Lögberg - 04.10.1934, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1934
5
þótt ekki beri ríminu altíð saman við
almanökin. Sjálfir stjörnumeistar-
arnir gjöra ogsvo Calendaria, hvörj-
um ekki kemur heldur saman við
þeirra eigin Prognostica; eru þó
hvorutveggja keiprétt.”
Bls. 27.—‘‘Héraf er auðsært, að
ekki kemur það til af villu eður mis-
reikningi fyrir þeim, sem rimin
gjöra, þótt ei beri þeim altíð saman
við almanökin, þar sitt augnamið
hafa hvorir: sá eini siktar upp á
þann gang sólar og tungls, sem æ-
tíð er jafn við sig; en hinn annar
uppá þann ójafna, hvör stundum er
hraðari en stundum, eftir því sem
vegur þessara tveggja pláneta ligg-
ur annaðhvort um norður- eða suð-
urbaugana.”
Þetta finst mér allgóð skýring
uppá það hvað um er að ræða og
svo eins það alt er þetta sama tungl-
ið, sem við báðir erum að ræða um.
En það sem þú segir um tunglfyll-
inguna er mjög sannfærandi og hefi
eg nú fundið það að vera OK.
En breyting þín á niðurröðun
tungls terminanna gef eg sáralítið
fyrir. Það held eg sé afar barna-
leg hugmynd. Því má það ekki
standa eins og það er? Ef þú vilt
finna páska á 6. ári aldar þegar sdb.
er C, lendir þú á efsta lið litla fing-
urs á vinstri hönd, þar sem þú hefir
sett 6. En af því þar er C, verður
þú að bregða þér yfir á efsta lið
litla fingurs hægri handar, sem verð-
ur 25. apríl. Svo hver er þá gróð-
inn? Sama er með 17, þegar sdb. er
B. Eg ráðlegg þér að halda þér við
stærðfræðina, en láta mig eiga við
Fingrarímið. Þú hefir nú þegar
kent mér of mikið. Nú er eg ó-
háður. Áður reiddi eg mig á gaml-
ar bækur. Og eg á það þér að
þakka að nú get eg notað fingra-
rímið um næstu 1000 ár, að minsta
kosti. Svo í staðinn fyrir að halda
að eg hafi orðið þér reiður fyrir
þína krítík, _þá er það hinn veginn.
Eg er þér stórlega þakklátur. Og
stórglaður af að hafa svona lánlega
og einkennilega lent_í kunningsskap
við þig.
Virðingarfylst,
N. B. Benedictsson,
587 Langside St., Winnipeg, Man.
Haust-stökur
Veðra-raustin svarra svöl,
síðla á haustin tíðum,
áfram braust með fjúk og föl,
frosti á' laust og hríðum.
Erá himins hliðum hörku-fár
hrynur nið’r að völlum;
vinda kliður heyrist hár,
hriktir í viðum öllum.
Kólgublærinn kveður strítt,
klaka í færir moldu,
húmi slær á hauðrið frítt
hylur snærinn foldu.
Frosts ei skeikar feigðar önn
furur smeykar dofna,
liljur bleikar fergjast fönn,
f jólur veikar sofna.
Hels seig blundur hauðrið á,
harmur í lundu vakir,
fræ á grundu falla í dá
fyrir stundarsakir.
Skömm er dvölin daganna,
drjúgum föli rennir,
harðnar kvölin haganna,
hjörð á böli kennir.
Syrtir víða um lög og láð,
ljúf er blíða á förum,
vetrar tíðin byrst og bráð
breytir lýða kjörum.
Um dali og hæðir dregur títt
drif-fjúk, næðir stofna,
landið klæðir línið hvitt,
lífsins þræðir rofna.
Loftsins reika skuggaský,
skelfa veika sansa,
vetrar leika völdin frí,
vofur bleikar dansa.
Myrkrið brjálar mannvit kært,
Myndar tál og þrautir,
lýsi ei sálar ljósið skært
lífsins hálar brautir.
Víli firta, vekja lund,
vonir snyrti-friðar.
oft þó syrti að um stund
upp mun birta síðar.
