Lögberg


Lögberg - 13.12.1934, Qupperneq 7

Lögberg - 13.12.1934, Qupperneq 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 13. DEBEMBER, 1934. 7 MINNINGARORÐ Frú Þórunn Jónasson Þegar eg dvaldi vestan hafs sumarið 1918 kyntist eg mörg* um íslendingum, sem unnu Bjarma og málefnum hans af al- hug. Ýmsir þeirra eru horfnir nú út yfir hafiS mikla, en ljúft og skylt er aS minnast þeirra meSan má. Framarlega í þeim hóp voru þær systur Rut Sölvason og Þórunn Jónasson, sem þá dvöldu báSar á Gimli í Manitoba. Frú Rut Sölvason anda'Sist 1929, 85 ára aS aldri, en frú Þórunn Jónasson andaðist 15. desember s. 1. aS heimili dóttur sinnar, frú Sigurjónu Halvorson í Regina, Sask. Hún var fædd 17. des. 1853 í Kolgröf i SkagafirSi. For- eldrar hennar voru Magnús Andrésson, síSar bóndi á Steiná í Svartárdal og kona hans Rannveig GuSmundsdóttir frá Mæli- fellsá. Systkini hennar voru 11, öll dáin nú, voru í þeim hóp: Séra Jón fyrrum prestur á Mælifclli og Rip d. 1929, KonráS bóndi á SvSra-Vatni d. 1910 og Ingibjörg, gift Stefáni Magnús- sýni á Flugu í Vathsdal, dáin fyrir fáum árum. Þórunn Magnúsdóttir var tvígift. Fyrri maSur hennar var Jón Þorsteinsson frá Gilhaga, misti hún hann eftir 5 ára hjóna- band. Þau áttu 3 börn og lifir eitt, Magnús bóndi í grend viS Gull Lake Sask. SíSari maSur hennar var Bjarni Jónasson frá Ási i Vatns- dal (d. 193°) • Þan eignuöust 5 börn, og lifa þær 3 systur. Sigurlaug gift H. Hochett bónda i grend viS Shannavon, Sask. Rannveig, gift SigurSi Sölvasyni verkfræSing í Minnesota og Sigurjóna, gift H. Halvorson, starfsmanni viS barnavernd rik- isins í Regina. Frú Þórunn fluttist vestur um haf áriS 1885 og bjuggu þau hjón um langt skeiS í Hallson-bygS í NorSur Dakota. — Nákunnugur hefir skýrt Bjarma svo frá: Frú Þórunn var framúrskarandi verklagin, iSin og ósérhlífin, ljóSelsk og minn- ug, dýravinur var hún svo, aS hún mátti ekki hlutlaust láta, ef hún vissi um illa meSferS á skepnum. En aSalstyrkur hennar á langri og oft erfiSri æfi var óbifandi trúartraust. Fyrirbænir hennar eru ógleymanlegar börnum hennar og ástvinum, og trúarþrekiS alt, sem þroskaSist því meir, sem líkamskraftar þverruSu. Hinsta stundin varS og í fylsta samræmi viS trú hennar og heimþrá. — I 3 mánuSi var hún mjög lasin og oft þungt haldin, en rúmföst aSeins tvær vikur, en hafSi alt af fulla sálarkrafta og lét skrifa fyrir sig ástúSleg bréf um trúmál, m. a. til hans, sem þetta ritar. Þann 15. des. komu ensk prests- hjón, góSvinir f jölskyldu hennar, aS vitja um hana. Hún virtist ekkert veikari þá en ella, en meSan presturinn var aS flytja bæn viS rúmiS hennar og dóttir hennar hélt í hönd hennar, andaSist hún. - - Ljúft var henni aS kenna litlum dóttur- dætrum sínum íslenzka sálma, og á jólakvöldiS i vetur söng ein þeirra á 6. ári viS rau^t: “Ó, hve dýrSlegt er aS sjá,” en bætti svo viS á eftir á ensku: “Eg er aS syngja fyrir ömmu mína á himnum.” GuS blessi ástvinum frú Þórunnar allar góSu minningarnar sem hún lét þeim eftir. Ý. Á. Gíslason. 