Lögberg - 04.10.1934, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1934
Xögtjerg
Oeflí öt hvern fimtudag af
TBS COLUMB'lA PRE8B LIMITBD
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utan&skrift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um árlö—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Colum-
bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PIIONF, 86 327
Ritstjóri: HEIMIR THORGRlMSSON
Meála skip heimsins
Á miðvilnidaginii í vikunni sem leið var
stærsta skipi Breta hlevpt af stokkunum með
mikilli viðhöfn. María Engla drotning setti
í gang vélamar, sem hleyptu skipinu af stokk-
unum, og skírði það um leið. Hlaut það nafn-
ið Queen Mary og heitir því eftir drotning-
unni.
Eigendur þessa skips eru Cunard-White
Star félagið og hefir það fengið drjúgan
styrk frá brezku stjóminni til þess að geta
lokið smíðinni.
Queen Mary er 1018 fet á lengd og burð-
armagn þess 73,000 tonn. Þar er rúm fvrir
4,000 farþega auk skipshafnar. Qll nýtízku
þægindi verða á skipinu og á að fara eins vel
um farþega og þeir væru á bezta gistihúsi.
Til þess að gera skipið stöðugt í sjó, er á því
“gyro-stabilizer,” svokallaður, sem veg-ur
300 tonn og kostaði eina miljón dollara.
Björgunarbátar eru fjöldamargir og allir
með Diesel-vélum. Elinn maður getur útbyrt
hvern þeirra'fullhlaðinn á fánm sekúndum.
Þrír revkháfar *eru á skipinu, allir af
mismunandi hæð. Sá stærsti er 70 fet ó hæð.
Skipið er knúið af rafmagnsvélum með
200,000 hestafla krafti, og er álitið að hraði
þess verði urn 30 sjómílur á klukkustund.
Quecn Mary verður því hraðskreiðasta stór-
skip heimsins.
Gufublístran er svo sterk að til bennar
heyrist glöggt í tíu mílna f jarlægð. Hún gef-
ur frá sér “A” nótu, tveimur októfum neðan
við miðoktöfu á piano.
Arið 3931 var byrjað að Smíða skip þetta
í skipakví John Brown Oo. við Clvde-ána á
Skotlandi, og var það Cunard-félagið, sem
stóð fyrir verkinu. Ellefu mánuðum eftir að
kjölurinn var lagður, neyddist félagið til þess
að hætta við skipið sölaim fjárhagslegra
vandræða. Svo liðu tvö ár og fjórir mónuðir.
Þá sameinuðust Cunard og White Star félög-
in og fengu þau þá þrjár miljónir sterlings-
punda frá brezku stjórninni sem fyr segir.
Þá var aftur farið á stað og’ unnu 3,800 manns
sleitulaust þar til hægt var að hleypa bákninu
af stokþunum. Ekki er þó svo að skilja að
smíðinni sé lokið. Yfirbygging verður gerð
í annari kví og verður skipið þar á floti. Full-
gert mun það verða vorið 1936.
Margt stórmenni var saman komið við
Clyde þennan miðvikudag. Þar var konung-
ur, og flutti hann stutta ræðu áður en drotn-
ing braut kampavíns flöskuna og gaf skipinu
nafn.
Bretar höfðu vonað að nr. 534 (svo hét
Queen Mary áður) myndi verða stærsta skip
heimsins. Svo er þó ekki. Franska skipið
Normandie er 1029 fet á lengd og ef til vill
nokkru þyngra. Aftur á móti getur það að-
eins rúmað 2,170 farþega og vélakraftur þess
er ekki nema 160,000 ihestöfl. Einnig er hraði
þess nokkuð minni en hraði Queen Mary.
Nú er eftir að vita hvort hægt er að láta
bákn þessi bera sig fjárhagslega. Margir
hafa þá trú að það verði ekki hægt.
Johnson segir af sér
Hinn helzti stuðningsmaður Roosevelts
forseta, General Hugh Jdhnson, hefir sagt
lausu embætti sínu sem formaður N.R.A. eða
nefnd þeirrar, sem forsetinn skipaði til þess
að hafa eftirlit með iðnaðarmálum landsins.
