Lögberg - 13.12.1934, Síða 1

Lögberg - 13.12.1934, Síða 1
47. 4RGANGUR WINNIPEG, MAN.f FIM'TUDAGINN 13. DESEMBER 1934 NÚMER 50 Frá Islandi Jón Þorláksson farinn utan til að taka Sogsvirkjunarlánið Eins og skýrt hefir veriö frá hér í blaðinu, fór Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri fyrir skömmu utan í erindum Sogsvirkjunarinnar, því ráðgert var aS skriður kæmist aftur á þetta mál, þegar liði á haustið. Norsku verkfræðingarnir, er fengnir voru til þess að yfirfara á- ætlanir þær og tillögur, sem gerðar höföu verið og ákveÖa til fullnustu hvernig virkjuninni skyldi hagað, hafa lokið sínum undirbúningi, gert fullnaðaráætlanir og teikningar, svo nú virðist ekki annað eftir en að hjóða verkið út og taka lán til virkj- unarinnar. Jón Þorláksson borgarstjóri fór þess vegna utan með Lyra í gær, og var von hans sú, að hann gæti í þessari ferð gengið endanlega frá þessu mikla nauðsynjamáli Reykja- víkurbæjar. Er það áreiðanlega ósk allra Reykvíkinga, að borgar- stjóra megi takast að koma máli þessu i örugga höfn. Út af frásögn Alþýðublaðsins í gær um utanför borgarstjóra, hefir Morgunblaðið fengið upplýst, að enn er ekki að fullu ráðið hvar lán til Sogsvirkjunarinnar verði tekið, eða hvar vélar eða efni til virkjun- arinnar verði keypt.—Mbl. 16. nóv. Húsbruni á Skagaströnd Klukkan 7.30 í morgun kom upp eldur i húsi Sigurðar Jónssonar á Skagaströnd. Eldurinn kviknaði út frá hengilampa, sem var logandi í íbúðarskúr áföstum við húsið. Eld- •rinn læsti sig í loftið og í þurt tróð, sem var milli lofta, og á svip- stundu um alt húsið. í hinni íbúðinni voru öldruð hjón, eigandi hússins, sem lengi hafði legið rúmfastur, og kona hans. Hún fór þegar á vettvang, og gerði við- vart. Mánnhjálp kom þegar, og var bjargað nokkru af innbúi, en alt á lofthæð hússins brann, svo sem rúmfatnaður, um 100 krónur í peningum, bátsvél og fleira. Fjós, ásamt heyi, var áfast húsinu. Fjós- ið brann, en heyið var rifið burtu óbrunnið, en nokkuð skemt af vatni. Húsið, sem brann, var úr timbri og torfi. Það var trygt fyrir 1750 krónur, en innbú var óvátrygt. —N. dagbl. 11. nóv. Fjárkláði er í flestum sýslum landsins. Vitað er um 5-600 býli á landinu, þar sem fjárkláði er." Skaftafellssýsla sennilega eina sýsl- an, sem er hrein.—Mbl. 20. nóv. Doktorsnt. Heimspekideild Háskólans hefir úrskurðað bók Björns Karels Þór- ólfssonar “Rímur fvrir 1600” mak- lega til varnar við doktorspróf. Mun vörnin fara fram seint í janúar mánuði. Björn Karel hefir unnið lengi að samningu rits þessa, og er prentun þess nýlega lokið i Kaup- mannahöfn. Bókin er 540 bls. að stærð og væntanleg í bókabúðir hér innan skamms.—Mbl. 21. nóv. LÆTUR KNÉ FYLGJA KVIÐI í tilefni af morði rússneska stjórnmálamannsins Kiroff, er minst var á í síðasta blaði, hefir rússneska stjórnin látið taka af lífi sextíu og sex menn, er hún telur að einhverju leyti hafa verið við morðið riðna. Róstusamt varð nokkuð í Moskva og Leningrad, vegna aftökunnar, og er mælt að hart rlær þrjú hundruð manns hafi látið þar Hf sitt. FRANK THOROLFSON PIANISTI Svo að segja alveg nýverið fékk Frank Thorolfson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Halldór