Lögberg - 18.02.1937, Síða 2
2
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1937
Leikföng og uppeldi
Eftir dr. Matthías Jónasson.
I. Eru leikföng nauðsynleg
þroska barnsinsf
Um langt skeið rikti sú skoSun í
uppeldismálum kristinna þjóða, að
leikþrá barnsins væri hin freistandi
tálrödd Satans í mannlegri verund.
Fjölmargir merkir uppeldisfræðing-
ar hafa af öllum mætti barist gegn
leikhneigð barnsins og beitt andlegri
og líkamlegri ofþjökun, fortölum,
ógnunum og refsingum til að sigrast
á henni. En þessurn guðs riddur-
um kom sízt til hugar, að “guðsneist-
inn” kynni að birtast í leikþrá barns-
ins, og að hún væri ein hin undur-
samlegasta tjáning mannssálarinn-
ar! Það var ekki fyr en Locke,
Rouseau og Pestalozzi beindu upp-
eldisfræðinni að persónu barnsins
sjálfs, að leik hneigðin var viður-
kend sem þáttur í menthæfni þess.
Fullan skilning á þýðingu leik-
hneigðarinnar í þágu uppeldisins
öðlast uppeldisfræðin þó fyrst fyrir
starí Fröbels. Hann varð fyrstur
manna til þess að meta og nota leik-
þrá barnsins i þjónustu uppeldisins.
Hann nam leiki barnanna af þeim
sjálfum og bjó til leikföng við
þeirra hæfi. Markmið hans var
tvenns konar: i. að gefa börnunum
kost á hentugum leikföngum, sem
efldu líkamlegan og andlegan þroska
þeirra, 2. að gera foreldrum upp-
eldisgildi leikjanna skiljanlegt og
kenria þeim að leika sér við börnin.
I þessum tilgangi stofnaði hann
leikjaskólann, sem síðan hefir
breiðst út meðal allra menningar-
þjóða.
Barnasálfræði nútimans hefir
sannað með ótvíræðum rökum, að
leikir og leikföng eru óaðskiljanleg
frá barnseðlinu. Hvert andlega og
líkamlega heilbrigt barn á sér eðlis-
ræna leikþrá, sem ekki verður að ó-
sekju lömuð eða drepin niður. Leik-
irnir eru frumstig alls náms, og
skynsamlega valin leikföng verða
því að teljast hin fyrstu og nauð-
synlegustu námsgögn, þótt vitan-
lega séu til þroskandi leikir, sem
engra leikfanga (í venjulegri merk-
ingu þess orðs) þarfnast. Enginn
maður öðlast fullan þroska, ef hann
hefir farið á mis við þá leikni og
þekkingu, sem leikirnir veita. Mörg-
um virðist það e. t. v. þýðingarlitið,
þótt börnin leiki sér að dúkkum,
boltum, leggjum og skeljum. En í
raun og veru þroska þessi leikföng
'hjá börnunum hæfileika, sem þeim
eru ómissandi síðar í lifinu. JDúkk-
an er ekki að ófyrirsynju kærasta
leikfang litlu stúlknanna! Og bolt-
inn á ríkari þátt í lipurð og hand-
lægni barnsins en ávítur foreldr-
anna fyrir klaufsku.
Ef nánar eru athuguð áhrif þau,
sem leikföngin hafa á þróun barns-
ins, kemur í ljós, að þau ná til hinna
ólíkustu hneigða og hæfileika. Hent-
ugt leikfang gefur ímyndunarafli
barnsins næg tækifæri til athafna og
þroska. Þannig notar barnið t. d.
ýms húsgögn, svo sem bekki, stóla,
kistur o. 'f 1. sem skip, vagna og
hesta, en hefir samt ekki þá með-
vitund, meðan á leiknum stendur,
að hér sé aðeins um mjög fátæk-
legan staðgengil raunveruleikans að
ræða, heldur eiga þessi imynduðu
farartæki fullkomið tilverugildi. I
augum litlu telpunnar er dúkkan
ekkert leikfang, heldur barn, veru-
leiki. Um þetta getur hver sann-
færst, sem gefur gaum þeirri um-
hyggju, sem “litla mamma” sýnir
barninu: Það er klætt og afklætt.
lagt til svefns og tekið upp, huggað
og ávítað, því eru saumuð ný föt,
rúmið þess e(r tilreitt með hinní
mestu umhyggju, og dúkkuvagnin-
um er ekið með mikilli varúð niður
af gangstéttinni, — rétt eins og f ull-
orðnu mæðurnar gera. Eg þekki
persónulega litla stúlku, sem grét
beiskum tárum, þegar einhver
frænkan 'færði henni að afmælisgjöf
tólftu brúðuna. “Hvar á eg nú að
láta öll börnin sofa?” spurði hún.
