Lögberg - 13.12.1934, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1934.
Flugferðir yfir Atlants
haf
/ tímaritinu “The National Geo-
graphic Magazinebirtis't nýlega
frásögn frú Lindbcrgh um hina
löngu flugferð þeirra hjóna í fyrra,
og hefir Lindbergh sjálfur skrifað
formála. Birtist hér formálinn, og
kafli úr ferðasógunni, frá því er
þau hjónin lögðu á stað frá Labra-
dor og þangað til þau komu til
Kaupmannahafnar.
Formáli Lindberghs.
Stærsta atriðiÖ í loftsiglingum er
aÖ koma á föstum flugferÖum yfir
úthöfin í sambandi við þær flug-
ferðir sem fyrir eru. En hin mikla
fjarlægð milli landa sunnan við
norðurpól og hinir stuttu vetrardag-
ar hafa tafið fyrir rannsóknunum
um það hvernig eigi að haga flug-
ferðum rpilli Vesturálfu og Norður-
álfu.
En svo miklar framfarir hafa nú
orðið i fluglist, að það er æskilegt
að fastar flugferðir komist á yfir
höfin og mundu þær þegar hafa
stórkostlega þýðingu . Flugferð
okkar yfir norðanvert Atlantshaf
1933. var farin til þess að athuga
flughafnir sem nota mætti á hinum
ýmsu flugleiðum, milli Ameríku og
Evrópu.
Nyrsta leiðin er yfir Grænland
og ísland. Beinasta leiðin er frá
New York yfir Newfoundland til
írlands. Skemsta leiðin yfir sunn-
anvert Atlantshaf er frá Newfound
landi til Azoreyja. Og yfirleitt er
veðrátta betri á flugleið frá Ber-
mudaeyjum til Azoreyja. ÞaS er
syðsta leiðin, sem komið getur til
greina að flugvélar fari milli
Bandaríkja og Norðurálfu. Aðal-
leiðin til Suður-Ameriku mun verða
um Afríku.
Það er eftirtektarvert að þar sem
styst er milli landa, þar er veðrátt-
an verst. Sé athuguð leiðin um
Grænland hefir hún þann kost að á
henni eru margir lendingarstaðir,
þar sem hægt er að hafa bensín-
forða, en upp á móti því vegur vont
tíðarfar. En syðri leiðir hafa aftur
á móti þann ókost hve langt er milli
landa.
Kostnaður við flugið verður að
fást greiddur með flutningsgjöldum.
Þess vegna er það hagkvæmara, að
ekki sé langt á milli bensínstöðva.
Það munar um hverja miluna, og
eftir því sem flugvél verður að taka
meira bensín, því minna getur hún
tekið af flutningi.
Sennilegt er að hægt verði í
framtíðinni að láta bensín á flugvél-
ar úti á hafi. Það er hægt að nota
skip sem lendingarstöð, eða þá flot-
eyju og það er líka hægt að dæla
bensini milli tveggja flugvéla á
flugi. Alt þetta kemur til athug-
unar.
Veðrátta, hafnir, lega hafna, flot-
eyjar — alt þetta og margt annað
þarf að athuga vandlega i sambandi
við það hverjar flugleiðir veröa
heppilegastar og hvaða flugferðir
borga sig bezt. í sambandi við það
verður og að taka tillit til þess hvaða
framfarir i fluglist eru hugsanlegar
á næstu árum. Því að sú flugleið,
sem máske er heppilegust í dag, get-
ur verið orðin óheppileg á morgun.
Ýmsir þeir kostir við flugleiðir,
sem nú koma til greina, geta aS
engu orðið þegar flugvélar eru
orðnar hraðfleygari og geta farið
lengri leið í einni lotu. Sama er
hver Ieið er valin upp á það, að
hægt er að halda uppi reglubundn-
um flugferðum. Það er ekki lengur
neitt efamál hvort þær sé að halda
uppi samgöngum í lofti yfir At-
lantshaf, heldur er spurningin sú
hver leiðin sé heppilegust nú og í
framtíðinni.
