Lögberg - 18.02.1937, Side 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1937
3
A Vision
By Helen Swinburne, Midnapore
I roamed amid tlie woods at eventide
In quiet reverie, when lo — I spied
Two figures flitting past;
Through the long shadows they sped side by side,
And lovingly each held the other fast.
One was clad in raiment shining bright,
Her lips were smiling and her eyes alight,
She moved with easy grace;
The other, robed in garments dark as night,
Passed with silent step and covered face.
One was Life, full beautiful was she,
The other, Death, shrouded in mystery,
The twain 1 looked upon;
Mayhap they were but a strange imagery,
A fleeting vision that would fade anon.
With one accord they paused and turned to where
I stood — and I beheld that Death shone fair
As with a lieavenly ray
Of light, a beauty far beyond compare;
Then darkness fell — the vision passed away.
leikfangabúða Reykjavíkur — að eg
tali ekki utn aðra staSi — og leita
þar hentugra leikfanga, mun ekki
geta dulist þess, aS hér er æSi mörgu
ábótavant. Vitanlega hafa kaup-
menn ýmislegt á boSstólum., þrátt
fyrir gjaldeysishöft og aSrar höml-
ur. En einmitt þaS, sem á boSstól-
utn er, sýnir ótvírætt, aS þaS er val-
iS af mönnum, sem ekki bera hiS
allra minsta skynbragS á leikföng
eSa leikþarfir barnanna. Á íslandi
eru leikföng skoSuS sem hver önnur
verzlunarvara eSa öllu heldur gling-
ur, sem kaupmaSurinn reynir aS
koma út eins og bezt gengur án þess
aS hugsa mjög um hina sönnu þörf
kaupendanna. Ef ekki eru til bygg-
ingakubbar, er mælt meS gúmmi-
hundi, sem ýlir, ef hann er klipinn!
''ÞaS er voSa mikiS keypt” og “börn-
in hafa gaman af öllu,” þannig
hljóSa hin djúpvitru töfraorS, sem
flestir loreldrar láta sigrast af. —
Eg hefi eftir föngum reynt aS afla
mér persónulegrar reynslu af ís-
lenzkum leikfangamarkaSi, og yrSi
of langt mál aS skýra frá henni hér.
Vfirleitt má segja, aS glingrið yfir-
gnæfi í leikfangabúSum hö'fuðstaS-
arins, en auk þess eru einstakir,
annars nýtilegir hlutir gripnir út úr
heildarkerfi og þannig rændir
þroskagildi sínu, SamstæS heild
nýtilegra leikfanga mun alls ófáan-
leg, og — eftir “upplýsingum” búS-
arþjóSanna aS dæma — óþekt. Ekki
miSast leikfangabirgðirnar heldur á
neinn hátt viS sérhneigðir og þroska-
stig hinna ýmsu aldursskeiða hjá
barninu. En almenn leikföng, sem
naumast er hægt að villast fram hjá,
eins og dúkka og bolti, eru seld meS
okurverði, sem ekki samsvarar á
nokkurn hátt verSlagi á slíkum hlut-
um meS nágrannaþjóSum vorum.
Slik fjarlægS er líka auSsæ, aS
leyfa hverjum kaupmanni að verzla
eftirlitslaust með einhver nauðsyn-
legustu námsgögn barnanna. ÞaS er
ekki meS nokkurri sanngirni hægt
að krefjast þess, að venjulegur
kaupmaSur viti, hvaða leikföng séu
börnunum heppilegust. Slík krafa
er í sjálfri sér jafn mikil fjarstæSa
og sú skoðun, aS hver kaupmaður,
sem vel er fær um aS verzla með
kartöflur, harSfisk og grænsápu,
ætti jafnframt að verzla meS bækur.
ÞaS væri misskilningur að álíta, aS
siður þyrfti sérþekkingar viS til þess
að verzla með leikföng en meS bæk-
ur. Eg hefi sýnt hér að ofan, hve
áfar-áríðandi leikföngin eru þroska
barnsins, en til þess að þau komi aS
almennutn notum, verSa foreldrar
að eiga kost góðra leiðbeininga um
vaJ leikfanga. Framleiðsla og inn-
kaup leikfanga verða að fara fram
samkvæmt ráSi og undir eftirliti sér-
íróðra manna. Aðeins þannig fæst
full trygging fyrir því, að heppileg
leikföng verSi á boSstólum, en
uieiskulegt glingur yfirgnæfi ekki á
leikfangamarkaðinum, keypt og selt
af handahófi.