M. Ingimarsson.
Knut Hamsun hálf-
áttræður
Eftir prófessor dr. Richard Beck
Knut Hamsun, öndvegisskáldið
norska varð hálf-áttræður 4. ágúst
í ár. Verður þeirra tímamóta í at-
burðaríku lífi hans eflaust minst
viða um lönd. Hann er einn þeirra
nútíðarrithöfunda á Norðurlöndum,
sem hvað mesta heimsfrægð hefir
hlotið, og nær því með áhrifum
sinum langt út fyrir landamæri ætt-
jarðar sinnar. Kom það greinilega
í ljós á sjötugsafmæli hans fyrir
fimm árum, en þá var hann hyltur
heima og erlendis. Hann á mjög
miklum vinsældum að fagna heima
fyrir, þó að stundum hafi nætt
kaldan um hann, og með ritum sin-
vm hefir hann Iagt undir sig niik-
inn hluta hins mentaða heims. Höf-
uðrit hans—en bækur hans skifta
tugum — hafa verið þýdd á sæg
tungumála og hvarvetna aflað hon-
um mikils fjölda lesenda og aðdá-
enda. Tveim af viðlesnustu skáld-
sögum hans, Viktoríu og Pan, hefir
Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi
snúið prýðilega á íslenzka tungu,
auk þess sem nokkrar smásögur
hans eru til í íslenzkri þýðingu. Eins
og vænta má, hefir hann einnig ver-
ið mikið lesinn á landi hér á frum-
málinu.
Persónuleiki Hamsuns og rithöf-
undarferill heilla huga lesandans
'ngu miður en bækur hans, og er þá
mikið sagt. Honum reyndist vegur-
inn til ritfrægðar grýttur og bratt-
ur,en einmitt vegna þess, að hann
hefir ratað i svo margt um dagana,
og Iét ekki bugast þó á móti blési,
•r sérstaklega skemtilegt að fylgja
honum í spor.
Hamsun er fæddur í Lom, i Guð-
brandsdalnum svipfriða og sögu-
íka, og er sonur farandskraddara.
En kominn er hann af góðum
bændaættum, og er vert að geta þess,
að listahneigðar gætir i ættum
Láldsins, því að eigi allfáir ætt-
feður hans voru kunnir fyrir fram-
irskarandi hagleik. Þriggja ára
'Mmall fluttist Hamsun með for-
eldrum sínum til Hamareyjar i
Norðurlandi, skamt fyrir sunnan
Lófót, og settust þau að á bónda-
bænum Hamsund. Hefir skáldið
þaðan nafn sitt, en hét annars Ped-
erson að skírnarnafni.
Landslag i Norðurlandi er hrika-
legt og f jölbreytt. Getur þar að líta
fjarþegustu andstæður náttúrunn-
ar, bjartnætti með miðnætursólinni
í allri ÆÍnni dýrð, og húmþungt og
ömurlegt skammdegi. f þessu um-
hverfi ól Hamsun aldur sinn fram
á þroskaár. Var hér sannarlega nóg
til að glæða og næra ímyndun til-
finningariks og hrifnæms æsku-
manns, og lítt að undra, þó Norður-
land hafi markað djúp spor í skap-
gerð Hamsuns og mótað horf hans
við lifinu, enda sjást þess mörg
verksummerki i ritum hans. Náin
kynni hans af hinni ytri náttúru og
ást hans á dásemdum hennar eiga
eflaust rót sína að rekja til æsku-
'aga hans í Norðurlandi, þar sem
bann naut í ríkum mæli fegurðar
hins sólbjarta sumars við útsýn til
hafs og fjalla.
Skólamentun Hamsuns var af
mjög skornum skamti. Hann gekk
á barnaskóla í nágrenninu, og var
þar, að þeirra tíðar venju, mest á-
hersla lögð á lestur, skrift og krist-
indómsfræðslu; rækti hann námið
vel og með góðum árangri; að öðru
leyti er hann að mestu maður sjálf-
mentaður, en drýgstu fræðsluna
hefir hann sjálfsagt hlotið í skóla
harðrar lífsreynslu. Ungur að aldri
varð hann að fara að hafa ofan af
fyrir sér. Fyrstu árin eftir ferm-
ingu vár hann búðarmaður og far-
andsali. Séytján ára varð hann iðn-
nemi skósmiðs í Bodö, en þreyttist
fljótt á innivistinni, því að rík útþrá
brann honum í blóði. Næstu tíu ár-
in var hann stöðugt á faraldsfæti,
eirðarlaus eins og margar söguhetj-
ur hans, enda er fyrirmyndar þeirra
ekki langt að leita. Hann var um
tíma aðstoðarmaður lénsmanns í
Norðurlandi, þá barnakennari, vann
þvínæst í grjótnámu og loks að
vegagerð. Er ekki örðugt að gera
sér i hugarlund, að kynni hans af
állskonar fólki úr öllum stéttum
mannfélagsins yrði honum síðaV
dý-rmæt gullnáma við skáldsagna-
gerðina. Spor þessa óþreytandi
æfintýramanns lágu þó miklu víðar
en fram og aftur um Noreg.