2343 Rae St., Regina, Sask. 4. desember, 1934. Herra rifstjóri:— Vissra orsaka vegna hefir lengi dregist aS biSja “Lögberg” aS birta æfiminningu móSur minnar elskulegu er andaSist aS heimili mínu fyrir réttu ári síSan. Nú sendi eg “Bjarma” frá T5. aPr'l s- h °g biS “Lögberg” aS endurprenta “minningarorS” er þar eru rituS af S. A. Gíslasyni. Eg þakka herra Gíslasvni kærlega fvrir hans góSu .orS er hann ritaSi alveg ótilkvaddur og fyrir hans trúarhreystingar bréf og bækur og einnig “Bjarma” sem svo innilega glöddu móSur mina sálugu svo oft. ÞaS var hennar yndi aS ræSa og lesa um kristileg mál og koma öSrum til aS sjá “ljósiS” er lýsti hennar vegi og var hennar stoS. Hún tók mikinn ])átt í safnaSarstarfi á meSan hún gat: var heiSingjatrúboS henni sérstakt áhugamál. Mjög var hún einnig brjóstgóS og hjálpsöm, og kom þaS fram jafnt viS mál- leysingja sem manneskjur, er hún vissi eiga bágt. Drottinn blessi okkur systkinunum minningu okkar góSu móSur, og hjálpi okkur til aS muna og breyta eftir hennar kristilegu áminningum. VirSingarfylst, Jóna Halvorson, Isfisksalan. í fyrradag seldu í Grimsby: Andri 1164 vættir fyrir 1243 sterl.pd., Karlsefni 1546 vætt- ir fyrir 1159 stpd., Hafsteinn 1546 vættir fyrir 1044 stpd., Snorri goSi seldi í Hull 1417 vættir fyrir 1200 stpd., Þórólfur seldi í Cuxhaven 145 smál. fyrir 25,383 ríkismörk, Hannes ráSherra seldi í Weser- munde 138 smál. fyrir 28,703 ríkis- mörk. I gær seldi í Grimsby: Max Pemberton 715 vættir fyrir 726 stpd., Ver 1548 vættir fyrir 1186 stpd., Rán 1202 vættir fyrir 718 stpd., \ enus seldi í Cuxhaven 116 smál. fyrir 25,086 ríkismörk. Veðrið t gœr. Hæg suSaustan og austan átt um alt land, nema á Vest- fjörSúm. Þar var allhvöss norS- austanátt. Rigning um alt land. Mest úrkoma mæld á SíSumúla í BorgarfirSi, 10 mm. og næst á Kirkjubæjarklaustri, 6mm. Hiti frá 2-6 stig.—N. dagbl. 14. nóv. “Skjótt hefir sól brugðið sumri’ Sú átakanlega harmsaga af skip- tapanum hérna á Winnipegosis vatni 18. október siSastliSinn hefir nú víst bori^t víSar en valur flýgur vorlangan dag. tslenzku frétta- blöSin okkar, Lögberg og Heims- kringla hafa bæSi minst á þetta hömulega slys, nú fyrir nokkru síSan. ÞaS væri því ekki nema til þess aS ýfa upp sollin sár skyld- menna og venzlafólks þeirra dánu, ef eg færi aS skrifa um atvikin, sem orkuSu þessum mikla mannskaSa, einkum vegna þess aS nefnd frétta- blöS hafa getiS þeirra atvika áSur; þó get eg þess sem frétta, aS frá þeim degi sem fréttin af þessu slysi barst til bæjarins Winnipegosis, stóS yfir dagstæS leit frá 20. októ- ber til 14. nóvember; um 20 menn tóku þátt i leitinni fyrstu 7 dagana eftir aS þetta skeSi, en frá 28. okt- óber til 14. nóvember leituSu dag- lega 7 menn. Þess skal einnig minst meS hjartanlegu þakklæti til bæjar- stjórans okkar, G. E. Hjálmarsson- ar og meSstjórnarmanna hans, hvaS innilegan