Lögberg - 11.03.1937, Page 7
LÖGBERCr, FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1937
7
Olafía Jóhaonsdóttir
Erindi samið og flutt af frú
Soff íu Wathne á fundi Kvenfél.
Fyrsta lúterska safnaðar og
Afmœlissamkomu Betel.
í Bandaríkjunum síÖastliÖiÖ ár
var alltnikið ritað um æfistarf Jane
Addams, er lézt ekki alls fyrir löngu,
og hvernig helzt ætti að heiðra minn-
ingu hennar. Var'víst álitið af peim
er bezt þektu til, að minning sú, er
henni sjálfri hefði orðið kærust,
væri framhald þess starfs, er hún
helgaði líf sitt, og sérstaklega fjár-
frainlög til viðhalds “ífull llouse.’’
Jane Addams stofnaði hjálparhælið
Hull House í Chicago, sem flestir
kannast við; vann sér f rægð um
allan hinn enskumælandi heim fyrir
liknarstörf, og hlaut þar að auki
Nobels-verðlaunin, ásamt Dr. Nich-
olas Murray Butler, árið 1931, fyr-
ir þátttöku sína í alheims friðarmál-
um. Nafn hennar fellur aldrei í
gleymsku.
Á Englandi er minningu frú
Elizabeth Frey haldið við með því
að alt af öðru hvoru eru birtar í
tímaritum ritgerðir um J>að þýðing-
armikla starf er hún vann þar fyrir
umkomulausa, sérstaklega fanga, og
þær miklu umbætur, er urðu á kjör-
um þeirra, fyrir hennar framúrskar-
andi dugnað. Náðu þær umbætur
ekki aðeins um alt England, heldur
líka um flest öll Evrópulöndin.
Við, sem af íslenzku bergi erum
brotin, lesum og hugsum um þessar
stóru kærleiksríku sálir, og lítum
með aðdáun upp til þjóðanna, sem
áttu þær; þráum að líkjast þeim;
finst við vera svo atkvæðalítil i sam-
anburði. En þetta er aðeins um
augnablik; hugurinn er ekki fyr
horfinn til okkar eigin litlu þjóðar,
en við fyllumst gleði og þakklæti
fyrir það, að við höfum líka eignast
svona stórsálir; að ekki alls fyrir
löngu var afhjúpaður minnisvarði
einni þeirra til heiðurs óg það i öðru
landi. Mun þó alment álitið að
erfiðara sé að vinna sér þ^ssháttar
viðurkenningu í útlöndum en heima
fyrir. Hin íslenzka merkiskona, er
þennan heiður hlaut var Ólafía Jó-
hannsdóttir. Starfssvið hennar var
að sönnu minna en verksvæði Jane
Addams eða Elizabeth Frey, en sól-
arljós kærleika hennar og mannelsku
varpaði þó birtu sinni um öll Norð-
urlönd. Það má því ekki minna
vera en að við, sem erum sömu
þjóðar, minnumst hennar við og við.
Ólafía Jóhannsdóttir var fædd á
Mosfelli í Mosfellssveit i Gull-
bringusýslu á íslandi, 3 ágúst 1864;
foreldrar hennar voru þau séra Jó-
hann Knútur Benediktsson, prestur
á Mosfelli og Ragnhildur Sveins-
dóttir systir þeirra Benedikts Sveins-
sonar sýslumanns (föður Einars
skálds) og Þorbjargar Sveinsdóttur
yfirsetukonu.
Þorbjörg Sveinsdóttir, sem þjóð-
kunn var fyrir mælsku og ræðu-
snild, var fóstra Ólafíu. Þegar for-
eldrar hennar fluttu að Einholti í
Skaftafellssýslu tók Þorbjörg syst-
urdóttur sína með sér til Reykja-
víkur og ól upp sem. dóttur. Ólafía
naut alls góðs hjá fóstru sinni og
hlaut beztu mentun, sem hægt var að
veita konu á þeim tíma á íslandi.
