Lögberg - 20.05.1937, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.05.1937, Blaðsíða 6
6 LOGBERG, FIMTUDAGINN 20. MAI, 1937 Þræll Arabahöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. inni, og’ látið hann dúsa þar um hríð, þá skul- uð þið sjá að hörund hans verður alveg eins bleikt og sálaróíetið hans! Skiljið þið það, þið trygglyndu hermenn Tagars, hann, sem þið hatið lotið í hlýðni og undirgefni, — hann er ekki höfingi ykkar, — hann er kristni hundijrinn, sean. í'iúði burt úr herbúðum Tagars. Það sjást ennþá merkin eftir þræla- svipu Mansors á herðum hans, ef þið bara viljið líta eftir því. Rífið höfuðdúkinn af honum, rííið af honum silkiklæðin, sem hann sveipar utan um bölvaðan skrokkinn á sér, og þá munuð þið þekkja aftur kristna hundinn. Og það var hann, sem myrti Tagar í hans eigin hásætissal, rak stingkorða gegnum góm hans tii þes.s að skýía glæp sínum með nöðru- slægð sinni. Þið liafið nú séð -sárið — eftir höggtönn nöðrunnar. Nú vitið þið, hver það var, sem veitti yðar réttmæta herra og höfð- ingja banasárið ! ’ ’ Næstu sekúndurnar á eftir stóð mann- fjöldinn sem steini lostinn í þéttri þyrping utan um úlfaldann. Svo hófst kurinn á ný og varð að ógurlegum ógnandi gný. “Sannaðu það!” hrópaði einn þeirra, er stóð fjarst, og tleiri tóku undir og hrópuðu: “Sannaðu það! Við viljum vita sannleikann. Ákæra þín hittir annað hvort sjálfa þig eða hann, sem þú ákærir. Hafirðu logið — þá er úti um þig—-!” Hefði Caverly aðeins dottið það í hug, átti hann auðveldlega að hafa getið sér þess til af andmælum þessum og athugasemdum og skilið, hvílíkt álit hermennirnir höfðu á hon- um. En lionum var alt þessháttar svo fjarri á þessu augnabliki, er líf hans hékk á þræði. Og þar að auki var honum það fullkunnugt, að hvítur maður, vantrúaður, gat engrar vægðar va'nst hjá öðrum eins villimönnum og Gazimbúum. 1 sömu svipan og þeir fengju sannanir fyrir því, að Nakhla hefði sagt satt, myndi hann í þeirra augum aðeins vera strokuþrællinn, er framið hafði hinn ógur- legasta glæp, sem hugsast gat, enda myndi hegningin verða þar eftir. Það var ékki um annað að ræða en dauðann með þeim pínslgm og pyntingum, sem hann átti ekki orð yfir. Hann stóð enn í sömu sporum með finguma krepta u)m múrbrúiijina og starði gegnum skotraufina á það, sem fram fór fyrir utan í bleikri morgunskímunni. Nakhla hló yfirlætislega beint framan í alla skeggkarlana. Hún þurfti ekki langt að' leita sannananna og var því ósmeik við úrslit- in. Hún vissi það vel, og Caverly vissi það líka. “Ef þið viljið ekki trúa mér,” lirópaði hún, “þá getið þið spurt múezzíninn. Spyrj- ið þið hann um hörundsmerkið, sem var svið- ið á líkama Sídí Sassí, þegar hann var lítið barn. Merkið sem á að vera undir vinstri íhendi hans. Það merki hefir tíminn ekki getað máð út. Ef máður sá, sem kallar sig Sídí Sassí, ber merki þetta, þá er liann sonur Tagars, og þá getið þið kallað mig lygara,— en ef svo er ekki —- jæja, spyr jið þið múezzín- inn, sem — •—” “Hver kallar á múezzíninn?” var alt í einu spurt hægt og virðulega liandan úr lágu dyrunum á súluturninum. Allra augu litu undrandi og vandræða- lega í áttina til háa mannsins hvítklædda, er birst hafði svo skyndilega og stóð nú í dyr- um bænaturnsins og horfði kuldalega niður yfir þennan hávaðasama mannfjölda. Þetta var æðstipresturihn, hinn gamli virðulegi prestur Tagars, hinn heilagi þjónn Allah. Nakhla var einasta manneskjan sem ekki brá vitund við óvænta komu hins heilaga manns. Hún hafði svo oft þorað að bjóða sjálfum Tagar byrginn með dæmalausri fífl- dirfsku, að henni datt ekki í hug að óttast gamlan hvítskeggjaðan prest. Þegar