Lögberg - 11.03.1937, Side 1

Lögberg - 11.03.1937, Side 1
50. ÁRGrANGUR Jón G.^Johnson Háa skilur hnetti himingeimur; blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið. Engan veginn tel eg ólíklegt, aÖ fyrir fleirum hafi fariÖ likt og mér, að þeim undurfögru ljóðlínum og spaklegu, sem 'hér eru birtar, hafið skotið upp í huga þeirra við fregnina um sviplegt andlát Jóns Guðmundssonar Johrison. Fyrir nokkrum árum varð það hlutskifti mitt að minnast Fríðu heitinnar systur Jóns hér i blaðinu, er sviplega var einnig burtkölluð úr samferðasveit sinni, og vænti eg þess þá að eigi yrði eg til þess knúður að kveðja fleiri af hjartfólgnum vinum úr hópi Húseyjar-systkinanna á þann hátt. En hér fór á annan veg. Jón G. Johnson lézt af hjartaslagi á fimtudaginn; dauði hans kom mér og öðrum vinum hans næsta óvart á. Eg hitti hann síðast í lifanda lífi á Frónsmótinu, og talaði við hann góða stund; talið snerist einkum og sér i lagi um ísland og íslenzk ljóð. Þvi þó hann kæmi hingað sem drengur innan við fermingaraldur, þá stóð hon- um ísland, saga þess, ljóð þess, barátta þjóðarinnr og sigrar, ávalt ljóslifandi fyrir augum; hann las ógrynnin öll um ísland og ís- lenzkar bókmentir; hann sagði mér það oft, að í því fyndi hann hina dýpstu hugsvölun; lykilinn, er gengi að instu fylgsnum eðlis síns og vitundarlifs. Jón var óvenju marghæfur maður, óvenju hreinlundaður maður, óvenju góður maður. Þetta er ekki sagt út í hött; við, sem áttum því láni að fagna að eiga hann að vini, getum með góðri samvizku staðfest þessi sérkenni 'hans. Sem dæmi upp á samúð Jóns og nærgætni við vini sína, vil eg minnast eins atriðis, þó það persónulega snerti mig sjálfan; við afar viðkvæm þáttaskifti í einkalífi mínu fyrir mörgum árum, kom Jón til mín og sagði'við mig eftirgreind orð, sem rituð eru i minnisbók nrina. “Einar minn! Eg ætla að vera hjá þér í eina eða tvær .nætur. Eg er engan veginn viss um hvað einveran er þér holl.” Þetta atriði bregður upp að minsta kosti skýrri mynd af einum þættinum í sálarlífi Jóns heitins frá Húsey.— Jón var fæddur að Húsey í Hróarstungu þann 8. dag septem- ber mánaðar árið 1892. Faðir hans er gáfu- og fræðimaðurinn Guðmundur Jónsson, fyrrum bóndi í Húsey, en nú búsettur i Vogar pósthéraði við Manitobavatn, en móðir Jónína Björnsdóttir, látin >fyrir rúmu ári. Fluttist Jón með foreldrum sínum hingað til lands árið 1903. Settist fjölskyldan brátt að norður við Mani- tobavatn, þar sem hún hefir búið síðan og farnast vel. Af skóla- göngu hafði Jón lítið sem ekkert að segja, að öðru leyti en þvi, sem hann stundaði vetrarlangt nám við verzlunarskóla í Winnipeg; hann tók snemma að vinna fyrir sér sjálfur og ryðja sér braut til vegs og gengis í hérlendu þjóðlifi; lagði (hann svo mikla rækt við sjálfsmentun sína, að með fágætum telst; enda varð hann djúp- mentur maður á mörgum sviðum. í heimsstyrjöldinni miklu frá 1914 tók Jón heitinn þátt; bilaði hann við þá eldraun nokkuð að heilsu þó eigi bæri hann mikil ytri merki þess; var hann sæmdur verðlaunapeningi fyrir frækilega framgöngu á