Lögberg - 04.10.1934, Side 6
6
LÖGBERÖ, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1934
Heimkomni hermaðurinn
Margaret Cameron brosti. Hún horfði
út um gluggann og út á hafið, Kyrrahafið,
sem brosir við manni og laðar og biður, en
leynir í djúpi sínu hinum ægilegustu skrímsl
um.
“ Já, eg skil þetta,” sagði hún. “Eg veit
því að þú ert hér og eg sé að þú ert varla fær
uin nokkra vinnu. Gravson lækni sýndist þú
heldur veiklulegur. Hann gat þess til að þú
hefðir verið í hernum.” *
Jamie fór ofan í vasann og kom með
medalíurnar og rétti þær að henni. Margaret
Cameron gekk nokkur skref áfram og tók í
hendi hans. “Guð blessi þig, drengur minn!
Eg veit alt um starfsaðferðir býílugna meist-
arans og þó eg viti ekki mikið um býflugur,
því að hann hefir verið að kenna litla skátan-
um aðallega, þá veit eg hvar vatnspönnurnar
eru og hvernig á að t'vlla þær með réttu blönd-
unni—'það er skrítið en þeir setja alt af dá-
lítið af salti í vatnið—«og svo get eg sýnt þér
blómin og sagt þér hver þeirra þurfa mesta
vökvun. Eg iheld að ef að þú hvílir þig í
nokkra daga, þá sértu vel fær um starfið Eg
skal matreiða fyrir þig eins og eg gerði fyrir
gamla manninn, en þér er bezt að segja mér
hvað þú vilt helst borða. Smekkur manna er
misjafn.”
“Þetta er vel l>oðið,” sagði Jamie. “Eg
verð að játa, að nú er eg orðinn glorhungrað-
ur og eg get eflaust borðað hvað sem þú hef-
ir komið með.”
Þau gengu inn í eldhúsið og hann borð-
aði matinn, sem Margaret Cameron hafði sett
á borðið. Hún kendi honum að elda við gas-
stóna, svo að hann gæti hitað sér það sem
hann lysti. Honum var sýndur frystiskápur-
inn, sem stóð í einu horninu. Þangað var sett
á hverjum degi, flaska af mjólk og önnur af
rjóma, einnig voru þar egg og eitthvað af á-
vöxtum. Síðan fóru þau út í garðinn og
Jamie lærði að fara með vatnsslöngurnar, og
var sagt nákvæmlega fyrir um vökvun blóm-
anna.
Margaret tók eftir því hvað Jamie riðaði
á fótunum -og hvað þeir voru bólgnir, hendur
hans skulfu og æðarnar stóðu út á enni hans.
Hún dró sínar ályktanir af þessu, gamla kon-
an, og þegar J>au- höfðu gengið til baka og
voru komin að liúsinu, þá spurði hún hann
hvort hann héldi sig óhultan fyrir býflugun-
um.
Jamie horfði á 'hana undrandi og svaraði
ekki strax. “Bg veit ekki hvort eg skit þig
almennilega—óhultan fyrir flugunum?”
“Eg á við það að til eru menn, sem að
býflugmrnar þola ekki nærri sér,” svaraði
Margaret. Það væri vís bani hverjum þeim
manni að hætta sér að búunum. Býflugurnar
fá hatur á sumum mönnum, en aðrir geta náð
hylli þeirra á skömmum tíma. Sumir menn
geta tekið ofan af flugnabúi og tekið liendi
sína fulla af vinnuflugunum. Það kom hing-
að stundum maður til að hjálpa býflugna-
meistaranum, og liann gat borið þær um alt
undir hattinum sínum. En það er ekki öllum
fært að reyna svoleiðis kúnstir.”
Jarnie hugsaði þetta mál vandlega.
“Hvernig fer maður að komast að því
hvort að flugurnar vilja láta mann í friði?”
spurði Ihann og hallaði sér upp að glugga-
karminum og horfði á konuna. Hann sá að
hún var næstum því eins há og hann sjálfur.