Með aðstoð vina sinna hélt hann
til Vesturheims og steig þar af
skipsfjöl laust eftir nýár 1882.
Bjóst hann fastlega við að sjá
framadrauma sína rætast vestur þar,
en varð í þess stað fyrir sárustu
vonbrigðum. Hvarflaði hann frá
éinu starfi að öðru, var vinnumað-
ur á sveitabæ, afgreiðslumaður í
matsölubúð, og gerðist um skeið
fyrirlesari, en reyndist gæfan stirð
í taumi sem fyrri daginn. Árstíma
var hann hjá skáldklerknum Kristó-
fer Janson í Minneapolis, kendi í
sunnudagaskólanum í kirkju hans
og steig stundum í stólinn í fjar-
veru prests. Las Hamsun jafn-
framt mikið, skrifaði óspart og
flutti fyrirlestra. En um þessar
mundir veiktist hann hastarlega og
hvarf aftur heim til Noregs, með
hjálp vina sinna, haustið 1884. Að
kalla næstu tvö árin var hann í
Valdres og varð brátt heill heilsu;
vann hann þar þá á pósthúsinu. las
og ritaði. Ákvað hann nú að freista
hamingjunnar í Osló; en beisk von-
1 THOSE WHOM WE SERVE 1
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS
BECAUSL—
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV-
ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER
WE DELIVER.
| COLUMBIA PRESS LIMITED |
jj 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 ||
'^niiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiuiiiiuitiiiiiuiniiiinitiiiiiiiiiiiiiiMiJiiiiiiiiHuiiiuiiuiiiiuiuuiiiiiiiuiiuiiiiiiimiiaiiiuiiiiiuuuiiiiiuiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiinuiiiiiiitiiiiiiiiiniiniiiiiiiiiitiiiiJiiiiiHuiiiiiníiiiinnniiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiuiiiiiiiiuuiiiiiuiiiiiiiiiu F"
brigði biðu hans enn, og drá hann
þar fram lífið við sult og seyru;
hörmungum þeirra raunaára lýsir
hann átakanlega í hinni eggjandi og
frumlegu skáldsögu Sult. Fær mað-
ur ekki annað en dáð viljaþrek hans
og ádrepandi framsóknarhug, sem
hörð og löng barátta stældi íremur
en lamaði. Hann var nú tuttugu og
sjö ára að aldri, víðlesinn, með
margþætta lífsreynslu að baki, og
ritsnjall um flesta fram. Þrátt fyrir
þaö var snilligáfa hans falinn fjár-
sjóður öllum þorra landa hans.
Engu að siður var hann þess full-
viss, að hann myndi sigra að lokum,
og stefndi þess vegna djarflega að
settu marki.
Haustið 1886 leitaði hann aftur
til Vesturheims og lenti þar í nýjum
hrakningum. Var hann um hríð
sporvagnsstjóri í Chicago, en þótti
gleyminn og dreyminn í því starfi;
gerðist síðan öðru hvoru vinnumað-
ur á hveitiökrum i Norður-Dakota.
Sú saga hefir einnig fengið byr
undir vængi, að hann hafi verið há-
seti á fiskiskútu fyrir New Found-
land ströndum, en það er tilbún-
ingur einn; rataði hann i nóg æfin-
týri þar fyrir utan. Þessi árin vest-
n hafs dvaldist hann samt lengst-
um í Minneapolis, og hafði ofan
fyrir sér með ritstörfum og bók-
menta fyrirlestrum. Byltingahneigð-
ur var liann að eðlisfari og þótti því
mörgu umbótavant í Bandaríkjun-
im: mun það og hafa skarað eld
að þeim glæðum, að hann hafði þar
Iandi orðið fyrir hinum stærstu
vónbrigðum. Hvarf hann því á ný
til Kaupmannahafnar sumarið 1888,
fastráðinn í, að láta til sín taka í
bókmentaheiminum. Rættist sá
draumur hans þegar á prent kom
stuttu síðar skáldsaga hans Sult, og
langt fram yfir það, sem hann hafði
dirfst að láta, sér i hug koma.
