Lögberg


Lögberg - 20.09.1934, Qupperneq 5

Lögberg - 20.09.1934, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBEB, 1934 o að vellíðan annara sé jafn-dýrmæt sem sjálfs manns vellíðan. Þeim er jafn-umhugað um aS aSrir græði eins og þeir sjálfir. Þá verða engin kapphlaup; í stað samkepni kemur samvinna; þá kemur andleg og lík- amleg vellíðan til allra. Guð er þá faðir og mennirnir bræður. Margir eru farnir að sjá þetta og þrá þetta. Eg las það í dagblaðs- skýrslu frá læknafundinum hér í Winnipeg, að dr. Wilson, frá lækn- inga-stofnaninni miklu í Rochester, benti embættisbræðrum sínum á það að einhliða væri læknis-vísindin, að því leyti sem þau miðuðu að því einu, að lækna líkamlegar meinsemd- ir einstakra manna, en vanræktu meinsemdir mannfélagsins. Hann vildi að læknar legðu stund á það, að rannsaka sjúkdóma þjóðfélags- ins og finna meðul við þeim. Þar kemur fram bróðurandinn kristilegí í göfugri mynd. Engum ætti að vera það skyldara en kennimönnum kirkjunnar, prest- unum, að breyta daglega eftir lifs- reglum Jesú,—enda mun nú áhrifa þeirra eða leiðsagnar ekki gæta til muna, nema þar sem og að því leyti, sem þeir ganga öðrum til fyrir- myndar á kærleiksvegi Krists—og efla 'frið og bróðurhug mannanna. En þó hefir enginn heimild til þess að krefjast nokkurs þess af kenni- manni sínum, sem hann sjálfur ekki er fús til að gera. Spjótinu er nú stefnt beint að hvers manns hjarta og spurt: “Hvað sýnist þér um það, að taka upp reglur Krists og breyta eftir þeim sjö daga í hverri viku ?” Tíðust afsökun manna, þá þeir færast undan að fylgja lífsreglum Krists, er sú, að þeim sé það ómögu- legt, vegna þess hve mannfélagið, sem þeir eiga öll sín viðskifti við, sé annars hugar. Þar sé alt annar hugsunarháttur og aðrar reglur gikli þar. Svo “orþodox” er þessi trú á spillingu mannfélagsins og réttlæt- ingin af þeirri trú svo viðurkend, að hún notast til hjálpræðis við hvers- konar illverk. Clarence Darrow boðaði þá ■ trú svo kröftuglega, að hann fékk lærðan dómarann til að fallast á það, að tveir ungir, ríkir og mentaðir menn, sem drýgt höfðu hryllilegt morð, væri ekki dauðasek- ir; þeir hefðu verið ósjálfbjarga í greipum mannfélags spillingarinnar. Svipað þessu er það, sem eg sá á prenti nýlega, að f járglæfra-ástríð- an væri svo runnin í blóð samtíðar- manna, að gagnslaust væri að amast við henni. Gegn þessu rís bæði andi Krists og kenning hans. Fyrir Kristi gildir þessi afsökun ekkert. Kristur boðar siðferðislega sáluhjálp einstaklings- ins. Þegar hann gaf lærisveinum sínum gullvægu regluna að breyta eftir„ bætti hann ekki við: “Þið þurfið samt ekki að sinna þessari reglu fyr en almenf er farið að iðka hana, eða ef hún kemur í bága við siðvenjur annara; þar til það verð- ur tízka að breyta eftir mínum regl- um, ])á skuluð þér láta þá hafa það, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, og helzt verða fyrri til.” Á engan slíkan hátt falsaði Jesús kenningu sína, né gaf tilefni til undanfærslu. “Samvizku-plástrar” voru Jesú yfir- leitt andstyggilegir. Miklu fremur mælti hann: “Ekki eins og hðimur- inn,” og við eftirbreytendur sína sagði hann: “Þér eigið að vera salt jarðarinnar, ljós í heiminum, hus, sem bygt er á bjargi, — og það eins fyrir því, þó hliðið sá þröngt og vegurinn mjór, sem til lífsins ligg- ur.” Menn sjá í kostnaðinn, telja sér trú um, að þeir tapi við hað að fylgja lífsreglum Krists. Það er missýning. Það getur enginn tap- að á þvi, sem gott er og guðlegt; það skaðast enginn á því að feta í fótspor Krists. Nú, hvað sem líður tekjum og út- gjöldum við þá tilraun, má það telja víst, aÖ yndislegasta æfintýrið, sein vér getum komist í