Lögberg


Lögberg - 22.11.1934, Qupperneq 6

Lögberg - 22.11.1934, Qupperneq 6
6 L.OGBHRG, FIMTCDAGINN 22. NÓVEMBER, 1934. * Heimkomni hermaðurínn Jamie lauk hinum nauðsynlegustu morg- unverkum, en lét hin eiga sig. Svo tók hann sér hvíld um stund. Að iþví búnu fór hann að klæða sig, eða réttara sagt, klæða sig upp á. Bvflugnameistarinn hafði sagt honum að hann mætti nota eittihvað af fötum sínum, ef ú þyrfti að halda; tók Jamie nú út úr fata- skáp skyrtu úr gráu silki, einkar vandaða, á- samt ljósbláu hálsbindi. Buxur þær, er hann var í, voru ekki sem álitlegastar; hann hafði sofið í þeim um nætur og þessvegna voru þær allar í hrukkum; hann réðst í að færa sig í laglegar, gráar buxur af býflugnameistaran- um, er revndust við hans hæfi, með því að heita mátti að þeir væri af sömu stærð. Fór svo að lokum, að hann hafði fengið allan þann fatnað, er virðulegum brúðguma sómdi. Því næst fór liann inn í baðklefann og þvoði sár sitt; engin meðöl bar hann þó í sárið, til þess að ekki legði af sér lyfjalykt, er til mótsins kæmi. Jamie var í eðli sínu snyrtimenni. Og er hann nú gekk niður að sporvagnastöðinni, eftir að hafa vandalega læ.st framdyrum Qiússins, leit hann snöfurmannlega út og bar sig til að hermanna hætti. Föt býflugna- meistarans fóru honum mæta vel og voru í rauninni hin ágætustu brúðkaupsklæði. Hann gekk fremur varlega til þess að fyrirbyggja að ryk félli að óþörfu á fötin eða skórnir ó- hreinkuðust til muna; hann velti því fyrir sér um hvað stúlkan, sem hann ætlaði sér að ganga að eiga, væri að hugsa á þessu augna- blikinu, hvað hún myndi fyrst segja, er fund- um þeirra bæri saman, og hvernig .kveðja hennar myndi láta í evra eftir að hún hefði’ fengið óskir sínar uppfvltar, — nafnið hans og giftingarhringinn. Við umhugsunina um hringinn liljóp blóðið fram í kinnarnar á Jamie; hann var ekki viss um það í augnablikinu, hvort hann heí'ði þegar gengið of langt eða það gagn- sta’ða. Áður en býflugnameistarinn var fluttur sjúkur að heiman, hafði hann bent honum á skúffu, er eitthvað hefði af skot- silfri að gevma, er nægja mundi vel til þess að kaupa fyrir eitt og annað meðan hann væri fjarverandi. Úr þessari skúffu hafði Jamie tckið tíu dali um morguninn, til þess að geta mætt hinum óumflýjanlegu útgjöld- um; hann var engan veginn viss í sinni sök um það hvort tíu dalir mundu hrökkva til þess að borga fyrir leyfislbréf; þetta var í fyrsta sinn á æfinni, er hann hafði liugsað um innkaup af slíkri tegund, og þessvegna var honum óljóst um kostnaðinn; þó fanst honum það einhvern veginn á sér, að tíu dalir mundu nægja, að viðbættum nokkrum skild- ingum í fargjald með sporvagninum og fyrir kaffisopa með brauði, eða einhverju þess háttar. Vera mátti og að hin tilvonandi brúð- ur hefði hugsað sér að borga brúsann; ein- bvern veginn gat hann þó ekki felt sig rétt vel við það, að brúðurin borgaði fyrir leyfis- bréfið; þetta átti þó að vera hans eigin gift- ing, og að öllum líkindum sú eina á æfinni; jæssvegna var það ólijákvæmilegt að tjalda því sem til var, þó bæði fötin og eins pen- ingarnir fyrir leyfisbréfið væri að láni. Það skifti minstu hver það var, er hirti um búgarð býflugnameistarans; hann varð að fá borgun sína 'hvort