Lögberg - 11.03.1937, Page 3

Lögberg - 11.03.1937, Page 3
I LÖUBERG, FIMTUDAGINN 11. MÁRZ, 1937 Var auÖséð að skáldið hafði skift við eitthvað ráðvandari ínenn, en eg hafði fyrir hitt í hinni stóru borg þar suður frá forðum daga. J. Magnús Bjarnason er fæddur 24. maí 1866. Átti hann því sjötugs- afmæli siðastliðið vor. 1 tilefni af því var hönum og konu hans haldið veglegt samsæti, er nefnd manna stóð fyrir. Var formaður nefndar- innar dr. Kristján J. Austman, en skrifari séra Jakob Jónsson. Nú hafa þeir á Islandi minst skáldsins með virðulegri kveðju, sem honum hefir verið send. Er það bókfell allstórt og með smekklegum frágangi. Utan á bókfellinu stend- ur með gyltu letri: “Kveðja frá Is- landi.” En innan í bókfellinu, á blöðum þess, eru nöfn þess fólks er undir kveðjuna hafa skrifað, 123'að tölu. Er það fólk af öllumi stéttum. Flest af því mun þó vera þjóðkunn- ugt fólk, bæði þar heinra og hér vestra. Þar á meðal heill hópur af mönnum i háum embættum og í ýms- um öðrum virðulegum stöðum þjóð- félagsins. Munu fyrir þessu hafa gengist þeir Helgi Hjörvar kennari og-Sigfús Halldórs frá Höfnum.— Varð eg var við, að skáldið sjötuga hafði glaðst innilega við að fá þessa fallegu bróðurkveðju frá ættlandinu forna. Sagði hann mér, að sér þætti vænna um kveðjuna en þó að sér hefði verið sendur stór fjársjóður frá íslandi. — Sátum við býsna lengi vjð að lesa þessi 123 nöfn. Við flest af þeim kann^ðist maður og býsna mörg af þeim eru alkunn. Þó voru þar nokkur nöfn sem við vor- um ekki vissir um hverjir áttu. En skáldið hefir einsett sér að vita sem fyrst eitthvað um alla, er undir kveðjuna hafa skrifað. Mun hann og vera kominn langt á veg að því marki, ef hann er ekki enn kominn alla leið. í Elfros mætti eg Helga Eyjólfs- syni, bónda úr Hólabygðinni svo- nefndu, suðaustur af Elfros. Hafði komið til orða, að eg hefði messu í samkomuhúsi Hallgrímssafnaðar þar í bygð. Af því gat þó ekki orð- ið. Helgi er tengdasonur Magnúsar bónda Borgfjörð, er á fyrir konu Maríu systur Mrs. C. O. L. Chis- well á Gimli. Var Helgi einn af fimm rrianna sendinefnd er kom úr Vatnabygðum til kirkjuþings í Ár- borg síðastliðið sumar. Við messuna í Westside skólahúsi mætti eg þrera mönnum, er eg hafði áður þekt í Nýja Islandi. Var einn af þeim Jón sonur Björns heitins Jóhannssonar og Sigurbjargar konu hans, er uppalin var hjá séra Þórarni Böðvarssyni í Görðum. Stundaði Sigurbjörg lengi ljósmóðurstörf í Víðirbygð'og lánaðist það prýðilega. Er hún enn á lífi, í grend við Leslie, •en því miður gat eg ekki komið því við að sjá hana. Hinir mennirnir, er eg sá þarna, voru þeir bræður Árni og Sigurfinn- ur, synir Sigurfinns heitins Sigurðs- sonar, er fyrir eina tíð bjó í Fram- nésbygð og átti fyrir konu Sesselju Árnadóttur, systur konu Jóns heit- ins Hornfjörðs. Var Sigurfinnur yngri í fermingarbarnahóp hjá mér fyrir æði mörgum árum, svo og Björgvin bróðir hans, sem nú imin ^ vera námuverkfræðingur einhvers- staðar í Austur-Canada. Eftir messuna í Westside kom eg heim til Tómasar S. Halldórssonai og konu hans, er búa þar nálægt og þáði þar kaffiveitingar. Er hann sonur Tómasar bónda Halldórsson- ar á Mountain í Dakota, og