Lögberg - 27.05.1937, Side 4
LÖGBEE.G. FIMTUDAGINN 27. MAÍ, 1937
ð
i - —
ii
Hdgíjerg
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRES8 LIMIT E D
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
TJtanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um áriO — Boraist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The
Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Vorhugur og vakning
Hjá því getur naumast farið, þrátt fyrir
blikur og bakka í félagslífi vor Vestur-lslend-
inga, að sanng^arnir og heilskygnir menn
verði nokkum veginn á eitt sáttir um það,
að á ýmsum sviðum verði nú þeirrar vakn-
ingar vart, er góðu spái um aukin og efld
þjóðernisleg samtök; samtök, er líklegt megý
telja að yfir því segulmagni búi, að þeim lán-
ist að vaxa út úr þrengsta ])röngsýninu, sem
auðkent hefir því miður ýmsa af fulltrúum
hinnar hverfandi kynslóðar, inn í heiðríkju
sameinaðra krafta, }>ar sem vorspár taka við
af helspám, og þroskuð heildarhyggja kemur
í stað síngjarnrar einhyggju. Þetta er ekki
sagt út í hött; það er grundvallað á atburð-
um, sem verið hafa að gerast innan vébanda
þjóðflokks vors síðustu árin, og eru að gerast
þann dag í dag, drjúpum glöggar en jafnvel
nokkru sinni fyr.
# # #
Aðsókn að árshátíð Þjóðræknisdeildar-
innar Frón í febrúarmánuði síðastliðnum,
var meiri en nokkru sinni hafði viðgengist á
undanföfnum árum; er hið sama að segja um
þær samkomur aðrar, sem haldnar voru í
sambandi við síðasta Þjóðræknisþing. Ekki
verður það til tilviljana talið, hve margt ungt
fólk af íslenzkum stofni, sótti samkomur þess-
ar, og það alveg eins þær, þar sem alt fór
fram á íslenzku; það var annað og meira, sem
að baki lá; margt af þessu fólki var byrjað
að finna sjálft sig; farið að finna til sviða
undan óeðlilegri einangrun frá íslenzkum
mannfélagssamtökum, íslenzkum erfðum og
íslenzkum menningar-verðmætum. Á einni
slíkri samkomu var í rauninni lagður grund-
völlur að þjóðræknissamtökum meðal íslenzks
æskulýðs hér í borginni, og verður síðar
nokkru ger að því máli vikið.—
Ekki var það heldur nein tilviljun,
hversu frábærlega vel og eftirminnilega tókst
til um bamasamkomu laugardagsskóla Þjóð-
ræknisfélagsins í Fyrstu lútersku kirkju; hve
hinn íslenzki framburður barnanna, jafnt í
söng sem framsögn, var hreinn, blæfagur og
skýr, og hve túlkun efnis var víða blátt áfram
furðulega næm; rækt sú, sem augljóslega við
hvorttveggja var lögð, er talandi vottur nýrr-
ar og róttækrar vakningar í þjóðræknismál-
um voram, þar sem gróðrarmagn vors og
vona ryður sér til rúms í stað úrræðaleysis,
örvæntingar og andlegrar kalstefnu. Svo
djúp áhrif hafði áminst barnasamkoma á vit-
undarlíf þess mikla mannfjölda, er þar var
saman kominn, að beðið er með eftirvæntingu
eftir þeirri næstu, sem vafalaust verður háð
árlega héðan í iráj—
* # #
Svo að segja nýverið, hafa tvö lestrarfé-
lög Vestur-lslendinga haldið hinar árlegu
samkomur til arðs fyrir bókasöfn sín; er hér
átt við lestrarfélögin á Gimli og í Árborg. Að-
sókn að báðum þessum samkomum var meiri
en undanfarin ár, og voru þó bílvegir torfærir
þann dag, er sú fyrri fór fram. Þetta miðar
óneitanlega miklu fremur til örvunar en ör-
væntingar þá um þjóðræknisviðleitni vora er
að ræða.