Fékk (fyrir mestu náð) að taka
próf við Latínuskólann i Reykjavik,
en ekki fékk hún að sækja skólann
með stúdentunum; það þótti þá ó-
sæmilegt að ungar stúlkur og piltar
sæti saman á skólabekk. Hefir sjálf-
sagt gengið fram af mörgum að
nokku,r kvenmaður skyldi vilja sækj-
ast eftir meiri þekkingu en veittist
á kvennaskólum:. Hún mun hafa
verið fyrsta stúlka til að innritast í
Latínuskólann, en tók aldrei fulln-
aðarpróf. Elinborg Jacobsen, af
færeyiskum ættum, mun hafa verið
fyrst til að ljúka þar prófi.
Ólafía ól aldur sinn á heimili þar
sem hugsað var meira um mannfé-
lagið sem heild, en einstaklinginn.
Þorbjörg fóstra hennar var eldheit
i öllum lands- og félagsmálum, og
varð alt heimilisstarf að bíða betri
tima, þegar nokkur sérstök mál lágu
til umræðu á fundum og samkomum.
Þar var hún með í anda og sál.
Ólafía hefir því á ungum aldri van-
ist þátttöku í öllum velferðarmálum
Jands og lýðs og lært að hinn bezti
vottur kristindómsins væri sjálfsaf-
neitun og kjarkur til að vinna með
kærleika og mannelsku að þeim mál-
efnum, er mest gætu lyft mannsand-
anum og stuðlað að almennri vel-
líðan.
Snemma mun hafa bórið á því,
að hún var óvenjulega vel máli far-
in, og var hún oft fengin til að tala
á samkomum í Reykjavík. Það er
sagt að henni hafi aldrei orðið orð-
fall á ræðupalli, og að hún hafi get-
að talað í hálfan annan klukkutíma
án þess að hafa nokkuð skrifað hjá
sér. En henni var ekki nóg að tala.
Hjálpfýsin kom fram í verki ekki
síður en orði, og varð hún þessvegna
fyrir allmiklu umtali. Eftirfylgjandi
samtal er tekið úr minningarriti Sig-
urbjörns Gíslasonar: “Ilugsa sér!
Hún Ólafía Jóhannsdóttir sem flutti
ágæta ræðu í gær fyrir fina fólk-
inu, rogaðist í morgun með vatns-
fötur upp Bakarastíg; tók þær af
einhverri kerlingu, sem var að detta
á hálkunni.”
"Jú, jú! en vissir þú hvað hún
gjörði í fyrradag, þegar hún kom
úr heimboði frá höfðingjunum ?
Hún tók dauðadrukkinn mann á
götunni og studdi hann, svo að hann
komst heim en lenti ekki í tukthús-
inu.”
Þessi litlu dæmi sýna ljóslega, að
hvað sem öðru leið, var hugurinn á-
valt á þvi að hjálpa og b^eta kjör
annara, hvar og hvenær sem unt var.
Á íslandi um þessar mundir var
verið að vinna með áhuga að bind-
indismálum og félagið, sem kallast.
“Hvítabandið” var þá að útbreiðast,
og var Ólafía fengin til að ferðast
um landið og stofna stúkur. Þetta
gjörði hún endurgjaldslaust; fékk
aðeins ferðakostnað og viðurværi,
en vann með óþreytandi elju og
dugnaði. Ferðaðist t. d. að niestq
leyti fótgangandi um vetrartíma frá
Reykjavík til Akureyrar og stofn-
aði á leiðinni mörg bindindisfélög.
Til Ameríku kom hún skömmu fyrir
aldamótin, var þá í bindiiídiserindum
og talaði hér og þar á samkomum.
Kom þá til Winnipeg og gafst Is-
lendingum hér kostur á að kynnast
henni og hlýða á mælsku hennar.
Hún mun vera betur þekt meðal Is-
lendinga fyrir bindindisstarfið en
hið síðara starf er hún vann í
Noregi og sem hún ritar um í bækl-
ingnum “Aumastar allra.”
