Lögberg - 11.02.1937, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1937
7
“Humor”
“OrÖ er á íslandi til
yfir alt, sem er hugsa'Ö á jöröu."
Svo segir skáldið mikla á lslandi, og
má þar um segja, að mikil er trú
þessa manns á auðmagn íslenzkrar
tungu. Það er þó mest um vert, að
hann hefir sýnt þá trú sina í verk-
um sínum ; þar virðist sá auður ó-
tæmandi og þar birtist hann sem hin
fegursta list.
Aldrei hefir íslenzk tunga verið
fegurri en nú, og er það auðvitað
ekki að þakka nokkrum einum
manni. Þeir eru margir, sem að því
hafa unnið að hreinsa málið, útrýma
öllum sora, auðga það og fegra,
og skapa ný orð. Hefir mikill hag-
leiki birst i því síðastnefnda. Þann-
ig eigum vér nú ágætar þýðingar á
f jölmörgum orðum, sem aðrar þjóð-
ir hafa ekki reynt að þýða á sína
tungu, heldur látið halda sér óbreytt
eins og í frummálinu. Er það ein-
kenni á mörgum slíkum íslenzku
þýðingum hvað þær eru al-íslenzkar,
þíðlegar í meðferð og skýrandi.
Engum hefir enn tekist að þýða
orðið humor; það orð er álitið óþýð-
andi á íslenzku, og eru gildar á-
stæðijr þar til færðar. Eg minnist
fyrst aö liafa séð þetta tekið til
greina í Sunnanfara, ágætu tímariti,
sem nú er fyrir löngu hætt að koma
út. Þar birtust ummæli tveggja
merkra manna þessu viðvíkjandi,
Dr. Jóns Bjarnasonar í Winnipeg
og Þóúhalls biskups á íslandi. Dr.
Jóni hafði þá nýlega borist í hendur
ferðasaga Dufferins lávarðar, sem
birtist í Bréfum hans af Norður-
hveli.*) Þótti honum bók sú frá-
bærlega skemtileg. Segir meðal ann-
ars, “að þar birtist hinn írski humor
í algleymingi,” og fer svo frekar
orðum um það á þessa leið : “Humor
verður ekki þýtt á vora tungu, því
íslenzkur humor er ekki til og hefir
naumast nokkru sinni til verið.
Sarkastiskir getum vér íslendingar
verið en humoristiskir ekki.”
Þórhallur biskup er mjög á sama
máli; viðurkennir að vér höfum alla
daga verið níðskældir, leikir sem
lærðir; gamanið verði að græsku,
kýmnin að háði, fyndnin nöpur og
beisk. Grísku orðin Sarkasmi og
Sarkastiskur, álitur hann að aldrei
geti komist inn í islenzkt mál, en
þetta óþýðanlega latneska orð
“humor” sé bezt að leiða i kórinn.
Og finst mér þá vel við eiga, þegar
um kórleiðing er að tala, að tveir
æðstu kennimenn kirkjunnar séu
við þá athöfn riðnir. — Báðir voru
þessir menn hinir ágætustu stílistar,
sem þá voru meðal íslendinga, sinn
hvoru megin hafsins. Hinn fyr-
nefndi með frumleikann, formið og
festuna, en hinn síðarnefndi skrifaði
allra manna fegurst hið ljúfa og lif-
andi mál nútímans.
Mörgum virðist erfitt að finna
mun á humor og fyndni, finst það
vera eitt og hið sama, en við nánari
athuganir mun þeim þó skiljast, að
þar greinir mjög á milli. Vér hlæj-
oni dátt að' fyndninni, ekki sízt þeg-
ar komið er þar vel við kaun amiara
en sjálfra vor. Sjaldan mun hún
hafa betrandi áhrif á hugann, enda
byggist ágæti hennar ekki á göfgi
hugsana, heldur eingöngu á orðfimi
og oft á frábærum hagleik í fram,-
setningunni; fegurðin öll í hennar
ytra búning.
Humor hlífist engu síður við að
benda á ýmsa misbresti í fari
nianna, veikleik þeirra og yfirsjón-
ir, en gerir það á svo góðlátlegan
hátt, svo mikil glaðværð og meðlíðan
íylgist þar með kýmninni, að slíkt
vekur einatt hlýhug og samúð með
þeirn, sem þar er beinst að. Það er
hst á miklu hærra stigi og að öllu
g'öfugri.