Á samkomunni í Árborg var það að heita
mátti einvörðungu æskan, sem hafði orðið í
ljóðalestri og söng. Sextán böm lásu íslenzk
ljóð á þessari samkomu svo fagurlega, og af
svo glöggum skilningi, að heima á Islandi
sjálfu lætur íslenzk tunga ekki lifandis vit-
und betur í eyra. Meðan svona hagar til vor
á meðal, er ástæðulítið eða jafnvel ástæðu-
laust, að örvænta um framtíð tungu vorrar
og þjóðernis enn um langt skeið. Með þetta
fyrir augum ásamt mörgu fleiru, má það
furðulegt kallast, að til skuli vera menn vor
á meðal, er af einhverjum leyndardómsfullum
orsökum, fremur kjósa sér það hlutverk, að
ganga helstefnunni á hönd viðvíkjandi þjóð-
ernissamtökum vorum, en prédika sjálfsagða
lífsþroskun inn í lífið sjálft, æsku vora og
framtíð.—
• • •
Því nær ótrúlega mikið er að því unnið
um þessar mundir, að halda uppi íslenzkri
leiklist meðal Islendinga vestan hafs. Að-
sókn að leikjum hefir víðasthvar verið góð,
þó misbrestur hafi stundum á því orðið hér í
borginni. Sem ljóst dæmi um áhuga í þessum
efnum má benda á það, að í samkomusal
Húsavíkursveitar skamt frá Gimli, var sýnd-
ur leikur, sem nefnist “Stígurinn yfir fjall-
ið,” og l»að í illri færð á dögunum, þar sem
saman var komið um tvöhundruð manns; er
þó ekki á þessum stöðvum neinu sérlegu f jöl-
menni til að dreifa.
# # #
Til birtandi lífsviðhorfs fíemur en dökn-
andi dánarmerkja, hlýtur sá atburður að telj-
ast, er gerðist á sviði íslenzkra félagssamtaka
þann 11. yfirstandandi mánaðar hér í borg-
inni; er hér átt við stofnun æskulýðsdeildar
þeirrar af þjóðflokki vorum, er þá lióf göngu
sína. í bandaiagi við Þjóðræknisfélagið. Þetta
var mál, sem ekki þoldi miklu lengri bið, ef
vel átti að fara.
“Bf æskan vill rétta þér örvandi hönd
þá ertu á framtíðarvegi.”—
Þó það væri íslenzk æska í Winnipeg, sem
frumkvæði ætti að stofnun þessarar æskulýðs-
deildar, þá 'liggur það þó í augum uppi, að til-
gangurinn sé sá, að skera upp herör ef svo
má að orði kveða, eða hvetja óaflátanlega til
hliðstæðra samtaka þvert og endilangt um
hinar dreifðu nýbygðir vorar, unz þar yrði
komið, að verndarfáni íslenzkra erfðakosta,
sögulegra og bókmentalegra verðmæta, blakti
yfir hverju einasta og einu íslenzku heimili í
þessari álfu, eða hvar helzt sem íslenzks
hjartsláttar yrði vart. Ekkert minna er hugs-
anlegt að menn sætti sig við.
Þessi nýja æskulýðsdeild verðskuldar
fylztu samúð og fylztu nærgætni af hálfu
hinna eldri; það á að verða þeim heilagur
metnaður að láta henni fúslega allan hugsan-
legan stuðning í té. Viðfangsefnið er svo
mikilvægt og svo óendanlega fagurt, að það
á heimtingu á skilningi og fómfýsi hvers ein-
asta manns, og hverrar einustu konu með ís-
lenzkan blóðdropa í æðum.
