Lögberg - 11.03.1937, Page 4
/
LÖQBERG. FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1937
ÍJ
Högljerg
Cíefið út hvern fimtudag af
THE COLUMB1A P K E S 8 L 1 M1TED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
TJtanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 6»5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
/
VerO $3.00 urn árlð — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The
Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
J----------------------------
Hervarna brjálœðið
Ekki getur hjá því farið að hugsandi
mönnurn hrjósi hugur við því feikna æði, gr í
seinni tíð virðist hafa heltekið eina þjóðþia
eftir aðra viðvíkjandi auknum útgjöldum til
vígvarna. E'ins og nú horfir við, er helzt ekki
annað fyrirsjáanlegt, en stefnt sé til alþjóða
gjaldþrots með þeim óvinafagnaði, er slík
samkepni jafnan hetir í för með sér. Aðeins
örfáir menn, eins og t. d. Mr. Thorson, hafa
áræði til þess að mótmæla; einurð til þess að
vara almenning við þeirri ógæfu, sem af víg-
varnabraskinu getur leitt. Slíkir menn verð-
skulda þjóðarþökk fyrir hreinskilni sína og
drenglund gagnvart þeim örlagaríkustu at-
burðum, sem nokkra þjóð getur hent.
Blaðið Winnipeg Free Press birti ný-
lega afar íhyglisverða grein, sem tekin var
úr Lundúnablaðinu “The Eoonomist” og um
útgjöld til hermálanna á Bretlandi fjallar.
Grein þessi á brýnt erindi til vor allra og ætti
að einhverju leyti að geta opnað augu almenn-
ings fyrir þeim háska, sem á ferðinni er, verði
ekki tekið í taumana áður en það er um seinan.
“Það fyrsta, sem starir manni í augu
um þessar mundir, er hinn tortímandi kostn-
aður, sem Bretar hafa lagt út í vegna blindr-
ar*samkepni á sviði vopnaframleiðslunnar.
Það eru ekki nema eitthvað 15 mánuðir
liðnir frá þeim tíma, er þeir Baldwin og
Chamberlain staðhæfðu að ástæðulaust værí
að stofna til aukinna útgjalda á Bretlandi til
hers og flota. Nú, eru þessir sömu menn að
reyna að sannfæra sama fólkið um það, að
óumflýjanlegt sé fyrir stjórnina, öryggis
þjóðarinnar vegna, að verja hálfri annari
biljón sterlingspunda til aukinna vígvarna
næstu fimm árin. Enn á að taka lán; hvorki
meira né minna en fjögur hundruð miljón
sterlingspunda lán, auk hinna venjulegu út-
gjalda á fjárlögunum. Og jafnvel þó ekki
yrði hleypt skoti úr byssu á þessu fimm ára
tímabili, mundi kostnaðurinn fara talsvert
fram úr því, sem Búastríðið kostaði hina
brezku þjóð. “The Bconomist” leggur rétti-
lega áhérzlu á það, að útgjöld til vígbúnaðar
eða stríðsþarfa, skuli greidd samkvæmt gild-
andi sköttum og engu þar við bætt; með öðr-
um orðum, þá skuli lánsheimild í slíku augna-
miði ekki vera veitt.
Það sýnist liggja nokkurn veginn í aug-
um uppi, að lán til stríðsþarfa leiði af sér
tap; fyrir þau er ekkert það keypt, sem hefir
varanlegt gildi; fyrir þan fæst ekkert
það, sem aukið getur þjóðarauðinn, eða
bætt kjör almennings. Vitaskuld má kaupa
herskip fyrir slík lán; þau ganga samt
sem áður úr sér, og það jafnvel löngu áður
en það fimm ára tímabil er runnið út, sem
stjóm Breta hygst að helga auknum vígvörn-
um.
Ihyglisvert er það, að háværar raddir
láta til sín heyra þessa dagana á Bretlandi,
jafnvel úr hópi þeirra manna, er mestan hafa
hagnaðinn af vopnaframleiðslu farganinu, í
þá átt, að samkvæmt gildandi sköttum geti
þjóðin ekki staðið straum af þessum auknu
útgjöldum, nema því aðeins, að samfélagsleg
starfsemi hennar bíði við það halla. Þó
skal auðsjáanlega ekki í þetta horft, heldur
taka lán á lán ofan.
