Lögberg - 09.08.1934, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.08.1934, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1934 Úr bœnum og grendinni G. T. spil og dans, verður hald- ið á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn i næstu viku i I.O.G.T. húsinu á Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. 1. verðlaun $15.00 og átta verð- laun veitt, þar að auki. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dans- inum.—Lofthreinsunartæki af allra nýjustu gerð eru i byggingunni. — Inngangur 25C.—Allir velkomnir. Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Bergur Johnson frá Baldur, Man., kom til borgarinnar í síðustu viku. Hann var á leið til Piney, í skemti- ferð til frænda og kunningja. Mannalát E>r. Tweed verður staddur að Gimli á laugardaginn 11. ágúst. Mr. og Mrs. Chris. Austman frá Mozart, Sask. og börn þeirra tvö, komu til borgarinnar á mánudaginn, frá Silver Bay, þar sem þau hafa dvalið undanfarna daga, hjá Mr. og Mrs. Joe Austman og móður hans Helgu Austman. Commercial Courses What are you going to do when school is over? Have you thought of taking a Commercial Course? The Columbia Press, Limited, can place you with any of the following Commercial Schools of the city. ANGUS SCHOOL OF cfcMMERCE HOOD BUSINESS COLLEGE SUCCESS BUSINESS COLLEGF, DOMINION BUSINESS COLLEGE Come in and talk this over with us for it will be to your advantage to consult us. We are offering you a discount of 25% of the regular tuition fee. The Columbia Press Limited 695 Sargent Ave. ; Winnipeg, Man. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar hefir ráðgert að heimsækja Betel 15. þ. m. Það er ósk nefndarinnar að sem flestar félagskonur taki þátt i förinni. Lestin fer frá C.P.R. stöð- inni kl. 9.05 f. h.—Fargjaldið er $1.25 fram og til baka. Þriðjudagsmorguninn 31. júlí dó Jóhannes læknir Jónasson á heimili Mr. og Mrs. S. J. Hallgrímson í Mountain, þar sem hann hafði búið liðugt ár, nú síðast. Hafði heilsa hans verið mjög biluð síðustu tvö til þrjú árin eða meira, enda var hann 83 ára að aldri og búinn að starfa mikið og leggja oft hart að sér. Hann fæddist á Rútsstöðum í Svínadal í Skagaf jarðarsýslu. Kom til Ameríku 1876. Eftirlætur 4 börn af síðara hjónabandi sínu, og stjúpson og fósturdóttur. Jó- hannes fekst mikið við hjúkrunar- störf og lækningar í f jölda mörg ár, og tókst oft vel, enda hjálpaði hann mörgum fátækum. Hann var merk- ur maður, vel gefinn og bókhneigð- ur. Og han var frábærlega vinsæll fyrir óvanalega hjálpsemi, dugnaði og geðprýði, meðal fleiri Jcosta. Jarðarför hans, sem fór fram frá heimilinu og kirkjunni í Mountain föstudaginn 3. ágúst, var afar f jöl- menn, svo að kirkjan rúmaði ekki það mikla fjölmenni. Séra H. Sig- mar jarðsöng. -y • W/t/ Sigríður Dalman, kona Jóns Dal- mans, 594 Home St., Winnip. and- aðist á sunnudagsmorguninn 5. ág., á Almenna sjúkrahúsinu hér í borg- inni. Hún veiktist snögglega á laug- ardaginn og var dáin eftir nokkrar klukkustundir. Hún látna var jarð- sungin frá Fyrstu lút. kirkju, þriðju- daginn kl. 3.30 e. h. Séra Björn B. Jónsson jarðsöng. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Næsta sunnudag messar séra Rún- ólfur Marteinsson kl. 7 að kvöldi. Séra Jóhann Fredriksson messar í ágúst rnánuði í þessum söfnuðum: í Lúters söfnuði sunnudaginn þ. 12. ágúst kl. 2 e. h.; í Betel söfnuði (Silver Bay) sunnudaginn þ. 19. ágúst kl. 1 e. h., og í Hayland Hall sama dag kl. 3.30 e. h. Guðsþjón- usta og ferming í Wapah skólahús- inu sunnudaginn þ. 26. ágúst kl. 2 e. h. Sunnudaginn 12. ágúst kl. 2 e. h. messar séra Guðm. P. Johnson í Westside skóla í Leslie-bygðinni. Sunnudagsskólinn byrjar kl. 1 e. h. Fólk er beðið að fjölmenna við messuna. Sunnudaginn 12. ágúst messar séra H. Sigmar í Fjallakirkju kl. 11 f. h.; fer sú guðsþjónusta fram á ensku. — Sama dag (12. ágúst) messar Séra H. Sigmar einnig í Brown, Man., kl. 3 e. h. Hjónavígslur Frederick Arthur Dyer og Dóm- hildur Sigriður Holm, bæði til heim- ilis hér í borg, voru gefin saman í hjónaband 3. þ. m. Fór athöfnin fram að 258 Killbride Ave., W. Kildonan. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi vigsluna. Séra Kristinn K. Ólafson kom til borgarinnar á laugardaginn. Hann kom til þess að flytja ræðuna fyrir minni Vestur-Islendinga á hátíðinni að Gimli. Einnig stjórnaði hann framkvæmdarnefndarfundi kirkju- félagsins, sem haldinn var i Winni- peg á þriðjudagskveldið. Séra Kristinn fór aftur af stað til Vatna- bygðanna á miðvikudagskveldið. Séra Haraldur Sigmar frá Moun- tain, er staddur i borginni. Þrjú bókasöfn, sem vilja eignast Sameininguna frá byrjun, vantar þessi númer: Fyrir árið 1898, marz; 1918, ágúst, desember; 1919, janúar; 1921, september; 1922, marz, októ- ber, desember; 1924, janúar, desem- ber; 1923, febrúar; 1928, febrúar, ágúst, nóvember, desember; 1926, janúar, febrúar, marz, apríl, maí, júni, september; 1927, ágúst, sept- ember, október; 1925, mai. Ef þér hafið þessi númer, og viljið selja þau, þá skrifið þegar, eða talið við Mrs. B. S. Benson féhirði Sameiningarinnar. Séra Jóhann Bjarnason var stadd- ur i borginni á þriðjudaginn. Séra Egill H. Fáfnis og kona hans, eru stödd i borginni þessa daga. Guðsþjónustur verða haldnar í Vatnabygðunum í Saskatchewan sunnudaginn 12. ágúst sem fyldir: í Wynyard kl. 11 f. h.; í Kandahar kl. 2 e. h.; í Mozart kl. 4 e. h., og i Elfros kl. 7.30 e. h. Guðsþjónustur þessar verða á ensku i Kandahar og Elfros; á islenzku i Wynyard og Mozart. Ræðuefni i Wynyard: “Kristindómurinn og mannfélags- málin.” Á hinum stöðunum: “Að gera hið góða aðlaðandi.” K. K. Ó. Guðsþjónustur boðast hér með sunnudaginn 19. ágúst í Hólaskóla við Tantallon kl. ellefu fyrir mið- dag og kl. þrjú eftir hádegi sama dag, í Valla-skóla. Menn eru beðn- ir að minnast þessa og fjölmenna eftir megni. Það er óvíst að eg geti heimsótt svæði þetta aftur á þessu sumri. Vinsamlegast, N. S. C. Messur i Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 12. ágúst, eru fyrir- hugaðar þannig, að morgunmessa verður á venjulegum tíma í Betel, en kvöldmessa'kl. 7 í kirkju Gimli- safnaðar. Séra Bijarni A. Bjarna- son, væntanlega prédikar. Til þess er mælst að fólk f jölmenni.