Lögberg - 11.02.1937, Page 1

Lögberg - 11.02.1937, Page 1
PHONE 8G311 Seven Lines \oV oí^ , i>° cVÍ&o* Cot’ For Better Dry Cleaning- and Laundry 50. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1937 NÚMER 6 Frá Islandi Fiskimálanefnd í gær komu átta bátar frá Akra- nesi og þrír bátar frá Sandgerði með fisk, sem Fiskimálanefnd hefir ákveðið að kaupa og láta flaka og hraðfrysta fyrir Amer- íkumarkað. Fer flökunin og hraðfrystingin fram í sænska frystihúsinu og hófst kl. 7 í gær- morgun. Afli bátanna var frá 3—6 smál. af þorski og auk þess eitthvað af ýsu, sem bátarnir selja til matar í bæinn. Fiskimálanefnd greiðir 9 aura fyrir kíló af slægðuin þorski með haus. En lifur og hrogn munu vera í það góðu verði, að svari til að fyrir þorskinn fáist 9 aurar á kg. eins og hann kemur upp úr sjónum. Er þetta nokkru hærra verð en greitt var i fyrra. Dagsveiði þessara báta mun því nema 300—600 krónum. Línuveiðarinn Sigríður er far- in á veiðar, isar hún aflann í því skyni að selja hann Fiskimála- nefnd, sem mun kaupa fisk sem henni býðst fyrir þetta verð, fyrst um sinn.—Nýja Dagbl. 16. jan. Snjómokstur Milli 20 og 30 menn unnu að því í gær að moka snjó af veg- inum frá Lögb'ergi í átt að Kol- viðarhóli. Þegar þeir komu heim í gær- kveldi, höfðu þeir þá sögu að segja, að þeim hefði tekist að moka veginn að Svínahrauni. En skafrenningur var þar efra og fennti svo á véginn, að engar lík- ur eru taldar til að í dag verði hægt að komast í bíl nema að Lögbergi. Þeir unnu fyrir gýg. Er því ekki gert ráð fyrir að reynt verði að gera bílfært að Kol- viðarhóli fyr en þá í næstu viku. Ekki væri efnilegt, ef þetta ætti ,að vera framtíðar vetrarvegurinn milli Reykjavíkur og Suðurlág- lendisins!—Nýja Dagbl. 16. jan. Sýning á íslenzkri ágggingarlist erlendis Háskólinn í Þrándheimi hefir skrifað próf. Guðjóni Samúels- syni og beðið hann að útvega sér uppdrætti af helztu byggingum hér í Reykjavík, sérstaklega þó uppdrættina af þeim stórbygging- um, sem Guðjón sjálfur hefir teiknað. Ennfremur, skipulags- uppdrætti helztu kaupstaðanna. Verða uppdrættirnir sýndir á sýn- ingu, sem verður fyrst í Þránd- heimi en síðan í Bergen og Oslo, og ef til vill víðar. Stærsta blaðið í Þrándheimi, Dagsposten, hefir nýlega birt nokkrar greinar, með ágætum inyndum, um þrjár helztu stór- byggingarnar, sem próf. Guðjón Samúelsson hefir teiknað. Fer blaðið mörgum lofsamlegum orð- um um forystu hans í byggingar- málum íslendinga og sérstaklega dáist það að Þjóðleikhúsinu. — Nýja Dagbl. 