Lögberg - 01.07.1937, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.07.1937, Blaðsíða 8
 8 Símskeyti 'barst hr. Árna fast- eignasala Eggertssyni frá Reykjavík þann 24. f. m., að hann hefÖi á aðalfundi Eimskipafélags Islands verið endurkosinn í einu hljóði í framkvæmdarnefnd félagsins fyrir hönd vestur-íslenzkra hluthafa. Þess var ennfremur getið í símskeytinu, að félagið hefði ákveðið að greiða hluthöfum 4% í arð. Mun Árni til- kynna það í blöðunum á næstunni hvenær hann verði við J>ví búinn að greiða hluthöfum vestan hafs árs- arð þennan. Mr. Ingimundur Johnson frá Iirown, Man., hefir dvalið í borg- inni um hálfsmánaðar tíma í heim1- sókn til dætra sinna, sem hér eru búsettar. Dr. A. B. Ingimundarson verður staddur i Riverton á þriðjudaginn þann 6. júli. Mr. Bjarni Bjarnason frá Upper Darby, Penn., kom til borgarinnar fyrir rúmri viku i heimsókn til for- eldra sinna Mr. og Mrs. Sigurður Bjarnason að 623 Simcoe St. Bjarni hefir á hendi ábyrgðarstöðu hjá Ford týlafélaginu mikla, sem yfir- maður við bílaútflutningsdeild þess í Upper Darby: hefir verið í þjón- ustu þess félags í síðastliðin fjórtán ár. Hann leggur af stað heimleiðis á föstudagskveldið kemur. Á laugardaginn þann 26. júní s.l. fóru til íslands þau Miss Lína Gillis frá Toronto, Ont. og Jónas Hall- grimsson frá Bbston, Mass. Á Mr. Hallgrímsson foreldra og systkini á íslandi. Einnig á Miss Gillis þar nrargt frænda og vina. Lögberg er beðið að flytja Mrs. Ingibjörgu Frimannsson, ekkju Benedikts heitins Frímannssonar, beztu þakkir frá lúterska kvenfélag- inu á Gim’li, fyrir fjárveiting af vöxtum miinningarsjóðs manns hennar, til að kaupa vegleg altaris- gönguáhöld, er kvenfélagið gekst ný- lega fyrir að útvega Gimli söfnuði, og voru þau notuð í fyrsta skifti við þingsetning nýafstaðins kirkjuþings. Bæði kvenfélagið og Gimlisöfnuður i heild sinni munu jafnan minnast þeirra merku Frímannssons hjóna með virðing og þakklæti fyrir störf þeirra áður fyrrum í söfnuði, bæ og umhverfi, og óska þau Mra Frí- mannsson og ástvinum hennar öllum ríkulegrar blessunar. — Altaris- gönguáhöldin eru af silfri ger, með smábikurum; er nú þykja mest við hæfi, í hinum stærri og merkari kirkjum, bæði hér í landi og víðar. Allur frágangur er hinn prýðileg- asti.— Þrettánda Arsþing BANDALAGS LÚTERSKRA KVENNA verður haldið í RIVERTON, MANITOBA 3., 4. og 5. JÚLI, 1937 Fyrsti fundur, laugardag 3. júlí, kl. 2 e. h.— Þingsetning Skýrslur embættiskvenna og félaga. Annar fundur kl. 8 e. h.— Vocal Solo......................................V. Benediktson Erindi—“Konan og kirkjan”........Mrs. B. S. Benson Piano Solo....................................Agnes Sigurdson Erindi .............................Mrs. A. Wathne Vocal Solo .........................Mrs. Eyjólfsson Sunnudag 4. júlí— Guðsþjónusta í kirkju Bræðrasafnaðar kl. 2 e. h. Kvöldverður í Geysir Hall kl. 6 e. h. Þriðji fundur í Geysir-kirkju kl. 8 e. h.*— Piano Solo........................Baldur Guttormson Erindi—“Samvinna kvenna á íslandi” . .'........................Frk. Halldóra Bjarnadóttir Violin Solo.........................Johannes Pálson Erindi—“Kraftur bænarinnar i daglegu lífi” ................................Mrs. Finnur Johnson Söngur ............................................ Piano Solo..............................Lilja Pálson Mánudag 5. júlí, Fjórði fundur, kl. 9—12 f. h.— Starfsfundur. Fimti fundur kl. 2—4 e. h.— Starfsfundur Sýning á bannyrðum kvenfélaga. Sjötti fundur kl. 4—6 e. h. Piano Solo........................Baldur Guttormson Erindi—“Bindindi”...................Lilja Guttormson Almennar umræður um bindindisstarf. Söngur...............................Nokkrar stúlkur Sjöundi fundur kl. 8 e. h.