“Já, það er nú vandinn,” sagði Mar-
garet Cameron. “Þar kemur litli skátinn til
sögunnar. Býflugnameistarinn hefir kent
lionum alla skapaða liluti um þessi efni. Hann
ætti að koma hingað í dag eða á morgun. Ef
hann gerir J>að ekki, þá síma eg til hans. En
á meðan skalt þú ekki koma nærri búunum.”
Margaret Cameron tók diskana, sem
Jamie hafði borðað af, sctti }>á í körfu og
gekk á ská yfir garðinn og heirn til sín.
Jamie stóð kyr og sá hana fara inn í lítið
og snoturt, hvítmálað hús, ekki ósvipað því,
sem býflugnameistarinn átti. Samt var það
tæplega eins fallegt, fanst Jamie.
Eftir að hafa staðið þarna nokkra stund,
gekk Jamie út að hliðinu og fram á veginn.
Til beggja handa stóðu snotur hús í þéttri
röð og virtust }>au í fljótu bragði vera öll
eins.
Jamie reyndi að gera sér grein fyrir því
hversvegna sér þætti samt hús býflugnameist-
arans miklu fegurra en hin húsin. Hann
komst að þeirri niðurstöðu að J>að væri að
líkindum aðeins ímyndun, en vingjarnlegri
væri þó svipur þeas en allra hinna.
Hann horfð út yfir blátt hafið og upp í
bláan himininn og varð ósjálfrátt að orði:
“Drottinn minn, þú hefir verið mér góður.”
Svo fór Jamie aftur inn í húsið og skoð-
aði það vandlega. Hann sá persnesku dúk-
ana á gólfinu og þóttist vita að }>eir væru
mjög verðmætir. Húsgögnin öll voru úr fín-
asta efni sem hugsast gat, úr rósvið og ma-
hogany og smíðuð af meisturunum, sem uppi
voru í Evrópu fyrir löngu síðan.
Bókaskáparnir, sem náðu upp að rjáfri
og þöktu næstum því alla veggina í lestrar-
stofunni, vöktu athygli hans. Svo staðnæmd-
ist hann framan við skrifl>orð meistarans.
Þar lá skrifbók opin og Jamie sá að gaml’i
maðurinn hafði verið byrjaður að skrifa bréf.
Jamie tók skrifuðu blöðin, og án J>ess að líta
á bréfið setti hann þau inn í skrifbókina og
lagði hana aftur á sinn stað. Þar myndi bréf-
ið liggja þar til meistarinn kæmi til baka.
Ofan. við skrifborðið var ibókaskápur og
Jamie sá að allar bækurnar í þessum skáp
voru um býflugtur og rækt þeirra. Honum
datt í hug að opna skápinn og fara að lesa í
bókunum, en hætti við það og hélt áfram að
skoða önnur herbergi í húsinu.
Að því loknu gekk hann að bakdyrum
hússins og horfði niður hlíðina og niður að
hafinu. Úr dyrunum var það fallegasta út-
sýni, sem hugsast gat. Spildan niður að
ströndinni var um tvær ekrur að stærð, og
mátti heita einn garður. Alstaðar voru blóm
og aldintré. Flest þeirra þekti Jamie ekki,
því að þau höfðu ekki vaxið á austurströnd-
inni. Þarna voru appelsínutré, sítrónutré,
döðlupálmar, aðfluttir, vínberjarunnar og
margar aðrar tegundir, þótt ekki væri nema
kanske tvö tré af hverri tegund. Innan um
trén voru marglit blóm og á stöku stað sva'ði
þar sem matjurtir voru ræktaðar. Eftir
garðinum og alla leið niður að ströndinni, lá
mjór stígur og hafði steinum verið raðað
meðfram honum beggja megin.
