Lögberg


Lögberg - 18.10.1934, Qupperneq 4

Lögberg - 18.10.1934, Qupperneq 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1934 Högtierg Oeflí Ot hvern fimtudag af T fí « COLVMBIA P R E S 8 L I M 1 T E D 696 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáekrift ritatjðrans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, • MAN. VerO $8.00 um driO—Borgist fyrirfram The “Iiögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave„ Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Milli fjalls og fjöru Næst veðrinu er fólki tíðræddast nm kreppuna, og fer það að vonum. Menn finna hvar skórinn kreppir að, og þar af leiðandi deilir menn ekki svo mikið á um það hvað kreppan í raun og veru sé; um orsakir þær, er til hennar leiddu, hafa samt verið, og verða sennilega lengi enn, harla skiftar skoðanir; að kreppan sé mönnunum sjálfum að kenna, verður þó eigi um vilst; gjafmildi gróðrar- moldarinnar er ennþá ein og hin sama; enn vaka fiskar í ám og stöðuvötnum, og ennþá rignir jafnt yfir'réttláta og rangláta. Náttúran er alveg eins og áður var hún; sama móðursvipinn ber hún, sannarlega fögur er hún.— Að því er framleiðslu áhrærir, hefir mannkyninu lærst það mikið, að ætla mætti að það gæti verið sjálfbirgt, hvernig sem viðr- aði; þó er þessu auðsjáanlega farið nokkuð á annan veg; valda þar mestu um rangsýnir götuþrændir 'hins gamla skóla, er sakir hlífð- arlausrar græðgi hafa varnað almenningi réttlátrar hlutdeildar í ávöxtum auðs og iðju. Kveðnir hafa verið upp á hinum síðari árum þungir áfellisdómar yfir hinni svo- nefndu vélamenningu; vélavinnunni er kent um kreppuna, atvinnuleysið, og svo ótal margt fleira. Tæpast verður sagt að slíkar staðhæfingar séu beinlínis út í hött; hitt væri þó ábyrgðarhluti, að telja þær til gildra raka. Margir af samtíðarinnar mætustu mönn- um, hafa lagt sig í líma um að samræma svo vélavísindin mannshöndinni, að til raunbóta yrði mannfélagsheildinni, og hefir þeim vita- skuld unnist mikið á. Núna alveg nýverið, hefir einn af víðkunnustu hugvitsmönnum vfirstandandi tíma, Atarooni, látið mál þetta til sín taka; var það á fundi vísindafélagsins ítalska í byrjun þessa mánaðar, er hann gerði það að umtalsefni, og var hann alt annað en myrkur í máli. Ekki taldi hann það ná nokk- urri átt, að mannkynið afsalaði sér í vet- fangi sigurvinningum þeim, er vélavinn- unni væri samfara; ef til slíks kæmi, yrði þar um þá afturför að ræða, er menning hins nýja tíma gæti undir engmm kringum- stæðum sætt sig við. Afstaða vélarinnar til mannsins mætti þó aldrei verða sú, að dauð- ur hluturinn fengið numið á brott vinnugleð- ina úr mannlífinu; vélin ætti að vera nytsam- ur þjónn, en ekki herra. Ekki kvaðst Alarconi vera í neinum vafa um það, að alveg eins og það væri óhrekjan- legt enn þann dag í dag, að sannleikurinn gerði menn frjálsa, eins væri hitt víst, að á- rangurinn af starfi vísindanna og látlausum rannsóknum, leiddi óhjákvæmilega til þess að ráðin yrði bót á atvinnuleysinu og mörgum öðrum skaðvænum meinsemdum samfélags- ins; þekkingin ætti enn eftir að ryðja nýjar brautir öldnum og óbornum til blessunar; það yrði hlutverk raunvísindanna, að skapa nýja atvinnuvegi, og giera vistlegra í mannheimum með hverju líðandi ári. Byltingarnar á sviðum vinnubragðanna hafa verið stórfenglegar upp á síðkastið; er óþarft að leita langt yfir skamt til þess að ganga úr skugga um að svo sé; þessu til sönn- unar nægir að vitna í margstarfann (com- bine), er um uppskerutímann leysir af hendi margra manna verk. Samkvæmt skoðun Marconi, á það engan veginn að vera vísind- unum ofvaxið, að opna nýja atvinnuvegi þeim til handa, er af völdum nýjunga í þessari grein landbúnaðarins urðu, um stundarsakir að minsta kosti, sviftir atvinnu; ætti hið sama einnig að gilda á öðrum sviðum. * Vantraustið á lífrænum verðmætum móð- urmoldarinnar, hefir blásið kreppunni, þess- um óvinafagnaði siðaðs mannkyns, byr undir báða vængi; sveitirnar hafa tæmst, og eyrar- vinnan eða atvinnuleysið í bæjum og borgum tekið við. Nokkuð hefir unnist á, fyrir atbeina sam- bandsstjórnar og hinna ýmsu fylkisstjórna í þá átt, að glæða hjá almenningi áhuga fyrir nýyrkju og endurnámi bújarða; þó má betur ef duga skal. Því er haldið fram, að margt mættí af kreppunni læra; má vera að slíkt eigi við þó nokkur rök að styðjast. En lærist mönn- um ekki aukin virðing fyrir unaði móður- moldarinnar og hins heilbrigða sveitalífs, verður lærdómurinn vafalaust miklu fremur neikvæður en hitt. * * # Alexander konungur í Júgóslavíu, sá er nýverið var myrtur í heimsókn á Frakklandi, jiótti yfir höfuð að tala maður harður í horn að taka, ef á hann var leitað. Á hinn bóg- inn er honum þó lýst sem viðkvæmum og rétt- sýnum manni, er umhugað lét sér mjög um að bæta kjör þeirra þegna sinna, er örðugast áttu aðstöðu í þjóðfélaginu; barðist hann persónulega fyrir ýmsum mikilvægum um- bótum í þá átt, jafnvel þó það bryti í bága við skoðanir ýmsra af hinum áhrifamestu ráð- gjöfum hans. Tilraunir hans í þá átt að sam- ræma í heild þær þjóðir, eða þau þjóðabrot, er veldi hans mynduðu, hepnaðist ekki nema þá að tiltölulega litlu leyti; hann var serbn- eskur maður í húð og hár, og að því leyti eld- heitur þjóðernissinni, hvort sem honum var það ósjálfrátt eða ekki; honum var borið það á brýn hvað ofan í annað, að hann, ef til vildi án vitundar sinnar, stuðlaði miklu fremur að tvískifting, ef ekki margskifting, þjóðfélags síns, en sameining þess; að serbneski flokk- urinn skipaði forsæti í orðum hans og at- höfnum; að Cróatar vrðu alt af útundan og þar fram eftir götunum. Fremur munu þó slíkar staðhæfingar hafa átt við veik rök að styðjast; var það vel kunnugt, að konungur lagði sig mjög í líma um að kynnast þegnum sínum öllum jafnt, án tillits til þjóðernislegs uppruna; hann unni mjög sveitalífi, bar glögt skyn á landbúnað og var oft nefndur bænda- konungurinn í Júgóslavíu. Aleira var oft talað og ritað um sundur- lvndi í Júgóslavíu í ríkisstjórnartíð Alex- anders konungs, en skynsamlegt eða réttmætt var. Og þó það nú atvikaðist þannig, að mað- ur af Cróata þjóðerni vrði valdur að morði konungs, þá sannar það ekki neitt um það, að sá þjóðflokkur yfirleitt, hafi borið til hans nokkurn minsta óvildarhug, nema síður sé. Má það glögt marka af nýjum fregnum úr höfuðstað Júgóslavíu, að Cróatar, engu síður en Serbar, harmi fráfall konungs síns. Ríkis- erfinginn, sem aðeins er ellefu ára að aldri og kallast Pétur II., hefir nú formlega tekið við konungdómi í Júgóslavíu. í umboði hans fer þriggja manna ráð með völd, þar til hinn ungi konungur nær lögaldri. Það verður ekki aðeins hlutverk þessara manna að tryggja Júgóslavíu innbyrðis frið, heldur og að fyrir- bvggja það, að alt fari einu sinni enn í bál og brand á Balkanskaganum. Núverandi stjórnarformaður Júgóslavíu, Nikola Urzono- vitch, á forsæti í þriggja manna ráðinu fyrst um sinn; or hann sagður að vera maður jiéttur í lund