Menzk tunga er sáttmálsörk íslenzks
þjóðernis. Ó, Guð vors lands, fegursti þjóð-
söngurinn í heimi. Ekki getur það varpað
skugga á ])jóðsöngva Canada og Bandaríkj-
anna, ])ó niðjar vorir, borgarar þessara
tveggja ríkja, blessi minningu feðra sinna og
mæðra með því að syngja samtímis þjóð-
söngvum heimaþjóða siima við hátíðleg tæki-
færi, Ó, Guð vors lands, á því máli, sem er og
var allri rödd fegra.
Embættismenn æskulýðsdeildar Þjóð-
ra'knisfélagsins eru sem hér segir: B. E. 01-
son, forseti; Miss Margaret Björnson, vara-
forseti; Tryggvi Oleson, skrifari; J. Walter
Jóhannsson, féhirðir; Dr. Lárus Sigurðson;
Miss Vera Jóhannsson; Miss Margrét Pét-
ursson og Stefán Hansen.
# # #
Tíðrætt hefir fólki í Winnipeg orðið um
komu Dr. Vilhjálms Stefánssonar hingað, og
ræður þær, er hann flutti; er þetta vitanléga
ekki einskorðað við Islendinga, heldur gildir
og jafnt um þá alla, sem á mál hans hlýddu.
Þar er maður, sem ekki fer dult með þjóðerni
sitt; hefir enda flestum, ef ekki öllum núlif-
andi Islendingum fremur, útbreitt hróður
þess.
Ung, íslenzk stúlka, sagðist ekki minnast
þess að hafa fundið eins skýrt til metnaðar
yfir því að vera af íslenzkum uppruna, eins
og eftir að hafa hlustað á Dr. Vilhjálm Stef-
ánsson á Winnipeg Auditorium þann 17. þ.
m., þar sem mannfjöldinn hefði svo hylt hann,
að öðrum hefði verið lítil athygli veitt úr hópi
þeirra, er til máls tóku.—
Margar þjóðir leggja mikla rækt við
fæðingarstaði eða fæðingaróðöl sinna merk-
ustu manna; ber það vott um hollan skilning
og drenglyndi. Hvernig er afstöðu vor Is-
lendinga háttað í þessu efni? Væri það
nokkuð úr vegi, að þeir, sem þjóðflokkur,
fengi eignarrétt á fæðingarstað Vilhjálms
Stefánssonar norður við Vatnið og legði við
hann viðeigandi rækt?
* # *
í upphafi þessara fáorðu hugleiðinga,
var því haldið fram, að þrátt fyrir auðsæa
vakningu á mörgum sviðum í félagslífi vor
Vestur-lslendinga, þá grilti þó óneitanlega
hér og þar út við sjóndeildarhring blikur og
bakka, er tvísýnt væri hvernig réðist úr.—
Hinir fornu íslendingar vildu ógjarnan
láta draga úr greipum sér; til þess var sjálfs-
metnaður þeirra langt of djúprættur, að þeir
sætti sig við slíkt. Hvert stefnir hjá okkur
nútíðar Islendingum, búsettum vestan hafs,
í þessu efni?
1 frumbygðum Islendinga, eða landnám-
inu við Winnipegvatn, ná búendur af rúss-
neskum stofni, tangarhaldi á einu ættaróðali
íslendinga af öðru. Slík víxlspor mega ís-
lendingar ekki sætta sig við; þetta rennur
mörgum til rif ja þó eigi sýnist að gert.—
Aðalslund og óðalsmetnaður, samrýmd-
ust lengi vel með Islendingum, hvar sem þeir
áttu bólfestu. Hvað er í veginum með að svo
megi enn verða um langan aldur?
Fréttir frá Betel
Þ. 27. febrúar s.l. hafði Betel þá
ánægju að hlýða á söng hjá Mr. Ó.
N. Kárdal. Hefir hans verið getið
áður í fréttum frá Betel. Er af-
burða góður söngmaður. Með hon-
um var Miss Sylvía Thorsteinsson
kennari. Spilar hún mjög vel bæði
á slaghörpu og orgel. Er nú organ-
isti Gimlisafnaðar. Var þama sleg-
ið upp rífandi söngsamkomu. Ein-
söngvar voru sungnir af aðalsöng-
manninum, Mr. Kárdal, en þess á
milli lét hann alla syngja með sér
valda íslenzka söngva, en við hljóð-
færið var Miss Thorsteinsson.
