Lögberg - 22.11.1934, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓYEMBElR, 1934.
5
—:--
“Sigurinn er venja
hans.”
Til
borgarstjóra
greiðið atkvæði
með
Bæjarfulltrúa
Merkið þannig
gagnvart nafni
hans
Kristniboðið og börnin
Lesendur Ljósberans og einstöku
barnafélög, hafa óskað eftir sér-
stöku verkefni á meðal barnanna í
Kína. Mig langar nú til aS lýsa því,
sem viÖ þegar höfum komið í fram-
kvæmd, en- sem mundi vera ógert
að mestu leyti hefðu ekki fáein ís-
lenzk börn neitað sér oft og einatt
um sælgæti og skemtanir, af því þau
elskuðu málefni Jesú Krists og létu
aurana sína ganga til þess.
Áður fyr, þegar við höfðum
barnaskóla og i sambandi við þá
barnaheimili, þótti okkur ánægju-
legast að gefa með barni. En nú er
okkur, sem erum útlendingar í þessu
landi, bannað að kenna börnum, svo
við urðum að segja upp öllum kenn-
urunum og senda börnin frá okkur.
Svo nú heyra ekki kínversk börn
Jesú nafn nefnt í skólunum.
En okkur hefir ekki verið bannað
að hafa sunnudagaskóla. Fyrir pen-
inga þessara góðu batyia á fslandi,
höfum við keypt “ljósgeisla” og
stórar sunnudagaskóla myndir frá
Ameríku, og nú hefir okkur tekist
að stofna sjö sunnudagaskóla.
Kristnir Kínverjar hafa fengið hjá
okkur æfingu’ i að kenna í sunnu-
dagaskólunum, svo kensla fellur
ekki niður sumar né vetur allan árs-
ins hring. Af þeim börnum, sem
ganga í sunnudagsskóla hér, er
meiri hlutinn frá heiðnum heimil-
um ; og svo fara foreldri sumra þess.
ara barna að koma smám saman á
samkomur okkar og guðsþjónustur.
í vetur höfum við byrjað sér-
staka deild fyrir fullorðna í sunnu-
dagaskólunum, fólk, sem kom sjálf-
krafa og sem við þessvegna urðum
að gera eitthvað fyrir. Þannig hef-
ir þetta blessast alt, og áhrifanna
gætir víða.
Á síðastliðnu sumri var haldið
trúarbragðanámskeið fyrir börn hér
á aðalstöðinni. 115 börn sóttu
þettta námskeið, en okkur skorti
húsakynni til að taka á móti fleir-
um. Þetta námskeið stóð í mánuð,
og voru allir hrifnir yfir hve vel
það hefði lánast. Auðvitað voru
sunnudagaskólabörnin duglegust og
áhugasömustu nemendurnir þarna.
—Á hinum stöðunum sex, þar sem
við höfum sunnudagaskóla, er fyrir
löngu búið að biðja um að fá svona
námskeið haldið næsta sumar.
Nú geta kínversku söfnuðirnir
okkar stofnað^ barnaskóla, ef þeir
hafa getu og nægan áhuga. En nú
er fátt fólk og fátækt í flestum
söfnuðunum; það þarf mikla pen-
inga til að launa kennara og stofna
skóla. Krisifniboðsfélagið útvegar
húsnæði ókeypis; sömuleiðis erum
við hjálplegir með að útvega kristna
kennara, en við höfum enga peninga
til þessara nota.
Þó hefir nú tekist að stofna einn
stúlknaskólla, með því að íslenzk
börn borga tvo þriðju af launum
kenslukonunnar. Um 20 stúlkur
ganga í þenna skóla; engin þeirra
hefir gengið í skóla áður; og það er
íslenzkum börnum algjörlega að
þakka, að þessum litlu kínversku
systrum þeirra, gefst tækifæri til að
læra að lesa, skrifa og reikna. En
ef til vill verða þær þó þakklátastar
fyrir að hafa lært að syngja um
Jesús og biðja til hans, sem er
barnavinurinn mesti.