— Söngur.................................Ungar stúlkur Piano Solo ..................Miss Snjólaug Sigurdson Samkepni í framsögn íslenzkra ljóða (unglingar frá ýmsum bygðum keppa um silfur medalíu). Tvísöngur...........Messrs. Herman og Thor Fjeldsted Erindi...........................Miss Elín Anderson Söngur ................................Ungar stúlkur ÞINGSLIT % Árborg, Man., 19. júní 1937 Ingibjörg Ólafsson (forseti) Hólmfríður Danielsson (ritari) Málið og fegrið heimilin! Til þess að veita heimilum yðar ákjósanlega fegrun ntan og innan, þurfa menn að vera vissir um að velja réttilega málningarvörur sínar. Hið fræga MASTER-MADE PAINT þjónar ávalt herra sínum Við höfum einnig allar tegundir veggjapappírs. TESKEY’S PAINT STORE 690 SARÖENT AVE. Phone 34 422 ' LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLl, 1937 Svalandi og hressandi Messuboð Yfir júlímánuð verða engar morgunmessur í Fyrstu lútersku kirkju. En klukkan 7 á sunnudag's- kveldin prédikar sr. Jóhann Bjarna- son á íslenzku. svona marga og góða lífdaga vegna þess, að þau hefðu lifað eftir hans kenningu, en hún væri á þessa leið: Að lifa reglulegu lífi. Vera alt af i góðu skapi og láta ekki hugfall- ast, þó á móti blési. Og — reykja gott tóbak! Messað verður i kirkju Konkordia safnaðar næstkomandi sunnudag, kl. 2 e. h.—'S. S. C. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 4 júlí: Betel, á venjulegum tima. Gimli, íslenzk messa, kl. 7 e. h. B. A. Bjarnason. Messur í Vatnabygðum sunnudag- i,nn 4. júlí 1937: Kl. 2 e. h. í Wynyard Kl. 4 e. h. í Leslie. Jakob Jónsson. Sunnudaginn 4. júlí messar séra Sigurður Ólafsson í Árborg kl. 11 árdegis, en í Riverton kl. 2 e. h. sama dag. Miss Olla Johnson kom til borg- arinnat á þriðjudagsmorguninn úr sex mánaða ferðalagi suður um Kaliforníuríki og Kyrrahafsströnd; dvaldi hún um hríð í Exeter, Cal., hjá systur sinni, Mrs. Sveinn Thor- valdson, auk þess sem hún heimsótti marga Islendinga í Seattle. Á heimleiðinni heimsótti Miss John- son systkini sin í Vatnabygðum í Saskatchewan, þau P. N. Johnson í Elfros og Mrs. Hallgr. Sigurðsson i Foam Lake. Mr. Kári Byron sveitaroddvíti frá Lundar, var staddur í borginni á mánudaginn. NÆTURKYRÐIN • Þegar dag þrýtur þá við tekur nóttin; svefns þá sældar nýtur syfjuð heimsins dróttin. G. J. Papfjörð. RÚSSNESKA BYLTINGIN EYDIR SJALFRI SÉR Svo að segja daglega berast frétt- ir um handtökur og aftökur í Rúss- landi. í mörg ár var Jagoda einn valdamesti maður Rússlands. Hann stjórnaði hinni illræmdu G. P. U. lögreglu. Jagoda var hælt á hvert reipi af kommúnistum fyrir dugn- að og eitt aðalmálgagn kommúnista “Pravda,” sem þýðir sannleikur, lét svo um mælt fyrir ári síðan, að rússneskir þegnar gætu sofið róleg- tftn nætursvefni á meðan annar eins maður og Jagoda færi með stjórn lögreglumálanna. En fyrir nokkrum vikum féll | Jagoda í ónáð hjá einvaldinum ! Stalin og nú var hann ekki lengur | lietja heldur argasti glæpamaður, , þjófur, svikari og morðingi. Kona | Jagoda framdi sjálfsmorð er maður j hennar var handtekinn, en dómur er ' ekki enn kveðinn upp yfir Jagoda. Gufuskip kom til Aberdeen og skipstjórann langar til þess að koma tveimur koníakskössum í land. Heyrið mig, MacDufify, segir hann á lægri nótum við tollvörðinn! Sjá- ið þér nokkuð, ef maður bregður ofurlitlum seðli fyrir augun á yður? Skotinn vissi hvað klukkan sló og svaraði samstundis: Nei, og ef þér stingið stórum seðli upp í munninn á mér, er úti- lokað að eg geti talað. Thorlakson & Baldwin 699 SARGENT AVENUE ipi a