— Merkileg skipalyfta Hjá Tochfinow í Prússlandi á skipaveginum milli Stettin og Ber- línar, hefir nýlega verið fullgert eitt- hvert hið snildarlegasta mannvirki, sem til er. Er það skipalyfta og stendur hún við siglingaskurðinn milli ánna, Oder og Havel, sem er í sambandi við Hohenzollern-skipa- skurðinn, sem er 36 metrum hærra heldur en hinn skurðurinn. Til þess að skip gæti farið þarna á milli var þar áður skipastigi. Þótti Þjóðverj- um hann of seinfarinn og fundu þess vegna upp á því að smíða þarna skipalyftu, sem tekur skipin i greip- ar sínar og lyftir þeim í einu vet- fangi úr Iægri skurðinum upp í þann hærri, eða lætur þau síga úr skurðinum niður i þann lægri. Síðan skipaskurðurinn var gerð- ur milli Stettin og Berlín, hafa sigl- ingar aukist um hann stórkostlega ár frá ári, og varð þýí að finna upp eitthvert ráð til þess að hraða ferð- um skipa um skurðinn og gera þær sem auðveldastar. Því var þessi skipalyfta smiðuð og hún lyftir stærstu skipum milli skurðanna á 5 mínútum i stað þess að áður, með- an skipastigarnir voru notaðir, voru skipin nær tvær klukkustundir að Kinninnnniiimniiiiimnnniiiimniiiiiniinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiniiniiimiiiiiimnimmmniniiniiimmimmmmmmnnmimmiiiimiimminiiniiimmn^. I THOSE WHOM WE SERVE | IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING = AND PUBLI8HING BECOME LASTING FRIENDS = BECAUSL— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF || THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER Íf WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | S 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 Sj mz * IIIIIIIWIIIIIIIWIMWIIIII'.liiíliíllliy.I..................iiiiiiiihiiiiiiii.. komast upp brattann milli skurð- anna. Hegri þessi, sem tekur skipin með öllum farmi og skipshöfn upp af vatninu og flytur þau yfir brattann, er 100 metra langur og 60 metra hár. Er hann að öllu leyti hin mesta völundarsmíð og sýnir á hve háu stigi er verkfræði Þjóðverja og ná- kvæmni i öllum útreikingi og vinnu- vísindum. Skipalyftan er öll úr stáli ger og er smíði hvers einasta hlutar í henni þannig hnitmiðað niður, að hvergi munar broti úr millimeter um lengd, þykt og breidd. Þurfti þama margs að gæta við smiðina, og sérstaklega þess, að þar sem sól nær að skína á stálið og hita það, þenst það út og dignar, en þar sem skuggar hvíla á verður engin breyting á því. .Vegna þessa raskast jafnvægi í bygging- unni á daginn og varð að taka tillit til þess og hnitmiða niður áreynslu hvers einasta smáhlutar, sambandi hans við aðra hluta, og hver áhrif hiti og kuldi hefði á þá sinn : hvoru lagi. Undirbúningur byggingarinn- ar var engu siður vandasamur en verkið sjálft. Til þess að þetta mikla mannvirki stæði örugt varð að grafa 19 metra djúpt fyrir undirstöðun- um. Vinnan við það var afar erfið og mörgum erfiðleikum bundin. Varð að hafa sérstakar vélar til þess að dæla andrúmslofti niður í gryf j- una til verkamannanna og var eng- inn látinn vinna þar lengur en sex klukkustundir í senn. —Lesb. Mbl. Kveðjusamsæti í Mikley Það fórfram þar þ. 20. júlí s. 1. Tilefnið var, að