Undir stjórn Johnsons hefir N.R.A. af-
kastað mörgu og miklu, þótt mjög séu skiftar
skoðanir um nytsemi þeirra ráðstafana, sem
gerðar hafa verið. Fyrst af öllu gekk John-
son fram í því að fá forstjóra stóriðnaðarins
til þess að 'hækka kaup verkafólks, en stjórn-
in setti um leið lámarksverð á framleiðsluna
og slakaði mjög á hinum gömlu Anti-Trust
lögum. Einnig var ætlunin að tryggja verka-
mönnum ýms réttindi, sem þeim bar með
réttu, en höfðu þó ekki notið áður.
Til að fá sem flesta til að vinna með
stjórninni að þessum málum, tók Johnson
upp það ráð að veita öllum, sem féllust á
tillögur hennar, sérstakt merki, sem átti að
tákna það, að eigandi þess væri öðrum fremur
gegn borgari. Margir játuðust því í orði
kveðnu undir ákvæði stjórnarinnar, og svo
var hrifning fólks mikil, að kaupmönnum og
iðjuhöldum, sem ekki gátu sýnt merkið, var
sýnd megn fyrirlitning. Merkið er löngu al-
þekt, það er blór örn (Blue Eagle) og sjáum
vér það hér í Canada, á mörgum blöðum og
tímaritum að sunnan.
Johnson var manna duglegastur og sér-
lega laginn á að vekja á sér eftirtekt. Hann
ferðaðist mikið og hélt ræður þar sem liann
benti mönnum á þá nauðsvn að styðja for-
setann með ráði og dáð. En mjög var John-
son fljótfær og ógætinn í orðum. Hann var
óþjáll og óstiltur og kvað niður öll mótmæli
miskunnarlaust, eins og herforingja er siður.
FIjótlega kom hann sér út. úr húsi 'hjá auð-
mönnum og stóriðnaðar forkólfum, en hélt þó
hylli allrar alþýðu. 1 seinni tíð hefir verið
mikið um verkföll syðra og þurfti þá John-
son oft og einatt að miðla málum. Leið þá
ekki á löngu þar til hann fór að hella úr skál-
um reiði sinnar yfir verkalýðsleiðtogana og
snerust þeir þá illa við, sem vonlegt var.
Roosévelt mátti tæpast við því að tapa
fylgi verkamannasambandsins ameríska
(American Federation of Labor) og mun það
liafa flýtt fyrir falli hershöfðingjans.
Annars hafði oft komið til tals í Wash-
ington að nauðsynlegt væri orðið að breyta
til með stjórn N.R.A. og fá hana í liendur
öðrum. Tvær manneskjur hafa sérstaklega
beitt sér fyrir þessu innan stjórnarinnar, þau
Miss ‘Perkins verkamálaráðgjafi og Donald
Richberg yfirmálaflutningsmaður N.R.A.
Nú er Johnson farinn og er því ekkert því
til fyrirstöðu að breyting sú fáist.
Talið er lrklegt að N.R.A. verði skift í
þrjár deildir og framkvæmdarvald, löggjaf-
arvald og dómsvald aðskilið. Það er ólitið
heppilegra heldur en’að láta einn mann hafa
alt það vald, sem Johnson hafði áður.
Margir munu sakna Johnsons, þótt ekki
va-ri liann gallalaus fremur en aðrir. Hrein-
skilinn var 'hann og er það nokkur kostur.
Einnigi var hann Ósérhlífinn og framtaks-
samur. Hann var því vel fallinn til braut-
ryðjanda en síður til hins, að slétta úr smá-
misfellum, sem ætíð koma í ljós, þegar sigr-
ast ihefir verið á mestu örugleikunum.
Indversk goðsögn
1 uppliafi .skapaði guðinn Twashtri heim-
inn og mennina. En þegar að því kom að
skapa konuna, þá sá hann að efniviðurinn var
þrotinn. Það var ekkert eftir af hinum
föstu efnum.
Twashtri var í vandræðum, og braut heil-
ann um þetta. Loks datt honum ráð í hug.
