Lögberg - 22.11.1934, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1934.
Hógberg
OeftB út hvem fimtudag af
T B K COLXJMBIA P R E 8 8 L I U I T K D
R9r> Sargent Avenue
Winnipeg. Manitoba.
T.'ranáakrift rltstjörans.
EDITOR LÖGBERG. 69 5 SARGENT AVE
WINNIPEG. MAN
Verfl SR 00 um árlð—Borgist fyrirfrnm
The “Lögherg” is printed and published by The Colijitn-
bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PIIONE 86 327
Fyr má nú rota en dauðrota
Hkki alls fyrir löngu bar stúlka nokkur,
átján ára gömul, það fyrir rétti í New York,
að það væri afskaplegum erfiðleikum bundið,
ef þá ekki með öllu ókleift, fyrir stúlku, er
vönd væri að virðingu sinni, að framfleyta
lífinu fyrir $5,000 á mánuði. Stúlka þessi
hafði fengið $30,000,000 í arf; á átjánda af-
mælisdegi sínum fékk hún í hendur $1,000,-
000 til þess að mæta. óumflýjanlegnstu út-
gjöldum, að því er henni sagðist frá, og fá
sér klæði, er stúlku á hennar reki sæmdi.
Málafærslumaður stúlkunnar kvaðst henni al-
veg sammála um það, að stúlka, sem alin
væri upp í allsnægtum, gæti ekki með nokkr-
um ihætti bjargast af með $5,000 á mánuði;
lét hann þess jafnframt getið, að aðstaðan í
lífinu hagaði jwí stundum þannig til að ekki
væri ávalt örðugra að losa sig við miljón en
meðal vikukanp. Stúlka .sij, er hér- ræðir um,
hafði að sögn, verið alin upp í hreinu og
beinu auðæfa-æði; því til sönnunar er á það
bent, að faðir hennar hafi ekki getað verið
þektur fyrir að ganga í sokkum, er minna
kostuðu en tólf dali.
Þó auðurinn sé afl þeirra hluta, er gera
skal, getur hann þó oft orðið tvíeggjað sverð;
það hefir hann óneitanlega sýnt í tilfelli þess-
arar Bandaríkja stúlku, er ekki þóttist eiga
annars úrkosta en að leita laga í því skyni
að auka tekjur sínar umfram þá fimm þús-
und dali á mánuði, er henni höfðu verið reglu-
bundið greiddir.
Það væri ekki úr vegi að festa tilfelli
þessarar átján ára Bandaríkjastúlku í minni
og bera það saman við kjör og kaup þeirra
stúlkna, er unnið höfðu að saumum fyrir
ýms auðsöfnunarfélögin í Austur-Canada,
fyrir $1.50 á viku, eins og í ljós kom við
Stevens rannsóknina í vetur sem leið.—
Dæmi það, sem nú hefir nefnt verið, er
vonandi sjaldgæft, þó einstætt muni það ekki
vera.
En það er á fleirum sviðum en þessu, sem
eyðslan og óhófið keyrir úr hófi. Má meðal
annars benda á viðbúnað, sem hafinn er í
sambandi við fyrstu ferð eins af stærstu
fólksflutningaskipum Frakka, er sigla skal
á næstunni frá New York yfir Atlantshaf.
Vistaskrá skips þessa telur upp eftirgreind-
ar tegundir, ásamt meiru og fleiru: 70,000
egg, 7,000 hænu-unga, 32,000 pund kjöts,
6,950 flöskur af léttum vínum, 16,000 potta af
öli, að ótöldum gosdrykkjum. Átta vínsölu-
kaupmenn verzla með vörur sínar á skipi
þessu, er hafa marga þjóna til afgreiðslu.
Skipslæknar verða þrír, og mun vafalaust
mega g«ra ráð fyrir því, að þeir sitji ekki að
jafnaði auðum höndum.
Það sýnist furðulegt, hve margt fólk,
þrátt fyrir viðskiftakreppuna, getur létt'sér
oft upp og látið margt eftir sér; jafnyel þó
úr minna sé að spila en því, er veslings
Bandaríkjastúlkan var svo illa haldin með,—
þessum fimm þúsund dölum á mánuði.