Liberal Allowance þxn.c^OLOL OM ^Watck Úr bréfi vestan af Strönd Ei er við hafið öllum rótt; armæður til þess benda. Nú dynja rigningar dag og nótt, Drottinn veit hvenær þær enda. Thorvaldur Pétursson, M.A., kom heim á mánudagskvöldið vestan úr Saskatchewan. Flutti hann þann 25. þ. m. ræðu á Norðmannahátíð í Swift Current, og kom þar fram fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins. Lét hann dapurlega af uppskeruhorfum á stórum svæðum vestra. Frú Guðríður Johnson, 512 To- rnoto Street hér i borg, kom vestan úr íslenzku bygðunum i Saskatche- wan á þriðjudaginn, þar sem hún hafði dvalið mánaðartíma hjá frændum og vinum. Herra Sveinn Árnason starfsmað- ur flotamáladeildar Bandaríkja- stjórnar að Bremerton, Wash., kom til borgarinnar á þriðjudaginn ásamt frú sinni. Ætla þau sér að ferðast nokkuð um meðal íslendinga beggja megin landamæranna. Sveinn er víðkunnur maður austan hafs og vestan fyrir ritgerðir um tímatal og stærðfræðileg efni; hafa sumar þeirra birst i Tímariti Þjóðræknis- félagsins og Lögbergi. GÖMUL HJÓN DÓU SAMA DAG í Vínarborg létust nýlega háöldr- uð hjón, María og Jósep Reismann, sama daginn. Maðurinn, sem var 106 ára gatnall, lézt skyndilega um morguninn, án þess að hafa þjáðst af nokkrum sérstökum sjúkdómi áður. Og konan dó um kvöldið úr sorg yfir að hafa mist manninn sinn. Jósep og María áttu heima í By- öngyös í Ungverjalandi og áttu 75 ára hjúskaparafmæli fyrir nokkru. Við það tækifæri voru mörg börn þeirra og 43 barnabörn viðstödd. Blaðamaður einn, sem var í veizlunni, spurði Jósep gamla, hverju hann þakkaði það aðallega, að hann hefði náð svona hárri elli. Hann svaraði, að sin skoðun væri sú, að þau hjónin hefði átt Trade It in for a New EASY CREDIT TERMS NO EXTRA CHAROE Mannalát Nýkomin Islandsblöð láta þess getið, að látist hafi þann 19. maí síðastliðinn,. Þorsteinn Björnsson, cand. theol. úr Bæ. Hann mun hafa verið rúmlega sextugur að aldri, lærdómsmaður á mörgum sviðum og fékst nokkuð við ritstörf. Þorsteinn heiitnn dvaldist nokkur ár vestan Business Cards HÚSGÖGN STOPPUÐ Legubekkir og stðlar endurbætt- ir of fððraðir. Mjög sanngjarnt verð. Ókeypis kostnaðaráaetlun. GEO. R. MUTTON 546 ELLICE AVE. Slmi 37 715 Bílar stoppaðir og fððraðir The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 69S SARGENT AVE., WPG. hafs, og minnast hans margir frá þeim tímum. Látinn er hér í borginni Aðal- björn trésmiður Jónasson, ættaður úr Eyjafirði, 54 ára að aldri, vand- aður maður og vinsæll. Lætur eftir sig ekkju og börn. Útför hans fór fram frá Bardals á mánudaginn. Ekkjan er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Finnbogi Hjálmarsson að Winni- pegosis. Á föstudaginn var lézt hér í borg- inni Guðrún Árnason, ekkja Skúla heitins Árnasonar, eins af frum- herjum Argylebygðar. Guðrún var 76 ára að aldri, mæt kona og vel- látin. Hún lætur eftir sig stóran hóp mannvænlegra barna. Kveðju- athöfn, er Dr. Björn B. Jónsson stýrði, fór fram frá Bardals ámánu- dagskvöldið, en á þriðjudagsmorgun inn var lík Guðrúnar flutt vestur til Argyle, þar sem það verður jarð- sungið af séra E. Fáfnis. Victoria Solveig Sigurgeirsson, sem um aldarfjórðung hefir starf- rækt kaffisöluhús á Gimli undir nefninu “Vic’s Cafe,” andaðist þ. 24. júní s. 1., eftir rétt viku legu. Jarð- arförin fór fram frá lútersku kirkj- unni á Gimli, mánudaginn þ. 28. og voru jarðneska leifar hinnar látnu konu lagðar til hvíldar í ís- lenzka grafreitnum (Lutheran Cem- etery) við Selkirk. Séra B. A. Bjarnason jarðsöng. Auk eiginmanns hennar, Jakobs Sigurgeirssonar, lifa Victoríu sál. sex synir, og eru þeir: Jóhannes, bátasmiður