Lögberg - 20.12.1934, Blaðsíða 8

Lögberg - 20.12.1934, Blaðsíða 8
8 LÖGBETtGr, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1934. iögijerg OeflB öt hvern fimtudag af TBW COLUMBIA PRE88 LIMITWD 496 Sargent Avenut Winnipeg, Manitoba tTianftakrift ritstjðrans. BDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. Tarð IS.OO um árið—Borgixt fvrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 • JÓL Það fer nú óðum að líða að þeim tíma, er sú hátíðin, sem öðrum íhátíðum fremur er kend við ljós og frið, verði hringd inn; þó verður því ekki neitað, að þrátt fvrir öll fag- urmælin um frið á jörðu og bræðralag meðal annanna, byrgi útsýnið uggur um friðrof hér og þar, og að margt sé enn á leið frá ljósi til myrkurs í stað krossgöngunnar miklu frá mvrkri til ljóss; enn getur víða blakkar biik- ur og skuggarnir teygjast frá tindum. Annað veifið bregður þó fyrir glampa af trú- mensku við hugsjón bræðralagsins og frið á jörðu; nægir í því efni að vitna í hina síðustu sættargerð þjóðabandalagsins milli Balkan ríkjanna tveggja, er heita mátti að komin væri á fremsta hlunn að gera sig sek um hjaðningavíg; örlítinn neista hefir jólaboð- skapurinn, að minsta kosti um stundarsakir, tendrað í hjörtum þeirra, er þar stóðu að miálum. Höfundur ræðunnar á fjallinu, sátta- meistarinn mesti, er enn og ávalt á ferð; og það jafnvel engjj síður fyrir það, þó nafn hans sé víða vanhelgað og notað að skildinga- beitu. # * # Um jól þau, sem nú fara í hönd, verða aðstæður mannanna, eins og reyndar um öll önnur jól, með næsta mismunandi hætti. Einum lífið arma breiðir,— öðrum dauðinn réttir hönd. Frá því á jólunum í fyrra, hefir dauðinn víða höggvið strandhögg og afkvistað marg- an fjölskyldumeið; þess vegna verður víða einu sæti, eða jafnvel fleiri sætum færra við jólaborðið nú, en þá. Hvert einasta heimili, sem þannig er ástatt með, heimsækir ósýni- Jegur jólagestur og mælir fram þ-essi hug- hreystandi orð: “Grát þú eigi.’r— # # # Fréttablöðin mintust fyrir nokkrum ár- um unglingsstúlku, er frosið hafði í hel á að- fangadagskvöld jóla í stórborg einni á vest- urhveli jarðar; hún hafði verið elzt sjö syst- kina og var sextán ára að aldri; föður sinn hafði hún mist fyrir mörgum árum, en móðir hennar vann að þvottum og lánaðist með því að fleyta fram barnahóp sínum án þess að flýja á náðir hins opinbera. Dóttirin, sem úti varð, hafði fengið atvinnu, eða svo var það að minsta kosti kallað, á Verksmiðju nokkurri, og starfað þar frá því hún var þrettán á^ gömul; kaupið hafði verið, að því síðar auglýstist, innan við fjóra dali á viku. Verksmiðja þessi hafði það einkum og sérí- lagi með höndum að búa til nærföt úr ull; vafalaust skjólgóð og vönduð; þau voru það dýr að ekki var viðlit að fátæklingarnir gætu keypt þau; þessi unglings stúlka hafði unnið að því í þrjú ár samfleytt, að prjóna hlý nær- föt handa þeim, er meiri höfðu peningaráðin og að öðru leyti margfalt betri aðbúð; laun hennar voru fólgin í því að frjósa í hel sök- um klæðleysis á sjálft aðfangadags kvöldið. Eitthvað kom til tals, er hljóðbært varð um atburð þenna, að taka málið til rannsóknar og klekkja á eigendum eða forráðamönnum verksmiðjunnar. Stúlkan fraus í hel og mál- ið var