öllu var á botninn hvolft, hvað var þessi gamli múezzín svo sem annað en karlmaður? Og Nakhla var sjálfkjörin drotning allra karl- manna-hjartna. Hún leit rólega beint framan í hann án þess að depla augunum og mælti: “Það varst þú, faðir, er merktir Sídí Sassí merki því, er táknar fæðingu hans og ættgöfgi!” “Svo er, sem þú mælir. Það var eg,” svaraði múezzíninn og horfði hvast á þessa fífldjörfu konu undan þungum og loðnum augnabrúnum. DauðajKÍgn ríkti í hallargarðinum. Þetta var enn ein fullyrðingin, sem Nakhla kom með; fullyrðing, sem var enn djarfari og fúrðulegri en hinar, og átti nú að sannast. Engum hafði dottið það í hug að svona kenni- teikn væri til. Jafnvel ekki Tagar sjálfum. “Þetta merki er mynd af Elagabanum, brúna eyðimerkur-erninum,” mælti Nakhla djarflega. “Segi eg ekki satt, faðir?” “Þú mælir satt. ” Gamli presturinn kinkaði kolli hátíðiega. “Eg hefi sjálfur sviðið mynd liins brúna arnar á líkama barns- ins Sassí. Og það merki máist aldrei út. Sá sem ber þetta merki í bemsku hlýtur að bera það til sinnar síðustu stundar. Og sá, sem ber merki hins brúna arnar, hann einn er Sídí Sassí og enginn annar.” “Og beri hann það ekki—” greip Nakhla fram í fyrir gamla manninum með strákslegri frekju, “J)á er hann ekki sá, sem hann þykist vera!” hrópaði hún til h’ermannanna með gjailandi raust. “Þá er hann svikari, sem hefir smeygt sér inn á meðal yðar með brögð- um, í sjálfri höll Tagars. Og hann ber ekki merkið. ’ ’ Caverly hélt niðri í sér andanum, fingur hans voru enn kreptir um múrbrúnina. Hann hafði ekki eitt augnablik litið af heiftar- þrungnu andliti Nökhlu. Það var eins og hann fyndi frekar en sæi hreyfingar og hrær- ingar mannf jöldans, og hann heyrði að radd- irnar þar niðri urðu smámsaman grimmúð- ugar og ógnandi. Hann skildi, að það var aðeins byrjunin á þeirri breytingu, er nú myndi verða næstu mínúturnar á hermönn- um Gazimborgar. Rétt áður hafði þetta ver- ið tortrygginn og hikandi hópur. En innan skamms myndu þeir ráðast á hann tryltir af heift og hefndargimi. Ennþá virtust þó hermennirnir vera á slciftum skoðunum. ÞaJð var ejins ojg þeír vissu ekki almennilega, hvort þeir ættu að snúa bræði sinni gegn Nökhlu, eða hvort þeir ættu að ráðast inn í höllina, grípa hinn á- kærða og krefja hann frásagnar. Þeir gátu snúist á hvora sveifina sem vera skyldi, þá og þegar í einu vetfangi. Héð- an af var ekkert það til, er aftrað gæti þeim. Allur hallai’garðurinn var í uppnámi. Menn ruddust um hrópandi og kallandi, veifuðu handleggjunum og snemst hver utan um ann- an. Eu hátt hafin yfir þennan hrópandi hóp sat Nakhla á úlfalda sínum, bar höfuðið hátt og brosti yfirlætislega og sigri hrósandi. Þrátt fyrir allan hávaðann og gaura- ganginn þurfti þó «kki nema ör litla handar- hreyfingu múezzínans til að koma á kyrð og þögn á einu augabragði. “Hafi kona þessi borið fram falska á- kæru, ’ ’ mælti presturinn í ströngum og mynd- ugum málróm, “Jxá þekkir hún sjálf hegning- una fyrir rógburð og móðgun gegn hinum æðsta stjórnanda og höfðingja. En það verð- ur einnig að líta á málið frá hinni hliðinni. Hafi hún mælt sannleika, og hafi maður þessi með svikum og á glæpsamlegan hátt hafið sjálfan sig til æðstu valda, þá eru örlög hans ski’áð skýrt og vægðarlaust. Hann er ákærð- ur um glæpi, er hver fyrir sig er dauðasök, og sé hann hinn rétti Sassí Kreddache, eða hver sem hann er, þá áræðir hann ekki að neita yður um réttinn til að grenslast eftir þessu — og sannfærast. Beri hann merki hins brúna arnar, er hann réttmætur höfðingi yðar. En beri hann það ekki, er hann svikari og er J)á réttilega ofurseldur yður. Heimtið nú að fá að vita