Hann tók hringmyndun mánans og hreyfing-
ar höggormsins, hinar bjúgu greinar hlyns-
ins og skjálfta stráanna, grannleik stararinn-
ar og flauels-mýkt blómanna, léttleik lauf-
blaðanna og ’ augnaráð^ hindariniiar, hinn
glampandi bjarma sólargeislanna og tár
skýjanna, hverflyndi vindanna og hræðslu
hérans, hégðmagimd páfuglsins, mýkt dúns-
ins á brjósti sólskríkjunnar og hörku dem-
antsins, sætleik hunangsins og grimd tígris-
dýrsins, yl eldsins og kulda snævarins, þvað-
ur gauksins og kvak turtildúfunnar. Úr þessu
skapaði Twashtri konuna. Síðan fekk hann
hana manninum. Átta dögum .síðar kom
maðurinn til guðsins og sagði: “Herra, þessi
vera, sem þú gafst mér, ejtrar líf mitt. Hún
talar án afláts; hún tefur fyrir mér; hún
kvartar að ástæðulausu; ihún er alt af veik.
Eg vil biðja þig að taka við henni, því að mér
er ómögulegt að búa með henni.
Guðinn Twashtri tók við konunni. En
að átta dögum liðnum kom maðurinn aftur og
sagði: “Herra, líf mitt er dapurlegt síðan eg
skilaði þér konunni. Eg man að iiún dansaði
og söng. Eg man einnig hvernig hún horfði
til mín og að hún skemti mér og dáðist að
mér.”
Og Twashtri fekk manninum konuna aft-
ur. Aðeins þrír dagar voru liðnir þegar guð-
inn sá að maðurinn var kominn aftur.
“Herra,” sagði maðurinn, “eg fæ ekki skil-
ið þetta, en eg er þess viss að konan vehlur
mér meiri leiðinda en að hún veitir mér
skemtun. Herra, eg bið þig að taka við henni.
En Twaslhtri reiddist og rödd hans var
ógurleg: “Far þií, aumur maður. ”
Og maðurinn sagði: “Eg fæ ekki búið
með konunni.”
Guðinn svaraði: “Án hennar getur þú
samt ekki verið.
Maðurinn hélt leiðar sinnar sorgbitinn og
mælti: “Yei sé mér, versölum, eg get hvorki
með henni búið né án hennar verið.”
(Þýtt úr Golden Book).
Síðastliðin 20 ár hefir spekingurinn og
skáldið George Bernard Shaw, flutt erindi á
hverju hausti fyrir Fabian félagið í London.
Nú treystir hann sér ekki lengur til þess fyr-
ir aldurs sagir; hann er orðinn 79 ára gamall.
Systkinamyndir
VII.
SÉRA B. B. JÓNSSON, D.D.
“Eg er goodtemplari,
eg drekk aldrei áfengi.”
B. B„ J.
Winnipeg Islendingar eru ein-
kennilegur hópur manna, og aÖ
mörgu leyti merkilegur; kennir þar
ýmsra'góðra grasa.
Það er ekkert tiltökumál, þótt á
meðal þeirra finnist bæði conserva-
tivar«og liberalar, lúterskir og úní-
tarar, labbakútar og spenamenn,
hitleritar og bolsevikar. Hitt er ein.
kennilegra að þar eru þrír menn,
sem kunna eina mikilsverða list bet-
ur en allir aðrir Canada-menn: það
'er sú list að hlæja; þeir geta hlegið
hærra og hjartanlegra en allir aðrir
menn, sem eg hefi kynst. Og þess-
ir þrír menn eiga allir heima í stúk-
unni Skuld; er það því eðlilegt að
þar sé stundum glatt á hjalla, enda
ber það oft við. Mennirnir eru þeir
Arinbjörn Bardal, Sigurður Odd-
leifsson og séra Björn Jónsson. Ef
þeir hlæju allir í einu mundu flestir
viðstaddir fá hellu fyrir eyrun.
