Lögberg - 04.10.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.10.1934, Blaðsíða 7
LÖGBBKG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1934 7 eilliilll!llnl Guðmundur Finnbogason 1842 —1934 Þann 9. ágúst, 1934, andaÖist öldungurinn GuÖniundur Finnbogason að Lundar í Manitoba, fullra 92 ára gamall. Hann var fæddur á VíÖirlæk í SkriÖdal í Suður-Múlasýslu 14. júlí, 1842. Foreldrar hans voru þau hjónin Finnbogi Guö- mundsson og Þorbjörg Marteinsdóttir, er þar bjuggu. Var ætt Finnboga sveitlæg þar eystra, en ætt konu hans var af SuÖur- landi.—Börnin voru tíu. Dóu þrjú í æsku. Upp komust auk Guömundar: Jón, Þorfinnur, GuÖlaUg, ValgerÖur, Kristbjörg og Guðleif. Guðmundur ólst upp í foreldrahúsum. Þó á þeitn árurn væri ekki fjölbreytni í uppeldi eða mörg tækifæri til náms, bar hann úr býtum það ágæta veganesti, sem íslenzk sveitamenning hefir lagt svo mörgurn til: manndóm, grandvarleik til orða og verka, guðelskandi hj'artalag og trúrækni, starfslcjngun og nægjusemi, ásamt vakandi hug, er var nærður á fábreyttri en kraftmikilli andlegri fæðu. Slíkt uppeldi lagði þjóð vorri til marga þróttmikla ágætismenn, og í þeirra tölu var Guðmundur Finnbogason. jÆskuheimili hans mun hafa átt beztu einkenni íslenzkra sveitaheimila á þeirri tíð. Árið 1865 giftist hann Guðlaugu Eiriksdóttur ■ frá Þor- grímsstöðum í Breiðdal. Var hún greind kona og góð og hjóna band þeirra hið farsælasta. Bjuggu þau lengst á fslandi á Stefánsstöðum í Skriðdal og Þorgrimsstöðum í Breiðdal. Þaðan fluttu þau vestur um haf 1887. Námu land í Akrabygð í NorSur- Dakota, og voru þar til heimilis í 17 'ár. Stundaði Guðmundur mikið trésmiði á þeim árum. Árið 1904 fluttust þau til Foarn Lake í Saskatchewan og námu þar land. Bjuggu þar í fimm ár. Seldu þá bú sitt og fluttu 1909 norður með Manitobavatni. Dvöldu síðan hjá-dætrum sínum þar í grend. Andaðist Guðlaug að Vogar 1923. Fjögur síðustu árin var Guðmundur hjá dætr- um sínum í þorpinu Lundar. Þau eignuðust átta börn. Tvö dóu ung, en sex eru á lífi. Þau eru: Ólafía, gift Guðmundi Isberg að Lundar; Guðrún, gift Jóni Eyjólfssyni að Lundar; Finnbogi, giftur Guðrúnu Einarsdóttur, bóndi að Mozart, Sask., Guðrún yngri, gift J. K. Jónassyni að Vogar; Björg, gift Jóni Hannessyni að Svold, N. Dak.; og Guðlaug, gift Jóni Halldórssyni að Lundar. Barna- þörnin eru 44, en sjö þeirra látin. Barnabbarna börn eru 42, en tvö af þeirn dáin. Er þetta alt myndarfólk og vel látið. Þau Guðmundur og Guðlaug byrjuðu búskap við lítil efni, en farnaðist vel vegna atorku og ráðdeildar. En búhyggindi þeirra voi_u ekki að lifa sjálfum sér, því hjálpsemi þeirra var við brugðið og heimili þeirra fyrirmynd að gestrisni. Fyrir ' þeim mun hafa vakað að komast af sómasamlega, uppaki börn sín sem bezt og geta verið veitandi en ekki þurfandi. Þetta tókst þeim án auðsöfnunar. Nægjusemin jók ekki lítið á bless- un þeirra. Guðmundur var þrekmaður, mikill vexti og karlmannlegur. Hann var starfsmaður með afbrigðum. Samhliða búskap stundaði hann bæði tré- og járnsmíði og fórst hvorttveggja vel úr hendi. Hann var ljúfmenni hið mesta, síglaður og góð- viljaður í allra garð. Trúmaður var hann einlægur og geymdi í öruggu minni mikið af Guðs orði, þar á rneðal alla Passíusálm-. %ana. Trú sína auðsýndi hann í verki með alúð og trúmensku. Hann var jarðsunginn af séra Jóhanni Friðrikssyni 12. ágúst, að viðstöddu f jölmenni. Hvílir lik hans i Lundar grafreit við hlið komi hans. En minning þessara heiðurshjóna lifir í þakklátnm hjörtum ástvina og samferðamanna á