Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.08.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINJS 1. ÁGGST, 1935. Hcgtjerg T M k 0«tn öt hvem flmtudag mf COLUMBIA PREBB LIMITBD (9S Sargent Avenue Wlanlpeg, Manitoba. UtanAakrift ritatjórana: ■DITOR LÖOBERG. 695 SARGENT AVK. WINNIPEG, MAN. Tmrl M.ftO um. drið—Rorgitt fyrirýram The "Lðgberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Brautryðjendur Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Stephan G. Stephansson. Blómlegar bygSir Islendinga vestanhafs og reisuleg menningarheimili, bera þess lif- andi vott, hvað spunnið var í þá hina íslenzku 'brautryðjendur, er leituðu öndvegissúlna sinna hingað til lands og gerðu sér vestræna mold undirgefna. Flesta bar þá að landi með tvær hendur tómar; þó fluttu þeir með sér auðlegð, er allri annari samanlagðri auðlegð var veigameiri og þyngri á metum; auðlegð mannkosta og drenglundar; auðlegð, sem einkent hefir að fornu og nýju hinn norræná mannfélagsstofn; auðlegð framtaks og skap- andi vitsmunalífs. Það er þessi auðlegð, sem verið hefir kjölfesta vors vestræna landnáms í sextíu ár og verða mun enn um ódreymdar aldir. Viðvíkjandi landnámi sínu í vesturvegi þurfa Islendingar ekki að biðja afsökunar á neinu. Um hollustu þeirra við kjörland sitt hið nýja, verður ekki efast, og þó nokkuÖ leiki á tvennum tungum um afstöðu sumra hverra gagnvart helgidómum íslenzks uppruna, þá mun þó engu að síður mega staðhæfa að meginþorrinn beri óskoraða virðingu fyrir þeim andlegu verðmætum, er brautryÖjend- urnir fluttu með sér að lieiman og eftirlétu niðjum sínum til varðveizlu. Islendingar vestan hafs eru enn í svipuðum hlutföllum canadiskir, amerískir og íslenzkir í hjartanu. Málstaður hins íslenzka stofns á marga sendiboða góðviljans víðsvegar um þetta mikla meginland, er standa munu dvggi- lega vörð um íslenzk menningarverðmæti fram í aklir hér á vesturslóðum. Um það verður ekki deilt, að enn strevmi hér íslenzkt blóð um æðar, og enn einkenni margan manninn og marga konuna ram- íslenzkt hjartalag. Vér biðjum þann einn, sem öllu ræður, að vaka yfir landnámi og lei'ði brautryðjend- anna og vísa afkomendum þeirra veg fram um ósæisaldir. Vér væntum þess og biðjum, að sextíu ára landnámsminningin hefji margar og rót- tækar umbótaöldur, er hefji og hækki alt það, sem íslendings eðlið bezt á í eigu sinni. Með þetta í huga skal svo lagt upp í nýjan áfanga og leitaÖ nýrra landa. V(ið straumhvörf í lífi vor Islendinga syngjum vér ávalt þjóðsöng Matthíasar, og þá landnáms er minst, á síðasta erindið ekki hvað sízt við: Ó guð vors lands, ó lands vors guð, vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá; vér deyjum ef þú ert ei ljós vort og líf, sem að lyftir oss duftinu frá; ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf, vor leiðtogi í daganna þraut, og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf og vor hertogi á þjóðlífsins braut. íslands þúsund ár— verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðríkisbraut. katchewan og tekiÖ nokkurn þátt í þeim merkilegu hátíðahöldum, sem bygðabúar höfðu undirbúið, með myndarskap og smekk- vísi, til þess, að minnast þessara tímamóta í sögu sinni. Mikill mannfjöldi, innan bygða og utan, hafði safnast saman í þeim tilgangi, að heiðra íslenzku frumbyggjana, sem stofnuðu bygða- lög þessi fyrir fimmtíu árum síðan, bæði þá, sem hvílast í mjúkri sæng fústurmoldarinnar, og liina, sem enn eru lifandi og starfandi. Hátíðardagurinn var sviphreinn í samræmi við