Lögberg - 13.12.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.12.1934, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 13. DEJSEMBEB, 1934. 3 Björg C. Þorlákson Eftir Sigurð Nordal. Björg C. Þorlákson: Ljóðmceli. Reykjavík, 1934. Isafoldarprent- smiðja. Frú Björg C. Þorlákson var kunnust almenningi á íslandi fyrir þýÖingar sínar úr erlendum mál- um, bækur sínar um mataræÖi og útvarpserindi sín.—Margar af þýÖ- ingum hennar hafa náð alþýðuhylli, t. d. bækur Selmu Lagerlöf og Insta þráin, eftir Jóhann Bojer, enda var hún vönd i bókavali og rit- aði lipurt mál og eðlilegt. Um kenn- ingar hennar um mataræði er eg ekki bær að dæma, en enginn efi er á því, að þær hafa vakið fjölda manna til umhugsunar um mikið og merkilegt vandamál. Þó að ekki lægi annað eftir hana en það, sem nú hefir verið nefnt, mundi það vera nægilegt til þess, að nafn hennar yrði lengi í minnum haft. En ekkert af þessu, né heldur grein- ar hennar í íslenzk og erlend blöð og tímarit, var annað en hjá verk. Um margra ára skeið vann hún með manni sínum, dr. Sigfúsi Blöndal, að hinni miklu íslenzku- dönsku orðabók, og var það ekki lítill skerf- ur, sem hún lagði til framkvæmdar þess verks á ýmsan hátt. En það var ekki fyr en að því verki loknu, þegar hún fékk styrk Hannesar Árnasonar 46 ára gömul, sem hún gat farið að gefa sig að þeim vís- indum, sem hugur hennar lengi hafði staðið til, sálarfræði og líf- eðlisfræði. Flestir menn eru farnir að stirðna til náms nýrra fræða á þeim aldri. En frú Björg fékk þá fyrst tækifæri til þess að sýna, hví- líkum hæfileikum hún var gædd. Hún hlaut doktorsnafnbót frá Parísarháskóla fyrir rit sitt um hinn lífeðlisfræðilega grundvöll eðlishvatanna (1926) og sýndi með því, hve föstum tökum hún hafði tekið rannsóknarefni sitt. En sjálf leit hún jafnan á það rit sem undir- búning einap fyrir frekari rann- sóknir og hélt þeim ótrauðlega á- fram til dauðadags. Mun mikið liggja eftir hana, sem enn er óprent- að, og má búast við, að í þeim rit- um sé sumt af frumlegustu athug- unum hennar. En þeim, sem nánust kynni höfðu af dr. Björgu, fanst ef til vill enn meir til um dugnað hennar og sál- arþrek en gáfur hennar og lærdóm. Frá því á unga aldri hafði hún átt við erfiðan sjúkdóm að etja, brjóst- veiki, sem um eitt skeið var að því kominn að yfirbuga hana að fullu. Hún gat haldið þeim sjúkdómi i skef jum með stakri varúð og þraut- seigju, en um fullan bata var aldrei að ræða. Við þetta bættist annar ó- læknandi sjúkdómur, krabbamein í brjósti, sem hún gekk með nokkur síðustu árin, sem hún lifði, og að lokum varð banamein hennar. En henni var léð sú líkn með þrautun- um, að halda jafnan miklu af starfs- kröftum sínum, og það hagnýtti hún sér út í æsar. Líkaminn var mark aður geirsoddi dauðans, taugarnar voru orðnar svo veiklaðar af lang- varandi veikindum, að hún þurfti á öllu þreki sínu að halda til þess að hafa stjórn á þeim. En hugs- unin var skýr og lifandi, og það var eins og hugur hennar til starfa hefði aldrei verið rikari. Engum þeim, sem kyntist henni á þessum síðustu árum, gat* blandast hugur um, að hún var í raun og sannleika mikil- menni. Því verður að vísu ekki neitað, að þrátt fyrir alt, sem eftir dr. Björgu liggur, þá fóru hæfi- leikar hennar i mola, eins og flestra íslendinga. ,En eg held það sé ekk- ert skrum, að ef hún hefði notið sæmilegrar heilsu og fengið í tirna að beina öllum kröftum sínum að einu marki, sem henni hefði verið að skapi, þá mundi hún hafa getað af- rekað miklu, og það á ýmsum svið- um. Hún var ekki einungis hneigð til bóknáms og íhugana, heldur var hún bæði hagsýn og djörf til fram- kvæmda og einn hinn mesti mála- fylgjumaður, þegar á þurfti að halda, einbeitt og lagin í senn. Það mátti segja, að vit og vilji væri henni hvorttveggija jafnvel gefið. Og hún var hugsjónamaður að eðl- isfari og vildi í hvívetna láta gott af sér leiða. í Ljóðmælum hennar, sem munu hafa verið fullbúin til prentunar nokkrum mánuðum áöur en hún lézt, en henni sjálfri auðnaðist ekki að sjá gefin út, kemur fram nýr þáttur í ritstörfum hennar, sem fá- um var áður kunnugt um. Þó að eg þekti hana allvel um nærri þrjá tíu ára skeið og hefði séð ýmislegt af skáldskapartilraunum hennar í sundurlausu máli, flest á dönsku, hafði eg ekki séð eftir hana nema eitt smákvæði, og það er ekki í bók- inni. Enda