lifsleiðinni. K. K. Ó. Yfirlit Um leið og eg sendi hlýyrði vina minna og samverkamanna, langar mig til þess að smeygja fáeinum lín- um inn í bréfið frá sjálfum mér. Fátt eitt mun eg segja af því, sem fyrir mig hefir borið á liðnum tuttugu og fimm árum prestsskapar starfsemi minnar ; get eg þó naumast látið hjá líða að minnast þess að nokkru. Koma mér til hugar orð Matthíasar Jochumssonar: Hvað hefi eg lært unr lífið hinu- megin ? Eg lærði fátt, sem barnið ekki veit. Eg lagðist djúpt, því vita vildi feginn um veraldir, sem enginn maður leit. En hvert það sinn er sannleiks gekk eg veginn, eg sá í anda miklu stærri reit. Þars hvert það sáð, er svalt í stríði hörðu, mót sólu hlær á lifandi manna jörðu.” Það var árið, sem eg byrjaði nám mitt við prestaskólann í Chicago. Hinurn fyrsta sunnudegi, sem eg átti innan hinnar miklu borgar var tekið að halla. Margar breyti- legar hugsanir ókunnuga mannsins leituðu í hugann; virtist mér leiðin framundan uggvænleg; gríip eg “Æfisögu Krists” eftir Dean Farrar og kom niður á þessa setningu: “Það er óhugsandi, að þeim mis- takist með öllu, sem með óskiftum bug og kröftum sækja frana að settu takmarki.” Aldrei hefir setning þessi máðst út í huga mér; tel eg hana gullvæga hverjum þeim, sem vilja tileinka sér kenningu hennar. Hefir hún iðu- lega staðið mér i vinar stað. Já, hvað hefi eg lært? Mér hefir skilist það að örðug- leikarnir, sem eru lagðir á leið okk- :ir, er verðmætasta innstæðan, sem hægt er að hlotnast. Þeir göfga hug- arfarið og efla andlegt atgerfi. Það reynir andlegt “gull” manns, eins og jarðneskt gull reynist í eldinum. Það aflar virðingar og vinfengi þeirra, sem ganga með andlegt verð- mæti.------ “Bagar ei brestur i keri, bara ef gullið er heilt.” Það hefi eg lært, að mennirnir eru yfirleitt góðir. Sjön manna er mis- jöfn. Misskilningur kemur oft af því; að menn fá ekki litið sömu sjón þau efni, sem eru fyrir höndum. Hittist þeir menn, sem í oftrausti eigin hæfileika vilja troða öðrum um tær, troða þeir vanalega eigin rist, og skapar það þeim gæfumissi. Þá má og segja,' að rneð ári hverju verður ljósari liðsemd hans, sem öllu ræður. Sannast einatt orð postulans: Þannig er þá hvorki sá neitt, er gróðursetur, né sá er vökv- ar, heldur Guð, sem vöxtinn gefur. (1. Kor. 3, 7.). Föðurleg fyrirhyggja Guðs og liðsemd birtist manni einatt í lífi og framkomu manna og kvenna, sem ganga með gó&u og göfugu hugar- fari. Endurminningarnar um þá viðburði skína frá liðinni tíð eins og ljómandi stjörnur. Svo einka sérstakir eru viðburðir þessir, að þeir flytja óaflátanlega boðskap Guðs föður — handleiðslu og miskunnar. Af ótal viðburðum vil eg aðeins getá' þriggja, sem sýnishorns. Eg tók mér eitt sinn far með skipi; kom skipið viða við. Á einum stað kom maður um borð og tók sér far til sama lendingarstaðar og eg. Daginn eftir átti eg og þessi maður samleið með járnbraut. Maður þessi var mér ókunnur með öllu, og hafði eg aldrei séð hann fyr. Þegar hann kvaddi ihig fékk hann mér einn dollar og sagði: “Þennan dollar skaltu þiggja eins og samskot frá mér við guðsþjónustuna, sem þú ætlar að flytja næsta sunnudag.” Geta má þess, að heimili þessa manns var í fjarlægð við ákveðinn messustað minn. Seinna kyntist eg manni þessum að nokkuru og að miklu góðu. Eitt sinn rakst eg á mann í Winni- peg, sem beiddist leiðsagnar; þegar við skildum dró hann fimm dali upp úr vasa sínum og bað mig þiggja sem laun fyrir ómakið. Eg vildi með engu móti þiggja þessa pen- inga, en hann vildi ekki heyra ann- að; sagðist hafa gnægð fjár. Varð það svo