vígvelli. Árið 1925 kvæntist Jón og gekk að eiga ungfrú Maye G. Hanscombe, konu af amerískum ættum, mæta konu og mikilsvirta. Ekki varð þeim barna auðið, en tóku til fósturs og ættleiddu bróð- urson Mrs. Johnson og gengu honum í góðra foreldra stað. Auk ekkjunnar, fóstursonarins og hins aldurhnigna föðurs, lætur Jón eftir sig eftirgreind systkini: Jóhönnu, gifta Geirfinni Péturssyni; Sigríði, í heimahúsum; Björn, búsettan við Vogar; Guðrúnu, gifta Stefáni Hólm að Flin Flon; Eirík, að Ashern; Jón. búsettan við Vogar og Stefaníu, gifta Vigfúsi Hólm að Beresford Eake hér í fylki. Jón G. Johnson var maður, sem ávalt og á öllum tímum mátti treysta. í veröld hinnar ströngu og óvægilegu viðskiftasamkepni ruddi hann sér glæsilega braut; fékk eina stöðuna annari betri og virðulegri. Alímörg síðustu árin gegndi hann einkaumboðsmanns- stöðu (Special representative) fyrir bæði járnbrautarfélögin cana- disku, farþegadeild þeirra, og naut þar sem annarsstaðar óskiftrar virðingar og trausts. Jón var í röð allra merkustu Vestur-Islend- inga hinnar yngri kynslóðar; maður, selii alt af var að þroskast og ná meiri og meiri festu. Með fráfalli hans er eigi aðeins kveðinn þungur harmur að nánustu ástmennum, heldur og ’fjölmennum hópi vina og samferðamanna. Útför Jóns fór fram á laugardaginn þann 6. þ. m. frá útfarar- stofu Thompsons, að viðstöddu fjölmenni. Tveir prestar töluðu yfir moldum hins mæta manns. Var annar þeirra séra Rúnólfur Marteinsson, er flutti yndislega fögur kveðjumál. ' E. P.J. I * Til ritstjóra Lögbergs Akra, N. Dak., 1. marz, '37 Kæri herra:— Viltu gjöra svo vel að ljá þessum línum rúm í blaði þínu? Þegar eg sá bréfin í Heimskringlu — lof um boðskapinn frá sambandskirkjunni í útvarpið, sunnudaginn 14. febrúar— þá langaði mig til að láta lesendur Lögbergs vita, hvernig mér líkaði það. Eg hefi hlustað tvisvar á mess- ur þaðan (en eg get varla kallað það messur) en eg vildi ekki opna út- varpið í þriðja sinn, til að hlusta á boðskap þaðan. Eg hefi yndi, af að fara til messu, en það verður að vera Guðs orð og um Guðs son, Jesú Ivrist, sem talað er. Jesús er mitt lífsins ljós og hjartans fró og líkn- arskaut; eg elska hann af öllu hjarta og þar sem Guðs sonar nafn er ekki nefnt á nafn í kirkju eða í messu- gjörð, þar get eg ekki verið. Með vinsemd og virðingu. * Mrs. Asbjörn Sturlaugson. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 11. MAÍfcZ, 1937 NÚMER 10 Nýjar “ myndir ” eftir tk.i Einar Jónsson Vísi barst nýlega í hendur Ekstra- bladet frá 19. jan. þ. á. og er þar sagt frá eftirfarandi atviki: Suður í bænum Lodz í Póllandi andaðist nýverið kona, sem hafði verið gift pólskunr konsúl í Kaup- mannahöfn. Meðan hún dvaldi þar hafði hún kynst nokkuð listaverk- um Einars Jónssonar og fengið á þeim anesta dálæti. Hún lét oft þá ósk í ljósi við mann sinn, að gaman væri að eiga frummynd eftir Einar. Það varð þó aldrei úr þvi, að hún -eignaðist slíka mynd meðan hún lifði. En er hún var dáin kem manni hennar þessi ósk konunnar í hug. Hann skrifaði því Einari Jónssyni og bað hann að gera