Lögberg - 01.07.1937, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.07.1937, Blaðsíða 4
LÖGBEiRG, FIM'TUDAGINN 1. JÚLÍ, 1937 g iLögtjers Gefið út hvern fimtudag af 1 H E COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: , EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.90 urn áriO — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Vélmenning og kreppa Þó vitund sé nú farið að rofa til á sviði athafnalífsins, þá er fólki, næst veðrinu, tíð- ræddast um kreppuna; menn finna hvar skór- inn kreppir að, og þar af leiðandi er ekki mik- ið um það deilt hvað kreppan í raun og veru sé; þó eru skiftar skoðanir um þær orsakir, er til hennar leiddu; að hún sé mönnunum sjálfum að kenna, eða einhverjum forráða- mönnum þeirra, verður þó ekki um vilst; gjaf- mildi gróðurmoldarinnar er ennþá ein og hin sama; enn vaka fiskar í ám og stöðuvötnum, og enn rignir jafnt yfir réttláta og rangláta. Náttúran er alveg eins og áður var hún; sama móðursvipinn ber hún, sannarlega fögur er hún.— Viðvíkjandi framleiðslunni hefir mann- kyninu lærst það mikið, að ætla mætti að það væri sjálfbirgt hvernig sem viðraði; því er engan veginn að heilsa; valda þar rhestu um þröngsýnir götuþrændir hins gamla skóla, er sakir miskunnarlausrar græðgi, hafa varnað almenningi réttlátrar hlutdeildar í ávöxtum auðs og iðju.— Fólk hefir kveðið upp þunga áfellisdóma yfir hinni svonefndu vélamenningu; skuldinni er skelt á vélavinnuna og henni kent um kreppuna; töluvert álitamál hlýtur það þó að skoðast livort telja skuli slíkar staðhæfingar til gildra raka. Mætustu hugvitsmenn yfir- standandi tíma, haía fórnuð til þess lítt skift- um kröftum, að samræma svo vélavísindin og mannshöndina, að órekstur yrði að mestu úti- lokaður; þessum mönnum hefir þegar unnist mikið á í þessa átt, og má enn vænta frekara samræmis í afstöðu mannsins til vélarinnar. Hugvitsmaðurinn víðfrægi, Marconi, gengair einna lengst þeirra, er halda uppi svörum fyrir vélamenningunni; hann lét ný- verið þannig um mælt: Að mannkynið nokkru sinni afsali sér þeim hlunnindum og þeim höfuðkostum, er vélmenningin þegar hefir skapað, kemur vit- anlega ekki til móla; vélin hefir mjög dregið úr því þrælahaldi og þeirri þrælkun, er fólkið öldum saman bjó við; þetta er alt af að smá- skýrast með hinum ýmsu þjóðum og skýrist því betur sem stundir líða. Að vísu er það svo, að afstaða vélarinnar til mannsins má aldrei verða slík, að hún fái numið brott vinnugleðina úr mannslífinu; vélin á að vera þjónn, en ekki herra. ” Byltingarnar á sviði vinnubragðanna hafa verið stórfenglegar upp á síðkastið, hvort um iðnað eða akuryrkju er að ræða. Samkvæmt skoðun Marconi, á það engan veg- inn að vera vísindunum ofvaxið að opna nýja atvinnuvegi þeim til handa, er af völdum nýj- unga á sviði véltækninnar kynnu að verða syiftir atvinnu um stundarsakir; það væri meira ati segja blátt áfram skylda raunvís- indanna að ryðja í athafnalífinu nýja vegu og gera vistlegra í mannheimum með hveiyu líðandi ári. Ekki er óhugsandi að mannkynið losni við kreppuna seint og síðar meir. En við vélarnar og vélmenninguna losnar það ekki, og á ekki heldur að gera það. Hitt er annað mál, að bæði vélar og vélmenning þurfa á öll- um tímum að eiga raunverulega samleið með fólkinu, í stað þess að vaxa því yfir höfuð. Vantraustið á lífrænum verðmætum móð- urmoldarinnar hefir blásið kreppunni, þess- um óvinafagnaði siðaðs mannkyns, byr undir báða vængi; sveitirnar hafa tæmst og eyrar- vinnan eða afcvinnuleysið í borgum og bæjum tekið við. Því er haldið fram, að margt megi nyt- samt af kreppunni