Einhverntíma um aldamótin mun
Þorbjörg Sveinsdóttir hafa veikst
og legið banaleguna. Stundaði þá
Ólafía fóstru sína með svo mikilli
ást og alúð, að hún sjálf veiktist á
eftir. I nóveinber 1903, kom hún til
Ytrieyjar í Noregi; hafði þá ferðast
um landið alt sumarið i .bindindis-
erindum og var orðin töluvert
þreytt., Þar veiktist hún alvarlega
og lá lengi á sjúkrahúsi og síðar hjá
vinum, sem reyndust henni eins vel
og bezta skyldfólk' Þar var hún í
þrjú ár, en alt af var hugurinn á
því að vinna/ eitthvað nauðsynlegt
verk til hjálpar mannfélaginu. Þá
var það að vinir hennar tóku eftir
því að hún var í kyrþey að gefa frá
sér alla skartgripi, hátíðarbúninginn
ísleitzka, gömlu silfurbeltin og fleira.
Síðast gaf hún frá sér afar vandað
gullúr, sem enskir vinir höfðu gefið
henni og var mjög verðmætt. Var
þá reynt að telja hana af því að gefa
svona alt frá sér, en hún mælti: “Eg
get ekki (hugsað til þess að ganga
með svona vandað gullúr, er eg fer
að umgangast allslausa vosalinga.
Þeim mundi finnast eg standa sér
svo fjarri, ef þeir sæjit slíkt gullúr
hjá mér.” Með þessuni orðum lét
hún fyrst i ljósi ásetning sinn um
að hjálpa “aumustum allra.”
En það var ekki fyr en um jólin
1908 að henni veittist kostur á að
taka sér þetta verk fyrir hendur.
Hún fékk þá dálítinn styrk frá
Hvíta bandinu og Fangelsafélaginu
og hóf starf sitt í febrúar 1909 í
Oslo, höfuðborg Noregs.
Hún leigði^sér lítið herbergi nteð
rúmi og eldavél í fátækari hluta
borgarinnar; þar bjó hún og tók nú
að vitja sjúkra og fanga. En þrátt
fyrir fátækt hennar, hýsti hún og
fæddi auðnuleysingja, sem hún fann
á götunum og aðra vesalinga er leit-
uðu athvarfs hjá henni.
Mest voru það svokallaðar “falln-
ar stúlkur,” eða kvenmenn, sem
settir höfðu verið í fangelsi aftur og
aftur fyrir ofdrykkju, þjófnað, ó-
lifnað og allskonar óknytti. Siðspilt-
ar á allan liátt, kynferðissjúkar og
oft aðframkomnar af hungri og
kulda. Þessum vildi hún hjálpa.
þessum vildi hún umbreyta og reisa
við, leiða til kristindómsins og betra
lífernis með Guðs góðu 'hjálp. En
herbergið hennar var svo lítið og
svo mörgum þurfti að hjálpa.
Stundum var svo þröngt að lausa-
rúm voru sett alveg út í anddyri.
Bara að hún hefði nú efni á að
leigja stærra pláss eða viðbót við
það, sem hún hafði. Sjálfsagt gæti
það orðið fyrir Guðs góðu hjálp.