Hamsun hefir því sannarlega
verið æfintýramaður og brautfari í
meira lagi; og síðan lauk flökkulífi
hans á fyrri árum, hefir hann ver-
ið víðförull bæði heima og utan-
nds. En hann er að öðrum þræði
tengdur landinu, jarðveginum,
sterkum böndum; sveitlífið hefir
alt af laðað huga hans. Þá sætir
það engri furðu, að síSan 1911 hef-
ir hann búið búi sínu i sveit, fyrst
Norðurlandi, og síðan 1918 á
iarðeign sinni Nörholm i nágrenni
við Grimstad, strandbæinn, sem
frægur er orðinn af því, að Ibsen
ar þar lyfjasveinn á yngri árum.
Eins og gefið hefir verið i skyn,
hafði Hamsun snemma ráðið það
með sér að verða rithöfundur.
Fyrstu prentuð rit hans voru stutt
ástarsaga (1877), lítil ljóðsaga
1878) og sveitasaga Björger (1879).
Þar sem höfundurinn var innan við
tvítugt, fer það að vonum, að þessi
rit hans eru harla unggæðisleg, en
þó bregður þar fyrir leiftrum þeirr-
ar stilsnildar, sem siðar varð eitt
höfuð-einkenni skáldsins. Björger
er bersýnilega skrifuð undir áhrif-
um frá sveitasögum Björnsons;
engu að síður leyndir það sér ekki,
að höfundurinn, þó kornungur sé,
býr yfir skáldgáfu.
Það ritið, sem fyrst dró athygli
manna að Humsun, var lýsing hans
á andlegu lífi i Vesturheimi, Fra
det moderne Amerikas Aandsliv
(1889), vægðarlaus árás á þjóðlíf
og menningu í Ameríku, að sumu
leyti hlutdræg og yfirborðsleg, en
hittir þó oft markið, snildarlega,
prýðilega skrifuð og bráðsmellin
bók. Skoðanir skáldsins i þcssu
efni munu eitthvað hafa breyst með
árunum; en fram á þennan dar er
hann erkióvinur efnishyggju og
þeirrar vélmenningar, sem hneppir
mannsandann í stálgreipar og kyrk-
ir þroska hans.
Fyrsta bókmentalegan stórsigur
sinn vann Hamsun þó með Sult;
kaflar þeirrar skáldsögu hans voru
prentaðir í Kaupmannahafnar-tíma-
ritinu Ny Jord (t888 ), en hún kom
út í bókarformi tveimur árum
síðar og bar flughraðan nafn höf-
undarins um gjörvöll Norðurlönd.
Gerðist saga þessi i Osló og lýsir
baráttu ungs rithöfundar við hung-
ur og margskonar andstrejuni. Hér
er brugðið upp sígildri myrid af
stríði hundraðá fratnsækinna mánna
óg kvénna að fornu og nýju. Frá
sjónarmiði efniskipunar er bókin
langt frá þvi að vera gallalaus, en
hún er afar frumlegt rit og tók
lesendur hvarvetna föstum tökum.
Lýsingin er raunveruleg mjög og
fátt dregið undan, enda mun mörg-
um þykja hún bersögul úr hófi
fram; þó fær enginn með rökum
neitað, að hér er snúið upp dag-
sannri, en skelfilegri hlið á lífinu.
Og höfundurinn var sínum hnútum
kunnugastur; hann segir hér eigin
harmsögu, lýsir örvæntingarþrung-
inni baráttu sinni við hungurdauð-
ann, sem hann hafði oftar en einu
sinni horfst i augu við. En þó lýs-
ingin sé raunveruleg, er hún þó enn
meir sálarlegs eðlis; skáldið lýsir
áhrifum hungursins á sál sína, skap-
brigðunum, sem það vekur, draum-
órunum og allri röskuninni á sálar-
lifi þolandans. Tvent var það samt,
sem öðru fremur dró hug lesenda
•vð þessu riti—fjölbreytt og frum-
leg stílsnildin og tilfinningadýptin,
sem fossar þar fram i stríðum
straum. Sult skipaði Hamsun rví-
mælalaust i röð snjöllustu samtíðar-
skálda hans og varð hornsteinninn
að heimsfrægð hans, og réttlátt var,
að svo skyldi fara, því skáldsaga
þessi var beinn ávöxtur beiskustu
lífsreynslu höfundarins, rituð með
hjartablóði hans, ef svo má að orði
kveða.
