Lögberg


Lögberg - 18.10.1934, Qupperneq 2

Lögberg - 18.10.1934, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1934 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Austan hafs og vestan Bftir Valdimar Björnson ritstjúra. Valdimar Björnson ritstjóri er sonnr Gunnars Björnssonar skatt- stjóra í Minnesota-ríki. Gunnar tók við ritstjórn ‘‘Minneota Mascot” árið 1895, keypti það blað árið 1900, og hcfir átt það síðan. Arið 1925 tók hann við skattstjára-embiettinu, en synir hans þrír hafa síðan skifst á um ritstjórn blaðsins. Valdimar hefir haft ritstjórnina á hendi í 3 ár. Hann cr 28 ára gamall. Þegar Valdimar var 18 ára gain- all, vann hann fyrstu verðlaun — 1,000 dollara — í mcelshusamkepni, er haldin var fyrir miðskóla í 5 norðvcsturríkjum Bandaríkjanna. Eftirfarandi erindi flutli Valdi- mar í útvarpið á sunnudaginn var. L,ýsir hann hér áhrifum þeim, sem hann hefir orðið fyrir, er hann í fyrsta sinn kyntist íslandi af eigin sjón, eftir að vera alinn upp á ís- lcnoku heimili vestanhafs. Hann gerir og grein fyrir kjörum íslenzkunnar og íslemkra 'menning- aráhrifa vestra, og bendir á, hve mikla þýðingu það hcfir fyrir fs- lendinga beggja megin hafsins, ef takast mætti að koma á sumarnám- skeiðum við Háskóla fslands, þar fem erlendir menn, en ekki sízt Vestur-fslendingar, gœtu á skömm- uin tíma kynst íslenzkum bókment- unt og meitningarlífi. Kæru landar! Eg leyfi mér að ávarpa jður sem landa mína, því að þó eg sé fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, og þessvegna amerískur borgari, þá finst mér að eg megi telja sjálfan mig íslending samt. Vestur-íslend- ingar, og mér færari til þess, hafa víst oft flutt hér ræður, sem hafa lýst áliti þeirra á landi og þjótS, en þetta er líkast til í fyrsta sinn að einn þeirra, fæddur vestanhafs, hef- ir reynt það. Eg byrja því mál mitt hikandi og biS afsökunar á öllum þeim göllum, sem hljóta að verða á málinu hjá ungum manni, uppöldum einmitt á því tímabili, þar sem íslendingar vestur frá eru farnir að finna, að með hverju ári sem líður, verður þeim erfiðara að halda við sínu fagra og kröftuga móðurmáli. ísland var engum mórgungeislum kyst er strönd þess eg eygði fyrst— og því er v$r og miður að eg hefi ekki getað notið náttúrufegurðar- innar til fulls vegna sólskinsleysis, þessar sex vikur, sem eg hefi verið á landinu. Fallegt, voldugt, fjöl- breytt og tilkomumikið hefir mér þó fundist landið, og eg kvíði fyrir því, að þurfa að kveðja það innan fárra daga, eftir dvöl, sem mér hef- ir reynst alt of stutt. ísland hefi eg þekt bara af lestri og frásögnum hingað til. Foreldrar mínir fóru vestur börn að aldri, faðir minn f jögra ára, móðir mín á fimta árinu. Mér var sagt af nokkr- um, áður en eg lagði á stað í Is- lands-ferð, að eg mundi verða fyrir vonbrigðum þegar hingað kæmi, að landið væri nakið og grýtt, tiðar- farið fremur leiðinlegt. Ekki hef- ir mér litist svo á. Skóg vantar hér að vísu, en landslagið blasir þeim mun betur við. Grjót finst f ríkum mæli, en oft prýðir það útsýnið— og þá er það líka ágætt byggingar- efni, þar sem timbrið vantar. Tið- arfarið hefir ekki verið sem álitleg- a<$ en það 'var þó eitthvað nýtt að heyra kvartanir um rigningu, ný- kominn frá landi, þar sem þurkar hafa valdið erfiðustu vandræðum. Grasið hefir verið grænt, fjöllin