læra; skiftar verða þó vafalaust skoðanir manna um það. En lærist mönnum ekki við það aukin virðing fyrir un- aði gróðurmoldarinnar og hins heilbrigða sveitalífs, verður lærdómurinn miklu fremur neik\Tæður en hitt. Einhversstaðar var það sagt, að fjórir menn, eða samtök fjögurra manna, hefðu orsakað þessa síðustu heimskreppu. Hvað ætli þurfi til þess marga menn, eða mörg sam- tök, að létta henni af? Ljós heimsins Skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness There are cases in which men feel too keenly to be silent, and perhaps too strongly to be wrong.” —Ruskin. Síðan g fór frá íslandi hefi eg ætíð talið það happ, aö ná í nýja bók “að heiman.“ Til- finningin er ekki ósvipuð því er eg kem inn í Islendinga bygð eftir langferð, um útlent um- hverfi. Hugurinn verður léttur og glaður eins og væri eg á leiö heim til gamalla kunn- ingja, jafnvel þó eg viti að þama býr fólk, sem eg hefi aldrei séð. Þessi tilfinning hefir aldrei látið sér til skammar verða hvar sem mig hef- ir borið að garði Islendinga. Þegar eg næ í íslenzka sögu á eg von á að eignast kunningja, sem eg hefi gaman af að renna huganum til í framtíðinni, og eg bíð með óþreyju eftir tæki- færi til að set jast í næði við lesturinn. Eg brýt ekkert heilann um það hvort höfundurinn sé kommúnisti eða kapítalisti, lúterstrúarmaður eða spíritisti, eða hvort hann fylgi einhverj- um vissum “isma” og þræði einhverjar vissar koppa-götur fyrirsettrar frásagnarlistar. En eg á von á að sagan fjalli um fólk með líku innræti og eg hefi kynst hjá samferðafólki mínu á lífsleiðinni, og fundið í mínum eigin barmi. Einnig að sögu-umhverfið sé eitthvað líkt því er eg þekti heima o. s. frv. Fyrir skömmu rakst eg á blað að heiman, sem gat um nýútkomna sögu eftir H. K. Lax- ness. Maðurinn, sem getur um bókina, er mér að góðu kunnur, fyrir margar ágætis-ritgerðir, sem eg hefi lesið frá hans hendi. Segir hann þetta muni vera “fágaðasta” bók höfundar- ins. Og spáir miklu um framtíð hans og frægð. Þó eg hefði nú fyrir skömmu, mér til lítillar ánægju heimsótt Bjart í Sumarhúsum, og annað sjálfstætt fólk úr liði Laxness, vakn- aði nú forvitni* mín á ný, mig langaði að sjá “fágunina” og gæfumerkin á þessari nýju söku, jók það og nokkuð forvitni mína að höf- undurinn hefir valið bókinni nafn fagurt, og kallað “Ljós heimsins.” Mun hann hafa hugs- að líkt og Eiríkur rauði er hann gaf nafn landi sínu og kallaði Grænland. Nú er bókasafni “Fróns’’ svo fyrir að þakkg,, að eg hefi átt kost á að lesa sögu þessa. Jafnvel þó segja mætti um frásagnarstíl og annað líkt og eg sagði um söguna “Sjálfstætt fólk’” þá er efni og efnismeðferð þessarar sögu slíkt að eg lagði hana frá mér, að loknum lestri, með þeirri tilfinning, að milli spjalda hennar væri sá fúlasti bókasaur, sem eg hefi látið freistast til að fara í gegnum. II. Hetjan í sögu þessari er sveitarómagi, Ólafur Kárason LjósvOringur. Hann er nið- ursetningur á bænum Fæti “undir fótar fæti.” Þar býr ekkjan Kamarilla með þremur upp- komnum börnum sínum. Er dóttirin, Magnína heimasæta, þeirra elzt. Þá Nasi (Jónas) en Júst yngstur. Auk þess eru á heimilinu mæðgur tvær. Heitir móðrin Karitas en dóttir hennar Jana (Kristjana). Annað fólk kemur lítið við söguna, nema gamall maður, sem einnig er sveitarómagi, hann er þar á heimil- inu um tíma og deyr þar eftír hrakninga og illa meðferð, og Guðrún á Grænhóli ferm- ingarsystir Ólafs Kárasonar, sem tók svari hans, þegar hann varð fyrir því óhappi að svara skakt einhverri spurningu prestsins. I enda sögunnar er Ólafur Ljósvíkingur svo fluttur frá Fæti, á