Lögberg - 18.10.1934, Qupperneq 5
5
Við flutning í nýtt heimili — munuð þér þarfnast
RAFMAGNS KÆLISKÁPS
Telst ekki til óþarfa lengur — .er nauðsyn í hverri íbúð og nýtízku heimili
Hin nýja og þjóð-viðurkenda Eaton’s gerð er reiða má sig á
THE “VIKING”
Eaton-gerð---bygð í Canadiskum verksmiðjum
úr úrvalsefni --- óviðjafnanleg að nothæfni
Já! Fyrirmynd til fyrirmyndar, línu fyrir línu. Vér erum sannfærðir um að the Viking sé fullkomnasti
rafkæliskápurinn og beztu kaupin í þeirri grein í Canada. Kostir hans innibinda í sér hinar beztu vís-
inda uppgötvanir sinnar tíðar, að viðbœttum öðrum sannreyndum. Berið þenna ísskáp saman frá
sjónarmiði smíðis, nothæfni og verðs, og munið þér sannfærast um, að hann er í röð hinna lang full-
komnustu canadisku ísskápa.
Viðbótar rök í sambandi við the “Viking”
THE
BIG-FIVE
FEATURES
FOUND IN ALL NEW
VIKINGS
1. Thermo-dial, 8-speed, with
defrosting position. Off-and
-on switch.
2. All porcelain central coil.
3. Tilt shelf for extra space
or tall bottles.
4. Bakelite door trim.
5. Sliding shelves with back
stops.
A. —Ribbon-type shelves—lower ones work on slide Principle.
B. —Insulation extra heavy.
C. —Compressor is precision-made for smooth, quiet service.
D. —Ice trays of stain-resisting aluminum.
E. —All models guaranteed for one vear.
F. —Door racks, gmng added storage.
G. —Provision and compressor doors give continuous panel
effect.
H. —Porcelain interior with rounded corners to facilitate
cleaning.
No. 54 — Small Family No. 64 — Average Family No. 74 — Large Family
.. .....——■ '""i: ...
$164.00 $199.00 $225.00
T. EATON C'
LIMITED
Verður þokan sigruð?
' Vísindamaðurinri Marconi hefir
fundið upp tæki, sem gerir skipum
fœrt að sigla í,blindþoku eða nátt-
myrkri um þröngar og hœttulegar
leiðir. Og amerískur iðnfrœðingur
telur sig hafa smíðað vél, er dreifir
þykkustu þokumökkum, t. d. yfir
lendingarstöðvum flugvéla.
Fáir féendur eru sjófarendum
hættulegri en þokan. Hún umlyk-
ur hann myrku, hráslagafangi, byrg-
ír honum sýn og birtu, vefur úlf-
gráum héÖni óvissunnar að höföi
honum og teygir hann stundum út
á refilstigu feigÖarinnar.
Og vegfarandanum á fjöllum
uppi er hún ekki siður hvimleið og
tafsöm.
Sjóniönnum við strendur íslands
er þokan næsta kunn og aÖ illu einu.
Og ótalin eru skipin, sem rent hafa
upp á sanda og sker víðsvegar um-
hverfis landið og aldrei farið lengra
—af hennar völdum.
Öllum óvelkomin—nema flýjandi
skipum úr orustu—“læðist þoku-
vofan yfir hafið.”
Þá stendur flugmanninum ekki
minni uggur og ótti að þokunni.
Leiðir loftsins eru ekki síður tor-
rataðar i húmi hennar en óravíddir
hafsins. Hún breiðir dökka vængi
um götur og stíga. AlstaÖar fálma
menn sig fram, að segja má, til lands
og sjávar og í lofti. Leiðarljósum
vitanna drekkir hún jafnvel að fullu
i hyldýpi sínu. Baráttan við þok-
una er jafngömul ferðalögum mann.
anna. En á síðustu timum er snilli
mannvitsis búin að koma auga á
tíma og tæki, þegar þokan, þessi ó-
vinur allrar farmensku verður sigr-
uð.
