Lögberg - 09.08.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.08.1934, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 9. AGÚST, 1934 5 Fréttir Frá Betel Tvær heimsóknir kvenfélaga og ökusveina þeirra hafa fariÖ fram aÖ Betel síðan næsta fréttabréf á undan þessu var sent. Eg minnist á öku- sveinana, en veit naumast hvort það þykir þess vert, að á þá sé minst. Þeir eru vitanlega hrein og bein smá- atriði í þessum heimsóknum. Kon- urnar sjálfar eru höfuðatriðið. Þær eru það stóra í þessum heimsóknum. Ökusveinarnir eru þó sumir eigin- menn einhverra húsfreyjanna, sem í förinni eru, eða þá bræður þeirra, eða máske synir þeirra, sem roskn- ar eru orðnar.. En hvað um það, þeir teljast varla. Hafa enda ofur- hægt um sig, þegar til Betel er kom- ið. Konurnar skipa fyrir, þær hafa völdin í svona ferðum. Það eina sem ökumennirnir þurfa að gera er að hlýða, gera það, sem þeim er sagt, —og sjá um—ef mögulegt er, að enginn bill velti um koll, svo alt komist heilu og höldnu báðar leið- ir. Sleppa annars naumast við stifa áminning frá þeim er völdin hafa. Hefir þetta gengið mæta vel. Engin minstu óhöpp í þessum ferðalögum enn, svo langt sem eg man. Fyrra kvenfélags heimsóknin, er hér ræð- ir um, var frá kvenfélaginu í Víði- nesbygð, í bygðinni suður af Gimli. Sú heimsókn var þ. i. júní s. 1.— Það fyrsta, sem konurnar æfin- lega gera í þessum heimsóknum, er að slá upp veizlu. Er það venjulega um kl. 3 síðdegis. Borðin í borð- stofu heimilisins, sem eru stór og rúmgóð, eru fylt með alls konar kaffibrauði, að fornum sið og nýj- um. Sest því næst heimilisfólk og aðrir að borðunum og er veitt af mikilli rausn, þar til allir hafa feng- ið það sem þeir álíta sig færa með. Að því búnu er komið saman í sam- komusal stofnunarinnar og er þá skemt sem best að föng eru á. Áður en skemtanir byrja er oft eitthvað alvarlegt haft um hönd. Svo var í þeta sinn. Var fyrst sunginn sálmurinn “Hærra minn Guð til þín,” og séra Jóhann Bjarna- son las biblíukafla og flutti bæn. Að því búnu var sunginn sálmurinn “Eg heyrði Jesú himneskt orð.” Þá flutti Mrs. Elín Thiðriksson, forseti félagsins, hlýlegt og fallegt ávarp til Betel og heimilisfólksins. Þá var sungið “Hvað er svo glatt,” og “Ó, fögur er vor fósturjörð.” Skiftist þá á ýmist hljóðfæraslátt- ur eða söngur. Duet sungu þær Mrs. A. Thorsteinson og Mrs. O. Gutt- ormsson. Með samspili skemtu ung- frúrnar Björg Guttormsson og Steina Sveinson. En inn á milli voru sungnir valdir íslenzkir söngv- ar. Við orgelið var Kristján Sig- urðsson organisti Víðinéssafnaðar. Þegaf vel hafði verið sungið, og rösklega og skemt með hljóðfæra- slætti, flutti Lárus Árnason, blindur vistmaður á Bletel, stutta, en lipra tölu og þakkaði fyrir hönd Betel, heimsóknina. Hafði forstöðukon- an, Miss Inga Johnson, fengið hon- um það hlutverk í hendur. Skiftir hún þeirri starfsemi meðal þess af heimilisfólkinu er vanist hefir á að taka til máls á mannfundum, og fer það vel. Næst áður var það Asgeir Friðgeirsson er flutti þakkarorð til heimsæk jendanna. Endaði þessi samkoma með því að allir sungu “Dýrð sé Guði,” og “Góða nótt.” Stundin mjög á- nægjuleg og heimsóknin öll.