kviktrjám, því hann hefir þá lengi leglð rúmfastur, eftir beinbrot og misþyrmingar er hann hlaut í höndum bræðr- anna, sem báðir vildu vera húsbændur, og skip- uðu honum sinn í hvora átt, en hann vissi eigi hverjum fremur skyldi hlýða. Sá sem flutti hann hét Reimar; hann gerði krók á leið sína og fór með Ljósvíking til Tótu á Kömbum. Hún var í dularsambandi við Friðrik huldu- lækni. Fékk Ljósvíkingur þar bót meina sinna. Lækningin verður fyrir einhver dular- áhrif Tótu á Kömbum. Áður er þó sagan búin að bregða upp skringimynd af þessu lækningabraski öllu. Má vel vera að það sé þarfaverk, að vara við skottulaakningum, hverju nafni sem þær nefnast. Sú hlið þessa sögukafla er því réttlætanleg, með því líka að frásögnin ber fremur kímnisvip heldur en ill- kvittni. En það verður tæpega sagt um þá hliðina, sem snýr að stúlkunni sjálfri, heimili hennar og fjölskyldu. Eykur það sízt list- gildi skáldsagna að þær sé notaðar fyrir vopn í persónulegu dægurþrasi. Og er þýðingar- laust að bera fyrir sig nafnabreytingar eða “barnalegan skilning alþýðu á samningu skáldverka.” III. Til þess að gefa ofurlitla hugmynd um hve fagurlega þessi “fágaða” nýtízku saga lýsir íslenzku heimilislífi, ætla eg að taka hér upp stuttan kafla. Bræðurnir Nasi og Júst hafa verið að heiman við fiskiveiðar, en eru nú heima yfir vikulokin, og sofa frameftir morgninum sinn hvoru megin í baðstofunni. En ungfrúnni Jönu verður tíðförult um gólfið milli rúmanna: “Svo var það einn sunnudags- morgun sem oftar, að yngri bróðir- inn Júst rak löppina undir pilsin hennar og hún rak upp stóran skræk, og pilsin komin upp fyrir hné. Þá sagði eldri bróðirinn Nasi: Hvern djöfulinn viltu vera að reka löppina upp undir hana? Blessi þig bróðir, sagði Júst. Þú átt ekkert með að reka löppina upp undir hana, segi eg; farðu frá með löppina. Yngis- mærin Jana hélt áfram að skrækja mteð boðiaföllum. Þá steig eldri bróðirinn Nasi fram úr rúminu, tók að sér nærhaldiö og frelsaði hana. Svo voru áflogin komin á stað. Þeir flugust ekki oft á, en þegar þeir flugust á var það ekki í góðu. Þeir flugust á eins og þeir komu upp úr rúmunum, mjög fáklæddir. Mærin Jana hljóp hálf niður um loftsgatið og staðnæmdist í miðjum stiga, glenti augun á slaginn og klappaði saman lófunum í hvert skifti sem annar virtist vera að brjóta hinn undir sig, og hljóðaði í senn fagn- andi og óttaslegin, ekki ósvipað fjallahrossi. Þó færði hún sig neð- ar og neðar í stiganum eftir því sem brækurnar tosuðust neðar á þjóhnöppum þeirra í leiknum; augu hennar urðu tryltari og tryltari, en í staðinn fyrir að hljóða saup hún hverjur. Síðast var hún komin öll undir loftskörina nema augun. Pilturinn Ólafur Kárason hafði setið inst á loftinu og verið að slafra í sig súrnum sínum eftir fjósamál- in, en þegar hann varð þess áskynja að komið var í hart, þá hætti hann að líta á það, sem var að gerast, af ótta við það að hann yrði bendlaður við áflogin og refsað. Hann sat titrandi af hlutleysi í rúmshorninu sínu og reyndi að horfa sem fastast á súrinn sinn. Svo lá yngri bróðirinn Júst á gólf- inu og gat ekki haft sig upp aftur, og eldri bróðirinn Nasi á honum ofan, en þjófhnapparnir vissu upp. Betur eg hefði hníf á djöfulsins flagarann, sagði eldri bróðirinn milli tannanna, án þess að gleyma þó að taka fram til hverra hluta hnífur mundi vera nauðsynlegastur undir þessum sérstöku kringumstæðum. Ó. Kárason dró að sér fæturna og hnipraði sig saman og gleymdi bæði að tyggja blómurinn og loka aug- unum. En einmitt í þessum svif- um skipaði Nasi: Láfi, fáðu mér hnífinn þarna undir sperrunni, ellegar eg drep þig.”