Lögberg - 27.05.1937, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.05.1937, Blaðsíða 7
LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 27. MAl, 1937 7 Frá Bolungarvík ÞuriÖur sundafyllir nam land i Bolungarvík við Isaf jarÖardjúp. Hún bjó aíS Hóli. Þar hélzt hún ekki jVÍÖ fyrir dularkrafti þeim, er bo'ðaÖi hinn nýja siÖ, kristnina. Þá fiuttist hún í Vatnsnes. ÞuríÖur hlaut nafn sitt af því, að hún setti fiskimið þau, er Kviarmið nefnast, og mælti svo fyrir, að þar skyldi aldrei fisk þrjóta. Sonur Þuríðar var Völu-Steinn. Þess hefir verið getið til, að hann hafi ort Völuspá. Bróðir Þuríðar var' Þjóðólfur sá, er bjó i Þjóðólfstungu í Tungudal fram af Bolungarvík. Þeim Þuríði kom all-illa saman. L,auk þeirra viðskifttun þannig, að Þuríður lagði á Þjóðólf, að hann yrði að skeri, þar sem mest grandaði brim, en Þjóðólfur á Þuríði, að hún yrði klettur, þar sem mest næddu vind- ar. Varð og þetta að áhrínsorðum. Var Þjóðólfur í flæðarmáli, skamt innan við svonefnda Ófæru. Þar er briimasamt mjög. Þuríður varð að samnefndum kletti í f jalli því, er Óshyrna heitir, og er þar sjaldan logn. Þuríður hefir verið höfð að fiskimiði. í Bolngarvík lifir fólk á fiski- veiðum. Víkin liggur fyrir opnu hafi. Þar er léleg höfn og vond lending, ef veður breytist. Þar er hætt við skemdum á bátum og meið- ingum á mönnum. Bolvikingum, einkum formönnum, þótti vænt unn bátana sína. Heimili sjómanna í Bolungarvík var oftar á sjó en landi. Það var því ekki nema von, þótt báturinn yrði þeirra átrúnaðargoð. Hann sótti og flutti feng þeirra og bar þá í blíðu og stríðu. Margur formaðurinn mun hafa óskað þess, að báturinn sinn yrði likkista sín, og mun sú ósk stundum hafa ræzt. Bolvíkingar heimtuðu mikið af bát- um sínum, oft heldur mikið. Lend- ingin i Víkinni var erfið. Bátana þurfti að setja upp og ofan á hverri nóttu. Fjaran í Bolungarvík er stórgrýtt. Biátgrýtishnullungunum var rutt burt af 5—10 faðma svæði, þar til komin var einskonar renna með möl og smágrýti fyrir botn. Stórgrýtið, sem var hrúgað upp til beggja handa, hét vararveggur, en milii vararveggja var vörin. í þess- ar varir var svo bátnum lent. Það er hægt að hugsa sér, hvernig það hefir farið með bát, að lenda honum með því skriði, sem' vélin gat knúið hann áfram, einkum er brimskafl ýtti beint á eftir, í sömu andránni og báturinn tók niðri. Venjuleg sjóferð, t. d. að vetrar- lagi, fór í meginatriðum þannig fram: Ef formanni þótti skýjafar og sjávarniður spá góðu, vakti hann pilta sina fyrri hluta nætur. Allir klæddu sig og snæddu í skyndi. Síð- an var tekið til að beita línuna. Fór sú athöfn stundum fram í vart fök- heldum liúsakynnum. Þó var oft sæmilegt “beitingapláss,” eins og það var nefnt, einkum ef íbúð var á lofti upp af. Ef svo var, þá nefndist húsið verbúð, ella þró eða beitingaskúr. En menn kipptu sér ekki upp við það, þótt kalt væri. Ekki var umtalsvert, þótt staðið væri á skyrtunni i 10 stiga frosti og dragsúgi, hnoðandi gaddfreðinni beitu á ryðgaða öngla og stingandi sig í fingur af fumi og flýtislöngun. Það var metnaðarefni í Bolungar- vík, að vera “kvikur” við beitingu, enda standa Bölvíkingar þar mjög framarlega, og eiga, ef til vill, “met” í þeirri grein. Þegar beitingu var lokið, þá var drukkið á kiljanska vísu, það er að segja kaffi og með því étið rúgbrauð og smjörliki. Sið- an var farið að setja ofan. Eg minnist þess, að eitt sinn var verið að setja ofan bát, sem eg var háseti á. Var það að vorlagi, í sólskini og blíðviðri. Þar var nærstaddur skipa- skoðunarmaður, ókunnugur í Böl- ungarvík, og