hér í veröldinni, væri það, að breyta alla daga ná- kvæmlega eftir lífsreglum Krists, á hverju sem gengi. Eigum vér ekki að reyna það í Jesú nafni? Islendingadagurinn í Wynyard Mér finst að islenzku blöðin ættu að flytja fregnir af öllum Islend- ingadagssamkomum; en ekkert mun hafa verið sagt frá samkomunni í Wynyard. Vil eg því fáum orðum segja frá henni. Samkoman var haldin örskamt fyrir vestan Wytiyard-bæ. Pró- grammið fór fram í stóru bænda- félagshúsi. Veður var hið ákjósan- legasta, brautir ágætar og útlit með uppskeru í bygðinni fremur gott. Það lá því vel á fólki, enda var sam- koman f jölmenn og mikill gleðibrag- ur á öllu. Hr. Steingrímur Hall, organisti Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg og frú hans voru þar til að leiða sönginn. Mr. Hall hafði um tíma æft þar söngflokk og söng hann nokkur ís- lenzk lög, og var að því ágæt skemt- un. Mrs. Hall söng með sinni vana- legu snild, “Þótt þú langförull legð- ir.” Samkomunefndin hafði eftir beztu föngum vandað allan undirbúning, enda fórst þeim það alt myndarlega úr hendi. Snoturt prógramm var prentað, með ljóðum eftir íslenzk skáld, auk skemtiskrárinnar. Skrif- ari nefndarinnar var Mr. Grímur Laxdal; féhirðir, Mr. Gunnar Jó- hannsson; en forseti var Mr. Jón Jóhannsson. Stýrði hann samkom- unni og fórst það prýðilega. Setti hann samkomuna með ágætri ræðu. Um 6o ára minning íslendinga- dagsins flutti sá, sem þetta ritar, er- indi nokkurt. Séra Kristinn K. Ól- afsson flutti ræðu fyrir minni ís- lands. Var hún f jörug og fyndin og Tjörður að henni hinn bezti rómur. Lesið var laglegt kvæði eftir Tobías Tobíasson. Samkoman var bygðarbúum bæði til ánægju og sóma. R. Marteinsson Þegar eg kysti blá- manninn Ójá, það er nú langt síðan — nærri f jörutíu ár—og ómögulegt að segja frá svo' merkum atburði án þess að hafa forsvaranlega langan formála, þó það verki kanske til þess að minna menn á söguna hans Mark Twains um gufubátinn, sem eyddi mest-allri gufunni á flaut- pípuna, og hafði litið afgangs til að knýja spaðana. En eg væri þá ekki sá eini nútíma “rithöfundur” með því marki brendur. En svo að Jón í Görðum og Jón Utangarðs fari ekki að halda að nýr rithöfundur sé vaxinn upp á meðal þeirra, þá lofa eg því hér með að segja ekki fleiri sögur. Og eg meina það! Ójá, það var rólegt á Akureyri i þá daga*; alt fór fram eftir nokk- urnveginn reglubundnu skipulagi; fólkið tók lífið með knúsandi ró; flestir höfðu eitthvað að starfa og fáir eltust við það að verða ríkir; bærinn bygður al-norðlenzku fólki, nokkrir góðir Sunnlendingar, eins og Árni- væni og Guðmundur litli; nokkrar góðar danskar fjölskyldur, en engir bolsar og annara rudda- lýður og skríll. Fólkið lifði á góð- um, hollum, heimatilbúnum, íslenzk- um mat, og magasár voru eins sjald- gæf og f lugvélar; þegar hinn þraut- seigi, duglegi Árni væni vissi hvar fiskurinn var í sjónum, og alt af mátti fara á handfæri til að fá sér í soðið, og ef það brást, var hjálp- semi Eggerts Laxdal alt af vís; þeg- ar Páll Magnússon söng þann bezta bassa, sem heyrst hafði á íslandi, og pabbi söng diskantinn; þegar Pétur Þorgríms og Frissi sungu og spil- uðu—Pétur bezti verzlunarmaður- inn í bænum, ásamt Jóa Þorsteins, og Frissi höndlaði harmóníkuna eins og aðeins listamenn höndla hljóðfæri; þegar Páll Jónsson JÁr- dal) gaf okkur krökkunum föstu- lánsdans árlega, með rauðgraut og öðru góðgæti, sem við biðum eftir með óþreyju frá ári til árs; þegar Magnús organisti kendi okkur söng í skólanum, sem var eitt af einkenn- um íslenzkrar menningar í þá daga, og sem hafði svo góðan árangur, þó stundum bryti Magnús bogann á hausnum á okkur þursunum, sem ekki gátum