skapferli þeirra útsæknu Islendinga, sem hér námu nýtt land, ruddu mörkina og lögðu auðnina undir plóg, og áttu jafnaÖarlega í ríkum mæli þá heiðríkju hugans, sem einkent hefir sann-norræna menn. í skrúðgöngu dagsins kom fylking frum- herjanna á þessum slóðum, sem nú er að von- um orðin æði þunnskipuÖ, í vagna í drekalíki, eins og sæmdi þessum niðjum hinna fornu víkinga. Lærdómsríkt var það, eigi sízt frá þjóð- menningarlegu og þjóðemislegu sjónarmiði, að virða fyrir sér þessa aldurhnignu, íslenzku landnámsmenn. Hrukkóttir og hrufóttir voru þeir ásýndum, líkt og veðurbarin eik í skógi, enda höfðu þeir um langt skeið lifað og starfað í náinni samvinnu við mislvnd náttúraöflin, átt alt sitt “undir sól og regni.” En þó rúnir harðhents frumbýlingslífsins væru letraðar djúpt á þessi andlit, báru þau jafn skýran svip þess hraustleika og frjáls- leika, sem þroskast við það, að lifa heilbrigðu sjálfstæðu lífi við móðurbrjóst jarðarinnar. Mér var hugsaÖ, venju fremur, um hin andlegu og siðferðislegu uppeldisáhrif frum- býlingslífsins—og bændalífsins í heild sinni. Frumbygginn er um margt “höfundur, sem engan stælir”; hann byggir ekki í skjóli neins annars; hann verÖur mjög að treysta á sjálf- an sig, eða að verða undir í baráttunni að öðrum kokti. Á bonum sannast orð vors mikilhæfa ljóðskálds (St. G. St.): “Löngum var eg læknir minn, lögfræðingur, préstur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur.” Slíkt líf hvessir egg vitsmunanna, eftir ábyrgðartilfinning-u einstaklingsins og sjálf- stæðiskend hans. Þroskar með öðrum orðum þau skapeinkenni hans, sem borgarlífið og þéttbýlið lama og úrkynja, þar sem hver einn þarf minna á sjálfan sig að treysta, þar sem olnbogarúm einstaklingsins er þrengra og meirihlutavizkan situr í hásæti og leitast við að steypa alla í sama mótinu. Þegar þessa er gætt, er eigi að undra, þó djúpsæjum rithöfundum vorra tíma, eins og Knut Hamsun, sem láta sér annt um andlega velferð mannkynsins, verði tíðrætt um heil- brigði sveita- og bændalífs og skipi henni í ritum sínum andspænis óheilbrigðinni í þétt- býli og borgarlífi. Annað merkisatriði kemur einnig til greina þá rætt er um líf þeirra manna, sem yrkja jörðina. Það er frjósemi starfs þeirra, sem einnig hefir frjóvgandi og göfgandi áhrif á sjálfa þá. Landnemarnir—bændurnir: “opna dyrnar fyrir gróðri, rumska því, sem bundið blundar.” Frá Sebastian til Madrid Silfurströndin, ströndin, sein liggur að Atlantshafinu við suð- urlandamæri Frakklands, ber nafn sitt með r.éttu. Hin renn- slétta silfurglitrandi sandströnd, sem við rætur Pyrenafjallanna beygir í vesturátt og myndar þannig norðurströnd Spánar við Atlantshafið, líkist snúru, sem perlur eru dregnar á. Og perl- urnar eru hinir dýrðlegustu bað- staðir og smá fiskiþorp, þar sem alt er þögult og rólegt tíu mán- uði ársins, en hina tvo mánuð- ina úir þar og grúir af baðgestum, sem eyða þar sumarleyfi sínu, leita sér heilbrigði, eða reyna þar að komast í ástaræfintýri Þar eru margir skemtilegir staðir, góð gistihús og ágætir mat- sölustaðir, þar sem 'venjulegir, dauðlegir menn geta fengið alla þá rétti, sem hægt er að láta sér detta í hug að raða niður í of- þembdan maga. Stærstu perlurnar í röðinni eru Biarritz, St. Jean de Lura og San Sebastian. Það er ekki nema ör- stutt ökuferð milli þessara staða Biarritz er sá staðurinn, sem er mest töfrandi. Sá staður virð- ist aðeins skapaður til þess að fullnægja skemtanafýsn iðju- lausra peningamanna. Og svo Htur út, sem skaparinn hafi ein- mitt búið