Lögberg - 18.02.1937, Page 1
NÚMEIR 7
FRO SIGRIÐUR OLSON
Sópranósöngvari á árshátíð Fróns þann 23. þ. m.
GUNNAR B. BJÖRNSSON
Aðalræðumaður á Frónsmótinu þann 23. þ. m.
ÁFELLIST MR. WILLIS
Walter J. Lindal, K.C., forseti
frjálslyndu stjórnmála samtakanna í
Manitoba, flutti nýverið ræðu hér í
borginni, þar sem hann veittist þung-
lega aÖ Mr. Willis, foringja aftur-
haldsflokksins fyrir einstrengings-
hátt hans og skort á samvinnuþýð-
leik við Mr. Bracken með tilliti til
úrlausnar á fjárlhags örðugleikum
fylkisins.
VERKFALLI LOKIÐ
Verkfalli því, sem staðið hefir
yfir í Detroit, Mich., af hálfu starfs-
manna General Motor verksmiðj-
anna, er nú lokið, eftir að það hafði
staðið yfir í 42 daga og orsakað
margháttað tjón. Fullnaðarsamn-
ingar hafa þó enn eigi verið gerðir
meðal vinnuveitenda og vinnuþiggj-
enda.
GAGN SKIFT ALÖGGJ ÖF
ENDURSAMÞYKT
Ljóðþingið í Washington hefii
endursamþykt gagnski f tasamninginn
milli Canada og Bandarikjanna til
þriggja ára. Breytingartillögur af
hálfu stjórnarandstæðinga voru
skjótlega kveðnar niður.
SAGT FRÁ ILLRI MEÐ-
FERÐ Á FÖNGUM
Sú hin konunglega rannsóknar-
nefnd, sem verið hefir undanfarandi
að kynna sér rekstur hegningarhúsa
og meðferð fanga í Canada, undir
forustu Joseph’s ArChambauIt dóm-
stjóra, hefir komist að þeirri niður-
stöðu að nauðsynleg beri til, að ein-
ungis þeim mönnum, er sérþekkingu
hafi á því sviði, verði falin umsjón
fanga og fangelsa. Það sé óverj-
andi að slíkar stöður verði notaðar
sem pólitískir bitlingar. Frásagnir
ýmissa fanga í Kingston hegningar-
húsinu um ómannúðlega meðferð,
eru alt annað en glæsilegar.
REKINN ÚR ÞINGFLOKKI
Social Credit fylkingin í sam-
bandsþinginu frá Alberta, hefir rek-
ið úr þingflokknum Mr. P. J. Rowe,
þingmann Athabaska kjördæmisins,
vegna þess hve harðorður hann hafi
verið í garð Aberharts forsætisráð-
gjafa. Mr. Rowe hefir hvað ofan
i annað lýst yfir því, að Aberhart
bafi brugðist trausti kjósenda og
fálm hans alt oigi ekkert skylt við
Social Credit stefnuna eða hugsjón-
■r hennar.
Elzti blaðamaður íslands
Fáir Islendingar hafa fram til
þessa haft blaðamensku að aðallífs-
starf'i. Einn þeirra er Þorsteinn
Gíslason. Frá því árið 1893 og fram
á þenna dag, eða i 44 ár, hefir hann
haft blaðaútgáfu með höndum. Þó
hann hafi á þessum árum lagt ýmis-
legt annað á gjörfa ihönd, er blaða-
menskan sá starfsþátturinn, sem
mest kveður að.
Tilætlunin var, að liann segði
sjálfur lesendum blaðsins í dag, frá
ýmsu því, sem á daga hans hefir
drifið sem blaðamanns og ritstjóra.
En hann hefir verið lasinn undan-
farið og liggur nú á Landsspítalan-
um meðan læknar eru að rannsaka
orsakir að vanheilsu hans. Forn-
vinir lians og kunningjar ætluðu að
efna til afmælisfagnaðar, en úr því
gat vitanlega ekki orðið.