— Hin kvenfélagsheimsóknin var frá kvenfélaginu í Geysisbygð. Voru margar konur i þeirri för og fjöl- menni saman komið. Sú heimsókn var þ. 14. júlí s. 1. Byrjað var með rausnarlegri veizlu, sem hið fyrra sinn. Að því búnu fór fram biblíulestur með bæn og sálmasöng. Voru nú tveir prest- ar viðstaddir, þeir séra Sigurður Ólafsson, er með var í förinni að norðan, og séra Jóhann Bjarnason, sem nú þjónar á Gimli. Þá var sungið “Hvað er svo glatt’ ’og “Ó, fögur er vor fóstur- jörð,” en- þau Jóhannes Pálsson, Lilja Pálsson, og Lilja Guttormsson og bræður hennar, Stefán og Bald- ur, skemtu með hljóðfæraslætti, ýmist eitt i einu, eða tvent, stundum á slaghörpu, en stundum á fiðlu, eina í einu eða tvær. Er alt þetta unga fólk mjög listfengt, eins og ungu stúlkurnar, Bijörg og Steina, úr Víðinesbygð, sem æfinlega skemta með list sinni, þegar heimsókn er þaðan að sunnan.— Ræðu flutti séra Sigurður Ólafs- son. Sömuleiðis frú hans, Mrs. Ingibjörg Ólafsson. Sagðist þeim báðum hið bezta. Ekki voru þær ræður fluttar hvor á eftir annari, heldur með talsverðu millibili, en sungnir valdir söngvar á milli, svo sem “Eg man þá tíð,” “Fanna skautar faldi háum,” “Fósturlands- ins Freyja” og “Sólskrikjan.” Sömuleiðis fór nokkuð af hljóðfæra- slættinum fram á milK ræðanna. I lok samkomunnar var sungið “Allir heilir,” “Góða nótt,” “Eld- gamla ísafold,” og “God Save the King.”— Þegar þessi heimsókn fór fram var ráðskona heimilisins f jarverandi. Um heimilisstjórn mun þá hafa séð Mrs. J. Nordal. Hafði hún valið Mrs. Guðrúnu Goodman til að þakka fyrir heimsóknina. Flutti Mrs. Goodman mjög fallega, stutta tölu, við þetta tækifæri.— Látin Salbjörg Sigurðsson Það er ^ina dauðsfallið að Betel síðan í janúar s. 1., að Jakob Briem dó. Salbjörg lézt þ. 14Í júni. Hún varð nærri níræð. Var á þeim tíma getið um þetta dauðsfall í Lögbergi. Nýtt vistfólk á Betel eða nýlega komið þangað, eru Mrs. Margrét Anderson frá Winnipeg, og Sumarliði Hjaltdal, frá Lang- ruth. “Skrauti” Asgeirs Friðgeirssonar Svo nefnir Ásgeir ökustól þann, fer þeir Jóhann Sæmundsson og aðrir fornvinir hans í Árborg og þar í grend gáfu honum í vor. Stóllinn er af nýjustu gerð, með tveim stór- hjólum, sitt á hvorri hlið, en tveim smáhjólum að baki, er gera hann mjög slöðugan. Á hliðarhjólunum eru handrið, nokkuru minni ummáls en hjólin sjálf, er Ásgeir notar til að ráða með ferð og stefnu þessa keyrslutækis, því Ásgeir er sterkur í höndum og handleggjum og með- höndlar hann ökustól sinn mjög léttilega; er það sumpart af með- fæddri verklagni, er Ásgeir hefir jafnan átt, en sumpart af því að hinir nýrri ökustólar eru mun þægi- legri í meðförum en þeir gömlu; þeir eru minni, léttari, en fult svo sterkir sem hinir eldri. Ásgeir fer um bæinn í stólnum, eins og honum sýnist. Hugsar hann sér að hann sé að ferðast á gæðing, að gömlum íslenzkum sig, og nefnir þennan nýja gæðing sinn, “Skrauta.” Til muna ferðminni mun þó “Skrauti” vera en gæðingar Ásgeirs og annara voru á íslandi. En í því ásigkomulagi sem Ásgeir er nú, er “Skrauti” hið besta ferðatæki, er honum hinn þægilegasti reiðskjóti, sem hægt er að fá.—Ásgeir hefir mörgum frem- ur lag á að stara ekki um of á mót- læti lífsins, en gera helst gott úr öllu, hefir jafnan gamanyrði á tak- teini, er fróður um margt, að fornu og nýju og kann manna best að halda uppi fræðandi og fjörugu samtali.