Hún trúði því svo fastlega. Og
henni brást heldur ekki þetta traust,
því sagt er, að í eitt sinn eftir sér-
staklega heita bæn um hjálp, hafi
hún mætt ókunnugum manni, sem
spurði hana ítarlega um starf henn-
ar og lét í ljós löngun til að styrkja
það með því að leggja til 25 krónur
mánaðarlega. Þetta gjörði henni
mögulegt að leigja sér annað her-
bergi sem autt var þar sem hún bjó
og komust þá enn fleiri fyrir, sem
líkna þurfti. Enn var húsrúmið of
þröngt, og var nú farið að leitast
fyrir um hús, sem kaupa mætti fyr-
ir lítið, og í^nst þá núm'er 35 í
Löngugötu, lítið timburhús, en því
fylgdi góður garður. Með gjöfum
og hagstæðum lánum varð uppíiæð-
in, 8,000 krónur, loksins fengin og
litla húsið keypt. En nú vantaði
alla innanhússmuni. Þá kom þeim
til hjálpar, norsk kona, frú Nanna
Storjohan, kona fangelsis-prests í
Osló, sem stofnað hafði hæli handa
starffúsum stúlkum, en var nú að
geía það upp. Vegna þess að henni
fanst þetta nýja hæli áframhald síns
eigin starfs, 'hlynti ‘hún að því á all-
an hátt og gaf innanhússmuni og
margt sem þurfti til að fullkomna
það. Var því hælið nefnt “Nanna
Storjohans Minne” og ber það
hennar nafn enn í dag. Ólafía varð
nú forstöðukona eða “móðir” hælis-
ins og fengu fjölda margar stúlkur
þar hjálp. Sumum útveguð atvinna,
sumum hjálpað heim til sín upp í
sveit, sumum fengin sjúkrahússvist
o. s. frv. Þarna var hún í tvö ár.
Þá veiktist hún aftur og varð að
ge’fa upp stöðuna. En ekki flutti
hún lengra en í næsta hús, Nr. 37.
Þar gat hún verið nálæg og hjálpað
íneð góðum ráðum og fyrirbænum.
Þetta ivar 1915, en árið 1916 gaf
hún út bókina “Aumastar allra.”
Átakanlegar myndir af siðspillingu
stórborganna og mannssálinni á
lægsta stigi, en svo snildarlega skrif-
aðar að stórskáld gjöra ekki betur.
Þessi bók vakti mikla eftirtekt og
hjálpfýsi, og streymdu nú að henni
gjafir til Öjörgunarstarfsins. Allar
þær gjafir setti hún í sjóð, til þess
að kaupa stærra og betra “heimili.”
Bæjarstjórnin lagði til ársstyrk, er
naim 500 krónum, en stórþingið
x,ooo krónur árlega; hafa báðir
þessir styrkir haldið áfram síðan.
Árið 1918 voru henni gefnar 1,000
krónur í heiðursgjöf frá íslending-
um í Osló, en ekki notaði hún nema
örlítinn hluta handa sjálfri sér, þótt
efnin væru litil og hún sjálf þurf-
andi. 750 krónur lét hún í hússjóð-
inn, er alt af fór vaxandi og nani
20,000 krónum árið 1923. Þá var
litla húsið í Löngugötu selt, en nýtt
heimili keypt á Sagvegi, kostaði það
60,000 krónur og má hýsa þar 30
stúlkur í einu. Skýrsla fyrsta starfs-
ársins sýndi að 1143 hafði þar verið
hjálpað.
Til íslands fluttist Ólafía aftur
árið 1920, og hélt þar margr sam-
komur og ræður fyrír fullum hús-
um. Þar var hún þegar vígsluhátíð
nýja hælisins í Osló var haldin i
október 1923, og var þá orðin mjög
heilsulítil. Hugur hennar hefir
hlotið að hverfa til Noregs, og í
anda hefir hún sjálfsagt tekið þátt í
vígsluathöfninni, enda var hennar
vel minst við það tækifæri, og liefir
það hlotið að vera henni mesta gleði-
efni að hússjóður sá, er hún stofn-
aði 1916, skyldi á stuttum tima bera
svona mikinn og góðan ávöxt.
LTm jólaleytið 1923 var Ólafia orð-
in mikið veik og ráðlögðu þá sumir
kunningjar henni að hverfa áftur til
Noregs og komast þar á sjúkrahús,
og þangað fór hún aftur seint í
janúar. Siðustu átta vikurnar vaV
hún á “Safnaðarheimilinu” í Osló,
og þar dó hún árið 1924. Líkið var
flutt heim til íslands og þar var hún
jarðsungin.
Nokkrar sögur eru sagðar af
hennar óbifanlega trausti á Guði og
hans handleiðslu. Einu sinni t. d.
var komið til hennar og var hún fá-
lát og annars hugar, hafði þá gefið
frá sér síðasta matarbita er til var,
og beðið heitt fyrir næstu máltíð.