minnisvarða á leiði konunnar. Einar gerði varð- ann og nú stendur myndin á gröf pólsku konunnar suður í Lodz. Frá- sögn blaðsins endar þannig, að nú standi myridin á þessum fjarlæga stað, “og ber vott um hinn mikla íslenzka listamann og ást pólsku konunnar á verkum hans.” Tíðindamaður Vísis fór til próf. Einars Jórissonar og sýndi honum blaðið. Kvað hann alt vera rétt hermt, sem þar stæði um atvikið sjálft. Myndfn er nú steypt i bronz suður í Lodz, en sjálfur á listamað- urinn myndina ekki öðruvísi en ó- samsetta. Hlutar af henni standa í sýningarsalnum. Meðan tíðindamaðurinn gekk með prófessornum; um safnið, bar ýmislegt á góma viðvíkjandi því. "Eg vonast til,” sagði próf. Einar, “að það geti komið ný myndabók aí verkum mínum út í vor. Það var 1925, sem gamla bókin kom út og síðan hefir ýmislegt bæst við. Það verða um 50 myndir, sem; birtast í þessari nýju bók. Meðal þeirra eru : Úr álögum, Hvíld, Skuld og Sindur. Þær standa nú margar hér í vinnu- stofunni minni,” sagði prófessorinn, “en henni hefir orðið að breyta í safn." Einar hefir nú orðið að þrengja svo að sér, að vinnustofan er raun- verulega ekki orðin annað en dálítið skot í einu horninu. Þar inni stóð mynd hálf-mótuð í leir, og vinnu- jakki listamannsins var breiddur yíir hana. Af nýrri mynduin, sem nú standa í hinni fyrri vinnustofu, má nefna, auk þeirra, sem taldar voru upp áð- ur, mynd af Indriða Einarssyni, og nýjustu tmyndina, rrjinnisvarðann yfir sjómennina, sem fórust með Pourqoi Pas ? Sú mynd er enn ^gkki komin í gips, en stendur enn í leirn- um, rétt komin undan fingrum lista- mannsins. Það sést, að þarna er mikill f jár- sjóður saman kominn, en því miður brothættur fjársjóður. Meðan myndir Einars Jónssonar eru ekki komnar i fastara efni en gipsið, þá eru þær i nokkurri hættu. Þær þrirfa að klæðast því efni, sem mölur og ryð f á ekki grandað. Fyr erum við íslendingar ekki öruggir um þennan fjársjóð. Fjöldi erlendra ferðamáfína, sem hingað kemur, lætur það verða eitt fyrsta verk sitt, að fara að skoða safn Einars. “Þá er eg venjulega ekki heima,” sagði listamaðurinn. “Þegar sumr- ar, fer eg austur í dálítinn kofa, sem eg á í heimahöguim mínum. Fólkið getur skoðað — en þarf ekki að hafa mig nálægan.” Það er alkunnugt um marga þess- ara ferðamanna, að þeir koma hing- að aftur og aftur. Það er líkt og landið búi yfir einhverju seiðmagni, sem dregur þá aftur upp að hinni f jarlægu strönd. Eitthvað svipað er um myndir Einars Jónssonar. Hann hefir náð þessum íslenzka blæ, sem Til Þjóðrœknisþingsins 1937 ífelenzka þjóð, sem býr í vesturvegi, vinarorð sendir þú til landsins kæra. Ennþá býr þar þitt líf, þín ást og æra, Islands á vonaríkum heiðursdegi. \ * Þingskipuð ást, til ættarlands og lýða, leikur í tónum söngva, máls og ljóða, sprottin af andans grænum jarðargróða, gullfölduð rós á akri nýrri tíða. Heill sé þér æ um alla lífsins daga, unni þér sól og blær og vindar hlýir, blessi þig ávalt alheims verndarkraftur. * Minnist þín framtíð, syngi lof þér saga, safnist þér meir og betur kraftar nýir, rísi þín sál til fornrar