sá tií okkar. Hann glápti og gapti, þar til hann varð að undri í augum okkar, sem vorurn þessu vanir frá bernsku. Þó var Mta leikur hjá því að setja ofan bát að vetrarlagi, þegar alt var á kafi í fönn, fjaran og báturinn klökug °g þreifandi myrkur. Oftast voru 7—8 menn við ofansetning. Einn var “stopparamaður,” eða við “stopparann,” eins og það hét, það er að segja, hann hékk í enda á vír, sem “stoppari” nefndist. Vír þessi var vafinn um staur eða, eins og það var nefnt daglega, “pela.” I hinum enda vírsins hékk svo bátur- inn. Formaðurinn lagði fyrir, það er: hann lagði trébúta, smurða feiti, undir bátskjölinn, eða fyrir neðan, svo að báturinn rann á bútana, um leið og hann seig niður vörina. Trjá- bútar þessir hétu hlunnar. Önnur skipshöfnin stóð undir, 2 eða 3 hvorum megin. Einn af þeiim, er undir stóðu, hét skorðumaður. Hann dró nafn sitt af priki eða staur all- digrum. Var krókur á öðrum enda, en hinn járnvarinn. Hét þetta “skorðaKrókurinn gekk gegnum lykkju, er fest var utan á bátshlið- ina, og stóð lykkjan upp fyrir þil- farið. Skorðan var hærri en bát- urinn, og er hún stóð út frá báts- hliðinni, þá náði hún niður og studdi hann. Þar þurfti góða menn og gætna við skorðu, enda voru oftast valin til þess þrekmenni skipshafn- arinnar. Þegar alt átti að vera í lagi, kallaði formaður: “Skipið ykkur á hann, drengir.” Þegar þvi var lokið, var farið að “reyna.” Það var gert á þann hátt, að skorður voru losaðar, látnar vísa lengra út frá bátshliðunum. Síðan gáfu mennirnir undir öðru hvoru borðinu eftir, kiknuðu í hnjám, þar til bát- urinn lagðist á skorðuna. Þá réttu þeir úr sér, og fóru þeir, sem undir hinni síðunni stóðu, eins að, gáfu dáilítið eftir. Átti nú hnykkurinn, sem kom á bátinn við þetta, að nægja til þess að koma honum af stað. Ef svo lánlega tókst til, að alt gengi vel, þá hrópaði formaður- inn i sifellu: “Áfram, áfram, á- fram,” þar til þurfti að leggja fyr- ir á nýjan leik. Þá hljóðaði hann: “Stopp!” og fór þá upp á háa c-ið. Stopparamaðurinn gaf eftir og hélt i vírinn, eftir þvi sem skipanir komu. Hann var stundum í vanda imiklum. Kolniðamyrkur! Og ef margir bát- ar voru settir á flot í einu, þá gall við margraddað gól, og var örðugt að grgina, ef ekki var um raddnæm- an listamann að ræða, hvert var hið sanna evangelium í það og það skift- ið. En nú gat farið svo, að fyrsti hnykkurinn dygði ekki, og þá grán- aði gamanið. Bátnum var hent og velt, svo að í honum brakaði. Há- setar strituðu kófsveittir, með peysuhálsmálið niðri á mjöðmum að aftan, en sem hengingaról að framan. Skyrtur rifnuðu, tölur slitnuðu, bök mörðust, en ekkert gekk. Svo var tekin hvild: “Við skulum pústa,” sagði formaður mæddur í bragði. Menn gengu frá, réttu úr sér, vtíltu vöngum og góndu á þrákálfinn. Raunamæddir stundu þeir og bölvuðu. Svo var reynt á nýjan leik. Ekkert gekk. Aftur reynt, en það var sama. Stundum mátti alveg hætta við ofansetning- inn. “Það er dragbítur á helvítinu,” sögðu menn, gengu heim og lögðu sig. Sumum formönnum mistókst aldrei ofansetning eða lending. Öðrum alt af, ýmist annað eða hvorttveggja. Stundum kom það fyrir, að alt gekk prýðilega, var báturinn kominn allur í sjó, en að- eins eftir að ýta úr vör. Þá stóð hann alt i einu á steinfjanda, og varð ekki þokað, fremur en stöðum hesti. Þetta kom helzt fyrir um f jöru og var heldur hallærislegt, því að ilt var að setja hann upp aftur, er hann var kominn svo langt niður. Þá varð báturinn að ramba þarna og bíða flæðar. Þetta hét að “riða vararveggjum.” Ef alt gekk sem skyldi, var farið á