og mannúSlegan þátt þeir tóku í nefndu tilfelli, hvaS þessa leit áhrærSi og alt annaS þar aS lútandi. Nú er leitinni lokiS, þvi árstíSin meS allri sinni veSravon hamlar á móti því starfi þetta haust. Nú er vatniS aS leggja undir ís og öll sund lokuS. Þrír af þeim, sem fórust hafa fundist. Þeir eru þess- ír: Kári Vilbert Goodman, Gísli Bjarnason Árnason og enska stúlk- an May Bickel. Mín ætlun meS þessum linum verSur því aSeins sú aS minnast æfiferils Ólafs heitins og hans vandafólks. ViS Ólafur vorum svo lengi samferSamenn í lestaferS lífsins, oft sem bræSur, en ávalt 'sem kunningjar. Nú hafa vegir skiliS; hann hefir nú runniS æfiskeiS sitt til hinzta áfangastaS- ar, en eg er nú bráSum kominn aS skeiSsenda. F. Hjálmarsson. ÆFIMINNING ÓLAFURJÓHANNESSON var fæddur i BlönduhlíS i HörSudal i Dalasýslu á íslandi 20. febrúar 1858: foreldrar hans voru Jóhannes Grímsson og kona hans Herdís SigurSardóttir þá búandi hjón í BlönduhliS. Ólafur var ungur aS árum þegar móSir hans dó, og fáum árum scinna dó faSir hans. Var honum því fremur ókunnugt um ættir sinar, þó sagSi hann mér aS móSir sín hefSi veriS komin af hinni fjölmennu Dunkár-ætt þar i BreiSaf jarSardölum. Fyrstu æskiiár sín ólst Ólafur upp meS foreldrum sinum og tveimur systrum sínum á áöurnefndu heimili; systur hans hétu Dagbjört og Svanhildur. Dagbjört giftist manni, sem Oddur hét, þau bjuggu um langt skeiS þar heima í dölunum. Dagbjört, dáin fvrir fáum árum, þá á niræSis aldri. En Svanhildur dó 18 ára gömul. AS foreldrum sínum dánum ólst hann upp hjá vanda- lausu fólki, þar til hann náSi fullorSins aldri. Ungur vandist hann allri sveitavinnu, og viS sjóróSra var hann fimm vertíSir, þrjár af þeim viS ísafjarSardjúp, en tvær suSur viS Faxaflóa. Frá ættjörS sinni og æskusveit fluttist hann til þessa lands áriS 1882, þá á 24. aldursári. Fyrsta áriS í þessu landi mun hann hafa átt heima í Winnipeg, en þaSan fór hann til North Dakota og vann þar hjá samlöndum sínum og þjóSbræSrum viS akur- yrkju og ýmsa aSra vinnu. VoriS 1887 giftist hann ungfrú ValgerSi GuSmundsdóttur SigurSssonar og konu hans ASal- bjargar Jónsdóttur, sem lengi bjuggu góSu búi á Skálum á Langanesi í NorSur-Þingevjarsýslu, Ólafur og VálgerSur fluttu til bæjarins Grafton í N. Dakota, keyptu bæjarlóS og bygSu þar upp fyrsta heimili sitt; í Grafton bjuggu þau til haustsins 1899; fluttu þaSan búferlum til bæjarins Wjnnipeg- osis í Manitoba og voru þar til haustsins 1900; fluttu þá til íslenzku bygSarinnar á Red Deer Point. Þar var sú bygS aS- eins í byrjun. Þar bjuggu þau til vorsins 1911, stunduSu bæöi kvikfjárrækt og fiskveiSi og búnaSist vel. HingaS til bæjarins fluttu þau áSurnefnt vor, keyptu þrjár bæjarlóSir og bygSu á þeim gott timburhús og aSrar nauSsynlegar byggingar; var þetta heimili þeirra vel hýst og lýsti þrifnaSi húsbændarna úti sem inni. Eftir aS þau fluttu hingaS var aSalstarf Ólafs fisk- veiSi yfir vetrarvertíSir. Veturinn 