lært þessa grisku—nót- urnar; þegar Þorgrímur var bezta selaskyttan á Akureyri, og Hansi skaut kýrnar hjá Möller, sem gaf okkur nýtt nautakjöt á hverjum mánuði, og gaf Hansa besta bitann —tunguna—fyrir skotið, enda var Hansi eini maðurinn, sem hafði bragðað slíkt góðgæti, og allar tung- ur fékk Hansi, nema eina, þegar Möller skaut sjálfur kúna—og hitti, en kýrin hafði snúið sér við meðan Möller reifst við Hansa um það hver ætti að skjóta; þegar Eðvald Möller og dætur hans voru að gefa þeim fátækari alt, sem þau höfðu og voru sjálf orðin fátæk; þegar Jakob Möller stoppaði allan sletti- rekuskap í heilan mannsaldur, með einu sláandi svari; þegar Friðbjörn Steinsson gerði drykkjumenn að góðtemplurum og alla vinnumenn sina að bindindisleiðtogum, nema Manga bók, þennan rólega, mein- vrta, fyndna mann, sem heldur kaus að halda sér við flöskuna “ til að styrkja taugarnar”; þegar eldri bræður Magnús og Friðrik voru að setja upp verzlun, báðir einhverjir I þeir gáfuðustu og framtakssömustu menn, sem Akureyri hefir haft það lán að eiga; þegar yngri bræður ^ voru að byrja að rumskast, og . seinna urðu mestu kaupmenn bæj- jarins; þegar Jón Borgfirðingur og stefán kennari á Möðruvöllum héldu j pólitíkinni lifandi, og Stefán setti líf i bæinn í hvert skifti sem hann kom; þegar höfðinginn á Grund réði sem , fursti í framfirðinum; Friðrik á Bakka gerði út Mínervuna og Jón i j Arnarnesi átti og stjórnaði Gesti, sem hann -bygði líka sjálfur; þegar höfðingjar riðu um sveitina; þegar Jakob Havsteen var konungurinn á , Oddeyrinni en séra Matthías keis- ari allra andlegra efna—já, og löngu áður en nokkrum hafði komið til ihugar að gera allan bæinn eða alt , landið að einni flatsæng—uppstopp- aða með rússnesku rusli. | Já, Akureyri var höfðingjasetur í þá daga; einstaklingurinn vær látinn í friði með hugsanir sínar og fram- kvæmdir og fólkið gekk til vinnu | sinnar friðsamlega og áhyggjulítið. En til hvers er að tala um þessa gömlu, góðu daga! í næsta húsi fyrir sunnan okkur ;bjó séra Matthías, þessi elskulegasti allra manna, sem eg hefi nokkurn- tíma þekt, en sem við krakkarnir vissum þó ekki hvað stór var í orðs- |ins fylstu merkingu. Við kærðum . okkur ekkert um skáldskap hans, því okkur var nógur sá yndisþokki, j prúðmenska og góðmensa. sem frá j honum streymdi eins og rafmagn til allra, hárra og lágra, rikra og fá- jtækra. Meiri guðsþgjöf hafa engin jbörn hlotið, og minningin um séra Matthias mun okkur seint fyrnast. Þarna sat hann við gluggann sinn og erti sumt af því fegursta og bezta sem íslenzk tunga á í fórum sínum. En hvernig honum tókst að yrkja innanum allan gauraganginn og skarkalann á prestbalanum, sem var leikvöllur okkar í suðurbænum, var ekkert smáræðis undur, en aldrei heyrðist æðruorð frá séra Matthíasi, enda þurftum við ekki annað en að sjá hann til þess að minka hávaðann. Stundum vorum við nú ódælli, en góðu hófi gegndi, og einum þrisvar sinnum vildi mér til mikið slys. Við höfðum fremur fá leikföng í þá daga, píluboga á vorin og skauta og skíði á veturna, en þess á milli lítið annað en steina. Vorum við flest leikin i því að henda steinum, og oft urðu blessaðir fuglarnir fyrir þeim, enda gátum við hitt “n'autauga” á 20 föðmum ! Einu sinni settist hrafn á mæn- inn á prestshlöðunni og virtist hann vera að velta vöngum framan í mig. Þóttist eg geta sýnt honum í tvo heimana, en misti krumma, og steinninn fór yfir hlöðuna inn um glugga á prestshúsinu og á prjóna- vélina—fyrstu prjónavélina á Ak ureyri—og braut nokkrar nálar. Var guðsmildi að ekki varð meira úr og að frá Guðrún var ekki að prjóna rétt þá. Það var þá sem að séra Matthías skírði mig í