á Gimli; Sigurgeir og Skúli, búsettir í Mikley; Alexander, í McDiarmid, Ont.; Jakob og Har- aldur, báðir til heimilis á Gimli. ILinir þrír síðastnefndu af þessum bræðrum eru ókvæntir. Barnabörn Victoríu heit. eru átta á lífi. Tvær systur hennar eru á lífi, báðar til heimilis í Selkirk. Eru þær: Sol- veig, ekkja Sigurðar Thorarinsson, sem dó fyrir nokkrum árum á elli- heimilinu Betel; og Ingunn, sem er ekkja Helga Sturlaugssonar, sem var einn leiðandi maður Selkirk íslend- inga, en varð bráðkvaddur fyrir réttu ári síðan. SEAEED Tenders addressed to the under- signed, and endorsed “Tender for Wharf Extension. Arnes, Man.," will be received until 12 oVlock noon (daylÍRht saviiití), Fri- day, July 16tli, 1937, for the construction of an extension to the wharf at Arnes, Mani- toba. Plans, form of contract and specification can be seen and forms of tender obtained at the office of the Chief Engineer, Depart- ment of Public Works, Ottawa, at the offices of the District Engineer, Customs Building, Winnipeg, Man.; also at the Post Office at Arnes, Man. Tenders wili not be considered unless made on printed forms supplied by the Department and in accordance with the conditions set forth therein. Each tender must be accompanied by a certified cheque on a chartered bank in Can- ada, payable to the order of the Honourable the Minister of Public Works, equal to 10 per cent. of the amount of the tender, or Bearer Bonds of the Dominion of Canada or of the Canadian National Railway Com- pany and its constituent companies, uncon- ditionally guaranteed as to principal and interest by the Dominion of Canada, or the aforementioned bonds and a certified cheque if required to make up an odd amount. Note: The Department will supply blue- prints and specification of the work on deposit of a sum of $10.00, in the form of a certified bank cheque payable to the order of the Minister of Public Works. The deposit will be released on the return of the blue- prints and specification within a month from the date of reception of tenders. If not returned within that period the deposit will be forfeited. By order, . J. M. SOMERVILLE, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, June 25, 1937. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiBlega um alt, sem aB flutningum lýtur, smáum eBa stórum. Hvergi sanng-jarnarm verB. Heimili: 591 SHERBURN ST. Simi 35 909 Þér getið aukið við núverandi tekjur UmboSsmenn óskast til þess að selja legsteina. Hundruð af þeim seld I bygðarlagi yðar. Við leggjum til sýnishorn og segjum fyrir um söluaðferðir. Skrifið eftir upplýsingum til 695 Sargent Ave., Winnipeg. Minniít BETEL f 1 erfÖaskrám y$ar JUNE CHICKS— EGGSIN NOVEMRER Leghorns $7.50 per 100. Barred Rocks; White Rocks; Wyandot- tes; Reds $8.75 per 100. Govt. Approved. Wire or Phone for Immediate Delivery. 100% Alive. PHONE 33 352 ALEX. TflYLOR HATGHERY 362 FURBY ST., Winnipeg PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY Goodman Drugs COR. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver Til þess að tryggja yður sJcjóta afgreiðslu Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES Atvinna! Undirritaður vill fá vinnumann frá þessum tíma og fram til 30. október næstkomandi. Kaupgjald $25 á mánuði. Umsækjandi þarf að vera æfður í að fara með hesta og verk- færi, 0g sinna algehgum störfum á bændabýli. Skrifið nú þegar TH. OLAFSSON, Antler, Sask. Islenzka Bakaríið 702 SARGENT AVE. Elna Islenzka bakartið I borginnl. Pantanir utan af landi skjðtlega afgreiddar. Sími 37 652 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.