Þegar vér bjuggum okkur út í
flugferðina var tvenns aS gæta, að
hafa þann útbúnað, sem nauðsyn-
legur var, þótt ekkert óvænt kæmi
fvrir, og útbúnað sem var nauðsyn-
legur ef við þyrftum að nauðlenda.
Og þar kom þá aftur tvent tilgreina,
útbúnaður, sem var nauðsynlegur
á sjó og við nauðlendingu á landi.
Flugvél okkar, Tingmissartoq
var hin sama sem við höfum flogið
í margar ferðir um Bandaríkin og j
til Kína og Japan 1931. Hún var
smíSuð í Kaliforníu 1929. Til var-
úðar, ef við skyldum þurfa að
setjast á sjó, fluttum við með okk-
ur togleðurbát með litlu segli, vatns-
helt loftskeytatæki, átta gallón af
vatni, matvæli til nokkurra vikna,
sextant og ýms önnur áhöld og
fatnað. Ef ekki var vitlaust veður
hefðum við getað yfirgefið flug-
vélina út í sjó og getað verið mánuS
úti, að minsta kosti.
Erfiðast var um útbúnað, ef svo
skyldi fara að við yrðum að lenda
uppi á miðjum Grænlandsjökli, en
við vorum þó undir það búin að
ganga yfir hálfan jökulinn, ef svo
færi. í þeim tilgangi höfðum við
meS okkur sleða, þrúgur, matvæli
til sex vikna, hlýjan fatnað og ým-
islegt annað. Við höfðum einnig
meðferðis byssu og veiðarfæri, tjald
og matreiðsluáhöld og hefðum því
getað lifað góðu lífi tímum saman
þar sem einhverjar veiðar var að
fá.
Alls fluttum við meS okkur nokk-
ur hundruð muni. Við vorum ein-
ráðin í því að forðast nauðlending-
ar, en við vorum líka undir það bú-
in að lenda hvar sem væri.
Ferðasaga frú E. Lindbergh
Við höfðum flogið þrjár klukku-
stundir frá Labrador þegar við sá-
um fyrst Grænlandsjökla. AS baki
okkar huldi öldumynduð þoka haf-
flötinn, en fram undan blasti við
blátt haf og heiður himin og —
Grænlandsjöklar.
Fyrst sáum við aðeins tindana,
eins og hvíta skýhnoðra á lofti. Síð-
an sáum við bláleita rönd, líkasta
sög, og er nær dró, sáum við jökul-
bunguna og skriðjökla, sem teygð-
ust frá henni, eins langt og augað
eygði. Við flugum hátt. Undir
okkur stafaði á nokkra ísjaka, eins
og hvit segl. En fjöllin voru eins
og himinhár veggur fram undan.
Nú fórum viö að sjá láglendið við
rætur fjallanna. Hrjóstruga strönd
og ótal firði og eyjar. — Hvergi
virtist neinn gróður. Það var ekki
fyr en við vorum komin mjög nærri
að viS sáum líkt og grænar mosa-
breiður hingað og þangað í hinum
djúpu dölum.
Godthaab er í einum þessum dal
og stendur við höfn, sem er eins og
hálfmáni í lögun. Hið litla þorp
sýndist enn minna en það er, vegna
fjallanna í kring. Við lentum þar
’fvrir utan og lögðumst við akkeri
og síðan dró danskur vélbátur okk-
ur inn á höfnina. Og um leið var
skotið þrem fallbyssuskotum til að
fagna okkur.
Húðnökkvar flyktust um okkur
og áttu auðvelt að fylgjast með, því
að þeir flugu eins og pílur yfir sjó-
inn.
Okkur virtist þorpið, húsin með
hinum skæru litum, líkjast húsum,
sem börn byggja sér til gamans
Rauð kirkja með hvítum gluggum,
grænt hús með gulum gluggum, gult
hús með grænum gluggum og uppi
á kletti fagurrautt hús með grænni
hurð.