------ Láfi kunni ekki annað en hlýða og rétti Nasa hnífinn, en þá skarst Jana í leikinn, og vafði örmum' um háls sigurvegarans og bað hann að reka heldur hnífinn í sig. Nasi lét hnífinn falla á gólfið, en tók yngis- meyna í fang sér og fór með hana í rúmið og breiddi sængina yfir þau. Júst stóð rólega á fætur, tók hnífinn af gólfinu, gekk til Láfa og þreif í hár hans og svifti honum niður á rúmstokkinn og bjóst til að skera hann á háls. Þá kom þar móðir bræðranna, Kamarilla og greip um handlegg hans, tók hnífinn og stakk honum “virðulega” undir sperruna. Síðan gekk hún að rúmi Nasa og svifti yfirsænginni ofan af því. Ungfrúin Jana strauk niður um sig pilsin og stökk grátandi ofan af loft- inu. Þá tók húsmóðirin Kamarilla guðsorðabækurnar ofan af hillu og las húslestur. Svo var farið að borða.” » IV. Þessi sýnishorn af frásagnarstíl og efni verð eg að láta nægja. Sé það satt að islenzk alþýða sækist mjög eftir að baða sig í slíkum bók- saur, sem þetta er, verð eg að segja það að smekkurinn hefir breyzt á síðari árum, og ekki til bóta. Og hafi hún ánægju af að lesa svona lýsingar af þjóðmenning sinni, hátt- um, siðum og máli, þá sannast þar hið fornkveðna: “Lítilla sanda litilla sæva, lítil eru geð guma.” Vart mundu forfeður okkar hafa hlakkað yfir slíku þjóðníði. Eg býst nú við að þetta verði kallað barnalegur skilningur á skáldverkinu: “Ljós heimsins.” Það verði talið rangt að Clover Leaf Lax er vissasti vegur- inn til hagkvæmlegra máltíða — heitur eða kaldur. — Biðjið matsal- ann um Clover Leaf Pink Lax, til þess að þér fáið hagkvæmilegasta og hollasta fiskinn, þar sem hann nýtur sin bezt. draga almennar ályktanir út frá ein- staklings dæmum þeim, sem sagan leiðir fram. En það breytir ekki þeim rauveruleik að þeir sem ekki vita betur líta á menningu okkar, eins og hún kemur fram í þessum spegli. Sögupersónurnar eru leidd- ar fram á sögusviðið á þann hátt, að maður kemst varla hjá því að á- líta að svo sé til ætlast, að á þær verði litið sem trúverðuga votta hins almenna. Þetta fólk hefir ekki orð- ið fyrir neinum sérstökum áhrifum, er hafi spilt því eða afmannað. 111- menskan, hrottaskapurinn og fólsk- an, hræsnin, skriðdýrshátturinn og vesaldómurinn frammi fyrri fólsk- unni; alt er þetta látið vaxa svo eðlilega fram úr þjóðmenningunni. Eða með öðrum orðum, .það er ís- lenzk nútíðar þjóðmenning, eins og baráttan fyrir lífinu hefir mótað hana undir “fótar fæti” kringumu stæðanna. Þess verður ekki vart að mannorð bræðranna á Fæti, liði neinn baga við það þó þeir mis- þyrmi og beinbrjóti drenginn. Nei, þeim er sendur annar sveitarómagi, gamall maður, þegar þeir svo hafa barið hann og velt í forinni, flýr hann grátandi á náðir hreppstjór- ans. Og sá heiðursmaður kunni ekkert ráð vænna en að flytja ómag- ann aftur að Fæti. V. Húslestrar og rímnakveðskapur eru nú líklega að rnestu lagðir niður á Islandi, svo þessvegna ætti þjóðin að geta notið til fulls “kraftbirting- arhljómsins” frá þessum nýju sög- um. Það sýnist því óþarfi að gera krók á leið sína^ til þess eins, að geta hrækt á þessa gömlu þjóðsiði. Ef hefi nú getið helztu karlmensk- unnar, sem fram kemur í sögunni, og vona eg allir sjái að bræðurnir Nasi og Júst eru laxneskar hetjur. Verða þeir vafalaust settir til hægri handar Bjarti frá Sumarhúsum í Valhöll hinni nýju. VI. En þá er að minnast kvennanna, sem mest koma við söguna. Þær eru, eðli sinu samkvæmt, hlýðnar og auðþveipar frammi: fyxir hetju- skapnum, Magnína nöldrar þó stundum yfir því að aldrei sé tekinn almennilegur vinnumaður á heimil- ið. Kamarilla