Á þeim svæðum í sjó og í lofti,
sem þoka er algeng, hafa lielztu
varnartækin að þessu verið hljóð-
merki, áltaviti og raíó-miðun.
Hljóðmerkin og áttavjtann kann-
ast allir við. Þau eru að vísu — i
þessu efni — til ómetanlegs. gagus,
en hvergi nærri örugg. Radíómið-
unin er tiltölulega nýleg uppfynd-
ing. Flugmaöur, sem er á leið t. d.
frá Kaupmannahöfn til Berlinar, í
blindþoku, fer í fyrsta lagi eftir
áttavitanum, en stendur auk þess í
stöðugu radíó-sambandi við flug-
höfnina, sem hann flaug ýrá.
Þrátt fyrir þetta getur hann vel
villst af réttri stefnu, meðan hann
t. d. er á leið upp í gegnum skýja-
lög. Þá biður hann um “krossmið-
un.” Radíó-gæslumaðurinn í flug-
höfninni, sem heyrt hefir kall flug-
mannsins, stillir nú tæki sín þann-
ig, að sjá má stefnuna milli þeirra
og senditækis flugvélarinnar. Því
næst tilkynnir hann stefnuna til
flugmannsíns. Á landabréfinu fyr-
’r framan sig getur hann dregið línu,
er sýnir stefnuna til flughafnarinn-
ar. En gallinn er enn sá, að hon-
um er ókunnugt um, hvar vélin er
stödd á þessari línu. Til þess þarf
aðstoð annarar sendirstöövar. Stöð-
in„ sem gerði fyrstu miðunina, kall-
ar því upp aðra stöð, t. d. Berlín,
og biður hana að “miða” flugmann.
inn. Þegar hann hefir fengið frétt
af þeirri miðun, getur hann dregið
aðra línu á kortið sitt, frá Berlín,
og þar að sem hún sker miðunar-
línu Kaupmannahafnar, þar er flug-
vélin stödd, og nákvæmlega þar.
Þar meö veit flugmaðurinn upp á
hár yfir hvaða stað hann er stadd-
ur og breytir stefnu eftir því á á-
kvörðunarstaðinn.
Nákvæmlega á sarna hátt getur
skip áttað sig, er liggur úti á hafi í
sótþoku. En oft vill til, að skip-
stjórinn hættir sér samt ekki inn til
hafna, um þröng sund og skerjótt,
þar sem ljósdufl og leiðsögumerki
liggja falin í sorta þokunnar.
Uppfynding Marconi’s
,Hinn óþreytandi, yfirburða snjalli
vísindamaður, Marconi, hefir ný-
lega gert mikilvæga uppfyndiftgu á
þessu sviði—í viðbót við sínar fvrri
uppgötvanir- Haiui heiir látið skip-
stjóra stýra' skipi sípu í höfn, án
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
þess að sjá út úr stýrishúsinu. Hann
sat þar inni, bak við lokaða glugga
1 leiddi þó skipið örugglega í lægi.
Fyrir framan sig hafði hann ein-
ungi? áttavita. Skífan skiptist í
tvo jafna hluta, rauðan og grænan.
Skipstjórinn aðgætti einungis hreyf-
ingar nálarinnar og sagði jafnótt
fyrir um snúning stýrishjólsins, eftir
því sem nálin benti inn yfir rauða
eða græna helming skífunnar —
alveg á sanra hátt og hann hefði
staðið úti á stjórnpallinum og gefið
nákvæmar gætur að leiðarmerkjum
öllum inn þröngt sund hafnarinnar.
Leyndarmálið við þessa einkenni-
legu siglingu var það, að vegna upp-
fyndingar Marconi’s vissi skipstjór.
inn hvar leiðarmerkin voru, án þess
að lita á annað en áttavitann. Það
sýndi segulnálin.