— Hljómplötur. Bardals Nokkuð oft hefir það verið, að A. S. Bjardal hefir skemt gamla fólkinu á Betel. Ekki alls fyrir löngu var það, að hann skemti með íslenzkum hljómplötum, er hann mun hafa aflað sér í siðastliðinni tslandsferð sinni. Má það alt heita býsna gott, og sumt hreinasta af- bragð. Mun heimilisfólk Betel vera þakklátt fyrir skemtunina. Merkjr gestir lengra að. Til þeirra má telja dr. Richard Beck, er flutti hér skemtilegt erindi. um miðjan dag. þ. 15. júlí s. 1., og W. H. Paulson, fyrrum þingmann, og frú hans, frá Leslie, er heimsóttu Betel þ. 29. júlí s. 1.— Vesturför ráðskonu og heimkoma. Eins og getið var um í Lögbergi, í byrjun júlí, fór ráðskona Betel Miss Inga Johnson, skemtiför vestur til Kyrrahafs. Var í för með dr. og Mrs. Brandson, ásamt systrum sínum og fleira fólki frá Winnipeg. Mun hún hafa verið um þrjár vikur í burtu. Á hún miklum vinsældum að fagna á Betel. Varð gamla fólk- j ið fegið heimkomu hennar, þó alt hefði raunar farið fram hið .besta á meðan hún var i þessari skemti- för sinni.— (Fréttaritari Lögb.) Um eflingu háskólans á Islandi í einu dagblaði Kaupmannahafn- ar segir ritstjóri Vilh. Finsen, sem nú gegnir stöðu hjá hinum danska sendiherra i Osló, að það standi til, að taka til við húsnæði handa há- skóla Islands i Reykjavík. Þau hús verða fleiri en eitt, þó sambygð séu, eða nærri hvert öðru. Andvirði þeirar stórsmíðar fæst með því, að hver leggur fram fé, sem vill, en fyrir því, hvort mikið er eða lítið, fær hann skírteini; af þeim pening- um, sem þannig safnast, fær háskól- inn nokkuð, en hinu er skift meðal skirteinis hafa, eftir þeim fyrir- mælum, sem Islendingar tóku í lög sín fyrir skömmu. Þegar lokið er að smíða háskóla-höllina, verður þvi, sem safnast í sjóðinn, varið til þess að borga kenslu og færa út verkssvið þessarar stofnunar. Nú eru 23 ár liðin síðan háskól- inn tók til starfa, byrjaði þá að kenna fern fræði: um guð, lækning- ar, lög og heimspeki. Þeirri síðast- nefndu fræðadeild var ætlað að “frama íslenzk vísindi og rannsóknir i sögu landsins, letrun og tungu- máli,” auk þess að vísa nemendun- um á réttar áttir í hug og heimi. Þessa kenslu stendur til að efla og færa út, eftir því sem blöð herma af ráðagerðum háskólaráðsins. Aðsóknin að þessum f jórum deild- um hefir vaxið svo, á siðarí árum, að fleiri nemendur komast ekki fyr- ir í sölum alþingishússins, en þar hefir kenslan farið fram. Aðsókn að háskólum í öllum löndum er nú drjúgum meiri en nokkru sinni fyr, og á íslandi eru svo mikið brögð að þessu, að svo búið þykir ekki mega standa, heldur beri háskólanum að I víkka námssviðið og veita æskulýðn- um hagnýta þekkingu til miklu margbreyttari starfa en áður nefnd- ar fjórar fræða-deildir eru færar um, ella safnist fljótlega fyrir hóp- ur af forkunnar lærðum öreigum. Nú stunda 50 lögvísindi við háskól- ann, 75 lækningafræði og hafa fæstir, þvi miður, nokkra von um sæmilega afkomu í sínu heimalandi, að námi loknu, þó þeir séu ágætlega vel að sér. Sama gegnir um þá, sem læra til prests; þeirra frama vonir eru alls ekki bjartari, því að tiltölu- lega ungir menn sitja í flestum brauðum. Af þessu er hinn fyrsti viðauki við háskólann miðaður við, að veita ungdóminum vísindatega kenslu, sem að haldi má koma á sem flest- um starfssviðum, svo að nemendun- um verði námið að notum til fram- búðar og atvinnuvegunum til