Fékk heimilið þarna ágæta gleði-
stund, sem allir eru þakklátir fyrir.
Mánudaginn þ. 1. marz kom kven-
félagið “Framsókn” á Gimli i heim-
sókn til Betel. Slegið var upp veizlu
eins og kvenfélögin æfinlega gera
við slík tækifæri. Var síðan sung-
ið mikið og vel. Þessi dagur var 22.
afmælisdagur Betel. Fjöldi fólks
var þarna samankam/inn. Höfðu
konurnar boðið allstómm hóp af
fólki. Mun þetta hafa verið ein hin
f jölmennasta heimsókn er Betel hef-
ir fengið í langa tið. Tölur fluttu
þeir Lárus Árnason og séra B. A.
Bjarnason. Hinn tfyrnefndi til-
nefndur af ráðskonunni til að svara
fyrir hönd Betel og þakka fyrir
heimsóknina. En séra Bjarni talaði
meira frá ‘ ‘almennu sjónarmiði,”
auk þess sem hann hafði lesið biblíu
kafla og flutt bænarorð í byrjun
samkomunnar. Með einsöngvum
skemti Miss Ellen Frederickson
kennari. Fór alt fram hið bezta og
stundin mjög skemtileg.
Enn aðra heimsókn fékk Betel á
skirdag, þ. 25. marz s.l. Þá kom
kvenfélagið úr Minervabygð, suð-
vestur af Gimli. Koma þær konur
ár hvert til Betel á skirdag. Höfðu
þær með sér allan útbúnað til rausn-
arlegra veitinga, eins og á fyrri ár-
um. Var veitt hið bezta, sungið og
ræður fluttar. Ræðumenn í þetta
sinn voru þeir Guðmundur Fjeld-
Sted, fyrrum þingmaður, og Jó-
hannes Eiriksson, M.A., er ráðskon-
an, Miss Inga Johnson, hafði til-
nefnt að hafa orð fyrir Betel og
þakka fyrir hina ánægjulegu heim-
sókn.
Afmælsifagnaðar veizla fór fram
á Betel þ. 6. imaí síðastliðinn. Sá
dagur er aifmælisdagur Mrs. Ás-
dísar Hinriksson., fyrrum forstöðu-
konu á Betel. Gengust fyrir þessu
konur frá Winnipeg, þær Mrs. R.
Marteinsson, Mrs. H. G. Hinriks-
son, Mrs. H. S. Bardal, Mrs. Helga
Johnston og Miss Theodóra Her-
mann. Höfðu þær veizlukost með
sér og var um leið skemt með hljóð-
færaslætti og miklum og góðum
söng. Skemti fólk sér hið bezta.
Við hljóðfærið var Miss Theodóra
Hermann. — Mrs. Ásdís Hinriks-
son er hátt á áttræðisaldri, en ber
aldurinn frábærlega vel. Er óvenju-
lega ungleg á þeim aldri. Ágætis-
kona, sem int hefir af hendi veglegt
æfistahf. Hafði á hendi forstöðu
heirruilisins, ásamt Miss Elinóru
Júlíus, sem kunnugt er, i f jöldamörg
ár.—B. A. B.
SKEMTIFERÐ NORÐUR 1
ÁRMYNNl
Síðastliðinn mánudag fór far-
þegaskipið S.S. Keenora, sina fyrstu
skemtiferð á sumrinu frá Selkirk
norður fyrir mynni Rauðár, þar sem
hún fellur í Winnipegvatn. Hinn
velmetni eigandi skipsins, Capt.