hið sanna, þér Gazim-menn. Gerið það nú þegar!” Caverly beið nú ekki lengur boðanna, því nú vissi hann, hvers var að vænta. Hann spyrnti burt skemlinum, um leið og hann stökk ofan á gólfið. Nú var öllu lokið. Skrípa- leikurinn var, á enda. Hann hefði svo sem getað sparað sér alla þessa fyrirhöfn undan- farnar vikur. Öll áreynsla hans, og allar á- hyggjur höfðu verið árangurslausar. Hann hefði alt eins vel getað gefist upp viðstöðu- laust nóttina góðu, þegar Tagar og hermenn hans réðust á tjaldbúðir Carls Lontzens, og beygt sig undir örlögin. Þessi djarfi grímu- leikur hans hafði ekki komið honum að minsta haldi. Ekki annað en það, að Bó var ef til vill úr allri hættu. En samt þorði hann alls ekki að treysta því. Nú var hlutkesti varpað, og hann hafði hlotið lægra hlut. Hin djarfa á- ætlun hans lá nú öll í molum, alt hafði snúist öndvert gegn honum, og tortímingin var hon- um jafn vís, eins og væri hann þegar í hönd- um böðla sinna. En samt vildi hann ekki gefast upp að óreyndu. Það var gagnstætt eðli hans og skapgerð. Hann ásetti sér að berjast til J>rautar, þótt það væri með öllu örvænt. Hann hafði lifað sem karlmaður og þannig ætlaði hann sér líka að deyja. Nú heyrði hann fótatraðk í hallargarð- inum, er allur hópurinn sti’eymdi í áttina til hallardyranna. Að vörmu spori myndu þeir koma æðandi inn í salinn og heimta, að hann skyldi afklæða sig og sýna þeim merki hins brúna arnar. Hann hljóp til dyranna og lét hina þungu járnslá falla niður í grópir sínar. Hann lét augun hvarfla eldsnöggt um allan salinn. Hér voru aðeins tvennar útgangsdyr auk aðaldyranna, er jxú voru í höndum æstra her- manna. Þarna voni leynidyrnar, sem lágu inn í kvennabúr Tagars, og þarna var lausa hellan í gólfinu, og þá leið gat hann komist niður í fangaklefana, og þaðan hlutu einhver göng að liggja í einhverja átt. Hann ásetti i sér nú að reyna þessa leiðina heldur en ekki neitt. Annars var það svo sem alveg sama, hvert hann færi. Hann var jafnan bjai’gar- lus og hjálparvana mitt í ægilegri eyðimörk- inni eins og músin hans Tagars var það forð- um hérna í stóra salnum. J afnvel þótt hann slyppi lifandi út úr Gazim, hafði hann samt engin skilyrði til að komast út úr eyðimörk- inni úlfaldalaus, vatnslaus og matarlaus. Og iivernig ætti hann annars að komast iit úr Gazim! innan skamms myndu allar leiðir vera lokaðar honum, hvar sem hann reyndi að smjúga. En hann var ákveðinn í J>ví að í’eyna til þi’autar á allan hátt. Og liann skyldi gera það svo, að J>eim yrði það minnisstætt. Bogsvei’ð hans og rýtingur héngu enn í belti hans. Hann gaf sér rétt aðeins tíma til að Jxrífa skammbyssu niður úr vopnaslíðrun- um og greip því mest einn vegglampann, sem logaði á. Svo lyfti hann upp gólfhellunni, steig ofan í stigann og lét helluna falla niður í farið yfir höfði sér. Þetta gat ef til vill tafið ofurlítið fyrir þeim. Það var ekki víst, að hans yrði þegar leitað þarna. Hann var að vöi’mu spori kominn ofan í neðanjarðargöngin og flýtti sér sem mest inn eftir þeim. Hann fór framhjá klefanum, sem hann hafði lokað Nökhlu inni í, og sá, að grindin stóð hálfopin, og að lykillinn stóð í skránni. Það var, eins og hann hafði hugs- að sér, að Nakhla hefði fengið hjálp utan að, og lykillinn í skránni sagði greinilega, hver hjálpað hefði. Enginn annar en mállausi Jirællinn hafði lykla að þessum leyniklefum. Þegar hann var kominn fram hjá fanga- klefunum, tók gangurinn að liggja upp í móti. Hann flýtti sér áfram og kom þar næst að traustlegri plánkahurð, er stóð hálfopin. Það var þá þessa leiðina, sem Nakhla hafði farið. Gegnum þröngar dyrnar grilti hann nú gráa morgunskímuna fyrir