Þessi stefna gengur brjálæði næst og
hlýtur að enda með skelfingu. Stjórnin knýr
á dyrnar, þjóðin opnar og sýnist helzt ekki
eiga annars úrkosta en að segja já og amen
við þessu öllu. Hvflíkt feikna forustugjald-
þrot! En þau ósköp sem brezkir stjórnmála-
leiðtogar hljóta að hafa á sig lagt til þess að
skapa það ástand, er nú ríkir með þjóð
þeirra!”
J. T. Thorson, K.C.
þingmaður Selkirk kjördæmis. ,
(Framh.)
Er það þá ætlun vor að vernda verzlun-
arleiðir vorar ? Mætti eg leiða athygli þings-
ins að því að Canada selur hveiti til níutíu
og níu landa víðsvegar út um allan heim, og
að vér seljum einnig ýmsar aðrar verzlunar-
vörur til margra þjóða. Hugsum vér oss
virkilega að vemda allar verzlunarleiðir
vorar ?
Það liggur í augum uppi að Canada væri
það alls kostar ofvaxið. Hin erlendu við-
skifti vor eru afar mikils virði, því verður
ekki neitað. En samt sem áður yrði þau oss
of dýru verði keypt, ef vér yrðum að koma
oss upp nægilegum sjóher til þess að hann
nægði við slíkar varnir.
Ef vér hugsum oés ekki að verja allar
verzlunarleiðir vorar, hverjar þeirra ættum
vér þá að verja og af hverjum þeirra ættum
vér að sleppa hendinni !
Eg vil aftur vekja athygli þingsins á því
að á síðastliðnu fjárhagsári seldum vér 53%
! af verziunarvörum vorum til útlendra J)jóða
j og 47 % innan brezka ríkisins'. — Vér rekum
• alþjóðaverzlun; verzlum við öll lönd.
AÖ lialda því fram að þessi fjárframlög
séu nauðsj'nfeg verzlunarleiðum voium tli
barnar hefir, írá mínu sjónarmiði við ekkert
að styðjast.
Þá er enn eftir eitt atriði ótalið, sem
sagt er að krefjist þessara auknu fjárveit-
inga. Oss er sagt að vér verðum að vera
reiðubúnir til þess að verjast útlendum árás-
um. Hvaða þjóðir eru það, sem vér búumst
við að ráðist á ossf Eru það Japanar f Eig-
um vér að hafa her meðfram allri Kyrrahafs-
ströndinnif Eða búumst vér við árásum frá
Þjóðverjum? Ættum vér virkilega að hafa
her meðfram St. Lawrence flóanum og allri
Atlantshafsströndinni ? Hvaða ráðstafanir
hafa verið gerðar í þessu skynif Vér eigum
heimting á að vita allar slíkar ráðstafanir,
séu þær á annað borð til.' Hví ætti Canada
ekki að færa sér það í nyt að lega landsins
er slík sem hún er? Vér verðum að horfast
í augu við kringumstæðurnar eins og þær eru
og viðurkenna að engin þjóð gæti ráðist á
Canada, nema því aðeins að BandaríkiiTværu
með í ráðum, og legði blessun sína yfir slíka
árás. Getur nokkur maður haldið því fram í
einlægni að Bandaríkin samþykti annaðhvort
að Japan réðist á Canada að vestan eða ein-
hver Evrópuþjóð að austan? Eiginhagnaður,
þótt ekkert væri annað, mundi aftra Banda-
ríkjunum frá að samþykkja slíkt. Það gæti
aldrei átt sér stað.
Canada er örugg og þarf engar árásir að
óttast á meðan Bandaríkin eru oss vinveitt.
Aðeins ein einasta þjóð gæti hertekið Canada
—það eru Bandaríkin; á móti því stórveldi
væri Canada með öllu varnarlaus, en frá því
landi á feg ekki von á neinni árás og gegn
þeirri þjóð sé eg enga þörf á neinum her til
sjálfsvarnar.
Þannig er varið hinni þægilegu afstöðu
Canada; þetta eru óhrekjandi sannindi; hví
skyldi Canada ekki færa sér það í nyt? Önn-
ur lönd nota sér trygga afstöðu þegar legu
þeirra er þannig háttað eða vinsamlega af-
stöðu nágrannaþjóða sinna, sem annaðhvort
á sér stað eða hægt er að koma til leiðar, eftir
því sem þeim er til hins mesta hagnaðar. Er
það rétt af öðrum löndum að gera þetta, en
rangt af Canada að haga sér eins?