17. jan. STYRJÖLDIN Á SPÁNI Síðustu f r e g n i r af hinni spænsku heljarslóð hniga í þá átt, að árásarlið Franco’s hers- höfðingja sé mjög að vinna á. Á mánudaginn var náðu árásar- menn eða Fascistar á vald sitt hafnarborginni Malaga, sem er þýðingarmesta hafnarborgin á suðurströndinni. Mælt er að þrátt fyrir gefin loforð um hið gagnstæða hafi stjórn ítalíu sent 15,000 vigra manna til Spánar til til liðs við árásarher Franco’s. LEIÐBEINING TIL FISKIMA NNA Ekki er það óalgengt, að fiski- framleiðendum í Manitoba berist hylliboð frá Bandaríkjafélögum um að senda þeim fisk sinn; fél- ögum, sem ekki eru það kunn, að áhættulaust sé að verzla við þau. Sum eru að sjálfsögðu ábyggileg; en af reynslunni er fiskimönnum það vafalaust ljóst, að síður en svo er að trygt sé að skifta við öll þeirra. Nú hefir deild sú úr verzlunarráðuneytinu er “Com- mercial Intelligence S e r v i c e” nefnist, fyrir tilstilli fiskiveiða- deildarinnar í Manitoba, sem telst til náttúrufriðinda ráðuneytisins i Manitoba, komið því til vegar að fiskiframleiðendur geta aflað sér tryggra upplýsinga um hvaða fiskikaupmann sem er syðra (í trúnaði), með því að skrifa Mr. I). S. Cole, Canadian Trade Com- missioner, British Empire Build- ing, Rockefeller Centre, New York City. Mega fiskiframleiðendur vera þakklátir fiskiveiðaráðgjafanum, Hon. J. S. McDiarmid, fyrir að hafa komið máli þessu í þetta horf, og nota þeir sér það von- andi. FRÁ SÉRA JÓNI SVEINSSYNI Séra Jón Sveinsson hefir nú dvalið nokkrar vikur í San Fran- cisco við University of San Fran- cisco, sem er Jesúíta stofnun. Hefir hann flutt þar nokkra fyrirlestra á þýzku og frönsku og einnig á ensku. Allskæð “Influenza” (kvefsótt) hefir geysað þar í borginni, og veiktist séra Jón alvarlega af henni og hefir legið á spitala, en eftir síðustu fregnum er hann í afturbata, og gerir ráð fyrir að leggja á stað frá San Francisco með japönsk uskipi áleiðis til Tokio 18. febr. Gerir hann ráð fyrir að hafa aðsetur þar við há- skóla sem þýzkir Jesúítar hafa stofnað. Næsti áfangastaður verður Shanghai í Kina. Þar býst hann við að dvelja við háskóla sem franskir Jesúítar eiga. Á hann von á að mæta þar gömlum skóla- bræðrum frá Frakklandi, er hann hefir eigi séð í meir en hálfa öld. Mikið dáist séra Jón að veður- bliðunni og náttúrufegurð í San Francisco. — Þar gefi að líta græna velli, blóm og pálmatré. Mikið finst honum einnig um mannvirkin — fjarðarbrúna niiklu—8 mílur á lengd—o. fl. Sanit finst honum sem eitthvað skorti á heilnæmi í þessu lofts- lagi, og bezt segir hann að sér hafi liðið í Winnipeg, þrátt fyrir kuldann. ÚTVARP FRÁ REGINA Athygli skal hér með að þvi leidd, að á sunnudaginn kemur, þann 14. febr., kl. 3 e. h. (Moun- tain Standard Time), verður skandinavískri músík útvarpað frá Regina, Sask., yfir CJRM út- varpskerfið, undir umsjá og for- ystu Mrs. B. Hjálmarson. Er þetta fjórða skemtiskráin sem út- varpað verður í vetur undir hand- leiðslu Mrs. Hjálmarson. * * * ★ Á inánudagskveldið næsta á eftir hefir Women’s Musical Club í Regina hljómskemtun, þar sem leikin verða tónverk eftir S. K. Hall, Frank Thorolfson, Jón Frið- finnsson og Björgvin Guðmunds- son. Starfsskýrsla kristni- boðans í Kína 1936. Valt cr heims lánið “Shö gæ bú há,” segir Tenge- how fólk. Veröldin er völt og flá. Og við sem höfum verið hér r um tima erum nú farin að trúa því. Tæpan helming þessa