—í íslenzku blaði var einhver
guðleysingi að hæðast að sunnu-
dagaskólunum okkar, og gerði narr
að börnunum, sem senda aura sína
til Kína. Það skulum við ekki taka
okkur nærri, heldur vorkenna þeim,
sem ekki eru betur viti bornir.
Menn hneiksluðust á Jesú sjálfum
og gramdist við börnin þegar þau
fögnuðu Jesú og hrópuðu : Hósanna
Davíðs syni! En Jesús tók svari
barnanna og ávítaði þá fyrir skiln-
ingsleysi. Þegar Jesús sagði: Látið
börnin koma til mín og bannið þeim
það eigi! þá átti hann ekki aðeins
við börn á Gyðingalandi, heldur
einnig íslenzk börn, og kínversk og
japönsk börn,—já, öll börn í víðri
veröld. Því að slíkra er himnaríki.
Með kærri kveðju.
Ólafur Ólafsson,
trúboði.
Hæð yfir sjávarmál. Það er
margvíslegt sem stærðfræðingarnir
hafa fengist við að reikna út. M. a.
hafa þeir reiknað það út, að ef yfir-
borð jarðar, sem ekki er undir sjó,
væri sléttað og gert jafnhátt, þá
yrði hæð hverrar álfu yfir sjáfar-
flöt eins og hér segir: Evrópa 300
m., Ástralía 360 m., Suður-Amerika
5^0 ni., Afríka 670 m., Norður-
Ameríka 730 m., og Asía hæzt, um
940 m.
»
Greiðið atkvœði
með
FRED H.
OAVIDSON
fyrrum borgarstjóra
sem bœjaríulltrúa
fyrir 2. kjördeild
Merkið við nafn hans
v-í
u kt* ■ * V, * »
yt
HALLDÓR ÁRNASON
Fæddur io. maí, 1845 — Dáinn 19. júli 1934
Þann 19. júlí s. 1. andaðist öldungurinn Halldór Árnason
að heimili sínu í Glenboro, Manitoba, eftir allangan lasleik, en
rúmfastur var hann ekki lengi. Hann var fæddur að Krossa-
stöðum í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 10. maí 1845, sonur
hjónanna Árna Kristjánssonar og Margrétar Halldórsdóttur.
Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist snemma yinnu
og sjálfstæðishugsun. Tuttugu og tveggja ára gekk hann að
eiga Jóhönnu Sigurlaugu Jónsdóttur og bjuggu þau þar í Hörg-
árdalnum um sextán ára bil, unz 1883, að þau fluttust búferl-
um til Ameríku. Námu þau staðar fyrst i nýlendu íslendinga
í Norður Dakota, nálægt Garðar. Vann Halldór þar fyrir sér
og sínum á ýmsan hátt, unz eftir sjö ár að honum þótti full-
reynt að hann gæti eignarjörð fengið í þeirri bygð, og flutti
því til Argyle í Manitoba í Canada, og keypti þar bújörð;
Rættist nú smátt og smátt það, sem hann hafði lengi þráð áÖ
sitja sína eigin óðalsjörð, enda báru hér ávöxt andlegir og
líkamlegir kraftar örvaðir af sjálfstæðisþrá; verður því líís-
saga hans í þessari bygð sú, að byrja með tvær hendur tómar
en starfa svo með hyggju og forsjálni að efri árunum þyrfti
ekki að vera eytt í skugga fátæktar. Myndi mörgum án efa
finnast seint koma tækifærið til sjálfstæðis er full fjörutíu og
fimm ár voru gengin af æfinni, en Halldór var ungur lengi, og
jafnan reiðubúinn að grípa tækifærin. I tuttugu og sex ár
bjuggu þau á bújörð þessari og reyndist Halldór sannur bú-
höldur í hvívetna. Árið 1916, þá sjötíu og eins árs að aldri,
brá hann búi og settust nú hin öldnu hjón að í þorpinu Glenboro..