þagað í hel. Þessi harmsaga er tákn- ræn mynd þess, er einna ömurlegast fer í mannfélaginu, sem og hins hversu nokkur hluti þess á enn óendanlega langt í land með að eiga falslausa samleið með höfundi jóla- baðskaparins. # # # Stórblaðið The Christian Science Moni- tor, flutti ekki alls fyrir löngu merka og í- hyglisverða ritgerð um viðskiftavenjur nú- tímans og komst meðal annars þannig að orði: “Þó því verði að vísu ekki neitað, að hinar og þessar reglur og ráðstafanir í sam- bandi við stóriðju yfirstandandi tíma, horfi að ýmsu leyti til bóta, þá geta þær þó ekki undir neinum kringumstæðum talist fullnægj- andi; þær verða heldur aldrei það megin- markmið, er stefna 'ber að; aukin og bætt viðskifti verða að grundvallast á sann- gildi og fegruðum hugsunarhætti. Við verð- um að spyrja oss sjálfa hvert stefni í við- skiftalífinu fró siðferðilegu sjónarmiði séð, engu síður en á öðrum sviðum mannlegrar hyggju og mannlegra athafna. Við tölum um verzlunarjöfnuð; verðgildi útfluttra og inn- fluttra vörutegunda. En höfum við nokkurn tíma gert okkur grein fyrir því, hver og einn, hvað mikið við flytjum út af góðvilja, ef svo mætti að orði kveða? Hvernig birgðir okkar mælast er til kemur hugrekkis og þreks ? Hvað okkur hefir skilað áfram að því er hreinskilni og trúmensku áhrærir? Hvað það helzt sé í hugsunum okkar er líklegt megi teljast til nota. Hver 'hundraðhluti það sé af mannúðarkend okkar, er sofi svefni hinna andvaralausu? Aður en vænta má bjartara viðhorfs á sviði viðskiftalífsins, verður að fara fram nákvæm niðurjöfnun þeirra sál- rænu vörubirgða, er nú hafa nefndar verið.” Það er fagur siður að takast í hendur með ósk um gleðileg jól; hann getur þó orðið tvíeggjað sverð, “sé hjartað ei með, sem undir slær.” Dagátund hjá Thorvaldsen tFerðaminning frá 1930') Eftir prófessor Richard fícck. Kaupmannahöfn er fjölskrúðug miðstöð menningar; auðug að fögrum og sögufrægum stórhýsum og margskonar stofnunum, sem draga að sér athygli eftirtektarsamra ferða- manna og fróðleikshneigðra. Listunnandi ts- lendingum verður að vonum hvað starsýnast á Thorvaldsens-safnið (Thorvaldsens Mu- seum), enda stingur það mjög í stúf við önn- ur stórhýsi borgarinnar, að svip og sniði. Þar er eigi aðeins að finna á einum stað lista- verk hins mikla snillings, sem hjó í steininn “sinn himneska draum”; heldur gerir það safnið ennþá einstæðara, að það er jafn- framt grafhýsi meistarans, því að leiði Thor- valdsens er í garðinum bak við framhlut safrihússins. Fer sannarlega vel á því, að honum var búin hinsta hvíla, umkringdum óviðjafnan- legum snildarverkum sínum, sem svala ríku- lega hverjum fegurðar'þyrstum vegfaranda, sem þangað leggur leið sína. Með hugkv^æmni ög smekkvísi hefir byggingarmeistari safns- ins leyst af hendi hlutverk sitt, svo að það er hvorutveggja í senn hæft umhverfi listaverk- um snillingsins og viðeigandi hvílustaður sjálfum honum. Er safn/húsið með sniði forn-egiptskra og grískra grafhýsa, tigið á- sýndum, því að þau voru jafnframt með miklum musterisblæ. Ýmsum, sem þangað koma, mun einnig finnast sem standi þeir á helgum stað; svo friðsælt er innan veggja þess og hátíðlegt um að litast. Thorvaldsen var sann-klassiskur í mvnda- gerð