var einn af þeim fimm fulltrúum, er komu til þings úr Vattiabygðum síðastliðið sumar. Við messuna í Wynyard mætti eg séra Jakob Jónssyni og frú hans. Þar mætti mér og gamall samferða- maður frá íslandi, árið 1890, Jó- hann Óli Björnsson, er lengi átti heima á Garðar. Þar mætti mér og aldraður góðvinur, Brynjólfur Jóns- son, og Kristinn sonur hans, er eg ekki hafði áður mætt. Við messuna í Foam Lake mætti eg Narfa kaupm. Narfasyni, bróður Mrs. H. J. Helgason; sömuleiðis konu hans er spilaði á orgelið við messuna. Þar var og Jón Bíldfell, kona hans og börn. Er hann sonur Gísla Bíldfells, bróður þeirra Bíld- fells bræðra, Ögmundar og Jóns, hér í borg. Ennfremur var við kirkjuna Jón Janusson, er eg kann- aðist vel við af afspurn. En eg vissi ekki fyrri en á eftir, að hann hefði þar verið. Hefði annar#talað meira við hann, því manni er oftast for- vitni á að kynnast betur þeim mönn- um sem rnaður er áður búinn að kynnast eitthvað af afspurn. I Elfros mætti eg íslenzkum kaup- manni, er Jón Guðmundsson heitir. Hefir hann verzlun allskamt frá járnbrautarstöð bæjarins. Afkoma fólks í Vatnabygðúm hefir verið fremur erfið í allmörg ár, bæði sökum uppskerubrests hvað eftir annað, og vegna kreppunnar al- ræmdu, er lamað hefir alt viðskifta- líf. Á þessu varð þó talsverð breyt- ing til batnaðar nú í sumar er leið. Uppskera þar víða miklu betri en í mörg undanfarin ár, þó fáeinir yrðu þar útundan. Er sennilegt að við- reisnar tíinabil sé þar nú í aðsigi. Sem prestakall eru Vatnabygðir stórt og mikið starfssvæði. Fyrstu fastaprestur þar mun hafa verið séra Runólfur heitinn Fjeldsted, er þjón- aði þar til 1912. Eftir hann kom séra Haraldur Sigmar og var þar þjónandi prestur i mörg ár. Nokkuð af þeirri tíð var séra Halldór John- son prestur í austurhluta nýlend- unnar. Voru þá bygðirnar tvö prestaköll. Eftir burtför séra Hall- dórs varð nýlendan aftur að einu prestakalli, er sérá Haraldur þjónaði þar til að hann tók prestsköllun frá söfnuðum í Dakota og flutti þangað suður. Tók þá við þjónustu í Vatnabygðum séra Carl J. Olson, er verið mun hafa prestur þar í ein fimm ár. Hætti þar og flutti burtu til Seattle 1930. Síðan hefir Vatna- bygða prestakallið verið án fastrar prestsþjónustu. Þó var séra G. P. Johnson við stöðuga prestsþjónustu í austurhluta bygðanna um nokkurt skeið, og séra Kristinn K. Ólafsson, forseti Kirþjufélagsins, hefir haft þar á hendi sumarþjónustu í allmörg ár. Má því segja, að Vatnabygðir hafi notið talsvert mikillar prests- þjónustu uni undanfarin ár, þó þar hafi í seinni tíð sjaldnast verið stöð- ugt þjónandi, búsettur prestur. Yfirleitt mun það nú vera í hug- um rnanna, er til þekkja, að í Vatnabygðum þurfi sem' fyrst að hefjast stöðug og ábyggileg prests- þjónusta. Eftir því sem eg leit til og hefi vit á, mun vera ekki svo lítið af heilbrigðu, andlegu lífi í söfnuð- um og bygðum þar vestra. Að þeim gróðri þarf sem fyrst að hlynna. Því fyr sem það er gjört, því betur. Tveir sunnudagaskólar voru þar í gangi er eg kom vestur, annar í Kandahar, hinn í Elfros. Eru þeir báðir að mestu eða öllu leyti á ensku, enda ekki börnin nema hér um bil helmingur þeirra af íslenzkum