Það er fátt sem mannlegu lífi er
nauðsynlegra en gleðin. Og hlátur-
inn er ekkert annað en sparibúning-
ur gleðinnar. “Sólin og gleðin eru
viðhald lífsins,” sagði Victor Hugo;
og það er sannleikur. Stúka, sem á
alla þessa sólskins- og gleðibræður,
ætti sannarlega hvorki að drukna i
hrygðartárum né sligast undir ó-
lundarskýjum. ,
Annars var það aðeins séra Björn,
sem eg ætlaði að skrifa um.
“Þið hafið enga leiðandi menn í
Goodtemplara félaginu,” s a g ð i
brennivínsvinur og bindindis and-
stæðingur nýlega, “þar er ekkert
nema rusl.”
Með orðinu “rusl” er erfitt að
vita við hvað er átt, þegar verið er
að tala um fólk, en líklega er hug-
myndin sú að átt sé við atkvæða-
lítið fólk.
En þeim skjátlast, blessuðum,
þegar þeir telja aíla Goodtemplara
“rusl.”
Séra B. Bl. Jónsson er einn af
stofnendum stúkunnar Skuldar, og
hefir alla æfi verið bindindismaður
með einlægni og áhuga. Hann kem-
ur sjaldan á fundi, það er satt; en
þar hamlar fremur tímaleysi en
viljaskortur.
Þeim er það öllum kunnugt, sem
þekkja séra Björn, að hugur fylgir
máli, þegar hann talar um bindindis-
málið. Ýmislegt hefir komið fyrir
þar sem reynt hefir á trúmensku
hans í því efni, og hefir hann þá
æfinlega staðið fastur eins og klett-
ur.
Séra Björn er tignarlegur maður
á velli; hár vexti og einkar vel
bygður. Ennið er hátt og mikið;
hárið jarpt, en farið að þynnast;
augun eru tinnuhvöss og allur um-
búningur þeirra tilkomumikill. Svip-
urjnn er fremur hörkulegur, en af-
armikið undir skapbrigðum kominn.
Séra Björn er málsnjall maður
mjög, og hefir Goodtemplarafélagið
oft notið þess; sumar ræður hans
um bindindismálið eru sannarlega
þess verðar að þær væru gefnar út
í bók.
Einhver allra fegursta og skáld-
legasta ræða, sem eg hefi séð (eg
heyrði hana ekki) var sú, er hann
flutti Einari Hjörleifssyni, þegar
hann var á ferð hér fyrir nokkrum
árum. f þeirri ræðu—eins og oftar
—sýndi séra Björn það og sannaði
að hann er skáld, þótt hann yrki
ekki—eða yrki sjaldan; enda á hann
ekki langt að sækja það, þar sem
hann er bróðursonur Kristjáns
Jónssonar.
Margar sögur eru sagðar um það
þegar séra Björn hefir verið í sam-
kvæmum og neitað að fylgjast með
Bakkusargleði. Ein sagan er þessi:
Hann var boðinn í gleðimót; þar
var áfengi haft um hönd og gestir
dálítið ölvaðir.
Séra Björn kom seint á sam-
kvæmið; hann sá þegar hvað um
var að vera. Hann flutti fagra ræðú
og skáldlega eins og honum er lag-
ið við slík tækifæri.
Að ræðunni afstaðinni var bor-
inn milli fólksins bakki með glös-
um fullum af áfengi. Þegar veit-
■\\\
dodd’s V
KIDNEY
A pills4s
ft / / ■ ■ ■■■*** —
KlDNE*-^c
(\ til&nktK''cáuP,'tS .|1"
1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s
Kidney Pills verið viðurkendar rétta
meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum öðrum sjúkdðmum. Fást hjá
öllum lyfsölum, fyrir 60c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
ingamærin kom til séra Björns með
bakkann, neitaði hann að þiggja
eitrið og sagði: “Eg er Goodtempl-
ari; eg drekk aldrei áfengi.”
Það er haft eftir veitingameynni
síðar að hún hafi sagst finna til
djúprar fyrirlitningar fyrir sjálfri
sér þegar hún bar bakkann með eit-
urglösunum eftir að presturinn neit-
aði að taka þátt í Bakkusar-gleðinni.
