Lögberg - 11.03.1937, Síða 2
o
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1937
Ferð til Vatnabygða
Eftir féra Jóhann Bjarnason.
Svo skipaSist nú til um 'hátíÖir
síðastliÖnar, jól og nýár, að eg fór
snöggva ferð til hinna svonefndu
Vatnabygða, í Saskatchewan, og
hafði þar nokkurar messur á ýms-
um stöðum.
Tildrögin voru i raun og veru u.m-
tal i bréfum, fyrir meira en ári sið-
an, er fóru milli vinar míns eins þar
vestra og mín sjálfs, nefnilega, að
eg kæmi þá vestur um jólahátíð og
nýár og hefði þar guðsþjónustu-
fundi; en þá var svo högum háttað
fyrir mér, að þa.ð gat ekki látið sig
gjöra. Nú var öðruvísi ástatt. Nú
mátti eg vel vera að því að fara slíka
ferð og lét þá líka verða af því og
t'ór þangað vestur.
ar
Vatnabygðir eru nálega fimtíu
mílur á lengd og allbreiðar víðast
hvar. Járnbraut er frá austri til
vesturs í gegnum endilanga nýlend-
una. Lest fer- frfj Winnipeg á hverj-
um degi kl. 11 að kveldi, nema á
iaugardögum. Rennur hún í gegn-
um tvær íslenzkar stórar bygðir —
Þingvallanýlendu og Yatnabygðir,
og fer alla leið til Edmonton, höfuð-
borgar Alberta-fylkis, sem er um
hálft níunda hundrað mílur norð-
vestur frá Winnipeg.
Auk járnbrautarinnar er nýmóð-
ins akvegur eftir endilangri Vatna-
bygð. Fer þar daglega, bæði austur
og vestur, motor-fólksflutningsvagn
(“Bus”), svo ferðatæki eru þar
býsna þægileg. Hafa þar að auki
margir sina eigin bíla, eins og nú
er alsiða. Mun, þegar snjólétt er,
mega koma þeim við allan veturinn.
Nú voru fannalög með meira móti,
svo erfitt var um slík ferðalög. Urðu
menn að taka til hesta sinna og létti-
sleða, eins og áður var. Það þóttu
nú einu sinni engin vandræði, sízt
eftir að menn fyrst losnuðu við að
ferðast á uxum, eða seinfærum,
þungum hestum, og urðu að sitja,
með lítið að sér, á klumpslegum
sleðum, með engri yfirbyggingu, svo
að fólk næddi í gegn, þegar svelj-
anda vindur var á meira eða minna
frosthörðum vetrardegi. Nú hafa
langflestir yfirbygða léttisleða og
beita fyrir þá léttum og frískum
hestum svo að férðalagið gengur
bæði fljótt og manni líður tiltölulega
vel, þar sem tjaldhús sleðans tekur
af manni allan næðing.—í Nýja Is-
landi tíðkast nú mjög, að keyra i
stórum tjaldhúsum, þar sem hópur
manna*kemst þægilega fyrir, en
rauðheitur ofn er í gangi, er sendir
svo mikinn hita frá sér, að öku-
menn eru oftast berhentir við að
meðhöndla tauma héstanna. Nota
fiskimenn þessi upphituðu sleðahús
mjög á vatninu. Svo og póstflutn-
ingamenn og aðrir er flytja bæði
fólk eg varning frá járnbrautum.
Við jarðarfarir, á vetrardag, er al-
gengt að sjá heila hópa af þessum
upphituðu sleðahúsum. Mun svo
raunar víðar vera en í Nýja íslandi,
þó mér sé það minna kunnugt. Man
eg eftir, að þetta var með svipuðum
hætti á Lundar og í Langruth og þar
i grend'; þegar eg var þar litilsháttar
við kirkjustörf fyrir nokkurum ár-
um ; enda eru staðhættir þar að
manna kemst þægilega fyrir, en
ýmsu svipaðir því er gjörist í Nýja
íslandi.
Ferð mín til Vatnabygða byrjaði
með lestinni er fór héðan úr borg
kl. ii að kvöldi þess 18. desember
s.!. Tók eg mér farbréf til Kanda-
har, sem er um það vestast í hinum
víðlendu bygðum (hér um bil 375
mílur frá Winnipeg). Mætti mér
þar á járnbrautarstöðinni Jón B.