Thorolfson hér í borginni, tilboð frá Dr, Douglas Clarke, forstöðumanni hljómlistar- deildar McGill háskólans í Mon- treal, um að koma þangað austur tafarlaust til þess að stunda nám við deild þessa í vetur, til að byrja með. Hafði Dr. Clarke kynst Frank þau árin, er hann dvaldi í Winnipeg og hafði með hendi stjórn Karlakórs Winnipegborgar, ásamt öðrum störfum í þágu söngs og hljómlistar; hafði hann þegar feng- ið mætur á þessum unga íslendingi og löngun til þess að greiða götu hans. Nú hefir hann fengið þessu framgengt með því að standa straum af öllum náms og dvalar- kostnaði Franks við þessa virðu- legu stofnun eystra. Ekki þarf að efa að Frank verji tímanum vel, þvi hann er framúrskarandi skylduræk- inn og ástundunarsamur; hann er óvenju mjúktóna píanisti og á vafa- laust giftudrjúgan þroskaferil fram^- undan. En hann er meira en það; biann hefir hljómskálds} hæfileika eigi alllitla, og verður það þarafleið- andi ekki hvað sízt á því sviði að kensla sú, er hann nú á völ á, verði líkleg til þess að koma að góðum noíum. Mun nám hans qinkum hníga að tvennu, píanóspili og hljómfræði. Frank Iagði af stað til Montreal á sunnudaginn var; vinir hans og þeir eru margir, árna honum góðs brautargengis og vænta hins bezta af dvöl hans við McGill. VERÐLAUN NÓBELS Símað er frá Stokkhólmi þann 10. þ. m., að þeim Sir Norman Angell og Rt. Hon. Arthur Hen- derson, hafi verið veitt friðarverð- laun Nóbels; hlaut hinn fyrnefndi sem er víðkunnur rithöfundur og blaðamaður, verðlaunin fyrir árið 1933, en liinn síðarnefndi, fyrrum innanríkisráðgjafi Breta, og foringi hins óháða verkamannaflokks, fyrir ár það, sem nú er að líða, fyrir af- skifti sín af vopnatakmörkunarmál- inu. Fréttir frá Gimli Tvo fyrirlestra höfum vér hér haft nú fyrir skemstu, er báðir voru hinir fróðlegustu. Fyrri fyrirlestinn ílutti séra Sig- urður Ólafsson, hér í kirkjunni, ; ð tilhlutan kvenfélagsins, þ. 28. nóv. síðastliðinn.— Efnið var um ísland og ferðalag séra Sigurðar þangað fram og aftur síðastliðið sumar. Sagði hann þar frá mörgu fróðlegu og skemtilegu. Erindið hið bezta í alla staði. Með söng skemti söngflokkur Gimlisafnaðar, undir stjórn Mrs. H. Benson, organista safnaðarins. Kaf fiveitingar annaðist kvenfé- lagði. Voru þær ókeypis fyrir alla er komu. Til aðstoðar við fram- reiðslu voru ungar meyjar og pilt- ar hér á staðnum. Aðsókn hin bezta. Síðari fyrirlesturinn flutti dr. J. A. Bíldfell. Var hann með mynd- um. Sumt af þeim voru hreyfi- myndir. Um myndasýninguna sá Mr. A. S. Bardal. Fyrjrlesturinn um líf manna, dýra og jurta norður i fshafslöndum, þar sem dr. Bíldfell var í þjónusfu Canada stjórnar um talsvert langt tímabil. Var góður rómur gerður að fyrirlestrinum. Erindið pakkfult af allskonar fróð- leik, og myndirnar sögðu sína sögu, eins og myndir æfinlega gera. Skýrðu þær stórum efni fyrirlest- ursins, eins og skiljanlegt er. — Var þessi samkoma undir umsjón, fulltrúa Gimlisafnaðar. Bæði kvenfélagið og fulltrúar safnaðarins vilja sem bezt þakka séra Sigurði dr. Bíldfell og Mr. Bardal fyrir ágæta frammistöðu og góða skemtun og fróðleik allan, er þéir miðluðu, við þessi tækifæri.