MeS lögum frá 23. júní 1936 hef-
ir ríkiS tekið útgáfu námsbóka
barna í sínar hendur. Getur engum
dómbærum dulist, að þetta megi
verSa barnafræðslu vorri til mikilla
bóta. ÞaS ástand hefir reynst óviS-
unandi, aS hver sem vildi gæti skrif-
aS námsbækur handa börnum, ef
honum aSeins tókst að fá eitthvert
forlag til að gefa þær út. Ríkis-
stjórnin aftur á móti ætlar sér aS
gefa út námsbækur samkvæmt til-
lögum þriggja manna nefndar,
reyndra og valinna skólamanna. Og
þótt kenslufræðileg mentun (didak-
tik) sé enn þá í hinni mestu niSur-
lægingu meðal vor, Islendinga, þá
lcikur samt ekki vafi á þvi, að með
þessum ákvæðum er ríkisstjórnin á
réttri leið. Það liggur líka beinast
við, að ríkisstjórnin annist útgáfu
námsbóka, eins og hún ákveSur
skólahald og mentun kennara.
MeS niðurfærslu skólaskylduald-
urs hefir stjórn fræSslutnálanna
stigiS stórt skref í áttina til þess, aS
rækja námshneigð barnsins, jafip
skjótt og þroski þess leyfir. ÞaS
mætti e. t. v. deila um, hvort þetta
skref hafi ekki veriS of stórt. fs-
lenzk börn eru seinþroska, en enn-
þá héfir ekki verið sannað, á hvaða
aldursskeiSi þau ná þeim þroska,
sem alment er krafist við skólabyrj-
un. Eg hallast að þeirri skoðun,
þótt mig hins vegar bresti allar sann-
anir fyrir henni ennþá, aS núgild-
andi skólaskyldualdur (fullra 7 ára)
samsvari nokkurn veginn þroska-
hraSa íslenzkra barna, sem eiga viS
góS uppeldisskilyrSi að búa. En sé
svo, þá er sýnt, hve aSaráríðandi það
er, að efla þroska barnsins sem bezt,
einmitt á fyrsta up;>eldisskei8inu,
áður en þaS kemur í skólann. Því
að á slíkum “undirbúningi” byggist
árangurinn af starfi skólans. Nú er
það sannaS, aS auk móSurmálsins er
ekkert jafn þroskandi fyrir barnið
á þessu skeiSi sem leikirnir og leik-
föngin. AuSvitaS leikur skólabam-
iS sér einnig, og verSa leikirnir því
bæði beint og óbeint (sem hvild frá
marksæknu námi) til aukins þroska.
En að allra dómi valda þó leikimir
mestu um þroska barnsins fram að
skólaskyldualdri. Á þessu skeiSi
rótfestast hséfileikar og hneigðir
barnsins, ef umhverfið er milt og
frjótt. Leikföng og leikir veita
barninu andlega næringu, meðan þaS
er ennþá of viðkvæmt til að þola
kjarnfæSu. veruleikans. ÞaS er þvi
meS ÖIlu óverjandi, að láta tilviljun
eina ráða því, hvort barninu á þessu
skeiði séu fengin þroskandi leikföng
eSa heimskandi glingur i hendur.
Af þessari ástæðu og öSrum, sem
aS ofan voru greindar, er auðsætt,
aS það væri í beinu áframhaldi lag-
anna um ríkisútgáfu námsbóka, að á
satna hátt yrði séð fyrir leikföngun-
um, enda er í báðum tilfellum hin
sama nauðsyn fyrir hendi. VirSist
liggja beinast viS, að útgáfa og
einkasala leikfanga yrSi hliðstæð
stofnun viS námsbókaútgáfuna, auð-
vitað með þeim mismun á fyrir-
komulagi, sem bæði sviSin krefjast.