Ekki er óhugsanlegt að hin og þessi átján
ára stúlkan renni öfundarauga til þessarar
miljón-dala jafnöldru sinnar í New York;
hún er þó í rauninni miklu fremur aumkunar-
verð en öfundsverð; hún hefir orðið, upp-
eldisins vegna, auðsöfnunaræðinu að bráð.
Skyldi ekki vatnsbragð koma í munninn á ein-
hverjum þriðja farrýmis farþega franska
fólksflutningaskipsins nýja, er hann hugsar
til vellvstinganna á fyrsta farrými, sam-
kvæmt vistaskránni?
Til kaupenda Lögbergs
Hann fer nú óðum að styttast, tíminn
fram að áramótunum, og gera þá flestar
stotfnanir upp reikninga sfna. Lögberg er
í þessu tilliti engin undantekning; það þarf
líka að gera upp ársreikninga sína; því hefir
verið haldið úti með tilfinnanlegu tapi ár
eftir ár, er útgefendur hafa orðið að bera.
Það ætti að vera auðskilið mál hvert stefnt
sé, ef alt af er verið að tapa.
1 síðasta tölublaði var þess minst, að
flestir kaupendur blaðsins í bygðunum að
Vógar, Hayland og Siglunes, væri um þéss-
armu lulir- skultöa u sir yið blaðið og að marg-
ÍÝ' hefðtr þlgar greitt andvirði þess íyrir
næsta ár. Ef allar aðrar lslendingabygðir
hefðu sömu sögu að segja, myndi það hafa
allveruleg áhrif til hins betra á efnahags-
reikning blaðsins við áramót þau, er senn
fara í hönd, og tryggja betur framtíð þess.
Eimreiðin, XI. árg., 3 hefti
Það fer oft og einatt um mann heitur
straumur við lestur þess, er bezt er hugsað
og ritað á Fróni. Því er þó svipað háttað með
bóka- og blaðaútgáfu þar og víðast annarstað-
ar, að ‘ ‘ sumt var gott og sumt var þarft, um
sumt vér ekki tölum. ”
Meðal þeirra tímarita, er teljast verða
einna bezt úr garði ger, er Eímreiðin; og frá
því í ríitstjórnartíð stofnanda hennar, Dr.
Valtýs Guðmundssonar, hefir hún eigi bor-
ið jafn fræðimannlegan víðsýnisblæ og hjá
núverandi ritstjóra, hr. Swjini Sigurðs-
syni; einkennir efnisval hennar og stíl,
auðsæ Islendings hollusta gáfaðs alvöru-
manns, er öfga- og hlutdrægnislaust heldur
fram málstað sínum.
Að þessu slnni hefir Eimúeiðin- eftir-
greindan fróðleik að geyma, í bundnu og ó-
bundnu máli:
Sveinn Sigurðsson: tsland brezk ný-
lenda; Dr. Hindhide og starf hans; Ijýðræð-
ið og framtíðin; Upptaka Rússa í Þjóða-
bandalagið.
Vigdís frá Fitjum: Þrjú kvæði.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal: Eld-
gosið við Grímsvötn 1934 (með 7 myndum).
Henry Bordeaux: Ást og vinátta (saga
með mynd).
.Takob Smári: Mýrdalur.
Jón Árnason: Þjóðskipulag og þróun.
Jakob Smári: Þrjú kvæði.
Á Dælamýrum (þættir úr dagbók Bjarna
Sveinssonar).
III. Hjólasögin syngur. Frægar sögu-
legar lygar.
Raddir: Múgveldi eða þjóðræði, eftir
Halldór Jónasson, o. fl.
Friá Jlandamæhunum: “Walter”—Fjöl-
breytt fyrirbrigði.