sem var; og þegar hann fengi kaup sitt borgaði hann að sjálfsögðu tíu dalina aftur, eða léti draga þá frá kaupinu. Innan um kragahnappa býflugnameist- arans hafði Jamie komið auga á gullhring, undur fíngerðan gullhring, er ætla mátti að fara mundi vel grönnum kvenfingri; hann hafði stungið hring þessum í vasa sinn til vara, ef vera kynni að hann þyrfti að grípa til hans; verið gat að hringnirinn væri eitt af því dýrmætasta og kærasta, er býflugnameist- arinn ætti til í eigu sinni; það gat verið álita- mál hvorthann ætti að grípa til hans eða ekki, jafnvel 'hvernig sem högum yrði háttað f jár- hagslega, er að giftingarathöfninni kæmi; þó gat það á engan hátt sakað að hafa hann í vasanum. Jamie var ekki alveg viss um að rata til hins tiltekna staðar og þessvegna spurði hann vagnstjórann spjörunum úr hvar skMa ætti um vagna á leiðinni til dómshússins, þar sem leyfisbréfin voru seld og hin tilvonandi brúð- ur átti að koma til fundar við hann. Ferðin sóttist greiðlega og kom hann á staðinn þó nokkrum mínútum fyrir hinn ákveðna tíma; hann gaf skrifstofuþjóninum það til vitund- ar að 'hann ætti þangað bráðlega von á kven- manni, og þyrfti að kaupa leyfisbréf; létti honum mjög fyrir brjósti, er hann varð þess- vísari, að leyfisbréfið kostaði nokkru minna en hann hélt; gekk hann nú í hægðum sínum út á strætið, og veitti nákvæma athygli sér- hver ju því, er fyrir auga bar; kom hann brátt að skrautmunabúð einni og nam þar staðar; við að virða fyrir sér varninginn í gluggun- um komst hann að raun um að búð þessi myndi vera nokkurn veginn við sitt hæfi hvað vöruverð áhrærði; afréð hann því að fara þangað inn og litast um. Á einu búðarborð- inu voru allmargir gullhringar í kassa; Jamie rendi yfir þá augum frá einum til ann- ars, unz hann a lokum kom auga á hring einn, er hann hugði að vera mundi af réttri stærð; fór hann nú ofan í vasa sinn, tók upp nokkra peninga, lagði þá á borðið, og spurði'búðar- manninn, er auðsjáanlega var af Gyðinga- kyni, livort þetta mundi nægja fyrir hring, er hann benti á. Búðarmaðurinn hafði ekki vanist því alð selja hringa sína við slíku verði; á liinn bóginn var hann þó ekki lengi að átta sig á því að Jamie mundi ekki hafa úr miklu að spila, og þessvegna væri ekki nema um tvent að velja; annað hvort yrði hann að gera sér að góðu þá'peninga, er á borðinu lágu, eða verða af sölunni. Fyrri kosturinn varð ofan á; búðarmaðurinn fékk peningana en Jamie hringinn. Að viðskiftum þessum loknum flýtti Jamie sér alt hvað hann orkaði til dómshúss- ins; var hann ekki fyr kominn inn í salinn, en hann stóð augliti tií auglitis við sína tilvon- andi brúði; hann þekti hana undir eins aftur, þó hann hefði aðeins séð hana einu sinni áður, stormnóttina góðu, á gnýpunni; hann kann- aðist við hæð hennar og augu, þó hann hefði vitanlega ekki getað greint lit þeirra í nátt- myrkrinu; hann hafði einhvernveginn ósjálf- rátt myndað sér skoðun um það hvernig þau lilyti að vera lit. Að hann væri brúðgpmi gat (>kki orðið um vilst en brúðurin eða konu- efnið tók sig alt öðruvísi út en hann hafði gert sér von um; hún minti miklu fremur á ekkju í sorgum en fagnandi brúði; um það virtist búningur hennar að minsta kosti bera vott. Á höfði