1929 hætti hann því starfi, hafSi þá veriö 30 vetrarvertíSir og 9 vor- og haustvertíSir hér á Winniptgosis vatni viS nefnda atvinnu; 5 vertíSir var hann viS sjóróSra heima á fslandi, eins og getiS er hér aS framan, svo alls verSa þá vertiSirnar 44. Þá var líka starfsmaSurinn orSinn 71 árs gamall. SagSi hann aS aldur sinn og Manitoba veturnir hefSu þá veriS búnir fyrir alvöru aS rifja upp fyrir sér gamla málsháttinn, aS þaS væri lakur skúti, sem ekki væri betri en úti. Ólafur var góSur fiskimaSur og mjög vandur aS allri meSferS á þeirri vöru, enda fékk hann orS fyrir aS vera ráSvandur í öllum viSskiftum. Hann var greindur maSur og skemtilegur í viSræSum, mikill bókavinur, víSlesinn og fróSur um fornt og nýtt og fylgdist vel meS uppgötvunum nútímans. Engin hjón hefi eg þekt gestrisnari en Ólaf og konu hans. eSa hýrari heimsóknar, aldrei undu þau hjúskapardögum sínum betur, en þegar þau höfSu húsfylli af gestum, svo þau gætu glatt ■sem flesta meS hlýju viSmóti í orSi og athöfnum. Þá minnist eg þess aS þaS var vani húsbóndans, aS seilast i bókaskápinn sinn, taka þar út blaS eSa bók, sem inni hafSi aS halda snjalla ritgerS eSa sögu og skemta gestum sínum meS lestri þess, meSan konan útbjó veitingarnar handa þeim. Þá þótti engum stundin löng, sem sátu undir lestrinum hjá Ólafi, því áhcvrilegri eSa betri lesari en hann var, er vandfundinn. Þá verSa mér ógleym- anlegar þær unaSssemdir, sem eg átti á heimili Ólafs, þegar presturinn Jónas A. SigurSsson var staddur þar. ÞaS heimili var jafnan sjálfsagt prestssetriS, meSan hann dvaldi hér; þá var hann einn þátturinn i fjölskyldu þess heimilis, jafningi þeirra fullorSnu og barn meS börnunum. Þá var ég þar dag- legur heimagangur, og ávalt boSinn og velkominn. Margt varS okkur aS umtalsefni, frá næstu daglátum allar götur fram í fornaldir: Noregskonunga sögurnar, íslendingasögurnar, Edd- urnar, Sturlunga, rímurnar, þjóSsögurnar skáldsögurnar, sálma- skáldskapur og annar ljóSaskáldskapur, og man eg, aS erfiSast áttum viS meS þaS að deila ljóskáldunum réttan hlut fyrir þeirra verk. Var þá Jónas oftast oddamaSurinn í þeirri hlut- deild, og létum viS Ólafur okkur þaS vel líka. En hvaS sem öllum bókmentum liSur, var samtal okkar um þær aldrei eins innilegt, eins og þegar viS sendurn hugi okkar heim til föSur- landsins, íslands, heim á æskustöSvarnar. Þar áttum viS allir okkar dýrmætustu auSæfi í samfélagi, mynd landsins, þanka GuSs, í hans eigin sköpunarverki, náttúrunni. Þessi höfuS- djásn hlutum viS i tannfé og vöggugjafir frá foreldrum okkar. Ólafur átti HörSudalinn og Þórutind, þeir voru hans tannfé; Jónas átti VíSidalinn og Ásmundargnúpinn, vöggugjafir hans og hjartans auSur, en í minn hlut komu Tjörnes og Tungu- gnúpur. Um þessi hugans hnoss gátum viS talaS frá morgni til kvölds. Nú hafa báSir þessir vinir mínir og samtíSarmenn séÖ ljósaskifti tveggja heima. Um 1890 myndaSist lúterskur söfnuSur meSal íslending- anna, sem