ætt- um. Vel sýndist starfið vera rækt á báðum stöðunum. Yfir sumarið hygg eg að eitthvað meira hafi verið um sunnudagaskóla starf þar, þó um það viti eg ekki nákvæmlega. Allar horfur eru á því, að kirkju- legt starf í Vatnábygðum verði sem hvað líður meira á ensku en á ís- lenzku. Ef til vill ekki nema eirin fjórði af því á íslenzkri tungu. Móðurmál unga fólksins er nú meir ög meir að verða hin enska tunga. Öll skólamentun og öll viðskifti svo að segja fara fram á því máli. Ensk- an er mál þjóðarinnar í þessu landi. Smáir þjóðflokkar af útlendum stofni hafa ekki mikið að segja. Þeir sogast inn í strauminn enska og mikla og verða að fylgjast þar með hvort sem ver líkar eða betur. Lang viturlegast virðist það nú vera, að til Vatnabygða komi ungur prestur, er sé sýnt um að meðhöndla góða ensku, en sé um leið sæmilega fær i islenzku. Gæti hann þá líka bætt sig í málinu, ef hann væri ekki alfullkominn i fyrstu. En að prest- urinn sé ungur, ötnll og vel til for- ingja fallinn, er yngri kynslóðin geti aðhylst fyllilega, það held eg að sé um það bil lífsnauðsyn. Að þessi hugmynd komist í fram- kværnd sem allra fyrst, er það sem nú liggur beint fyrir. Bæði Kirkju- félagið og söfnuðirnir i Vatnabygð- um þurfa að taka höndum saman um þetta málefni og ráðstafa því sem fyrst bæði vel og viturlega. —Sameiningin. Sverrir konungur NIJGA-TONE ENDUKNVJAK HEILSUNA Erindi eftir Tryggva Oleson, M.A., flutt á þjóðrœknisþingi í Winnipeg, 24. febr. 1937. Eins og kunnugt er hófst í Noregi eftir daga Sigurðar konungs Jórsala- fara erN andaðist 1130, mikill innan- lands ófriður, er varaði til 124^ er Hákon konungur fékk sigrast á ó- vinum sínum. Reis sá ófriður út úr valdafýkn hinna mörgu konungs- sona, því þá var hver konungssonur, skilgetinn eða óskilgetinn, borinn til ríkis. Eftir dauða Sigurðar komst Haraldur gilli til valda með því að rjúfa orð sin og eiða og blinda Magnús Sigurðarson. En skamni- góður var vermirinn, þvi hann var litlu siðar myrtur' af völdum Sig- urðar slembidjúkns. En landsfólk neitaði að taka Sigurð til konungs, en tók syni Haralds gilla, Sigurð munn og Inga kryppling. Var Sig- urður slembir tekinn og drepinn. En 1142 kom Eysteinn Haraldsson bróðir þeirra konunganna vestan af Skotlandi og fengu þeir honum þriðjung Noregs til yfirráða. En misklíð varð milli Inga og bræðr- anna, sem lyktaði með því að Sig- urður og Eysteinn féllu en menn þeirra tóku Hákon son Sigurðar munns, þá tíu vetra gamlan, til kon- ungs sér (1157). Féll Ingi konung- ur 1 iói en Hákon næsta ár, fyrir Erlingi skakka Or.mssyni, sem tókst með aðstoð Danakonungs að koma syni sínum, Magnúsi, þá fimm ára að aldri til konungs. Erlingur hafði átt ltann með konu sinni, Kristínu dóttur Sigurðar Jórsalafara. Vegna þess að Magnús var ekki konungs- son og því ekki lögborinn til ríkis í Noregi,#lýsti Erlingur því yfir, að landið væri eign Ólafs helga. Var þetta upphaf vináttu Eysteins erki- biskups og þeirra feðga. Bældi Erl- ingur fyrst framan af alla mótstöðu niður. En hér komá Birkibeinar fyrst til sögunnar. Fagurskinna skýrir svo frá uppruna þeirra: “Á riki Magn- ús konungs hófst flokkur sá, er austur safnaðist á Mörkum. Var