Niður við höfnina var f jöldi fólks
í litklæðum. Þegar nær kom sáum
við að kvenfólkið var í sunnudaga-
búningi, háum, rauðum stígvélum,
ljósum treyjum og með háar prjóna
húfur. ,
Um leið og við gengum á land var
okkur tekið með fagnaðarópum og
siðan fylgdi allur skarinn okkur
heim að bústað sýslumanns. Þar
hittum við Kommandör Dam, full-
trúa grænlenzku stjórnarinnar, sem
síðar veitti okkur mikla aðstoð við
flug okkar á Grænlandi.
Daginn eftir skoðuðum við þorp-
ið. Það sýndist nú stórt á móts við
Hebron (á Labrador) og almenn
vellíðan þar. Húsin eru vel bygð
og vel máluð og hjá sumum er ofur-
lítill garður. Krambúð og vöru-
geymsluhús, kirkja, sjúkrahús og
stór skóli eru helztu byggingarnar.
Grænlendingum, sem við hittum,
virtist öllum líða vel. Þeir voru
hraustir og kátir og í sparifötum
sínum. Því að nú var sunnudagur.
Húðkeiparnir stóðu uppi í fjöru
og fiskur var breiddur til þerris á
báta á hvolfi. ,
Við sáum nokkra Eskimóakofa,
bygða úr grjóti og torfi. En á
þeim voru glergluggar og í einum
þeirra sá eg blóm í pjáturdós, nál,
tvinna og kaffibolla. Rétt hjá þess-
um kofa var Grænlendingur að
byggja sér fallegt timburhús. Og
hann hafði leyfi til að vinna að því
þótt sunnudagur væri.
Niðri í grænum dal voru nokkr-
ir ungir Grænlendingar i knatt-
spyrnu og furðaði mig -á því, að
þeir skyldu geta sparkaö knettin-
um, þar sem þeir voru allir á mjúk-
um selskinnsskóm.
Við komum að kirkjunni þegar
messa var að hefjast. Grænlending-
ar attreymdu að úr öllum áttum,
komu hlaupandi ofan kletta eða
gangandi upp bratta stigu.
Konurnar voru nú með stóra og
marglita perlukraga á öxlum og
náðu þeir nær niður að mitti. Litlar
stúlkur voru eins búnar, en karl-
menn og drengir voru i blússum,
aðallega bláum.
Blátt, grænt og rautt blandaðist
saman fyrir framan kirkjuna. Svo
voru kirkjudyrnar opnaðar og
klukku hringt. Það verður ys og
þys og hávaði og allur hinn skraut-
klæddi hópur ryðst inn í kirkjuna.
Seinust verður gömul kona, mögur
og bogin, en vel klædd, og lítill
drengur á hækjum. Dyrnar lokast
á eftir þeim og um stund er þögn.
'Svo heyrist líkt og úr fjarlægð,
raddir ofnar saman í örugg hljóm-
tengsl — hreinir tónar gamals
sálriialags.
Við heyrðum fólkið aftur syngja
um kvöldið í skólanum, “vélbáts-
sönginn’’ með mótorskellum “Shoo,
shoo, shoo,” sem viðkvæði, “hvala-
sönginn” (“Báturinn kemur með
hval”) og var það auðvitað sungið
á grænlenzku og dansað var eftir
hljóðfallinu.
Eg bjóst við því að fá að sjá
nýja þjóðdansa, en brá í brún þeg-
ar tveir gamlir menn með fiðlur,
settust niður, og byrjuðu á hopsa.
Karlmenn og stúlkur skiftust því
næst f raðir og fóru að dansa gamla
enska sveitadansa. Mér var sagt
að skozkir hvalveiðamenn hefði
kent þeim dansana. En Grænlend-
ingar dansa þá af meira fjöri og
ekki jafn reglulega. líkt og börn í
leik.