og gætinn í athöfnum. Nokkrurrar andúðar hefir kent í afskift- um Itala og Júgóslava upp á síðkastið; er á því sviði réttlátrar miðlunar þörf. Getið hefir þess verið til, að svo gæti auðveldlega farið, að morð þeirra Alex- anders konungs og hins franska utanríkis- ráðgjafa, leiddi til nýrrar Norðurálfu styrj- aldar, og mun það að vísu satt, að stundum hafi þurft minni íkveikju við. Þó er vonandi að málum skipist þannig til, að róleg yfirveg- un og heilbrigð dómgreind fái greitt úr flækj- unni og ráðið úrslitum. # * # Silfurbrúðkaup mega teljast til daglegra viðburða meðal hins íslenzka mannfélags hér vestan hafs, og veizluhöld í því sambandi. Fyrir hlutaðeigendur er þar að sjálfsögðu ávalt um eftirminnilegan merkisviðburð að ræða. Séra Jóhann Bjarnason ritar á öðrum stað hér í blaðinu um silfurbníðkaup, er hald- íð var hátíðlegt fyrir skömmu í Árborg, og í vissum skilningi hefir sérstæða þýðingu fyrir íslenzlct fólk. Er hér átt við silfurbrúðkaups minningu þeirra Gourd’s hjóna í Árborg, sem bæði eru alenskrar ættar. Þessi mætu hjón hafa mikið til af eigin ramleik mentast svo á íslenzka vísu, að þau mega réttilega teljast meðal nýtustu starfsmanna íslenzka félags- skaparins í bygðarlagi sínu. Mr. Gourd talar vel og les íslenzku; frúin skilur hana sæmi- lega líka, og syngur greinilega íslenzk lög á íslenzkum mannamótum; þau hafa helgað sér margt hinna dýrmætustu, íslenzku erfðakosta og fegrað með því umhverfi sitt. Hvað ætli margt annara þjóða fólk hér í landi, tali og skilji íslenzka tungu, er við, fyrir eðlilega rás viðburðanna, og ef til vill af öðrum ástæðum líka, höfum gleymt henni sjálfir? 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjdkdðmum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2,50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co„ Ltd„ Toronto, ef borgun fylgir. ZIGZAG CIGARETTE PAPERS “FuJlkomna bókin” NÝ—þægilega SJÁLFVIRK vasabók — Betri kaup. Enginn afgangur—Síðasta blaðið jafngott því fyrsta. Hefir jafn- mörg bliið eins og stóru tvöföldu bækurnar. Beztu sigarettu blöð, sem búin eru til Grettisþúfur Munnmæli ganga um það, að höfuð Grettis hafi verið grafið í þúfu heima í Viðvík, og ásama stað hafi kerlingarnornin, fóstra Þor- bjarnar Önguls, líka veriö grafin og heiti þar Grettisþúfa. Við Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður komum til Viðvikur i ágústmánuði. Hafði Pétur Zop- honiasson áður gefið upplýsingar um það hvar í túninu leiði kerlingar væri að finna, samkvæmt munnmæL um, sem hann heyrði í æsku. Þetta er stór þúfa niður í túninu skamt þaðan sem fjóshaugur var áður. Stór steinn skagar upp úr þúfunni, hálfflatur. Segja munn- mæli að það sé legsteinn kerlingar. En ‘ekki þótti M. Þ. líklegt að svo væri, steinninn mundi vera undir allri þúfunni og hún myndast er gróður náði að safnast yfir lægri enda steinsins. Fanst honum þvi ekki ástæða til þess að grafa þarna, þar myndi engar fornleifar finnast. Fyrir sunnan túngarðinr. milli bæjarlæksins og svonefnds Steins- holts er stór steinn. Kvaðst Pétur Zbphoniasson hafa séð þar bein í æsku og jafnan hefði hann hevrf að þarna væri dys. Við komum að þessum steini og fundum nokkuð af kindabeinum i gróf, sem er um- hverfis hann, en annað ekki. Og ekki eru minstu likur til að þarna hafi dys verið. Ýmis hjátrú lifir enn í sambandi við leiði kerlingar. Einu sinni var Guðbrandur Björnsson prófastur að slá úti í túni. Fékk hann þá alt i einu svo slæman gigtarsting