frægðar aftur. Alloft vér þrætum, stríðum, stympumst viður, stöndum í orrahríð á lífsins vengi, dæmum hver annan þrátt, já, þungt og lengi, og þá í svip hver annan sláum niður. Svo langt og vítt vor heyrist hjörva kliðuri heimurinn á oss þá í undrun starir. Svo kemur logm, sem lengi stundum varir, því lífs í instu rótum blómgast friður. Vort tengiband er trú á þjóð og sögu,— trú á oss sjálfa, eðalt kyn og þrótt,— ættemisþrótt, er andans stælir stál, sem eflir krafti Islands yngri mögu og endurvekur hugans gáfna-gnótt og mvndar nýjan þátt í þjóðarsál. Látum oss aldrei hætta að þjarka og þræta, það er oss styzt og greiðust leið til friðar, vottur um það, að eitthvað áfram miðar, að upp var merki sett, — og kvöð að mæta. Vér viljum allir átarfa, breyta, bæta og byggja, fyr en hnigi sól til viðar,— og áfram beint, en hopa ei til hliðar,— úr Imökur-lopa dýra voð að tæta. Friður, sem ekki frelsar bróðurandann er fúin björk, sem hindrar nýjan gróður, og svæfir andans sí-logandi bál. Vér getum ekki samið frið við fjandann, þó fengjum með því létt vorn mannlífs róður, það væri frjálsum anda tjóður-tál. Setið er þing — og þar er friður fenginn, fagnandi vinir elska gamla minning. 1 söng og ljóði vaknar kærleiks kvnning, kynríkar sálir hræra insta strenginn. Minningar æsku, ástar, frægðar, hreysti, ómfagurt kliða, háðar djúpri lotning. Hugðnæmar óskir, Norðurs dýrri Drotning dálega fluttar — áður falinn neisti. Útlagans sál í lielgri lotning lítur, líkt og í draumi, föðurlandið kæra.— Unaðsrík hilling, andans gleði-sjón. Heill sé þér von, sem bárur tímans brýtur og breytir sorg í unaðs-geisla skæra. og saknaðs-ekka í svásan gleðitón. S. B. Benedictsson. ef til vill er ekki svo gott að segja í hverju liggur, en er þó alstaðar yfir. Og það er fyrir það, að Einar er fyrst og fremst íslenzkur listamað- ur. Pólska konan, sem nú á sér fagran íslenzkan minnisvarða, hefir orðið ifyrir þessum sömu áhrifum. Hún sá ísland aldrei, en hún sá verk Einars Jónssonar — Vísir 2. febrúar. HÁSÆTISRÆÐAN AFGREIDD Á mánudaginn gerðust þau tið- indi í Manitobaþinginu, að hásætis- ræðan var afgreidd atkvæðagreiðslu- laust. Enginn andstöðuflokkanna hafði komið fram með nokkra breyt- ingartillögu. Gekk Bracken-stjórnin því auðveldlega sigrandi af hólmi í þetta sinn. KING OG ROOSEVELT Á RÁÐSTEFNU Um síðustu helgi heimsótti hinn canadiski stjórnarformaður, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, Roose- velt Bandarikjaforseta, samkvæmt skrifuðu heimboði hins síðarnefnda. Var Mr. King gestur þeirra forseta- hjónanna í Hvitahúsinu. Flest er enn á huldu um það, hvað þessum háu herrum fór á milli, þó fullyrt sé að samræður þeirra hafi að mestu snúist um horfurnar á sviði heims- málanna með tilliti til samveldis- stefnunnar brezku, sem hefst í Lundúnum að afstaðinni konungs- krýningunni, sem fram fer þann 12. maí. Lilja I-árusdóttir Hallson, 76 ára, dó í Selkirk, Man., 16. febrúar; var jarðsungin af séra Carli J. Ol- son, 18. febrúar. Hún var ekkja Halls Hallssonar, er bjó um eitt skeið í Riverton og síðar í