Jónsson (bróðir dr. B. B. J.) og
fór með mig heim í bíl sínum. Gisti
eg hjá honum, eða þeim hjónum,
... ... -
INNKÖLLUNAR-MENN LÖG6ERGS
/ Amaranth, Man. ... B. G. Kjartánson
Akra, N. Dakota.... B. S. Thorvardson
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota . .
Bellingham, Wash. .
Blaine, Wash.
Bredenbury, Sask. ..
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota . B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...
Cypress River, Man.
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota.
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask
Garðar, N. Dakota...
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota . ... ,S. J\ Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.. .. .Magnús Jóhannesson
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota ...
Husavick, Man F. O. Lyngdal
Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
Langruth, Man.
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta. ...
Minneota, Minn
Mountain, N. Dak. .. S. J. Hallgrimson
Mozart, Sask.
Oak Point, Man
Oakview, Man
Otto, Man.
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash. J. J. Middal '
Selkirk, Man
Siglunes P.O., Man. . .. Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man
Svold, N. Dak. ... .B, S. Thorvardson
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota ..
Víðir, Man .. .Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man ..Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man. ...
Winnipegosis, Man.... .Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask
næstu nótt. Hafði svo fyrstu mess-
una í kirkjunni í Kandahar sunnu-
daginn 20. des. kl. 2 síðdegis. Að-
sókn var sennilegast eins góð og við
mátti búast, því veður var fremur
kalt og fyrirvari með auglýsingu i
styttra lagi.
Á þriðjudagskvöld var fundur í
ungmennafélaginu í Kandahar, því
er séra.G. P. Johnson stofnaði. Er
það talsvert fjölmennur félagsskap-
ur. Fóru þar fram. skemtanir og
kaffiveitingar. J. B. Jónsson las
upp fréttablað félagsins, sem nýlega
er komið á gang. Var það bæði til
fróðleiks og skemtunar. Flutti eg
þar stutta tölu. Félagið mun hafa
fundi sína hálfsmánaðarlega, ef eg
man rétt. Ekki 'var annað að sjá
en að félagið væri með góðu lifi.
Alt fór fram á ensku og mun það nú
vera óðum að fara í vöxt, í bygðum
vorum hér ve9tra.
A aðfangadagskvöld var aftur
messa í Kandahar, með jólatré og
vönduðu jóla prógrammi á eftir.
Stýrði því J. B. Jónsson en undir-
búning hafði annast Mrs. Latimer,
ung; íslenzk kona (áður skólakenn-
ari) og mun hún hafa haft stjórn á
sunnudagsskólaverki safnaðarins í
Kandahar siðastliðið ár. Mrs.
Latimer er dóttir Hjörleifs Hjör-
leifssónar í Wynyard, er áður fyrr-
um átti heima á Laufhóli í Árnes-
bygð í Nýja íslandi. Kona Hjörleifs
er Guðrún dóttir Bjarna heitins
Péturssonar á Grenivöllum í Arnes-
bygð. Er það alt hið mætasta fólk.
Fina kirkjulega starfsemin í
Kandahar er starf islenzka safnað-
arins þar. Sunnudagsskólinn er að
hálfu leyti annara þjóða börn en ís-
lenzk. Verður því enskan það
tungumál sem þar verður lang-mest
notað.
Skamt frá Kandahar býr J. B.
Josephson. Á hann eitt af hinum I
stærstu og vönduðustu íbúðarhúsum I
er gjörast i sveitum. Var eg þar j
eina nótt. Er bóndi þessi nú ekkju-1
V**°Kelh
^GOOD HEALTH"
FOR OflLY 4* fl DflY
Hundruð Winnipegbúa efla heilsu
sína með því að éta VITA-KELP
töflur, hina nýju málmefna fæðu.
VITA-KELP ber mikinn árangur
til lækningar taugabilun, gigt,
bakverk, meltingarleysi, ðnðgri
likamsþyngd, nýrnaveiklun, svefn-
leysi og mörgum fleiri kvillum,
sem stafa frá skorti málmefna í
llkamanum.
Fáið flösku I dag! Tryggið
heilsu yðar fyrir 2 til 4c á dag.
Fæst I öllum lyfjabúðum eða
pðstfrltt hjá
Runion’s Drug Store
541 y2 ELLICE AVE.