Þorsteinn Gíslason byrjaði blaða-
mensku sína sem meðritstjóri Sunn-
anfara, og var Ólafur Davíðsson þar
samverkamaður hans. Þá stundaði
Þorsteinn norrænunám við Hafnar-
háskóla. En fáum árum siðar byrj-
aði hann blaðaútgáfu hér í Reykja-
vík — stofnaði blaðið ísland, stórt
og myndarlegt blað, á mælikvarða
þess tíma, með meira nýtízkusniði en
áður hafði þekst hér. Siðar varð
HON. J. S. McDIARMID
náttúrufríðindaráðgjafi Manitoba
Á öðrum stað hér í blaðinu birtist
útdráttur úr stórfróðlegri ræðu eftir
Mr. McDiarmid.
Þorsteinn ritstjóri Bjarka á Seyðis-
firði um skeið. En Lögrétta var
stofnuð 1906, og hefir Þorsteinn
verið ritstjóri hennar i öll hennar 30
ár. Óðinn stofnaði hann, um svipað
íeyti, Ritstjóri Morgunblaðsins var
Þorsteinn á árunum 1920—'24.
Fleiri blöð hefir hann unnið við og
stjórnað. En í blaðamenskustarfi
hans kveður mest að þeim tveim
blöðum, Lögréttu og Óðni, er hann
hefir gefið út í yfir 30 ár.
Samhliða blaðamenskunni hefir
Þorsteinn verið bókaútgefandi, og
var með atihafnamestu útgefendum
um skeið. Hefir hann verið útgef-
andi margra helztu rithöfunda
landsins. Yrði það of langt mál, að
rekja útgáfustarfsemi hans. En
þess ber að gæta, að Þorsteinn hefir
frá öndverðu fylgt þeirri reglu, að
gefa ekki annað út, en það, setn er
þjóðinni og bókmentum vorum
fengur að. Gróðalöngun hefir aldrei
verið leiðarvísir hans, hvorki í því
né öðru.
En blaðamensku Þorsteins verður
bezt lýst í fáum orðum, með því að
segja, að hann hefir altaf verið þar
hlédrægur maður um alt sem hon-
um sjálfum við kom. Er það hin
mesta prýði hvers blaðamanns. Hef-
ir hann í því efni sýnt þá fyrirmynd
sem íslenzkir blaðamenn ættu að
muna og virða vel. Honutn hefir
frá öndverðu verið það ljóst, að
hlutverk blaðamannsins er þá bezt
leyst af hendi, þegar hann er hinn
sanngjarni, fróðleiksfúsi áhorfandi
og áheyrandi, er miðlar af fróðleik
sínum og þekkingu, án þess að leiða
atlhygli að sjálfum sér.
A öndverðum blaðamenskuferli
hans var Þorstein ákveðinn skilnað-
armaður. Hafði sú afstaða í stjórn-
málakarpinu við Dani ekki mikinn
byr þá. En Þorsteinn sýndi þar
bæði djarfhug og framsýni sem oft
endranær.
En annað aðaleinkenni Þorsteins
sem blaðamanns, er sanngirni hans
og sáttfýsi. Eðlilegt væri í þeirri
orrahríð, sem hér hefir verið í
blaðamensku og stjórnmálum sið-
ustu áratugi, að 44 ára ritstjóri hefði
ekki komist hjá að fá nokkur merki
harðýðgi þeirrar, sem rikt hefir í
blaðamenskunni. En því fer fjarri
um Þorstein Gíslason. Mildari mann
í dagfari, og sanngjarnari í dómum
sinum er vart hægt að hugsa sér.
Þetta viðurkenna allir, hvar í fylk-
ing sem þeir standa. Enda er það
öllum vitanlegt, að Þorsteinn hefir
varla nokkurntíma borið hnjóðsyrði
á nokkurn mann af persónulegri
andúð til hans. Honum eru imálefn-
in hugstæðari en persónurnar. Kem-
ur þar enn fram hið sanna aðalein-
kenni blaðamensku hans, hin per-
sónulega hlédrægni.