utan. Hann reif hurð- ina upp á víðan vegg, og svalt útiloftið streymdi á móti honum. Hann varð nú þess var, að hann var kom- inn út að hallarbaki. Frammi fyrir honum lá sítrónulundurinn og litla tjörnin. Hann stóð kyr sem allra snöggvast, áður en hann gekk alveg út úr dyrunum. Hann vildi fyrst átta sig* og litast um. Svo steig hann gætilega út yfir dyrastokkinn, og í sama vetfangi greip hann eldsnöggt til skamm- byssunnar. Maður í röndóttri skikkju kom fram úr runna þar rétt lijá. Það var Ali Móhab. Engan annan var að sjá. Hinn gamli her- maður rétti upp \ropnlausa höndina, og Cav- erly lét skammbyssu sín óhrevfða í beltinu. “Bg liugsaði mér það, að þú myndir reyna þessa leiðina,” mælti Móhab. “Mínir menn voru ekki svo hyggnir. Engum datt í hug að leita þín hér. Við erum því aleinir. ” Hann horfði fast á Caverly hvössum augum, og það var bæði myndugleiki og máttur í þessum augum. “Ert þú eða ert þú ekki Sassí Kreddaohe?” spurði hann rólega. “Það veizt þú eflaust svo vél, að þú þarft ekki að spyrja, ” svaraði Caverly. “Eg er ekki af Kreddache-ættinni.” Einkennilegum sorgarsvip brá yfir hai’ðneskjulegt andlit eyðimerkur- hermanns- ins, og hann hristi höfuðið alvarlega. “Hver sem þú ert,” mælti Ali Móhab lágt, “þá höfum við staðið hlið við hlið og barist gegn óvinum. Látum því vera frið á milli þín og mín.” “Gjarna!” Caverly brosti vingjarnlega til gamla mannsins. Það var okki laust við, að hann kæmist við yfir framkomu Ali Mó- habs. “Misskildu mig ekki,” mælti Ali Móhab. “Eg ætla hvorki að hefta för þína né hjálpa þér. Eg ætla aðeins að segja þér þetta: Væri eg í Jn'num sporum, og líf mitt væri í veði, myndi eg reyna að klifra yfir háa múrinn þarna, meðan tækifærið gæfist, og reyna svo að ná mér í fljótan úlfalda hjá tjaldbúðum Zaads. Síðan myndi eg flýja á honum ixt í eyðimörkina. ” “Þetta hefi eg líka hugsað mér,” mælti Caverly. “En þér mun samt ekki takast að bjarga lífinu,” mælti Móhab í döprum róm. “Eyði- mörkin mun framkvæma þá hefnd, sem hina þyrstir í. En það er góðum dreng sæmandi að halda fast í það, sem verið hefir líf hans, unz síðasta sandkornið er hrunið til botns í tímaglasinu. ” Hann stóð grafkyr stundarkoi’n og virti alvarlega fyrir sér hið skarp-skorna og svip- mikla andlit Caverly. Svo mælti liann hægt og rólega: “Öðru hvoru fæðast hingað og þangað í heiminum menn, sem hafa alla }>á kosti til að bera, er mann geta prýtt. Hvort sem svona maður er þræll eða höfðingi, hvort sem hann telst til kristinnar trúar eða til íslam, þá á hann karlmensku þá og borginmensku, er tengir hann öllum ættum og kynstofnum, og lyftir lionum upp yfir þá. Þvílíkur maður mun deyja jafn hugprúður og hann hefir lifað.” ‘ Ali Móhab steig eitt skref aftur á bak og rétti úr sér að hermannasið: “Vertu sæll, félagi!” “Vertu sæll, félagi, Cavei’ly tók kveðju liins gamla eyðimerkur-hermanns og læddist svo út á milli runnanna. Hann sá Ali Móliab aldrei framar. Nfi var hvert augnablik dýrmætt, ef hon- um átti að takast það, sem Ali Móhab hafði stungið upp á, og sem Caverly sjálfum hafði lauslega dottið í hug. Gazimbúa var þegar tekið að gruna, að ekki væri alt með feldu. Hinu megin hallarinnar heyrði hann hróp og hávaða, og strax á eftir daufar dunur af höggum, eins og verið væri að brjóta upp dyr. Þeir voru þá komnir að aðaldyrum hásætis- salsins og höfðu orðið þess varir, að hún var lokuð að innan. Þeir voru að leita að honum. Þessir hlýðnu og auðsveipu undirmenn hans, sem hann hafði þvælt fram og aftur á heræf- ingasvæðinu, höfðu nú algerlega tekið stakka- skiftum. Hlýðnu hermennirnir voru nú orðn- ir að ýlfrandi hóp gráðugra úlfa, er myndu keppast