Winnipeg
SÍMI 31 355
Verð: 200 töfluí ..........$1.50
350 töflur ..$2.25
1000 töflur ..$5.40
komið keyrandi býsna langa leið.
Helgi var uppalinn í Framnesbygð.
Á fyrir konu Laufey, dóttur Jónasar
heitins Jóhannessonar. Eiríkur bjó
áður fyrrum i Riverton. Kona hans
er Laufey Baldvinsdóttir frá Kirkju-
bæ í Breiðuvík.
Á meðan eg dvaldi í Elfros var eg
á vegum Sveins Kristjánssonar, er
mætti mér á járnbrautarstöðinni, og
Mfs.Margrétar Hólmfriðar Svéins-
son, þar sem eg hafði svefnherbergi.
Er hún ekkja eftir Martein Sveins-
son frá Mountain, N. D., Býr hún
þarna með börnum sínum ung-full-
orðnum og þaðan af yngri. Móður-
systir hennar er Mrs. Ragnheiður
Johnson í Árborg. Sveinn Kristjáns
son er giftur Önnu dóttur Lárusar
Guðmundssonar. Var hún fóstur-
dóttir Jóhanns heitins Borgf jörðs og
konu hans hér í borg.
Frá Elfros fór'eg á annan í jól-
umi til Mozart og hafði þar messu
daginn eftir, sunnudaginn 27. des.,
. . . . kl. 2 siðdegis. Veður var fremur
maður. Varð fyrir þeirn sorg, að , c
,,. kalt og færi að versna. Samt var
nussa konu sina a bezta aldri fyrir 1 ,,
,, , T t •. , _ ; messusokn svona um það bærileg.
Söngstjóri og organisti þar er Páll
nokkrum árum. Hjá honum eru |
tengdaforeldrar hans, Andrés
Helgason og kona hans, bæði nokk- |
uð við aldur, en frísk og ern hið
bezta, að því er mér virtist. Andrés i
er bókbindari. Á hann hreint prýði-1
legt og stórt islenzkt bókasafn, eitt j
hið vandaðasta og eigúlegasta, sem |
eg hefi séð í mörg ár. Rétt utan til j
í Kandahar by býr Guðjón bóndi
Sveinbjörnsson. Hann er ekkju-
maður og býr nú með uppkomnum
Tómasson, einn af mörgum ættingj-
um minum úr Eyjaiirði. Hafði eg
ekki séð hann áður. Sömuleiðis
mætti eg systur Páls, Önnu, og
manni hennar, Þórði Gunnarssyni.
Þau hjón búa skamt frá Mozart. Þá
mætti eg og Óskari Guðmundssyni
Johnson, hálfbróður frú Stefaníu
heitinnar leikkonu. Móðir Óskars
er ein af systrum mínum, Sigríður
, í Bjarnadottir, semmkona Guðmund-
bornum sinum. Byr 1 vonduðu og 1 ..... _ , , „ . ,
... ., ar foður Stefamu. Systkim Oskars
góðu húsi. Gisti eg þar í þrjár næt-
ur. Kona Guðjóns var systir Mrs.
F. O. Lyngdal á Gimli. Varð hann
fyrir þeirri sorg að missa hana, þá
rétt miðaldra konu, fyrir nálægt
fjcirum árum síðan. Átti eg ágæta
dvöl á þessu góða heimili. Hjá Guð- i
jóni Sveinbjörnssyni hitti eg Axel
Thorgeirsson, bróður þeirra vel-
þektu Thorgeirssona hér í borg.
Frá kirkjunni í Kandahar á að-
fangadagskvöld, fóru með mig í bil
i eru öll í Dakota nema hann einn.
Hann var í mörg ár kornhlöðuráðs-
maður í Mozart, en varð víst hálf
j leiður á því starfi og býr nú sein
bóndi um átta eða níu mílur vegar
suðvestur frá bænum.
Svo óglöggur var eg nú, er Óskar
kom og heilsaði mér, að eg varð að
spyrja hann að heiti. Hafði eg ekki
séð hann i mörg ár. Sýndist mér
hann allur stærri og meiri fyrir-
til Steingríms bónda Jónssonar og ; ferðar en miS hafÖi mint aÖ hann
Sesselju konu 'haris, þeir Guðjón og ’ væri-
Sveinbjörn, bróðursonur hansj Þá hitti eg einnig í Mozart einn af
Sveinbjörnsson. Var bílfæri þá | fermingardrengjum mínum úr Við-
fremur að spillast, sökum snjókomu irbygð í Nýja íslandi, Sigurjón
nokkurrar og allhvassra vinda er þá ( Austmann, sem er ráðsmaður við
eina kornhlöðuna þar í bænum.
gengu.