Loks kemur Ritsjá, þar sem getið er í
fáum en skýrum dráttum, helztu nýjunga í
bókmentum. Með því bezta, er þetta Eim-
reiðarhefti hefir til meðferðar, virðist oss
ritgerð Jóns Árnasonar, Þjóðskipulag og
þróun; hún er að minsta kosti hugsuð og
framsett í þeim anda, er vænta má góðs eins
af. Kvæðin geta ekki talist sérlega veiga-
mikil; þó hvílir einkennilegur, þjóðlegur blær
yfir eftirfarandi kvæði, “1 heiðingjahofi ”,
ettir Vigdísi frá Fitjum:
1 heiðingja hofi eg krýp
og blóta goðin grimm,
við glætu frá glóðum brunnum.
—Nóttin er köld og dimm.—
Heilaga María mey,
sérðu sár mín og kaun ?
Þótt blóti eg goðin grimm,
þá er eg kristin á laun.—
Eg er hertekin, húðstrýkt og pínd,
og hrakin á mansalstorg.
Hlekkjuð er höndin mín,
hjartað máttvana af sorg.—
Guðsmóðir, græð þú mín sár.
Eg græt þá þungu raun
að blóta goðin grimm,
en vera þó kristin á laun.
Eg verð seld, og þeir selja mig dýrt, t
senn er mér varnað máls.—
Eg skal nú yrkja mín Ijóð,
því enn þá er sál mín frjáls.
Eilífa móðir alls,—
er eg ein með þá kvöl og raun,
að blóta goðin grimm,
ven vera þó kristin á laun?—
Islendingar þarfnast hollrita eins og
Eimreiðin er; vonandi að þeim fjölgi.
Kosningar til bœjarráðs
í síðasta blaði var vikið stuttlega að
kosningum þeim til bæjarráðs, er fram fara
í Winnipeg á föstudaginn kemur; höfum vér
í rauninni í því sambandi litlu öðru við að
bæta en því, að hvetja kjósendur til þess að
neyta atkvæðisréttar síns. Framtíð borgar-
innar verður að vorri hyggju bezt með því
trygð, eins og til 'hagar, að kjósa Mr. Mc-
Kerchar til borgarstjóra fyrir næsta ár;
mann, er sökum alúðar og skyldurækni í með-
ferð liœjarmála, hefir aflað sér almanna
trausts, og haft lengri reynslu á því
sviði en nokkur annar fulltrúi þessa bæjar-
félags, í skólaráði og bæjarstjórn.
Veitið McKerchar forgangsatkvæði yð-
ar, sem og þeim Victor B. Anderson og Mr.
Hardern, er leita kosningar til bæjarráðs í
•'■2. kjördeild. íslenzkir kjósendur í 1. kjör-
-dþild jettu,og að greiða atkvæði með Mr.
Hughes, Mr. Honeyman og Mr. Rioe-Jones.
Póálið peninga tryggilega
Er þér sendið peninga með pósti,
skuluÖ þér nota Royal Bank ávis-
anir. Það verður bæði sendanda og
viðtakanda til hagsmuna og þæg-
inda. Kaupa má bankaávísanir í
hverju útibúi bankans í dollurum og
sterlingspundum.
R O Y A L B A N K
O F C A N A D A
Fréttir
frá Taflfélagi tslendinga í Chicago.
Á siðasta ársfundi Taflfélags ís-
lendinga í Chicago, kom upp til-
laga um að senda fréttir frá því í
íslenzku blöðin, og var hún samþykt.
Eg geri ekki ráð fyrir að það
þyki miklar fréttir, þó fáeinir ís-
lendingar hafi með sér félagsskap
og haldi hópinn í nokkur ár, en eg
man ekki betur en íslenzku blöðin
væru fyrir nokkru síðan að eggja
menn á.að láta heyra frá sér hvar
i sveit, sem þeir væru settir, og ekk-
ert síður, þó þeir væru hálfgerðir
útkjálkamenn, hvað íslenzkan fé-
lagsskap snertir.
Þessi litli hópur taflmanna, sem
sjaldan hefir verið meira en tólf
maniis, og sjaldan minni, á sína æfi
síðan 7. desember 1928; er því 7
ára næsta janúar.
Á þessum fyrsta fundi, sem hald-
inn var voru mættir 9 manns; var
samþykt að stofna taflfélag og
nefna það The Icelandic Chess Club
of Chicago.