fram- fara. Þvi er í ráði að stofna nýja deild til að kenna atvinnuvísindi og temja nemendur við þau störf eink- anlega, sem eru samfara fiskiveið- um og landbúnaði. í þeirri sömu deild verða ennfremur kend við- skifta vísindi og störf, sem þeim fylgja, eftir þeirri aðferð, sem tíðk- ast í öðrum löndum, þar með talin kensla í tungumálum, svo sem ensku, frönsku, þýsku, spönsku, og vitan- lega dönsku, ennfremur banka vís- indi, þjóðmegunarfræði, eftirlit með bókhaldi og reikninga, tryggingar visindi og margt annað af liku tagi. En aðalstarf hinnar nýju háskóla deildar stendur til að verði þó, að reka vísindalegar stoðir undir aðal atvinnugreinar landsins, landbúnað og sjávarútveg. | íslendingar hafa komið auga á, 1 hve mikils virði vísindin eru fvrir j þá, sem stunda atvinnu. Þetta sáu þeir ljósast, þegar tveir danskir bún- aðar prófessorar komu til Reykja- víkur, héldu fyrirlestra á háskólan- um um rannsóknir sínar viðvíkjandi iarðvegi og jurtavexti, svo og um hversu afstýra skuli skemdum á kartöflum, sem þá geysaði yfir suma parta landsins. Þessir lærðu menn hétu, annar Weis, hinn Ferdinandsen. Af þeirra starfsemi og ræðingi, skildu fslend- ingar ljóslegar en áður, að búskap- 1 urinn er ekki eins fallvaltur og af- parbal A. S. Bárdal og þeir, sem hjá honum vinna óska öllum sínum mörgu viðskiftamönnum og vinum til gleði á 60 ára þjóðhátíðarafmæli Vestur-fslendinga og gengis á ókomnum árum. fe. Parbal Otfararstjóri 843 SHERBROOK STREET S^mar: — 86 607 og 86 608 raksturinn meiri, ef stuðst er við vísindalegar rannsóknir og full- reyndar niðurstöður. Sama gegnir um fiskiveiðarnar. f því efni veltur mikið á, að kanna sem vandlegast háttu fiskanna, upp- vöxt og göngur, strauma sjávar og hita eða kulda, hverju slikt veldur um viðkomu á hrygningarstöðum, og margt annað. í báðum þessum greinum, landbúnaði og fiskiveið- um, finnast reyndir menn á íslandi, og vel þektir að skerpu til vísinda- legra starfa, er sjálfsagt verða kvaddir til kenslu við háskólann, og væntanlega fá þá betra færi til að stunda fræði sín. Svo miklar nýj- ungar hafa vísindamenn á íslandi þegar fundið viðvikjandi göngum þorsksins, að mikils má vænta af starfi þeirra framvegis. Nálægt 90 íslenzkir stúdentar stunda háskólanám erlendis, í þeim greinum, sem eru ekki kendar enn við hinn íslenzka skóla, svo sem þjóðmegunarfræði, verkfræði, efna- fræði, reikningur og málfræði. Brot- ið hefir verið upp á því, að kenna undirstöðu þessara fræða við há- skólann, fá það nám viðurkent af útlendum skólum, svo að námstími þessara manna utanlands styttist um tvö ár. Til þessarar kenslu finnast fullfærir menn á Islandi, og þessi tilhögun mundi spara nemendum mikinn kostnað. I./oks er þess að geta, að í ráði er að kenna á sumrin í háskólanum, stúdentum utanlands frá, er nema vilja sögu Islands og tungu. Þeim fjölgar með ári hverju, er sækja frá útlöndum til að nema í háskólanum á Islandi. Þýska þjóðin og sú franska, hafa sýnt skólanum þann sóma og áhuga að senda þangað menn til að kenna þau tungumál, og margir danskir lærdómsmenn hafa dvalið þar og kent að beiðni stjórn- ar skólans. Á íslandi gengur almenningur að því með einhuga fylgi og þykir metn- j aður sinn við liggja, að koma upp j hæfilegu húsi handa skólanum. Og af þeirri ástæðu, ekki sizt, er “happ- | drættið” eða lotteríið mjög vinsælt hjá öllum stéttum, að háskólinn hefir gagn af þvi. I< S. í Indlandi er 14 ára strákur, sem lifir svo að segja eingöngu í vatni. Hann etur hráan fisk og jurtir og sefur í tjörninni, rétt aðeins með hausinn upp úr vatninu. Þetta segja að minsta kosti bresk blöð. —Fálkinn. 