Ritsnild hans er svo þjóðkunn, að
óþarfi er að lýsa henni. Hin góð-
látlega létta kímni, sem gerði greinar
hans á fyrri árum að hreinum bók-
mentaperlum, Ihefir fölnað nokkuð
á hinum síðari árum. Og þó finst
manni við viðkynningu, að hinn
sjötugi maður vera öldungis hinn
sami og hinn góðláti, kímni og hug-
myndaríki maður, sem skrifaði hér
svo fjörugar blaðagfeinar á síðustu
árum 19. aldar, að þær voru hress-
andi andblær fyrir hugsanir manna
og þjóðlíf alt.
Það þarf mikið meira en meðal-
mann til að hafa verið ritstjóri á fs-
landi í síðastliðin 44 ár, og lengst af
ritstjóri stjómmálablaða, eins og
Þorsteinn Gíslason, en eiga jafn fáa
óvildarmenn og hann.
Ritstjórn hans og ferill allur er
ekki sízt þessvegna svo eftirbreytn-
isverður, að íslenzk blaðamenska
ætti að geta haft af æfistarfi hans
og imannkostum varanlegt gagn um
langa framtíð.—Mbl. 26. jan.
FYR MÁ NÚ ROTA EN
DAUÐROTA
Nýlega hafa yfirvöldin ákveðið
að herða svo á eftirliti helgihalds-
laganna hér í borginni, að hvorki má
selja í búðum á sunnudögum mjólk-
urpela né brauðhleif. Gasolíu má
heldur ekki selja öðrum en læknum,
og kemur það ekkert ófélega heim
við alt það, sem verið hefir til þess
gert að auglýsa borgina og reyna að
hæna hingað straum ferðamanna.
Svo fáránlegt er þetta tiltæki, að
naumast getur hjá farið, að almenn-j
ingsálitið knýji yfirvöldin til ein-
hverra tilslakana. Vér höfum splunk-
ur nýjan borgarstjóra og kusum
hann í góðri meiningu; hann lætur
það verða eitt sitt fyrsta verk að
styðja annan eins óvinafögnuð og
þennan. Vér höfum bæjarráðs-
menn, sem vilst hafa af leið og látið
ginnast til fylgis við þessa nýju teg-
und harðstjórnar. Ekki er óhugs-
andi að einhverjum þessum háu
herruini verði rasráð sitt dýrkeypt
við næstu kosningar.
Aðgerð, og í raun og veru ger-
breytingu á Goodtemplarahúsinu, er
nú í þann veginn að verða lokið.
Rúmar það nú um 500 manns í sæti.
Er verk alt þannig af hendi leyst, að
íslendingum telst til sóma, og verð-
ur nú þarna einn af skemtilegustu
og fallegustu dans og samkomusöl-
um bæjarins.
DR. D. A. STEWART
LÁTINN
Siðastliðið þriðjudagskvöld lézt á
Almenna sjúkrahúsinu hér í borg-
inni, Dr. D. A. Stewart, yfirlæknir
berklavarnarhælisins að Ninette,
Man., 63 ára að aldri. Var hann
mannkostamaður hinn mesti og svo
fjölhæfur, að með fágætum verður
talið.
Dr. Stewart var gagnkunnugur
menningarsögu íslendinga og trúr
vinur þeirra; eiga þeir þar á bak að
sjá einlægum áhrifavini. Konu sína
misti Dr. Stewart í síðastliðnum
nóvembermánuði, þjóðkunna ágætis
konu.
THORSON MÖTMÆLIR
auknurn útgjöldum til hermála
J. T. Thorson, K.C., þingmaður
Selkirk kjördæmis, mótmælti því
stranglega í sambandsþinginu á
þriðjudaginn, að frjálslyndi flokk-
urinn væri einhuga og ásáttur með
uppástungur King-stjórnarinnar um
aukin útgjöld til hermálanna; kvaðst
eigi sjáhvernig slíkt yrði réttlætt, er
tekið væri fult tillit til ástandsins í
landinu, ekki sízt í Vestur-Canada:
sagðist hann vera gersamlega mót-
fallinn hinni fyrirhuguðu, auknu
f járveitingu, þó ihann á hinn bóg-
inn ekki gæti greitt atkvæði með
þingsályktunartillögu C.C.F. um
vantraust á hendur stjórninni.