Og svo var aukaskemtun, eins og
alt af: gamall maður, sem hamaðist
og stappaði meira en nokkur annar,
fetti sig og bretti allavega, svo að
fólkið æpti af fögnuði. Það var
einn af þessum dásamlegu rriönnum,
sem eru í hverjum þjóðflokki,
mönnum, sem kunna að setja gleði-
brag á lífið.
Þótt einhver dans byrjaði ósköp
hæversklega, endaði hann jafnan í
einni bendu, hávaða og hlátri. En
alt í einu var dansinum hætt. Þög-
ult og feimið gekk fólkið út í kulda-
lega þokuna, og leiddist niður
brekkuna. Mér var sagt að stúlk-
urnar yrðu að fara snemma að hátta
því þær yrðu að fara snemma á
fætur til vinnu sinnar, kolavinnu,
hafnarvinnu og vegavinnu.
Karlmennirnir geta ekki verið
þektir fyrir að vinna í landi. Þeir
eiga að veiða og fiska.,
Þetta reyndist rétt, því að morg-
uninn eftir er við lögðum á stað,
voru allar konur f verkafötum sín-
um og voru að afferma skip hjá
vörugeymsluhúsinu. Þegar “Jelling”
(skipið, sem var þeim hjónum til
aðstoðar) þeytti eimpípu sína f
kveðjuskyni, hlupu allar konurnar
frá vinnu og upp á háan klett, til
þess að horfa á burtför okkar. Og
þarna stóðu þær og veifuðu þang-
að til við flugum á stað, áleiðis til
Holsteinsborgar.
Það var þoka í Godthaab, þegar
við fórum þaðan, lág þoka, sem
náði út að ystu skerjum. En inn
yfir landinu var skólskin.
Við flugum inn eftir firði upp
undir jökul, svo norður yfir ísfylta
fjörðu og langa fjallarana, yfir
skriðjökla og um stund yfir sjálf-
an landjökulinn, þangað til við kom-
um að Hobbs-sitöð. Við flugum
hring yfir henni, fáefnum kofum í
fjarðarbotni inn undir jökli, og
siðan stefndum við til strandar. Þar
sáum við húsaþyrpingu við fjarð-
armynni og settumst þar, fjórum
klukkustudum eftir að við fórum
frá Godthaab. Þetta hlýtur að vera
Holsteinsborg, hugsuðum við. Það
eru svo fá þorp á Grænlandi, að
varla er hægt að villast á þeim.
Nokkrir Grænlendingar komu ró-
andi á móti okkur.
“Holsteinsborg?” kölluðum við.
“Holsteinsborg ?”
Þeir hristu höfuðið og bentu í
norðvestur. Við höfðum lent hjá
öðru þorpi, margra klukkustunda
róður fyrir sunnan Holsteinsborg
Þegar við fórum að draga upp
akkerið tók einn Grænlendingur-
inn blýant og blað úr vasa sínum,
skrifaði eitthvað á það og rétti það
manni minum. “Holsteinsborg,”
mælti hann brosandi. Við komumst
að því, að þetta var sendibréf til
sýslumannsins þar.
(Framh.)
Frá Edmonton
3. des., 1934.
Herra ritstjóri:—
Tíðarfarið hér síðastliðið sumar
var mjög umhleypingasamt: of
miklir hitar og þurkar í Suður-
Alberta, svo of mikið votviðri í
norður parti fylkisins. Nokkur
snjór með frosti féll víðasthvar í
Alberta 21. sept., sem gerði ómet-
anlegan skaða á öllum afurðum
bænda. Svo víða er hér mjög erfið-
ur hagur bænda, og þar afleiðandi
líka fyrir allan vinnulýð. í nóvem-
ber var góð tíð, þar til seinustu
dagana í mánuðinum, þá snjóaði aft-
ur með talsverðu frosti. Það má
búast við að þessi snjór, sá sestur
að hjá okkur til vorsins.