— Mislingaveiki gengur nú allmikil hér i bænum. Búið að loka neðri kenslustofum skólans af þeim á- stæðum. (Fréttaritari Lögb.) ÆGILEGUR ELDSVOÐI Hinn 11. þ. m. kom upp eldur í Kerns Hótelinu í Lansing, höfuð- borg Michigan-ríkis, er orsakaði geysilegt manntjón og eigna. Á- ætlað er að upp undir hundrað manns hafi látið þarna lif sitt; þar á meðal fimm ríkisþingmenn. Víða í þjóðsögum Eftir því sem æfintýrum ýmsum segist frá, einhversstaðar óravegu úti í geimnum blá, vafin fliti og geislaflóði gulli fegri ris höllin, öllum höllum stærri, og heitir Paradís. Gaman er þar og gott að vera, góðum mönnum veitt húsnæði og föt og fæði fyrir ekki neitt, enginn tefcju- og eignaskattur, þvi engir græða þar, og það eru engin útsvör lögð á englaverurnar. Það er viða í þjóSsögum, að þannig sagt er frá: Girðing er um háa höll og lilið eitt mikið á, en það hlið var oftast læst, ef einhver berja tók. Sankti Pétur syndir allra sér í lífsins bók. Af dygðum eiga mætir menn þar minna en búast við. Já, það er ekki allra að koma inn um þetta hlið, þvi ýmislegt, sem menn hér meta mestu heimsins dygð er Pétri og öllum englum drottins örgust viðurstygð. Allir þeir, sem ekki komast inn i Paradís, þeir reika út í auðnina, þar er þeim staður vís. Kölski leiðir opnum örmum inn í sína bygð alla menn, sem mælast eiga meiri synd en dygð. En hart eru menn þar heldur leiknir, húsaleiga dýr, í geymsluskúr við skrínukost þar skrattinn sjálfur býr, allir tapa, allir græða, alt fer sama veg, aukinn tekju- og eignaskattur, útsvör voðaleg.— Þetta segja þjóðsögurnar, en þeir eru nú til, sem þykjast kunna á þessu máli þrefalt betri skil, þeir segja að þessir syndarar, er sviku dygðagjörð, iséu aðeins endursendir ofan á vora jörð. Böðvar frá Hnífsdal. ÞJÓÐBANDALAGINU VINST VEL A Síðastliðna viku voru horfurnar Norðurálfufriðnum viðvíkjandi, alt annað en glwsilegar; hafði Jugo- slavia borið opinberlega fram þung- ar sakir á Ungverjaland og kært hina ungversku þjóð um samsæri í tilefni af morði Aléxanders kon- ungs; var um hríð helzt ekki ann- að fyrirsjáanlegt en að alt mundi fara í bál og brand á Balkanskaga. Nú hefír Þjóðabandalagið þó borið gæfu til þess að afstýra vandræð- um, með því að aðiljar hafa fallist á sáttagrundvöll þann, er það lagði. Er mælt að hinn spaki innsiglis- vörður brezku stjórnarinnar, An- thony Eden, hafi átt sinn drjúga þátt i því hve giftusamlega réðist fram úr vandamálum þessum. RÁÐGJAFAFUNDUR t REGINA Ákveðið hefir verið að ráðg^afar Vesturfylkjanna þriggja, Alberta, Manitoba og Saskatchewan, mæti á fundi, er haldinn skal í Regina í jólavikunni, til þess að ræða um endurgræðslutilraunir þær, er Hon. John Bracken hefir átt frumkvæði að, og sambandsstjórnin hefir að miklu Ieyti heitið stuðningi. The Singing Bird By Helen Swinburne. I had lilies, fresh and fair, And many a coloured blossom rare, All for the gathering; I listened to the gentle stir Of living things^ I heard the whir Of birds upon the wing; In truth, I loved my garden gay, And yet — I fled away. I went, with nothing in my hand, Thinking of finding a pleasant land With trees and flowing streams; Wandering far, I weary grew And fell to sleep, nor