að hann hneig niður og var lengi að ná sér. Karl einn þar í sveitinni frétti þetta og spurðist nákvæmlega fyrir um það hvar í túninu hann heí*i verið að slá, og sagði svo að “hann mundi hafa gengið heldur nærri leiði kerlingar,” fóstru Önguls. * * * í Grettissögu er sagt frá því, að höfuð Grettis hafi fyrst verið graf- ið í þúfu fram á Sándi, sem síðan var kölluð Grettisþúfa. En síðan hafi það verið flutt að Bjargi og grafið að kirkju. Það er mjög sennilegt. í túninu að Bjargi hefir um langt skeið heitið Grettisþúfa. Eg skrapp þangað til þess að athuga þessa þúfu, en þegar eg spurði Karl Sig- urgeirsson bónda að því hvar hún væri, benti hann mér á jarðfastan stein í sléttu norðan við bæinn. Steinn þessi var áður alveg í kafi og yfir honum stór þúfa, en þcgar sléttað var þarna kom steinninn í Ijós, og er sýnt að höfuð Grettis hefir ekki verið grafið þar. Er og ólíklegt að kirkjan hafði staðið þar. En hvar var þá kirkjan? Um það fer tvennum sögum. Skamt fyrir sunnan bæinn er hóll, sem gamall karl sagði fyrir löngu að sér hefði verið sagt í æsku að héti KirkjuhóII. En hann er einn til frásagnar um það. Á hólnum eru gamlar rústir, ferköntuð tótt að sjá. Fyrir ofan og austan bæinn er annar hóll, sem enn er kallaður Kirkjuhóll. Þar eru þrjár fornar tættur. Sýnist ein elst og vera um 15 ál. á lengd en 6 á breidd. Snýr hún frá austri til vesturs. Virðast dyr hafa verið á norðurhlið rétt við vesturstafn. Milli þessa hóls og bæjarins vott- ar fyrir fornum garði, sem nú er horfinn á kafla í sléttu, en Karl sagði að verið hefði glöggur nokkuð niður í dalinn, sem aðskilur heima- tún og norðurtún, og síðan sést fyr. ir honum i norðurtúninu. Hefir þetta sennilega verið túngarður, og eftir því hefir Kirkjuhóll þá verið utangarðs. Er ólíklegt að kirkjan hafiverið reist svo Iangt frá bæn- um. En að bærinn hafi frá ómuna- tíð staðið þar sem hann stendur enn, sést á hinum mikla öskuhaug, sem þar er í hlaðvarpanum. Um mörg ár hefir hann verið rof- inn og öskunni ekið í sáðsléttur, seinast í vor 600 hlössum. Askan er í mörgum misjöfnum lögum, en engar fornminjar hafa fundist í henni. Af þessu skilst mér að örnefniö “Grettisþúfa” sé að litlu hafandi. A. Ó. —Lesb. Mbl. Til prestlausra bygífa Hið ev. lút. kirkjufélag fslend- inga' í Vesturheimi hefir frá byrj- un starfsemi sinnar 'ieitast við að senda kristilega starfsmenn til prest- lausra bygða meðal fólks vors, eftir því sem ástæður hafa leyft. Hefir þessi viðleitni yfirleitt verið mjög vel þegin, og víðast hvar hefir fólk- ið í hlutaðeigandi bygðum greitt fyrir slíkum starfsmönnum á marg- an hátt og lagt drjúgan skerf til þess að fleyta starfinu. Virðist æskilegt að gera nokkuð frekari grein fyrir því hvað vakir fyrir i þessu starfi, hvernig staðinn er af því straumur og með hverjum hætti bað getur bezt komið að því liði, sem til er ætlast. Það, sem vakir fyrir, er að styðja að kristnihaldi í bvgðum þar sem ngin föst prestþjónusta er. Flest- ir eldri fslendingar og margir yngri, sem uppalist hafa víð sérstaklega is- lenzk áhrif, njóta guðsþjónustu betur á islenzku en á innlendu máli. Ur þessari þörf hefir kirkjufélagið viljað bæta, og fer þar saman rækt- arsemi við kristindóm og þjóðerni og styður hvort annað. Með líðandi árum hafa ástæður nokkuð breyzt, svo víða ér nú samhliða þörfinni á íslenzku starfi, jöfnum höndum þörf á því að enskt mál sé notað Við állar kirkjulegar athafnir, fræðslu og boðskap. Njóta þá oft aðrir en íslendingar