Þar, í kyrþey, liðu síðustu ár beggja. Kona Halldórs andaðist
23. apríl 1927, og eftir það beið hann lausnarinnar, þó þolin-
móður. Nú vildi hann ekki flytja sig framar, nóg var flutt
um æfina, og sú er tryggust hafði reynst í ölluum nær 50 ára
skeið var horfin heim. Dóttur sinnar, Nönnu (Mrs. B. Sigurd-
son) hafði hann séð á bak 1916, en Margrét (Mrs. H. H.
Johnson) reyndist honum ástrík og fómfús dóttir til hins
síðasta.
Halldór var drengur góður, heill og heilsteyptur, trygglynd-
ur og vinfastur. Orðheldni hafði hann tamið sér, en trúði ekki
á skriffinsku skjalaþjóna; vildi helzt ekkert við manninn eiga,
ef drenglund hans var ekki treystandi. Hann var fórnfús
faðir og tilfinninganæmur gagnvart þeim er fátækt sótti að.
Hafði sjálfur reynt hve harðhent lífið var. Hann var karl-
menni að'burðum, mikill að vallarsýn, kjarkgóður og vonríkur,
enda fékk ekki elli eða erfiði bugað hann, fyr en nær níu tugum
ára var komið. Halldór sómir sér vel í hópi þeirra Islendinga,
sem með kjarki, þrautseigju og bjargfastri trú á sigur, nema
lönd alla sína æfi. Jarðarför Halldórs fór fram 20. júli 1934,
og var lagður til hvíldar í Grundar grafreit. Orð St. G. Steph.
anssonar mega vel merkja líf hans:
Alt líf verður gegnt meðan hugur og hönd
og hjarta er fært til að vinna.
og gröfin er ljúf fyrir geiglausa önd
og gott er að deyja til sinna.
B. H. F.
(Blöðin Norðanlands beðin að birta þessa æfiminning).
Víkurkirkja
Eins og getið hefir verið í Mbl.
var hin nýja kirkja í Vík í Mýrdal
vígð síðastl. sunnudag (14. okt.).
Var þetta viðburður i kirkjumála-
lífi þar eystra og einnig að ýmsu
leyti i kirkjubyggingasögu þjóðar-
innar.
Kirkja þessi er bygð úr steini og
stendur á svonefndu Skeri við Vík.
urkauptún, háttgnæfandi á fögrum
stað. Er hún nú fullgerð og er
meðal veglegustu kirkjuhúsa i hér-
uðum utan aðalkaupstaðanna hér á
landi. Bygging kirkjunnar hefir
staðið yfir i 4 ár (byrjaði 1931)
og hefir yfirsmiður verið Matthías f
Einarsson húsasmiður frá Þóris-
holti. Að öllu er húsið hið vandað-
asta, bæði að utan og innan; rúm-
ast þar í sæti 200 manns að minsta
kosti. Kirkjan er raflýst og einnig
er rafhitunartækjum komið fyrir í
henni.
Uppkomin kostar kirkjan, með
því öllu, er til hennar heyrir, ekki
minna en 30 þús. kr.
í Vík hefir eigi áður verið kirkju-
hús, og myndaðist hinn nýi Víkur-,
söfnuður fyrir nokkrum árum, með
því að hinn gamli Reynissöfnuður i
Mýrdal skiftist í tvent og varð Vík-
urkauptún — með hinni fornu
Höfðabrekkusókn, þar sem kirkja
lagðist niður—kirkjusókn fyrir sig.
Hjá þessum nýja söfnitði glæddist
nú einstakur áhugi fyrir kirkju-
byggingu á þessurn stað, og vildu
margir, að því er segja má, alt til
þess vinna, að hún kæmist upp sent
fyrst og yrði sem reisulegust. Til
kostnaðarins var tekið að láni alls
kr. 10.000 eða þriðjungur aðeins.
hinn hlutann, tvo þriðjunga, eða eigi
tninna en kr. 20,000 lögðu einstakl-
ingar í söfnuðinum til úr sinum
vasa, bæði í peningum og vinnu
(sem gjafir og áheit), og félags-
skapur á staðnum, svo sem Spari-
sjóðurinn í Vík, Kvenfélagið og
rafveitan studdi fyrirtækið að stór-
um mun (jafnvel burtfluttir Mýr-
dælir hafa lagt dálitinn skerf til
kirkjunnar eða muna i hana).