Miss Ingibjörg Sigurgeirsson, er verið hefir kenn- ari þar í mörg ár og skólastjóri, er á förum til íslands, að sumir segja, alfarin. Samsætið fór fram í fundarsal Mikleyjar, sem er í hinni svonefndu Mylnuvík, þar sem bygð eyjarinnar er þéttust. Það hófst að kvöldi dags, þegar annir dagsins voru að mestu leyti hjáliðnar, og flestir eiga mögulegast með að sinna því að sækja gleði- mót, eða einhverjar aðrar samkom- ur. Veizlustjóri var Jónas skáld Stefánsson frá Kaldbak. Fór hon- um öll stjórn úr hendi hið bezta. Byrjað var með bæn, er Helgi As- björnsson flutti. Er hann einn helzti kristindóms starfsmaður þar á ey. Hefir í mörg ár veitt sunnudags- skólanum þar forstöðu og oft átt sæti á kirkjuþingum, þar með talið hið síðastliðna þing. Veitingar voru hinar rausnarleg- ustu. Stóðu fyrir þeim konur þar á ey, bæði úr söfnuði og utan. Höfðu þær tekið á sig feikna mikla fyrirhöfn, að undirbúa veizluna. Var allur fyrir búnaður þeirra og frá- gangur hinn prýðilegasti.— Æfður söngflokkur skemti með ágætum söng, á milli þess sem meira eða minna fjörugar, stuttar tölur voru fluttar. Munu sörtgkraftar á Mikley vera óvenjulega góðir, mið- að við fólksmagn eyjarinnar, sem raunar er sífelt að aukast. Mun nú vera orðið æði mikið á fjórða hundrað, ef til vill hátt á því hundr- aði, sumiþ segja jafnvel yfir það, ef vel er talið. Fleira fólk að sumri en að vetri til, því það eru þó nokkr- ir sumarbústaðir á eynni, þó flest þeirra ibúa sé ekki íslendingar, held- ur annara þjóða fólk.— Til máls tóku í samsætinu, auk veizlustjóra, er flutti inngangsræð- una, þau Mrs. J. Stefánsson, Márus Doll, Helgi Ásbjörnsson, Skúli Sig- urgeirsson, Mrs. Valgerður Sigurð- son,' Mrs. G. Eggertsson og séra Jóhann Bljarnason, er staddur var í messuför í Mikley. Einn ræðu- manna, er fyrirhugaðir höfðu verið, Sigurður Sigurðson, var lasinn og gat ekki komið á mótið. Gjafir virðulegar og verðmætar voru Miss Sigurgeirsson færðar við þeta tækifæri. Munu þær hafa ver- ið frá skóla eyjarinnar, eða bygðar- Iaginu í heild sinni, og frá Mikleyj- arsöfnuði, þar sem hún var æði lengi organisti. Þegar ræðufólk hafði lokið tölum Canadian Livestock Co-Operative (Western) Limited UNION STOCKYARDS, ST. BONIFACE, MAN. Fyrir hönd þessa félags hefi eg þá ánægju^ að árna Islendingum, löndum mínum, til hamingju á 60 ára Þjóðminningarhátíð þeirra og fullvissa þá um, að starfs þeirra í þágu hérlends þjóðlífs er minst með að- dáun af félagi þessu og þeim er hjá því starfa. í sambandi við Canadian Livestock Co-operative Limited standa eftirfylgjandi gripasamlög í Canada: Saskatchewan Co-op. Livestock Produ-eers Ltd. Manitöba Co-op. Livestock Producers Ltd. United Farmers Co-op. Company Ltd. Co-op. Federee De Quebec Maritime Livestock Board Inc. Útsölustöðvar i: Exeliange Bldg., Point St. Charles, Montreal Union Stockyards, St. Boniface, Man. Oss langar til að nota þetta tækifæri til þess að þakka hinum mörgu viðskiftavinum vorum samvinnuna á liðnum árum og minna þá jafnframt á, að þetta er hinn eini samvinnufélags- skapur, sem bændur eiga, er rekur sölu á kvikfénaði á þessum ofangreindu stöðum. I. INGALDSON, ráðsmaður. sínum, mikið og vel hafði verið sungið og gjafir allar fram bornar, tók Miss Sigurgeirsson sjálf til máls. Flutti hún skörulega ræðu, þakkaði konum og öllum viðkomandi fyrir þetta ánægjulega og veglega sam- sæti, ásamt gjöfum þeim, er henni höfðu verið færðar.