En móður hennar fanst óþarfi, að
hún ætti meira en eitt dúkkurúm og
einn dúkkuvagn. Þessi sama telpa
átti einu sinni að gefa eitthvað af
ríkidæmi sínu haada fátækum börn-
um fyrir jólin. Hún gerði það fús-
lega eins og systkini hennar, og
gjafirnar voru lagðar á stórt borð í
afviknu herbergi. Vinstúlka mín gaf
margar ‘fallegar dúkkur, enda hafði
hún af nógu að taka. En meðal
þeirra var gömul og ósjáleg tusku-
dúkka, sem telpan hafði átt mjög
lengi og þótti ákaflega vænt um.
“Eg gat ekki sofið alla nóttina,”
sagði hún mér; “eg var alt af að
hugsa um hana Lísu (dúkkuna), og
eg gat ekki séð af henni. Morgun-
inn eftir læddist eg inn í herbergið,
þar sem gjafirnar lágu, og tók hana
aftur. Það vissi enginn nema guð,
og mér þótti svo vænt um hana
Lísu.” Eg þekki fá dæmi, sem bet-
ur sanni alvöru og raunveruleika
leikjanna en þetta. Ósjálegasta
“barnið” á ástríki “móðurinnar” svo
óskift, að hún getur ekki slitið sig
frá því.
Annar meginþáttur leikfanganna
í uppeldi barnsins er að þroska
formskygni augans, þreifiskyni
handar og handlægni yfirleitt. Þetta
er mikilsumvert, jafnt piltum sem
stúlkum. Þarf ekki langra rann-
sókna við, til að sannfærast um, að
íslenzk börn skortir mikið á þessu
sviði. Er sú staðreynd því sorglegri,
sem hagleikur karla og kvenna hefir
fram á síðustu tíma átt ríkan þátt í
menningu þjóðarinnar. Að vísu
reyna skólarnir með teiknum og
handavinnu að hamla hignun þess-
ari, en sú viðleitni ber því aðeins á-
rangur, að heimilin sjálf leggi af
mörkum sinn mikilsverða skerf, þ. e.
gefi börnunum leikföng, sem á eðli-
legan hátt aéfa lægni þeirra, athygli
og föndurhneigð.
Leikjaskóli Fröbels hefir aflað
oss ómetanlegrar þekkingar á leik-
hneigðum barnsins og búið til fjöl-
mörg leikföng handa því. — Barna-
sálarfræði nútímans hefir fetað í
fótspor hans, svo að nú ery,til leik-
fangakerfi, miðuð við hneigðir og
þroskastig hvers aldursskeiðs. Slík
leikföng verða af o'fangreindum á-
stæðum að teljast hverju barni ó-
missandi. Auk þess sem þau æfa
andlega og líkamlega hæfileika
barnsins, dvelja þau fyrir því og
spekja það, svo að það veldur hin-
um fullorðnu minni erfiðleika en
ella myndi. Þetta atriði er ekki lítils
vert. Leiknautn barnsins er því jafn
eiginleg og leikþráin. Hún er vaxt-
ar- og þroskaskilyrði á sama hátt og
svefninn. Barnið gleymir sjálfu sér
um leið og það nýtur leiksins. Það
er áríðandi, að hver mentgjafi skilji
þetta, því að hvert þroskaskeið er í
sjálfu sér fullkomið, og ekki aðeins
undirbúningur undir hið næsta.
Bernskan á sín eigin gildi, og upp-
eldis'fræðin er hætt að líta á börnin
sem “litla fullorðna.” Það er og
hverri móður auðsætt, að uppeldi
barns, sem með öllu væri án feik-
fanga, er hrein frágangssök. Fyrst
og fremst af því, að slíkt barn væri
næstum aldrei rólegt, neina meðan
það mataðist og svæfi, svo að það
þarfnaðist sífelt eftirlits fullorðinna.
I öðru lagi sökum þess, að leikþrá
barnsins er öllum boðum fullorð-
inna yfirsterkari, svo að barnið
finnur sér sjál'ft upp leikföng, jafn-
vel þótt það hafi ekki annað til um-
ráða en eigin likama og klæði sín.