Árnes- bygð, en síðustu 19 árin i Selkirk. Hún var fædd á Steinsstöðum í Mosfellssveit á íslandi. Kom vest- ur um haf árið 1883. Fjölmennið á samkomuna í Sam- bandskirkjunni, sem haldin verður þann 17. þ. m., samkvæmt auglýs- ingu hér í blaðinu. Hlustið þar á prófessor Kirkconnell, Guttorm skáld og fleiri. Arðinum verður varið fyrir sumarheimili íslenzkra barna. Ofurlítil viðbót í skýringu yfir íslands líkneskið, sem prentuð er í Heimskringlu 24. febr. þ. á., 1937, standa á tneðal ann- ars þessi orð: “Af Ströndum réri Skaga-Pálmi einn á báti, yfir Húna- flóa, og enginn annar fyr né siðar svo menn viti ...” — Jú, fleiri vita menn að fóru yfir Húnaflóa fálið- aðir; svo var um Árna Jónsson frá 1 lofsstöðum á Skagaströnd. Hann fór einn á báti frá ísafirði, kring- um Strandahorn og inn með Strönd- um, og þá yfir Flóann til Skaga- strandar. Þess var getið til að hon- um hafi ekki vÁið gjarnt til sjó- veiki eða sjóhræðslu. Hann var eftir þá ferð af nokkrum kallaður “Ámi einn á bát.” Annað dæmi og mér kunnara er það, þegar Guðjón bóndi Einarsson á llarastöðum á Skagaströnd, um 1890, fór einn á fjórrónum bát með konu sina heiman að frá sér vestur yfir Flóann; ætluðu þau í kynnisför til frænda og vina á Ströndum, en er þau ‘komu vestur yfir aðal fló- ann, lá ísreksspöng meðfram land- inu; lögðu þó í ísinn í von um að komast til lands á Ströndum, en festust þá í ísnum og bárust um þrjár nrilur inn með landinu, þar tókst Guðjóni loksins með hörku brögðum að komast út í auðan sjó. Svo vildi vel til að veður hélzt gott, og þau komust farsællega heirn, en skemtiferð var það ekki. Erlendur Guðmundsson. Ur borg og bygð Mr. S. S. Anderson frá Piney, Man., var staddur í borginni á mið- vikudaginn. \ Mr. Jón Halldórsson, lífsábyrgð- arumboðsmaður frá Lundar, Man., var staddur í borginni fyrri part vikunnar. Eg vil vinsamlegast biðja alla meðlimi Þjóðræknisfélags islend- inga í Vesturheimi, að senda mér ársgjald sitt fyrir yfirstandandi ár, og mun eg þá strax senda Tímaritið XVIII. árg., sem nú er nýútkomið, og allir skuldlausir meðlimir fá sent án endurgjalds. Ársgjaldið er aðeins einn dollar á ári, og vildi eg skora á alla góða Islendinga, sem ekki eru nú þegar meðlimir, að draga ekki lengur að ganga í félagið. Virðingarfylst, Guðmann Levy. f jármálaritari. 251 Furby St., Winnipeg Hciðursfclagar Þjóðrœknisfqlagsins ■ Á nýafstöðnu ársþingi Þjóðrækn- ísfélags íslendinga í Vesturheimi, iVoru þau skáldin frú Jakobína John- ison, Þ. Þ. Þorsteinsson og Guttorm- ur J. Guttormsson, kjörin heiðurs- félagar. Síðastliðinn sunnudag lézt að heimili þeirra Mr. og Mrs. Jakob Kristjánsson hér í borginni, frú Hallfríður Sigurðsson, kona Árna leikara Sigurðssonar frá Wiynyard, Sask., vinsæl kona og vel metin, 52 ára að aldri. Var hún uppeldisdótt- ir Friðriks Kristjánksonar í Wyn- yard, Sask., en fædd á Akureyri. Kveðjuathöfn fór fram frá Bardals á þriðjudagskvöldið. Flutti Dr. Rögnvaldur Pétursson kveðjuræðu, en likið var síðan sent til Wynyard til greftrunar. \ /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.