I enskum bókmentum má finna
hvorttveggja i ríkulegum mæli.
Skáldsagan “Vicar of Wakefield”
er þrungin af humor, sem gerir hana
svo yndislega aflestrar, þótt þar
megi finna hundrað galla, eins og
höfundur hennar sjálfur kemst að
) Herra H. Bergman, lögmaður, hélt
^Ksetan fyrirlestur hér um þá ferðasögu
& eins um heimsókn lávarðarins til ís-
inKa ^ Gimli, þegar hann var land-
tjóri i canada. Birtist útdráttur úr
Peim fyrirlestri í Lögbergi 24. des. 1931
orði. Þýzka skáldið Goethe segir
að “Vicar of Wakefield” sé sú eifia
skáldsaga, sem hann aldrei þreytist
að lesa, enda lesi hann hana tvisvar á
ári hverju og muni halda því áfram
meðan honum endist aldur. Vér
eigum íslenzka þýðing á þessari
sögu, eftir séra Davíð Guðmunds-
sön, ágætan prest og hálærðan. En
eins og við var að búast, hefir það
sem einkum prýddi þá skáldsögu, að
mestu leyti tapast i hinum lærða
skólastíl þýðandans.
Líklega hefir enginn maður verið
fyndnari en enska skáldið Alexander
Pope. En það má segja um hann,
eins og Þórhallur biskup segir um
oss Islendinga: Gamanið varð að
grænsku, kýmnin að háði og fyndnin
nöpur og beizk. Hann þótti aldrei
vera frumlegur í hugsunum, en hann
hafði sérstaklega gott lag á því að
leika sér með hugsanir annara og
klæða þær í fegurri búning en
nokkrum hafði áður tekist. Var
hagleiki hans í þessu svo mikill að
franisetningin varð oft hin hrein-
asta fagurmælgi. Hann skorti
humor, og átti þar fyrir ekki eins
miklum vinsældum að fagna.
Þessi skortur á “humor” hefir oft
komið átakanlega í ljós, er vér höf-
um reynt að þýða á vora tungu verk
humoristiskra skálda, eins og Vicar
of Wakefield, sem á var minst. Að
sínu leyti hefir alveg eins farið með
sum uppáhalds ljóðin vor íslenzku,
sem eru alveg séreign vorrar þjóð-
ar. íslenzkt þunglyndi verður ekki
þýtt á ensku, ekki að minsta kosti
eins og það birtist í vísunum al-
kunnu eftir Kristján og Jónas :
“Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt eg sveima,” o. s. frv.
og
“Enginn grætur íslending
einan sér og dáinn,” o. s. frv.
Eg hefi séð þýðingar á báðum.
Hin fyrri byrjar svona:
“Alone in a dreary darkness
Over desolate sands I roam.”
Hér bryddir á æfintýrablæ, sem
strax breiðir að nokkru yfir þung-
lyndið. Þýðing á hinu síðara tekur
þó öllu öðru fram:
"Ingen græder en Islænder
Ene og död i sin Hule.”
Svo kvað Danskurinn, og þóttist
vel hafa gert.
Reynt hefir verið að þýða á enska
tungu mörg af vorum ágætustu
ljoðum. Hafa einstöku þýðingar
tekist allvel, sumar ágætlega, svo
sem þýðingar Vilhjálms Stefáns-
sonar. Hugljúfar eru og margar
þýðingar frá Jakobínu Johnson. En
um fjöldann er það að segja, að
þær minna mjög á sköpun manns-
ins hjá Kölska, sem sagt er að geng-
ið hafi vel að öðru en því, að “and-
anum kom hann ekki í hann,” o. s.
frv. Þær bera margar með sér, að
kvæðin vor íslenzku hafa ekki gert
það með góðu að fara í enska bún-
inginn. Það hefir verið of mikið
treyst á orðabókina í staðinn fyrir
að reyna að kynnast höfundinum,
viðhorfi hans og kringumstæðum:
setja sig inn í hans hugsunarhátt og
sálarlíf. í stuttu máli: lifa hans lifi.
Án þess geta þýðingar ekki hepnast,
sé um listaverk að ræða.
Eins og það er nú nokkurn veginn
víst, að hin óblíða veðrátta og erf-
iðu kringumstæður hafa hægt
“humor” frá fósturjörð vorri, þá
mætti nú vænta þess að í hinu mikla
sólríki þessa lands, færi skáldum
vorum hér að hlýna, 'og muni slíkt
hafa heillarík áhrif á hugsanir
þeirra.