Utgáfuforlag leikfanga ætti að hafa
algert einkaleyfi eins og ríkisútgá'fa
namsboka og myndi þaS þá eflaust
geta boriS sig fjárhagslega, en jafn-
fraimt séS börnunum fyrir leikföng-
um meS langtum vægara verði en nú
er. Leikföngin bæri að framleiða i
landinu sjálfu, aS svo miklu leyti
sem við verður komiS. ------- Þess
má geta til fróSleiks þeim, sem Iítt
hafft kynt sér þessi efni, að i öðr-
um menningarlöndum eru til stór
'forlög, sem einungis fást viS útgáfu
leikfanga handa börnum. Hafa for-
lög þessi vitanlega sálfræSilega
mentuðum mönnum á að skipa, til
aS dæma um gildi þess, sem berst
frá “leikfangahöfundunum,” rétt
eins og bókaforlögin hafa bóklærSa
ráðunauta. Þannig er valiS úr fyrir
fram eftir sjónarmiSum barnasál-
fræðinnar, svo aS naumast er hætta
á, að út verði gefin óheppileg eða
jafnvel þroskaspillandi leikföng. Þá
eru gefnir út leiðarvísar um val leik-
fanga handa hinum ýimsu aldurs-
skeiðum, en auk þess er í hverri
sölubúS sérmentaSur maður, eins
konar leikfangafræðingur, sem fús-
lega lætur foreldrum góð ráS og
leiSbeiningar í té. Gegn þessum
forlögum standa auSvitað vissir
“framleiðendur,” sem fylla markaS-
inn með allskonar glingri, nefna það
leikföng og ginna fárátt fólk til að
kaupa það handa börnum sínum.
En þessir framleiðendur tilheyra
þeim öflum, sem nærast af heimsku
mannkynsins og fáfræði, og byrja
því eðlilega að búa í haginn fyrir sig
hjá smábörnunum. Margir foreldr-
ar láta ginnast af glingri þessu og
fagurgala, ýmist vegna fávísi eSa á-
byrgðarleysis. En hugsandi fólk
með lifandi ábyrgðartilfinningu veit
þó, hvert þaS á að snúa sér, ef það
vill af'la ungum börnum sínum hinna
einu námsgagna, sem aldri þeirra
hæfir: leikfanganna.
—AlþýSublaðiS.
Mývatnssveit
(Niðurl.)
HrauniS, sem tók fjóra bæina,
staSnæmdist að norðanverðu við
svokallaða Fagranesshóla; vafalaust
draga þeir nafn af einum bænutn,
sem varS fyrir barði hraunsins. Þeir
eru áframhald af hólabelti og fara
lækkandi og hverfa við hraun rönd-
ina. Sunnan undir hólunum er
sléttur vallendis blettur, líklegast
leifar af túninu í Fagranesi. í norð-
an stórhríðum hleðst fannfergja á
hólana og snjóhengja aS sunnan,
drifhvít jafnaðarlega, er snjóhengja
þessi stórfeld sjón og undarleg þeg-
ar skín á hana. Engar mannaleiðir
liggja þar að vetrinum og engin
skepna dirfist að stíga þar fæti,
vegna ófærSar. Endurminningar
hólanna gera þá aS undraverðu fyr-
irbrigði — gera þá aS landamerkj-
um þess líðandi og þess liðna, þess
sýnilega og hulinna heima, sem ekki
fær hugur gripiS.
Oft var gaman að reika um hóla
þessa með hugann á horfinni tíS.
Sögu hafa þeir að segja, sem eng-
inn fær numiS. Beit er þar góð
á sumrum, og gott fyrir smalann að
standa af sér hretviðri i hellisskút-
um í hrauninu, þaðan sem hægt er
að sjá til fjárins.
Hitt merkilega við hraun þetta er
"kirkjugarðurinn,” sem hraunið hef-
ir hlaSið umhverfis kirkjuna.
Hraunkampurinn er nægilega hár til
þess aS ofan og austanverðu, að
hann hefSi hæglega getað haldið á-
fram 0g eySilagt kirkjuna, en það
var ekki leyft sýnilega.
Kirkiuvöllur þessi er talsverður
ummáls; stóðu þar út í frá fjárhús
allstór, og standa ef til vill ennþá.
Ekkert skal um það dæmt með
hverju móti kirkjan eignaðist hina
traustu hraunborg sina, en eftir-
minnanleg verða orð skáldsins:
“Kirkja vors GuSs er gamalt hús,
GuSs mun þó bygging ei hrynja,
GuS er til hjálpar henni fús,
hvernig sem stormarnir dynja.
Mannvirki rammger féllu fljótt,
finnur enn skjóliS kristin drótt
Herrans í húsinu forna.”
Mig langar til aS minnast á tvo
viSburSi meSal margra annara, sem
vafalaust teljast meir til gamans en
gagns af mörgum.
Þegar Hjálmar Helgason bjó í
Vogum og kona hans SigríSur, var
þar í vinnumensku Baldvin Stef-
ánsson. Baldvin þekti eg vel og aS
góðu einu; hann var fádæma at-
hugull, minnugur vel og prýðilega
greindur.