þar kallaður höfðingi fyrir Eysteinn sonur Eysteins konungs Haraldar- sonar. Hann var friður maður sýn- um; hann var kallaður Eysteinn meyla. I þann flokk hljópu margir dugandi menn, þeir kváðust mist hafa bræðra sinna og feðra og ann- ara náfrænda og fjár síns, flestir menn ungir, menn meir að hreysti reyndir en viti. En fyrir því að þeir höfðu styrk fjölmennis, þá létu þeir víða verða farið og mjög um óbygðir, svo að af þeim gengu klæði þeirra svo að þeir voru berfættir allir og spentu næfrum um bein sér.” Unnu Birkibeinar undir forustu Eysteins nokkra sigra, en svo kom að þeir biðu ósigur í orustu við þá Erling og Magnús og féll Eysteinn, en flokkurinn tvístraðist. Er það hér sem Sverrir kemur til sögunnar og vil eg í fáurn orðum skýra frá uppruna hans. Saga Sverris er rituð af Karli ábóta Jónssyni að miklu leyti eftir fyrirsögn Sverris sjálfs, eftir því sem formálinn i Flateyjarbók skýrir frá. Var ábóti i Noregi 1185, en hefir átt hægt með að fá nánar sagn- ir af árunum 1185-1202. Að vísu hafa ýmsir haldið því fram, að aðrir hafi átt þátt í að rita söguna, en þó eru allar likur til, eins og Guðbrand- ur Vigfússon bendir á, að hún sé nær öll eftir Karl. Sverrir er sagður borinn í Fær- eyjum um 1152. Var móðir hans gift Unasi Kambara, en Sverrir ólst að miklu leyti upp hjá bróður Unasar, Hróa biskupi. Setti biskup hann til menta og vígði hann prest, en sagt er að Sverrir hafi samið sig lítt að kennimannsskap. Hið sanna um faðerni sitt, segir sagan, vissi hann ekki þar til hann var orðinn 24 ára. Hafði móðir hans farið suður til Róm, skriftað þar, og ver- ið skipað af páfa, að segja syni sín- um sannleikann. Gjörði hún svo og lýsti því yfir að hann væri ekki son- ur Unasar heldur Sigurðar konungs munns. Sverri leist svo að ekki mundi hægt að komast til valda í Noregi, en lítilmannlegt að gera enga tilraun. Hélt hann því til Noregs og var um tíma við kon- NUGA-TONIi styrkir Itin einstöku lítíæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútantli. Veitir vöðvunum nýtl startsþrek og stuðlar að almennri vellíðan. Heíir oft lijálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONlí fsest hjá lyf- sölurn. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. ungshirðina. Síðan hélt hann til Birgis jarls, er átti föðursystur hans og leitaði ráða hjá honum, en fékk fá. Þaðan lagði hann leið sína- til Varmalands, og um það leyti féll Eysteinn meyla. En er Birkibeinar fréttu hvar hann var niðurkominn, leggja þeir leið sína til hans og biðja hann gjörast foringja fyrir þehn. “Lið þetta var við mikilli hneysu, sumir voru mjög sárir en sumir klæðlausir, en allir nálega vopnlausir og svo miklir æskumenn að honum sýndist þeir ólíklegir til ráða^jötða.” Neitaði hann beiðni þeirra en visaði þeim til Birgis jarls. En jarl lagði þeim það ráð að hverfa aftur til Sverris og hóta 'honum að drepa hann ef hann gjörðist ekki foringi þeirra. Þeir gjöra svo og neyddist þá Sverrir að takast á hendur for- ustu þeirra. Var flokkurinn að tölu sjötíu menn. Ekki var þetta álitleg byrjun. Magnús konungur var, maður vin- sæll af alþýðu og þar að auki voru öll stórmenni lands og kirkju hon- um fylgjandi. En