Sitt hvoru megin við stíginn stóðu flugna-
búin. Ekki ljótir ferhvrndir kassar, eins og
sjá má svo víða, heldur falleg hvítmáluð bvrgi
með kúptu þaki. í kringum hvert þeirra var
blómabeð og voru það eingöngu blá 'blóm, sem
þar spruttu. Nokkur stór bú stóðu afsíðis og
varð maður að ganga rétt hjá þeim til þess að
komast niður stíginn og ofan að ströndinni
og nú fanst Jamie, -sem hann mætti til með að
komast þangað.
Hann staulaðist varlega út í garðinn og
settist á bekk undir einu trénu. Hann sat
þarna nokkra slund og reyndi að hugsa.
Þarna var svo mikil kyrð og fegurð að Jamie
gat ekki varist }>eirri hugsun að hann mvndi
fljótlega verða að yfirgefa þetta alt saman.
Hvað skyldi hann eiga mikið eftir ólifað.
Um morguninn hafði hann tekið umbúðirnar
af sárinu og þær höfðu verið blóðugar, eins
og oftast. Þetta sár ætlaði aldrei að gróa,
hugsaði hann. Skrítið var það að einmitt
þegar útlitið með heilsu hans var sem verst,
skvldi hann hafa rekist á þennan fegursta
stað, sem til var í heiminum.
Jamie sat þarna all-lengi og hugsaði um
raunir sínar. Hann fór aftur að ihugsa um
það, hvort ekki væri reynandi að komast nið-
ur að sjónum og baða sig í saltvatninu. 1
heilt ár hafði hann heitu böðin hjá spítalan-
um og þau höfðiu ekkert gott gert honum. Nú
skvldi hann reyna köldu sjávarböðin í eitt ár.
Jamie þrýsti saman vörunum. Þarna leið
honum reyndar vel, og ef til vill vrði hann að
hrekjast burtu eftir nokkra daga og þá byrj-
aði flakkið aftur þar til dauðinn bindi enda
á alt saman.
5. KAPÍTULI.
Litli skátinn.
Daginn eftir, þegar Jamie sat á sama
bekknum og var að brjóta heilann um sömu
vandamálin, sá hann krakka-anga snara sér
yfir girðingiuna og koma niður léttilega á
malborinn gangstíginn. Þegar þessi litla
vera 'hafði rétt ár sér, tók hún með annari
hendinni í óhreinar buxurnar og tróð skyrtu-
löfunum niður um sig með hinni. Krakkinn
stóð á öðrum fæti og tók strigaskó af hinum
og tæmdi sandinn úr honum, setti hann svo
aftur á beran fótinn, og leit svo í kringum
sig.
Jamie horfði undrandi á barnið. Önnur
buxnaskálmin var fest um hnéð, en hin lafði
niður á miðjan legg, þar sem spennan hékk
laus. Ermarnar á grænlitu skyrtunni voru
brettar upp að olnboga og önnur þeirra var
rifin alla leið frá öxlinni. Hendurnar og
handleggirnir báru þess vott að það hafði oft-
ar 'en einu sinni klifrað tré og gert margt
annað, sem börnum þykir mest skemtun í.
Andlitið var magurt og breiðleitt, nefið
fremur stutt og munnurinn stór. Augun
sýndusf fremur stór. Jamie gat ekki séð,
þaðan sem hann var, hvernig þau væru lit.
Hárið hefði líklega verið brúnt, ef að Cali-
forníu sólin hefði ekki verið búin að setja á
það ljósa slykju. Þar sem það skiftist, sýnd-
ist það mikið dekkra. Höfuðið var snoðklipt
nema fvrir dálítinn topp yfir enninu. Hollend-
ingur! hugsaði Jamie og á meðan hann horfði
á barnið, tók J>að til að dansa og leika sér í
sólskininu með þeim fögru og mjúku hreyf-
ingum, sem sumum börnum er lagið.