Grunndufl hafnarinnar voru með
útbúnaði Marconi’s. Þau sendu
ekki út ljósgeisla eins og venjan er,
heldur ósýnilega rafgeisla. Segul-
nálin verður þeirra vör. Hún sýn-
ir nálægð leiðarmerkjanna, jafnt í
björtu sem dimmu, þoku eða stormi.
En til enn frekara öryggis, hefir
Marconi sett í samband við hið raf-
hlaðna duflkerfi eins konar útvarps-
miðun, þar sem skipherra sér á
'ækjum sínum, hvert sinn er stefni
skipsins víkur af réttri línu sigl-
ingaleiðarinnar.
Óteljandi er þau mannslíf, sem
Marconi hefir bjargað með þessum
og öðrum uppfyndingum sínum.
Þokan yfirunnin.
En víðar hefir verið barist við
vald þokunnar en á ítalíu—og með
glæsilegum árangri.
Ungur maður í Vesturheimi,
Tenry G. Houghton, aðstoðarmað-
ur við iðnfræðiskólann i Massachu-
setts, hefir gefið sig við rannsókn-
um á þokunni, eðli hennar og gerð.
—Hann er kominn að þeirri niður-
stöðu, að vatnsdroparnir, sem þok-
an er gerð úc, hljóti að hafa ein-
hvern burðarflöt, annan en loftið
eitt. I algert hreinu lofti myndast
18. QKTÓBER 1934
ekki þoka. Hinir örsmáu dropar eru
bornir uppi af einhverju. Það geta
verið lítil rykkorn, og það geta
einnig verið undurfín saltkorn og
það er oftast yfir sjónum, þár sem
afarsmáar saltagnir kastast upp í
loftið við öldubrotið. Mr. Hough-
ton ályktaði, að væri hægt að losa
þokuna, frá hinum áminstu kornum,
mundi hún hverfa.
Og þokan hvarf eftir skipunum
Houghton’s.
Nýverið gerði hann tilraun um
þetta í viðurvist margra háttsettra
embættis- og fræðinianna. Sú til-
raun fór fram á flugvellinum Round
Hill. Kafþykk þoka grúfði yfir
staðnum, svo að jafnvel flugskýlin
sáust ekki af vellinum.
Vél Houghton's var komið fyrir
Hún er éinskonar kastvél, er þeytir
þar til gerðum vökva — sem upp-
fvndingatnaðurinn einn veit, hvern-
ig er samsettur — út í loftið af
miklu afli. Vélinni var hleypt í
gang. Og þokan hjaðnaði og hvarf
eins og fyrir töfrum.
Alstaðar þar sem úði vélarinnar
náði til, þéttist þokan og vatnið féll
til jarðar. Eftir fáeinar mínútur
hafði myndast breið geil í þokuhafið
og umhverfi vallarins kom i ljósmál.
Að lokum lá flugvöllurinn, sem ný-
verið var birgður i sótmyrkri þok-
unnar, ljós og bjartur og auðveldur
til lendingar.
Þessi volduga og dimma “dóttir
lofts og vatns” hafði hlýtt boðum
mannsins og horfið.
“Það tekst ekki, þoka, að þú gerir
oss geig,
þótt grúfirSu á ströndum og vogum;
þú situr nú voldug, en samt ertu
feig,
þvi sól fer að austan með logum.”
Þannig kvað Þorst. Fjlingsson
um þokuna, er hann var að koma
af hafi og hún byrgði honum útsýn
til ættjarðarinnar.
Bak við bókstaflega merkingu
snjallrar lýsingar, liggur annar víð-
tækari og andlegri skilningur á
mannlegri baráttu: bjartsýn og spak.
viturleg spá um úrslitaglimu and-
stæðra afla. Það er geislamagn sól-
ar, sem sundrar hafþokunni. En í
víðtækari merkingu er það og geisla
stafur vitsmunanna, sannleikans,
þroskans, sem k'ýfur myrkurbreið-
ur vanþekkingarinnar, þroskaleys-
isins, ófarsældarinnar.