að vera. Ekki veit eg nafn þessa góða manns; er mér alveg ókunnur. Oft hefi eg beðið Guð að endurgjalda góðvild hans. Mun það ekki heldur bregðast. Vita má þessi vinur minn, aS ógleymdur er hann tnér, þó ekki sé hann mér kunnugur á annan hátt. Skal nú sagt síðasta atvikið: , Eg var einbúi þá og umsetinn af örðugleikum. Má með sanni segja: “Þá var nótt.” Eg varð að sækja til nressustaðar í dimmu, köldu veðri og ófærð all-langan veg ; hugði eg lítt til fagnaðar á því ferðalagi. Datt mér víst ekki i hug, að eg mundi eignast þá endurminning, sem hefir ávalt og mun alt til enda geymast sem gleðiefni. Þetta var um jóla- leytið og var því guðsþjónustan nokkurskonar jólamessa; neytti eg kvöldverðar á heimili í grend við messustaðinn. Fékk húsbóndinn mér umslag og bað mig þiggja sem íitla jólagjöf frá sér og fólki sínu. Nokkrir peningar voru í umslaginu, því þar var einn dollar frá hvoru hjónanna og tuttugu og fimm cent frá hverju barni þeirra hjóna og f jölskyldan var allstór. Og svo dýr- mæt sem gjöfin var, var þó hugar- farið, sem stóð á bak við gjöfina ennþá dýrmætara. Satt að segja komast hér engin orð að fleiri. En seint mun mér glevmast atvik þetta. Og innilega er mér kært þetta in- dæla fólk. Dreg eg svo stryk við frásögur þessar. Vil eg nú af hjarta þakka söfnuð- unum mínum, sem sýndu mér óverð- skuldaða velvild og virðing.u með því að minnast, á hátíðlegan hátt, tuttugu og fimm ára prestsskapar- starfsemi minnar. Vildi eg óska þess og biðja af heilum hug, að starf mitt mætti bera rnikinn árangur þeim til blessunar. Mig langar til þess að rækja þetta starf af alhug, ekki vegna virðingaV eða valda, heldur einungis vegna þess, að mér finst mér ætlað það og ekkert annað—aðrar brautir svo að segja mér afgirtar. Hjartanlega vil eg og þakka öll- um þeim, sem sýndu mér velvild á éinn og annan hátt á liðnum tíma. M’un eg iðulega biðja Guð að end- urgjalda þeim af ríkdómi náðar sinnar. Siðast, en þó allra mest, vil eg þakka honum, sem mig styrkan gerir til þess að vilja og framkvæma sér til velþóknunar og enda með orðum skáldsins: “Ó, hversu má eg þakka þér, —mín þökk er einskis virði, minn guð sem lííið léðir mér og léttir mína byrði, og ber mig náðar örmum á! Ef án þín væri eg, hver veit þá hve ntikil eymd mín yrði ?” s. s. c. Erindi flitft af Magnúsi Bjarnasyni forseta Konkordía-safnaðar á tuttugu og fhnm ára prestskaparafmœli séra Sig. S. Christophcrsonar. þiónandi Konkordía, Löghergs og Þingvalla sófnuðum í Saskatchewan. Fyrir utan alt glens og gaman erum við kornin saman hér af þeirri alvarlegu en ánægjulegu tilhögun að af þvj á hinu nýafstaðna lúterska kirkjuþingi átti presturinn okkar, séra S. S. Christopherson 25 ára préstskaparafmæli. Var vígður fyr- ir tuttugu og, fimm árum á kirkju- þingi til að starfa á sviði Hins ev. lúterska kirkjufélagi fslendinga í Vesturheimi, og er því sem sagt búinn að starfa fjórðung aldar á því sviði. Tuttugu og fimm ár er langur tími reynslu og áreynslu. í undir- búning starfsins og í starfið sjálft hafa verið gefin það sem alment eru álitin öll beztu ár æfinnar. Starf séra S. S. C. hefir verið að svo mörgu leyti mjög erfitt og gleðisnautt. Eg hefi það fyrir satt, frá þeim, sem bezt veit um það, að hér meðal okkar í Lögbergi og Þing- valla hafi ‘séra S. S. C. lifað sín gleðiríkustu ár, hvað starfinu við- víkur. En við sjálf vitum að það hefir ekki verið mikil gleði, sem við á einum tíma eða öðrum höfum lát- ið honum í té. En erfitt hefir starfið þó sérstak- lega verið, heilsan vanheil að nokk- uru