í kirkjuna er komið nýtt orgel,
fengið frá Svíþjóð, og er það hið
vandaðasta. Örgahistastarfinu
þjónar nú Sigurjón Kjartansson
kaúpfélagsstjóri. — Prýðileg ný
altaristafla er og til fengin, máluð
af Brynjólfi Þórðarsyni listmálara.
Áhuginn og fórnfýsin, ágætt og
fágætt samstarf án alls flokkadrátt-
ar, hefir einkent alt þetta verk frá
byrjun,—og fyrir þær sakir hefir
það haft farsællegan enda.
Fyrir framkvæmdum öllum hafa
staðið nokkrir áhugamenn í kaup-
túfiinu, kjö‘rn|r af safnaðarfund-
um, og skipuðu þeir kirkjunefnd,
er svo hét, sem sé þessir; Gísli
Sveinsson sýslumaður (f ormaður
nefndarinnar), Einar Erlendsson
bókari hjá Kaupfélagi Skaftfellinga
(sem einnig er oddviti sóknarnefnd-
ar), Ólafur J. Halldórsson kaup-
maður (sem nú er látinn), Ólafur
Tónsson bókari hjá verzl. Halld.
Jónssonar, allir í Vík, og Þorst.
Einarsson óðalsbóndi á Höfða-
brekku.—Les. Mbl. 21. okt.
Greiðið atkvæði
með
W.H. Milton
sem skólaráðsmanni
fyrir 2. kjördeild
Greiðið honum forgangsatkvæði
1
Kriátján Ólafsson
Fæddur 15. ágúst 1857
Dáinn 19. ágúst 1934.
Nokkrir stærstu skipaskurðir í
heiminum eru þessir: Súez-skurð-
urinn ca. 161 km., Rielar-skurður-
inn ca. 98,14 km., Panama-skurð-
urinn ca. 80,50 km., Ellee-skurður-
inn ca. 65,97 km-> Manchester-
skurðurinn ca. 56,31 km., Welland-
skurðurinn ca. 41,83 km., og Am-
sterdam-skurðurinn ca. 26,55 l<m-
Láglendi. Evrópa er láglendasta
heimsálfan. 57% af yfirborði henn-
ar er undir 200 metra hæð yfir
sjáfarmál. Næst kemur Suður-
Ameríka með 43%, Ástralía með
36%, Norður-Ameríka með 33%,
Asfa með 26%. og Afríka rekur
lestina með 15%., ,
Tíminn gerist stórhöggur í hóp
frumherjanna vestur-íslenzku, mán-
aðarlega; jafnvel vikulega, falla í
valinn menn og konur," sem mestan
og beztan þátt áttu í að leggja þann
grunn, sem þetta þjóðfélagsbrot
okkar Vestur-lslendinga stendur á,
—menn, sem áttu sjálfstæði og
drenglyndið íslenzka í ríkum mæli,
menn, sem vildu heldur fara alls á
mis, en gerast ölmusu þiggjendur,
menn, sem elskuðu svo friðinn, að
þeir vildu heldur bíða órétt og
skaða, en skerða friðinn, menn
hverra orð, eða jafnvel ádráttur til
loforða, var ábyggilegri heldur en
skrifaðir og vottfejtir samningar
eru nú. Já, þeim fækkar óðum
þessum sönnu íslendingum.