mannsaldurs, sem hér hefir ver- ið unnið að kristniboði, hafa ytri aðstæður verið með þeim hætti að þær væru ekki menskum mönnum boðlegar. öllu öðru fremur hafa borgarastyrjaldir, ræningjaóeirðir, óáran og hung- urneyðir tafið allskonar starfs- viðleitni fólki hér til heilla. Fjögur undanfarin ár voru þó að því leyti undantekning. Góð starfsskilyrði, öflug trúarvakn- ing voru helztu einkenni kristni- boðsins þau árin. Safnaðarmeð- limum okkar fjölgaði um rúman þriðjung en trúmenn up í sex hundruð rúmlega. 1936 varð eitt af verstu ófrið- arárunum í trúboðsdæmi okkar, þrátt fyrir að friður hélst víðast annarsstaðar í héraðinu. óeirð- irnar byrjuðu í apríl, en þeim linti ekki fyr en í lok október, eftir sjö mánuði. Kínversku sam- verkamennirnir á útstöðvunum 6 fluttu með fjölskyldur sínar til bæjarins. Alls héldu um 100 flóttamanna til hér á aðalstöð- inni þenna tíma mestallan. Ræningjarnir voru svo frjálsir sinna gerða að þeir dreifðu sér uin allar jarðir, rændu og brendu mörg þorp samtímis og drápu fjölda manna. Þeir hafa tekið gislir í þúsundatali, sem orðið hafa að kaupa sér frelsi ærnu verði. Manni hefir ósjálfrátt orðið að hugsa til mannveiða og þrælasölu í Afríku fyr á tímum. í þorpi einu þar sem eg er ná- kunnugur, brendu ræningjarnir flest húsin eftir að þeir höfðu látið hvert einasta heimili greip- um sópa. Alt af klæðnaði, mat- vælum, húsgögnum og áhöldum, sem þeir ekki gátu haft á burt með sér, eyðilögðu þeir gersam- lega og unnu að því heilan dag. Af 600 manna fullorðinna hafði tæpum helming tekist að forða sér, en 320 manns voru teknir til fanga, þar á meðal 14 kristnir safnaðarmeðlimir okkar. Snemma sumars sendi héraðs- stjórnin hingað 5 þúsundir her- manna. Þeir áttu oft í höggi við ræningjana, en svo liðu tveir mánuðir að þeir ekki unnu bug á þeim. Loks kom hingað heil herdeild, 12 þúsundir manna úr stjórnarhernum, síðustu daga í október. Nýjir tímar Nú má enginn ætla að svona sé þetta óskaplegt alstaðar í Kína. Umhverfi Tengchow hefir um margra ára skeið verið eitt hið versta ræningjabæli landsins. En eins og víðast annarsstaðar er áhrifa stjórnarinnar farið að gæta hér, svo að margt er farið að fær- ast í lag. Strangt eftirlit með embættismönnum, skattar lækk- aðir svo að í hófi séu; vegabætur miklar, skólum fjölgað, o. s. frv. Margt bendir í þá átt einnig i Tengchow, að við lifum óefað á merkilegasta framfaratímabili i sögu kínversku þjóðarinnar, og að nýjir tímar fari i hönd. Ef ekki Iogar upp ný borgarstyrjöld og gerir skjótan endir á öllum framkvæmdum Nanking stjórn- arinnar, landi og lýðs til hags og heilla. Þann 8. þ. m. lézt á sjúkrahúsi hér í borginni, Mrs. Aðalbjörg Pálsdóttir, kona Valdimars Thor- steinssonar að Husawick, Man. Hin látna var 71 árs að aldri. Síðastliðinn fimtudag lézt liér í bqrginni Mrs. Ingunn Benedikt- son, 80 ára að aldri. Kveðjuat- höfn fór fram frá Bardals, er séra Rúnólfur Marteinsson stýrði. Síðan var likið sent til