há og hrífandi, fossar ægilegir og undrafríðir, fólkið blítt og gestrisið —og kvenfólkið fagurt. Mér hefir líkað fæðið, þó að mér findist fyrsta máltðin á landinu ekki vera sem ljúffengust. Það var í matsöluhúsi hér í Reykjavík. Eg fékk þar sætsúpu og saltfisk. Súpu- diskinn tæmdi eg, af því innihaldið var íslenzkt, en föðurlandsástin fór að bila þegar saltfiskurinn kom. Marga íslenzka rétti hefi eg smakk- að dagsdaglega vestur frá, en nú er éin ósk, sem eg hefi fer.gið upp- fylta—og það var sú, að smakka morkinn hákarl. Því fékk eg að fagna á Akureyri. Út í sveitum smakkaði eg i fyrsta sinn hnakka- spik, á strandferðaskipi síúran hval, og á Hólsfjöllum í fyrsta og eina skifti þann forn-íslenzka rétt — sauðamjólk, skyr, búið til úr sauðamjólk, með sauðamjólk út á, og sauðarjóma út í kaffið. Merki- legast var kannske hvað mér líkaði j^að vel. AS' lýsa ferð minni yfir megin- hluta Norður- og Austurlands og viðkomum mínum víða annarsstaðar á landinu, mundi hafa mjög litla þýðingu fyrir íslenzka áheyrendur. Eg leit fæðingarstað föður míns í Jökulsárhlíðinni og líka bæinn, þar sem móðir mín var fædd, í Dala- sýslu. En þegar eg kom til Vopna- fjarðar fanst mér eg eiginlega vera kominn heim. Fámenna ísjenzka bygðin vestan hafs, þar sem eg bý, er næstum því algjörlega Vopnfirð- inga-bygð. Eitt hundrað og sextíu manns komu til Minnesöta-bygðar- innar 1879, og flestir í þeim hópi voru \’opnfirðingar. Enn þann dag í dag eru þar, 2,000 kílótnetra inn í miðjum Bandarikjunum, bæirnir Hróaldsstaðir, Lýtingsstaðir og Breiðamýri. svo nefndir af bænd- um sem koniu úr Selárdalnum í Vopnafirði. Jörðin, þar sem fyrsti islenzki landneminn i Minnesota- riki settist að árið 1875, er enn þá kölluð Hákonarstaðir, eftir gamla heimili bóndans í Jökuldalnum. Þegar fólksfjöldinn var mestur i bvgðinni okkar, voru þar kannske 1,000 ntanns, íslendingar og afkom- endur þeirra. Nú mun talan vera tæplega 800. Frá kirkjulegu sjón- armiði, höfum við prestakall með |trennir söfnuðum, tveimur i sveit- um og einu í bænum Minneota^ séra Guttormur Guttormsson er sóknar- prestur okkar. Að víkja i því sambandi að um- talsefni, sem mér finst helst viðeig- andi fyrir Vestur-íslending, sem á- varpar bræður sina á heimalandinu, finst mér réttast að segja eitthvað um horfur á viðhaldi íslenzks tungu- máls vestan hafs. Eg held að það hafi verið eins satt eins og það var skáldlegt hjá Steingrími Thorsteins- syni, þegar hann sagði: Oft minnast þín, ísland! á erlendri slóð þeir arfar, er fjarvistum dvelja, og saknandi kveða “sín landmuna ljóð og ljúfan þér minnisdag velja; þó milli sé úthafsins ómælis röst, þú ei hefir slept þeim, þín tök eru föst. Þessir arfar, sem dvelja í fjar- vistinni, hafa lengi verið varðveittir og eg vona að þeir glatist ekki al- gjörlega. Málið deyr með eldra fólkinu, og því fer nú fækkandi. Þessi breyting er eðlileg. Þótt sorg- legt sé, þá getum við ekki við öðru búist. Eg minnist nú aftur á presta- kallið okkar, bara af því, að þar sér maður glögt dæmi um þessa breyt- ingu. Fyrst voru allar rnessur á ís- lenzku, og það skipulag varði í meir en 30 ár. Þá voru þrjár íslenzkar messur á mánuði og ein á ensku, seinna tvær islenzkar og ein á ensku. Svo var skift að jöfnu milli mál- anna, þá komu tvær enskar og ein íslenzk messa, og nú