#“Eg er Goodtemplari; eg drekk
aldrei áfengi,” sagði séra Björn. Á-
hrif slíkra orða af vörum leiðandi
prests í fjölmennu samkvæmi getur
enginn reiknað né metið. Að eiga
innan vébanda félagsins jafn ein-
beittan mann, sem er í áhrifastöðu,
það er mikils virði.
Lúterski söfnuðurinn með öllum
sínum aukafélögum er afar viðtæk
stofnun. Hvort sem menn fylgja
henni að málum eða ekki, þá verða
allir þeir, sem sanngirni gæta, að
viðurkenna áhrif hennar. Þar mót-
ast og myndast lífsstefna fjölda-
margra ungra manna og kvenna.
Það er gæfa íslendingum og þakk-
lætisefni Goodtemplurum að sá
maður, sem þeirri stofnun veitir
forstöðu og leiðsögn, skuli vera eins
ákveðinn í bindindismálinu og séra
Björn er.------
Eg sagði að það væri heilsusam-
legt að hlæja; og eg sagði að séra
Björn kynni manna bezt þá list að
hlæja; hann er þvi heilbrigðisauki
hvar sem hann er, og hann hefir
skapað Goodtemplarafélaginu marga
heilbrigða gleðistund.
Goodtemplarastarfsemin er dauf
nú sem stendur. Hvernig væri að
reyna að vekja dálitla undiröldu með
því að gefa út vandaða, litla bók
með úrvali af bindindisræðum séra
Björns?
Sig. Júl. Jóhannesson. %
Orð í eyra Sveins
Kæri sveitungi!
Ástar þakkir fyrir greinina i
Lögbergi frá 30. ágúst. En hvað
eg varð glaður við þá fregn að þú
værir stærðfræðingur. Það sann-
arlega gerir slag í reikninginn. Slík
æra hefir mér aldrei veizt og sú, að
skrifast á við stærðfræðing. Eg
hefi áður haft þann heiður að eiga
orðastað við presta og önnur slík
stórmenni, en í greipar á stærð-
fræðingi hefi eg aldrei lent fyr. Það
var naumast að eg ætlaði að voga
að rita þessar línur, hefði mér ekki
fundist eg vera kominn svo djúpt
niður í þessa holu, sem þú hefir
sett mig í, að mér fyndist eg verða
að hafa mig út úr henni hvað sem
það kostaði.
Eg fann, sannast að segja, að eg
varð að gera þér grein fyrir því, i
hverju “vanþekking” mín og “skiln-
ingsleysi” lá. Af því eg neita að eg
hafi sýnt nokkra “fljótfærni” í
þessu máli. Hefði eg verið fljót-
færinn, þá hefði eg verið búinn
fvrir löngu að gleypa staðhæfingar
þínar rannsóknarlaust.
Fyrir 50 árum var eg búinn að
vita það, af að lesa og kunna
innganginn að Figraríminu og
sjá þar, að árið 1900 væri ein-
hver stórbreyting i vændum.
En hvað sem þú kant um það
að segja, þá var þar enga leiðbein-
ingu að finna. Hana varð eg að fá
annarsstaðar frá. Og um það hefði
eg lítið hugsað fyr en fyrir nokkr-
um árum. Eg var búinn að gera
mér fyrir—í “fljótfærni” minni, að
tunglkoma þyrfti að færast fram
um einn, og haf ði tekið upp þá reglu
að telja frá einum færra en rímið
segir. En pacta reikninginn skildi
eg ekki til hlítar fyr en rétt nýlega
—eftir að hafa lesið þína seinustu
grein. Þá fór eg at stað og fann
það, sem eg leitaði eftir. Og þá
fyrst skildi eg þig. Og nú skil eg
pactaregluna alla leið frá 1500 til
3000. Við það læt eg svo sitja að
sinni. Eg hefi nú endurbætt mína
páskatöflu og með því aukið skiln-
ing minn að mun á því sviði. Og
það skaltu nú fá að vita og af mér
drenglega viðurkent, að eg þakka
þér þær framfarir. Eg hefði aldrei,
nema fyrir þessi skrif okkar, lagt
út í það erfiði. Og þó fingrarimið
sé orðin úrelt fræði og með öllu ó-
þörf, þá samt þótti mér gaman að
komast að því, að það er enn á-
byggileg fræði, með þeirri smáu
breytingu, sem þarf að gera við og
við, sem aðallega liggur í því að færa
gullnu töluna til á fingrunum, sem
ekki þarf fyr en árið 2300.