Graftpn, og fór jarðarförin þar fram á mánudaginn. Hin látna lætur eftir sig tvær dætur, þær Sigur- finnu Cain, Winnipeg, og Sigur- laugu Gróu Johnson, Nash, N. D. Siðastliðinn mánudag átti Capt. Sigtryggur Jónasson 85 ára af- mæli, og nýtur sæinilegrar heilsu að því er vitað er bezt. Capt. Jón- asson hefir koinið mjög við sögu íslendinga vestan hafs, sem um- boðsmaður innflytjendadeildar, fylkisþingmaður, ritstjóri Lög- bergs, og erindreki Canadastjórn- ar á Alþingishátíðinni 1930. Lög- berg árnar afmælisbarninu allra heilla. Þann 31. janúar síðastliðinn lézt í borginni Detroit, Mich., Hilda Thorlakson, systir Mrs. Benedikt Sæmundsson, 18919 Santa Barbara Drive, þar í borg. Hin látna var 79 ára að aldri. Junior Ladies’ Aid Fyrstu lút- ersku kirkjunnar á Victor stræti, efnir til samkomu á fimtudaginn 18. febrúar í kirkju safnaðarins. Hin góðkunna söngkona, Mrs. B. H. Olson hefir umsjón yfir skemtiskrá samkomunnar. For- stöðukonur veitinga eru þær Mrs. F. Thordarson og Mrs. D. Quig- gin. ▼ HÁLFNÍRÆÐUR ▼ þ. 3. febrúar. Dálítill hópur af aðkomnu vina- og venzlafólki var þar viðstaddur, þar á meðal þeir bræður Guðmundur og Jóhannes Christie, og sumt af fólki þeirra, héðan úr borg. Jarðsett var í grafreit Gimli-safnaðar. Séra B. A. Bjarnason jarðsöng. Kínasambandið norska Kínasambandið hefir síðan í fyrra um þetta leyti sent um 30 kristniboða til Mansjúríu og Kína. Yfir 20 kristniboðar vinna á vegum þess í Mansjúríu, en 70 í Kína, að konum kristniboðanna meðtöldum. Fjárhagur félagsins hefir verið ágætur. Þess vegna hefir verið hægt að byggja íbúð- arhús, skóla og samkomuhús í Mansjúríu, og peningar hafa ver- ið veittir til að byggja þrjár stór- ar kirkjur í Kína. I ráði er að senda þriðja læknirinn til Kína. Á sjúkrahúsinu í Laohohow hafa að jafnaði legið um 100 sjúkling- ar, og yfir 30 þúsundir manna sóttu lækningastofuna. f okkar litla félagsskap verður það talið til aðalviðburða ársins, að formaður okkar, Knútur Sam- set frá Rómsdal í Noregi, féll í hendur ræningja 5. júní s. 1. vor, og verður enn ekki vitað hvernig honum ríður af< Samset var um tveggja ára skeið samverkamaður okkar í Tengchow, eða þangað til hann var kjörinn formaður og fluttist til Laohokow. Þegar þetta er skrifað er eg staddur í stórborg- inni Hankow í mið-Kina. Mér liafa verið faldar samnings um- Framh. á bls. 5 ELIHU ROOT LÁTINN Síðastliðinn sunnudag lézt i Ne\v York, lögspekingurinn og stjórnmálamaðurinn víðfrægi, Elihu Root, 92 ára að aldri. Var hann alment talinn einn af víð- skygnustu stjórnvitringum amer- ísku þjóðarinnar. Ungur tók hann að gefa sig að stjórnmálum og átti sæti í ráðuneyti McKin- ley’s forseta. Þegar Theodore Roosevelt kom til valda, gerðist Mr. Root utanrikisráðgjafi hans. Elihu Root var einn þeirra manna, er frumkvæði áttu að stofnun gerðardómsins í Haag og átti lengi í honum sæti. Hann var einn hinn ákveðnasti andstæð- ingur vinbannsstefnunnar, sem Bandaríkin áttu í eign