eru þrjár á ensku og ein á íslenzku á mánuði hverjum. Þessi breyting—enskan smátt og smátt að yfirvinna íslenzk- una, hefir orðið nú á seinustu 15 til 20 árum. Náttúrlega erum við f jarri öðrum íslenzkum bygðum, út í suðvestur- horni Minnesota-ríkis. Við erum 400 mílur fyrir sunnan Norður- Dakóta-bygðina, 500 mílur fyrir sunnan Winnipeg. Eg tel það sjálf- sagt að þeir muni halda málinu lengst við í Kanada, sérstaklega úti í sveitum í íslenzku bygðunum þar. Sumir halda að það sé alveg vonlaus barátta að halda við íslenzkunni vestan hafs. í fámennum bygðum, umkringdum af annara þjóða fólki, er það kanske rétt. En ekki er það nauðsynlegt að gefast alveg upp. Málið deyr nú einhverntíma fyr eða síðar, þar vestur frá, en ekki þarf að fara að smíða líkkistu þess, eða ráðstafa útförinni alveg strax. Stundum hefi eg haldið að það muni verða mögulegt að halda við íslenzku eðli vestur frá, en halda því þó við á ensku. Máske að eitt- hvað sé í þeirri skoðun. Það eru til öfl í föðurarfi vorum, andlegar gjafir frá fornri tið, verðmæt þjóð- arsérkenni, sertt ná út yfir takmörk tungumáls. Þau getum við varð- veitt þó málið týnist; þau getum við lagt fram sent hlut okkar í þessari samsettu ntenningu, sem á að vera arður sambræðslu þjóðflokkanna hjá okkur þar vestra. En sjálfsagt eru þessi andlegu öfl best varin þeg- ar tnálið sjálft fylgir þeint. Það hefir viljað til svo oft hjá íslendinguni, eins og hjá svo mörg- um öðrum þjóðflokkum, að yngri kynslóðin hefir glatað málinu, aldrei lært það, eða gleymt því strax. Sumir iðrast þess mikið nú—því að ekki er nauðsynlegt að benda á það, að það er aldrei eins létt að læra tungumál, eins og einmitt á bernsku- árunum. Þegar málið verður ósjálf- rátt móðurmál unglinga án nokk- urrar fyrirhafnar. En nú verða þeir, sem hafa farið á ntis við það tækifæri á uppeldisárunum að leggja ásig næstum eins mikla á- reynslu til náms, eins og útlending- ar sem reyna að læra erlend mál. Eitt knýr þó Vestur-Islendinga sjáifa, nú orðið, til þess að leggja meiri rækt við mál sitt og þjóðerni —það er að útlendingar eru farnir að gefa íslenzkum bókmentum, sögu og list ennþá meiri gaum, og nú er komið svo, að rnaður fær ekki nafn- bótina Doktor í heimspeki í enskum fræðttm vestur frá án þess, að hann kynni sér eitthvað i forn-íslenzku. fslenzku sögurnar og Eddurnar eru þektar á hverjum háskóla í landinu, og það er ennfremur sjaldgæft nú orðið að heyra nokkurn tala með heimsku eða fáfræði um ísland. Þessi aukna þekking kom að nokkru levti vegna Alþingishátíðarinnar. Hún vex i framtíðinni, aðallega vegna bókmenta landsins. Nám í íslenzkum fræðum á ein- mitt nú hina glæsilegustu framtíð, sérstaklega þar sem farið er að setja það í santband við nám í forn-ensku. Norðmenn og Svíar hafa aldrei dregið sig í hlé þegar um einhvern heiður hefir verið rætt fyrir Norð- urlandaþjóðir, en samt hafa þeir vanalega vanrækt kenslu t sínum eigin tungumálum. íslenzk kensla í háskólum mun því hafa tryggari framtíð, þegar hún nær nálægara sambandi við enskuna sem náms- grein. Úr því að sérfræðingar á svo mörgum sviðum í bókmentalífi heimsins beina augum einmitt meir og meir á ísland og það sem íslenzkt er, þá finst mér vonir ennþá um betri horfur fyrir því að Vestur-Is- lendingar, þó þeir séu af öðrum eða þriðja liði frá