til þennan stað í þess um eina tilgangi. Mennirnir hafa skilið tilganginn og reynt að bæta um handaverk hans, en með litlum árangri. En svo að þetta verði ekki misskilið er rétt að geta þess, að byggingarnar eru hagkværrfar, þó að þær séu ekki smekklegar svo að orð sé á ger- andi. Canada Pacific Hotel Selkirk, Man. Vingjarnlegasta gistihúsið á fegursta stað í bænum, óskar hinum íslenzka þjóðflokki innilega til hamingju í tilefni af 60 ára landnámi hans í Canada. W. G. POULTER, framkvæmdarstjóri. glös af líkjör. Eftir það eiga þeir dálítið erfitt um gang, en þá er ráð að setjast upp í vagn og láta aka sér út á ströndina og horfa á baðgestina. Það er ekki vert að taka þátt í sportinu eftir svona í- burðarmikla máltíð. Á ströndinni úir og grúir af mannfólki af öllum stéttum. Naktir erum við allir eins, eða svo til. En börnin eru fegurst þar. Þau eru eins og lítil engla- börrt, gullbrún á hörund ineð lokksvart höfuð. Og þessar til- vonandi manneskjur af báðum kynjum, umgangast hvor aðra svo frjálsinannlega og glæsilega að það er augnfró á að horfa. Náttúrlega eru þau engir sérstak- ir sundkappar, en þau sóla sig í sandinum, fá sér smá göngu- túra og skrafa sainan um ýmis- legt, sem hinum fullorðnu kem- ur ekkert við. Þegar sól hnígur í vestri, fjar- ar strandlífið út. En þá liínar yfir kaffihúsunum. Umhverfis En um gistihúsin er»það I baðströmjina eru grasfletir. Þar að segja, að þau samsvara alveg I eru kaffihúsin, þau dýrustu þeim tíðaranda, sem var hæst fremst, hin ódýrari á bak við. Á inóðins, þegar þau voru bygð, og grasflötinum eru raðir trjáa. Þar þar sem þau ennfremur falla reíka mæður með börn sín. Ljósa- gestunum þolanlega i geð, þá eru skiftin eru snögg, en áður en ekki fleiri orð um það hafandi. myrkrið er alveg skollið á, er Milli Birritz og San Sebastian þétt setið við hvert borð í gilda- liggja landamæri Spánar og sölunum. Það er ekki svo miki Frakklands. Vegurinn liggur yfir I drukkið, en það er setið lengi y ir Landnám og landnámsmenn (Hugleiðing) Eftir prófessor Richard Beck. Atburfóaríkur dagur er að kveldi kominn, dagur, sem verður mér lengi minnisstæður. Eg hefi verið viðstaddur hálfrar aldar af- mæli Þingvalla og Lögbergs bygða í Sas- í Það er hreint ekki sízt hún, sem Ham- sun lofsyngur í hinni víðfrægu og djúpskygnu skáldsögu sinni Markens Gröde (Gróður merkurinnar), þar sem rituð er með fágætri málsnild og mynda-auðlegð hetjusaga frum- býlingslífsins. Að höfundinum hefir verið ant um, að leggja áherzlu á frjósemi starfs þess manns, sem landið ræktar, sézt bezt á því, að hann bregður upp í sögulok ógleyman- legri mynd af söguhetjunni, Isak, að korn- sáningu á akri sínum, með dýrð hnígandi sólar í baksýn. Út um gluggann á herberginu á heimili íslenzka landnemans í Lögbergs-nýlendunni, þar sem þessar línur eru ritaðar, blasa einnig við augum næg vegsummerki frjósemdar bændastarfsins — grænir akrar, gróðurprúð. ir garðar og laufkrýnd tré. Myndirnar úr lífi íslenzkra frumbyggja í Vesturheimi, sem hrundu úr stíflum þessum hugsunum, draga því athyglina sérstaklega að tveim máttarstoðum heilbrigðs þjóðlífs og batnandi:—andlegu sjálflstaiði ejinstaklings- ins og frjósömu starfi hans. Mentun vor og menningarviðleitni verður að stefna að því marki, að glöggva skilning manna á þessum grundvallaratriðum. nokkra ása og yfir brú, sem ligg- ur yfir landamærafljótið. Á þeim dögum, þegar tröllin 1 Pyrenea fjöllunum létu börn sín leika sér í fjörunni, hafa þau hlot- ið að gleyma risaskel. Hún ligg- ur einmitt í