Á jóladaginn var messa í Wyn
yard kl. 2 e. h. Hafði séra Jakob J saman í mörg ár og varð hann nú,
Jónsson ráðgjört a>S hafa messu í I eins og Óskar frændi, að segja mér
sinni kirkju á sama tima, en sýndi i hver hann væri. Var kona Sigur-
þá tilhliðrunarsemi að færa
messutímann frá kl. 2 til hálf f jögur.
Bílfæri var enn slarkfært. Komst
eg með Steingrimi og fólki hans til
kirkjunnar í Wynyard, sem er
nokkurra mílna leið. Mrs. Sigriður
Hall var svo væn að syngja einsöng
í messunni, en maður hennar, Stein-
grímur Hall, spilaði undir. Þar var
og önnur söngkona íslenzk, Mrs.
Sigríður Thorsteinsson. Sungu þær
nöfnur báðar í söngflokknum og
var bæði mikill söngur og góður ,
kirkjunni. Dóttir Steingríms var
þar við hljóðfærið.
Frá Wynyard komst eg í góðan
tíma með járnbrautarlest á jóladag-
inn, til kvöldmessu í Elfros. Bílfæri
var nú um það á förum. Mun ut-
anbæjarfólk hafa komið keyrandi á
hestum. Við messuna voru þeir
Eirikur Eastman og Helgi Horn-
fjörð, ásamt konum sínum. Höfðu
Hafði ekki fundum okkar borið
ti! jóns,
Lovísa Guðný, dóttir J. J.
Sveinbjörnssonar og konu h'ans,
Helgu Þorbergsdóttur Fjeldsted,
þarna með honum og tvö mannvæn-
leg börn þeirra hjóna.
Mér til ánægju heyrði eg fólk
minnast beggja þessara ungu manna
með hlýhug og mjög vinsamlega.
Á meðan eg dvaldi í Mozart var
eg gestur hjá þeim Þorsteini bónda
Laxdal og Þóru konu hans. Var
Þorsteinn lengi áður kaupmaður þar
í bænum, en hefir nú látið af því
starfi og býr sem bóndi á landi sínu,
rétt norðan við þorpið. Við Þor-
stein kannaðist eg af afspurn, en
var meira kunnugur Sigmundi Lax-
dal bróðúr hans, er oft hefir átt sæti
á kirkjuþingum. Kona Þorsteins er
dóttir Rúnólfs heitins Sigurðsson-
ar, er ler.gi bjó í bænum Hamilton í
Dakota. Hann andaðist að Bete!
fyrir allmörgum árum. Var fyrri 1
kona Runólfs, móðir Mrs. Laxdal,
systir þeirra merkismanna, Stígs,
Elísarog Sveins Þorvaldssonar, er
mikið komu við sögu Dakota-bygð-
arinnar stóru, en eru nú allir horfn-
ir yfir um merkjalínuna hinstu. Hjá
Runólfi í Hamilton var nokkurskon-
ar allsherjar samkomustaður ís-
ierizkra þreskingarmanna og þeirra
er unnu að uppskeruvinnu þar á
sléttunum í gamla daga. Komu
bændur og þreskinga-formenn þar
saman til að ná sér í duglega menn
i vinnu. Þekti Runólfur þá alla og
gat sagt nákvæmlega um kosti, eða
galla, á vistinni er í boði var í hvert
sinn. Kom það sér æði vel fyrir ó-
kunnuga, sem margir þá voru.
Heyrði eg Runólf einu sinni tala
býsna opinskátt við enskan bónda
þar, um þau slæmu búhyggindi, að
hálfsvelta menn, sem væru við
þunga vinnu. Tók bóndi því hið
bezta. Varð þó hálf undirleitur og
dálítið vandræðalegur, um leið og
hann sagði, að hann vonaðist eftir að
sá orðrómur legðist aldrei á sitt
heimili. Fór bóndi með einn af hin-
um duglegu löndum með sér, því
Runólfur kvað manninn bæði áreið-
anlegan með kaupgjald og fullgóðan
húsbónda. Hið eina, sem að væri,
væri það, að vistin væri sögð í naum-
ara lagi. Átti eg fastlega von á að
bóndi myndi bæta ráð sitt með mat-
arútlátin, því mér fanst hann kann-
ast við, með sjálfum sér, að áminn-
ing Runólfs væri réttmæt, þó hann
væri eins og að bera af sér þá sök,
er hann hlaut að finna að hungurs-
ummælin stefndu beint í hans garð.