Vér eigum hér, auk nokkurra á-
gætra lýriskra skálda, f jölda af hag-
yrðingum. Margir þeirra eru fyndn-
ir með afbrigðum, svo næst gengur
að vera list, og er svo í raun og veru,
og vantar stundum litið á að sú list
komist upp í hið æðra veldið —
humor. Það sem þessa menn aðal-
lega skortir, er meiri góðvild, sam-
úð og hlýleiki í hugsun, til að auðga
með og prýða gamanið og glettnina.
En þetta kemur með tímanum, þegar
þeir hafa baðað sig nógu lengi í sól-
skini þessa lands. Og trúað gæti eg
því, að íslenzku skáldin hér í landi
verði fyrst til að leiða hinn nýja
straum inn yfir völl og engjar ís-
lenzkra bókmenta, þennan indæla,
hlýja flóastraum (golf stream),
sem vér nú köllum á voru máli
HUMOR.
Grírnur Eyford.
Klárinn hefndi sín
Eftirfarandi sögukorn er þýtt úr
“Animal Ways,” blaði, sem enska
Dýraverndunarfélagið gefur út, og
ætlað er einkum yngri kynslóðinni.
Er sagan birt þar enskum ungling-
um til varnaðar, en hún á einnig er-
índi til okkar íslendinga, og getur
verið börnum, og raunar öllum,
bending um, að reita ekki dýrin til
reiði.
Systkinin tvö, Eiríkur og Júliana.
dvöldu um sumartíma hjá afa sín-
um, sem bjó úti í sveit. Þar voru
alls konar húsdýr, sem börnin höfðu
afar mikið yndi af að kynnast. En
þó varð mesta uppáhald þeirra gam-
all hestur, grár að lit, einstök þægð-
arskepna, og að sama skapi vitur.
Börnin þektu fótatak hans langt úti
á vegi og löngu áður, en afi þeirra
og Gráni komu í augsýn. Oft gældu
þau við Gamla-Grána, og léku sér
við hann tímunum sarnan, en hann
tók ærslum þeirra og leikjum hið
bezta.
Dag nokkurn fundu systkinin upp
á þvi, að reita handfylli sína af há-
vöxnu grasi, sem óx inni í garðin-
um, og hlupu svo með það til Grána,
sem beið þar fyrir utan, og gáfu
honum það. Virtist klárinn kunna
vel þessari hugulsemi barnanna,
teygði fram flipann- ofur varlega, og
gætti þess vel, að bíta ekki í litlu
fingurna, sem buðu fram þetta ljúf-
fenga gras. Gekk svo nokkra stund,
og þótti börnunum leikur þessi hinn
ánægjulegasti.
En þá kom strákurinn upp i Ei-
ríki, og tók liann til að erta klárinn.
Rétti hann honum tugguna, en er
Gráni teygði fram flipann, kipti Ei-
ríkur að sér hendinni, svo klárinn
hafði ekki neitt. Júlíana varð ó-
ánægð, þótti þetta ljótur leikur og
vandaði um við bróður sinn. En
hann gerði ekki annað en hlæja að
henni, og lét jafnvel á sér skilja, að
það væri svo gaman að leika þannig
á klárinn.
Þar kom þó, að síga fór í þann
gamla, og tók 'hann þá til sinna ráða.
Þegar Eiríkur kipti að sér hendinni
í fjórða sinn, sveif Gráni að honum,
beit í öxl hans, hóf hann á loft og
dustaði hann dálítið til, en strákur
æpti hástöfum og spriklaði öllum
öngum. Júlíana varð dauðskelkuð,
flýði í ofboði og hrópaði á afa sinn,
sem þegar kom á vettvang. Grána
hafði víst fundist nóg að gert í bili
og slepti strák, og var nú að rölta
niður á engið, þar sem hann fór svo
að bíta í mestu rólegheitum. En Ei-
rikur, sem þóttist víst undir niðri
hafa betur sloppið en á horfðist í
fyrstu, hágrenjaði af sársauka og
hræðslu. Hann var borinn inn i
skyndi og afklæddur, og sáust þá á
öxl hans greinileg tannaför hestsins.
Smám saman fékk svo afi að vita,
hvernig þetta hefði alt atvikast.