þá voru búsettir í bænum Grafton, N. Dakota. Ólafur var forgöngumaSur aÖ þeim félagsskap og forseti hans flest þau ár, sem hann bjó þar. Lestrarfélag stofnaÖi hann þar líka og var forseti þess. Tvisvar sat liann á kirkjuþingi fyrir þenn- an söínuð, sem hét Grafton-söfnuSur. öll þau störf sem honum voru falin, rækti hann meS alúð og trúmensku; fyrir því gekst hann einnig aS þessi umgetni söfnuSur bygSi þar kirkju—mjög myndarlegt hús. Ólafur og ValgerSur eignuSust sex börn, þrjú dóu í fyrstu æsku, en hin komust til fullorSinsára. Jóhannes Kjartan dó 1910, þá rúmt tvítugur; bezti drengur. Vilhjálmur nú rúmt fertugur aÖ aldri, ógiítur, og sá eini, scm eftir lifir af þeirri fjölskyldu. Svanhildur, kona Kára Vilberts Good- man, nú dáin. ValgerSur kona Ólafs dó 20. apríl 1928, vinsæl kona og velmetin af öllum, sem henni kyntust. ÆFI M I N N I N G KÁRI VILBERT GOODMAN var fæddur í íslenzku bygðinni viS Little Salt í rikinu North Dakota, U. S., 8. desember 1894. Sonur ASaljóns GuSmunds- sonar frá Sköruvík á Langanesi og konu hans Ólafar Sigur- veigar Jónsdóttur frá Gunnólísvík i sömu sveit. Kár> ólst upp meS foreldrum sínum viS Little Salt til hattsfsins 1899; fluttist þá meS þeim til bæjarins Winnipegosis í Manitoba.. ÞaS sama haust dó faSir hans. VoriS 1900 fluttist hann meS móSur sinni og systkinum norÖur á Red Deer Point, tanga, sem skagar hér norSur i vatniÖ. Þar varS móSir hans fyrsta landnámskonan; þaS ár hófst íslendingabygö þar og stendur enn. ÁriÖ 1906 giftist móÖir hans Ágúst Jónssyni frá Hvanneyri í BorgarfirSi sySra, hjá þeim ólst hann upp til þroskaaldurs. 13. apríl 1916 gekk hann sem sjálfboÖi í stríSiS rnikla; hann tilhevrSi 223. herdeildinni; tók þátt í mörgum orustum á Frakklandi. SærS- ist þar 5. nóvember 1917, lá í þeim sárum um tíma í sjúkra- húsi á Englandi, fór aftur á herstöSvarnar og særSist enn á ný í orustu 1. október 1918. Eftir þá sjúkdómsvist kom hann heim til þessa lands nokkurn veginn hraustur aS heilsu, 1. apríl 1919, og settist þá aftur aS heimili sínu hér í Winnipegosis hjá móSur sinni og stjúpföSur. Kári giftist ungfrú Svanhildi Ólafsdóttur, sem getiS er hér að framan. 23. apríl 1924 flutti hann þá á heimili konu sinnar og bjuggu ungu hjónin i félags- búi þar þangaÖ til ValgerSur kona Ólafs dó; eftir þaS höfSu þau öll búforráS þar meSan þau lifSu, og ræktu sömu rausn og gestrisni, sem ávalt hafSi ríkt á því heimili, og voru alment vinsæl. Kári og Svanhildur eignuSust 3 börn; þau hétu Ólafur Rjartan, náSi 8 ára aldri; ValgerSur AÖalbjörg, 6 ára og Vera Margrét á öSru ári; öll voru börnin mjög mannvænleg eftir aldri. Gamli maSurinn, Ólafur, þessi umgetnu ungu hjón og börn þeirra fórust öll i skiptapanum hér á vatninu Winnipeg- osis, fimtudaginn 18. október síSastliðinn. ViS fráfall þessarar góSu fjölskyldu hefir höggvist stórt skarS í hóp okkar íslend- inga i þessari bygS. OrS Hallgríms Réturssonar sálmaskálds- ins mikla “Á snöggu augabragÖi,” minna okkur, sem lifum enn þá á þaS, hvaS mannlegt líf getur endaS skjótt. ViS þetta hörmulega tilfelli hefir mikiÖ sorgarský grúft yfir heimilum skyldmenna og vina þessa dána fólks. Straumur tímans og rás hans breiSir aS einhverju leyti yfir alla harma. Von og trú þeirra, sem lifa, gefur þeim vit og þrótt til aS bera þetta mikla sorgartilfelli í öruggu trausti á alheimsstjórnarann mikla, sem nú hefir látiS bartara ljós skina á veg hinna dánu og boriS þá hærra til sin upp i daginn mikla. Útför Kára heitins var f jölmenn og í alla staði hin vegleg- ’ asta. F, Hjálmarsson. Jarðskjálftasjóður (Framh. frá bls. 3) SigurSsson, 50C; Miss Gracie Sig- urSsson, 50C; Mr. og Mrs. S. A. SigurÖsson, $2.00. Alls ..........$6.00 Safnað af Mrs. F. E. lnge, Foarn l.ake, Sask. Mr. og Mrs. S. E. Inge, Foam Lake, $1.00; Thorsteinn Markús- son, Foam Lake, $1.00; John S. Árnason, Edfield, Sask., 25C; Miss Anna Margrét Inge, Foam Lake, 250; Miss Lillian Inge, Foam Lake, 25C; Miss T. C. Thomas, Foam Lake, ioc; Miss Jóna K. Th. Inge, Foam Lake, 25C; Miss Troanna, G. K. Inge, Foam Lake, 25C; Ónefnd- ur, Foam Lake, 57C; Master Dixie Thomas, Foam Lake, ioc; Mr. og Mrs. H. C. Ólafson, Foam Lake, 25C; Mrs. Sigfús Gísláson, Foam Lake, 25C; H. B. Narfason, Foam Lake, 25C; J. G. BreiSdal, Foam Lake, 25C; V. Anderson, Foam Lake, 25C; Mrs. Halldóra Helga- son, Foam Lake, 25C; Mrs. H. J. Helgason, Foam Lake, 25C; H. G. SigurSsson, Foam Lake, 2.00; N. A. Narfason, Foam Lake, $1.00; Mrs. Joe Paulson, Edfield, 50C; Mrs. C. Ölafson, Edfield, 50C; Mrs. Jórunn Johnson, Foam Lake, 250; Master Ingimundur Jones Seyrup, Foam Lake, i8c; Miss T. Björg Seyrup, Foam Lake. ioc; Miss Henrietta Sigurrós Seyrup. Foatn Lake, ioc; Miss Erma Steinunn Seyrup, Foam Lake, 25C, Miss EHen Irene Seyrup, Foam Lake 23c; Miss Lillian May Seyrup, Foam Lake ioc. Alls..............$11.00 Safnað af Gísla SigmUndsson, Hnausa, Man. H. G. Helgason, $1.00; G. Sig- mundsson, $1.00. Alls .............$2.00 GuÖmundur AustfjörÖ, Hecla .26 Stefán Einarsson, Minitonas, Man..............2.90 Jón Björnsson, Silver Bay.. .50 Samtals...........$1,200.60 LeiSréttingar viS listann frá Sil- ver Bay, Man.: Árni Thorlacius 50C, H. Hallson 25C; á aS vera Árni Thorlacius 25C; H. Hallson 50C. Klúbburinn “Helgi magri” mæl- ist til þess vinsamlegast aö þeir sem hafi söfnunarlista, og hverjir aSr- ir, er hefSu í huga aS leggja í jarS- sjálfta sjóSinn, sendi gjafir sínar viS fyrstu hentugleika til gjaldkera sjóSsins, Soffonías Thorkelsson, 1331 Spruce St., Winnipeg. Nefndin. STÖKUR iÆfin mín er orSin löng, arSur dagsins naumur; leiÖin bæSi ljúf og ströng líkt sem horfinn draumur. Stunda skál af valdi veitt veikir stáliÖ þátta, húmar sál og sinni þreytt, senn er mál aS hátta. Þegar síSsta sólarlag signir hérvistina, fagna eg við fegri hag fundi minna vina. M. Markússon.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.