Ef til vill fæ eg það svar að það sé ósam-
boðið Canada að fylgja þessari stefnu, en
þegar um er að ræða heill og velferð Canada
og canadisku þjóðarinnar, þá stendur mér
alveg á sama hvað aðrir segja um stefnu
vora. Vér þurfum ekki að auglýsa hugrekki
Canada þjóðarinnar fyrir öðrum þjóðum.
Sextíu þúsundir Canadamanna auglýstu það
þegjandi með dauða sínum í síðasta stríði —
og eg er stoltur af því að bróðir minn var
einn þeirra.
Sannleikurinn er sá, herra þingforseti,
að það hefir æfinlega verið auðvelt að sýna
hugrekki sitt á vígvellinum; á öllum liðnum
öldum hefir það verið eðli mannsins að sýna
hugrekki þegar á hólminn var komið. Það er
oft miklu erfiðara að tala örugt máli friðar-
ins en hitt að fylgjast með þegar til stríðs er
kvatt.
Eg trúi því ekki að þessi auknu f járfram-
lög séu nauðsynleg, ef þau eru einungis í
sjálfsvarnarskyni; og eg er hræddur um að
eitthvað annað en sjálfsvörn þjóðarinnar ein-
göngu sé eða geti.verið fólgið í þessari stefnu.
Eg vona einlæglega að sá ótti sem eg ber í
sambaHdi við hana sé ástæðulaus; en eg tel
það skyldu mína að vara sterklega við slíkri
stefnu.
/
Eru nokkrar ástæður sem réttlætt gæti
aukinn herbúnað í Canada ? Höfum vér nokkr-
ar skyldur gagnvart öðrum þjóðum, til þess
að auka herbúnað vorn? Hefði saga þjóð-
bandalagsins síðastliðin ár verið öðruvísi en
hún er, þá mundi eg ef til vill svara þessári
spurningu játandi. Þjóðbandalagið var stofn-\
að eftir að stríðinu mikla var lokið. Það átti
að verða voldug stofnun, sem innilyki allar
heimsins þjóðir í því skyni að vemda frið í
öllum löndum.
Því er oft haldið fram að Þjóðbandalag-
ið hafi mishepnast; eg get ekki að öllu leyti
fallist á þá skoðun, því margt hefir skeð síðan
bandalagið var stofnað, sem hrundið hefði af
stað heimsstríði, hefði bandalagið ekki verið
til. ÞaÖ er ekki ÞjóÖbandalagiÖ,
sem hefir brugÖist; hitt er miklu
nær sanni aÖ stórveldin hafi brugÖ-
ist bandalaginu og verið ótrú hug-
sjónum og vonum mannkynsins.
Öll stórveldin eiga ámæli skilið:
Bandaríkin fyrir það, að neita að
ganga í bandalagið; Frakkland, ef
til vill í stærri stíl en öll hin stór-
veldin, vegna þess þröngsýnis, sem
þay hefir komið fram; Jajan og
ítalia vegna þess brjálæðis, sem þau
hafa sýnt í ofbeldi og yfirgangi.
Jafnvel Bretland hlýtur að bera
nokkra ábyrgð í þessu sambandi, að
þvi er snertir Manchuríu og einnig
viðvíkjandi Ethiópíu, þótt í smærri
stil sé. Eg er einnig sannfærður um
að stefna Þýzkalands hefði verið
alt önnur hefðu friðarsamningarnir
í París verið öðruvísi að anda og
I efni. Stórveldin hafa brugðist þeirri
skyldu að taka saman höndum í
íriðarskyni og rótfesta sameiginlegt
öryggi gegn stríði; og það að þau
hafa þannig brugðist er ástæðan
fyrir því hvernig ástatt er í heim-
inum þann dag í dag; þessi sömu
stórveldi ættu því að bera meiri
partinn afleiðinganna.
Eg mundi lita mildari augum á
þessa auknu fjárveitingu, ef hún
væri í því skyni að taka þátt í al-
þjóða ráðstöfun til tryggingar friði,
annaðhvort með Þjóðbandaljigið til
framkvæmda eða eitthvert annað al-
þjóðafélag með friðartakmarki. En
því er ekki að heilsa að svo sé.
Þangað til stórveldin hafa sýnt það
að þeim sé ant um frið og gert eitt-
hvað er sanni alvöru þeirra í þá átt,
er það alls ekki skylda Canada að
gera tilraun til lögreglustarfs og
eftirlits fyrir önnur lönd.