ever knew Shattered would be my dreams. I woke in a deserted place — Trembling — I hid my face. Blinding and fierce the sun rode high, Intense and hlue was the unveiled sky, I turned to seek for shade And beheld a tree with flowerets small, I watched some tiny petals fall Upon the ground — to fade; Beneath its boughs, with blossoms dressed, I found a place' to rest. There I abode, too tired to roam, Lost was the pathway leading home, And thus I worked and strove To water, and to tend my tree— Hoping its ruddy fruits to see— Alas, it never throve; Gnawed and cankered were its roots, And bitter were its fruits. Lingering was the bitter ^taste, And lonely the deserted waste, I longed for life again. Öne day I paused—could I have heard The soulful singing of a bird? My heart forgot its pain; The bird flew nigh—I listened long To the music of his song. And, from the branches overhead Where wizened little fruits hung dead, He sang, upon the morrow; And, day by day, he fluttered near, I heard him singing, argent-clear, To charm away my sorrow, Bringing an echo from above To fill my soul with love. GAMALT ÖL í Nordhingen í Bayern var nýlega verið að grafa og komu menn þá niður á rústir af bóndabæ, sem ætl- að er að sé 3500 ára gamall. Meðal annara muna, sem þar fundust, voru nokkrar leirkrúsir, sem notaðar höfðu verið til ölbruggunar. Sást það á korni og geri, sem í þeim var. Þetta þykir merkilegur fund- ur, þvi að menn hugðu áður að öl- gerð hefði ekki verið til svo snemma á öldum. Kirkjudeilari í Mexico harðnar stöðugt. Kirkjudeilan í Mexico harðnar stöðugt. t landshlutanum Yucatan hefir stjórnin látið loka öllum kirkj- um, en þar höfðu undanfarnar vik- ur verið hafðir lögregluþjónar á verði við allar guðsþjónustur. í landshlutanum Pueblo hefir kirkj- unni verið bannað að halda uppi skólum og annari kenslu, og er nú í ráði að ríkið taki alla skóla í sínar hendur. Mótmælenda trúar-söfn- uðir hafa heldur ekki farið varhluta af deilunni, og hefir allviða safnað- arhúsum þeirra verið lokað. REYKJAVIKURBRÉF 10. NÓV. Verzlunin við útlönd. f októberlokin var útflutningur ársins orðinn kr. 37,221,000 en inn- flutningurinn tæpl. þrem milj. kr. hærri, eða 40,093,000. Á þessum árstima í fyrra var verzlunarjöfnuðurinn við útlönd nokkru hagstæðari, þá nam inn- flutningurinn kr. 37,782,000 en út- flutningurinn kr. 39,209,000. En mikið hefir útflutningurinn hækkað meira en innflutningurinn síðustu tvo mánuðina, þvi í ágúst í sumar var útflutningurinn um 25 milj. kr. en innflutningurinn 7. milj. kr. hærri eða um 32. milj. Saltfiskurinn. Alfinn i ár, sem saltaður hefir verið nam um síðustu mánaðamót 61,244 tonnum. Er það um 7 þús. tonnum minna en í fyrra og rúml. 8 þús. tonnum minna en aflahæsta árið, 1930. Fiskbirgðirnar í landinu voru taldar um síðustu mánaðamót. Reyndust þær vera 25,650 tonn, en voru í fyrra 3,500 tonnum minni. Fiskútflutningurinn hefir verið um 8,000 tonnum minni i ár en í fyrra, þar eð aflinn er 7,000 tonn- um minni í ár, en fiskbirgðir 3,5°o tonnum meiri. Nemur sá mismun- ur 10,500 tonnum. En þess er að gæta að fiskibirgðir voru um síð- astliðin áramót um 2,500 tonn um