sinni, Ur borg og bygð I)r. Tweed, tannlæknir, verður í Árborg á föstudaginn 18. þ. m. Mr. Hjálmar A. Bergman, K C„ kom austan frá Ottawa á sunnu- dagsmorguninn frá því að flytja mál fyrir hæztarétti Canada. Séra Jakob Jónsson frá Wyn- yard, Sask., kom til borgarinnar á laugardaginn var og dvaldi hér fram á mánudagskveld. Mr. G. J. Oleson frá Glenboro kom til borgarinnar seinni part fyrri viku til þess að vitja Kristj- áns bróður sins, sem skorinn var upp og liggur þungt haldinn á Almenna spítalanum. Hinn 29. janúar síðastl. and- aðist að heimili sonar síns, Guð- mundar Jónassonar fyrir norð- an Glenboro, ekkjan Sigríður Ás- grímsson, eftir langvarandi van- heilsu. Sigríður var dóttir Bjarna Þor- leifssonar og Hólmfríðar Magn- úsdóttur frá Vík í Sæmundarhlíð í Skagafirði, og kom vestur um haf 1888. ; Hún var á 87. aldursári er hún fékk hvíld eftir viðburðaríkt og reynslufult líf, þar sem hún hafði jafnan barist sem hetja til hinstu stundar. Jarðarför hennar fór fram 1. febr. s. 1. að viðstöddum ættingjum og vinum, frá lútersku kirkjunni í Glenboro. Hún hvílir í grafreit Glenboro-bæjar. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. Mánudaginn þann 1. febr. s. 1. andaðiSt á gamalmenna heimil- inu Betel á Gimli, Sigríður Bjarnadóttir 78 ára görnul. Var fædd í Langadal í Húnavatns- sýslu þ. 24. okt. 1858. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson og Halldóra Jónsdóttir. Sigríður flutti vestur um haf árið 1889. Átti lengi heima á Elgin Avenue hér í borg, eða þar til hún, fyrir nokkurum árum, flutti til Betel. Jarðarförin fór fram frá Betel Stúkan Vonin, Nr. 137, I.O.G.T. á Gimli, var endurreist 18. jan. 1937. Fyrsta febr. voru eftir- fylgjandi meðlimir settir í em- bætti: Æ.T.—Mrs. C. O. L. Chiswell F. Æ.T.—Mrs. Gisli Benson V.T.—Mrs. Inga Daniels Ritari—Adolf L. Holm Fjárm. Rit.—Miss Rúna John- son Gjaldkeri—Miss Gertrude Thomsen Kapilán—Mrs. Th. Jónasson Dróttseti—Miss F. Thorkelson I. Vörður—Mrs. H. G. Helgason Umboðsm.—Rev. B. A. Bjarna- son G. U.T.—Mrs. C. O. L. Chiswell A. L. HOLM, Ritari. MÁLVERIÍ EMILE WALTERS • Svo hefir skipast til, að sýning á málverkum Emile Walters af íslandi, fer fram í Seattle Art Museum, Volunteer Park, Seattle, Wash., frá 10. þ. m. til hins 7. marz. Málverk þessi eru mörg hver undur falleg, og bregða upp sönnum myndum af íslenzkri náttúrudýrð. Þess vegna má víst telja að íslendingar í Seattle fjölmenni á sýninguna, og færi sér i nyt þann unað, er hún hefir að bjóða. Um fjárpestina Fjárpestin í Borgarfirði hefir gert mjög mikinn usla á sum- um bæjum undanfarið. Virðist hún vera enn magnaðri en í haust, sérstaklega á þeim bæjum, þar sem hennar hefir ekki orðið vart nema uni skamma hrið. Eru erfiðleikar á því fyrir inarga bændur að gera sér verð úr því kjöti, sem til fellur, þar sem um miklu meira er að ræða en hægt er að nota til heimilisþarfa.—N, Dagbl. 17. jan.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.