sjóinn, en sjóferð hafa flestir annað hvort tekið þátt í eða lesið um. Fyrst var linan lengi vel dreg- in á höndum. Það þótti ekki hlut- gengur maður, sem ekki gat dregið spottann sinn, eða eina lóð, sem er 800 iaðmar eða þar um. Það var meðalmaður, sem sneri hausinn af lifandi steinbít milli handanna. Steinbiturinn átti að vera fullstór og maðurinn berhentur. Meðal- maður var það og, sem gat tekið löngu upp á sporðinum. Langan átti að vera jafnlöng og sá, sem tók hana upp, og vetlingalaus átti hann að vera. Reyni hver sem vill, ef hann kemst i færi. Sjóveikislækn- ing Bolvíkinga var mögnuð mjög, en lýsing eður “recept” á lyfinu ótt- ast eg, að muni ógleði valda, svo að eg sleppi að lýsa því hér. Þegar skipshöfn var söfnuð sam- an og bjó í verbúð, þá var í búðinni einn kvenmaður, henni til aðstoðar. Hún þvoði sokka og vetlinga, þreif búðina, sauð mat og bjó til kaffi. Sú, sem þetta verk innti af hendi, nefndist fanggæzla, þ. e. sú sem gætir fangs, en í daglegu tali varð úr því “fangelsa.” Það var engum kvenrolum hent að vera fanggæzlur. Mér segir svo hugur um, að fæstai nútímastúlkur létu bjóðá sér það, sem fanggæzlunum var stundum boðið. Þær höfðu ekkert “privat” og urðu að gera sér að góðu að hír- ast innan um 6—7 karlmenn. Ver- búðarloftin voru oft með baðstofu- sniði, rúmin hvert inn af öðru og uppganga i öðrum enda. Svaf fang- gæzlan oft í insta rúmi frá upp- göngu og formaðurinn, ef hann var i búðinni, i rúminu andspænis. Fanggæzlan varð alt af að hafa heit- an mat tilbúinn, þegar sjómennirnir komu að. Ekki voru Bolvíkingar orðprúðir og fengu jafnan orð fyrir að vera kvenhollir og vin hneigðir. Má því geta þess, að vist þessara kvenna hafi ekki alt af verið hin bezta. Ekki vil eg halda því fram, að alt snið verbúða hafi verið eftir allra-allra-allra nýjustu tízku eða kenningum um hagkvæmni, heil- brigði og hreinlæti. Eg er líka viss um, að væri ungri tizkumeyju boðið það sama sem fanggæzlum í Bolung- arvik fyrrum, þá — já, þá kveddi hún þennan heim í snatri.— Mataræði Bolvíkinga var nú svona og svona. Lítið um mjólk og ket. Aðalfæðan var fiskur. Fisk- urinn var tilreiddur á marga lund og margar tegundir. Fyrst þorskættin öll: ýsa, lýsa, ufsi, þorskur, langa og keila, svo og skata, lúða, stein- bítur, hrognkelsi, hákarl og silung- ur. Fiskurinn var etinn: nýr, sig- inn, saltaður, úldinn, hertur, fryst- ur, kæstur, reyktur og steiktur. Þar að auki fiskhausar, hertir og nýir, kýta (hrogn) og kútmagar. Bol- víkingar voru örir á fisk, og mun ekki hafa veríð seldur fiskur til soðningar til muna. Yfirleitt voru Bolvíkingar greiðugir, er þeir gátu, en fátækt var mikil alment. Ef ein- hver sýktist hastarlega, svo að með hann þyrfti á sjúkrahús ísafjarðar í skyndi, var settur fram bátur, þvi nær hvernig sem viðraði. Mun það hafa komið fyrir, að binda þyrfti rúmið með sjúklingnum rammlega og breiða mörg segl ofan á. Bolvík- ingar voru og eru, undantekningar- lítið, sjómenn — og það góðir sjó- menn. Hafa þeir þótt lagnir og dug- legir við þann starfa.