Leikföngin eru þroska barnsins jafn
áríðandi og næringin og svefninn, en
auk þess eru þau náðargjöf til önn-
um kafinna foreldra.
2. Hvernig velja beri leikföng.
Það er ekki tilgangur þessa grein-
arkorns, að skýra til fulls eðji leik-
fanga og leikja barnanna. Til þess
þyrfti að rita heila bók. Ofan-
skráðar línur eiga aðeins að sýna, að
leikföng eru enginn óþarfi, sem eins
vel mætti án vera. Nú mun eg á
sama hátt leitast við að rökstyðja þá
4* - _ ....
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man. . .. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota... B. S. Thorvardson
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota .
Bellingham, Wash. .
Blaine, Wash. Arni Símonarson
Bredenbury, Sask. .
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask..
Cypress River, Man.
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota
Elfros, Sask Vlrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask....
Garðar, N. Dakota..
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota ..
Husavick, Man. ...
Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta. ..
Minneota, Minn. ...
Mountain, N. Dak. . S. J. Hallgrímson
M Mozart, Sask.
Oak Point, Man. ...
Oakview, Man
Otto, Man.
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash.
Siglunes P.O., Man.
Silver Bay, Man. ...
Svold, N. Dak. B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota .
Víðir, Man
Vogar, Man ... Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man. ..
Winnipegosis, Man.. . . .Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask
—-
▼GOOD HEALTH“
FOR OnLY 4< fl DflY
Hundruð Winnipegbúa efla heilsu
sína með því að éta VITA-KELP
töflur, hina nýju málmefna fæðu.
VITA-KELP ber mikinn árangur
til lækningar taugabilun, gigt,
bakverk, meltingarleysi, ónógri
líkamsþyngd, nýrnaveiklun, svefn-
leysi og mörgum fleiri kvillum,
sem stafa frá skorti málmefna I
likamanum.
Fáið flösku í dag! Tryggið
heilsu yðar fyrir 2 til 4c á dag.
Fæst I öllum lyfjabúðum eða
póstfritt hjá
Runion’s Drug Store
541% ELLICE AVE.
Winnipeg
SÍMI 31355
Verð: 200 töflur ...............31.50
350 töflur .............$2.25
1000 töflur .............$5.40
skoðun, að ekki má fá börnunum
leikföng af handahófi, heldur verður
að velja þau eftir ákveðnum upp-
eldis- og sálfræðilegum sjónarmið-
um.
Ef maður athugar börn, sem eiga
allsnægtir leikfanga, þá kemur í ljós,
að þau velja eftirlætisleikföng sin á
tvennan hátt. Fyrst og fremst eiga
öll leikföng miklu dálæti að fagna,
meðan “nýjabrumið” loðir við þau.
Hið nýja veldur barninu mikillar
hri'fningar og heillar hug þess. En
slíkt dálæti dvínar undra fljótt, ef
leikfangið samsvarar ekki hinni
sönnu leikhneigð barnsins. Slík
leikföng gleymast fljótt og verða að
víkja fyrir öðrum betri. I öðru lagi
velur barnið leikföngin eftir því, hve
mikið svigrúm þau veita ímyndunar-
afli þess og hve háar kröfur þau
gera til leikni þess.
Fá leikföng munu uppfylla báðar
þessar kröfur betur en dúkkan og
byggingakubbarnir, — enda eiga
hvorutveggja langvarandi dálæti að
fagna hjá barninu. Á eg þá auð-
vitað við dúkku, sem hægt er að
leika sér að, en ekki silkiklæddan
postulínsengil, sem barnið þorir
naumast að snerta sökum feimni eða
af ótta við að skemma hann. Dúkþa,
sem ekki er hægt að klæða og af-
klæða, sem ekki er hægt að þvo og
sauma ný föt, getur vel orðið fá-
bjána til afþreyingar, en er fullvita
börnum einskis virði. Sama gegnir
með byggingakubbana, að þeir verða
að samsvara námsþörf barnsins.
Þeir mega t. d. aldrei vera svo ein-
skorðaðir, að barnið sé þrælbundið
við fyrirfram ákveðin form, heldur
eiga þeir að veita hugkvæmni þess
og skapandi hugsun næga tjáningar-
möguleika.