Einn þessara sönnu íslendinga
var Kristján Ólafsson, fæddur að
Hjalla i Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu á íslandi, þann 15. ágúst
1857. Foreldrar hans voru Ólafur
Ólafsson og Rannveig kona hans,
sem lengi bjuggu þar, og þar ólst
Kristján upp til fullorðinsára; hann
giftist á íslandi fyrri konu sinni,
Rósalínu Einarsdóttur; þau fluttust
vestur um haf árið 1884, og settust
að í Argyle-bygð i Manitoba. Þar
misti hann fyrri konu sína, og áður
vorjr öll börn þeirra hjóna dáin. Og
í Argyle giftist Kristján í annað
sinn eftirlifandi ekkju Helgu Jo-
sephsdóttur frá Þernumýri í Vest-
ur-Hópi i Húnavatnssýslu. í
Argyle bjuggu þau hjón all-mörg
ár, en fluttu þaðan vestur á Kyrra-
hafsströnd árið 1904, og settust að
við Cresent, B.C. Þaðan fluttu þau
til Blaine, Wash., árið 1922 og hafa
þar átt heimili síðan; og þar dó
Kristján þann 19. ágúst 1934, eftir
langvarandi sjúkdóm, sem hann bar
með sérstakri ró og stillingu, sem
vænta mátti af þeim manni. Krist-
ján var maður kristinn, og sýndi
það frekar i verkum en orðum;
mörgum mun hann hafa rétt hjálp-
arhönd, sem þó fáir vissu um aðrir
en þeir, sem nutu góðs af, þvi mað-
urinn var svo skapi farinn, að hann
vildi sizt láta nokkurn vita um þau
mörgu ,góðverk, sem hann gerði
sérstaklega til þeirra, sem bágt áttu,
svo studdi hann líka málefni krist-
indómsins oft ríflega.
Kristján þar greindur vel, og
fylgdist með öllu því, sem íslenzkt
er, og hans mesta gleði var að vita
að íslendingum vegnaði vel, bæði
sem þjóð og einstaklingum. Þau
hjón lásu mikið sameiginlega síð-
ustu æfiár Kristjáns, og þó sérstak-
lega Helga, þvi sjón hans var mjög
farin undir það síðasta. Aðeins
það bezta af íslenzkum fræðibókum
var lesið, og svo tímaritin, og ræddu
þau hjón mjög það sem lesið var,
sín á milli, og fengu þannig skýran
skilning á öllum hreyfingum þjóð-
arinnar, bæði austan og vestan hafs.
Bróðir Kristjáns var Gisli heit-
inn Ólafsson, sem um margra ára
skeið rak verzlun í Winnipeg, og
margir Islendingar kannast við;
önnur systkini hans voru dáin svo
að engin náin skyldmenni lifa hann,
I aðeins ekkjan er eftir, sem syrgir
j nú eiginmann sinn og vin; ber þó
! sína byrði með hreysti og jafflaðar-
geði.
Hér er drengur góður til hvildar
genginn, en minning hans mun lengi
lifa og lengst hjá þeim, sem þektu
hann bezt.
A. D.
ftalskir fornmcnjafrœðingar, sem
verið hafa við fornmenjagröft í
grísk-rómversku fornborginni Teb
Tunis, skamt sunnan við Kairo í
Egyptalandi, hafa rétt nýskeð fund-
ið um 1 þúsund pergament-skjöl og
handrit á grísku. Talið er að þau
séu frá annari öld eftir Krist.
Tíminn.
BÚJARÐIR TIL SÖLU
í Arborg bygðarlagi
AUSTUR
SE 17-22-3
SE 18-23-3
SW 9-23-2
RL 50-22-2
SE 15 and
NW 9-23-2
NW 23-22-5
SW 21-23-2
NW i6-»2-3
NE 5-22-3
Pt. 28-22-3
NE 30-22-1
NE 35-22-1
SE 21-23-2
VESTUR
NE 36-23-2
NE 27-24-1
SE 3-24-2
SE 24-24-1
NE 15-25-3
SW 36-23-2
SW 3-24-1
NW 12-25-2
NW. 35-23-2
NW 13-25-2
N % 36-24 and
SW 3-25-3
sw 34-25-1
NW 28-25-2
NW 36-24-2
SW 30-23-1
,NW 13-24-1
NE 14-25-2
í sambandi við verð og greiðsluskilmála skrifið til:
The Manitoba Farm Loans Association
166 Portage Ave. East, Winnipeg
I ” Vi » 1 • •• ' , ■ r'. ■ r ' i>P ,