Snilli mannsins reynist furðu-
lega sigursæl i skiptum við náttúru-
öflin. Hugvit hans og rannsókn-
arþrá klýfur hin yztu myrkur.
Jafnvel höfuðskepnurnar hlýSa,
þegar hann skipar fyrir. Vafalaust
niiðar þetta alt í áttina til þess að
tilvera mannanna verði snauðari af
dimmu þokunnar, en fyllri af hrein-
leik og birtu eftirsóknarverðrar far-
sældar.
H ./.-
—N. dagbl.
Kötturinn
sem gerði aðvart um eldsvoðann í
Hafnarfirði.
Áður hefir lauslega verið minst
á það i Morgunblaðinu, að kvikn-
að hafi í heyi i hlöðu í Hafnarfirði
og hafi köttur orðið þess fyrst var.
Kötturinn heitir Svarti Dónald og
ber nafnið með réttu, því að hvergi
glittir í hvítan depil, nema eitt veiði-
hárið, sem er hvitt. Hann er góður
veiðiköttur, talinn “skynsainur” og
er í mesta dálæti á heitnilinu, öldu-
götu 5 í Hafnarfirði.
Venjulega sefur kisi uppi á há-
um skáp, í næsta herbergi við svefn-
herbergið. Þegar hann fer niður
af skápnum fer hann sér að öílu
hægt. Stekkur fyrst niður á lægri
skáp, þaðan á stól og svo niður á
gólf. En nú brá svo einkennilega
við, að þessa nótt stökk kisi alla
leið niður á gólf í einu stökki, svo
að húsmóðirin, Sigríður Sigurðar-
lóttir, vaknaði við dynkinn. Síðan
kom hann rakleitt inn að rúmstokk-
num til hennar og mjálmaði. Þegar
Sigríður hastaði á hann, mjálmaðj,
hann því ákafar og linti ekki
látum, fyr en hún fór fram úr rúm-
inu,- En í því er Sigríður kom fram
í eldhús, sem er fram af svefnher-
berginu, og ætlaði að hleypa kett-
inum út, varð henni litið út um
gluggann, og sá hún þá að reykjar-
mökkinn lagði frá hlöðunni og f jós-
inu. Mun eldhúsglugginn.hafa ver-
ið opinn, en hurðin frá eldhúsinu
og inn í herbergið til kisa var í hálf a
gátt.
Sigríður vakti nú mann sinn,
Óskar Pétursson í flýti. En hann
gerði þegar í stað aðvart eiganda
hlöðunnar, Þorsteini Björnssyni
kaupmanni, sem á heima í Skálholti
við Hverfisgötu í Hafnarfirði.
Síðan var farið að ná út kúnuni,
12 að tölu. Mátti varla tæpara
standa, því að síðustu kýrnar, sem
út komu voru orðnar all aðþrengdar
af reyknum. Slökkviliðsmenn voru
kvaddir á vettvang. Var alt heyið
rifið út. Mun það hafa orðið fyrir
skenidum af vatni.
En þegar Sigríður kom inn aftur
var kisi hinn rólegasti. Stökk hann
upp á ábreiðuna hjá húsmóður sinni
og sofnaði vært, eins og hann þætt-
ist nú eiga fyrir því að fá væran
blund eftir vel unnið verk. Og satt
er það, að kisi gerði vel, hvort sem
það nú hefir verið tilviljun ein, eða
ekki. Og hver veit, hvernig farið
hefði, ef SVarti Dónald hefði ekki
vakið Sigríði í tæka tíð ?
Lesb. Mbl.
BÓK UM HITLER BÖNNUÐ
Bönnuð hefir verið á Póllandi
sala á bók einni eftir nazistaleiðtog-
ann margumrædda, Otto Dietrich.
Bók þessi heitir "Hitler við stýrið.”
Þýzk blöð eru óánægð vfir banninu,
og telja það brot á pólsk-þýzka vin-
áttu sáttmálanum.