Flestir af löndum hér munu hafa
hlustað á söng íslenzka karlakórs-
ins í útvarpið í Winnipeg 18. sept.
s. 1. Það leyndi sér ekki að í þeim
söngflokk er ágætt söngfólk og æfð-
ar raddir. Mesta aðdáun vakti
söngur þeirra Mrs. B. H. Olson og
Paul Bardal. Margir hafa látið það
í Ijós, að þeir hafi orðið fyrir von-
brigðum, að fá ekki að heyra meira
af íslenzkum lögum, sem flestir
kunna. Mest þótti varið í “Fóstur
landsins Freyja.” Það heyrðist
mjög skýrt. Það getur hafa verið
fyrir það, að allir kannast við það
og kunna. Eins og aðrir hafa hent
á áður, þá finst okkur að lögin,
sem sungin voru, hafi verið rniður
vel valin. Að þar skyldi ekki vera
á söngskránni Jofsöngur íslendinga
“Ó Guð.vors lands,” sem lætur svo
yndislega vel í íslenzkum eyrum, er
ekki vel skiljanlegt. Það lag hefði
átt að vera sjálfkjörið, við þetta
tækifæri. Alt fyrir það, eru víst
allir hér söngflokknum þakklátir,
og vilja þakka þeim fyrir skemtun-
ina. Við vonumst eftir að fá að
heyra þá aftur, og þá að fá að heyra
fleira af okkar ágætu og velþektu
lögum.
Nýlega hafa flutt sig til borgar-
innar þau hjónin Mr. og Mrs. O. T.
Johnson, sem hafa átt heima í
Minneapolis um nokkur undanfar-
in ár. Mr. O. T. Johnson er kunn-
ur flestum íslendingum frá rit-
stjórnartíð hans við Heimskringlu,
sem ágætur rithöfundur og skáld.
Hann hefir á seinni tíð gefið sig
mikið við að þýða ensk rit og bæk-
ur á íslenzku, og eru margar af þeim
bókum komnar út, sem hafa verið
prentaðar í New York. ,
íslenzka félagið “Norðurljós”
heldur. fund tvisvar í mánuði, og
má telja að þeir séu heldur vel sótt-
ir. Fundir eru haldnir í samkomu-
sal, sem Mr. John Johnson á, og
hefir hann sýnt okkur þann höfð-
ingsskap, að láta okkur halda þar
fundi, nærri því endurgjaldslaust.
Hefir þetta drenglyndi hans verið
stórhjálp, og greitt götu þessa fá-
menna félagsskapar. Ekki hefir
okkur orðið mikið ágengt ennþá, i
því að veita unglingum tilsögn í ís-
lenzku, því engir hafa ennþá gefið
sig fram sem æski þess. Nú er
ekkert því til fyrirstöðu, að þeir
sem kunna að hafa löngun til að
læra móðurmál sitt, geti fengið
tækifæri til þess. Eg er sannfærð-
ur um að Mr. O. T. Johnson mundi
telja það sér ánægjuefni að geta
orðið þar hjálplegur. Bæði Mr. og
Mrs. O. T. Johnson eru nú með-
limir í félaginu “Norðurljós.” Telj-
um við félagsmenn það okkur mik-
inn liðsauka, og vonumst eftir miklu
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551
gagni úr þeirri átt fyrir félagsskap
okkar. Mr. O. T. Johnson heilsaði
okkur á seinasta fundi, með gagn-
orðu kvæði, sem eg læt fylgja þess-
um línum, og óska að fái rúm i
Lögbergi. Mér finst þetta kvæði
eiga erindi til fleiri Islendinga en
okkar, meðlima “Norðurljóss.”
í nýafstöðnum bæjarkosningum
hér í Edmonton, varð útkoman lík
og í Winnipeg. J. A. Clark, lög-
maður, sótti um bæjarstjóraembætt-
ið, undir merkjum óháða verka-
mannaflokksins, og náði kosningu,
með talsverðum meirihluta at-
kvæða.