flæðarmálinu, þann- ig, að opið veit út að sjónum, en allur boginn liggur inn í landið, og skelin hefir fyllst af vatni. Kringum skelina “EI Concha” er liorgin San Sebastian bygð. Við op skeljarinnar, sitt hvoru megin, eru tvær hæðir og er sú syðri hærri. Heitir hún “Monte Gelde. Þar er stórt gistihús og er útsýn þaðan, bæði út á Atlantshafið og inn yfir fjöllin, en fyrir neðan er höfnin og kringum hana hin fannhvíta borg með sólhvít torg. Ef maður matast þarna upp á Monte Gelde hefir maður alla þessa dýrð fyrir augum, það er að segja, ef maður er ekki alt of upptekinn af hinum dýrlegu krásum. Spánverji, sem ber dá- litla virðingu fyrir sjálfum sér borðar aldrei miðdegisverð fyr en kl. 9—9% á kveldin. Morgun- verð borðar hann heldur ekki fyr en kl. 2, en það er þá líka morg- unverður, sem ekki er gys að ger- andi. Fyrst er það brauð með allskonar áskurði: pylsum, salöt- um, Iitlum ramsöltum fiskum, kolkrabba í tómatsósu, o. s. frv. En fyrst fær hann sér gjarnan ósvikið i staupinu og með víninu hefir hann lagt niður fyrir bring- spalirnar fáeina aukarétti. Síðan fær hann sér hrísgrjónarétt, vel kryddaðan. Þessi réttur inni- heldur auk hrísgrjónanna, fisk- stykki, pylsubita, kjúklinga og guð veit hvað. Svo kemur eggja- rétturinn og þá fiskur steiktur í olíu. Þá kemur fuglakjöt og síð- ast grænmeti og ostur. Máltíð- inni lýkur með ábæti, fyrst ís, síðan kökum og að lokum koma ávextir. Spánverjinn hefir ágætar tenn- ur og auk þess þrælsterkan maga, að minsta kosti fram um þrítugs- aldur. En upp úr þvi fara þeir að fá Htilsháttar meltingartrufl- anir, og þegar þeir eru komnir á efri ár er ekki mikið gefandi fyr- ir magan i þeim. Að lokinni einni máltíð, sem þeirri er að ofan getur og skolað er niður á- samt nokkrum glösum af hinum ágætu, léttu vínum þeirra, fá þeir sér einn bolla af kaffi og ein tvö skálinni. Menn lesa blöð, gcia verzlunarsamninga og kappræða um stjórnmál. Hvenær Spán- verjinn er á skrifstofu sinni ei erfitt að segja, því að hann situr 2 tíma að hverri máltíð, og tvisvar á dag situr hann 2 tíma á kaffi- húsi, auk þess fær hann sér tveggja tíma síðdegislúr og háttar seint. En hann fer snemma á fætur, og það er sennilega á morgnana sem hann vinnur, því hann vinnur áreiðanlega og vinn- ur mikið. Á Spáni eru fáir menn sem eru ríkir, en fjöldinn allur er fátæk- ur. Þar eru ekki margir sæmi- legum efnum, eins og í Frakk- landi. Daglaun eru lág og húsa- leiga há. Spænskar konur fara sjaldan út af heimilinu. Á kaffihúsuin sjást þær svo að segja aldrei. Þjóðfélagslega má skifta konun- um í þrjá flokka: þær, sem hafa hatt, þær eru mjög fáar, þær sem hafa slæðu yfir hárinu, það eru millistéttarkonur, og þær sem ganga berhöfðaðar, og þær eru langflestar. San Sebastian er ekki einungis baðstaður eins og ferðamaðurinn freistast til að á- líta við fyrstu sýn. Þegar maður er orðinn þreyttur á kaffihúsun- um og langar til að skoða sig dá- lítið um þarf maður ekki langt að fara til þess að komast að raun um að þetta er stór hafnar- borg með miklum útflutningi. Þetta er mikil iðnaðar-,og verzl- unarborg. Þar er verksmiðja við verksmiðju og bústaðir verka- manna á milli. Það er með vilja að eg kalla það ekki verkamanna- bústaði, því að það eru þeir sann- arlega ekki. Þetta eru hrörlegir kofar þröngir og óhreinir. Þarna er kasað niður þessum veslings manneskjum sem ganga í gauð- rifnum tötrum og hafa lélegt fæði. Hið mikla misræmi milli glæsileika baðstaðarins og ömur- I e i k a verksmiðjuborgarinnar hlýtur að vekja eftirtekt