sinni; trúr fylgjandi listastefnu hinna fornu grísku meistara, þó verk hans séu jafn- framt tjáning einstaklingseðlis hans og beri ríkan svip stórfeldrar snilligáfu hans, víð- fleygs og djúpsæs skapandi anda. Eðlilega sækir hann því tíðum viðfangs- efni sín í forngrískar og fomrómverskar hetju- og goða-sagnir. Fvrsta stórvirki hans var höggmyndin mikilúðlega af Jason, hetj- unni forngrísku, sem varð að vinna það til að eignast konungsríki föður síns, að sækja gullreyfið fræga í hendur hins grimmasta dreka. Mjmdhöggvarinn sýnir oss Jason sigri hrósandi þegar hann er nýbúinn að vinna á drekanum; verður mynd þessi því jafnframt táknmynd af mætti mannsins til að sigrast á andvígum öflum og erfiðleikum. Efniviðinn í margar ágætis-myndir sín- ar sótti Thorvaldsen í frásagnirnar um Trójustríðið, sem Hómer skáld hefir ódauð- legar gert, í Hions-kviðu og Odysaeifs-kviðu, og Sveinbjörn Egilsson sneri með alkunnri snild á íslenzka tungu. Sérstaklega hrífandi er lágmynd (relief) snillingsins af skilnaði þeirra Hektors, höfuð-hetju Trójumanna, og smásveinsins sonar hans. Sem góðum föður sæmir, er hermaðurinn, þó hraustur væri, hrærður mjög á skilnaðarstundinni; en að baki honum stendur Andrómakka kona hans sorgmædd á svip. Aðdáanleg og rík samúðar er einnig mvnd Thorvaldsens af því, er Príamus kon- ungur Trójumanna grátbænir grísku hetjuna Akkilles um, að fá sér í hendur lík Hektors sonar konungs; áhorfandinn getur eigi ann- að, en fundið til með hinum aldna föður, sem orðið hefir að sjá á bak óskasyni sínum. Af öðrum lágmyndum á safninu — en margar þeirra eru meðal allra snildarríkustu verka Thorvaldsens—má sérstaklega nefna “Nótt” og “Dag,” einna vinsælust og víð- kunnust alls þess mikla, sem eftir hann ligg- ur. Er svo sagt, að meistarinn hafi mótað myndir þessar á fáeinum klukkustundum, er honum var svefns varnað sumarnótt eina. 1 engil-líki svífur “Nóttin” hóglega niður til jarðar, færandi frið mönnum og ■ málleysingjum. í fangi sér heldur hún tveim börnum, Svefninum og J Dauðanum, og þrýstir þeim að brjósti sér með móðurlegri blíðu. “Dagurinn,” einnig í engils-líki, svífur hinsvegar mót himni og strá- ir rósum dögunarinnar yfir vakn- andi jöröina ; f jör og gleði lýsa sér í öllum hreyfingum hans og klæða- fellingum. Báðar eru myndir þess- ar gullfagrar, en dýptin og mýktin meiri i “Nótt,” að dómi listafræð- inga. Yfir henni hvílir draumræn ró hljóðrar og húmdökkrar nætur. Af þeim listaverkum Thorvald- sens, sem fjalla um efni úr Heilagri ritningu, nemur augað óðar staðar við myndina af Jóhannesi skírara úti á eyðimörkinni. Allmargt fólk hefir safnast saman og hlýðir ber- sýnilega með eftirtekt á boðskap hans, þó hann falli í misjafnlega frjóan jarðveg hjá tilheyrendum. Athyglisgáfa og skarpskygni lista- ’ mannsins koma glögt fram í svip- breytingum þeim, sem honum hefir tekist að sýna í ásýnd hinna ýmsu á- heyrenda; úr augum piltsins vinstra megin við prédikarann skin einskær aðdáun; jafn áuðsæ er andúðin í andliti hins skriftlærða rétt hjá, og með sama skilningi og nákvæmni er lýst geðbrigðum annara tilheyrenda eins og þau speglast í andlitsfalli þeirra og limaburði. Á þá við, að stiga inn í “hið allra helgasta” safnsins — Kristssalinn. Hér skipar sjálfur Kristur öndveg- ið, eins og vera ber, en út frá hon- um standa lærisveinar hans; voru höggmyndir þessar gerðar til að prýða Frúarkirkju, eins og umrædd mynd af Jóhannesi skírara. Kristmynd Thorvaldsens, er var árangur margra tilrauna og flestir kannast við úr kirkjum viðsvegar, er máttug og listræn túlkun orð- anna: “KomiS til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld.” Mann- ástin holdi klædd breiðir þar faðm- inn öllum þreyttum og þjáðum, Hér birtist oss hinn upprisni Kristur, til daganna enda ástríkur vinur og bróðir mannanna barna, “ástvin alls sem lifir.” Látlaus en hátíðleg að allri ytri ásýnd, er mynd þessi jafn fögur og hún er guðdómleg að kenn- ingu. Að sínu leyti er sami meistara- bragurinn á myndum postulanna. Þó svipaðir séu að klæðaburði og álitum, eru þeir sérkennilegir hver um sig, og hefir snillingurinn fært sér vel í nyt lýsingar ritningarinn- ar á skapbrigðum þeirra og áhuga- efnum. Þannig er hreystisvipur og athafnasemi yfir skörungmenninu Páli postula. Heiðríkja og hreinleiki einkenna listasafn Thon'aldsens. Hið hjákát- lega, öfgafulla og óeðlilega er þar algerlega utan gátta; heimsækjand- inn er þar i ómenguðu andrúmslofti hreinnar listar. Og snillingurinn unni jafnvægi í lífskoðunum eigi síður en í listum. Hann var maður þýðlyndur og friðsamur, sem leit á lífið og samferðamennina gegnum gler manngæsku og samúðar. Tam- ast er honum að lýsa æsku og full- orðins árum, fólki á blómaskeiði lífsins, en ekki hrörnandi ellinni. Margar ágætustu höggmyndir hans eru af ungmennum. Æskan og feg- urðin hlæja því komumanni hvar- vetna við sjónum á listasafni hans. Þangað að koma og þar að dveljast, þó ekki sé nema dagstund, er því andlega hressandi og hreinsandi — yngjandi og göfgandi. Séra Matt- hías hafði rétt að mæla þegar hann sagði um Thorvaldsen: “Andi hans var jafnauðugur sem hönd hans var hög, en guðablær er yfir mörgum myndum hans, sem mjög hylur feg- urð þeirra fyrir óvönu auga; en svo þegar minst varir, er sem hreistrið falli frá og þá fá steinn og mynd eins og lifandi eðli.” (Við túlkun myndanna hefir hér verið stuðst við skýringar M. Gal- schiöts. Höf.). Borgið Lögberg! TH I O Stofnaður 1871 Vér seljum bankaávísanir, ferða- manna peningaávísanir og sendum peninga með síma eða pósti til allra landa, fyrir lægstu hugsanleg ómaks- laun. Vér veitum sérstaka athygli viSskifta- reikningum þeirra viSskiftavina, er búa utan borgar. Upplýsingar fúslega látnar í té. Vér bjóSum ySur aS skifta viS oss og legg-ja peninga. ySar inn í næstu spari- sjóSsdeild vora. Otibú í Winnipeg . . . Main Office—Main St. and McDermot Ave. Main St. and Redwood Ave. North End Branch—Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrooke St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrooke St. Union Stockyards, St. Boniface. SCOTT BATHGATE COHPANY LIMITED Importers and Commis-sion Merchants Óska Islendingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs! 149 NORTE DAME AVE. EAST V Vwt* ftaai Tryggingin í nafninu PantiS um hátíSirnar beztu tfcgundirnar frá gömlu og velþektu ölgerSarhúsi STADAOONA og TALBOT PHONE 57 241

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.