Mr. Clark var hér bæjarstjóri i
tvö ár, kringum 1920. Síðan hefir
hann sótt um embætti í öllum bæj-
arstjórnarkosningum, ýmist fyrir
bæjarstjóra eða öldurmann, en alt
af beðið ósigur þar til nú. Mörgum
umbótum lofaði Mr. Clark kjós-
endum, ef hann yrði kosinn. Hann
lofaði að lækka skatt á almenn-
ingi, sem nú er nær því óbærilegur,
að lækka kaupgjald allra, sem
vinna fyrir bæinn og hafa yfir
$125 á mánuði. Enginn í þjónustu
bæjarins skyldi hafa nema einn
launaðan starfa. ,
Sama dag og Mr. Clark var sett-
ur í embætti sem bæjarstjóri af-
salaði hann sér $500 af árskaupi
sínu, og óskaði eftir að aðrir, sem
væru í þjónustu bæjarins, og hefðu
yfir $125 í kaup á mánuði, lækk-
uðu laun sín af frjálsum vilja, til-
LÆKNIR GEFUR RÁÐ
TIL AÐ VERJAST KVEFI
Merkur læknir hefir sagt atS 83% af
öllum manneskjum I landinu þjáist af
kvefi. Hann segir að helzta ráðið til að
verjast því, sé að auka mötstöðuaflið
I lfkamanum.
NtlGA-TONE hefir reynst afbragð til
þess að byggja upp heilsuna. ]7að nær
til hinna veiku líffæra. Gefur þeim
kraft til þess að losna við eitrunina,
sem orsakar veikindin. Nú er timi fyrir
þig að styrkja líkamann. Notið NUGA-
TONE f nokkra daga og takið eftir
breytingunni. Selt og ábyrgst af öll-
um lyfsölum. Peningum yðar skilað
aftur ef þér eruð ekki ánægðir. Mán.
aðarforði fyrir eflnn dollar. Gott á
bragðið og heldur við heilsunni.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL, bezta
lyfið, 50c.
tölulega við það, sem hann hafði
lækkað sín eigin laun.
Það er of snemt að spá nokkru
um það hvað Mr. Clark verður á-
gengt með að uppfylla öll loforð
sín. En allur fjöldinn af fólki,
vonast eftir þvi, að hann geri alt,
sem hann getur til að bæta hag bæj-
arins.
S. Gudmundson.
EINI AUÐURINN. ■
Gættu þess um gefið skeið,
gnægð af auð þó safnir,
þegar endar æfileið
allir sofna jafnir.
Helga mál og muna þinn
mannúð bræðralagsins;
það er eini auðurinn
eftir starfið dagsins.
M. Markússon.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Arras, B. C
Amaranth, Man B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota....
Bellingham, Wash
Belmont, Man
Blaine, Wash
Bredenbury, Sask
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota... «
Churchbridge, Sask.. ..
Cypress River, Man.. .. <
Dafoe, Sask J. G. Stephanson
Darwin, P.O., Man. ..
Edinburg, N. Dakota..
Elfros, Sask
Garðar, N. Dakota....
Gerald, Sask
Geysir, Man .x...
Gimli, Man
Glenboro, Man
! Hallson, N. Dakota ...
Hayland, P.O., Man. ..
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota
Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man ;
Markerville, Alta
Minneota, Mirm
Mountain, N. Dak S. J. Hallgrimson
Mozart, S&sk
Oak Point, Man
Oakview, Man
Otto, Man. „
Point Roberts, Wash.. .
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash
Selkirk, Man
Siglunes, P.O., Man. .
Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
Swan River, Man
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota....
Vancouver, B.C
Víðir, Man
Vogar, Man
Westbourne, Man
Winnipegosis, Man.. ..
Wynyard, Sask