Stundum fleygði }>að handleggjunum
vfir höfuðið þar til fingurnir mættust, og
snerist eins og skopparakringla; stundum
rétti ]>að út hendurnar eins og til að grípa
fiðrildi úr loftinu. Svona gekk þetta nokkra
stund. Loks þreyttist barnið á J>essum leik
og gekk af stað í áttina til Jamie. Þegar það
var komið hálfa leið beygði það sig niður og
fór að atlmga liljublómin í einu beðinu. Jamie
glápti. Krakkinn fór á fjóra fætur og tók til
að sjúga hunangið úr körfum madonna lilj-
unnar.
Jamie gat ekki varist hlátri þegar hann
sá þetta tiltæki. Nú reis krakkinn á fætur og
'hélt áfram ferðinni. Hann var auðsjáanlega
sárfættur, því að hann krepti saman tærnar
í skónum.
Krakkinn staðnæmdist og horfði á Jamie
með mikilli eftirtekt og undrunarsvip. E'kki
varð þó séð að hann hræddist, því ekki hörf-
aði hann eitt spor aftur á bak.
“Ó, halló! sagði barnið.
“Hallo!” sagði Jamie eins glaðlega og
vonum var unt.
“Hvar er býflugnameistarinn?” spurði
barnið. Jamie hikaði. Hann gat nú greini-
lega séð andlit litla gestsins og horft í augu
hans. Aldrei hafði hann séð eins djúp og
gáfuleg augu í nokkru barni. Það var eitt-
hvað í þessum augum, sem benti til þess aÖ
Jamie væri betra að gæta allrar varúðar.
“Hann verður í liurtu nokkra daga, og
eg lít eftir heiinilinu á meðan,” svaraði
Jamie.
“Ó! En við þekkjum þig ekkert,” sagði
barnið. “ En hér er eg kominn. ” “Jæja, þú
værir hér líklega ekki nema af því að bý-
flugnameistarinn sagði að þú mættir vera, og
hvað sem hann segir verður að vera.”
“Mér þykir vænt um að þú heldur að eg
muni duga,” sagði Jamie.
“Eg hefi ekki liaft tíma til að hugsa
neitt um það,” svaraði krakkinn. “Eg er
ekki mjög fljótur að hugsa. Ef að meistar-
inn hefir sagt þér að vera hér og líta eftir
hlutunum, þá verður þú auðvitað að vera hér
og líta eftir hlutunum, og þá verður þú um
leið að gera það sem ætlast er til af þér. Eg
er í félagi með býflugnameistaranum. Horfðu
á mig, það kostar þig ekkert.”
Jamie brosti og' þegar hann hafði það
við, sem reyndar var ekki oft í seinni tíð, þá
varð hann sérlega góðlegur á svipinn. Barn-
ið tók eftir þessu og færði sig nær, og brosti
út að eyrum og spurði hvatlega.
“Súsfu mig dansa?”
Jamie kinkaði kolli.
“Var það ekki býsna gott hjá mér?”
“Jú, það var ágætt.”
“Eg þarf að gera þennan skolla í skól-
anum,” sagði litli krakkinn. “Það er ljóta
vitleysan. En þegar eg er einn einhversstað-
ar, þá æfi eg mig. Eg held mér gangi betur
þegar eg hevri til býflugnanna. Það eru
aumu skrípalætin. Eg vildi þú sæir hann
feita Bill dansa. En ef að kennarinn lætur
mann gera það, þá má eins vel leggja sig eftir
því svTo að maður verði ibetri en hinir.”
“Þetta er rétt athugað,” sagði Jamie.
“Ef maður ætlar sér að verða sérlega góður
í einhverri grein og heldur sér að því, þá get-
ur ekki hjá því farið að maður verði betri
en aðrir.”
“Svona skoða eg það. Og eg hefi lært
það, að maður getur ekki verið skátaforingi
og æðsti maður ræningjaflokksins og aðstoð-
armaður býflugnameistarans, nema með því
að leggja sig allan fram.”
Jamie þóttist viss um að ]>essi unglingur
fyrir framan sig væri áreiðanlegur drengur.