Pollock í Selkirk, lét skipið fara
ferð þessa til arðs fyrir hina ýmsu
kirkjusölfnuði þar í bænum; með
öðrum orðum þá lagði hann skipið
til ásamt allri áhöfn, en söfnuðirnir
skiftu mieð sér ágóða fararinnar.
Um þrjú hundruð manns tóku þátt i
ferðinni, er var i alla staði hin á-
nægjulegasta.
Herra Sigvaldi Nordal, föður-
bróðir Dr. Sigurðar Nordal, og um
langt skeið einn af hinum athafna-
sömustu og áhugamestu islenzkra
borgara í Selkirk, bauð 9 íslending-
um frá Winnipeg á skemtiferð
þessa; eru þeir honum þakklátir fyr.
ir boðið og þá alúð og risnu, er
hann lét þeim í té.
JOHN I). ROCKEFELLER
LÁTINN
Á laugardaginn þann 22. þ. m.,
lézt að Ormond Beach, Florida
biljónamæringurinn ameríski, John
D. Rockefeller, því nær 98 ára að
aldri. Mörgumi sinnum hafði hann
látið sér þau orð um munn fara, að
hann teldi það nokkurn veginn víst
að ná því að fylla tíunda tuginn, og
munaði í rauninni ekki miklu að svo
yrði. Mr. Rockefeller gaf mikið af
auð sínum til mentastofnana víðs-
vegar um heim. Háskóla Manitoba
fylkis gaf hann $500,000, eða rétt-
ara sagt stofnun sú, er ber nafn
hans.
Til vina minna í
Vatnabygðum
Eg hefi ákvarðað að heimsækja
yður sunnudagana 6. og 13. júni og
flytja guðsþjónustur á sex stöðum.
Þetta verður mjög átlægjuleg kynn-
isför fyrir mig. Mig langar til að
endurnýja vináttuböndin mörgu og
kunningsskapinn og um leið að pré-
dika það sem mér er dýrmætast og
helgast, fagnaðarerindið um Jesúm
Krist. Þessi ferð verður algjörlega
upp á mitt eindæmi. Eg kem ekki
að tilstilli nokkurs félags, sáfnaðar
eða einstaklinga. Eg hefi ekki i
huga neitt framtiðarstarf á þessum
slóðum og eg mun ekki skifta mér
neitt að kirkjumálum þar.
Mér er ókunnugt um embættis-
menn safnaðanna nú, en eg bið þá
hér nneð að lána mér kirkjurnar og
samkomuhúsin. Vilja söngflokk-
arnir vera svo góðir að koma og
syngja og organistarnir að spila
undir? Svo þætti mér vænt um éf
að menn vildu greiða götu mína með
þvi að sjá um keyrslu. Ef að ein-
hverjir í vinahópnum hafa auð her-
bergi á heimilum sínum og vildu
vera svo góðir að láta þau í té,
mundi það spara imér talsverðan
kostnað.
Samskot verða tekin við allar
guðsþjónusturnar og verða það einu
tekjurnar fyrir þessar tvær vikur.
Eg hefi hugsað mér að haga guðs-
þjónustum þannig:
6. júní—-
Kl. 11 f. h., Mozart
Kl. 3 e. h., Wynyard
Kl, 7 130 e. h. Kandahar
(ensk messa)
13. júni—
Kl. 11 lf. h., Bræðraborg
Kl. 3 e. h., Hólar
Kl. 7130 e. h. Elfros
(ensk messa)
Eg kem til Wynyard, ef Guð lof-
ar, seint á fimtudaginn 3. júni, með
“bus.”
Mig langar til að hitta alt bygð-
arfólk vjð þessa guðsþjónustu. Gjör-
ið svo vel og f jölmennið !
Vinsamlegast,
Carl J. Olson.
Eiríkur 0. Bjarnason
31. árs að aldri, andaðist í Selkirk
þann 15. maí, eftir fjögurra daga
sjúkdómslegu. Hann var sonur
sæmdarhjónanna Þórðar Bjamason-
ar og Vigdísar Eiríksdóttur, fæddur
31. júli 1905, hér í Selkirk.