Stórveldin hafa brugðist smærri
þjóðunum og hafá því nú sem
stendur, engan rétt til þess áð kref j-
ast aðstoðar af þ^irra hendi.
(Framh.)
Sverrir konungur
Framh. frá bls. 3
sv0 vömbinni sem verkmaður í vist,
og ólíkir eru þér þeim er í forneskju
eru sögur og afgervar, er veittu svo
þrátt umsátir að eyða f jandmönnum
sínum að fúnuðu af þeim klæðin, en
þeir átu skálpana af sverðum sínum
og yfirleður af skóm sinum og léttu
aldrei fyr en þeir sigruðust; en þó
að eg taki þessi dæmi við þá er hér
skemra til að meiri staðfestu og þrá-
lyndi sýna þeir Baglar á berginu, en
þeir gefast ekki upp. Nú látið mig
eigi lengur heyra þennan kurr, því
að hér skal sitja hvort yður þykir
ljúft eður leittí, blítt eður strítt,
bjúgt eður brátt, þar til vér höfum
vald yfir Böglum.” Vildi eg tilfæra
fleiri dæmi en læt mér nægja að
segja, að Sverrir kunni að tala til
lægstu og æðstu hvata mannsins og
skilur hver er les orð Sverris að
Birkibeinar mundu til í að fylgja
konungi sínum út í opinn dauðann.
Og vel reyndust þeir hvaða ofurefli
sem var að mæta, enda þágu þeir
góð laun fyrir góða fylgd.
Sverrir konungur var og mildur
maður og oft kom honum það í koll,
því eigi reyndust þeir ætíð trúir, er
hann gaf grið. Fús var hann til
sátta en fylginn sér. Sjálfstraust
hafði hann óbilandi og er sagt að
draumar hans hafi oft styrkt hann
og gefið honum nýjan þrótt, því
mikið mark tók hann á draumum
sínum. Óbilandi trú hafði hann og
á því að hann hefði á réttu að standa
í baráttu sinni um yfirráðin. Og
áreiðanlega var hann manna færast-
ur þeirra, er þá voru uppi aS fara
með konungsvald í Noregi. Þar
sem flestir höfðingjar í landinu voru
nautnamenn mestu, var hann hófs-
maður bæði á mat og drykk og tal-
aði máli hófsemdar í áfengisnaútn
fyrir sínum mönnum, en ofdrykkja
var þá mjög töm öllum mönnum.
Það var ástundunin, hófsemdin,
sjálfstraustið og eljan, sem hjálpuðu
honum til valda, og einkendu hann
frá samferðamönnum hans. Og
samt er sú mynd, er vér eigum af
honum einhliða, því saga hans geng-
ur mest öll út á það að skýra frá
striði því, er hann átti í, en sama
sem ekkert er sagt um landstjórn
hans. En á minnistöflu hans er
1877 “Reynd að gœðum í 60 ár” 1877
COCKSHUTT No. 8 STAL SAÐVÉL
Sáning frœsins
er mikilvœgast
alls
En bærtdur sem
nota þessa sáð-
vél þurfa ekkerl
að óttast í því
tilliti.
pessi sáðvél er smfðuð, strengd og styrkt elns og stálbrú, til >ess að
veita það teikna afl, sem til þess þarf að tryggja fullkomna og jafna
sáningu á réttri dýpt án þess að grindin hristist til og frá. Hið efnis-
gðða stál, sem vélin er úr, kemur í veg fyrir alla aukaþyngd. Hyatt
völtur og Alemite smurning veldur mjúku skriði og léttum drætti. Búin
til í 16 til 36-run stærðum. Finnið Cockshutt umboðsmann eða skrif-
ið eftir bæklingi.
COCKSHUTT TILLER COMBINE
Ráðið úr ræktunar og sáningar viðfangsefnum yðar með því að nota
Cockshutt Tiller Combine við vinnuna. pað tryggir nákvæma sáningu
og jafna, og fyrirbyggir
uppþornun rakans, sem á
sér stað milli plægingar
og sáningar. Pessi Cock-
shutt Tiiler Combine er
ágæt við diskun eftir slátt
og v e i t i r yfirborðinu -f
hrjúfa áferð, er heldur 1
sér snjð og útilokar fok.
Einnig fyrirtak við sum-
aryrkju. Stærð við allra
hæfi. Finnið Cockshutt
umboðsmann eða skrifið
eftir bæklingi.
m
M\
CDCKSHUTT PLDW C0.,um.tED
WINNIPEG REGINA SASKAXOON CALGARY EDMONTON
sagt að hann hafi verið “efling rétt-
inda og rétting laga.”
