, SEATTLE, WASH. Síðan íslendingar fluttu hingað til Vesturheims hafa þeir í flest öllum bygðarlögum, þar sem þeir eru bú- settir, sett einn dag til siðu á ári ’hverju, og kallað hann íslendinga- dag. Þá er öllu tjaldað, sem til er. Færustu ræðumenn og skáldmær- ingar tala þar í bundnu og óbundnu máli. Þá hljómar í eyrum vorum “kappa málið kæra komið guðum VEITIR HlíEYSTI OG HUGREKKI ÞEIM SJÚKU Fólk. sem vegna aldurs, eða annara orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða heilsu við að nota NDGA-TONE. NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið fólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til muna. Ef þqr eruð görr jl eða lasburða, þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra daga múnið þór finna til bata. NUGA TONE fæst I lyfjabúðum. Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast grelðlega um alt, B*m að flutningum lýtur, smáum eða «tör- um. Hvergi sanngjamara verð HeJmili: 762 VICTOR 8TREET Slmi: * 24 S00 j ( NÝ—-þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ 1 EINU — pægilegri og betri bók í vasann. Ilundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. BZIGZAG KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. frá.” Þá er talað fyrir minni gamla íslands, “þar sem fyrst vér feldum tár og fyrst vort gladdist hjarta.” Þá er talað fyrir minni Vestur- heims, “vonarland hins unga, sterka manns.” Þá syngja fyrir oss færustu söng- menn og söngflokkar og sú skemtun færir oss himnum nærri. Þá tökum vér í hönd hvers annars og gleymum öllu hinu óviðfeldna, sem hefir stundum verið sem steinn á götu vorri á liðnum tímum. Þá tölum vér.saman í bróðerni og rifjum upp hver fyrir öðrum, hvað á dagana hefir drifið. íslendingadagurinn ætti að vera helgi- og hátíðisdagur okkar Vestur- íslendinga og þann dag er okkur öllum skylt að koma saman, ef mögulegt er. fslendingar, sem búsettir eru hér í Seattle hafa ákveðið að halda þjóð- hátíðardag sinn sunnudaginn 5. ágúst n. k., að Silver Lake—í sama stað og undanfarandi ár. Nefndin mun gera alt, sem í henn- ar valdi stendur að láta daginn verða sem ánægjulegastan fyrir alla, sem sækja hann. Á skemtiskrá verða færustu ræðu- menn og skáldið, Dr. Richard Beck, kennari við rikisháskólann í N. Dak- ota talar þar fyrir minni Vestur- fslendinga. Dóra Sumarliðason, sem var, nú Mrs: Lewis, ein af há- mentuðu konum okkar Vestur-ís- lendinga, sem hefir ferðast nýlega um fsland, talar þar fyrir minni ís- Iands. Einnig mun Mrs. Dr. J. S. Árna- son tákna Fjallkonuna, og engin er færari en hún í vorum kvennahóp, að Ieysa það hlutverk af hendi, bæði hvað framkomu og myndarskap snertir. íslenzkur söngflokkur og söng- menn skemta þar, og allir, sem hlustað hafa á söngmenn vora, ljúka upp sama munni að betri skemtun sé vart að finna. Útiskemtun verður þar af ýmsu tæi, svo sem kappsund og fleiri íþróttir. Gerið svo vel að veita athygli aug- lýsingum vorum um fslendingadag- inn að Silver Lake, 5. ágúst n. lc., sem munu bráðlega birtast í íslenzku blöðunum. Nefndin. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba KOMIÐ TIL OKKAR Góðir, notaðir, Bílar Við höfum mikið úrval með lágu verði. Chevrolet of Oldsmobile umboðsmenn. CONSOLIDATED M0T0RS LTD 235 MAIN ST., Sími 92 716 (tEnginn er of gamall til aö lœra —nema hann sé ínnan viö tvítugs aldur.,> Þetta'er það merkasta Byrjar á fimtudaginn hjá FIRTH BROS. LTD. Beztu Flannels—2 og 3 pc. léttar yfirhafnir. Ágæt Tweeds—hundrað mismun- andi efni og litir. Tilsniðin $19.50 til $24.50 Karlmannaíöt með tvennum buxum $30 til $35, afbragðs gðð föt, nýj- asta snið. Spaxið yfir $10.00. Hvað mikið sem þið hafiö að gera þá takið ykkur tima til að heim- sækja okkur. pá getið þið sann- færst um það að engir hafa" betra að bjóða. 14 geymdir fatnaðir þessa viku, Verð $15.00 Buxur við gömlu fötin $5.75 og yfir. Firth Bros. Ltd. 417'/2 PORTAGE AVE. Gegnt Power Bldg. ROY TOBEY, Manager. Talsimi 22 282 224 NOTRE DAME AVE. Winnipeg, Man. Phonb 96 647 MEYERS STUDIOS LIMÍTED Largest Photographic Organiza- tion in Canada. STUDIO PORTRAITS COMMERCIAL PHOTOS Family Groups and Children a Specialty Open Evenings by Appointment LAFAYETTE H0LLYW00D Studios Studlos 189 PORTAGE Av. SASKATOON Winnlpeg:, Man. Sask. We SpeciaUze in Amateur Developing and Printlng PertMi Þér fáið aldrei betri fata- hreinsun fyrir jafn litla pen- inga, eins og hjá PERTH’S Smá viðgerðir ókeypis—öll föt ábyrgst gegn skemdum. Fötin sótt til yðar og skilað aftur. Sanngjarnt verð. Alt þetta styður að því að gera PERTH’S beztu fatahreinsun- arstofuna. * • • ' 482 & 484 PORTAGE AVE. Sími 37 266 .... — - ■ -.- j—

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.