Birkibeinar voru fáir og alveg félausir. Hvern veg sem á málið var litið, sýndust litlar líkur til þess að hægt væri fyrir Sverrir að brjótast til valda. Voru Birkibeinar og ekki ráðsnjallir menn og varð Sverrir að leggja öll ráð. En það hjálpaði honum, að æðri stéttirnar í Noregi voru 'svo að segja andlega dauðar. Fádæma drykkjuskapur, ágirnd, liðspjöll, sjálfselska og harðneskja einkendu höfðingjana. Nú fer eg fljótt yfir sögu. Frá þessum tírna og þar til Sverrir komst til valda urðu Birkibeinar að sæta öllum brögðum og oft komust þeir í skæðar mannraunir. En ætíð björguðust þeir á einhvern hátt, mest vitsmunum Sverris að þakka. Var honum fyrst gefið konungs- nafn á Eyrarþingi og fékk hann þá nokkurn liðsafla; þó ekki nógan til að ,mœta konungi. Var það fyrst árið 1179, að fundum þeirra bar verulega saman, í orustunni á Kálí- skinnsakri. Þar féll Erlingur jarl. Hélst sVo viðureign konunganna við í fimm ár enn og var hún mannskæð. Endaði hún 1184 í sjóorustunni við Fimreiti í Sogni, þar sem Sverrir vann sigur, þó minni hefði hann liðsafla, en Magnús konungur féll. Fékk þá Sverrir allan Noreg. Gekk hann og litlu síðar að eiga Margréti dóttur Eiríks Svíakonungs. En friðurinn varð skammær, og átti Sverrir i stríði það sem eftir var æfinnar. Efldust flokkar á móti honum og yrði of langt mál að greina frá þeimi öllum. Eg læt mér nægja að nefna þá: Kuflungar, Var- kelgir, Eyj arskeggjar og Baglar. Öllum nema þeim síðastnefnda eyddi konungur. Við Bagla átti hann til dauðadags og eftirmenn hans þar til 1,240. En uppruni Bagla var á þessa leið: Sverri greindi mjög á við kirkj- unnar menn. Gat eg þess að Ey- steinn erkibiskup hefði verið mikill vinur og aðstoðarmaður þeirra feðga, Erlings skakka og Magnúsar. Samt sættust þeir Sverrir við dánar- beð erkibiskups, en hann dó 1188. Eftirmaður- Eysteins varð Eiríkur af Stafangri. Samdi þeim konungi lítt. Vildi erkibiskup hafa meira vald yfir klerkum, en Sverri þótti gott. Skrifaði Eiríkur páfa og var konungur bannfærður. En hann skipaðist ekki við það, en lét biskupa krýna sig í Björgvin (1194). En hér eftir koma Baglar til sögunnar. Efldi þann flokk Nikulás Oslóar biskup, þó fyrirmaður flokksins ætti að heita Ingi nokkur, er sagður var sonur Magnúsar Erlingssonar. Stóð viðureign Bagla og Sverris, eins og eg sagði, til dauðadags konungs eða í sex ár. Dauða sínum varð Sverrir fyrir 1202 og hafði þá verið konungur 25 ár. Banaleguna lá hann í Björgvin. Þótti honum illa rætast spár Niku- Business and Professional Cards • —— ■ ... .. ■ PIIYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur I eyrna, augna, nef og' hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViOtalstími — 11 til 1 og 2 tiL 6 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 4 01 991 Dr. Herbert J. Scott 306-7 BOYD BLDG. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdðma Viðtalstlmi 2-5, by appointment Slmi 80 745 Gleraugu útveguS • PRESCRIPTIONS FILLED Dr. P. H. T. Thorlakson CAREFULLY 205 Medical Arts Bldg. Goodman Drugs COR. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstími 3-5 e. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 406 TORONTO GENERAL TRITSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. ’PHONE 26 545 WINNIPEQ BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfræðingur J. T. THORSON, K.C. Skrifstofa: Room 811 McArthur ísletizkur lögfrœOingur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 56 800 GREAT WEST PERM. BLD. PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668 • BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaOur Fyrir Islendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sími 94 742 ■ A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: "86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. t)t- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. » PHONE 94 221 ^ A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fast^gnir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur í nvióbiki borgarinnar. Herbergi |2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Guests lásar biskups. “Nú vil eg,” sagði hann, “áður eg er olíaður, láta mig hefja upp í hásætið og vil eg þar annaðhvort bíða bót eða bana; og mun þetta á annan veg fara eður til spyrjast en Nikulás biskup mun vænta, ef eg dey hér í hásætinu og standi yfir mér vinir mínir, en hann hefir sagt að eg mundi högginn nið- ur fyrir hund og hrafn.” Síðustu orð hans voru á þessa leið: “Við dauða minn, látið bert andlit mitt og látið þá sjá, bæði vini og óvini, hvort þá birtist það nokkuð á lík- ama minum' er óvinir mínir hafa bannað mér eða bölvað. Nú mun eg þó ekki mega því leyna, ef eigi eru betri efni í en þeir liafa sagt. Hefi eg meira starf og ófrið og vandræði haft í ríkinu en hóglífi; er svo að minni virðingu sem margir hafa verið öfundarmenn mínir, þeir er það hafa látið ganga fyrir fullan fjandskap við mig, sem nú fyrirgefi Guð þeim öllum og dæmi nú drott- inn minn vor á milli og alt mitt mál.” Sverrir konungur er að mörgu leyti einhver hinn merkasti af Nor- egskonungum. Enginn getur annað en fylst aðdáun, þegar 'hann hugsar til þeirra þrekvirkja, er Sverrir framdi til að öðlast konungdóminn. Hann stendur uppi í byrjun með tvær hendur tómar og sjötíu liðs- menn, sem ‘skorti ekki atorku og hreysti, en flest annað. En á nokkr- um árum er hann orðinn konungur í Noregi. Sömuleiðis dylst og eng- um sem les sögu hans, að hann var fæddur liðsforingi. Hv^r sem les ræður hans til manna sinna, finnur að hér er maður á ferðinni, sem kann tökin á mönnum. Ræða hans fyrir liðinu fyrir Steinbjargarorust- una líður mönnum ekki úr minni: “Vil eg nú yfir því lýsa til hvers, að þér skuluð vinna. Sá er lendan mann fellir sá skal lendur maður vera og þess kyns tignarmaður skal hver vera, sem hann sjálfur ryður sér til rúms, sá hirðmaður er hirð- mann drepur og taka aðra góða sæmd.” Eg get heldur ekki stilt mig um að hafa upp orð konungs fyrir mönnum sínum, er þeim var farin að þykja setan um Túnsberg helzt til löng: “Það heyri eg nú af lið- inu,” sagði hann, “að seta þessi þyk- ir óforsynju, og nú væri gott heima og sæll væri sá að heim skyldi fara. Óhermannlegt er slikt, að kurra að konungi sínum, þótt þér þénið eigi (Framh. á bls. 4) + Borgið LÖGBERG! f

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.