En óvini átti hann sein aðrir
miklir menn. Voru það'helzt kirkj-
unnar menn. Fundið gátu þeir ekk-
ert nógu ilt að segja um hann, og
þó tekur út yfir það, sem ensk rit
skrá um hann. T. d. segir William
of Newbolt að Sverrir hafi verið
sem sonur djöfulsins, máttugur til
alls ills. En furða er þetta engin,
því hann var svarnasti óvinur kirkj-
unnar er hún vildi auka vald sitt um
of. Annars farast höfundi Hung-
urvöku, sem hlotið hefir að vera
tnikill trúmaður, orð um hann á
þessa leið, er hann talar um viðtök-
ui* þær er Páll biskup fékk hjá
Sverri: “En bæði var það að hann
(Sverrir) kunni betur en flestir
menn aðrir, og hafði betri færi á, og
sló öllu við því er til gæði var er
þeir mættu báðir göfgastir af
verða.”
Hvort faðerni Sverris var það, er
hann sagði, ætla eg ekki að ræða hér
í kveld. Slíkt yrði of langt mál og
að mörgu leyti óþarft. Hann var,
eins og einhversstaðar er komist að
orði, “sonur afreka sinna,” og hæfi-
leikar hans gjörðu hann réttkjör-
inn konung, hvað sem því líður
hvort hann var sonur Unasar
kambara eða Sigurðar munns.
Sverrir konungur hefir lengi ver-
'ið íslendingur kunnur, bæði sem
hraustur vikingur og spakvitur mað-
ur. Mætti tala langt mál um speki
hans, en tíminn leyfir það ekki.
Einnig hefir hann orðið okkur
kunnur af þeim frægu ljóðum, er
Grímur Thomsen kvað um hann.
Það var eins og Bessastaða skáldið
væri aldrei eins i essinu sinu, eins og
þegar hann var að yrkja um einhver
mikilmenni sögunnar. Hann leitaði
oft langt aftur í tímanny að hreyst-
inni og manndáðinni, en það sýnist
hann hafi metið öðru freniur. Með
kvæði sínu um Sverri hefir hann
reist konungi þann minnisvarða, er
stendur um aldir. Eg get ekki betur
lokið orðum minum en með því að
hafa það yfir.
Þótt páfi mér og biskup banni,
banasæng skal konungsmanni
hásætið til hvilu reitt.
Kórónaður kóngur er eg,
kórónu til grafar ber eg,
hvort þeim er það ljúft eður leitt,
Margar fór eg ferðir glæfra
fætur mína vafði’ í næfra,
kulda mér þá sviðinn sveið.
En hvað var það mót hugarangri,
hverja stund á vegferð langri,
sem eg fyrir land mitt leið.
/
Konunglegan klætt í skrúða
kistuleggið holdið lúða;
ber sé látin ásýnd ein.
Breidd sé sigurflugu sængin
svo til hinsta flugs ei vænginn
skorti gamlan Birkibein.
Vel er að þér sálma syngið
og saman öllum klukkum hringið,
meðan eg skaflinn moldar klíf.
Og í tilbót eitt mér veitið:
andvökuna mikið þeytið—
Andvaka var alt mitt líf.
Útflutningur járnmálms frá
Svíþjóð eykst
Útflutningur frá Svíþjóð af járn-
málmi í desember nam 632,000, en
alt síðastliðið ár nam útflutningur
járnmálms frá Sviþjóð 9,4 milj.
smálesta,; en til samanburðar má
geta þess, að árið 1935 nara þessi
útflutningur 6,2 milj. smálesta. Út-
flutningurinn s. 1. ár var meiri en
nokkuru sinni síðan hið mikla út-
flutningsár 1929, en þá nam út-
flutningur járnmálms< 9.5 milj. smá-
lesta.
ZICZAG
5
Orvals pappír í úrvals bók
5'
2 Tegundir
SVORT KÁPA
Hinn upprunalegi þunni vindl-
inga pappír, sem flestir, er
reykja “Roll Your Own” nota.
Biðjið um
“ZIG-ZAG” Black Cover
I
1
BLÁ KÁPA
“Egyptien" úrvals, h v 11 u r
vindllnga papplr — brennur
sjálfkrafa — og gerir vindling-
ana eins og þeir væri vafðir I
verksmiðju. Biðjið um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
/