Nú færði bann sig nær Jamie og sagði í
lágum róm: “Hvenær fluttu þeir hann á
spítalann?”
Jamie hrökk við og leit. spyrjandi aug-
um til barnsins.
“Eg sagði ekki að þeir hefðu flutt hann
á spítala.”
“Nei, ekki sagðir þú það,” svaraði barn-
ið. “FJn ef að }>ú hefðir þekt hann eins vel
og eg hefi fengið að þekkja liann, síðan eg fór
að aðstoða hann hér, þá hefðir þú vitað að
hann hefði aldrei yfirgefið heimilið sitt nema
til þess að fara á spítala.”
“Þetta er eflaust satt.”
Ivrakkinn litli bandai höndunum út frá
sér og kinkaði kolli spekingslega.
“ Já, það er alveg dagsatt, ]>ví hann hefði
þurft að fara. ]>angað fyrir mörgum mánuð-
um síðan og Grayson læknir sagði honum það
og ýtti undir hann með að fara, en J>að dugði
ekkert. Hann hélt að liann myndi gera alla
skapaða hluti fvrir mig. Því hafði hann lof-
að. Svo að }>egar eg þóttist vita að hann ætl-
aði ekki að fara og neitaði að fara”—hnokk-
inn rétti úr sér og stóð nú teinréttur,—“]>á
sagði eg honum ekki að fara. Eg sagði hon-
um að sitja iheima og gera það sem honum
sýndist”—og nú hló hann—“því að eg vissi
að meistarinn ætlaði að gera ]>að livort sem
var og eg vildi ekki vera að ergja hann. Þeg-
ar maður hefir stöðu, þá þarf maður að gæta
allrar skynsemi.”
Jamie rak upp skellihlátur, en það hafði
engin áhrif. Sá litli hélt áfram óhikandi.
“Hvenær ætla þeir að skera hann upp?”
Jamie brá. Hann hristi höfuðið.
“Eg veit ekki hvað gengur að honum.”
“Ekki veit eg það heldur. Það var það
eina, sem hann sagði mér aldrei frá. Hann
sagði mér frá öllu því, sem særði hann og or-
sakaði för hans liingað vestur. Hann sagði
mér frá litlu ljóshærðu stúlkunni, sem hann
varð að skilja við, og eg hefi séð allar mynd-
irnar, sem hann geymir í kistunum sínum, og
eg hefi raðað fyrir hann öllum bréfunum og
blöðunum. Eg veit um Maríu, sem liann elsk-
aði og um heimilið, sem hann varð að yfir-
gefa. Eg veit jafnvel um leyndarmálið sem
gerði Ihann óhamingjusaman og eg veit alt,
sem hann gat kent mér um býflugurnar. ”
Barnið þagnaði svolitla stund, en hélt
svo áfram í alt öðrum róm og breytti um-
talsefninu.
“En svo við snúum okkur nú að býflug-
unum. Um þær er svo mikið að læra að jafn-
vel mennirnir, sem skrifa bækurnar, vita það
ekki alt saman, svo að býflugnameistarinn
gat auðvi'tað ekki kent mér það alt. En eg
veit hitt og þetta um búin og tilhögun þeirra,
um drotninguna og þrælana og hjúkrunar-
konurnar. Það er nú ótrúlegt, en svona er
það nú. Býflugurnar hafa hjúkrunarkonur.
Trúir þú því?”
Jamie mundi veikindi sín og sagði al-
varlega: “Hjúkrunarkonur eru ágætustu
verur á jörðinni, og ©g hefi heyrt að býflug-
ur séu merkiieg kvikindi, svo að mér finst
ekki ólíklegt að ]>ær hafi sínar hjúkrunar-
konur.”
“Rétt er ]>að, Pat,” sagði sá litli. “Eg
get gengið að hvaða búinu sem er og sýnt þér
eins margar og fjörutíu þúsuiul hjúkrunar-
konur, sem eru að gegna þar störfum sínum.”