— Einsöngva sungu þeir frændur Jón Sigurgeirsson og G. A. Wil- liams. Var gerður hinn bezti rómur að söng þéirra. Eru báðir ágætir söngmenn. Tveir smáleikir fóru og fram. Voru leikendur skólabörn þar á eynni. Leiknrir voru heimatilbúnir, að mér skildist, talsvert fyndnir, á góðlátlega vísu, og þóttu góð skemt- un, sérstaklega meðal hinna yngri í hópi áheyrenda, sem enn eru mitt í skólalífi hinnar uppvaxandi, bjart- sýnu og efnilegu kynslóðar. Kvæði stutt en fallegt, sungu og skólabörnin. Var það eftir Jónas skáld Stefánsson frá Kaldbak. Hafði hann orkt það að tilmælum Mrs. G. Eggertsson. Þvi miður hefi eg ekki kvæðið við hendina, svo eg geti látið það fylgja þessum linum. Býst þó fremur við að einhver verði til að senda kvæðið, svo það komi bráðlega á prent.— Miss Ingibjörg Sigurgeirssor\, er fædd á Mikley, dóttir Vilhjálms Sigt#geirssonar, frá Grund í Eyja- firði, og konu hans Kristínar, er var dóttir hinna merku Reynistaðar- hjóna á Mikley, Helga heitins Tómassonar og konu hans, Mar- grétar Þórarinsdóttur. Er hún gáf- uð stúlka, eins og hún á kyn til í báðar ættir. Hefir hún getið sér talsvert frægðarorð sem kennari og skólastjóri í nokkuð st'órum skóla, fyrir hvað nemendur hennar í mið- skólanámi hafi staðið sig vel við fylkisprófin. Voru rétt nýkomnar fregnir af þvi, að nemendur hennar i tíunda bekk hefðu staðist vel þau próf. Gat Mrs. Eggertsson um það í sinni ræðu, því tveir drengir henn- ar ihöfðu einmitt verið í þeim hóp. Mjitist hún með þakklæti hve vel það kæmi sér, að hafa svo góðan kennara í miðskólanámi, þar sem efnahagur margra bannaði alger- lega að senda börnin burtu til þess náms, að þau gætu tekið það nám 'ima fyrir og náð enda góðu prófi. Var það vel athugað og hverju orði sannara.— Hugheilar heillaóskir allra á Mikl- ey, fylgja Miss Sigurgeirsson til sögulandsins kæra, forna og fræga. (Fréttaritari Lögb.) The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt írtgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba ÆTTATÖLUR Peir menn og konur, sem af ts- lenzku bergi eru brotnir geta fengið samda ættartölu sína gegn sanngjörnum ömakslaunum með því að leita til mln um það. aUNNAR pORSTEINSSON P.O. Box 608 Reykjavík, Iceland. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annarn grelðlega um alt, Mm a> flutningum lýtur, imtum eða rnlór- um. Hvergi eanngj&mara verð Heimill: 762 VICTOR STREET Stml: 24 600 224 NOTRE DAME AVE. Wlnnipeg, Man. Phonb 96 647 MEYERS STUDIOS LIMITED Largest Photographic Organiza- tion in Canada. STUDIO PORTRAITS COMMERCIAL PHOTOS Family Groups and Children a Specialty Open Evenings by Appointment LAFAYETTE H0LLYW00D Studios Studioa »89 POHTAGE Av. 8ASKATOON Winnipeg:, Man. Saak. We Specialize in Amateur Developing amd Prlnting

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.