bar hún þröngan hatt, er svo slútti þó fram að örðugt var að sjá í augu hennar. Hann hafði það á meðvitundinni að hún væri brúneygð eða verulega dökkeygð; við ljósið í skrifstofunni virtust augun grábrún, ea eitt- livað þar mitt á milli. Andlitsblæja brúðar- innar var þykk og minti á slæður, er ekkjur þriáfaldlega nota, því hún var líka nærri því tinnusvört; svo mátti heita að andlit hennar væri hulið að öðru leyti en því, er til augn- anna sást og nefsins. Þannig leit hún þá út, brúðurin, eða ekkjan, sem Jamie átti nú að giftast, að óséðu. 1 augnablikinu kom eins og hálfgert fát á hann; honum fanst sem at- hurðir þeir, er nú væri í þann veginn að ger- ast, stæði að einhverju leyti í sambandi við dauðsfaill; konan, sem hann ætlaði að giftast, var auðsjáanlega í þungum sorgum; hann var ef til vildi í þann veginn að ganga að eiga konu, er orðið hafði að sjá á bak vini, er fús hefði verið að inna af hendi samskonar kvöð og hann sjálfur hafði lofast til að gera, liefði hann lifað; hann þreifaði eftir hringn- um í vasanum, er vernda átti sjálfsvirðingu hans og konunnar líka'; hann stokkroðnaði í framan, en rétti jafnframt úr sér sem bezt hann gat,; í fötum þeim, er hann hafði tekið að láni hjá býflugnameistaranum, leit hann út eins og reglulegur Ameríkumaður af skozkum uppruna; Jamie rétti konuefni sínu hendina og kannaðist þegar við handtak hennar. “Við förum víst bæði eftir sömu klukkunni,” sagði hann; hún samþykti það með þögninni. Jamie herti nú upp hugann og ákvað fastlega með sjálfum sér að láta hvergi á sér bilbug finna; herra sjálfs sín mátti hann til með að vera, hvernig sem alt snerist. Það var ekki um að villast, að gift- ing ætti að fara fram,—hans eigin gifting, hvað sem fyrir brúðinni kynni að hafa vakað og hvað helst hún gæti haft úr býtum. Tók hann nú brúði sína á handlegg sér og gekk með hana upp að skrifborðinu, þar sem leyf- isbréfin voru afgreidd; lét hann skrifstofu- þjóninn vita, að hann þyrfti að kaupa gift- ingarleyfis’bréf; reit hann nafn sitt, fæðing- ardag og fæðingarár, og nöfn foreldra sinna á eyðublaðið, er honum hafði verið fengið, sem og heimilisfang sitt; við hlið hans stóð brúðurin, þögul og alvarleg, og fylti út skjal sitt; eftir að þessu hafði verið fullnægt sam- kvæmt þar að lútandi fyrirmælum, fengu þau hvort öðru skjal sitt til undirskriftar. Fóru þau nú inn á skrifstofu dómarans, þar sem fullnaðarathöfnin átti að fara fram; tók það ekki langan tíma þar til formlega hafði verið frá öllu gengið og ákvæðum laganna fullnægt. Jamie greiddi hina lögmætu þóknun og gekk svo með brúði sína, stormgyðjuna, við hlið sér út á megin strætið; að hann væri kominn í tölu giftu mannanna varð ekki lengur um vilst; en óviðkunnanlegt þótti honum það liálfpartinn að vita ekki nokkra lifandi vit- und um ætt eða uppruna konu sinnar; ekki einu sinni um það hvað faðir hennar hét,. Einu upplýsingarnar voru þær, er fram komu í hjónabands sáttmálanum, þar sem 'hún undir nafninu Alice Iæuise, játaði.st undir að við- urkenna hann, James Lewis sem löglegan eiginmann sinn. Með öðrum orðum, þá hafði hann gengið að eiga einhverja Alice Louise, hver helzt sem hún var og hvaðan sem hún kom; hann var ekki sem ánægðastur með