léyti, hæfileikarnir máske ekki eins miklir eins og hjá sumum öðr- um, sent á sarna verksviði starfa. Tækifærin verið fá og sjaldan ver- ið honum boðin. Það hefir verið svo margt erfitt í lífsstarfi þessa ís- lenzka prests okkar, svo margt orð- ið til að svekkja, og érfiðið og ofreynslan hefir daprað hina björtu hlið þessa lífs og sú hlið blasir nú ekki við honum eins björt eins og hún ætti að skína og að sjálfsögðu heíir skinið honum í æsku. Það að svo er, er ef til vill skaði manni í hvers verkahring það er að leiða ungdóminn, ungmennin inn á verk- svið lífsins, því þangað væri gott að flutt væri sem mest af heilbrigðri gleði, því svo margt annað vill mæta svo mörgum á starfssviði Hfsins. En hjá þessum manni—prestin- um okkar—höfum við öll, sem á hann höfum hlustað um lengri eða skemri tíma, orðið svo óviðjafnan- iega vör við vonina, traustið og trúna á höfðingja lífsins, þrí-einan Guð. Þetta aðdáanlega, barnslega, einlæga traust á herranum, sem hann þjónar; þessa bókstaflegu, bjarg- föstu sannfæringu i trúarefnum; þessa áþreifanlegu, algjörlegu vissu sem ekkert getur haggað. Og við, sem höfum hlustað á kenningar séra S. S. C. þessi siðustu fáein ár, vit- ■um að vonin hefir stundum, jafnvel oft, flutt huga hans og sál langt yfir skamt, yfir verandi líf og líðandi tima, fram að þeirri stundu að hann mun mæta herra sinum og frelsara augliti til auglitis, því séra S. S. C. að deyja, er Kristur. En meðan hann lifir mun hann reynast Kristi sípum trúr, það veit hvert barn með- al okkar. Eg held það fari ekki hjá J>ví að það sé gott að hafa svona mann á meðal okkar. Og einnig mun það vera víst að það er gott að hafa mann með þessa einlægu, bjargföstu, óþreifanlegu vissu og sannfæringu í trúarefnum, til að leiða ungdóminn, ungmennin, inn á starfssvið lifsins. Því þar er oft vandratað og margir lenda langt frá heimahögum. Eftir að Canada-menn tóku Vimy hæðina á Frakklandi vorið 1917, varð það umhverfi að aðalheimkynni Canada-ntanna á Frakklandi: þar áttu þeir frekar heinia en nokkurs- staðar annarsstaðar i því landi. Við- kvæðið í þá daga var að við værum einhversstaðar á Frakklandi eða í Belgíu. En það að vera bara ein- hversstaðar í einhverju landi er ekki nærri nógu .ákveðið eða fullnægj- andi mannlegum hugsunarhætti. Veraldlega vill ntaðurinn vita hvar hann er. Eftir að Canada-menn tóku Vimy hæðina varð samastaður þeirra þar svo langur, að, þeir vissu fyrir víst hvar þeir voru í Frakklandi. Okkar ntegin, vestan megin við ^ imv hæðina, fimm míhir á að giska, máske heldur styttra, því þar voru sporin erfið og byrðirnar þungar og hver mílan seinfarin, og manni hætti til að finnast vegalengd- ir lengri en þær eiginlega voru. En skamt fyrir vestan Vimy hæðina er bærinn Mt. St. Eloi, og þar uppi á háhæðinni í Mt. St. Eloi stendur Mt. St. Eloi kirkjan. Hún stóð þar í stríðsbyrjun hálf skotin niður. Hún var það eina sjáanlega sem evmdi eftir af hryðjuverkum Þjóð- verja á Frakklandi, frá stríðinu 1871. En þó hún stæði þarna svona stutt frá skotgröfunum, og þó alt annað, bæði lifandi og dautt, menn og skepnur, hús og skógar og hvað TAUGAVEIKLAÐUR — GEÐVONDUR? HÉR ER SKJÓTUR BATI pví að vera taugaveiklaður og gfeð- vondur? NUGA-TONE gefur skjótan bata. pað styrkir líffærin og alt tauga- kerfið. Taugaslappleiki gerir fólk geðilt og leiðinlegt. Styrkið taugarnar með NUGA-TONE og þá hverfa allar á- hyégjur. NUGA-TONE er ekki vont á bragðið. Pað eru töflur, þægilegar til inntöku. Fáið mánaðarforða fyrir einn dollar. Ef þér eruð ekki ánægð- ir með árangurinn, þá verður