TÉLUR STUÐNING
SJALFSAGDAN
Framkvæmdarstjóri Central bank-
ans, Mr. Towers, telur það óumflýj-
anlegt, að sambandsstjórnin veiti
Manitobafylki tafarlaust fjárhags-
legan stuðning. Telur hann fylkis-
stjórnina hafa beitt öllum þeim
sparnaðareglum, er hugsanlegar
voru.
SIR RODMOND P. RORIAN
LÁTINN
1 þriðjudaginn var lézt að Hot
Springs, Ark., Sir Rodmond P.
Roblin, fyrrum forsætisráðherra
Manitobafylkis; hafði hann átt vet-
ursetu þarna syðra í nokkur undan-
farin ár. Sir Rodmond átti 84 ára
aftnæli á mánudaginn; hann var ern
fram til þess síðasta ; banamein hans
var hjartaslag. Sir Rodmond var
maður mikill fyrir sér og harðsnú-
inn á marga lund. Eftir að hann
lét af stjórnmálum, rak hann bíla-
verzlunina Consolidated Motors hér
í borginni, í félagi við sonu sína.
KJÖRINN AÐ FORSETA
Dr. Vilhjálmur Stefánsson hefir
á fundi í New York, verið kjörinn
að forseta í félagi landkönnuða,
Explorers Club.—
ISLENSKUR SJÓMAÐUR
SLASAST I HÖFN
Kristinn Sigurðsson, háseti á e.s.
Dettifossi féll í gær frá dekki og
ofan í lest á Dettifossi. Skipið lá í
skipakví hjá Burmeister & Wain
skipasmíðastöðinni.
Kristinn slasaðist alvarlega, lilaut
mikil meiðsli á hryggnum. Hann
var strax fluttur á Sundbyhospital.
Læknarnir eru vongóðir um bata,
en segja að Kristinn muni þurfa að
liggja lengi á sjúkrahúsi.
Kristinn Sigurðsson er kvæntur
og búsettur hér í bænum.
—Mbl. 27. jan.
FRA SPANI
Síðustu fregnir þaðan benda enn
til þess, að árásarlið Francos sé jafnt
og þétt að vinna á. Samkvæmt sím-
skeytum á þriðjudaginn bendir
arnrgt til þess, að Franco takist inn-
an skamms að einangra Madrid og
hefta vistaflutning þangað.
Jón tónskáld Friðfinnsson
Nú hvílir í þakklæti hljómdísin hans
með hugljúfa, raddþíða kliðinn,
en tónarnir líða frá manni til manns,
í minning um hann sem er liðinn.
Við síðasta skilnaðinn sjáum vér bezt
hvert sólbros í daganna þáttum,
þá kennir oss sorgin og missirinn mest
að meta það rétt, sem vér áttum.
Við plóginn og stritið þér liljómaði lilýtt
í hjartanu sönggyðjan blíða,
en þungbær var skyldan við þjóðlífið nýtt
og þarfirnar dagsins að stríða.
En norræna þolið og þrautseigjan vann,
er þróttinum lyfti og hlúði.
Nú lifa hjá þjóð vorri lögin sem hann
frá listrænu strengjunum knúði.
Á góðvina fundum þú glaðlyndur varst
en glevmdir ei skyldunnar lögum,
af fíamgjörnum vilja þú byrðina barst
með bræðrum á landnámsins dögum.
En elskenda heimkynnið mattir þú mest,
þar manngildi vort er að finna.
Haf þökk frá oss öllum, en blíðast og bezt
frá brjóstunum ástvina þinna.
Fyrir hönd ástvina og kunningja hins látna.
M. Markússon.
SONG
M. A. B.
If I could walk the wind and fill
My emptiness with daffodill—
If I could reach the tops of trees
Where every cherry blossom sees
Its own reflection in the glass
Made by raindrops in the grass —
Most likely I ’d forget my pain
And throw away my heart again.