annað sinn- upp úr ísköldu vatni, og gleymdi eg því ekki í mörg ár, enda var það sú eina hótun, sem séra Matthas hafði í frammi við mig eftir það—að hann skyldi skíra mig! Seinna vildi þó til annað afskap- legt slys. Það var rétt fyrir byrj- un föstunnar, þegar við krakkarnir vorum full áhuga að “slá köttinn úr tunnunni”, að eg fór að fitla eitt- hvað við gamla korðann hans pabba —fallega korðann með látúnshald- inu, sem var alveg eins og korði Rússakeisara, en af honum hafði eg séð mynd. Urgaði eg korðanum á hverfisteininum í hálfan dag og fór svo út að reyna hann, en af ein- hverjum klaufaskap fór hausinn af prestshananum — stóra hananum með marglita stélið. Nú varð mér ekki um sel. Hér var í mikið óefni komið. Eg leit í kringum mig en sá engan; hljóp heim og faldi korð- ann; blés mæðinni, rétti úr mér og beit á jaxlinn. Þetta sá enginn; ekki nokkur sál. Málið féll því niður, eða eiginlega hafði það aldrei neinar fætur að standa á, og aftur varð blíðalogn í mínu brjósti, og á prestsbalanum var eg aftur næsta dag í saltabrauðsleik. Eitthvað var talað um hanann; séra Matthías leit skarplega á mig, en eg var sakleysið sjálft—já, og oft hefi eg flotið á andlitinu síðan. I heila viku eða meira þorði eg ekki að lita á korðann, sem þó var farinn að lykta til himnárikis af hanablóðinu, og ekki henti eg einum einasta steini í marga daga. Eg var sakleysið sjálft. En svo einn dag fann eg fleygmyndaðan stein, alveg til þess gerðan að fleyta kerlingum. Gæsirnar hans Klemensar voru á ferð inn fjöruna—syntu rétt með landinu. Eg var ekki viss í minni sök, hvað góður eg væri nú að henda steini, eftii; allan þennan tíma—heila viku —og mér fanst eð yrði að sjá hvað eg gæti. Steinninn lenti á hálsinum á einum unganum. Já, eg ætla ekki að lýsa því hvað illa mér leið. Sýslu- manns gæsarunginn dauður! Eng- inn var á ferð um götuna; sandur- inn blautur og mjúkur, og á svip- stundu var unginn kominn undir gráan sandinn. Alt leit vel út. Eg lofaði hátíðlega að henda aldrei steini oftar—lofaði því með sjálf- um mér. En Þorgrímur með arnar- augað hafði séð til mín, og fólkið lét ekki slíkt fram hjá fara. Aginn var strangur í þá tið. Júlíus “sýslu- mannsskrifari” kom að á]á mig, og aldrei hafði eg séð jafnljótt andlit! —eg sé það núna, þegar eg hripa þetta. Með mig og ungann í eftir- dragi fór Július með stórum skref- um og þungbúinn, eins og hér hefði verið um morg að" ræða, og gaf mig yfir til Guðrúnar Borgfjörð. Hér brestur mig allar lýsingar, öll orð! En samt fann eg að eg hafði komist nokkurnveginn óskaddaður úr þeim leik, þvi sýslumaður var á þingi! En það er þau þvngstu spor sem eg hefi gengið um dagana—já, öll mín spor mega heita létt í samanburði við það að draga dauðan ungann á eftir mér út alla götuna, stóran, næstum fullvaxinn gæsarunga! Byl- urinn var um garð genginn, og aldrei var minst á ungann eftir þetta, hvorki af Guðrúnu Borgfjörð né Túlíusi, en aldrei hefir mér verið beinlínis vel við Július síðan, og var hann þó mikill vinur afa. í næsta húsi fyrir norðan okkur bjó frú Elín Gunnarsen. Hafði hún verið einhver fallegasta konan á Akureyri fj sínum yngri árum, og voru þær þó margar laglegar á þeim árum á Akureyri, þó pilsin væru löng. En hún hafði orðið fyrir því áfalli að missa mannjnn á þann hátt að hann hvarf svo að aldrei spurð- ist til hans framar, og varð hún því að sjá fyrir sér sjálf. Hafði hún þá atvinnu að selja bjór, og kusu margir ferðalangar að fara heldur til Elinar en upp á “bauk,” sem var drykkjustofan á hótelinu. Vorum við krakkarnir oft æði ágeng að gægjast inn í stofuna að sjá hverjir þar væru, en frú Elín bar það alt með þolanlegri þolinmæði, þó