munu þessi ljóðmæli flest vera frá síðustu æfiárum hennar. Eg skal játa það, að eg opnaði þessa bók með talsverðum ugg. Leikrit það, sem hún gaf út fyrir nokkrum árum, var að flestu leyti mishepnað verk. Og mér hafði jafnan fundist að verulegt listfengi væri henni miður gefið en flest annað. Því er heldur ekki að neita, að þessum ljóðmælum er í mörgu ábótavant frá skáldskaparlegu sjón- armiði. Formið er viðvaningslegt, kveðandi víða stirð, áherslur stund- um rangar og meðferð málsins á- fátt. Og það kemur alstaðar í ljós, að höfundinum er tamara að láta hugsanir sínar í ljós með hinu al- menna og alhæfa orðalagi heimspek- ingsins, en að velja þeim að búningi hlutstæð orðatiltæki og líkingar, sem bregði upp skýrum myndum. — Samt sem áður á eg bágt með að trúa því, að nokkur sá, sem les þessi ljóðmæli með alúð og skiln- ingi, verði ekki snortinn af þeim og það rneir en ýmsu öðru, sem miklu betur er ort. Þau eru þrungin af reynslu, sem er ekki hversdagsleg, andlegri baráttu og leit, sársauka og vonbrigðum, sigrum og gleði. Þau eru ort af innri þörf; það er ekki andagiftin, sem brestur, eins og hjá mörgum leiknum hagyrðingi, held- ur tökin á því að klæða hana í rétt orð. Það er eins og stundum muni ekki nema hársbreidd, að þetta sé mikill skáldskapur. Þessi kvæði gefa hverjum þeim, sem vill kynnast hinu torvelda sambandi milli skáld- legs innblásturs og hæfileikans að láta hann í ljós, svo að aðrir njóti hans, tilefni margvíslegra athug- ana og lærdóms. En auk þessa — og það er frá mínu sjónarmiði ekki minna virði —bregða þessi ljóðmæli margvís- Iegu Ijósi á persónulegt líf mikillar og merkrar konu, sem önnur rit- störf hennar gefa litla eða enga hug- mynd um. Þau eru í raun og veru full af djörfum og hreinskilnum skriftamálum um tilfinningalíf, hennar og “instu þrá.” Átakan- legt er t. d. kvæðið. Orðabókinni rniklu lokið, eftir 20 ára starf : Ó, f jötrarnir hrundu, sem ár eftir ár í álögum sálu mína bundu! og læstu í huga mér frostnótta tár, sem feldu hrím á unga gróðrarlundu Ó, þrautirnar unnar, sem skapanorn mér skóg, er skráfesti’ hún urðarrúnir mínar! Þó orðabókin þegi um anda míns óp, um aldir þögul ber hún minjar sínar. Und ösku var falinn minn f jörneisti klár of felhellu, er andans glóðir svæfði. Og tíminn og gleymskan að verki voru um ár,—' eg vissi ei lengur, hvort mér frelsið hæfði. Sem vorsól úr hrími fær vakið daggtár nótt, svo vermir hug og frjóvgar neisti hulinn. —Hann lífglóðum örþyrstum anda vekur þrótt, unz aftur lifnar gróður sálar dulinn. Sum af ástarkvæðunum í bókinni, t. d. Skot og ást ogFaðmlag, verða nianni lika minnisstæð, þó að eg hirði ekki um að birta sýnishorn af þeim hér. Og þessi barnlausa kona yrkir langt kvæði, sem heitir Móð- urljóð, og lifir þar í ímyndun sinni þær tilfinningar, sem “veruleikinn” neitaði henni - um. En mikið af skálskap allra tíma er um það, sem aldrei var, og er þó veruleiki á sinn hátt: Hvad du föler, tænker, dig jo lykken skænker, det er virkeligt, det lever du. Þá kemur víða fram í kvæðun- um tilhneigingin að glíma við síð- ustu rök tilverunnar og fá í augna- bliks djúpsýn þann skilning lífsins, sem engin vísindi geta veitt. Eg skal ekki dæma um, hversu langt höfundurinn hefir komist á þessum óravegum, því að það er ekki nema snillingum gefið að veita öðrum mönnum hlutdeild í slikri reynslu. Margir menn kunna á beztu stund- um sínum að komast upp í sjöunda himin, Though they come back and cannot tell the world, eins og Browning segir. En eg vil benda á kvæði eins og Spurning og Draumur, og þó einkum það síðar- nefnda, sem dæmi þessarar viðleitni: Duftsins ár og aldir hverfa, efnishugsun þver. —Nakta sál að himins herja hæsta veldi ber. Þá eru ennfremur í bókinni kvæði, er lýsa hug höfundarins til íslands og íslendinga, langt kvæði um París, ádeilukvæði o. s. frv. Og að bókarlokum er eins konar leikrit i Ijóðum, Jólanóttin, táknræn mynd, er sýni baráttu andstæðra eiginda mannssálarinnar í nútíð eigi síður en fortíð.” Llöfundur þessara ljóðmæla hef- ir sjálfsagt aldrei hugsað sér að keppa með þeim um neinn sess á skáldabekk. Því getum vér dæmt bókina fremur eftir því, sem hún hefir til að bera, en hinu, sem á skortir. Enginn mun taka þessi kvæði sér til fyrirmyndar sem lista- verk. En hins mætti óska mörg- um skáldum, að þau hefðu jafnauð- uga reynslu og f jölbreytt sálarlif til brunns að bera í ljóðum sínum. Sigurður Nordal. —Mbl. Jarðskjálftasjóður Áður auglýst........