Eirikur sál. gekk á almenna
unglingaskólann hér í bænum fram
um fermingaraldur. En að skóla-
námi loknu, fór hann að starfa að
ýmsum iðnaði, einkum trésraíði og
bíla-aðgerð, þvi hann var vel hand-
laginn og smiður góður. Nú að síð-
ustu hafði hann stöðu við stálsteypu-
verksmiðjuna hér í bænum1.
Eiríkur sál. var í alla staði dreng-
ur hinn bezti. Og hafði hann með
ljúfmensku sinni, hjálpfýsi og hlýju
viðmóti aflað sér fjölda vina, eins
og hin fjölmenna þátttaka við jarð-
arför ihans bar vitni um. Hann
giftist þann 29. okt. 1932, stúlku af
innlendum ættum. Grace Perry að
nafni, og eignuðust þau eina dóttur,
sem nú er tveggja ára að aldri. Auk
foreldra hans og ekkjunnar, syrgja
hann 4 bræður og ein systir. Bræð-
ur hans, Páll, Bjami og Karl eiga
heima hér í bænum, Ragnar í Pen-
ticton, B.C. og systirin Mrs. Harry
Larsen á heima í Winnipeg.
Jarðarförin fór fram frá íslenzku
kirkjunni þann 19. þ. m. í viðurvist
fjölmennis. Flutti séra B. Theador
Sigurðsson ágæta ræðu í kirkjunni,
á islenzku og ensku; og jarðsöng
hinn látna. Var hann borinn til
grafar af nokkrutn helztu vinum
sínum: G. Johnson, S. Goodman,
Allan Houghton, Frank Tetroe,
Wm. Gemmel og W. Westeren.
Foreldrar hins látna, ekkjan og
aðrir aðstandendur tjá öllum þeim
sínar beztu þakkir, sem sýndu þeim
góðvild og hluttekningu við þetta
sorgartilfelli, bæði með persónulegri
aðstoð, blómum á kistuna og nær-
veru sinni við jarðarförina.
Likt sem þruma úr lofti heiðu
laust oss fregnin, vinur kæri,
að engill Drottins ofan sendur
upp á hærra svið þig bæri.
En þó sviði oss sárt að missa
sjónir af þér bak við tjaldið,
ekki skulum mögla móti
mildum Drotni; hans er valdið.
Þér á beztu blómaárum
burt var kipt af okkar sviði.
Svipleg kveða. Saknaðstárin
svíða frænda og vina liði.
Æ.fi þin var unaðsfögur,
auðguð meðbræðranna hrósi.
Aframhaldið ennþá fegra
upp í Drottins himinljósi.
Geymum við i hlýjum huga
hjartakæra minning þína;
trúum þvi, til okkar ofan
ástarblys þú látir skina:
geisla þá er söknuð sefa,
samfunda þó verði frestur.
Drottinn gaf þig, Drottinn tók þig,
Drottins vilji er ætið. beztur.
Astvinirnir.
The Women’s
Made-to-Measure Shop
MADt
TO-MEASURE SUIT SHO5.V.
Brings its service to smart
and thrifty women right up
to date! Unlined Summer
suits and coats have now
been added to its selection of
models from which you may
choose a style. Prices quot-
ed below include both coat
of material and making.
L—P.0I0 Coats of fine all-
wool English P o 1 o
Coating. White a n d
pastel s h a d e s. Up
3ss'“ $18.50
2.—Jigger Coats of Eng-
lish suede flannel. Up
38size $12.95
Jigger Coats of /h1c nn
Polo Cloth vplOiUU
.—2-Piece Suit of imported suede wool flannel in white,
jpastel or dark shades. — —
Up to size 38 tplUaUu
Above prices include one or two fittings as necessary.
Dress Fabrics Section, Second Floor, Portage
<*T. EATON C<3
LIMITID