landnemum, byrji endurreisn þjóðræknisandans, þar sent hann kynni að hafa dofnað. Þér, hér heima á íslandi, sjáið svo mörg dæmi þess, að mentafólk frá öðrunt þjóðum vill kynna sér ís- land—mál þess og þjóðháttu. Ekki hefi eg neina sérstaka þekkingu á mentunarstofnunum og hag þeirra, en samt hygg eg að mikið gagn mttndi að í því að bæta við kenslu- ár Háskóla íslands fyrirlestrakenslu á sumrin. Það yrði kannske dálítið erfitt allra fyrst, en eg er nærri þvi viss um, að sumarnámskeið við háskól- ann hér, mundi innan skamms bera ailan þann kostnað, sem af þvi kynni að leiða. Nentendur kæmu frá Norðurlöndum, EngJandí, Þvska- landi og víðar, -til að nema islenzkt ntál, sögu og bókmentir. En það sem mér er fyrir mestu er, að nokk- uð margir mentamenn mundu koma frá Bandaríkjunum—og þar væri einmitt ágætt tækifæri fyrir unga Vestur-íslendinga að efla þekkingu á þjóðerni sínu, bókmentum, sögu og svo framvegis. Ekki hefi eg þann kjark að bera fram nákvæmar tillögur í slíku máli. Samt finst mér það skemtilegt að httgsa sér hvernig þetta gæti kanske orðið. Til að mynda að hafa tveggja mánaða kenslutíma hér við háskólann frá því í miðjum júni- ntánuði, þangað til ttm miðjan ágúst. Það mundi bezt henta, því að þá er sumarfrítíminn við erlenda skóla. Þá gæti kenslan verið, má segja, bara á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, en aðrir dagar ætl- aðir til ferðalaga og skemtunar.— Sumarferðir mundu verða í sam- bandi við námið sjálft, t. d. að lesa Egils-sögu í skólastundum og ferð- ast svo með kennaranum sjálfum eða öðrum kunnugum og sögufróð- um manni út um Mýra- og Borgar- f jarðarsýslur. Að festa þannig fornsögurnar í minni, ásamt minn- ingum um stöðvarnar sjálfar, væri lærdómur, sem aldrei gleymdist. Erfitt mundi þetta kannske reyn- ast í fyrstu. En eg er sannfærður ttm, að slíkt sumarnám mundi verða til mikils gagns innan skamms, þar sem ferðamannastraumurinn og á- huginn hjá erlendu mentafólki um alt íslenzkt er stöðugt að aukast. Eg hitti Jónas Þorbergsson for- stjóra ríkisútvarpsins, fyrir skömmu og hann segir, að það sé nú í ráði að auka aflið við útvarpsstöðina, svo að það verði mögulegt að heyra íslenzkt útvarp vestan hafs. — Ef það væri hægt að útvarpa skemti- skrám hér, svo að íslenzkar fréttir, íslenzk músík, og fyrirlestrar um íslenzk efni næðu til Vestur-íslend- inga, 1500 og 1600 mílur innanlands í Kanada og Bandarikjunum, þá yrði vakinn nýr áhugi i þjóðræknis- baráttunni vestra. Það yrði til þess, að sameina tvístraða þjóðarbrotið fyrir vestan og þjóðina hér heima. Fósturjörðin mundi verða enn þá kærari fjarlægum sonum og dætr- um þess í gegnttm þessa auknu þekkingu og andlegu nærveru. Eg vona að útvarpsstöðinni takist að koma þessu í framkvæmd. Líkast til eru margir hér á Is- landi, sem finst að þjóðræknisbar- átta Vestur-íslendinga komi sér ekkert við—að baráttan sé vonlaus hvort sem er, og að það sé bezt að láta náttúrulegu öflin ganga sinn veg, án þess að gera nokkrar til- raunir til þess að varðveita málið og þjóðar-einkennin. Ekki finst sú skoðun vera sanngjörn. Sjálf- sagt varðar Vestur-íslendinga mest um þá baráttu, en samt held eg að það komi mjög nálægt andlegu lífi þjóðarinnar hér heima líka. Is- land tapar aldrei á því, að föður- arfur vestur-íslenzku þjóðarinnar, sem hún geymir í áhugafullum, ást- ríkurn hjörtum, haldist við hjá niðj- um hennar í fjarlægðinni.