uafnið; einkum og sér í lagi Alice-ar nafnið; Louise lét nokkru betur í eyra; hann hafði kynst margri Louise um dagana, og þessi var ólík þeim öllum; hljómurinn í nafninu öðru- vísi líka. Flestar þær Lovísur, er hann hafði áður komist í tæri við, voru ljósar á hár og bláeygar.. Jamie þrýsti hönd sinni um oln- bogann á Alice Louise, eins og til þess að fullvi&sa hana um að hann væri því fyllilega vaxinn að veita henni fulla vernd, hvað sem á móti kynni að blása; Svo gengu þau hlið við hlið eftir gangstéttinni, og litu nú í fyrsta sinni opnum augum livort á annað. Hann hafði heitið henni á gnýpunni fár- viðrisnóttina eftirminnilegu, að veita henni aldrei eftirför hvað sem á dagana drifi; nú fanst honum með sjálfum sér að það væri nokkrum vafa bundið hvort hann gæti efni það heit; hann var engan veginn viss um að hann gæti sætt sig við að vita í raun og veru engin deili á lienni, hvaðan hún kæmi eða hvar heimili hennar stæði; honum fanst sér bera til þess nokkur réttur að fá fulla vitn- eskju um það hversvegna liún leitaði einmitt hans til þess að bjarga henni úr ógöngum, er lífið hafði leikið liana sárast; valið einmitt hann til þess að koma í veg fyrir að hún drekti sér. Nú sá hann það á titringi vöðv- anna í andliti konunnar, að hún var yfir- komin af harmi; að lienni lá við því að tapa sjálfstjórn og að 'liún auðsjáanlega þurfti hjálpar við. Hann hafði ásett sér að knýja hana til þess að taka til máls, en nú varð ha'nn alt í einu þess var, að hún hafði snúið sér undan; hann hvíslaði að henni eitthvað á þessa leið: Reyndu að hrista af þér drunga sorgarinnar! Vertu prúð! Þú verður búin að ná þér að fáeinum mínútum liðnum. Ætl- arðu að taka sporvagninn hérna við braut- arendann?” Hún samþykti það með þögn- inni. Hann hafði ætlað sér að krefja hana um nokkurar skýringar, en horfið frá j>ví, er hann varð þess var 'hvernig geðshræringum hennar var h'áttað; hann liafði þó að minsta kosti fært henni heim sanninn um það, að hann væri maður, sem mætti treysta; maður, sem ekki væri eitt í dag og annað á morgun; hann hafði hjálpað henni upp í sporvagninn; samvizku sinnar vegna og gefinna loforða um að veita henni aldrei eftirför, gat hann ekki orðið henni samferða hversu heitt sem hann langaði til þess; hann hafði hálfvegis gert sér von um að hún mundi kinka til sín kolli í kveðju- eða jiakkarskvni úr sporvagn- inum, en Ihonum til sárra, vonbrigða gerði hún það ekki. Jamie setti upp hattinn og staulaðist upp á gqpgstéttina. Þetta tekur j)ó áreiðanlega út yfir alt, sagði hann í hálfum hljóðum við sjálfan sig. Hann hafði vænst of mikils; hann hafði fastlega vonast eftir að hún segði við sig að minsta kosti nokkur orð eða að j)á kinkaði hún til sín kolli úr spor- vagninum; hún gerði hvorugt. Það skifti víst minstu máli hvort hann tók númerið af sporvagni þeim, er hún fór með, eða ekki; hún var vís til að skifta um vagn á næstu gatnamótum til þess að villa lionum sýn. Hún var farin hvort smu var: Mrs. James Lewis MacFarlane var rokin eitthvað út í veður og vind; konan, sem hann hafði veitt nafn sitt og hringinn, þetta ævar- andi sameiningartákn; nú stóð hann eftir einn á gangstéttinni, aleinn! Jamie fór nú að hyggja til heimferðar; hélt hann