— Eg nenni ekki að lýsa venjulegri lendingu í Bolungarvjk, en eg get ekki stilt mig um að gera tilraun til að lýsa brimlendingu þar, þó að sú tilraun verði mjög svo litlaus og vanger. Eg býst við, að hér inni séu fáir þeir, sem hafa séð 5—10 smálesta vél'bát lenda í brimi við svipaðar aðstæður og í Bolungarvík. En ef einhver er hér sem hefir séð það, þá býst eg við, að hann sé mér sammála um, að þá sjón horfi eng- inn óvitlaus maður hlæjandi á. Eg hetfi enn þá enga sjón séð, sem vek- ur hjá mér jafn hrollkenda æsingu og brimlending i Bolungarvík. Eg er, þvi miður, ekki svo mikill snill- ingur, að eg geti dregið upp mynd af baráttu Bolvíkinga við Ægi, en ef eg gæti, þá skyldi eg grípa hjörtu ykkar og láta þau slá í “takt” við hjörtu feðra, mæðra, systra og bræðra, sem horfa á brimlendingu. Þið mynduð varla þurfa í kvik- myndaihús sama kvéldið. Báturinn sézt eins og svartur dep. ill langt frammi. Hann hverfur, og mig furðar á, að hann kernur aftur í ljós. Víkin er óslitið brot, freyð- andi, hvítfyssandi öldur síga inn Víkna, topparnir hringast og falla með þungum drunum, löðrið þyrl- ast, og gráðugar hrannartungur sleikja sand og stein. — Báturinn ifærist nær. Hann fer hring eftir hring langt frá landi. Ólögin koma, skafl eftir skafl. Þar kom hið síð- asta: Við sjóndeildarhring bryddir á hvítum faldi. Áður en sá faldur kemur inn á Vík, verður báturinn að vera lentur. Eg sé, að stefni er snúið til lands. Það fossar undan brjóstum bátsins. Öldurnar lyfta honum svo að aftan, að stafn snýr niður. Hver hlutur á þilfari og allir mennirnir sjást. Stóra aldan færist nær, — en nú á báturinn stutt eftir. Mennirnir í honum sitja eða halda sér, til að vera viðbúnir, er báturinn skellur í grjótið. Hefir formaður- inn lagt of seint af stað? Öskrandi, beljandi skafl rís og gnæfir yfir bát* skutinn. Hann brotnar yfir bátinn, hrífur hann með sér, þeytir honum áfram, hendir honum langt upp í fjöru. Ef báturinn hefði lagt alf stað rnínútu síðar, þá lenti hann í útsogi bárunnar, skolaðist út aftur og---------. En nú taka hann sterk- ar hendur og setja langt upp á kajnb. Rán má hamast. Enn einu sinni hafa bolvísku sjómennirnir sigrað hina kaldfeðmu gyðju í kapp- hlaupi, í kapphlaupi um líf og dauða. En hún hyggur á hefndir. Næsta dag hefst tafl sjómannanna við dauða og hættur á nýjan leik og — ------stendur enn. Bárður Jakobsson. Skýrsla Mentaskólans á Akureyri, 1935. Lambadrotning Hyrna kom niður hart við burð— á herðakambinum stóð. En móðirin gleymi þeirri þraut og þerði lambið sitt — hljóð. Hveljur saup gimbrin, fálmaði, féll, og fann eigi spena strax. En ljósmóðir Náttúra liðveizlu bauð, svo drotning leitaði lags. ískini og andvara frískaðist fljótt, í flýti vel karað lamb; í leikfimi rófuna liðkaði skjótt og lyppaði herðakamb. Með degi hverjum sú drotning vex og dafnar á allan hátt— við nýmjólk og síæfðan lambaleik og ljósið úr suðrænni átt. Og þegar heiman að fór á f jall rnjög fimlega á klungur sté. Og útsprungins gróður ilmveig drakk, sem afréttur lét í té. Hve ljómandi á velli lagðsíð, feit, kemur lambadrotningin heim, að heylfeng, sem lítill og hrakinn er, frá hálendis angandi kinn. Sá óbóta heyfengur olli því, að ungfénu lóga varð af heyjum, en bónda féll harla þungt að höggva í bústofn skarð. En ekki varð dóminum áfrýjað þeim, að ungviði færi af rétt í opinn dauða á yztu þröm— hið eldra á vogun sett. Nú hjuggust mæðgna blóðskyldu- bönd, því bjargráðin gengu á víxl. Þær kvöddust með vöruin, létu’ ekki i ljós við lánardrottinn sinn brigzl. En honum blæddi í hjarta við starf, er hann varð að gera þó: ána að hrekja í útigangs vist, þá yngri í sláturhús kró. Og svo urðu líka skulda skil að “ skipuleggjast” það haust, svo fórnarlömbum fylgja varð í frosthélu-matvæla-naust. Sárt var að hlýða, er syrti áf nótt á svipýrða drauma-Huld: “Drotningin væna er dauða seld. Hún dó fyrir þína skuld.” Já, öll er tilveran ósköpum háð —og eilíf, því miður, sú stjórn—: hún drepur og étur, er dæmd til þess og drekkur blóðið úr fórn. Sú styrjaldarsaga er rauðum rist rúnum á altari og hörg og yfirborð