um að rífa hann sundur á milli sín. Hurðin að hásætissalnum var þykk og sterk, en hún myndi þó láta undan höggum þeirra eftir íáeinar mínútur, hópurinn myndi svo ryðjast inn í salinn, komast að því, að hann væri horfinn, og svo myndi eltingin hefjast fyrir alvöru. Þeir myndu leita hans á götum úti og í hverjum krók og kima. Þeir myndu ekki unna sér hvíldar, fyr en þeir hefðu fund- ið hann. • Hann læddist áfram og komst að gos- þrunninum, þar sem hann hafði fyrst hitt sendil Nökhlu. Þaðan stefndii hann í áttina til nyrðri múrsins, er sást eigi frá höllinni, og þar gæti hann ef til vill komist yfir, án þess að tekið yrði eftir. En þegar hann var kominn alveg út að útmörkum garðsins, nam hann staðar og dró sig skyndilega í hlé. Meðfram múrveggnum alveg uppi við brjóstvirkið gengu vopnaðir varðmenn fram og aftur. Hann glotti gremjulega. Svo var að sjá, sem fyrirskip- unum Sassí Kreddache væri enn þá hlýtt í Gazim. Hann mundi nú eftir því, að hann hafði sjálfur fyrirskipað varðmenn á múrun- um til að hafa strangar gætur á óvinunum. Allra sízt hafði honum þá dottið í hug, að þessi varúðar-ráðstöfun hans myndi snúast gegn honum sjálfum. Eyðimerkur-þorpð var allvíðlent. Það gat því hugsast, að liann gæti fundið einhvern annan stað, er eigi væri eins vel varinn. Hann sneri til vinstri handar og nálgaðist nú aftur turninn þar sem lík Tagars lá enn á börum. Ef til vill gæti hann falið sig hér, þangað til honum opnaðist leið út úr þessu völundarhúsi. Nú heyrði hann brothljóð og hávaða mikdnn ekki langt undan. Hann vissi þegar hvað það var. Það var hurðin að hásætissalnum, sem nú lét undan. Salur þessi var rétt innan við múrvegg’inn, sem hann stóð undir. Hann heyrði dauf hróp og köll gegnum skotrauf- irnar hátt uppi. Hermennirnir höfðu nú kom- ist að J>ví, að hann var allur á bak og brott. Nú var um að gera fyrir hann að komast út að yzta múrveggnum, sem lukti Gazim- þorpið. Þar voru einnig hermenn á verði, en hann gerði sér í hugarlund, að hann gæti hlaupið til skyndilega og klifrað upp á mjóa J>repið fyrir neðan brjóstvirkið og sveiflað sér J>aðan út yfri múrinn. Með }>vrí myndi hann í einu vetfangi vera kominn út úr Gazim og svo urðu örlögin að ráða því, livað við tæki þar fyrir utan. En þaðan, sem hann stóð, og út að múrn- um var bersvæði, J>ar sem ekkert hlé eða af- drep var að finna. En nú var ekki tími til hiks eða umhngsunar. Hann tók á rás yfir óslétta steinlagninguna — en það var of seint. Frá aðaldyrum hallarinnar og gegnum súlna- göngin niður að vatninu komu menn hlaup- andi. Tíu—tólf manns komu auga á hánn í sömu svipan og ráku upp hátt viðvörunarhróp til félaga sinna inni í hallargarðinum. Þeir kölluðu til hans að bíða, og nú komu þeir úr öllum áttum í veg fyrir hann og reyndu að stöðva hann. Þeim heppnaðist það líka. Caverly sá það á svipstundu, að hann kæmist alLs ekki út að múrnum. Fyrstu geislar morgunsólarinnar tókn nú að roða himininn yfir hæðunum í austri. Nýr og fagur sólskinsdagur var að nálgast,— dagur, er hann myndi ekki lifa á enda. Caverly smaug fram hjá sívalaturninuip. og stóð augnablik andspænis þeim næsta af fjandmönnunum. Hann sneri baki að lágu JurndyrUnum, vsem þinri Virðulegi múelzzín hafði komið út um fyrir skömmu. Nú var leiknum lokið. Flóttd hans einn var nægileg sönnun sektar hans. Hann var jafngóður og full játning. Það þurfti heldur ekki að efast, um lmgarfar eltingarmannaima. Andlit þeirra voru afmynduð af heiftaræði, og hás hróp þeirra og óhljóð glumdu við hon- um eins og gjallandi dómsbásúnur. Hjá þeim var ekki framar vafi til: sekur eða ekki sekur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.