Og nú varð Jamie aftur að svara þeirri
spurningu, hvort 'hann myndi óhultur fyrir
flugunum.
Og’ Jamie varð að svara ]>ví að liann vissi
það ekki, að liann hefði enga reynslu.
Félagi hans hló góðlátlega.
“Það vissi eg ekki heldur—fyr en eg
lenti í því. Frá því að eg sá hvita höfuðið
hans fyrst og þar til hann sagði loks að eg
mætti vera aðstoðarmaður sinn, þá vissi eg
-það ekki, svo að eg fór að búunum einn góðan
veðurdag, til þess að komast að því og okkur
kom saman um það á eftir að það liefði verið
illa ráðið. Þeim féll ekki lvktin af mér.”
Jamie átti bágt með sig. Það var megn
hesthúslykt af litla snáðanum, eða það var
sterkasta lyktin, sem Jamie gat fundið, þótt
hann væri lyktnæmur. Jamie fanst þetta svo
hlæilegt að liann komst í bezta skap. Án þess
að gruna nokkuð livað stóri maðurinn væri
að hugsa um, hélt hinn áfram, mjög alvöru-
gefinn.
“Þeim féll okki lvgtin, það var áreiðan-
legt. Þú veist að býflugan hefir lyktar-holur
í staðinn fyrir nef. Þær eru í tveim litlum
pípum, sem ganga út úr hausnum,' þar sem
nemið myndi vera, ef það væri ekki á býflug-
unum, og vinnudýrið (vinnudýrin þurfa alt
að gera í kringum búið, eins og þú veist sjálf-
sagti hefir um fimm þúsund lyktar-holur. En
]>að er ekkert. Karldýrið hefir eitthvað þrjá-
tíu og sjö þúsund lyktar-holur, svo að hann
sé viss um að geta fundið lyktina af drotn-
ingunni, ]>egar hann fer til að leita hennar.
Svo ef að eitt karldýrið vaæi nálægt þegar ©g
væri að labba þar um angandi af hrossataði
og hundsþef, hvað heldur ]>ú að yrði um mig
þá. Það var vitleysan. Lyktin var ekki góð.
BýflugTiameistarinn sagði að hún væri of
sterk. Eg hafði verið ríðandi á gömlu Queen
og verið að leika mér með hundunum, og þetta
]>oldu ekki flugurnar. Meistarinn sagði
seinna að hann hefði átt að vita betur sjálf-
ur og þá hefði þetta ekki komið fyrir. Honum
féll það alt af illa, en mér var hér um bil
sama. Jæja, eg sagði meistaranum að eg ætl-
aði að labba niður að búunum, þar sem vatns-
pönnurnar eru, til þess að sjá um að ait væri
í lagi. Eg var ekki fyr kominn af stað en að
stór fluga kemur út úr einu búinu og einar
tvær aðrar með henni. Eg ætlaði að snúa við,
en blómabeðin voru í veginum og býflugna-
meistaranum er ant um blómin. Eg reyndi
að verjast ]>eim, en það var ekki svo þægilegt.
E’g hefi aðeins tvö augu, en hver skollans
fluga hefir um sex þúsund, sitt hvoru megin
á hausnum.
Býflugnameistarinn hrópaði til mín og
sagði mér að hlaupa fram og til baka svo þær
næðu mér síður. Það dugði nú lítið, því að
flugurnar hans skilja ensku eins vel og eg, og
þær eltu mig hvernig sem eg snerist. Heyrðu!
hefir “svarti þýskarinn” nokkurn tíma
stungið þig?”
Jamie varð svartur í framan og svo leit
hann á sakleysislega andlitið og sagði ró-
lega : “Nei, ekki með býflugna broddum. En
eg liefi orðið fvrir randaflugaim og öðrum
slíkum tegundum. Eg hefi góða hugmvnd
um hvernig það er. ”