Hjá þeim Laxdalshjónum í Moz-
art var eg lengur en á nokkrum ein-
um stað í þessari ferð. Var þar í
fjórar nætur. Þorsteinn er maður
víðlesinn og fróður um margt. Er
hann bæði heilbrigður í skoðunum
og glöggur á ýmsa lund. Féll mér
viðkynning mín við hann og þau
hjón hið bezta. Hvíldist eg einnig
rækilega þessa daga sem eg hélt
þarna kyrru fyrir. Geymi eg hlýjar
minningar í huga um dvölina <hjá
þeiin ágætu Laxdalshjónum í
Mozart.—
Frá Mozart fór eg með járnbraut-
arlestinni, þ. 30. des., áleiðis ti!
Foam Lake. Telur sá bær nokkuð á
sjötta hundrað manns og er talinn
með líflegustu verzlunarbæjum þar
á allstóru svæði. Gengur næst Wyn-
yard að stærð, af meira eða minna
íslenzkurri bæjum þar vestra, er mun
nú telja íbúa nokkuð á ellefta hundr-
að, og er því um það tvöfalt stærri
en Foam Lake.
Á lestinni rakst eg á gamlan vin,
J. J. Bíldfell, er var á heimleið til
Winnipeg. Tókum við tal saman.
En það entist ekki lengi. Lestin
þaut áfram og eg var svo að segja
á svipstundu kominn alla leið til
Foam Lake.—
Þar á járnbrautarstöðinni mætti
mér Helgi J. Helgason, er býr um
fjórar og hálfa milu norð-vestur af
Foam Lake. Kona hans er Helga
Guðbrandsdóttir Nárfasonar. , Eru
þau fyrirmyndar hjón og mjög
framarlega í starfi Foam Lake safn-
aðar. Helgi er búfræðingur frá
Manitoba búnaðarskólanum. Var
þar við nám á sama tíma og þeir
Ingimar heitinn Ingjaldsson og
Hjálmur Daníelsson í Árborg. Urðu
þeir báðir góðir vinir hans. Helgi J.
Helgason er nú formaður í ráði
sveitar þeirrar er hann býr í og er
sveitin sögð að vera betur stödd en
flestar ef ekki allar sveitir í því ná-
grenni.
Þau Helgasons hjón búa í stóru
og góðu húsi. Var eg gestur þeirra
frá þvi á miðvikudagskvöld, þ. 30.
des., og þar til á laugardagsmorgun,
2. janúar, að eg fór aftur frá Foam
Lake vestur til Elfros.—
Á nýársdag voru tvær messur.
Sú fyrri í kirkju í Foam Lake-bæ.
kl. 2 síðdegis, en hin í Westside
skólahúsi, skamt fyrir norðan Leslie,
um kl. 5 e. h. Veður var fremur
kalt og þeir er til messu komu urðu
að keyra á hestum, sökum snjó-
þyngsla, svo að messusókn varð
sjálfsagt nokkuru minni fyrir það
sama. Frá þeim Helgasons var ferð-
sat í tveimur léttisleðum yfirbygð-
um, með fjörugu hraðbrokkandi
hestapari fyrir hvorum jim sig.
Hafði Helgi bóndi sjálfur stjórn á
öðru hestaparinu, en Guðbrandur
sonur hans á hinu. Keyrði hinn ungi
maður með mig til síðari. messunn-
ar í Westside skóla, eftir að þeirri
í Foam Lake var lokið, og svo það-
an aftur heim til foreldra sinna um
kvöldið.
í Foam Lake hafði eg rétt tima
til að sjá sem snöggvast gamlan
fornvin minn frá fyrri tíð hér i
Winpipeg. Það var Valdimar Paul-
son plastrari. Er hann nú talsvert
við aldur, sömuleiðis kona hans, sem
er náfrænka B. M. Long hér í borg.