Næsta bók Hamsuns, Mysterier
(1892), er laus í böndunum, sam-
bland hinna sundurleitustu hug-
mynda, en skemtileg og ljóðræn
mjög að stíl; hvað eftirtektarverð-
ast er þó hið sálarlega djúpsæi, sem
hér lýsir sér. Söguhetjan, listamað-
urinn Nagel, lifir flökku- og draum-
óralifi í faðmi náttúrunnar. Minni
háttar rit fylgdu eftir hinu ofan-
nefnda: þá sendi Hamsun frá sér
eitt af mestu snildarverkum sínum
Pan (1894), sem margir telja á-
gætasta verk hans, og er áreiðan-
legasta eitt hinna allra fegurstu.
Náttúrudýrkun Hamsuns, dul-
hneigð hans og samúð hans með
frumstæðum mönnum koma hér
fram i fylstri og listrænastri mynd.
Snild hans í skáldlegum lýsingum á
fegurð náttúrunnar og fyrirbrigð-
um ná hér hámarki sínu, og hér er
gnægð litauðgra frá Norður-Nor-
egi. Norðurland í tryldri tign sinni
og fjölbreytni hlær þar lesandan-
um við sjónum. Engu minni snild
er á frumlegum og hrífandi mann-
lýsingum sögunnar. Bók þessi er
óður um ástir, ljóðrænn, og heitur
lofsöngur til náttúrunnar, og lof-
gjörð þess lífs, sem lifað er við
móðurbrjóst jarðarinnar. Hvað
eftir annað, í ritum sínum, sýnir
Hamsun oss það djúp, sem skilur
náttúrubarnið (sveitamanninn) og
borgarbúann, skipar heilbrigðinni í
lífi hins fyrnefnda andspænis óheil-
indunum í lifi hins síðarnefnda; og
í mismunandi myndum er þetta
kjarninn í skáldsögum hans.
Framh.
Smiður var að kenna lærling:
Nú tek eg járnið glóandi úr eldin-
um og legg það á steðjann, og þeg-
ar eg kinka kolli þá slærðu eins
þungt högg með sleggjunni og þú
getur.
Lærlingurinn gerði eins og hon-
um var sagt—en smiðurinn sagði
ekki orö eftir það.
► Borgið LÖGBERG!
10 REASONS
Wliy You Sliould Train
at the
Success Busincss College
• 1.
The Success College of Winnipeg has become West-
ern Canada’s largest and most popular private commer-
cial college.
2.
It is a compliment to the efficiency of The Success
that most of the commercial teachers in Winnipeg are
“Success-trained.” We train and develop all our teach-
ers and retain those of finest scholarship and most
successful experience.
3.
The Success has been accredited by the Business
Educators’ Association of Canada, and only Success stud-
ents are entitled to B. E. A. examination privileges in
Winnipeg. B. E. A. graduates are preferred by employ-
ers because of their efficiency. B. E. A. standards repres-
ent the highest degree of efficiency in Canadian private
commercial education.
4.
All Success courses have been approved by the
B.E.A. The Success also prepares students for the C.A.
(Chartered Accountant) examinations and for all other
Accounting and Secretarial degrees available in Mani-
toba.
5.
While no Business College or Commercial School can
honestly claim to adhere strictly to Grade XI (Matricu-
lation) admittance standard, practically all Success
students have Matriculation or University education.
6.
More than 42,000 have enrolled in the Success Col-
lege since it was founded in 1909. Hundreds of these are
now employers in Winnipeg and Western Canada, and
their preference for “Success-trained” office help creates
an ever increasing demand for our graduates.
7.
The Employment Department of The Success College
places more office help than any other employment
agency in the City of Winnipeg. The privilege of
receiving help from this Department is.not accorded
to any except Success students.
8.
The Success system of individual and group instruc-
tion cannot be appj;oximated; the result: Success stud-
ents progress more rapidly and are trained more thor-
oughly.
9.
The Success College has well equipped and comfort-
able premises. It is located in the heart of the business
section of Winnipeg, where employers can conveniently
employ our graduates.
10.
The Success College has no branches; it operates
one efficient school in which the principal and his staff
devote their best efforts and all their time to thorough
instruction and careful supervision of students.
ENROLL NOW
BUSINESS COLLEGE Limited
WINNIPEG — MANITOBA
Corner Portage Avenue
ánd Edmonton Street
■4 ii avf; o
Phone
25 843