—Þátt- taka í þeirri varðveizlu væri ein- mitt upplífgandi og gagnleg fyrir þjóðina sjálfa. Ef lítið væri varið í þenrtan föð- urarf, ef það væri bara þungt og málfræðislega erfitt mál, sem ekk- ert fylgdi, eða ef endurminningarn- ar væru um ómerkilega sögu og ó- frítt land, þá myndi það engan mun gjöra, þó að hann gleymdist strax. En þar sem hinn andlegi arfur okk- ar Vestur-íslendinga, er eins dýr- mætur eins og hann er, þá finst mér það beinlínis skylda fyrir skvnsamt fólk að gjöra alt, sent mögulegt er, að varðveita hann og viðhalda hon- um. Ferð þessi verður fyrir mig lifs- elixir, um alla mina æfi; eg get nú haft svo miklu meiri not af öllum íslenzkttm bókmentum, þar sem eg þekki betur landið, og það alt, sem á bak við bókmentirnar er. Eg hefi séð landið, “sem feðra hlúir beinum, og lifi ungu frjóvi fær hjá fornum baustasteinum.” Eg hefi kynst fólkinu, sem lifir í þessu fagra og sögulega umhverfi og eg hefi lært að meta betur andlegu straumana, sem ná uppsprettu sinni hér. Það er hægt að stunda margt sjálfutn sér til mentunar og fróð- leiks; það er hægt að víkka sjón- deildarhringinn og auka þekkinguna á svo mörgutn sviðum, sjálfum sér til uppbyggingar og gagns. En þar sem svo dýrmætar gjafir liggja alveg fast við fætur ntanns, finst mér það auðveldast og gagnlegast afi snúa sér fyrst að íslenzku-arfin- um. Þorsteinn Erlingsson, skáldið, sem elskaði svo heitt þetta land og gaf þjóð sinni svo marga fagra gim- steina í ljóðunt sínum, lét í ljós ná- kvæmlega sömu hugmyndina, með sinni venjulegu málsnild og hjart- anlegri tilfinningu þegar hann orti: Og samt á auðnan ekkert haf sem oss er trygt að beri í trúrra faðm, en gæfan gaf og Gunnar aftur sneri. En þótt mætti af sonum sjá, hún sökkur ei til grunna, þú bíður, ntóðir, manna þá, sent rneira þora og unna. Og mjög af tímans tötrum ber, þín tign í sögn og ljóði, hver geislinn verður gull á þér, ef glampar Ijós í óði. Og sittu heil með hópinn þinn og hniptu við þeim ungu: Þeir ættu að hirða um arfinn sinn, sem erfa þessa tungu. —Lesb. Mbl. Jarðskjálftasjóður Aður auglýst ........$833.77 Mrs. S. Péturson, Burnaby B. C.................... 2.00 Ónefrrdur, við Oak View, Man..................... 1.00 Soffía Johnson, Wynyard .. 1.00 Saftiað af Jakobínu J. Stefánss^, Hecla, P.O., Man- Mrs. S. Clifford 250; Jón Sigur-| geirsson 250; Ónefndur 25C; Mr. og Mrs. Márus Brynjólfsson 50C; The. odor Sigurgeirsson 25C; Sig. Vil- hjáltnsson 25C; Miss Kr. Thomas- son 25C; G. Guðmttndsson $1.00; Mrs. H. Magnússon 25C; Sig. Sig- urðsson 25C; Ónefnd ioc; Helgi. Thordarson 25C; Ónefndur 25C; Fá- tækur 25C; G. Doll 25C; Mrs. B. Johnson 25C; Finni Bjarnason 25C; Helgi Asbjörnsson $1.00; Mrs. S. Helgason 25C; Ónefnd 15C; Mrs. G. Benson 25C; Mrs. H. Johnson 250; Miss Helen Johnson 250; Páll H. Pálsson 250: Ólafttr Amundason 25C; Miss Fjóla Helgason 25C; Mr. og Mrs. Th. Helgason 50C; Th. Daníelsson 25C; Mrs. M. Perry 25C; Mrs. Cecily Paulsop 25C; Kjartan fleiðrum, brunasárum og öðr- um daglegum óhöppum. — Mrs. E. B. Croteau, Waterloo, Que., skrifar • “Ekkert dugði við brunasári á handlegg mín- um, þar til móðir mín kom með ZanvBuk. Nú nota eg það ávalt, þar sem smyrsla þarf við.”