góðs af starf- inu og sýna því velvild og stuðning. Verður það oft til þess að auka skiln ing á íslendingum og er engan veg- inn þýðingarlítið jafnvel frá þjóð- ernislegu sjónarmiði. Það, sem vakir fyrir kirkjufélag- 'nu í þessu starfi, er ekki einungis eða aðallega að þannig aukist því sjálfu megin, heklur að það geti á einhvern lítinn hátt verið að liði í því að styðja kristilegt starf og hug- sjónir. Kirkjufélagið telur sér skylt að greiða fyrir kristilegum á- hrifum inn í mannlegt lif, eftir getu. Stendur þetta ekki í sambandi við ið meðlimir þess telji sig svo mjög öðrum fremri í kristilegum efnum. En sú sannfæring þeirra er hiklaus að á engu ríði mönnum fremur— þeim sjálfum og öðrum—en þvi að verða fyrir anda og áhrifum Jesú Krists og útþýða hvorttveggja með kostgæfni í nútíðarlífi. Verður það bezt þannig að allir,‘ sem þessu unna, taki saman höndum þvi til eflingar með áhuga, skynsamlegri dómgreind og umburðarlyndi. Þrá- ir því kirkjufélagið að komast í samband við þá víðsvegar í bygðum, sem að þessu vilja miða, og vera sqmvinnandi með þeim að þessu takmarki. Það er erindi boðbera þess, er koma út í bygðir. En eins og kunnugt er, hefir kirkjufélagið ekki aðgang að neinni ótæmandi auðsuppsprettu til að efla slíkt starf. Starfið er rekið af frjálsum tillögum þeirra, er telja þetta mikilvægt. í erfiðu árferði getur þetta orðið af mjög skorn- um skamti, þó góður vilji og hjart- fólginn áhugi áorki miklu. Sem betur fer, er því alt slíkt starf mjög undir því komið að það vekji sam- hygð og samvinnu þeirra, er njóta þess. Að því er ekki miðað að kristindómsvinir heimafvrir í hverri bygð vegna þessarar viðleitni kom- ist hjá því að leggja á sig fyrir mál- efnið, heldur að samtök megi verða sem mest því til eflingar. Þess- vegna er mælst til þess að fólk al- ment í prestlausum bygðum, sem metur viðleitni vora að einhverju leyti, styrki starfið sem mest og bezt. Veit eg að alment finnur fólk hvöt hjá sér til þess. Verður það líka manni margfalt dýrmætara, sem maður leggur á sig til að efla. Kirkjufélaginu er ant um að á- rangur af starfinu megi vera sem mestur. Það vill glæða kristilegan áhuga, ræktarsemi og skilning; efla bróðurhug Og velvild milli allra manna, hefja öll kristileg verðmæti og koma á skipulagsbundinni fram- takssemi í kristilega átt sem allra víðast. Leiði þetta til þess að fólk það, er hlut á að máli, vilji eiga fé- lagslega samleið með kirkjufélag- inu í kristilegu starfi, er það vitan- Iega gleðiefni öllum unnendum þess. En aðal atriði er hitt að við- 'tni þessi megi bera sem mestan ávöxt og skilja eftir sem mest á- hrif til góðs. í því augnamiði bið ur kirkjufélagið um stuðning og samvinnu prestlausra bvgða. K. K. Ölafson, forseti kirkjufélagsins. CANADIAN PACIFIC Fljót, örugg og þœgileg fe?ð © Sé yður umhugað um að heimsækja vini yðar á' íslandi um jðlin, ættuð þér að ráðstafa’ ferðum nú þegar. Siglingar meö fdrra daga millibili Priðia flokks far yfir hafið frá Montreal til Reykjavlkur Aðra leið .. $111.50 og hærra Báðar leiðir .......$197.00 og hærra Upplýsingar hjá umboðsmanni vorum á staðnum^ eða skrifið:— R. W. Greene, G. R. Swalwell, J. B. MacKay, 106 C.P.R. Bldg., C.P.R. Bldg. King & Younge Sts., Edmonton, Alta. Saskatoon, Sask. Toronto, Ont. W. C. CASEY, Steamship Gen’l. Passeng’r. Agent. 372 MAIN STREET, WINNIPEG, MAN. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS t

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.