að ráð- legast mundi að losa sig sem fyrst við fötin, brúðkaupsfötin, er hann hafði tekið trausta- taki á í klæðaskáp býflugnameistarans; það var víst líka meira en tími kominn til að fara að gefa gætur að býflugunum og búinu vfir- leitt; tók hann svo næsta sporvagn og hélt heim á leið. Á ferðinni heyrði hann sjálfan sig ávalt annað veifið endurtaka þessi orð: “Ekki nema það só. Ja, þessar óhræsis gift- ingar!” Þegar heim kom, flýtti Jamie sér að hafa fataskifti, og kom fyrir á sínum stað fötum býflúgnameistarans; svo fór hann út í sól- skinið í hinum venjulegu hversdagsfötum. Hann velti því fvrir sér um hríð ’hvort hann ætti að skýra Margaret Cameron frá því hvemig komið væri fvrir sér; Þetta væri giftingardagurinn sinn, og Iwort hún, í tilefni af j)ví vildi ekki halda dálitla, veizlu, eða gera svolítinn dagamun, eins og kallað er; honum fanst hann sjá í huganum undrunarbrosið, er hlyti að leika um varir hennar við fréttma; svo mundi hún að sjálfsögðu spyrja hver brúðurin væri og hvar hún væri niðurkomin j)á stundina; það var 'heldur engan veginn óhugsandi að hún kynni að spyrja hann jafn- vel fleiri spuminga, og að sumum þeirra yrði örðugt eða óþægilegt að svara; sumum gæti enginn svarað nema brúðurin sjálf. Nú rifjuðust upp fyrir honum atburðirnir í storminum nóttina á undan og brevttust í lif- andi myndir; stæði hún í sömu sporum nú, var engan veginn víst að hún væri tiltakan- lega fjarri honum, jafnvel í hvaða skilningi sem var; hugsanir um æfintýrið á gnvpunni, í öllu þess dramatíska gerfi, sóttu að honum úr öllum áttum og kveiktu hjá honum ó- slökkvandi þrá til þess að komast niður til strandarinnar og teyga hið svala og salta sjávarloft. Hver veit nema þrá hennar á þessu augnablikinu stefni einmitt í sömu átt. Það var engum vafa bundið, að því er Jamie fanst, að sorg Alice Louise væri innileg og hrein; 'hann mintist þess nú að hún hefði heit- ið því að segja honum alla sögu sína og' draga ekkert undan; hann hafði sjálfur beðið hana j>ess að skýra frá öllu í sem fæstum dráttum og því hafði hún ekki brugðist; hafði sagt lionum að það væri vegna ófædds barns að hún bað hann um leyfisbréf, giftingarhring og aðgang að nafni hans; þó hún liefði verið jafn skozk í eðli sínu og hann, hefði hún ekki getað verið fláorðari né ákveðnari í kröfu sinni; hún hafði staðið við hlið hans frammi fyrir dómaranum og veitt viðtöku liringn- um og gdftingarskýrteininu; skýrteininu hafði hún þrýst að brjósti sínu eins og það væri verðmætasti hluturinn, er hún ætti til í eigu sinni. í giftingunni hafði hún eignast nafn hans, hver svo sem tilgangur hennar var með því. Jamie fann til þess hið innra með sjálfum sér, að liann breytti eins “ogi flón; að hann skyldi ekki einu sinni hafa rænu að lesa þær upplýsingar um konu sína, er í giftingarskýrteininu stóðu; liann ‘hafði ekki einu sinni stjórnað giftingunni á þann hátt er hann upprunalega hafði ætlað sér. Alt liafði borið að einum og sama brunni, eða snúist skilyrðislaust um loforð, er hann hafði gefið stormgyðjunni á gnýpunni, þeg- ar hamfarir náttúruaflanna voru sem allra ægilegastar; ef eitthvað var öðruvísi en hon- um fanst jmð ætti að vera, mátti liann sjálf- um sér einum um kenna. Það