V aldimar er maður ágætlega greind-
ur, talsvert hagorður, hreinn í lund
og drengur góður. Hafði eg ekki
séð hann síðan eg rakst á hann-á
skemtimóti á Gimli sumarið 1906,
Var mér mikil ánægja í að sjá hann,.
þó ekki væri nema í svip, eftir full
þrjátíu ár.—
Síðasta messan sem eg hafði
þarna vestra var í kirkjunni í El-
fros, sunnudaginn 3. janúar. Verð-
ur var kalt og aðsókn miður en
skyldi. Mun helmingur þeirra er
komu, eða vel það, hafa verið ís-
lendingar, hitt enskt fólk. Kirkjan
er mjög ánægjulegt hús og er sam-
eiginleg eign Elfros-safnaðar og
annars safnaðar, er heyrir til
“United Church of Canada.”
í Elfros kom eg heim til þeirra
Þórarins Guðmundssonar og konu
hans, til frændkonu minnar, Mrs.
Kristínar Guðmundsson, og til
þeirra P. N. Johnson og Önnu konu
hans. Er Anna náskyld frú Stef-
aníu sál. leikkonu, þær systradætur.
I föðurætt er hún af Stephensens
ættinni. Faðir hennar og Magnús
lieitinn Stepliensen landshöfðingi
bræðrasynir. Hafði eg ánægjulega
stund hjá öllu þessu fólki.
Sem kunnugt er, búa í Elfros þau
J. Magnús skáld Bjarnason og Guð-
rún kona hans Hjörleifsdóttir, frá
Laufhóli í Árnesbygð, systir Hjör-
leifs Hjörleifssonar i Wynyard.
Þau hjón búa í fremur smáu en lag-
legu húsi, utan til i bænum, og er
öll umgengni þar að sjá hin snyrti-
legasta. Til þeirra Bjarnasons
hjóna kom eg tvisvar og hafði frá-
bærlega skemtilega stund í bæði
skiftin. Sat eg að silungs miðdags-
verði með þeim hjónUm hið^síðara
sinn. Sagði skáldið mér, er hann
bauð mér til máltíðar, að silungur-
inn væri lengst norðan úr vötnum
þessa nýja, mikla fósturlands vors
og væri talinn afbragðs góður. Vildi
eg sízt af öllu rengja það, en flaug
þó undir eins í hug silungsveizla
nokkur, hér á árunum, í borginni
Chicago. Það var víst á matsölu-
liúsi í hinni miklu heimsborg. Sil-
ungur var einn af réttunum, sem í
boði var. Fór heldur en ekki að
glaðna yfir manni, að ná í annan
eins herramanns-mat, og það með
fremur skaplegu verði. En viti
menn, þegar rétturinn kom, var þetta
alls ekki silungur, heldur einhver ó-
verulegur hvitur smáfiskur, vatns-
daufur á bragðið, og var svo óað-
gengilegur að sjá, að þ^ini rétti
gjörði maður litinn eða engan kost.
Datt mér i hug keilan í Winnipeg-
vatni, sem eg hafði einhverntíma
séð en aldrei bragðað. Annars vor-
um við stúdentar i Chicago á þeim
dögum vanir góðu í þessum efnum.
Borðuðum við oftast hjá Hallberg
nokkrum, sænskum manni, er hafði
mjög hreint og gott matsöluhús.
Kölluðum við manninn “Hallberg
hóteleiganda,” eins og Reykvikingar
voru vanir að kalla sinn virðulega
gestgjafa með því nafni. Fanst
manni þetta minna mann þægilega á 1
ættjörðina og vera ofurlitil huggun
í framandi laridi. En silungurinn i
Chicago minti hann á alt annað.
J lann minti hann á það sem eg
heyrði ræðumann nokkurn þar ein-
hverju sinni segja. Fórust honum
orð á þá leið, að í Chicago fvndi
maður það bezta og það versta sem
til væri í heimi. Og þó ræðumaður
hafi sjálfsagt haft hugann talsvert
fyrir ofan matarborðið, þá hafa þó
orð hans oft mint mig á Chicago-
silunginn, sem einn hinn allra versta,
sem til muni vera í öllum heimi.—
En nú fór á annan veg. Silungur-
inn hjá skáldinu og hinni ágætu
konu hans, í Elfros, var hreinasta
afbragð. Minti hann mann á sjávar-
silunginn stóra og feita úti á íslandi.