pening- um yðar skilað aftur. Selt og ábyrgst I öllum lyfjabúðum. Látið það ekki dragast—fáið eina flösku I dag. Varist eftirllkingar. Biðjið um hið sanna NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. sem fyrir varð skothríðinni, sem yfir þetta svæði dundi, hátt á fjórða ár, væri sundurrifið og tætt, brotið og eyðilagt, þá stendur hún þar enn- þá að mestu leyti ósnert. Það var eins og Þjóðverjar skömmuðust sín að ganga í skrokk á ný á gömlu kirkjunni á Mt. St. Eloi, hálf-skoU inni niður. En það var þó ekki or- sökin, því að Þjóöverjar höfðu enga skynsemi til að skammast sín á Frakklandi. En eins og eg hefi útskýrt, þá var Vimy umhverfið, og þar með talið Mt. St. Eloi heimahagar Canada- manna á Frakklandi. En þegar að Canadamenn, á einum tíma eða öðr- um, voru sendir þaðan um stundar- sakir, í smáhópum eða stórhópum, eða þá allir í einu, til að taka upp vörð í framlínunni einhversstaðar annarsstaðar eða þá til að gera skyndi-áhlaup, þar sem óvinirnir áttu þeirra sízt von. þá var það að þegar inn á þessi nýju svæði var komið þá vissu fæstir hvar þeir voru komnir, nema ein- hversstaðar i Frakklandi eða Belgíu. En þegar birti að morgni á þess- um nýju svæðum og heiðskírt var, þá var það fyrsta sem flestir gerðu, að svipast eftir kirkjunni á Mt. St. Eloi. Og jafnan blasti hún við okkur gamla kirkjan á Mt. St. Eloi; auðþekt, gnæfandi hátt yfir flest annað, hálf skotin niður. Og um leið og við sáum hana, þá vissum við hvar við vorum í Frakklandi eða Belgiu, vissum hvað langt við vor- um að heiman, og, ef fyrir einhverja ástæðu, við urðum viðskila við aðal- hofin, þá vissum við hvert við þurft- um að fara til að komast heim. Og einmitt fyrir sörnu ástæðu trúi eg að Þjóðverjar hafi hlíft göntlu kirkjunni á Mt. St. Eloi i þessu síðara stríði, að eins og hún var okkur víst og ákveðið landntark, þá var hún það óvinunum eigi síð- ur. Eins hefir mér komið í hug þegar maður lendir langt eða skamt að heintan í trúarlegum efnum, þá er gott að geta litið til baka til ein- hvers raunverulegs landmarks í þeint efnum, og þó að maður sé kominn svo langt í burtu að landntarkið sjá- ist aðeins einhversstaðar lengst út við sjóndeildarhringinn. þá getur það samt orðið til að vísa mörgurn heint. Og hvar er þá á betra landmark að benda í þeim efnunt, en góðan, kristinn kennimann, sem kennir af einlægri sannfæringu og af algjörðri vissu. Og þar rná þá benda á marga af okkar vestur-íslenzku prestum. Ekki þar með meint að ekki séu annarsstaðar sannir kennimenn, bæði á íslandi og annarsstaðar, en vestur-íslenzku prestunum erttm við best kunntig. Eg held að fjöldanum af okk- ur hætti til í trúarleguni efnum að líta til baka til kennintannsins, sem uppfræddi okkur í þeint efn- | um í æsku og þá ríður okkur oft á því að sá hinn sami hafi verið sann- ttr og verið viss, og hafi trúað þeint kenningum, sem hann fór með. Og þó að sumir af þeim hafi á langri lifsleið að einhverju leyti bilað ; ver- ið hálfbrotnir niður, þá með því að vera enn sannir og trúir, standa þeir þó hálfir uppi; þá eru þeir eigi að siður sama sanna landmarkið, sent margtir getur áttað sig á, og þannig komist heim. og jafnvel óvinirnir geta líka náð að átta sig og komist á réttar leiðir. Eins og vinirnir og óvinirnir við gömlu kirkjuna á Mt. St. Eloi, sem stóð hálf skotin niður. Flestum af okkttr hættir við að hafa þann hugsunarhátt, að ekki sé ntikið í þær stöður varið, sem ekki gefi vel af sér peningalega, eða þá . á einhvern annan hátt, gefi vel af sér á veraldlega visu, svo sem völd eða