En eg hefi líka sannfærst um það
að páskahaldið hefir ávalt verið
miðað við tunglfyllinguna, og er svo
enn, þó þeirri formúlu hafi verið
breytt, eins og þú svo sennilega get-
ur til.
Fyrst mun hafa verið miðað við
13 nátta tungl—þegar tungl væri
fult á 14. degi. Dæmi þess má finna
í ‘Brittannica,’ ef nokkuð má marka
hana austur í Manitoba. Hún er
máske aðeins fræðibók vestur á
Strönd. Þar er sýnt dæmi þess að
tungl verSi að koma 8. marz til þess
að það verði fult þann 21. sama
mánaðar.
Nú mun vera miðað við 15 nátta
tungl, sefn meinar að það sé fult á
16. degi frá tunglkomu að tungl-
komudegi meðtöldum. Þetta mun
nú ráða páskum. Eg hefi fundið í
almanaki að almanakstunglið var
fult á páskadegi. Þetta var 1923.
Tungl kom 17. marz en var fult 1.
april, og þá var það páskadagur. Og
svo geta veriö heiðarlegar undan-
tekningar þegar gullna talan er 6
eða 17.
Mér, sem ekki kann stærðfræði,
er full vorkunn, að mér finst, þó
eg reiddi mig á þær upplýsingar,
sem eg hafði. Samkvæmt fingra-
umsreglum hefði eg talið tungl
koma 28. 1930. En það að eg vissi
að breytingu yrði að gera um 1900,
þá hugkvæmdist mér að gera þá
breytingu að telja nú aðeins 1 frá
í staðinn fyrir 2, eins og rímið
kennir. En um það ákvæði að
páskar mættu ekki koma á þeim
lið, sem gullna talan sæti, vissi eg
ekki fyrir víst, og hélt það væri ein-
hver nýmóðins della stærðfræðinga.
Það, sem þú ert að lesa mér upp
úr ríminu hittir hvergi naglann á
höfuðið. Né heldur þar sem þú ert
að snúa út úr fyrir mér viðvíkjandi
miðtíma sólar. Þú ferð þar að
kenna mér hvað miðtími sé, eftir
að hafa viðurkent að alt sé rétt hjá
mér, er sýndi glöggt að eg skildi það
atriði. Mér hálfpartinn sýndist sú
klausa bera á sér sérgæðings ein-
kenni.
Þú talar um tunglið eins og þar
sé um tvö tungl að ræða, en virðist
ekki vilja skilja að rímið er að strita
við að komast sem næst inni astro-
nómisku tunglkomu að auðið er. Og
að þar er að ræða um miðtíma mána
til samrýmingar við miðtíma sólar.
Nú langar mig, í þessu sambandi,
að benda* þér á 25. bls. í formála
rímsins, hvað Jón biskup hefir um
þetta að segja.—
“En ekki máttu þér það mislíka
. . . . þó stundum finnast megi að
dags munur verði á millum alman-
akanna og Dactylismi; því fingra-
rímið er innréttað eftir miðhlaupi
solar og tungls, en Prognostica
Annorum eftir þvi rétta hlaupi, og
það með Calculo exquitissimo, eður
smákvæmasta reikningi uppá stund-
ir og mínútur; og er það hér vel
merkjandi, þótt þeir hávisu stjörnu-
meistarar brúki svo suptil reikning,
samt hitta misgaungur sólar og
tungls hjá þeim ekki altíð uppá
sama tímans punkt á hvörjum 19 ára
fresti, heldur munar það stundum
um heilan dag, og jafnvel meira,
hvarum þau almanök vitni bera sem
eg í höndum hefi. Nú líka sem eng-
inn skyldi þenkja, að stjörnumeist-
arar fari vilt, þó þessi verði mis-
munur Neomeniarum uppá tíman á
vissum árum tugaldar; svo er það
ekki heldur að kenna misreikningi,