í stjórn voru kosnir Pétur Ander-
son, formaður; Eiríkur Vigfússon,
ritari og Sigurður Árnason gjald-
keri, hafa þessir sömu verið í stjórn-
inni síðan, þangað til nú á síðasta
ársfundi að Franz Thomas var kos-
inn formaður í stað Péturs Ander-
sonar.
Taflmót hafa oftast verið haldin
tvisvar í mánuði, utan þrjá sumar-
mánuðina, sem fundir hafa legið
niðri. Hafa fundir verið sóttir
furðanlega vel, þegar tekið er til
greina sú fjarlægð sem á milli ís-
lendinga er hér í Chicago og ná-
grenninu. Eg hefi vitað menn fara
50 mílur á taflfund; hefði það ótrú-
legt þótt einhverntíma, en nútima
flutningstæki gjöra mönnum slikt
mögulegt.
Þessi taflmót hafa oftast verið
haldin í heimahúsum til skiftis, því
félagsskapurinn hefir ekki verið
nógu stór eða sterkur f járhagslega,
að hægt hafi verið að borga fyrir
fundarsal, en einmitt vegna þessarar
fátæktar hefir fólk kynst betur, því
óft hefir fjölskyldan fylgst með, og
því fleiri en taflmenn einir setið
fundina. íslenzk gestrisni á heima
hjá Chicago tslendingum, ekki síð-
ur en annarsstaðar.
Á fyrsta ári félagsins gaf Pétur
Anderson stóran silfurbikar í verð-
laun, fyrir félagsmenn að keppa
um, en hann varð að vinna þrjú ár
í röð, til að eignast að fullu, og
hafði Ágúst Anderson hæstu mörk
fyrstu þrjú árin, svo hann hlaut
bikarinn. Hann hefir öll árin haft
flesta vinninga utan eitt, að Eirikur
Vigfússon vann fyrstu verðlaun.
Flest árin hafa verðlaun verið gef-
in, og oftast teflt í tveimur flokk-
um.
Útávið hefir félagið ekki unnið
sér mikla frægð, en geta má þess,
að á síðasta vetri tefldu þeir í því,
sem kallað er The North Shore
Chess League, eru þrjú önnur fé-
lög í því sambandi; það var teflt
í tveimur flokkum, og unnu þeir
flesta vinninga í öðrum flokki, en
einum á eftir í fyrsta flokki; voru
því aðrir í röðinni. Hin félögin voru
miklu fjölmennari, um 30 — 40
manns í hverju; gátu því valið úr,
en oftast teflt á tólf borðum, svo
landarnir urðu allir að tefla, en
sumir eru byrjendur, og því ekki að
búast við sterkri vörn frá þeím.
Nú á þessu hausti er æftur byrj-
að kapptafl innan þessa sambands,
tefldu íslendingarnir í því mánu-
dagskvöldið 5. nóvember; var teflt
á 10 borðum, 2 töfl á hverju, og
unnu þeir 15% tafl en hinir 3]/2,
á fyrsta borði var aðeins eitt tafl
teflt, og varð jafntefli.
Veturinn 1931-2 tefldi þetta fé-
lag við íslenzka taflfélagið í Win-
nipeg 3 töfl, í bréfaskiftum, sem
tók meir en ár, og vann Chicago fé-
lagið tvö, annað eftir 22 leiki, en
hitt eftir 27 leiki, en eitt var óklárað
þegar Winnipeg taflfélagið hæitti
bréfaskiftum.
Nú væri þessu félagi hér ánægja í
því, ef WJinnipeg félagið vildi aftur
tefla á sama hátt og áður; vonum
við að fá að heyra frá þeim áður
langt líður, hvort þeir taka þessu
boði eða ekki.
' - "■ >! S. Atndson. 'n"":"
Á það að glataát og
gleymast ?
Fjöldi aldurhniginna íslendinga,
bæði manna og kvenna, hefir kvatt
og horfið út i eilífðina á síðastliðn-
um fáum árum hér í Vesturheimi.
Með -þessu fólki grefst og gleym-
ist alls konar fróðleikur og ýmsar
nýtar ritsmíðar, bæði í bundnu máli
og lausu.