sem nú var næst fvrir hendi, var að smokka sér í treyju býflugnameistarans, rjóða um sig allan kanel og vitja á fund “svörtu Þýzkaranna” og taka því, sem að höndum bæri eins og hetju samdi. Um alt þetta varð hann að ganga úr skugga áður en fundum hans og litla skátans bæri saman á ný. Eftir að hafa íklæðst þess- um skrúða, labbaði hann í áttina til býkúpn- anna, þó ekki væri hann nú samt betur að sér í fræðigrein sinni en það, að hann enn ætti örðugt með að greina ambátt frá drotningu, og foringja frá þjóni. Hann sór það við allar helgar vættir að þetta kvöld skyldi ekki svo líða, að hann frétti ekki Grayson lækni um líðan b}'flugnámeistarans, sem og það hve* nær hann mundi koma heim; svo flaug hon- um það jafnharðan í hug, að læknirinn hefði lofað því að kalla hann upp í símann, ef til einhverrar verulegrar breytingar kæmi, eða sjúklingurinn vildi finna hann að máli; það mætti víst fult eins vel gera ráð fyrir því að koma lians heim gæti dregist enn svo vikum skifti eða jafnvel mánuðum. Litli skátinn hafði sagt honum að náinn skyldleiki ætti sér stað milli trjáa og býflugna; því ekki að færa sér í nyt þær bækur er við hendi væru og um mál þetta fjölluðu, meðan næðið væri sem bezt. Eftir að Jamie hafði lokið erindi sínu við Highland Mary,” læddist hann meðfram veggnum yfir að kúpu ‘ ‘ svörtu Þýzkaranna ”; liann hafði aldrei áður athugað þá eins gaum- gæfilega og í þetta sinn; þá skorti auðsjáan- lega hinn gullna lit “Italanna”; honum féll illa “svarta Þýzkara” nafnið, svo illa, að hann var kominn á fremsta hlunn með að rífa kúpur þeirra upp með rótum og sökkva jieim öllum á kaf í Kyrraliæfið. Að loknu verki sínu hraðaði Jamie för sinni heim; hann skifti fötum á baksvölum hússins í mesta flýti. Dvöl hans á heimili býflugna- meistarans haifði að minsta kosti orsakað þrent: Hann ihafði lært að vera brúðgumi, þó j)að væri með öðrum atlburðum en venja var til; hann hafði lært að aðgreina “Itala” frá “svöftum Þýzkara,” og í þriðja lagi hafði Ihann komist að raun um það, live heilsusamlegt það var að renna niður einni og einni tómotu milli máltíða. Og nú stóð Jamie þarna, brúðguminn sjálfur, beint frammi fyrir bókaskáp bý- flugnameistarans ogvirti fyrir sér titil hinna ýmsu bóka, er fyrir auga han.s uYÖu; ásetti hann sér að lesa })æ’r bækur fyrst,'er um bý- flugnarækt fjölluðu og stjórn býflugnabúa. Lnnan um lesturinn blönduðust margvíslegar myndir, er flestar, ef ekki allar, lutu þó að einu og því sama, það er að seg.ja sorgbit- inni konu, leyfisbréfi og giftingahring; slík- ar hugsanir ásóttu hann sýknt og heilagt með auknum ákafa, og við þær var ekki auðvelt að losast; hann fann til þess átakanlega hve jietta truflaði hann við bóklesturinn og hve mjög það stóð í vegi fyrir lærdómi hans í bý- flugnaræktinni; jafnvel margt af því feg- ursta, er smávaxna persónan, eða litli skát- inn hafði sagt honum frá, varð að víkja úr vegi fyrir j>rálátri umhugsun um j>etta síð- asta æfintýri hans. Honum var það þó veru- legt áhugamál, að kynnast eðli og lifnaðar- háttum býflugnanna ; um það varð ekki deilt. Þessvegna valt mikið á því, að velja réttu bækurnar til lesturs. H júkrunarflugur!

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.