$1,152.69 Safnað af Árna Bjórnsson, Reykjavík, Man. Mr. og Mrs. A. Pálsson, $1.00; Mr. og Mrs. A. B. Johnson $100; Mr. Árni Björnsson $1.00; Mrs. V. J. Erlendson $1.00; Sigurðssons systkini 50C; Mr. og Mrs. G. Kjart- anson $1.00; Mr. og Mrs. S. Kjart- ansson 25C; Mr. og Mrs. R. Larson 25C; Mr. Gordon Thordarson 25C; Mr. og Mrs. I. Gíslason $1.00. AIls ............$7.25 Safnað aftslendingafélaginu “Vík- ingur” í San Diego og National City, California, Mr. Guðm. Eiríksson, Nat. City, $i.oo;Ingibjörg Goodmanson, Nat. City, $1.00; Mr. og Mrs. Njáll Kristjánsson, Nat. City, $1.00; Mr. og Mrs. Steini Kristjánsson, Nat. City, $1.00; Mr. og Mrs. Lúlli Kristjánsson, Nat. City, $1.00; Mr. Siggi Kristjánsson, Nat. City, 75c; Mrs. Elín Kristjánsson, Nat. City, 25C; Mr. John Vium, Nat. City, $1.00; Miss María Laxdal, Nat. City, 50C; Miss Anna Laxdal, Nat. City, 50C; Mr. og Mrs. Leo Krist- jánsson, Nat. City, $1.00; Mr. John S. Laxdal, Nat. City, $2.00; Mr. og Mrs. Geiri Bogason, San Diego, $1.00; Mr. Helgi Laxdal, Garðar, N. Dak., $1.00; Mrs. Fríða Eiríks- son, San Diego, 50C; Mr. og Mrs. Einar Scheving, San Diego, $1.00; Mr. og Mrs. Eirikur Magnússon, San Diego, 25C; Mr. og Mrs. D. Guðmundsson, San Diego, 25C; Mrs. Lára Golden, San Diego, 25C; Mrs. Óli Kristjánsson, San Diego, 25C; Mrs. Júlía E. Thomas, San Diego, 50C; Mrs. K. Magnússon, San Diego, 50C; Mr. og Mrs. B. K. Guðmundsson, San Diego, 50C; Mr. Páll Guðmundsson, San Diego, $1.00. Alls ..........$18.00 Safnað af S. A. Sigurðsson, Gladstone, Man. Mr. Stephen Anderson, $1.00; Mrs, Oddný Anderson, $1.00; Miss Albina Simpson, $1.00; Miss Dóra (Framh. á bls. 7) PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS cmd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsfmi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsfmi 42 691 Dr. P. H. Tý Thorlakson 205 Medical ArU Bldg. Cor. Gr&hun og Kennedy 8ts. Phonea 21 21$—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 4.30-6 Viðtalstfmi 3—5 e. h. Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba 218 Sherburn St.—Sími 30877 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkar lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœðingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. lslenzkur lögfrœðingur Phone 98 013 604 McINTYRE BLK. Svanhvit Johannesson LL.B. lslenzkur "lögmaður” Viðtalsst.: 609 Mc ARTHUR BG. Portage Ave. (í skrifstofum McMurray & Greschuk) Sfmi 95 030 Heimili: 218 SHERBURN ST. Sfmi 30 877 DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESCRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sfmi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 54^ WINNIPEG Phone Your Orders Dr. Cecil D. McLeod DR. T. GREENBERG Roberts DrugStores Pentist Dentist Limited Royal Bank Building Hours 10 a. m. to 9 p.m. Sargent and Sherbrooke Sts. PHONES: Dependable Druggists Phones 3-6994. Res. 4034-72 Office 36 196 Res. 51 455 Prompt Delivery. Nine Stores Winnipag, Man. Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPTOMETRISTS MASSEUR “Optical Authorities of the West” STRAIN’S LIMITED Optometrlsts 318 Smith Street (Toronto General Trusts Buflding) Tel. 24 552 Winnipegr G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 StmiS og semjiö um samtalsttma BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um tlt- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operatora We specfallze in Permanent Waving, Pinger Waving, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna Tekur aö sér aC ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgS og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ^o°RE’s * LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving HÓTEL t WINNIPEG C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Dovyn Toxon HoteV 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Cotfee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur hústaður i miffbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Ouests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 CorntoaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG - It Pays to Advertise in the “] Lögberg”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.