Á þessu hefir verið vakið máls
hvað eftir annað, en svariö er æfin-
lega það sama—steinþögn, dauða-
þögn, grafarþögn; reynt að þegja
allar slíkar raddir i hel.
Hví er ekki gengist fyrir því af
einhverjum félagsskap eða með
einhverjum samtökum að safna öll-
um ritverkum gamalla Islendinga
hér vestra og skrifa upp endurminn-
ingar þeirra áður en það verður of
seint ?
Mér datt sérstaklega í hug að
minnast á þetta nú, vegna þess að
eg hefi nýlega fengið bréf og ljóð
frá tveimur íslenzkum frumbyggj-
um—manni og konu—sem bæði eru
orðin fjörgömul.
Maðurinn heitir Sigurður Jóns-
son frá Víðimýri, en konan Guð-
björg Sedford. Tvær fallegar vís-
ur og vel gerðar birtust eftir Sig-
urð í fyrsta blaði “Baldursbrár” og
hér birtast f jórar eftir Guðbbjörgu.
Vísur Sigurðar eru þessar:
Vermir strindi, vötn og haf
vor með yndisblíðu;
fjallatindum fannir af
fella vindar þíðu.
Blíðan fangi vefur vang,
vorblóm anga um haga;
signir tanga og svalan drang
sólskins langa daga.
En vísur Guðbjargar eru svona:
Eg var fædd til einskis nýt,
augum ‘rendi bara;
einu pundi eg þó hlýt
einhvern tíma að svara.
Ávöxtur mun ekki stór
af þá léttir skýlu:
Snemma samt á fætur fór,
fremur seint til hvilu.
Gjöri eg ekki’ á öðru skil:
eg hefi þreyzt og lifað.
Eitthvað kannske er þó til,
úr því flest var skrifað.
Eg hefi ritað eins og flón
alt að gamni mínu;
fylgir jafnan forlátsbón
fyrir hverja línu.
Það skal viðurkent að hér er ekki
um stórfenglegan skáldskap að
ræða, en vísurnar eftir bæði lýsa
því að þau eru hagorð og hugsandi.
Er mjög líklegt að bæði eigi all-
mikið safn þar sem kenni margra
grasa og velja mætti úr talsvert,
sem þess væri virði að það geymd-
ist.
Og það eru fleiri, sem eiga ýmis-
legt í fórum sínum. Islenzkir menn
og íslenzkar konur eru hér og þar
um alla þessa álfu, sem í útlegðinni
hafa stytt sér stundir og lagt ljós-
bryddingar á leiðindaskýin með
því að fella hugsanir sínar í stuðla.
Hugsum oss að safnað væri ör-
litlu—aðeins því bezta—eftir alla.
sem ort hafa hér; það gætu orðið
merkileg “Útlagaljóð.”
En þetta verður annaðhvort að
gerast tafarlaust eða það verður of
seint. Skyldum vér verða nógu öt-
ulir og nógu samtaka til þess að
safna þessu öllu saman fyrir fram-
tíðina, eða þeir ræflar að fela það
gröfinni og gleymskunni ?
Sig. Júl. Jóhannesson.
Skattskyldar eignir voru árið
1933 taldar 117.4 milj. kr. og hafa
því aukist frá því árið áður um 8.3
milj. kr. Segir í nýútkomnum hag-
tíðindum, að þessi hækkun muni
stafa að verulegu leyti af hækkun
fasteignamatsins.—Tírninn. •
BUTTERCUP DOLLS
Sold exclusively by Eaton’s, come in the following costumes,
sizes and prices:
Dressed in sleepers, eomposition head
and stuffed body. Squeaks when
pressed. 18 inches tall.
Each ...............OlJC
Baby Buttercup DoU ín long dress—
cries when turned over. f\r-
Each
Baby Buttercup with short dress, hat,
shoes and socks. Críes when Q l“
turned over. Each............... 1/«)C
Doll Buttercup with sleeping eyes,
composition head, arms and legs. Soft
stuffed body. Dressed in blue with
matching bonnet. 17
inches tall. Each .........
Larger size same as above.
Each ......................
—Toy Section, Main Floor Anne.
:■___________
T. EATON C°u