kanske hafi hún haft minna af þeim góða eiginleika en margir aðrir á þeim ár- um. Mest voru það yfirmenn skip- anna, sem þangað komu, og tókst okkur oft að selja þeim blóm, sem þá var siður á Akureyri. Voru þessi blóm þá ekki æfinlega ráðvandlega fengin i jafn kristnum bæ og Akur- eyri var þá. Einu sinni lá Heimdallur á höfn- inni, og með honuin, í þetta skifti, SPARSEMl HEIMA FYRIR Nú, eins og fyr á tíð, er það oft húsmóð- irin, er hefir innsýn og hæfileika til þess að stjórna. Margar konur leggja reglu- bundið dálitla upphæð í sparisjóð, til þess að standa straum af húsaleigu, ábyrgðum, sköttum og svipuðum kvöðum. *Budget Book fyrir heimilið fœst gegn eftir- spurn. ROYAL BANK O F C A N A D A var prins Carl, sem nú er Noregs- konungur. Sá eg hann konia stik- andi norðan götuna, og eg hugsaði mér gott til glóðarinnar að selja honum blóm. En engin blóm hafði eg. Prinsinn tók stór skref—lang- stígur. Mér fanst hann koma brun- andi á móti mér, og hér varð annað- hvort að duga eða drepast. Þetta var engin smáræðis hugmynd, að selja sjálfum danska prinsinum blóm ! Mundi eg þá eftir garðinum hennar “töntu Kristjönu” sem var (Framh. á bls. 7) 10 REASONS Wliy You Should Train at the Success Busincss Gollege 1. The Success College of Winnipeg has become West- ern Canada’s largest and most popular private commer- cial college. 2. It is a compliment to the efficiency of The Success that most of the commercial teachers in Winnipeg are “Success-trained.” We train and develop all our teach- ers and retain those of finest scholarship and most successful experience. 3. The Success has been accredited by the Business Educators’ Association of Canada, and only Success stud- ents are entitled to B. E. A. examination privileges in Winnipeg. B. E. A. graduates are preferred by employ- ers because of their efficiency. B. E. A. standards repres- ent the highest degree of efficiency in Canadian private commercial education. 4. All Success courses have been approved by the B.E.A. The Success also prepares students for the C.A. (Chartered Accountant) examinations and for all other Accounting and Secretarial degrees available in Mani- toba. 5. While no Business College or Commercial School can honestly claim to adhere strictly to Grade XI (Matricu- lation) admittance standard, practically all Success students have Matriculation or University education. 6. More than 42,000 have enrolled in the Success Col- lege since it was founded in 1909. Hundreds of these are now employers in Winnipeg and Western Canada, and their preference for “Success-trained” office help creates an ever increasing demand for our graduates. 7. The Employment Department of The Success College places more office help than any other employment agency in the City of Winnipeg. The privilege of receiving help from this Department is not accorded to any except Success students. 8. The Success system of individual and group instruc- tion cannot be approximated; the result: Success stud- ents progress more rapidly and are trained more thor- oughly. 9. The Success College has well equipped and comfort- able premises. It is located in the heart of the business section of Winnipeg, where employers can conveniently employ our graduates. 10. The Success College has no branches; it operates one efficient school in which the principal and his staff devote their best efforts and all their time to thorough instruction and careful supervision of students. ENROLL NOW BUSINESS G0LLEGE Limited WINNIPEG — MANITOBA Corner Portage Avenue Phone and Edmonton Street 25 843

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.