. llafir Zam-Buk við hendi er þörf krefur Eggertson 250; Mrs. Kristín Thom- asson 50C. Alls.............$10.00 Safnað af Barney Jones, Mihneota, Minnesota María G. Árnason $1.00; John G. fsfeld $1.00; Mr. og Mrs. B. Jones $1.00. Alls ............$3-oo Safnað af K. N. Júlíus, Mountain, N. Dakota. Magnús B. Byron 50C; Louis I Byron 50C; Mrs. A. Byron $1.00'; C. Indriðason $1.00; Mr. og Mrs. Th. Thorfinnsson $1.00: Mr. og Mrs. Thorgils Halldórsson $1.00; Bjórn Jórtasson $1.00; S. M. Mel- sted $1.00; K. N. Júlíus $1.00; S. ! B. Björnson, Plensel $1.00. Alls ............$9.00 Safitað af Halldóri Johnson, Wynyard, Sask. (viðbót) O. O. Magnússon $10.00; Sveinn Johnson $1.00; Einar Bjarnason 50C. Alls ...‘........$11.50 (Áður safnað í Wynyard $51.85) Safnað af G. J. Oleson, Glcnboro, Man, Ingígcrður Svcinsson i Baldur l$i.oo;Hans Jónsson $1.00; Jón I Goodman $1.00; Tryggvi Ólafsson j$i.oo; Thedor Jóhannsson $1.00; i G. J. Oleson $1.00. Alls ............$6.00' Safnað af B. Bjarnasyni, Langruth, Mah. B. Bjarnason $2.00; B. Christjan- son 50C; P. Jacobson 25C; J. E. Marteinsson 25C; B. Ingimundar- son 250; J. M. Fedora $1.00; Sv. Johnson 50C; J. Thordarson 50C; J. Hannesson 509; B. Tómasson 25C; R. W. Pálson $1.00; Sig. Finnbogason 25C: Mrs. Th. Good- ! ntanson 25C; Mrs. S. Gottfred $1.00; Ónefndur 50C; Icel. Lutheran Ladies’ Aid $5.00; Mr. og Mrs. O. Egilsson $1.00; V. Bjarnason $1.00. Safnað af S. Sigurdson, Calgary, Alta. Mrs. L- Wade $1.00;' Mrs. K. Ásmundson 5oc; Júlíus Katstad $1.00; Mr. og Mrs. E. Thorlakson 50C ; Mr. og Mrs. G. Jensson $2.00; Mr. og Mrs. S. S. Paulson $1.00; F. Johnson 500; Mr. G. S. Grimsson 50C; Philip Johnson $1.00; Mrs. S. Sveinsson $1.00; S. Finnsson $1.00; Mr. Stanley Johnson 25C; Miss Lola Johnson 25C; Miss Nora Johnson 50C; Mrs. S. P. Reykjalín 50C; Mrs. S. Bernstein 5<óc; Mrs. A. H. Er- lendson 50C. Alls.............$12.50 Safnað af Páli Fr. Magnússyni, Leslie, Sask. (viðbót) Rósmundur Árnason $1.00; A. Árnason, 50C; Mrs. Newbold 25C; Mr. og Mrs. Sveinn Árnason 50C. Alls ............$2.25 (Áður safnað i Leslie, $37.85) Safnað af B. S. Thorvardsson, Akra, N. Dakota. Mrs. J. J. Einarsson, Hallson, $1.00; Ásbjörn Sturlaugsson, Akra, $1.00; Paul Thorlaksson, Hensel, 50C; G. Thorláksson, Akra $1.00; J. J. Erlendson, Hensel, $1.00; B. S. Björnson, Hensel, $1.00; Mr. og Mrs. J. Árnason, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. H. Nelson, Akra, $1.00; O. Magnússon, Akra, 50C; S. Northfield, Akra, $1.00; B. Dalsted, Svold, 25C; Sigmundur Jackson, Svold, $1.00; Árni Jóhannsson, Hallson, $1.00; Halldór Björnsson, Hallson, $1.00; Mr. og Mrs. East- man, Akra, $1.00; J. K. Einarsson, Cavalier, $2.00; Björn Nelson, Akra, 500; Kristín Thordarson, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. J. H. Jónasson, Akra, $1.00; E. Sigurd- son, Akra, 50C; Rúna Sigurdson, Akra, 50C; Mr. og Mrs. J. Magnús- son, Hensel, $1.00; Barney Steven. son, Svoíd, $1.00; Helgi Johnson, Hensel, $1.00; Mrs. Harald John- son, Hensel, $1.00; Tryggvi John- son, Hensel, 500; Mrs. G. Sigurd- son, Hensel, $1.00; Mr. og Mrs. Skúli Stefánsson, Hensel, $1.00; Sívert Stefánsson, Hensel, $1.00; Pattl Nelson, Akra, 50C; Frank Jó- hannsson, Langdon, $i.oo; John Johnson, Akra, 50C; Kristín Krist-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.