1 London verður bráðlega reistur minnisvarði yfir hina heimsfrægu danskonu, Önnu Pavlova. Gera það vinir hennar og aðdáendur um gjör- valt Bretland. “ÞÝSK ÞJÓÐ — ÞÝSK VINNA” Á sýningu einni, sem að stærð fer fram úr öllum þýskum sýningum hingað til, er Adolf Hitler að inn- prenta heiminum hvernig andlegu lífi og atvinnulífi þjóðarinnar sé háttað um þessar mundir. Sýningin gefur nokkrar myndir úr liðinni sögu þjóð- arinnar þau 2000 ár, sem stofninn er talinn að hafa verið tikmeð lík- um einkennum og hann er nú og sýnir þvínæst hag þjóðarinnar, eftir að Hitlerstjórnin hefir setið eitt ár i sessi. í “Heiðurshöllinni” sér maður við hliðina á sögulegum fánum frá “hinni þýsku þjóð rómverska ríkis- ins,” þýska ríkinu frá 1871 og hinu núverandi “þriðja ríki” dýrgripi ríkisins frá miðöldum: Kórónu, veldissprota, epli og sverð, geymt í ramgerðri hvelfingu. Þar eru hinar 95 setningar Lúthers, fjöldi sögu- legra skjala, undirrituð af Friðrik mikla, Bismarck og ýmsum öðrum frægum mönnum. Undir glerklukku liggur handritið að “Mein Kampf” eftir Hitler og sérstakar deildir sýn- ingarinnar fræða áhorfandann um sögu og aðdraganda nazismans. Eftir þenna “sögulega” inngang koma hinar eiginlegu sýningardeild- ir: “Þýskt starf.” Þar eru sam- göngutæki nútíðar og framtíðar, póstmálasýning, loftsiglingasýning og siglingarsýning. Við hliðna á 100 ára gömlum eimreiðum sjást loftskrúfuvagnar, foringjaklefinn á “Graf Zeppelin” og á tjörn einni eftirlíkingar af öllum helstu skip- um þöska flotans og merkustu höfn- unum í landinu. í öðru húsi sést gler- og leiriðn- aður, járn- og stálsmíði, rafmagns- deild þar sem m. a. er sýnd stærsta rafljósapera heimsins, 50,000 watt, og minsta starfandi gufuvél heims- ins, sem kemst fyrir í fingurbjörg. Þarna er sem sagt alt hugsanlegt saman komið, end er sýningarsvæð- ið 185,000 fermetrar. —Fálkinn. Holt, Renfrew’s AFSLÁTTARSALA FELUR I SÉR VERÐLÆKKUN í HVERRI DEILD Undarsamlegt kostaboð! Oviðjafnanlegt verð! LOÐVARA Allar birgðir vorar til boðs á lægsta verði, sem noþkrti sinni hefir verið. Fagrar hámóðins loð-yfirhafnir, gerðar úr ágætum skinnum. Búnar til af bestu klæð- skerum í Canada. Viðgerðá loðfatnaði er einnig 25% ódýrari nú. Frestið ekki að finna oss. KVENFATNAÐUR Aldrei höfum vér boðið slik kaup. Sparnaðurinn er nærri því ótrúlegur! Vndis- legir kjólar, sem þú getur verið í hvar sem er, mjög niðursettir. Klæðisyfirhafnir svo niðursettar að ekki verður lengra farið. Prjónles, hattar, nærföt, lífstykki, glófar, buddur og sokkar — alt á svo óviðjafnanlega lágu verði, að þú trúir því ekki. KARLMANNADEILDIN Orð brestur til að segja frá þessum kostaboðum karlmannafatnaðar, sem nú verður að seljast á hálfvirði eða minna. Skyrtur og hattar á minna en hálfvirði. Hálsbindi, sokkar, nærföt, baðföt og eiginlega alt, er vér höfum að selja, til boðs á verði, er ekki á sinn líka. HOLT, RENFREW & Co., Ltd. PORTAGE at CARLTON ST. PHONE 21 857

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.