Var nú komið fram yfir matmáls-
tíma og fanst henni hún ekki hafa
verið bænheyrð. Hún hugsaði lengi
um þetta, stóð loksins á fætur og
gekk upp í bæ, en eftir örstutta
göngu er sagt að hún hafi hitt konu,
sem færði henni 10 krónur, sem hún
sagði að nágrannakona sín hefði
beðið sig að koma til Ólafíu, til
hjálpar fátækum. Hún var stund-
um spurð hvað 'hún ætlaði sjálfri sér
þegar hún gaf síðasta eyri úr eigu
sinni, en hún svaraði bara að sér
yrðú lagðir til peningar þegar þeirra
þyrfti við. Oft hefir hún sjálfáagt
haft lítið milli handa, en aldrei var
hún allslaus til lengdar, og aldrei
misti hún kjarkinn eða traustið.
Verk það er hún vann var sérstak-
lega þreytandi og oft varð hún fyrir
sárum vonbrigðum þegar sálir þær,
er hún hugði umbreyttar hurfu alt
i einu til síns forna lífernis. En
gleðin varð aftur á móti svo óuirí-
ræðilega mikil, þegar hún sá góðan
árangur og einhverjum varð bjarg-
að.
Það er sagt að hún hafi haft alveg
sérstakt lag á því að tala við þessar
“aumustu allra” er hún starfaði fyr-
ir. Finst manni að það hljóti að
stafa af því, að í sálu hennar var
ekkert logandi eldhaf ofstækistrúar,
heldur brann þar kærleikurinn, eins
og skær stjarna, stilt og rótt. Og
það var ylur þess stöðuga ljóss, er
fyrst þýddi klaka tortryggni og van-
trausts í þeim forhertu og glötuðu,
sem hún reisti við, og leyfði inn-
göngu birtunni, sem dreif burtu hið
svarta myrkur vonleysis og örvænt-
ingar og vakti í þess stað nvja lífs-
löngun og kjark til þess að ganga
öruggir og vongóðir hinn ófarna
æfiveg.
Þegar andlátsfregn Ólafíu barst
til fanganna i aðal fangelsinu i Osló,
gjörðu þeir með sinum eigin hönd-
um dálítið blómbeð í fangelsisgarð-
inum, og nefndu það “Minningar-
reit Ólafiu Jóhannsdóttur,” og hefði
Ólafíu sjálfri sjálfsagt þótt vænna
um þá minningu, en dýrlegan leg-
stein.
Á Alþingishátíðardaginn 26. júní
193°, var minnismerki Ólafiu Jó-
hannsdóttur afhjúpað i Osló.
Kvennablaðið og Hvita bands blaðið
“Urð” gengust fyrir söfnun á fénu
fyrir það. I aðalræðunni, sem flutt
var við þá athöf n var sagt um hana:
“Líf Ólafíu var prédikun. Það
talaði við oss um Guð, fyrst og
fremst um Guð. Og að það er unt
að lifa lífi sinu eftir guðdómlegri
leiðarlinu, þar sem stefna og starf
er í fullu samræmi, eins og Drott-
inn ætlaðist til.”
Fisksala Norðmanna
árið sem leið
Fréttaritari útvarpsins i Kauj>
mannahöfn hefir, samkvæmt beiðni
fréttastofunnar aflað sér eftirfar-
andi ujiplýsinga um fiskútflutning
Norðmanna á árinu sem leið:
Af skýrslum þeim, sem fyrir
liggja í verzlunarmálaráðuneytinu
norska kemur í ljós, að fiskútflutn-
ingur Norðmanna nam á árinu 1936,
77 miljónum króna, en 75 miljón-
um 1935, og 70 miljónum 1934.
Saltsíldarútflutningurinn jókst á ár-
inu að verðmæti um 54.5 af hundr-
aði rhiðað við fyrra ár, útflutningur
nýs fiskjar um 10.7 af hundraði,
nýrrar síldar um 4 af hundraði, salt-
fiskjar 3 af hundraði. Hinsvegar
hefir útflutningur á áöltuðum fiski
í kössum minkað um 45 af hundraði
miðað við fyrra ár, og harðfiski um
10.1 af hundraði.