“Jæja, drengur minn!” tók afi til
máls og var alvarlegur í bragði.
"Grána gamla verður ekki gefið að
sök, hvernig komið er fyrir þér. Þar
geturðu sjálfum þér um kent. En
þú hefir sloppið vel. eftir atvikum,
og raunar betur en vænta mátti, eins
og þú hafðir í pottinn búið.”
Eiríkur lét sér þetta að kenningu
verða og sýndi Grána ekki framar
neina ertni, þann tíma, sem þeir áttu
eftir að vera sanian. Hann greri
fljótt meiðsla sinna og varð jafn-
góður. En ráðrpngin, sem Gráni
gamli veitti honum, mun honum ef-
laust seint úr minni líða.—Dýrav.
Frá fjögurra alda minn-
ingarhatíð siðbótar-
innar í Danmörku
Framh. frá bls. 3
lýst drottinlegri blessun yfir söfn-
uðinum. Að því loknu var sung-
ið sálmversið alkunna: “Þitt er
orð, Guð, vort erfðafé,” og siðan
lesin útgöngubæn. Tæmdist þá
kirkjan smám saman. Gengu
kennimenn allir fyrst úr kirlcj-
unni fylktu liði til hringsalarins,
því næst konungshjónin og
skyldulið þeirra og síðan aðrir
kirkjugestir.
miður ekki á þessar samkomur,
en notaði kveldstundirnar til að
hvíla sig eftir erfiði dagsins, áð-
ur en gengið yrði til síðasta þátt-
arins á dagskrá dagsins, en það
var kveldveizla (souper) á bisk-
upssetrinu, er hefjast skyldi kl.
9 um kveldið. Var þar svo mik-
ill sægur gesta saman kominn,
sem biskupssetrið rúmaði —- um
80 manns. — Veitingar allar voru
með ágætum og dvölin hin á-
nægjulegasta í alla staði á heim-
ili hinna ungu og elskulega bisk-
upshjóna (dr. Fuglsang Dam-
gaard er yngstur allra dönsku
biskupanna, aðeins 46 ára, og frú
hans, prestsdóttir, fædd á Græn-
landi 10 árum yngri).
(Framh.)
Var það sameiginlegt álit allra
viðstaddra, að guðsþjónusta sú,
er hér fór fram, hefði í öllu til-
liti verið samboðin hátíðartilefni
dagsins.
Eftir að menn höfðu snætt
morgunverð, þusti múgur og
margmenni til Gamlatorgs til
þess að horfa á sýnileik frá sið-
bótatímunum, sem þar skyldi
sýna. Má vera, að sumum hafi
þótt sá þáttur hátíðahaldsins ær-
ið óskyldur hinum kirkjulega að-
altilgangi þess. En hvað sem um
það má segja, þá var þessum ver-
aldlega þætti, sem hér lór fram,
vel tekið af þeim manngrúa, sem
þarna var samankoininn á torg-
unum báðum, Gamla- og Nýja-
torgi, og var svo mikill, að stöðv-
ast hlaut öll vagnaumferð um
torgið. Skólasveinar frá Metro-
politan-skólanum léku með leið-
beiningu æfðs leikara þrjú
hundruð og fimtíu ái'a gamalt
leikrit “Karrig Nidding” eftir
Hieronymus Justesen Ranch. En
áður en leikurinn hófst, höfðu
skólasveinar gengið fylktu liði
frá skóla sínum, klæddir svörtum
búningi skólapilta, eins og hann
tíðkaðist á siðbótatímunum,
numið staðar á háskólatröppun-
um og sungið þar nokkra gamla
miðaldarsöngva og haldið síðan |
til Gamlatorgs, þar sem l^iksvið :
hafði verið reist undir beru lofti.1
Þótti áheyrendum gaman að
leiknum þótt ómerkilegur vftri að i
efni til, og mörg gjallarhorn báru ;
út til áhorfendanna orðin, sem
töluð voru á hinu opna leiksviði
fyrir framan gamla ráðhúsið.
Stóð þessi leiksýning yfir nál.
eina og hálfa stund.