Það var fyrri hluta vetrar og í
góðri tíS, að Baldvin gekk daglega
við féð, sem lá úti upp og austur
frá Vogum. Eitt sinn þegar Baldvin
er að ganga viS féS er honum geng-
iS fram á kvosbarm, sér hann aS
annars vegar í kvosinni er bjarg-
stallur og skúti inn undir, gengur
hanrt niður aS skútanum og litast
um, hinnur hann bein inn undir
bjarginu, hvít og skinin. Hann at-
hugar beinin og þykist sjá aS séu
tmannsbein frernur smá. Heldur
Baldvin síSan áfram ferð sinni.
Daginn eftir gengur Baldvin viS
féS og tekur meS sér belg; gengur
hann aS skútanum og hirðir beinin
og tínir þau upp í belginn; fer meS
þau heim aS beitarhúsum þar nærri,
og hugsar sér aS leggja þau í vígða
mold þegar næst verði jarSaS viS
ReykjahliSar kirkju.
Þá var i Vogum próventutnaSur
garnall er hét Jóhannes. Hann tók
aS kvarta yfir því, aS hann dreymdi
á hverri nóttu stúlku, sem ásækti
sig með því aS vilja leggjast til fóta
í rúminu hjá sér. Fór svo fram um
hríS.
Einn morgun er Jóhannes er ekki
kominn á fætur, kemur SigriSur inn
og biður hann aS klæSast og ná fyrir
sig vatni; þegar hann kemur fram
getur hann þess, aS sig hafi verið
að dreyma svo afar undarlegan
draum og sig langi til aS segja hann.
SigríSur biður hann að flýta sér aS
ná vatninu, því sér liggi á því, hún
skuli hlusta á drauminn þegar hann
komi aftur. Fer nú karl eftir vatn-
inu. ÞaS líður æði stund svo að
hann kemur ekki; fer þá Sigríði að
lengja eftir honum, og gengur út
til að litast um; sér hún þá föturn-
ar, á leiðinni til brunnsins, og Jó-
hannes er þar hjá, bráðkvaddur.
Á sínum tíma er lík Jóhannesar
flutt til grafar; er þá og komiS meS
beinin fundnu og búiS um þau við
fótagafl líkkistunnar, og lögð þar
í vígða mold.
Var þaS álit margra að ung stúlka
mundi hafa orSið úti endur fyrir
löngu; hún hefSi boriS beinin í
skútanum, þar sem Baldvin fann
þau, að hún hefSi boðað Jóhannesi
feigð með því aS koma til hans í
draumi, og verið fyrirboði þess,
að bein þeirra ættu aS hvíla saman.
Eitt sinn voru tveir menn viS
veiSar i vatninu, afburSa sundmenn
báSir. Þeir höfSu veriS aS draga
fyrir um nóttina; það var komiS
langt fram á vor, veður var stilt og
glaða sólskin og stutt til lands að
sækja.
Þegar fólki tók aS lengja eftir
mönnum þessum, var fariS að
grenslast eftir þeim; fundust þeir
druknaðir skamt þaðan sem þeir
voru að veiSum, og voru sokknir til
botns.
Ekki gátu menn skilið hvernig
dauða þessara manna bar að. Sumir
höfSu óljósan grun um það, aS þeir
myndu hafa fundiS kaupstaðarmenn,
sem áttu leiS þar um, og að þeir
myndu hafa bragðað á víni, nóg til
að gera þá ver fyrir kallaða; var á-
litið að annar mundi hafa hrokkiS út
úr byttunni og hinn - reynt til að
bjarga, og steypst á eftir; benti til
þess það, að vesti annars mannsins
var afhnept, eins og hefði verið rykt
í það.
Annars er dauði manna þessara
ráSgáta.
Um þessar mundir bjó maður
nokkur í Máskoti, sem er að neSan-
verðu MývatnsheiSar ; var hann tal-
inn skygn. Hann sagSi iSulega fyr-
ir komu Mývetninga deginum fyrir
komu þeirra. Þegar hann var spurð-
ur um þetta, gat hann þess, að hann
þættist sjá þá félaga, þá sem drukn-
uðu i Mývatni á ásnum fyrir ofan
bæinn, þóttist vita að Mývetninga
væri að vænta.
Ekki getur farið hjá því að ísland
verður leyndardómanna land í huga
allra, sem kunnugir eru þjóðsögun-
um.