húsfreyja situr í ó- skiftu búi og verður því að sigla milli skers og báru að því er 'heim- ilisráðin snertir. Jana hefir augastað á húsfreyjustöðunni, lætur því jafn- vel að hvorum tveggja bræðranna. Lofast til að sofa hjá þeim, sem geri um sig bezta vísu. Júst stelur vísu eftir Breiðfjörð, en Nasi fær Ljós- víking til að yrkja kvæði. I kvæð- inu er Jönu líkt við hryssu, sem bít- ur og slær, var það gert eftir fyrir- mælum Nasa. Jana var nú orðin ófrísk og var nokkur vafi á hvor bræðranna mundi vera valdur að því. Endirinn á þessum ósköpum varð svo það að Nasi sendi Jönu kvæðið og bónorðsbréf um leið. Hún skaust upp til skáldsins Ólafs Ljós- víkings, faðmaði hann og kysti, gaf honum sykurmola, lofaði honum vernd sinni og sagði hann skyldi vera kærastinn sinn, þegar Nasi væri ekki heima. Svo var hún gift Nasa. Heimasætan Magnina fékk ekki vinnumanninn. Hún leitaði sér af- þreyingar í því að lesa Flensborgar sögurnar fyrir Ólaf Ljósvíking þar sem hann lá veikur í rúminu. Á páskadaginn voru þau ein heima, þá sat hún og las, en það varð seinasti lesturinn. Þegar hún hafði farið erindisleysu upp í rúmið til hans, fór hún burt og talaði ekki við hann eftir það. Þessi dæmi ættu að sýna að konurnar fara ekki varhluta af ljósi heimsins. Saga þessi gerist að mestu leyti í baðstofunni á Fæti. Ef til vill er baðstofan ekki eins ógeðsleg eins og kofi Bjarts, en þó er ekki mikið á mununum hvað þrifnaðinn snertir. Helzt mætti geta þess að sagan gleymir að láta lúsina á þetta fólk sitt. Og að í stað lúsugu tíkurinn- ar, sem varð barnfóstra í sjálfstæð- inu, kemur fram úr ljósi heimsins hund-hvolpur, sem svo er “dannað- ur” eða “penpíaður” að hann hnerr- ar þegar hann þefar af heimasæt- unni. Eg hefi verið að velta þvi fyrir mér hvað það gæti verið, sem kemur manni til að skrif a bók eins og þessa. Listhneigð getur það tæplega verið. Atvinnumál gæti komið til greina, og að vísu verið nokkur afsökun. Samúð með þeim sein líða þjáningar og vilji til að benda á þjóðlöst? Miskunnarlausa meðferð þurfa- manna. Sá tilgangur er í sjálfu sér virðingarverður. En eg hefi enga trú á því að sögur eins og þessi beri nokkurt umbótamál fram til sigurs. Meðan lesandinn þarf að halda fyr- ir nefið, til að verjast óþefinum, sem leggur upp úr sögu sorpinu, er hætt við að hann gleymi að taka ofan fyr- ir hinum góða tilgangi, sem þar undir kann að vera grafinn. Sagan gæti jafnvel komið í stað Magnínu heimasætu og látið hundana hnerra. VIII. Eg hefi heyrt að einn af merk- ustu mönnum íslands hafi stungið Light, Airy Togs For Hot Weather Summer is a Fashion season in its own right—and here is cool, fashionable apparel that will defy the glare of the sun—help you look and feel your best! PALM BEACH SUITS—Tailored from genuine cloth in cream, tan and fancies. $22.50. LIGHT TWEED SMTS — Plain or fancy back models and two pair of pants. $15.95 to $20.00. WHITE DUCK PANTS — Zero and sanforized shrunk, good weight white duck panting $1.95, $2.25 and $2.50. WHITE FLANNELS — Wool flanne’ pants — smartly styled and distinct- ively tailored. $5.00 and $7.50. GRENFELL CLOTH WIND- BREAKERS—Friend of the golfer, the canoeist, camper—light weight, showerproof and windproof. $10.50. SLEEVELESS WINDBREAKER AND PANT ENSEMBLES—Grey and fawn flannels with contrasting waistbands and collars. $5.95. SPORT COATS—New sport coats of fancy tweeds — dashing models in plain and fancy back styles. $6.50 and $12.50. —Men’s Clothing Section, The Hargrave Shops for Men Main Floor EATON I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.