Nú eru auðvitað til leikföng, sem
eru meir einhliða en þau, sein nefnd
voru. Þau eru ekki minna virði fyr-
ir því, ef þau að eins samsvara
námsþörf og leikhneigðum barn-
anna. Sem dæmi má nefna hand-
boltann. Hann gefur ímyndunarafli
barnsins lítið svigrúm, en samsvar-
ar aftur á móti mjög vel hreyfiþörf
líkamans. Boltinn æfir barnið í að
fleygja og grípa, hoppa og hlaupa,
meta á augabragði stefnu fljúgandi
hlutar, bregða við snöggt og ákveð-
ið. Sumir boltaleikir barnanna
krefjast svo mikillar athygli og
sjálfsstjórnar, að furðu gegnir, að
börnin skuli leggja slíka þvingun á
sig. En einmitt slík fyrirbrigði sína
ótvírætt, að leikirnir eru ekkert blint
fálm, heldur stjórnast af ákveðinni
náms- og þroska-þörf barnsins. Sem
dæmi leikfanga, er einkum þroska
ímyndunarafl barnsins, má nefna
leggi og skeljar. Þetta er af sjálfu
sér ljóst hverjum, sem horft hefir
á börn leika með skeljahjarðir sín-
ar. Hinar ýmsu tegundir skelja eru
greindar eftir flokkum húsdýranna
og tákna þá: t. d. hesta, kýr og
kindur. Nánar eru aðgreindar ær
frá sauðum og hrútum, lömb frá
gemlingum, og að lokum fær hver
ær sitt lamb. Hjarðir eru reknar á
afrétti, fé er smalað, rúið, fært frá,
—alt, sem gerist í veruleikanum, æfa
börnin með þessum einföldu og ó-
dýru leikföngum.
Vér, 20. aldar menn, lifum á tím-
um tækninnar, enda hefir hún eigi
látið leikföng vor ósnortin, heldur
valdið þar róttækri byltingu. Ekki
svo að skilja, að gömlu leikföngin
hafi mist gildi sitt. En líf menn-
ingarþjóðanna verður flóknara með
hverjum áratug, og því krefst náms-
þörf barnsins samsvarandi leikfanga.
Tæknimenningin á alt of ríkan þátt
í lífi nútímamannsins, til þess að
vanrækja megi hana í leikjum barn-
anna. Einnig Ihefir vélfræðin þeg-
ar sannað, að á vissum aldri hafa
börnin mikinn áhuga fyrir tækni
og öllu þar að lútandi. Þetta gefur
leikþrá barnsins ákveðna hneigð eða
stefnu. Þvi að barnið leikur sér á-
valt þannig, að leikur þess er með-
'fram beinn eða óbeinn undirbúning-
ur undir starf þess í heimi veru-
leikans.
Samkvæmt þessum skilningi flyt-
ur Ieikfangaframleiðslan börnunum
leikföng, sem gefa þeim tækifæri til
að skygnast inn í heim tækninnar og
æfa sig þar. — Með þessu á eg auð-
vitað ekki við fánýtt dægurglingur,
sem annaðhvort er ónýtt frá byrjun
eða fengið alt of ungum börnum í
hendur, sem spilla því af 'fáfræði,
t. d. vögnum með fjaðrahreyflum
sem dregnir eru upp með áföstum
lykli og aka spölkorn yfir gólfið,
unz draga verður þá upp á ný. Slik
leikföng eru barninu engin tækni af
þeim sökum, að það botnar ekkert i
gerð þeirra, enda eiga þau aldrei til
lengdar vinsældum barnsins að
fagna. Afdrif þeirra eru ávalt á
þessa leið: Litlu börnin snúa lykl-
inum öfugt, losa hann í, og er þá
hreyfillinn ónýtur. Oft leika þau
sér að bilnum eins og enginn hreyf-
ill væri í honum, en eldri börn og
gáfaðri linna ekki fyr en þau hafa
tekið leikfangið í sundur, til þess
að skoða það nánar, en auðvitað er
það þá ónýtt framvegis. Alt slíkt
glingur hefir óheppileg og heimsk-
andi áhrif á börnin, af því að það
veitir hugsun þeirra og hugkvæmni
•fá tækifæri til starfa. Auk þess ala
síónýt leikföng á heimtufrekju og
óánægju hjá barninu. — Leikföng
þau, sem samsvara leikhneigð og
námsþörf barnsins á tæknialdrinum,
eru gerð með það fyrir augum, að
þau efli í senn hugkvæmni þess og
athygli, vilja og handlagni. Þetta
takmark næst með því, að fá börn-
unum ekki í hendur fullkomnar vél-
ar, sem þeim hljóta að vera með öllu
óskiljanlegar, heldur að gefa þeim
tækifæri til að setja sjálf saman
ýmsa hluti eftir lögmálum tækninn-
ar. Ef barnið sjál'ft fær að setja
leikföngin saman, veitist hugkvæmni
þess og þolinmæði, athygli og hand-
lagni nægilegt verkefni. Á þennan
hátt er lika hægt að gefa gaum að
hverju aldursskeiði og þroskastigi
barnsins, með því að velja verkefni
mismunandi auðveld og flókin, í
samræmi við þennan skilning eru
leikföng til á öllum stigum, alt frá
einföldustu kubbum, til þess að
byggja úr hús, turna og brýr, upp í
ramflóknar járnbrautarstöðvar úr
stáli, eða lyftikrana, sem líta út eins
og víravirki. Þar á milli liggja alls
konar hlutir, sem hægt er að setja
saman úr tegldum smáspýtum, t. d.