jarðar og undirlög og aldanna fornminja-björg. Um tilganginn spyrjum vér, tökum í nös og teygjum úr vesöluni leir. En forvitnum öldung er synjað um svar. Hann sezt út í horn og — deyr. Guðmundur Friðjónsson. —Dýraverndarinn. Skozkur læknir lá fyrir dauðan- um og sagði við konu sína: —Viltu lofa mér því að setja stein á gröf mína með nafninu mínu á? —Því ld>fa eg, svaraði hún. Skömmu seinna var skiltið tekið frá dyrunum og á gröfinni stóð takla með áletruninni: Dr. MacAbernethy, viðtalstími frá 9—12. GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BOBGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er mkvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gramall kaupandi, sem borgar blaSiC fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1938, fær aS velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber meö sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaCa fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Rnkhutzen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARJtOTS, Half Ix>ng Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CCCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to • any meal. This packet will sow 10 to 12 hllls. IjETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. UETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONION, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION. Wliite Portugal. A popular white onlon for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Ijong Guernsey. Sufficient to sow 40 to 60 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TURNIP, White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Halr. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NFW BEAUTIFUD SHADES-----8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color claes. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTT7T QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYFR. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet. WHAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARUES. Rich Pink BEAIITY. Blush Pink. shading Orient Red. SMIIjES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOIjA. Evenlng scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. Manv WIGNONETTE. Well balanced BACHEIjOR S BUTTON. Many mlxtured of the old favorite. new shades. .____ , CAXiENDUIjA. New Art Shades. NASTURTTUM. Dwarf Tom CALIFORNIA POPPT. New Thumb. You can never have Prize Hybrids. to° many Nasturtiums. CUARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy- CUIMBERS. Flowering climb- brids. ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New COSMOS. New Early Crowned Art Shades and Crested. EVERtiASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. mlxed. Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Ijong Blood (Ijarge PARSNIPS, Early Short Round Packet) (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large RADISH, ....French .. Breakfast Packet) (Large Packet) CA^OT. H.„ 1J>n. T’2r-(Æ71 P.S,. SS ( arge ac ) early white summer table ONION, Yellow GloI>e Danvers, turnip. (Large Packet) TURNIP, Swede Canndtan Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet) packet will sow 20 to 25 feet ONTON, Wlilte Pickling (Large oí row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir "Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.: Nafn ................................................. Heimilisfang ......................................... Fyllri ...............................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.