Kl. 4 var aftur komið saman í
dómkirkjunni, og var hið mikla
kirkjurúm aftur alskipað kirkju-
gestum. En til þessarar sam-
komu var efnt, til þess að erlendir
gestir hátíðarinnar gæti borið þar
fram kveðjur “að heiman” og
heillaóskir hinni dönsku kirkju
til handa í tilefni dagsins. Var
ræðupallur reistur fremst í kórn-
um, en gestunum og hinuin
dönsku biskupum ætluð sæti fyr-‘
ir aftan ræðupallinn. Hófst þessi
athöfn með því, að sunginn var
sálmur. Þá kvaddi biskup Kaup-j
mannahafnar sér hljóðs, ávarpaði j
heiðursgestina nokkrum orðum
út frá orðum postulans: “Allir
bræðurnir biðja að heilsa yður.”
Minti hann á það, að hvað sem
liði þjóðerni, þá væru allir ev-
angelisk-kristnir menn limir á
sama líkama, sem hér væri líkami
hinnar lútersku kirkju. Eftir
að hann hafði hjartanlega þakk-
að erlendu gestunum fyrir kom-
una, bæði á dönsku, þýzku, ensku
og frönsku, og lesið upp nokkur
heillaóskaskeyti (m. a. frá dóm-
kirkjupresti, séra Bjarna Jóns-
syni), tóku heiðursgestirnir til
máls og fluttu kveðjuávörp sín.
i
Fyrstur tók til máls fulltrúi ís-
lenzku kirkjunnar og síðan hver
af öðrum, unz allir höfðu borið
fram heillaóskir sínar. Talaði
enginn þeirra meir en 10—15
mínútur, en með þvi að túlka
þurfti ræður sumra hinna erlendu
gesta, var þessari athöfn ekki
lokið fyr en klukkan var hálf-
gengin sjii.
Klukkan sjö var efnt til kirkju-
legs hljómleiks í Hallarkirkjunni,
sem sérstaklega hafði verið boðið
til. Var þar leikið gamalt “ora-
torium,” er nefndist Lamparnir
(Lampades). Á sama tíma var
siðbótarinnar minst á háskóla
Kaupmannahafnar; flutti þar dr.
Valdimar Ammundsen biskup
snjalt og merkilegt erindi um
þýðingu siðbótarinnar i menn-
ingarlegu tilliti, fyrir fullu húsi.
En sá er þetta ritar komst því
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Frœið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU K0STAB0Ð1!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaBið fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með súr).
Hver, sem seixiir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki,- Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
AHir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CARHOTS, Half Long Chantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CUCXJMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
IíETTUCE. Grand Itapids. Loose Leaf variety. Cool, crlsp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONTON, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast. Cooi, crisp, quick-growing variety
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO. Eariiana. The standard early variety. This packet will
produce 75 to 100 plants.
TURNTP, White Summer Tahle. Early, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Eaeily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTET QTJEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink.
Five and six blooms on a stem. WF.LCOME. DazDzling Scarlet.
WHAT .TOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink
BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red.
SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION
EDGING BORDER MIXTURE.
ASTERS, Queen of the Market,
the earliest bloomers.
BACHELOR’S BUTTON. Many
new shades.
CALENDULA. New Art Shades.
CALIFORNIA POPPY. New
Prize Hybrids.
CLARKIA. Novelty Mixture.
CLIMBERS. Flowering climb-
ing vines mixed.
COSMOS. New Early Crowned
and Crested.
EVERLASTINGS. Newest shades
mixed.
-Flowers, 15 Packets
MATHIOTjA. Eventng scented
stocks.
MIGNONETTE. Well balanced
mixtured of the old favorite.
NASTURTIUM. Dwarf Tom
Thumb. You can never have
too many Nasturtiums.
PETIINIA. Choice Mixed Hy-
brids.
POPPY. Shirley. Delicate New
Art Shades.
ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
Newest Shades.
No. 4— ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Long Blood (Large
Packet)
CABBAGE, Enkhuizen (Large
Packet)
CARROT. Chantenay Half Long
(Large Packet)
ONION. Yellow Globe Danvers,
(Large Packet)
LETTUCE, Grand Rapids. This
'packet will sow 20 to 25 feet
of row.
PARSNIPS, Early Short Round
(Large Packet)
RADISH, ....French ... Breakfast
(Large Packet)
TURNIP, Purplo Top Strap
Leaf. (Large Packet). The
early white summer table
turnip.
TURNIP, Swede Canadian Gem
(Large Packet)
ONION, White Pickling (Large
Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LLMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögherg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.;
Nafn
Heimilisfang
Fylki .......