Landvættir standa á varSbergi i
fjörðum; ókennanlegar ókindir eru
á ferS í næturmyrkri skammdegis-
ins, tröll byggja fjöll og óvættir
fossa og hella, undarlegar skepnur
eigra með sjó fram og gefa af sér
undarleg hljóð; ferðamenn sjást á
ólíklegum stöðvum; útburðarvæl
berst frá holtum; sláttur heyrist og
strokkhljóð frá felluni og klettum,
o. s. frv.
Business and Professional Cards
... ........................
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Grahani og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tlmar 2-3
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK
SérfrœCingur I eyrna, augna, nef
og hálssjúkdðmum.
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalsttmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusími — 22 251
Heimili — 401 991
PRESCRIPTIONS FILLED
CAREFULLY
Goodman Drugs
COR. ELLICE & SHERBROOK
Phone 34 403 We Deliver
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstími 3-5 e. h.
218 SHERBURN ST.
Sími 30 877
DR.B. H.OLSON
Fhones: 35 076
906 047
Consultation by Appolntment
Only
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
Dr. Herbert J. Scott
306-7 BOYD BLDG.
Stundar augna-, eyrna-, nef- og
kverka-sjúkdðma
Viðtalstlmi 2-5, by appointment
Slmi 80 745
Qleraugu útveguS
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrœSingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
íslenzkur lögfrœSxngur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
BUSINESS CARDS
Ákjósanlegur gististaBur Fyrir Islendingat Vingjarnleg aðbúð. Sanngjamt verð.
Cornwall Hotel
MAIN & RUPERT Sími 94 742 •
A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasaiar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 767—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaSur < miSbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 4 Oc—6 Oc Free Parking for G-uests
Eg er viss um að smalarnir hefðu
frá mörgu að segja, væri þeir krafS-
ir sagna.
Eg vil enda linur þessar meS því
að segja frá fáu einu því, sem mér
barst til sjónar og heyrnar á upp-
vaxtarárum mínum, þeim sem eg átti
á íslandi. •v
Eitt sinn er eg sat lömb að haust-
lagi á hæSum nokkrum, er voru
dreifð austan í hæðinni, varS mér
gengiS norSur á brúnina, þar sem
blasti við stórt móa svæSi og sást
vel yfir; norður á flesju þessari
sáust nokkrar kindur, ein svört, önn-
ur mórauð og nokkrar hvítar, ásetti
eg mér aS ná kindum þessum og
koma þeim saman við lömbin, hljóp
eg austur á hólsbrúnina til þess aS
líta eftir lömbunum, áSur en eg færi
eftir kindunum; þetta var aSeins
sem svarar steinsnari; -ef tir augna-
blik kem eg aftur og ætla að sækja
kindurnar, eru þær þá horfnar og
sá eg aldrei neitt til þeirra eftir
þetta. Gat eg ekki skiliS þetta, því
ekkert var afdrep nærri, sem gat fal-
ið þær. Veit eg ekki hvað þetta hef-
ir verið.
ISulega er eg sat ær aS sumarlagi
fjærri mannabygðum og engjum,
heyrði eg á daginn oft og einatt eins
og ljár væri brýndur; var mér fyrst
framan af ekki um og ó um hljóS
þetta, en vandist því bráðlega og lét
mér litlu skifta, því alt af heyrSist
hljóS þetta af og til um sumariS.
Einn góSviðrisdag þegar ærnar
voru rólegar, var mér litiS upp, og
kom eg auga á lest, sem fór óvana-
lega leiS, þrír eSa fjórir kljrfja-
hestar voru reknir í lest, af manni,
sem reið brúnum hesti. HorfSi eg
á þetta um stund, enda allnærri.
Vegir voru þar engir og jafnvel
grýtt, svo að ekki var fært nokkurri
skepnu. Gat enginn skýrt þetta
fyrirbrigSi.
Eitt sinn er eg var staddur úti við
í góSu veSri og logni, heyrði eg þrjú
afar há og skær hljóð í norðvestri.
Þetta var um seinni hluta vetrar og
snjór á jörS og alt annars kyrt. Ekki
minnist eg aS hafa nokkurn tíma
heyrt hljóS lík þessu. Er eg aS geta
til, aS þetta ha'fi veriS þaS, sem kall-
ast útburðar væl. Get ekkert um
það sagt.
Nú mun taliS aS fullur sé orSa-
belgur, enda skal nú staðar numiS.
N. S. C.
♦ Borgið LÖGBERG!