Innflutningur nýs fiskjar til Eng-
lands hélst nálega óbreyttur árið sem
leið, en óx til muna til Þýzkalands.
Svíþjóð keypti nokkru meira en árið
áður, Finnland nokkru minna. Á
ítaliu seldu Norðmenn 3,830 smá-
lestir af harðfiski, miðað við 6,250
smálestir 1935. Af norskum salt-
fiski keypti Portúgal 16,725 smá-
lestir á árinu 1936, en 10,502 smá-
lestir árið 1935. Saltfisksalan til
Spánar féll aftur á móti úr 12,215
smálestum árið 1935 niður í 8,850
smálestir 1936. Útflutningurinn tií
Argentínu féll úr 3,930 smálestum
árið 1935 niður i 2,262 smálestir. og
útflutningurinn til Kúba fél! einnig,
úr 3,940 smálestum niður í 2669.
Hinsvegar óx útflutningurinn til
Brasilíu örlitið, úr 1,665 smálestum
upp í 1,719 smálestir.
—Vísir.
I
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Frœið er nákvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
Hver ganjall kaupandi, sem borgar blaðiS fyrirfram, J3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1938, fær að Velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, Í8.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEIÍTS, Detroit Dark Rcd. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CAJtROTS, llalf Ix>ng Cliantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CCCCMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
IjETTIJCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce, This packet will sow 20 to 25 feet of row.
IjETTUCE, Hanson, Ilead. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellow Globc Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Ilalf Tjong Guemsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, Freneh Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety,
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 7 5 to 100 plants.
TITRNIP. White Summer Table. Early, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FLÓWER GARDEN, Snrprise Flower Mixture. Easily grown
annual flowers blended for a succession of bioom.
SPAGHETTI, Malabar Melon, or Angel’s Hair. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFTJL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTET QUEEN. Pure White.
Five and six blooms on a stem.
WHAT JOY. A Delightful Cream.
BEAITTY. Blush Pink.
SMILES. Salmon Shrimp Pink.
GEO. SHAVV’YER. Orange Pink.
VVEIjCOME. DazDzling Scarlet.
MRS. A. SEARLES. Rich Pink
sliading Orient Red.
RE1> BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets
EDGING BORDER MTX'lTJRE. MATHIOLA. Evenlng scented
ASTERS, Queen of the Market,
the earliest bloomers.
BACHELOR’S BUTTON. Many
new shades.
CALENDULA. New Art Shades.
CAIjFFORNIA POPPY. New
Prize Hybrids.
CLARKIA. Novelty Mixture.
CLIMBERS. Flowering climb-
ing vines mixed.
COSMOS. New Early Crowned
and Crested.
EVERTjASTINGS. Newest shades
mixed.
stocks.
MTGNONETTE. Well balanced
mixtured of the old favorite.
NASTURTIUM. Dwarf Tom
Thumb. You can never have
too many Nasturtiums.
PETUNIA. Choice Mixed Hy-
brids.
POPPY. Shirley. Delicate New
Art Shades.
ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
Newest Shades.
No, 4—ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Ijong Blood (Large
Packet)
CABBAGE, Enkhuizen (Large
Packet)
CARROT. Chantenay nalf Long
(Large Packet)
ONION, Yellow Globe Danvers,
(Large Packet)
LETTUCE. Grand Rapids. This
packet will sow 20 to 25 feet
of row.
PARSNIPS. Early Short Round
(Large Packet)
RADISH, ....Freneh ... Breakfast
(Large Packet)
TURNIP, Purple Top Strap
Ijeaf. (Large Packet). The
early white summer table
turnip.
TURNIP, Swede Canadlan Gem
(I.arge Packet) '
ONION, White Plckling (Large
Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $...........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.:
Nafn .......................................................
Heimilisfang
Fylki .......