þægindi, og ef að svo sé ekki, þá sé unnið fyrir gýg. En i dag höfum við á nteðal okk- ar lifandi vitni þess að svo sé nú ekki, sem sé prestinn okkar séra S. S. C. Hugur hans stefnir hátt yfir þetta alt, yfir peninga, yfirvöld, yfir þ-ægindi. Við, sent þekkjum Séra S. S. C. vituin að takmark hans er hærra og að það er hátt. Viö hljótum að vita að oft í hans erfiða lifsstarfi, hafi nú verið freist- andi að leggja árar i bát og hætta við starfið. Jafnvel veit eg til að honum hafi verið ráðlagt að hætta við verkið af einum velviljuðum og vinveittum stéttarbróður. En þrátt fyrir það hefir séra S. S. C. haldið áfram starfitíu, sem hann tók að sér í æsku, með sömu staðfestunni, með sömu trygðinni og með sömu trúmenskunni, sem alstaðar hefir auðkent hann. Og svo aðdáanlega kemst eitt af okkar beztu skáldum, Matthías Jochumsson að orði, um Hkt ástand, í gullfallega sálminum, sem við öll könnumst svo vel við« “Við freistingum gæt þín og falli þig ver, því freisting hver unnin til sigurs þig ber.” Og i síðasta vers- inu af sama sálmi segir skáldið: “Hver sá er hér sigrar skal sigur- kranz fá.” Þetta vitum við, þó gull- fallegt sé, og á góðum rökum bygt, að er þó mannlegur skáldskapur. En sá sem hefir valdið til að bjóða og valdið til að lofa, Jesús Kristur sjálfur, á sínuni tima bauð þetta og lofaði urn leið ; hvar það er skrifað eða í hvaða kapitula, það veit eg ekki. En hitt veit eg að það er skráð í sál og hugskot hvers kristins manns og hverrar kristinn- ar konu, þetta: “V ertu trúr til dauðans, og þá rnun eg gefa þér kórónu lífsins." Enn óafmáan- legra og skærara letri hygg eg þetta vera skráð í sál og hugskot séra S. S. C., en flestra annara manna, þetta boð og loforð Jesúnt Krists: “Vertu trúr til dauðans, og þá mun eg gefa þér kórónu lífsins.” Við' erum þá kontin saman hér í dag til að samgleðjast séra Sigurði S. Christopherssyni á þessum tutt- ugu og fimm ára áfanga í lífsstarfi hans, og til að óska honurn sam- eiginlega til hamingju með fram- tiðina og til að þakka honum þann þátt starfsins, sem hann hefir starf- að hér á meðal okkar i Þingvalla og Lögbergi, og votta eg honum hér, fyrir hönd Konkordia-safnaðar okk- ar hjartans þakklæti fyrir starfið hér og ef við með því að kotna satn- an hér í dag, Lögbergingar og Þing- vellingar, tneð samveru og samúð getum gert prestinum okkar, séra Sigurði S. Christopherssyni stund- ina gleðilega, þá er takmarki okkar náð og við förum heim ánægðir. Avarp flutt scra Sig. S. Christopherson í tilcfni af tuttugu og fimm ára prest- skapar afmccli hans, af Arva John- son, fchirði Konkordia safnaðar.. Herra forseti, Kæri heiðursgestur, séra Sigurður S. Christopherson og vinir:— Það er ekki tilgangur minn að þreyta ykkur með langri ræðu. Fyrst er eg ekki maður fær um það, og svo hitt, að það er nú búið að tala svo margt fallegt í garð heiðurs- gestsins, að eg ætla tnér ekki að fara lengra út i það mál. En eg vil leyfa mér, fyrir hönd safnaðarins, eða öllu heldur fyrir hönd safnaðanna, að afhenda heiðursgestinum, séra Sigurði S. Christopherssyni þessa gjöf, sent er gefin af safnaðarfólki þriggja safnaðanna hér i bygð; Lögbergs, Konkordia og Þingvalla safnaða, af tilefni af því, að nú eru liðin tuttugu og fitnm ár frá þvi að séra Sigurður vigðist prestur. Eg veit það er einlæg ósk allra safnað- arlima, bæði fjær og nær, að séra Sigurði auðnist bæði aldur og heilsa til að vinna að því starfi, setn hann hefir með trúmensku unnið í síð- astliðin tuttugu og fimm ár.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.