þína, jafnvel þótt þú hafir aldrei fengið orð fyrir að vera gagnrýninn á þjóðfélagsmálin. En þegar ferðamaðurinn er kominn út fyrir borgina og út á kastiliönsku hásléttuna, hlýtur hann að verða töfraður af hinni ófrjóu fegurð hennar. Litirnir í landslaginu eru gulir og rauðir, stöku sinnum ofið grænum blæ. Þessir litir hvíla yfir allri há- sléttunni — fánalitirnir. Ágætir, steyptir bílvegir liggja um hin fegurstu sveitaþorp. Það er hægt að aka á fleygiferð yfir slétturn- ar, en gegnum þorpin verður að aka hægt. Göturnar eru svo þröngar, að þar er ekki hægt að mætast á nema stöku stað. En ekki nóg með það ! Þessar þröngu götur, sem annars ættu að vera aðeins fyrir gangandi eða akandi fólk eru uppteknar af hænsnum og grísum. Auk þess una ibúar bæjanna ekki innan dyra, heldur fara þeir út á götuna og leggjast þar fyrir. Þeir liggja'þar á bak- ið með hendurnar í buxnavösun- um, halla höfðinu upp að hús- veggjunum og teygja lappirnar fram á götuna. En þegar svo ber undir að bíll kemur að manni, sem þannig liggur þá er ekki um annað að ræða en að þeyta lúð- urinn unz hann vaknar. Þegar maðurinn vaknar virðist hann ekkert súr á svip yfir því að vera vakinn. Þvert á móti! Hann brosir elskulega og dregur að sér lappirnar. Innileikinn er hugtak, sem eg hefi aldrei skilið til fulls fyr en á Spáni. Eg veit ekki hvort hann grær upp úr jörðinni, eða sólin sáir honum í hjörtu íbúanna, en gestinn langar til að drekka dús við hvern mann, sem hann hittir og talar við í fyrsta sinn. Burgos er forn-kastilinsk höf- uðborg. Af öllum fögrum kirkj- um á Spáni er dómkirkjan í Bur- gos fegurst. Að formi og línum er hún töfrandi. Á leiðinni frá Burgos til Madrid nemum við staðar í litlum bæ, sem heitir Aranda de Duero. Þar er mjög fjörugt og skemtilegt Hf. Hið merkasta við Midrid er á- reiðanlega listaverka - s a f n i ð, Prado. Þar er hægt að finna listaverk eftir alla helztu lista- menn Spánverja: Goya, E1 Greco, Velasquez, o. fl. Fari gesturinn inn á Prado með nokkurri for- vitni um spánska málaralist, þá reikar hann töfraður út þaðan og stynur upp: Goya, Goya. Síðan fer maður á nautaat. f Madrid er nautaatssvið, sem rúmar 16,000 úhorfendur. Þar eru sjaldan auð sæti, þegar sýn- ing er. Nautaatið fylgir mjög föstum reglum. Venjulega eru drepin sex naut. Oftast koma fram 3 nautabanar (matadorer) og fæst hver þeirra við 2 naut. Fyrst koma örvamennirnir (ban- derielleros), sem særa dýrið og egna það upp. Þá koma spjóta- mennirnir (piccadores). Þeir eru ríðandi og hafa löng spjót í hend- inni. Síðast koma nautabanarn- ir sjálfir og þá hefst leikurinn fyrir alvöru. Nautin eru alin á sérstökum “nautauppeldisstofn- unuin” og er lögð sérstök áherzla á gæði þeirra. Nautin ^et því orðið mjög dýr, um 4,000 peseta nautið. Það er ágæt verzlun að ala upp naut og selja. Nautabani, sem er alls óhræddur um sjálfan sig, velur sér ekki nema ólm naut. Aftur á móti eru sumir nautabanar mjög varkárir í nautavali. En þar er ómögulegt að blekkja áhorfendur og Iýðhyll- in, sem nautabaninn lifir á getur fljótt farið út uin þúfur. Sjálft atið milli nautabanans og nautsins fylgir sérstökum regl- um, sem likja mætti við æfingar í skautahlaupi. Snjall nautabani stjórnar sjálfur atinu, en áhorf- endur láta hann stöðugt vita hvei^nig þeim geðjast að leik hans. Eftirvæntingin er mest. þegar komið er því að fella dýrið. Það má aðeins stinga það á ein- um sérstökum stað og sú athöfn fer fram á broti úr sekúndu. -Alþýðubl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.