meiri, en um áramótin næstu á und- an, svo útflutningurinn i ár, er þetta 8,000 tonnum minni, en fyrra ár. — Mbl. GULLLÖNDIN. Gjerðár verða tilraunir til þess áð koma í veg fyrir, að hin gull- löndin, eigi síður en Belgía, verði að hverfa frá gullinnlausn. Gull- sending frá Belgiu er nú á leið til Bandaríkjanna. Að undanförnu hefir verið mikil eftirspurn eftir amerískum gjald- miðli í Belgiu, vegna þess að belg- ískt fé er nú sent i stórum stíl til Bandaríkjanna. Hundrað námumenn farast. Frá Shanghai er símað, að 100 námumenn hafi farist við spreng- ingu í kolanámu í Manchukuo. Ur bænum Mr. Búi Thorlacius frá Oak View, Man., kom til borgarinnar á þriðjudaginn í viðskiftaerindum. Mr. John Halldórsson frá Lundar kom til borgarinnar fyrri part vik- unnar. Mr. Óii Anderson frá Baldur, Man., var staddur í borginni á mánudaginn. Mr. G. J. Oleson frá Glenboro kom til borgarinnar á þriðjudags- kvöldið. Dr. Tweed verður i Árborg á fimtudaginn þann 20. þ. m. Dr. Richard Beck, prófessor við háskólann í North Dakota, var staddur í borginni um síðastliðna helgi; kom hann hingað til þess að sitja fund í framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins. Mr. og Mrs. Kristján Kernested frá Husawick, komu til borgarinn- ar i fyrri viku með barn sitt til lækninga. Mr. Pétur Pétursson frá Árnes var staddur i borginni í fyrri viku, og sat ársþing sveitarfélaga sam- bandsins í Manitoba. SAFN AÐARFUNDUR í Fyrsta lúterska söfnuði, verður haldinn í samkomusal kirkjunnar kl. 8 á þriðjudagskvöldið þann 18. þ. m. Liggja þar fyrir til umræðu og úrskurðar, uppástungur um breyt- ingar á grundvallarlögum safnað- arins, auk þess, sem kosið varður í djáknanefnd. Dr. B. J. Brandson, flutti stóf- fróðlegt og skilmerkilegt erindi um “krabbamein”, síðastliðið þriðju- dagskvöld í samkomusal Fyrstu lút- ersku kirkju, að tilstuðlan Karla- klúbbs safnaðarins, við mikla að- sókn. Dr. A. Blöndal hafði fund- arstjórn með höndum. Að loknu erindi var Dr. Brandson greitt þakk- lætisatkvæði, samkvæmt uppástungu J. G. Jóhannssonar, ^kólakennara. Samkoman hófst með bæn, er Dr. B. B. Jónsson flutti. Þessi ágwti fyrrilestur Dr. Brand- sons á erindi til allra manna, og með það fyrir augum mun Lögberg leitast við að birta hann i íslenzkri þýðingu á næstunni. Skrautmunabúð þeirra Thorlak- son and Baldwin verður opin til klukkan 10 á kvöldin fram að jólum. Maple Leaf Almariak fyrir árið 1935, er nýkomið á markaðinn. Út- gefandi S. B. Benediktsson. Verð 25C. Almanak þetta sver sig mjög í ætt til fyrri rita höfundar. Hvalur kastar skipi í loft upp. • Hvalveiðaskip kom til hafnar i Nýja Sjálandi nýlega, og hafði furðulega sögu að segja. Hvalveiða- mönnum hafði tekist að festa skutl- inum í stórhveli, en í fjörbrotun- um lenti hvalurinn undir skipið, og kastaði því í loft upp, en það kom þó niður á réttum kili. Við þetta sprakk sprengja, og varð einum manni að bana, en hvalveiðamenn vissu ekki til að orðið hefði annað tjón, fyr en þeir urðu þess varir að talsvert vatn var komið i skipið, og var þá haldið til hafnar með svo miklum hraða sem unt var, og stór- hvelinu slept.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.