borð, stóla og alls kyns húsgögn,
plóg, þúfnabana, vindmyllu, vagn,
bíl, flugvél, skip o. m. fl. Stokkar
með efni í 40 mismunandi hluti þess-
arar tegundar kosta í Þýzkalandi 70
aura íslenzka í lausasölu. Enn frem-
ur má géta þess, að 3. gullastokkur
Fröbels kostar 40 aura. (Ausge-
fuhrte dritte Gahe, kom út árið
1844). í honuim eru 8 formfagrar
myndir af 71 gerð. Börnin leika sér
að því að setja þetta saman, og er
það oft allmikið vandaverk fyrir
fljótfærinn hug og lítt æfðar hend-
ur. En þau unna þessum leikjum
og læra ótrúlega mikið af þeim,
verða laghentari og þolinmóðari en
ella, skerpa skilning sinn og athygli.
Viðfangsefnið hefir svo mikla
breytimöguleika, að hugkvæmni
barnsins getur spreytt sig rækilega
á því. Ungur vinur minn á t. d.
járnbraut með tvöföldu spori ásamt
tveim lestum og stórri stöð. Það er
meir en tveggja stunda verk fyrir
hann, að byggja upp brautina og
stöðina, og í hvert skifti finnur
hann nýja möguleika — og nýja
erfiðleika.
Af þessu ætti að vera orðið ljóst,
að hlutræn rök liggja til grundvall-
ar vali leikfanga. Leikföngin verða
ávalt að veita barninu viðfangsefni
fyrir huga og hönd, sem því er yndi
að glima við. Þvi eru góð leikföng
aldrei leikföng eingöngu, heldur
ja'fnframt námsgögn. Af þessu leið-
ir, að val leikfanganna verður í senn
að fullnægja námsþörf og leik-
hneigðum barnsins, eins og það
sjálft samræmir þær í leikjum sín-
um. Þanngi valin leikföng eru barn-
inu ómissandi undirbúningur undir
skólann og alt nám yfirleitt, ef verða
á að fulluim notum. Sé þessa aftur
á móti ekki gætt, heldur tilviljun
látin ráða, hvaða leikföng börnunum
eru fengin í hendur, hlýtur margt
leikfang að verða hefndargjöf, sem
síðar hamlar framgangi og þroska
mannsins á ýmsan hátt. Slíkt er
ekki aðeins hættulegt einstaklingn-
um, heldur þjóðinni í heild, og verð-
ur því alt hirðuleysi gegn betri vit-
und í þessum efnum að teljast við-
komöndum þungur ábyrgðarhluti.
3. Ríkisútgáfa og einkasala á
leikföngum.
Óhjákvæsmilegt skilyrði þess, að
börnin eignist hæfileg leikföng, er
það, að slík leikföng séu þekt og fá-
anleg í þeirri grend, sem börnin al-
ast upp á. Hjá oss íslendingum er
þessu því miður ekki þannig farið.
Hver sem reynt hefir að ganga milti
TILKYNNING UM NÝJA TEGUND
KIECLE’Í
EXPCKT
-CEEC-
óviðjafnanleg að gæðnm og ljúffengi
Framleidd hjá
The Riedle Brewery
Límited
Stjórnað og starfrœkt af eigandanum
Fæst í vínbúðum stjórnarinnar, bjórstofum, klúbbum
og hjá bjórsölumönnum. Eða með því að hringja upp
57 241 and 57 242
AUKIÐ VINNULAUN I MANITOBA
This advertisement is not inserted by Qovernment Liquor Control Commission. The
Commissipn is not responsible for statements made as to quality of products advertised.